Embætti rektors Háskóla Íslands er laust til umsóknar.Í samræmi við 1. mgr. 8. gr. laga um opinbera háskóla nr. 85/2008 og 6. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009, auglýsir háskólaráð Háskóla Íslands hér með laust til umsóknar embætti rektors Háskóla Íslands.
Laust er til umsóknar fullt starf nýdoktors við Stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Stærðfræðistofa Raunvísindastofnunnar er rannsóknavettvangur stærðfræðinga við Háskóla Íslands og eru þar stundaðar rannsóknir á ýmsum sviðum hreinnar og hagnýttrar stærðfræði, stærðfræðilegri eðlisfræði og tölfræði. Starfsfólk Stærðfræðistofu annast einnig kennslu í grunn- og framhaldsnámi jafnframt því að leiðbeina nemendum í rannsóknatengdu námi.
Laust er til umsóknar fullt starf verkefnastjóra á styrkjaskrifstofu Vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands. Styrkjaskrifstofa sinnir stuðningi við erlend rannsóknaverkefni, m.a. með ráðgjöf og eftirliti með samningum og fjármálum alþjóðlegra rannsóknarverkefna Háskóla Íslands og veita stuðning við skimun tækifæra og gerð umsókna.Verkefnastjórinn hefur aðsetur á Vísinda- og nýsköpunarsviði í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og vinnur undir stjórn sviðsstjóra. Viðkomandi vinnur náið með fjármálasviði, rannsóknastjórum fræðasviða Háskólans og stoðþjónustu rannsókna á fræðasviðum. Starfið felur jafnframt í sér samstarf við rannsakendur við Háskóla Íslands sem og samstarfsaðila í alþjóðlegum rannsóknaverkefnum og styrkveitendur. Markmið starfsins er að efla rannsóknir og vísindastarf við Háskóla Íslands með því að veita faglegan almennan stuðning, aðstoð og ráðgjöf.
Laust er til umsóknar fullt starf verkefnastjóra á styrkjaskrifstofu Vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands. Styrkjaskrifstofa sinnir stuðningi við erlend rannsóknaverkefni, m.a. með ráðgjöf og eftirliti með samningum og fjármálum alþjóðlegra rannsóknarverkefna Háskóla Íslands og veita stuðning við skimun tækifæra og gerð umsókna.Verkefnastjórinn hefur aðsetur á Vísinda- og nýsköpunarsviði í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og vinnur undir stjórn sviðsstjóra. Viðkomandi vinnur náið með fjármálasviði, rannsóknastjórum fræðasviða Háskólans og stoðþjónustu rannsókna á fræðasviðum. Starfið felur jafnframt í sér samstarf við rannsakendur við Háskóla Íslands sem og samstarfsaðila í alþjóðlegum rannsóknaverkefnum og styrkveitendur. Markmið starfsins er að efla rannsóknir og vísindastarf við Háskóla Íslands með því að veita faglegan almennan stuðning, aðstoð og ráðgjöf.
Laust er til umsóknar fullt starf sem snýr að styrkumsóknarskrifum (e. grant writing) í tengslum við vísindarannsóknir Hans Tómasar Björnssonar við Háskóla Íslands. Viðkomandi mun vinna náið með hópstjóra og fjölbreyttum alþjóðlegum hópi nýdoktora, verkefnastjóra og doktorsnema við að sækja um stóra erlenda rannsóknarstyrki. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf. Við leitum að einstaklingi sem er reiðubúinn að leggja sitt af mörkum til að stuðla að framgangi rannsóknarstarfsins og búi yfir sveigjanleika og aðlögunarhæfni sem síbreytileg og lifandi verkefni innan slíkra rannsókna geta krafist.
Laust er til umsóknar starf lektors í tómstunda- og félagsmálafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni starfsins eru kennsla og rannsóknir í tómstunda- og félagsmálafræði. Lektorinn mun jafnframt taka þátt í stjórnun og þróun náms og kennslu í samvinnu við annað starfsfólk deildarinnar. Lögð er áhersla á að lektorinn hafi þekkingu og reynslu á sviði tómstunda- og félagsmálafræði með áherslu á útimenntun og menntandi starf á vettvangi útivistar.
Laust er til umsóknar fullt starf lektors á sviði stærðfræðimenntunar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni lektorsins verða kennsla og rannsóknir á sviði stærðfræðimenntunar, í kennaramenntun fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla ásamt kennslu á starfsþróunarnámskeiðum
Laust er til umsóknar starf lektors í starfstengdri siðfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni starfsins eru kennsla og rannsóknir í starfstengdri siðfræði við Deild menntunar og margbreytileika. Lögð er áhersla á að lektorinn hafi þekkingu á siðferðilegum viðfangsefnum í starfi þroskaþjálfa og uppeldis- og menntunarfræðinga. Að auki tekur lektorinn þátt í kennslu annarra starfstétta sviðsins eftir atvikum, svo sem kennara, þjálfara, tómstundafræðinga og skólastjórnenda. Meðal viðfangsefna í kennslu og rannsóknum verða siðfræði þroskaþjálfa, siðfræði í uppeldi og menntun og siðfræði rannsókna.
Laust er til umsóknar fullt starf sérfræðings í gagnavísindum við stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans (sjá vefsíðu stærðfræðistofu).Gagnavísinda- og gervigreindarsetur Háskóla Íslands verður tengslagátt rannsakenda HÍ með snertifleti við gagnavísindi og gervigreind. Setrið mun efla þverfræðilegt samstarf bæði innan HÍ og við atvinnulífið með því að:Halda úti upplýsingasíðu yfir rannsakendur setursins þar sem sérþekking þeirra tengd gagnavísindum eða gervigreind kemur fram.Hafa aðgengilega samskiptafleti, þar sem aðilar, innan og utan HÍ, geta lýst úrlausnarverkefnum sem þeir óska eftir samstarfi eða ráðgjöf við.Halda úti reglulegum málstofum, fræðslufundum og vinnuhópum um gagnavísindi og gervigreind, ætlaðar almenningi, framhaldsnemum eða vísindafólki.
Laus eru til umsóknar tvö störf lektora í félagsráðgjöf. Leitað er eftir einstaklingum með starfsreynslu af mismunandi sviðum velferðarmála þar á meðal úr félags-, heilbrigðis- og menntakerfi og sem hafa áhuga á að helga sig akademísku starfi, framþróun rannsókna og rannsóknaraðferða á sviði félagsráðgjafar.