Skip to main content

Hvernig verð ég framhaldsskólakennari?

Viltu verða framhaldsskólakennari? - á vefsíðu Háskóla Íslands

Framhaldsskólakennaranám er fræðilegt og starfstengt nám fyrir þau sem hafa lokið námi í kennslugrein í framhaldsskóla og vilja kenna sína faggrein í framhaldsskóla.Framhaldskólakennaranámið er byggt á þeim kröfum sem gerðar eru í lögum nr. 95/2019 og reglugerð 1355/2022. Skipulag námsins er mismunandi eftir fyrri menntun viðkomandi. Annars vegar er boðið upp á námsleiðir fyrir þau sem hafa lokið háskólanámi í bóknáms-, tungumál- og listgreinum sem kennd eru í framhaldsskóla. Hins vegar er til námsleið fyrir þau sem hafa lokið starfsréttindaprófi á 3.–4. hæfniþrepi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.

Að loknu námi telst viðkomandi uppfylla skilyrði yfir almenna og sérhæfða hæfni kennara á framhalsskólastigi. 

Hæfni kennara í íslensku: Við brautskráningu úr kennaranámi við íslenska háskóla skal kennari búa yfir hæfni í íslensku sem samsvarar að lágmarki C1 í Evrópska tungumálarammanum.

Að lokinni bakkalárgráðu Að lokinni meistara- eða doktorsnámi Að lokinni starfsréttindaprófi á 3.–4. hæfniþrepi

Meistaranám til leyfisbréfs er nám sem telst til almenna og sérhæfða hæfni kennara á framhaldsskólastigi.

Menntun framhaldsskólakennara, lokapróf á meistarastigi (60e) er nám sem telst til almennra hæfni kennara og er fyrir þau sem þegar hafa náð sérhæfðri hæfni kennara á framhaldsskólastigi.

Kennslufræði fyrir starfsmenntakennara, diplómanám á grunnstigi (60e) er nám sem telst til almennra hæfni kennara og er fyrir þau sem þegar hafa náð sérhæfðri hæfni starfsmenntakennara á framhaldsskólastigi.

Tengt efni