Reglur um takmörkun á inntöku nemenda í tilteknar námsgreinar við Háskóla Íslands, nr. 153/2010
með síðari breytingum
I. kafli Takmörkun á inntöku nemenda í námsgreinar á Félagsvísindasviði.
1. gr. Takmörkun á inntöku nemenda í námsgreinar [Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideildar.]4
[...]3
[[I.]3 Inntaka nemenda í fyrri hluta meistaranáms í náms- og starfsráðgjöf.
Fjöldi nýrra nemenda í fyrri hluta meistaranáms í náms- og starfsráðgjöf takmarkast við töluna [40.]5
Nemendur sem hefja MA-nám í náms- og starfsráðgjöf skulu hafa lokið fyrsta háskólaprófi, BA, B.Ed, BS eða sambærilegu prófi, með fyrstu einkunn.
Umsækjendur sem lokið hafa námi, sem ekki er á einu af eftirtöldum þekkingarsviðum: sálfræði, menntun og menntakerfi, tengsl einstaklings og samfélags, eða hafa ekki lokið a.m.k. 10 ECTS einingum í megindlegri aðferðafræði, gætu þurft að ljúka einu til þremur námskeiðum (hámark 30 ECTS) á fyrrgreindum sviðum. Ef nemandi þarf að bæta við sig námskeiðum, skal það fara fram samhliða náminu. Það telst ekki vera hluti af eiginlegu meistaranámi. Nemandi getur valið að nýta 10 eininga val sitt í MA-náminu í eitt viðbótarnámskeið.
Ef þeir sem sækja um að hefja MA-nám í náms- og starfsráðgjöf, og uppfylla inntökuskilyrði, eru fleiri en unnt er að taka inn skal val nemenda byggjast á eftirtöldum sjónarmiðum:
- Einkunnum í háskóla.
- Starfsreynslu.
- Meðmælum frá vinnuveitanda ef umsækjandi hefur starfsreynslu, annars frá kennara umsækjanda í háskóla.
- Persónulegum greinargerðum um forsendur og áhugasvið.
- Viðtölum ef þurfa þykir.
- Að auki er heimilt að líta til dreifingar umsækjenda hvað varðar fyrstu prófgráðu, þannig að hlutfall nemenda verði sem jafnast með tilliti til greina sem þeir hafa lokið til BA-, B.Ed.- eða BS-prófs.
[...]2
[Inntökunefnd, skipuð þremur kennurum deildarinnar, fjallar um umsóknir nemenda og annast val þeirra.]3 Telji inntökunefnd að umsækjandi uppfylli ekki inntökuskilyrði hafnar hún umsókn. Nánari ákvæði um inntökuskilyrði og inntöku nemenda er að finna í kennsluskrá og á vef Félagsvísindasviðs.]1
1Breytt með 1. gr. rgl. nr. 153/2011.
2Breytt með 1. gr. rgl. nr. 1234/2013.
3Breytt með 1. gr. rgl. nr. 1096/2014.
4Breytt með 1. gr. reglna nr. 444/2018.
5Breytt með 1. gr. reglna nr. 1532/2021.
[2. gr. Takmörkun á inntöku nemenda í námsgreinar Félagsráðgjafardeildar.
[Fjöldi nýrra nemenda í MA-námi til starfsréttinda í félagsráðgjöf takmarkast við töluna [60.]3 [...]2 Allir nemendur skulu uppfylla inntökuskilyrði sbr. 1.-3. tölulið 2. mgr. að mati inntökunefndar. Við val á nemendum skal byggja á sjónarmiðum sem fram koma í 1. og 3. tölulið 2. mgr.
Nemendur sem hefja MA-nám til starfsréttinda í félagsráðgjöf skulu uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- Hafa lokið BA-námi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands með fyrstu einkunn (7,25).
- Námið felur í sér starfsnám þar sem m.a. er unnið með börnum og er af þeim sökum gerð krafa um að umsækjendur leggi fram sakavottorð sbr. 3. mgr. 6. gr. laga nr. 90/2008, um leikskóla, 3. mgr. 11. gr. laga nr. 91/2008, um grunnskóla, 4. mgr. 8. gr. laga nr. 92/2008 um framhaldskóla, 3. mgr. 10. gr. æskulýðslaga, nr. 70/2007 og 36. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
- Geta gert grein fyrir hæfni sinni til náms. Við mat á hæfni skal byggja á eftirtöldum viðmiðum:
- Persónulegri greinargerð um forsendur og áhugasvið.
- Starfsreynslu, staðfest af vinnuveitanda.
- Umsögn frá yfirmanni á stofnun á sviði félags- og heilbrigðisþjónustu ef við á.
- Einkunnum í öðru háskólanámi.
- Annarri starfsmenntun.
- Persónulegum viðtölum þegar þurfa þykir að mati inntökunefndar.
Inntökunefnd, skipuð þremur fulltrúum deildarinnar fjallar um umsóknir nemenda og annast val þeirra samkvæmt 2. gr. reglna þessara. Telji inntökunefnd að umsækjandi uppfylli ekki inntökuskilyrðin sbr. 1.-3. tölulið 2. mgr. hafnar hún umsókn. Nánari ákvæði um inntökuskilyrði og inntöku nemenda er að finna í kennsluskrá og á vef Félagsvísindasviðs.]1
1Breytt með 2. gr. rgl. nr. 153/2011.
2Breytt með 2. gr. rgl. nr. 1527/2023.
3Breytt með 1. gr. rgl. nr. 1527/2023.
[...]4
4Breytt með 4. gr. rgl. nr. 1234/2013.
[...]1
1Breytt með 1. gr. rgl. nr. 1162/2019.
[[3. gr.]1 [Takmörkun á inntöku nemenda í námsgreinar Stjórnmálafræðideildar.]2
[Fjöldi nýrra nemenda í BA-námi í blaðamennsku takmarkast við töluna [25.]1
Ef umsækjendur sem uppfylla inntökuskilyrði eru fleiri en unnt er að taka inn, skal deildin taka mið af eftirfarandi atriðum:
- Einkunnum á stúdentsprófi (eða sambærilegu, sbr. inntökuskilyrði Stjórnmálafræðideildar).
- Einkunnum í íslensku.
- Greinargerð umsækjenda.
- Viðtali.]2
[...]2
1Breytt með 1. gr. rgl. nr. 1162/2019.
2Breytt með 3. gr. rgl. nr. 1527/2023.
3Breytt með 1. gr. rgl. nr. 1563/2024.
[...]1
1Breytt með 3. gr. rgl. nr. 1532/2021
[II. kafli]1 Takmörkun á inntöku nemenda í námsgreinar á Heilbrigðisvísindasviði.
4. gr. Takmörkun á inntöku nemenda í námsgreinar Læknadeildar.
Fjöldi nemenda á 1. námsári í læknisfræði takmarkast við töluna [75.]5
Fjöldi nemenda á 1. námsári í [sjúkraþjálfunarfræðum]4 takmarkast við töluna [40.]2
[...]7
Fjöldi nýrra nemenda í MS-námi í sjúkraþjálfun takmarkast við töluna [36.]6]4
[...]3
Um framkvæmd fjöldatakmörkunar í [grunnnámi]4 gilda eftirfarandi reglur, sem aðgengilegar eru á vef Læknadeildar:
- Reglur nr. 1042/2003, um inntöku nýnema í læknisfræði og [sjúkraþjálfunarfræði,]4 með síðari breytingum.
- Reglur nr. 540/2005, um val nemenda til náms í geislafræði og lífeindafræði.
[Ef þeir sem sækja um að hefja MS-nám í sjúkraþjálfun, og uppfylla inntökuskilyrði, eru fleiri en unnt er að taka inn mun val nemenda byggjast á eftirtöldum sjónarmiðum:
- Einkunnum á BS-prófi í sjúkraþjálfunarfræðum.
- Starfsreynslu.
- Tíma og námi frá lokum BS-prófs í sjúkraþjálfunarfræðum.
- Birtingum í ritrýndum tímaritum.
- Greinargerðum um fyrirhugað starfsval.
- Meðmælabréfum.
- Viðtölum ef þurfa þykir.
- Inntökuprófi ef þurfa þykir.
Sérstök inntökunefnd námsbrautar í sjúkraþjálfun annast val nemenda.]4
1Breytt með 4. gr. rgl. nr. 1234/2013.
2Breytt með 2. gr. rgl. nr. 1563/2024.
3Breytt með 1. gr. rgl. nr. 801/2012.
4Breytt með 2. gr. rgl. nr. 1204/2016.
5Breytt með 4. gr. rgl. nr. 1527/2023.
6Breytt með 1. gr. rgl. nr. 604/2023.
7Breytt með 1. gr. rgl. nr. 122/2023.
5. gr. Takmörkun á inntöku nemenda í námsgreinar [Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar.]7
[Fjöldi nýrra nemenda í ljósmóðurfræði til starfsréttinda takmarkast við töluna [14.]6]1 [Starfræksla námsins á hverju námsári er háð því að 8 umsækjendur að lágmarki uppfylli skilyrði til þess að hefja nám.]9
[Við inntöku í meistaranám í ljósmóðurfræði til starfsréttinda er tekið mið af:
- Einkunnum.
- Annarri menntun og/eða starfsreynslu.
- Frammistöðu í viðtali.]1
[Námsnefnd í ljósmóðurfræði fjallar um umsóknirnar og tekur ákvörðun um val stúdenta.]1
[Fjöldi nemenda á vormisseri 1. námsárs í 240 eininga námi til BS-prófs í hjúkrunarfræði takmarkast við töluna [120.]4]3
[Samkeppnispróf eru haldin í desember ár hvert. Nemendum sem standast öll samkeppnispróf er raðað eftir veginni meðaleinkunn, frá þeirri hæstu til þeirrar lægstu, og er [120]4 nemendum með hæstu meðaleinkunnirnar boðið námspláss á vormisseri næsta árs.
Ef færri en [120]4 nemendur ná öllum samkeppnisprófum er nemendum sem hafa fallið í einu prófi raðað eftir veginni meðaleinkunn, frá þeirri hæstu til þeirrar lægstu, og þeim nemendum sem hlotið hafa hæsta meðaleinkunn boðið námspláss á vormisseri 1. námsárs, þar til náð hefur verið þeim fjölda nemenda sem fjöldatakmörkun kveður á um.]2
[Fjöldi nýrra nemenda [í 240 eininga námi]5 í hjúkrunarfræði fyrir fólk sem lokið hefur öðru háskólaprófi takmarkast við töluna [20.]10 [...]9
Ef fleiri en [20]10 umsækjendur uppfylla inntökuskilyrðin mun val nemenda taka mið af:
- Námsárangri í fyrra námi.
- Samsetningu fyrra náms, öðru námi og/eða starfsreynslu.
- Frammistöðu í viðtali, fari það fram.
Sérstök inntökunefnd skipuð þremur fulltrúum [Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar]8 fjallar um umsóknirnar og annast val nemenda.]3
[Fjöldi nýrra nemenda í meistaranámi í geðhjúkrun takmarkast við töluna [15.]9 [Starfræksla námsins á hverju námsári er háð því að 12 umsækjendur að lágmarki uppfylli skilyrði til þess að hefja nám.]9
Við inntöku í meistaranám í geðhjúkrun er tekið mið af:
- viðurkenndu framhaldsnámi og endurmenntun,
- starfsreynslu,
- kynningarbréfi,
- einkunn úr grunnnámi,
- umsagnarbréfi vinnuveitanda,
- kynjahlutfalli í greininni.
Námsstjórn í geðhjúkrun fjallar um umsóknirnar og tekur ákvörðun um val stúdenta.
[Fjöldi nýrra nemenda í MS-námi í heilsugæsluhjúkrun, sem skipulagt er í samstarfi við Háskólann á Akureyri, takmarkast við töluna 13.]10
Fjöldi nýrra nemenda í viðbótardiplómanámi á meistarastigi í skurðhjúkrun takmarkast við töluna [17]9 og í svæfingahjúkrun við töluna [15.]9 [Starfræksla diplómanáms í skurðhjúkrun og svæfingahjúkrun á hverju námsári er háð því að 10 umsækjendur að lágmarki uppfylli skilyrði til þess að hefja nám á hvoru kjörsviði fyrir sig.]9
Námsnefndir hvors kjörsviðs fyrir sig meta umsóknirnar út frá gæðum og viðmiðum um inntökuskilyrði og taka viðtöl við umsækjendur sem uppfylla inntökuskilyrði. Ef fleiri umsækjendur standast inntökuskilyrði en unnt er að taka inn í námið, er byrjað á að bjóða þeim námspláss sem raðast efst. Ef umsækjandi afþakkar námspláss er næsta umsækjanda í röðinni boðið plássið.
Við inntöku í diplómanám í svæfingahjúkrun er tekið mið af eftirfarandi:
- Einkunn úr BS-námi í hjúkrunarfræði eða samsvarandi prófi með að lágmarki 6,5 í meðaleinkunn. Hæsta einkunnin raðast efst.
- Íslensku hjúkrunarleyfi.
- Að lágmarki eins árs starfsreynslu í hjúkrun.
- Annarri menntun og/eða starfsreynslu sem nýtist sem undirbúningur fyrir námið. Starfsreynsla af gjörgæslu raðast efst og því næst starfsreynsla af bráðamóttöku og hjartagátt.
- Greinargerð með umsókn þar sem fjallað er stuttlega um forsendur fyrir vali á námi, áhugasvið og námsmarkmið, 200–300 orð.
- Góðri enskukunnáttu.
- Frammistöðu í viðtali.
- Umsögn tveggja meðmælenda.
Við inntöku í diplómanám í skurðhjúkrun er tekið mið af eftirfarandi:
- Einkunn úr BS-námi í hjúkrunarfræði eða samsvarandi prófi með að lágmarki 6,5 í meðaleinkunn. Hæsta einkunnin raðast efst.
- Íslensku hjúkrunarleyfi.
- Annarri menntun og/eða starfsreynslu sem nýtist sem undirbúningur fyrir námið. Æskilegt er að nemendur hafi starfsreynslu á skurðstofu.
- Greinargerð með umsókn þar sem fjallað er stuttlega um forsendur fyrir vali á námi, áhugasvið og námsmarkmið, 200–300 orð.
- Góðri enskukunnáttu.
- Frammistöðu í viðtali.
- Umsögn tveggja meðmælenda.]6
1Breytt með 3. gr. rgl. nr. 1193/2018.
2Breytt með 1. gr. rgl. nr. 201/2019.
3Breytt með 1. gr. rgl. nr. 1162/2019.
4Breytt með 3. gr. rgl. nr. 1299/2020.
5Breytt með 4. gr. rgl. nr. 1532/2021.
6Breytt með 1. gr. rgl. nr. 113/2022.
7Breytt með 1. gr. rgl. nr. 518/2022.
8Breytt með 2. gr. rgl. nr. 518/2022.
9Breytt með 5.–12. gr. rgl. nr. 1527/2023.
10Breytt með 3. gr. rgl. nr. 1563/2024.
6. gr. Takmörkun á inntöku nemenda í námsgreinar Sálfræðideildar.
[Fjöldi nýrra nemenda í námi til MS-prófs prófs í hagnýtri sálfræði, kjörsviðinu klínísk sálfræði, til starfsréttinda samkvæmt lögum nr. 40/1976, takmarkast við töluna 20.
Fjöldi nýrra nemenda á öðrum kjörsviðum MS-náms í hagnýtri sálfræði takmarkast við töluna 15.
Ef þeir sem sækja um að hefja nám til MS-prófs í hagnýtri sálfræði, og uppfylla inntökuskilyrði, eru fleiri en unnt er að taka inn mun val nemenda byggjast á eftirtöldum sjónarmiðum:
- Röðun einkunna nemenda í námskeiðum og/eða aðaleinkunnar á lokaprófi í sálfræði.
- Viðtölum.
- Öðru námi sem umsækjandi hefur lokið.
- Birtingum í ritrýndum tímaritum.
- Starfsreynslu umsækjenda.
- Greinargerðum um fyrirhugað starfsval.
- Meðmælabréfum.
Sérstök inntökunefnd Sálfræðideildar annast val nemenda.]1
1Breytt með 4. gr. rgl. nr. 1256/2017.
7. gr. Takmörkun á inntöku nemenda í námsgreinar Tannlæknadeildar.
[Fjöldi nemenda á vormisseri 1. námsárs 2022–2023 í tannlæknisfræði takmarkast við töluna 10. Frá og með háskólaárinu 2023–2024 gildir að á grunni niðurstöðu inntökuprófs eru 40 nemendur teknir inn á haustmisseri í tannlæknisfræði og af þeim takmarkast fjöldi nemenda á vormisseri 1. námsárs í tannlæknisfræði við töluna 8 á grundvelli niðurstöðu í samkeppnisprófum í lok haustmisseris.]3
Fjöldi nemenda á vormisseri 1. námsárs í BS-námi í tannsmíði takmarkast við töluna [5.]2
[Um val nemenda gilda reglur um val nemenda til náms í tannlæknisfræði og tannsmíði við Tannlæknadeild Háskóla Íslands.]1
1Breytt með 3. gr. rgl. nr. 153/2011.
2Breytt með 5. gr. rgl. nr. 1532/2021.
3Breytt með 2. gr. rgl. nr. 122/2023.
8. gr. Takmörkun á inntöku nemenda í námsgreinar Matvæla- og næringarfræðideildar.
[...]1
Um val nemenda gilda reglur um val nemenda til náms í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.
[Fjöldi nýrra nemenda í MS-námi í klínískri næringarfræði takmarkast við töluna [4]3. Ef þeir sem sækja um að hefja námið, og uppfylla inntökuskilyrði, eru fleiri en unnt er að taka inn mun val nemenda byggjast á eftirtöldum sjónarmiðum:
- Einkunnum í háskóla.
- Starfsreynslu.
- Persónulegri greinargerð um forsendur og áhugasvið.
- Meðmælum frá vinnuveitanda ef viðkomandi hefur starfsreynslu, annars frá kennara umsækjanda í háskóla.
- Persónulegum viðtölum þegar þurfa þykir.
Sérstök inntökunefnd Matvæla- og næringarfræðideildar annast val nemenda.]2
1Breytt með 4. gr. rgl. nr. 1204/2016.
2Breytt með 5. gr. rgl. nr. 1256/2017.
3Breytt með 6. gr. rgl. nr. 1532/2021.
[8. gr. a. Takmörkun á inntöku nemenda í námsgreinar Lyfjafræðideildar.
Fjöldi nemenda á 1. námsári til MS-prófs í klínískri lyfjafræði takmarkast við töluna [4.]2 Ef þeir sem sækja um að hefja námið, og uppfylla inntökuskilyrði, eru fleiri en unnt er að taka inn mun val nemenda byggjast á eftirtöldum sjónarmiðum:
- Röðun einkunna nemenda í námskeiðum og/eða aðaleinkunnar í MS-prófi í lyfjafræði.
- Námi að loknu BS-prófi í lyfjafræði.
- Birtingum í ritrýndum tímaritum.
- Meðmælabréfum.
- Viðtölum ef þurfa þykir.
- Inntökuprófi ef þurfa þykir.
Sérstök inntökunefnd Lyfjafræðideildar annast val nemenda.]1
1Breytt með 4. gr. rgl. nr. 50/2016.
2Breytt með 3. gr. rgl. nr. 122/2023.
[III. kafli]1 Takmörkun á inntöku nemenda í þverfaglegt nám.
9. gr. Takmörkun á inntöku nemenda í þverfaglegt meistaranám í talmeinafræði.
Fjöldi nýrra nemenda í meistaranámi í talmeinafræði takmarkast við töluna [18.]2 Tekið er inn í meistaranámið annað hvert ár. Ef þeir sem sækja um að hefja meistaranám í talmeinafræði og uppfylla inntökuskilyrði skv. reglum nr. 972/2009, um meistaranám við Háskóla Íslands í talmeinafræði, eru fleiri en unnt er að taka inn skal val nemenda byggjast á eftirtöldum sjónarmiðum:
- Námsárangri í námskeiðum sem gerð er krafa um skv. b-lið 1. mgr. 7. gr. reglna nr. 972/2009 um meistaranám við Háskóla Íslands í talmeinafræði.
- Námsárangri í fyrra háskólanámi.
- Starfsreynslu, viðbótarnámi eða rannsókn sem styrkja umsókn að mati námsstjórnar.
- Viðtölum ef þurfa þykir.
1Breytt með 4. gr. rgl. nr. 1234/2013.
2Breytt með 1. gr. rgl. nr. 714/2024.
[9. gr. a. Takmörkun á inntöku nemenda í þverfaglegt nám í hagnýtri atferlisgreiningu.
Fjöldi nýrra nemenda í námi til meistaraprófs eða viðbótardiplómu í hagnýtri atferlisgreiningu takmarkast samtals við töluna [18]2, enda uppfylli allir umsækjendur inntökuskilyrði. Allir nemendur skulu uppfylla inntökuskilyrði sbr. 1.–3. tölulið 2. mgr. að mati stjórnar námsins eða inntökunefndar. Við val á nemendum skal byggja á sjónarmiðum sem fram koma í 1. og 3. tölulið 2. mgr.
Nemendur sem hefja nám í hagnýtri atferlisgreiningu skulu uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- Hafa lokið grunnnámi í háskóla sem nýtist í námi í hagnýtri atferlisgreiningu.
- Námið felur í sér starfsnám þar sem m.a. er unnið með börnum og öðrum viðkvæmum hópum og er af þeim sökum gerð krafa um að umsækjendur leggi fram sakavottorð, sbr. 3. mgr. 6. gr. laga nr. 90/2008, um leikskóla, 3. mgr. 11. gr. laga nr. 91/2008, um grunnskóla, 4. mgr. 8. gr. laga nr. 92/2008, um framhaldskóla, 3. mgr. 10. gr. æskulýðslaga, nr. 70/2007 og 36. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002.
- Geta gert grein fyrir hæfni sinni til náms. Við mat á hæfni skal byggja á eftirtöldum viðmiðum:
- Persónulegri greinargerð um forsendur og áhugasvið.
- Starfsreynslu, staðfestri af vinnuveitanda.
- Umsögn frá yfirmanni á stofnun á sviði mennta-, félags- eða heilbrigðisþjónustu ef við á.
- Einkunnum í öðru háskólanámi.
- Reynslu af rannsóknum og ritstörfum.
- Annarri menntun.
- Persónulegum viðtölum þegar þurfa þykir.
Stjórn námsins eða inntökunefnd sem stjórn námsins skipar fjallar um umsóknir nemenda og annast val þeirra. Telji stjórnin eða inntökunefnd að umsækjandi uppfylli ekki inntökuskilyrðin sbr. 1.–3. tölulið 2. mgr. hafnar hún umsókn. Nánari ákvæði um inntökuskilyrði og inntöku nemenda er að finna í kennsluskrá og á vef námsins.
1Breytt með 2. gr. rgl. nr. 53/2020.
2Breytt með 9. gr. rgl. nr. 1532/2021.
[IV. kafli Takmörkun á inntöku nemenda í námsgreinar á Hugvísindasviði.
[9. gr. b.]2 Takmörkun á inntöku nemenda í námsgreinar Íslensku- og menningardeildar.
[Fjöldi nýrra nemenda í meistaranámi í ritlist takmarkast við töluna [18.]4
Nemendur sem hefja MA-nám í ritlist skulu hafa lokið bakkalárprófi með fyrstu einkunn og a.m.k. 10 eininga lokaverkefni. Þeir sem ekki hafa neinn bakgrunn í bókmenntum, s.s. BA-nám í almennri bókmenntafræði, íslensku, ritlist eða öðru bókmenntatengdu námi, ljúki, auk 120 eininga á meistarastigi, námskeiðunum ÍSL111G Bókmenntafræði (eða ABF104G Aðferðum og hugtökum), einu bókmenntasögulegu námskeiði og einu bókmenntanámskeiði til viðbótar á BA-stigi (samtals 30 einingum). Umsækjendur skulu senda inn sýnismöppu með frumsömdu efni og verða þeir sem gjaldgengir þykja valdir inn í námið á grundvelli þess. Umsækjendur geta t.d. sent inn smásögur, kafla úr skáldverki fyrir börn eða fullorðna, sannsögur, ljóð, brot úr kvikmynda- eða sjónvarpshandriti, einþáttung eða esseyju; hámark 25 síður alls. Þá skulu umsækjendur einnig skila inn stuttri greinargerð um áhugasvið sitt og markmið með náminu (ein síða; efnistök mega vera listræn).
Ef þeir sem sækja um nám í ritlist, og uppfylla inntökuskilyrði, eru fleiri en unnt er að taka við, sér þriggja manna inntökunefnd, sem skipuð er greinarformanni og tveimur rithöfundum, um að velja úr hópi umsækjenda. Gætt verði að kynjahlutföllum við skipan nefndarinnar. Við valið hafi nefndin að leiðarljósi að umsækjandi:
- sé hugmyndaríkur og frumlegur í hugsun,
- hafi gott vald á íslenskri tungu og geti notað hana á skapandi hátt,
- hafi tilfinningu fyrir málsniði og stíl,
- geti skapað trúverðugar persónur,
- hafi innsýn í form og geti léð því viðeigandi merkingu,
- geti gengið vel frá texta þannig að hann sé vel lesvænn og þjóni sínu hlutverki,
- sé vel lesinn í íslenskum og erlendum bókmenntum.
- hafi ástríðu fyrir skrifum.]1]3
1Breytt með 1. gr. rgl. nr. 376/2019.
2Breytt með 2. gr. rgl. nr. 53/2020.
3Breytt með 5. gr. rgl. nr. 1299/2020.
4Breytt með 4. gr. rgl. nr. 1563/2024.
10. gr. Gildistaka.
Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, að fengnum tillögum fræðasviða og deilda háskólans, eru settar samkvæmt heimild í 3. og 4. mgr. 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar taka gildi 1. júlí 2010. Frá sama tíma falla úr gildi reglur nr. 318/2009 um takmörkun á inntöku nemenda í tilteknar námsgreinar við Háskóla Íslands háskólaárið 2009-2010.
Háskóla Íslands, 10. febrúar 2010