Skip to main content

Kvikmyndafræði

Kvikmyndafræði

Hugvísindasvið

Kvikmyndafræði

BA – 120 einingar

Í kvikmyndafræði er lögð áhersla á að skoða kvikmyndamiðilinn í sem víðustu samhengi og teknar eru til sýninga tilrauna- og heimildamyndir, ekki síður en leiknar frásagnarmyndir, og þær greindar í ljósi fjölbreyttra fræðikenninga.

Skipulag náms

X

Bókmenntaritgerðir (ABF103G)

Fjallað verður um ýmsar gerðir bókmennta- og kvikmyndaritgerða (allt frá fræðilegum ritgerðum til ritdóma, ádeilugreina og pistla). Nemendur hljóta þjálfun í hinum ýmsu þáttum ritgerðasmíðar: afmörkun viðfangsefnis, hugmyndaúrvinnslu, byggingu, röksemdafærslu, tilvísunum, heimildanotkun og frágangi. Kannað verður hvers konar orðræða liggur til grundvallar mismunandi ritgerðum, hver hinn innbyggði lesandi er og hvers konar almennri eða fræðilegri umræðu ritgerðin tengist. Nemendur eru hvattir til að taka námskeiðið á fyrsta námsári.

X

Kvikmyndarýni (KVI101G)

Hér er um að ræða grunnfag námsgreinarinnar kvikmyndafræði þar sem kynnt eru til sögunnar lykilhugtök og aðferðir í túlkun kvikmynda. Farið verður ítarlega í frásagnaruppbyggingu og sviðsmynd kvikmynda, sem og kvikmyndatöku, klippingu, hljóðvinnslu og tónlist. Ræddar verða ólíkar gerðir kvikmynda og sýnd dæmi um heimilda- og tilraunamyndir auk hefðbundinna leikinna kvikmynda. Í framhaldi munu nemendur kynnast fræðilegri kvikmyndarýni þar sem lögð er áhersla á kvikmyndagreinar, -höfunda og -stjörnur. Á kvikmyndasýningunum verða dregin fram þau sérkenni sem einkenna lesefni hverrar viku enda er námskeiðið að stórum hlut hugsað sem inngangur og æfing í kvikmyndarýni.

X

Franskar kvikmyndir (KVI424G)

Fáar þjóðir hafa haft meiri áhrif á kvikmyndasöguna en Frakkland.  Í námskeiðinu er farið yfir franska kvikmyndasögu frá upphafi til dagsins í dag.  Helstu tímabilum og  lykilverkum eru gerð skil og þau sett í samhengi við aðstæður í þjóðfélaginu hverju sinni.  Sérstakur gaumur er gefinn að frönsku nýbylgjunni ásamt því sem „auteur“ eða höfundarhugtakinu verður gert skil.  Kvikmyndir samtímans verða kynntar og sjónum beint sérstaklega að spennandi leikstjórum sem látið hafa að sér kveða í franskri kvikmyndagerð undanfarin ár.  Meðal kvikmynda sem fjallað verður um eru Napoléon (1927) eftir Abel Gance, Staðið á öndinni (1960) eftir Jean-Luc Godard, Le Samouraï (1967) eftir Jean-Pierre Melville, Hatrið (1995) eftir Mathieu Kassovitz, Málverk af hefðarkonu í logum (2019) eftir Céline Sciamma og Titane (2021) eftir Julie Ducournau.

X

Að standa á öxlunum á sjálfum sér: Loftur Guðmundsson (KVI323G)

Í námskeiðinu verður farið yfir feril Lofts Guðmundssonar, eins helsta frumkvöðuls íslenskrar kvikmyndasögu. Í námskeiðinu rýnum við í kvikmyndagerð Lofts og horfum á þekktari myndir hans ásamt nýuppgötvuðum gullmolum sem hafa mikið menningarsögulegt gildi. Farið verður í persónu Lofts sem og ljósmyndarann en fyrst og fremst verður kvikmyndagerðarmaðurinn skoðaður og mun nemendum standa til boða að horfa á nýskannað efni frá Kvikmyndasafni Íslands og taka þátt í uppgötvunum um þennan merka kvikmyndagerðarmann.

Loftur kom víða við í íslenskri kvikmyndagerð. Við upphaf hennar á þriðja áratug síðustu aldar hóf hann að gera kynningarmyndir um landið, þjóðina og ýmis fyrirtæki sem voru tilbúin að greiða honum fyrir. Loftur varð jafnframt fyrstur Íslendinga til að gera leikna mynd árið 1923. Hann var drífandi á fjórða áratugnum og gerði meðal annars fyrstu auglýsingamynd Íslendinga fyrir Smárasmjörlíki. Þekktastur er hann líklega fyrir að hafa gert fyrstu leiknu kvikmynd Íslendinga í fullri lengd, Milli fjalls og fjöru árið 1949. Loftur lést fyrir aldur fram árið 1952.

Námskeiðið er kennt í samstarfi við Kvikmyndasafn Íslands.

X

Velkomin á bannsvæðið: Hamfarir, staðleysa og mannsálin í rússneskum kvikmyndum, bókmenntum, tölvuleikjum og tónlist (KVI322G)

‚Svæðið‘ (rússn. zona) er staðleysa en um leið blákaldur veruleiki, uppspretta listaverka á borð við Stalker (1979) eftir Andrej Tarkovskí en jafnframt nátengt myrkustu kimum rússneskrar þjóðarsálar: martröðinni á bakvið drauminn um Sovétríkin sem fyrirmyndarríki, heimsstyrjöldinni síðari, Gúlaginu, Tsjernobyl-slysinu, innrásarstríðinu í Úkraínu.

Í námskeiðinu eru birtingarmyndir ‚Svæðisins‘ skoðaðar í rússneskum kvikmyndum eftir Tarkovskí (Stalker og Solaris, 1972), hjónin Larissu Shepítkó (Upprisan, 1977) og Elem Klímov (Komdu og sjáðu, 1985), Ílja Khrzanovskí (4, 2004 og DAU, 2019) o.fl. Grafist er fyrir um frumspekilegan grundvöll og þau tilfinningalegu áhrif sem ‚Svæðið‘ vekur – ekki aðeins í kvikmyndum heldur jafnframt á sviði rússneskra bókmennta, rússnesk-úkraínskra tölvuleikja og tónverka beggja vegna járntjaldsins sem risið er að nýju.

Í námskeiðinu eru nemendur leiddir að mærum austurs og vesturs, staðar og staðleysu, hryllings og fegurðar, áfalls og uppljómunar. Áhorf og greining á perlum rússneskrar/sovéskrar kvikmyndalistar út frá hugmyndinni um ‚Svæðið‘ færir nemendum dýrmætan túlkunarlykil – ekki aðeins að rússneskri/sovéskri/slavneskri sögu og menningu heldur jafnframt að brýnum heimspekilegum, vistfræðilegum, sögulegum og fagufræðilegum spurningum sem íbúar hins vestræna heims standa frammi fyrir á 21. öld.

Leiðin liggur inn í óvissuna, ráðgátuna, sköpunina, myrkviði mannsálarinnar.

Gert er ráð fyrir umræðum í tímum og nemendafyrirlestrum (einkum þegar á líður námskeið) í því skyni að skapa grundvöll fyrir samræðu, sjálfstæðan skilning og opna, gagnkvæma nálgun nemenda og leiðbeinanda á viðfangsefnið.

X

Rökkurmyndir og harðsoðna skáldsagan (ABF105G)

Yfirlitsnámskeið þar sem skoðuð eru helstu einkenni rökkurmynda. Farið verður í úrval kvikmynda frá 1940-1999 með það fyrir augum að skoða þróun greinarinnar sem slíkrar. Jafnframt verða lesnar nokkrar skáldsögur til hliðsjónar. Meðal helstu kvikmynda námskeiðsins eru: The Maltese Falcon, Double Indemnity, Laura, Out of the Past, Body Heat og The Last Seduction.

Vinnulag: Námsefnið verður kynnt í fyrirlestrum kennara og nemenda en vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku nemenda í formi lesturs, verkefnavinnu, ritgerðar og umræðna.

Námsmat: Nemendur kynna fræðilegar greinar um viðfangsefnið og eina kvikmynd sem heyrir undir nýrökkurskeiðið (tvö verkefni alls 30%), auk heimaprófs (70%).

X

Japanskar kvikmyndir (JAP107G)

Fjallað er um japanskar kvikmyndir frá upphafi til dagsins í dag með aðaláherslu á „klassíska tímabilið“ 1950-70 og leikstjóra á borð við Kurosawa, Ozu, Mizoguchi og fleiri. Fjallað verður um bakgrunn þekktra kvikmynda og efni þeirra greint til sjá hvernig japönsk menning, saga og þjóðfélag endurspeglast í þeim.

Skoðaðar verða valdar myndir eftir fyrrnefndra leikstjóra og einnig nýrri verk.

Kennt er á ensku.

X

Lýðræðisþróun, iðnbylting, nýlendukapphlaup - Heimssaga III (SAG272G)

Í námskeiðinu er fjallað um sögu tímabilsins frá 1815 og fram í fyrri heimsstyrjöld. Meginumfjöllunarefnið er lýðræðisþróun 19. aldar. Þrír þræðir verða dregnir í gegnum þá frásögn: 1) Fjallað verður um hugmyndir um kvenréttindi og kvennahreyfingar 19. aldar í samhengi við almenna þróun kosningaréttar, afnám þrælahalds og velferðarmál. 2) Sú umfjöllun er svo tengd við þjóðernishugmyndir og mótun þjóðríkja á tímabilinu og þá um leið hver uppfylli skilyrðin um þegn/borgara. 3) Þriðji þráðurinn tengist hinum tveimur – nýlendukapphlaup Evrópuríkja, Bandaríkjanna og Japans og áhrif þess á samfélög í Afríku og Asíu.  

X

Ingmar Bergman - uppreisn gegn föðurímynd (SÆN105G)

Í námskeiðinu verður fjallað um kvikmyndir Ingmars Bergman, fyrst og fremst fyrstu kvikmyndir frá tímabilinu 1950-60, þar sem uppreisn gegn föðurvaldinu myndar eins konar sálrænan kjarna. Áhersla verður lögð á þróun þemans um þörf hins trúaða manns fyrir einhvers konar tákn frá Guði í Sjunde inseglet (1956) til þess að hann samþykki að trúa á hinn grimma Guð í Jungfrukällan (1960) og áfram til uppgjörs við hina neikvæðu guðsmynd í Såsom i spegel (1961), Nattvardsgästerna (1962) og Tystnaden (1963). Nemendur horfa á fimm myndir og þær ræddar og greindar í tímum.

X

Kvikmyndasaga (KVI201G)

Yfirlit yfir sögu kvikmyndalistarinnar frá upphafi hennar undir lok 19. aldar til okkar daga. Áhrifaríkustu stefnur hvers tíma verða skoðaðar og lykilmyndir sýndar. Nemendur kynnast sovéska myndfléttuskólanum (montage), franska impressjónismanum, þýska expressjónismanum, stúdíókerfinu bandaríska, ítalska nýraunsæinu, japanska mínímalismanum, frönsku nýbylgjunni, þýska nýbíóinu, suður-ameríska byltingabíóinu og Hong Kong-hasarmyndinni svo eitthvað sé nefnt, og reynt verður að bera þessar ólíku stefnur saman. Lögð verður áhersla á að skoða fagurfræðilega þróun kvikmyndarinnar sem og samtímaleg áhrif á útlit og inntak hennar. Námsmat byggist á tveimur prófum.

X

Kvikmyndakenningar (KVI401G)

Námskeiðið er hugsað sem ítarlegt sögulegt yfirlit yfir helstu kenningar kvikmyndafræðinnar allt frá upphafi til dagsins í dag. Lesnar verða kenningar frumherja á borð við Sergei Eisenstein, Rudolf Arnheim, Siegfried Kracauer og André Bazin. Tekin verða fyrir margvísleg og róttæk umskipti í nálgun kvikmynda á seinni hluta tuttugustu aldar, líkt og formgerðargreining, marxísk efnistúlkun, sálgreining og femínismi. Loks verða áhrif menningarfræðinnar rædd með áherslu á kynþætti og skoðuð staða kvikmyndarinnar á tímum hnattvæðingar. Kvikmyndir námskeiðsins munu endurspegla margbreytileika lesefnisins enda er þeim ætlað að draga fram sérstöðu ólíkra kenninga.

X

Allt sem þið hafið viljað vita um listrænu kvikmyndina en ekki þorað að spyrja um í háskóla (KVI425G)

Listrænar kvikmyndir njóta ákveðinnar sérstöðu í krafti gildisviðmiða, þeim fylgir menningarlegt auðmagn og þeim er jafnvel dreift í sérstök kvikmyndahús. Þá eru þær gjarnan aðgreindar frá annars konar kvikmyndum, til dæmis afþreyingarbíói eða greinamyndum, og eru jafnframt sérstakt eftirlæti fagurkera og kvikmyndaunnenda, sem kunna að skilgreina sig sem slíka einmitt vegna dálætis síns á listrænu kvikmyndinni.

En hvað er listræn kvikmynd? Hvað er ólistræn kvikmynd? Er listræna kvikmyndin aðferð í kvikmyndagerð eða sérstakur og jafnvel hálf-óskilgreinanlegur flokkur úrvalsmynda og meistaraverka? Hver ákveður það og hvar liggur skilgreiningarvaldið? Allar kvikmyndir voru eitt sinn litnar hornauga af menningarelítunni – að leggja kvikmyndamiðilinn að jöfnu við list var álitið fásinna – en hvenær breyttist þetta og hvaða hlutverki hafa listrænar kvikmyndir síðan þjónað í kvikmyndamenningu heimsins? Við þessum spurningum verður brugðist í námskeiðinu samhliða því að nemendum verður veitt innsýn í ýmis lykilverk sem á ólíkum tímum hafa þótt flaggskip listrænna möguleika miðilsins.

Ekki verður þó staðar numið við fagurfræði og sögu listrænu kvikmyndarinnar heldur verður hún skoðuð í spegli andstæðna sinna: ruslbíósins, miðnæturmynda, bannlistamynda og költmynda. Þá verður hugað að upplausn fagurfræðilegra viðmiða á póstmódernískum tímum og því hvernig bíóást, eða cinephilia, hefur spilað inn í viðtökusögu kvikmyndanna. Lesnir verða textar eftir David Bordwell, Susan Sontag, François Truffaut, John Waters, Jeffrey Sconce og fleiri en meðal kvikmynda sem fjallað verður um í námskeiðinu eru Sunrise (F.W. Murnau, 1927), Tokyo saga (Yasujirō Ozu, 1953), Persona (Ingmar Bergman, 1966), Close-Up (Abbas Kiarostami, 1989), Beau travail (Claire Denis, 1998), The Rocky Horror Picture Show (J. Sharman, 1975) og Polyester (John Waters, 1981).

X

Bráðnandi klukkur og filmur: Súrrealismi í frásagnarbíóinu (KVI313G)

Súrrealismi kom fram í tilvistarkreppu millistríðsáranna sem viðbragð við því að Evrópa hafði í fyrri heimsstyrjöldinni lagt sjálfa sig í rúst á máta sem átti sér enga sögulega forvera. Rökvísi og hugmyndin um „skynsamlegt þjóðskipulag“ hafði leitt til gjöreyðingar og súrrelistarnir af þessum sökum höfnuðu fyrrir viðmiðum um hið röklega og héldu þess í stað á mið dulvitundarinnar og drauma. Súrrealísk list kannar öðru fremur mörkin milli vitundarinnar og dulvitundarinnar, drauma og veruleika.

Á grundvelli Freuds og annarra aðferða í sálgreiningu, dulspeki og hugmynda um hvernig losna skuli undan oki siðmenningarinnar hefur súrrealisminn, eins og hann kom fram á tíma sögulegu framúrstefnunnar, þróast áfram og í kvikmyndum allt fram til Hollywood samtímans. Þessi áfangi mun gaumgæfa þessa söguþróun, allt frá André Breton og Salvador Dalí til David Lynch og Lady Gaga, og rekja áhrif liststefnunnar á frásagnarbíóið. Meðal leikstjóra og listamanna sem fjallað verður um í áfanganum má nefna: Luis Buñuel, Jean Cocteau, Maya Derren, Federico Felini, Jan Svankmajer, the Quay Brothers, Alejandro Jodorowsy, David Lynch, Michel Gondry, og Charlie Kaufman.

X

Kurosawa: Höfundarverk, aðlaganir og arfleifð (JAP414G)

Námskeiðið fjallar um japanska leikstjórann Akira Kurosawa með hliðsjón af nokkrum vel völdum kvikmyndum hans, aðlaganafræðum, japönsku menningu og samfélagi, og þeirri arfleifð sem hann skilur eftir sig. Rætt verður um það sem skilgreinir Kurosawa sem höfund, stílbrögð, einkenni og áhrif hans á bæði japanska og vestræna kvikmyndamenningu.   Sem dæmi um þemu sem námskeið leggur áherslu á má nefna aðstæður sem skapast við stríðsátök, kjarnorkuógnina, ýmsar sálfræðilegar innri glímur, valdabaráttu, kynferðisofbeldi og glæpi. Sögurnar draga upp mynd af hetjum og skúrkum, upplausn fjölskyldunnar, deilum um arf, stríði á milli foreldra og barna, hatrömmum átökum systkina og blóðugum, hrottafullum morðum, sjálfsréttlætingum og ólíkum sjónarhornum. Sviðsmyndin og leikstíllinn sem dreginn er upp sækir m.a. í japanskt leikhús, líkt og Noh leikhefð og arfleifð, samúræja–menningu og baráttuhefð. Einnig er markvisst unnið með japanskar þjóðsögur. Sögur leikstjórans eiga sér margar hverjar einnig fyrirmyndir í vestænni arfleifð svo sem í kúrekamyndum John Ford og höfunda á borð við Shakespeare og Dostoyevsky, auk þess sem verkin eiga í textatengslum við gríska harmleiki.   Verk eftir Kurosawa sem verða kennd eru m.a. Seven Samurai (1954), Yojimbo (1961), Ran (1985), Dreams (1990) og Rhapsody in August (1991). Einnig verða lesnir valdir bókmenntatextar (heilir eða sýnishorn) sem Kurosawa hefur aðlagað fyrir kvikmyndir, m.a.  verk eftir Shakspeare og japanska höfundinn Ryunosuke Akutagawa. Auk þess verða greind verk sem sýna áhrif Kurosawa á aðra leikstjóra.

X

Ítalskar kvikmyndir (ÍTA403G)

Í námskeiðinu Ítalskar kvikmyndir er nemendum veitt innsýn í sögu kvikmyndagerðar á ítalíu á tuttugustu öld. Raktir verða helstu þættir sem hafa haft áhrif á ítalska kvikmyndagerð og reynt að greina hvað það er sem helst einkennir ítalskar kvikmyndir. Einnig verður farið í nokkur grunnatriði í kvikmyndagreiningu til að auðvelda nemendum rannsóknir sínar. Kennsla er byggð á fyrirlestrum kennara og umræðum í tíma. Ætlast er til þess að nemendur taki virkan þátt í umræðum.

X

Alþjóðleg nútímalistasaga frá 1850-1960 (LIS243G)

Fjallað verður um þróun myndlistar frá umbrotatímum módernismans á síðustu áratugum 19. aldar, í gegnum helstu framúrstefnuhreyfingar eða -isma 20.aldar fram til ársins 1960. Gerð verður grein fyrir helstu stefnum módernískrar myndlistar, forsendum þeirra, sérkennum og mikilvægi fyrir síðari tíma. Fjallað verður um tengsl listar við pólitík, heimspeki og þjóðfélagsþróun og hugað að róttæku endurmati á fegurðarhugtakinu í listum á 20. öld. Hvernig skila breyttar hugmyndir um tíma og rými sér í listinni? Hvernig raska ofangreindar listastefnur venjubundinni skynjun manna á umhverfinu og raunveruleikanum. Hvað er "innri veruleiki"? Þarf myndlist að vera sýnileg? Hver er munur á myndmáli og tungumáli og annars konar táknmáli? Reynt verður að fella alþjóðlegar sýningar sem hingað koma að námskeiðinu og verða þær sóttar heim í tengslum við það.

X

Valdastjórnmál, hugmyndabarátta og andspyrna á 20. öld: Heimssaga IV (SAG269G)

Á námskeiðinu verður fjallað um alþjóðasögu á 20. öld með áherslu á þær breytingar sem orðið hafa á alþjóðakerfinu og –stjórnmálum. Í fyrsta lagi verður sjónum beint að nýrri ríkjaskipan í Evrópu eftir fyrri heimsstyrjöld og áhrifum nýrra stjórnmálastefna eins og kommúnisma og nasisma/fasisma. Í annan stað verður gerð grein fyrir aðdraganda og þróun síðari heimsstyrjaldar og afleiðingum hennar, einkum afnám nýlendustefnunnar og þjóðernisbaráttu í Afríku og Asíu. Í þriðja lagi verður fjallað um birtingarmyndir þess valdakerfis sem lá kalda stríðinu til grundvallar og forræðisstöðu Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Loks verður vikið breyttri heimsskipan og nýjum valdahlutföllum í samtímanum, þar sem rætt verður um uppgang Kína og samkeppni við Bandaríkin.    

X

BA-ritgerð í kvikmyndafræði (KVI241L)

BA-ritgerð í kvikmyndafræði

X

Franskar kvikmyndir (KVI424G)

Fáar þjóðir hafa haft meiri áhrif á kvikmyndasöguna en Frakkland.  Í námskeiðinu er farið yfir franska kvikmyndasögu frá upphafi til dagsins í dag.  Helstu tímabilum og  lykilverkum eru gerð skil og þau sett í samhengi við aðstæður í þjóðfélaginu hverju sinni.  Sérstakur gaumur er gefinn að frönsku nýbylgjunni ásamt því sem „auteur“ eða höfundarhugtakinu verður gert skil.  Kvikmyndir samtímans verða kynntar og sjónum beint sérstaklega að spennandi leikstjórum sem látið hafa að sér kveða í franskri kvikmyndagerð undanfarin ár.  Meðal kvikmynda sem fjallað verður um eru Napoléon (1927) eftir Abel Gance, Staðið á öndinni (1960) eftir Jean-Luc Godard, Le Samouraï (1967) eftir Jean-Pierre Melville, Hatrið (1995) eftir Mathieu Kassovitz, Málverk af hefðarkonu í logum (2019) eftir Céline Sciamma og Titane (2021) eftir Julie Ducournau.

X

Að standa á öxlunum á sjálfum sér: Loftur Guðmundsson (KVI323G)

Í námskeiðinu verður farið yfir feril Lofts Guðmundssonar, eins helsta frumkvöðuls íslenskrar kvikmyndasögu. Í námskeiðinu rýnum við í kvikmyndagerð Lofts og horfum á þekktari myndir hans ásamt nýuppgötvuðum gullmolum sem hafa mikið menningarsögulegt gildi. Farið verður í persónu Lofts sem og ljósmyndarann en fyrst og fremst verður kvikmyndagerðarmaðurinn skoðaður og mun nemendum standa til boða að horfa á nýskannað efni frá Kvikmyndasafni Íslands og taka þátt í uppgötvunum um þennan merka kvikmyndagerðarmann.

Loftur kom víða við í íslenskri kvikmyndagerð. Við upphaf hennar á þriðja áratug síðustu aldar hóf hann að gera kynningarmyndir um landið, þjóðina og ýmis fyrirtæki sem voru tilbúin að greiða honum fyrir. Loftur varð jafnframt fyrstur Íslendinga til að gera leikna mynd árið 1923. Hann var drífandi á fjórða áratugnum og gerði meðal annars fyrstu auglýsingamynd Íslendinga fyrir Smárasmjörlíki. Þekktastur er hann líklega fyrir að hafa gert fyrstu leiknu kvikmynd Íslendinga í fullri lengd, Milli fjalls og fjöru árið 1949. Loftur lést fyrir aldur fram árið 1952.

Námskeiðið er kennt í samstarfi við Kvikmyndasafn Íslands.

X

Velkomin á bannsvæðið: Hamfarir, staðleysa og mannsálin í rússneskum kvikmyndum, bókmenntum, tölvuleikjum og tónlist (KVI322G)

‚Svæðið‘ (rússn. zona) er staðleysa en um leið blákaldur veruleiki, uppspretta listaverka á borð við Stalker (1979) eftir Andrej Tarkovskí en jafnframt nátengt myrkustu kimum rússneskrar þjóðarsálar: martröðinni á bakvið drauminn um Sovétríkin sem fyrirmyndarríki, heimsstyrjöldinni síðari, Gúlaginu, Tsjernobyl-slysinu, innrásarstríðinu í Úkraínu.

Í námskeiðinu eru birtingarmyndir ‚Svæðisins‘ skoðaðar í rússneskum kvikmyndum eftir Tarkovskí (Stalker og Solaris, 1972), hjónin Larissu Shepítkó (Upprisan, 1977) og Elem Klímov (Komdu og sjáðu, 1985), Ílja Khrzanovskí (4, 2004 og DAU, 2019) o.fl. Grafist er fyrir um frumspekilegan grundvöll og þau tilfinningalegu áhrif sem ‚Svæðið‘ vekur – ekki aðeins í kvikmyndum heldur jafnframt á sviði rússneskra bókmennta, rússnesk-úkraínskra tölvuleikja og tónverka beggja vegna járntjaldsins sem risið er að nýju.

Í námskeiðinu eru nemendur leiddir að mærum austurs og vesturs, staðar og staðleysu, hryllings og fegurðar, áfalls og uppljómunar. Áhorf og greining á perlum rússneskrar/sovéskrar kvikmyndalistar út frá hugmyndinni um ‚Svæðið‘ færir nemendum dýrmætan túlkunarlykil – ekki aðeins að rússneskri/sovéskri/slavneskri sögu og menningu heldur jafnframt að brýnum heimspekilegum, vistfræðilegum, sögulegum og fagufræðilegum spurningum sem íbúar hins vestræna heims standa frammi fyrir á 21. öld.

Leiðin liggur inn í óvissuna, ráðgátuna, sköpunina, myrkviði mannsálarinnar.

Gert er ráð fyrir umræðum í tímum og nemendafyrirlestrum (einkum þegar á líður námskeið) í því skyni að skapa grundvöll fyrir samræðu, sjálfstæðan skilning og opna, gagnkvæma nálgun nemenda og leiðbeinanda á viðfangsefnið.

X

Rökkurmyndir og harðsoðna skáldsagan (ABF105G)

Yfirlitsnámskeið þar sem skoðuð eru helstu einkenni rökkurmynda. Farið verður í úrval kvikmynda frá 1940-1999 með það fyrir augum að skoða þróun greinarinnar sem slíkrar. Jafnframt verða lesnar nokkrar skáldsögur til hliðsjónar. Meðal helstu kvikmynda námskeiðsins eru: The Maltese Falcon, Double Indemnity, Laura, Out of the Past, Body Heat og The Last Seduction.

Vinnulag: Námsefnið verður kynnt í fyrirlestrum kennara og nemenda en vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku nemenda í formi lesturs, verkefnavinnu, ritgerðar og umræðna.

Námsmat: Nemendur kynna fræðilegar greinar um viðfangsefnið og eina kvikmynd sem heyrir undir nýrökkurskeiðið (tvö verkefni alls 30%), auk heimaprófs (70%).

X

Japanskar kvikmyndir (JAP107G)

Fjallað er um japanskar kvikmyndir frá upphafi til dagsins í dag með aðaláherslu á „klassíska tímabilið“ 1950-70 og leikstjóra á borð við Kurosawa, Ozu, Mizoguchi og fleiri. Fjallað verður um bakgrunn þekktra kvikmynda og efni þeirra greint til sjá hvernig japönsk menning, saga og þjóðfélag endurspeglast í þeim.

Skoðaðar verða valdar myndir eftir fyrrnefndra leikstjóra og einnig nýrri verk.

Kennt er á ensku.

X

Lýðræðisþróun, iðnbylting, nýlendukapphlaup - Heimssaga III (SAG272G)

Í námskeiðinu er fjallað um sögu tímabilsins frá 1815 og fram í fyrri heimsstyrjöld. Meginumfjöllunarefnið er lýðræðisþróun 19. aldar. Þrír þræðir verða dregnir í gegnum þá frásögn: 1) Fjallað verður um hugmyndir um kvenréttindi og kvennahreyfingar 19. aldar í samhengi við almenna þróun kosningaréttar, afnám þrælahalds og velferðarmál. 2) Sú umfjöllun er svo tengd við þjóðernishugmyndir og mótun þjóðríkja á tímabilinu og þá um leið hver uppfylli skilyrðin um þegn/borgara. 3) Þriðji þráðurinn tengist hinum tveimur – nýlendukapphlaup Evrópuríkja, Bandaríkjanna og Japans og áhrif þess á samfélög í Afríku og Asíu.  

X

Ingmar Bergman - uppreisn gegn föðurímynd (SÆN105G)

Í námskeiðinu verður fjallað um kvikmyndir Ingmars Bergman, fyrst og fremst fyrstu kvikmyndir frá tímabilinu 1950-60, þar sem uppreisn gegn föðurvaldinu myndar eins konar sálrænan kjarna. Áhersla verður lögð á þróun þemans um þörf hins trúaða manns fyrir einhvers konar tákn frá Guði í Sjunde inseglet (1956) til þess að hann samþykki að trúa á hinn grimma Guð í Jungfrukällan (1960) og áfram til uppgjörs við hina neikvæðu guðsmynd í Såsom i spegel (1961), Nattvardsgästerna (1962) og Tystnaden (1963). Nemendur horfa á fimm myndir og þær ræddar og greindar í tímum.

X

Hollywood: Place and Myth (ENS352M)

What does Sunset Boulevard, double entendres, self-censorship, the Coen Brothers, and #metoo have in common? They all reveal that Hollywood is not quite the fantasy it poses to be.

A very real place and industry within Los Angeles, California, Hollywood has led in film production since the beginning of narrative film, yet its magic is created within the bland and sometimes devastating concrete lots, sound stages and offices of producers and agents.

This course aims to explore the reality of Hollywood and how it has functioned over time, to examine and critique its presentation and reputation through film and media. The course includes critical viewings of films that are based on both the myth and reality of Hollywood as well as critical readings on historical context, news/gossip, and the history of American narrative film.

Only 35 seats are available for ENS352M. Once the course is filled please contact Nikkita (nhp1@hi.is) to be added onto a waiting list in case a spot opens up.

X

Frá fasisma til popúlisma: Lýðræðiskreppa, róttæk þjóðernishyggja og valdboðshyggja á 20 og 21. öld (SAG604M)

Uppgangur popúlistaflokka og valdboðsstjórna á undanförnum árum hefur beinst að  frjálslyndu lýðræði (liberal democracy) og vakið spurningar um hvar staðsetja eigi þessi öfl á hinu pólitíska litrófi og hvernig skilgreina eigi hugmyndafræði þeirra og sögulegar rætur. Á námskeiðinu verður fjallað um lýðræðiskreppur með því að beina sjónum að fasisma og nasisma á fyrri hluta síðustu aldar og popúlisma og valdboðshyggju í samtímanum. Þótt megináherslan verði á Evrópu verða birtingarmyndir róttækrar þjóðernishyggju og hugmyndafræði pólitískra afla sem berjast gegn frjálslyndu lýðræði skoðaðar í öðrum heimshlutum. Áhersla verður lögð á að kryfja ýmis álitamál sem tengjast fasisma/nasisma, valdboðshyggju og hægri og vinstri popúlisma. Þá verða tengsl stjórnmála- og efnahagskreppu greind með skírskotun til þátta eins og kynþáttastefnu, kyngervis, nútímavæðingar, menningar, velferðarhugmynda og utanríkismála. Hugað verður sérstaklega að stjórnmála- og samfélagsþróun í Þýskalandi og Ítalíu, þar sem nasistar/fasistar komust til valda og höfðu mest áhrif, en einnig verður fjallað um fasistahreyfingar og valdboðsstjórnir öðrum löndum. Í samtímanum verða popúlistaflokkar settir í sögulegt samhengi,  hugmyndafræði og stefna þeirra greind og gerð tilraun til að skýra „popúlíska valdboðshyggju“ í framkvæmd.

X

BA-ritgerð í kvikmyndafræði (KVI241L)

BA-ritgerð í kvikmyndafræði

X

Menningarheimar (TÁK204G)

Þverfaglegt inngangsnámskeið þar sem efnt er til samræðu milli fræðasviða námsbrautarinnar, þ.e. bókmenntafræði, kvikmyndafræði, kynjafræði, listfræði, málvísinda, menningarfræði, táknmálsfræði og þýðingafræði. Birtu verður brugðið á alþjóðlegar hræringar í hugvísindum á liðnum áratugum en jafnframt rýnt í tengsl fræða og heimsmyndar. Fjallað verður um táknfræði tungumálsins og m.a. spurt hvort það geti talist grundvöllur annarra táknkerfa. Spurst verður fyrir um tengsl og "sambúð" mismunandi tungumála og málheima. Er hægt að þýða á milli allra mál- og menningarheima? Hvað geta aðstæður heyrnarlausra sagt okkur um tengsl málheima? Hvað er fjölmenning? Hvernig tengjast talað mál, lesmál og sjónmenning í samfélaginu? Í hverju felst menningarlæsi? Hugað verður að bókmenntum, myndlist, kvikmyndum og öðru myndefni í þjóðlegu og alþjóðlegu samhengi og kannað hvernig þessi táknkerfi vinna með mörkin milli kynja, kynþátta, stétta, menningarhópa, þjóða og heimshluta. Lesið verður ýmiskonar fræðilegt efni og skáldverk, könnuð myndverk og kvikmyndir, en viðfangsefnin verða einnig sótt í fjölmiðla og það sem er á seyði í samtímanum. Námsmat felst í fjórum verkefnum á misserinu og skriflegu lokaprófi.

X

Allt sem þið hafið viljað vita um listrænu kvikmyndina en ekki þorað að spyrja um í háskóla (KVI425G)

Listrænar kvikmyndir njóta ákveðinnar sérstöðu í krafti gildisviðmiða, þeim fylgir menningarlegt auðmagn og þeim er jafnvel dreift í sérstök kvikmyndahús. Þá eru þær gjarnan aðgreindar frá annars konar kvikmyndum, til dæmis afþreyingarbíói eða greinamyndum, og eru jafnframt sérstakt eftirlæti fagurkera og kvikmyndaunnenda, sem kunna að skilgreina sig sem slíka einmitt vegna dálætis síns á listrænu kvikmyndinni.

En hvað er listræn kvikmynd? Hvað er ólistræn kvikmynd? Er listræna kvikmyndin aðferð í kvikmyndagerð eða sérstakur og jafnvel hálf-óskilgreinanlegur flokkur úrvalsmynda og meistaraverka? Hver ákveður það og hvar liggur skilgreiningarvaldið? Allar kvikmyndir voru eitt sinn litnar hornauga af menningarelítunni – að leggja kvikmyndamiðilinn að jöfnu við list var álitið fásinna – en hvenær breyttist þetta og hvaða hlutverki hafa listrænar kvikmyndir síðan þjónað í kvikmyndamenningu heimsins? Við þessum spurningum verður brugðist í námskeiðinu samhliða því að nemendum verður veitt innsýn í ýmis lykilverk sem á ólíkum tímum hafa þótt flaggskip listrænna möguleika miðilsins.

Ekki verður þó staðar numið við fagurfræði og sögu listrænu kvikmyndarinnar heldur verður hún skoðuð í spegli andstæðna sinna: ruslbíósins, miðnæturmynda, bannlistamynda og költmynda. Þá verður hugað að upplausn fagurfræðilegra viðmiða á póstmódernískum tímum og því hvernig bíóást, eða cinephilia, hefur spilað inn í viðtökusögu kvikmyndanna. Lesnir verða textar eftir David Bordwell, Susan Sontag, François Truffaut, John Waters, Jeffrey Sconce og fleiri en meðal kvikmynda sem fjallað verður um í námskeiðinu eru Sunrise (F.W. Murnau, 1927), Tokyo saga (Yasujirō Ozu, 1953), Persona (Ingmar Bergman, 1966), Close-Up (Abbas Kiarostami, 1989), Beau travail (Claire Denis, 1998), The Rocky Horror Picture Show (J. Sharman, 1975) og Polyester (John Waters, 1981).

X

Bráðnandi klukkur og filmur: Súrrealismi í frásagnarbíóinu (KVI313G)

Súrrealismi kom fram í tilvistarkreppu millistríðsáranna sem viðbragð við því að Evrópa hafði í fyrri heimsstyrjöldinni lagt sjálfa sig í rúst á máta sem átti sér enga sögulega forvera. Rökvísi og hugmyndin um „skynsamlegt þjóðskipulag“ hafði leitt til gjöreyðingar og súrrelistarnir af þessum sökum höfnuðu fyrrir viðmiðum um hið röklega og héldu þess í stað á mið dulvitundarinnar og drauma. Súrrealísk list kannar öðru fremur mörkin milli vitundarinnar og dulvitundarinnar, drauma og veruleika.

Á grundvelli Freuds og annarra aðferða í sálgreiningu, dulspeki og hugmynda um hvernig losna skuli undan oki siðmenningarinnar hefur súrrealisminn, eins og hann kom fram á tíma sögulegu framúrstefnunnar, þróast áfram og í kvikmyndum allt fram til Hollywood samtímans. Þessi áfangi mun gaumgæfa þessa söguþróun, allt frá André Breton og Salvador Dalí til David Lynch og Lady Gaga, og rekja áhrif liststefnunnar á frásagnarbíóið. Meðal leikstjóra og listamanna sem fjallað verður um í áfanganum má nefna: Luis Buñuel, Jean Cocteau, Maya Derren, Federico Felini, Jan Svankmajer, the Quay Brothers, Alejandro Jodorowsy, David Lynch, Michel Gondry, og Charlie Kaufman.

X

Kurosawa: Höfundarverk, aðlaganir og arfleifð (JAP414G)

Námskeiðið fjallar um japanska leikstjórann Akira Kurosawa með hliðsjón af nokkrum vel völdum kvikmyndum hans, aðlaganafræðum, japönsku menningu og samfélagi, og þeirri arfleifð sem hann skilur eftir sig. Rætt verður um það sem skilgreinir Kurosawa sem höfund, stílbrögð, einkenni og áhrif hans á bæði japanska og vestræna kvikmyndamenningu.   Sem dæmi um þemu sem námskeið leggur áherslu á má nefna aðstæður sem skapast við stríðsátök, kjarnorkuógnina, ýmsar sálfræðilegar innri glímur, valdabaráttu, kynferðisofbeldi og glæpi. Sögurnar draga upp mynd af hetjum og skúrkum, upplausn fjölskyldunnar, deilum um arf, stríði á milli foreldra og barna, hatrömmum átökum systkina og blóðugum, hrottafullum morðum, sjálfsréttlætingum og ólíkum sjónarhornum. Sviðsmyndin og leikstíllinn sem dreginn er upp sækir m.a. í japanskt leikhús, líkt og Noh leikhefð og arfleifð, samúræja–menningu og baráttuhefð. Einnig er markvisst unnið með japanskar þjóðsögur. Sögur leikstjórans eiga sér margar hverjar einnig fyrirmyndir í vestænni arfleifð svo sem í kúrekamyndum John Ford og höfunda á borð við Shakespeare og Dostoyevsky, auk þess sem verkin eiga í textatengslum við gríska harmleiki.   Verk eftir Kurosawa sem verða kennd eru m.a. Seven Samurai (1954), Yojimbo (1961), Ran (1985), Dreams (1990) og Rhapsody in August (1991). Einnig verða lesnir valdir bókmenntatextar (heilir eða sýnishorn) sem Kurosawa hefur aðlagað fyrir kvikmyndir, m.a.  verk eftir Shakspeare og japanska höfundinn Ryunosuke Akutagawa. Auk þess verða greind verk sem sýna áhrif Kurosawa á aðra leikstjóra.

X

Ítalskar kvikmyndir (ÍTA403G)

Í námskeiðinu Ítalskar kvikmyndir er nemendum veitt innsýn í sögu kvikmyndagerðar á ítalíu á tuttugustu öld. Raktir verða helstu þættir sem hafa haft áhrif á ítalska kvikmyndagerð og reynt að greina hvað það er sem helst einkennir ítalskar kvikmyndir. Einnig verður farið í nokkur grunnatriði í kvikmyndagreiningu til að auðvelda nemendum rannsóknir sínar. Kennsla er byggð á fyrirlestrum kennara og umræðum í tíma. Ætlast er til þess að nemendur taki virkan þátt í umræðum.

X

Alþjóðleg nútímalistasaga frá 1850-1960 (LIS243G)

Fjallað verður um þróun myndlistar frá umbrotatímum módernismans á síðustu áratugum 19. aldar, í gegnum helstu framúrstefnuhreyfingar eða -isma 20.aldar fram til ársins 1960. Gerð verður grein fyrir helstu stefnum módernískrar myndlistar, forsendum þeirra, sérkennum og mikilvægi fyrir síðari tíma. Fjallað verður um tengsl listar við pólitík, heimspeki og þjóðfélagsþróun og hugað að róttæku endurmati á fegurðarhugtakinu í listum á 20. öld. Hvernig skila breyttar hugmyndir um tíma og rými sér í listinni? Hvernig raska ofangreindar listastefnur venjubundinni skynjun manna á umhverfinu og raunveruleikanum. Hvað er "innri veruleiki"? Þarf myndlist að vera sýnileg? Hver er munur á myndmáli og tungumáli og annars konar táknmáli? Reynt verður að fella alþjóðlegar sýningar sem hingað koma að námskeiðinu og verða þær sóttar heim í tengslum við það.

X

Valdastjórnmál, hugmyndabarátta og andspyrna á 20. öld: Heimssaga IV (SAG269G)

Á námskeiðinu verður fjallað um alþjóðasögu á 20. öld með áherslu á þær breytingar sem orðið hafa á alþjóðakerfinu og –stjórnmálum. Í fyrsta lagi verður sjónum beint að nýrri ríkjaskipan í Evrópu eftir fyrri heimsstyrjöld og áhrifum nýrra stjórnmálastefna eins og kommúnisma og nasisma/fasisma. Í annan stað verður gerð grein fyrir aðdraganda og þróun síðari heimsstyrjaldar og afleiðingum hennar, einkum afnám nýlendustefnunnar og þjóðernisbaráttu í Afríku og Asíu. Í þriðja lagi verður fjallað um birtingarmyndir þess valdakerfis sem lá kalda stríðinu til grundvallar og forræðisstöðu Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Loks verður vikið breyttri heimsskipan og nýjum valdahlutföllum í samtímanum, þar sem rætt verður um uppgang Kína og samkeppni við Bandaríkin.    

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Lísa M. Kristjánsdóttir
Rósa Ásgeirsdóttir
Heiðar Bernharðsson
Lísa M. Kristjánsdóttir
Kvikmyndafræðingur

Að horfa á kvikmynd er góð skemmtun, að tala um kvikmynd er enn betri skemmtun. Það er það sem kvikmyndafræðin snýst um, að skapa lifandi og gagnrýna umræðu um kvikmyndir og hlutverk þeirra frá fyrstu dögum kvikmyndanna til dagsins í dag. Námið er skemmtilega uppbyggt þar sem kvikmyndasaga og kvikmyndafræði fléttast saman í áhugaverðum kúrsum um einstaka leikstjóra, ákveðin tímabil kvikmyndasögunnar og ólíkar kvikmyndagreinar. Nemendur eru hvattir til þess að rýna í texta og myndir með gagnrýnum augum og það er lögð áhersla á að þeir mæti undirbúnir og taki þátt í umræðum í tímum. Ég mæli eindregið með náminu, enda er það fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt og það líður varla sá dagur að ég noti ekki eitthvað af því sem ég lærði.

Katla Magnúsdóttir
BA

Að mínu mati er kvikmyndafræðin algjört möst fyrir upprennandi leikstjóra, handritshöfunda og framleiðendur. Planið mitt var að taka einungis eitt ár í kvikmyndafræði svo ég gæti farið í skiptinám í kvikmyndagerð. Það tók mig samt ekki langan tíma að átta mig á mikilvægi kvikmyndafræðanna og hvernig þau gera mig að betri kvikmyndagerðarmanni. Í skiptináminu gat ég fært margvísleg rök fyrir öllum mínum ákvörðunum á meðan hinir kvikmyndagerðarnemendurnir gátu það ekki. Kvikmyndafræðin dýpkaði skilning minn á kvikmyndum, Hollywood og sögunni sem skilar sér í því að verkefnin sem ég hef unnið i framhaldinu hafa fyrir vikið verið stórum betri. Þess vegna taldi ég mikilvægt að fara rakleiðis aftur í kvikmyndafræðina eftir skiptinámið til að klára. Kennararnir eru frábærir og skemmtilegar umræður skapast í tímum. Kvikmyndafræðin fær mann til að kafa dýpra. 

Rósa Ásgeirsdóttir
MA í kvikmyndafræði

Kvikmyndafræði í HÍ snýst um svo margt fleira en aðeins bíómyndir. Námið veitir innsýn í samtímamenningu, heimssögu og ótal fræðigreinar. Fjölbreyttir og framúrstefnulegir áfangar dýpkuðu skilning minn á heimsmenningunni með því að nýta kvikmyndir sem miðil og kennsluefni. Ég skemmti mér innilega vel í tímum sem voru eins og blanda af því að mæta í bíó og hittast með öðrum kvikmyndaunnendum að ræða helsta áhugamálið.

Baldur Logi Björnsson
Brautskráður

Kvikmyndafræði í HÍ kom mér alveg á óvart. Það er svo miklu meira en mann grunar á bakvið hverja einustu kvikmynd sem við sjáum í okkar daglega lífi: kvikmyndasagan, listasagan, menningarpólitík, hugmyndafræði, listræn sýn og þekking, og kennararnir eru einstaklega færir í að sýna okkur hvernig hægt er koma auga á þessa hluti og nota til að gera kvikmyndaáhorfið ríkara. Einnig er námskeiðaúrvalið afskaplega gott og maður lærir að nálgast kvikmyndamenningu heimsins frá óteljandi hliðum, þekkja strauma og stefnur sem skipta máli og kynnist nýjum þjóðarbíóum. Allir sem ég hef talað við hafa fengið eitthvað öðruvísi, einstakt og áhugavert út úr náminu. Í náminu fékk ég einnig tækifæri til að aðstoða við uppbyggingu stafræns gagnagrunns um íslenska kvikmyndasögu sem nefnist Myndvísir, raunar var það vinnan mín eitt sumar. Þar naut ég þess að leysa margvísleg verkefni í samstarfi við annað ástríðufólk. Það er svo gefandi að finna samfélag sem hefur svona mikla ástríðu fyrir því sama og maður gerir sjálfur. Félagslega eru nemendur í kvikmyndafræðinni langsterkasti hópur sem ég hef kynnst í námi.

Heiðar Bernharðsson
MA í kvikmyndafræði

Upplifun mín í kvikmyndafræðinni var jákvæð og gefandi. Kennslan er persónuleg og nákvæm, auðvelt er að nálgast kennara ef þörf er á frekari upplýsingum eða innsæi í námið, og augljóst er að velferð þeirra og nemendasamfélagið er þeim mikilvægt. Námið sjálft er vel skipulagt og miðar að minni reynslu frekar að því að fræða nemendur og efla en að klastra þeim saman í einkunnabúnka (eins og maður fær á tilfinninguna í sumum öðrum greinum). Félagslífið er einnig frábært. Nemendafélagið Rýnirinn stendur fyrir miklu og góðu starfi. Ég heyrði til að mynda að árið eftir að ég útskrifaðist hefði hópur upp á annan tug farið saman á kvikmyndahátíðina í Berlín (Berlinale) og þá sá ég í augnablik eftir að hafa útskrifast! En námið í kvikmyndafræðinni er að reynast mér afskaplega gott veganesti.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.