Skip to main content

Doktorsnám við Heilbrigðisvísindasvið

Doktorsnám við Heilbrigðisvísindasvið - á vefsíðu Háskóla Íslands

Á Heilbrigðisvísindasviði er hægt að stunda fjölbreytt doktorsnám við allar deildir sviðsins. Þar er fyrsta flokks aðstaða til vísindastarfa og leiðbeinendur eru margir hverjir helstu sérfræðingar þjóðarinnar í heilbrigðisvísindum. Sviðið á náið samstarf um kennslu og rannsóknir við margar innlendar og erlendar stofnanir á heimsmælikvarða.

Markmið doktorsnámsins er að veita nemum vísindalega þjálfun og búa þá undir vísindastörf, meðal annars háskólakennslu eða sérfræðingsstörf við rannsóknastofnanir, og önnur ábyrgðarmikil störf í samfélaginu.

Hægt er að hefja doktorsnám að loknu meistaraprófi frá háskóla og tekur námið þá að jafnaði 3-5 ár. Auk þess er heimilt að innritast í samþætt doktorsnám og meistaranám að loknu BS/BA-námi, námstími að jafnaði 5-7 ár, eða samþætt doktorsnám og kandídatsnám í læknisfræði að loknu BS-prófi í læknisfræði, námstími að jafnaði 6-8 ár.

Þú finnur allt um doktorsnámið okkar, m.a. aðgangskröfur, doktorsverkefni og námsleiðir, í doktorsnámsgáttinni okkar á vef Heilbrigðisvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Alþjóðlega gæðavottun

Doktorsnám við Heilbrigðisvísindasvið hefur hlotið gæðavottun frá ORPHEUS (Organisation for PhD Education in Biomedicine and Health Sciences in the European System). Háskóli Íslands er fimmti háskólinn í Evrópu til þess að hljóta vottunina. 

Tengt efni