Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild á í margskonar samstarfi við ýmsa aðila, bæði innanlands og erlendis. Tengsl við atvinnulífið eru góð og vinna fjölmargar stofnanir og fyrirtæki með deildinni. Alþjóðlegt samstarf Kennurum og nemendum í Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild gefast margvíslegir möguleikar á öflugu alþjóðlegu samstarfi. Kennarar skólans stunda rannsóknir við erlenda skóla, eru í alþjóðlegum rannsóknarteymum og nýta gjarnan rannsóknaleyfi við erlenda skóla. Nemendur eiga kost á því að stunda hluta af námi sínu við erlenda háskóla í samráði við deildina og erlendir kennarar starfa við skólann yfir styttri og lengri tímabil. Háskóli Íslands er í samstarfi við fjölda virtra erlendra háskóla og hefur gert marga tvíhliðasamninga við háskóla víða um heim. Nánari upplýsingar um alþjóðlegt samstarf er að finna á vefsíðu Skrifstofu alþjóðasamskipta. Háskóli Íslands stofnar til samstarfsnets við UNESCO Háskóli Íslands hefur undirritaður samstarfssamning - UNITWIN við Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) og 17 aðra háskóla í fjórum heimsálfum. Innlent samstarf Sérstaða Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideildar felst ekki síst í því að margar námsgreinarnar eru í senn fræðilegar og starfstengdar. Mikið og öflugt samstarf er því við hinar ýmsar stofnanir og vinnustaði. Sem dæmi má nefna handleiðslu starfandi náms- og starfsráðgjafa fyrir nema í náms- og starfsráðgjöf sem og samstarf deildarinnar við Hagstofu Íslands. Með því samstarfi er nemendum í meistaranámi við deildina veitt tækifæri á að vinna lokaverkefni í samstarfi við Hagstofuna. facebooklinkedintwitter