Samþykkt var á deildarfundi Hagfræðideildar að gera breytingar á meistaranámi í hagfræði. Breytingarnar tóku gildi í upphafi námsársins 2018–2019. Efnislega er ekki um nýjar námsleiðir að ræða heldur breytingu (stækkun) á leiðum sem þegar er verið að kenna innan Hagfræðideildar. Hér má lesa spurningar og svör sem tengjast breytingu á meistaranámi úr 90 ECTS eininga námi (MS-90) í 120 ECTS eininga nám (MS-120). Lykildagsetningar í lotunámi Skólaárið 2022 - 2023 Lota Kennslutímabil Prófatímabil Frestur til að skrá sig í og úr námskeiðum 1 26. ágúst - 13. október 14. - 20. október 26. ágúst - 4. september 2 21. október - 9. desember 12. - 16. desember 21. - 30. október 3 9. janúar - 24. febrúar 27. febrúar - 3. mars 9. - 15. janúar 4 6. mars - 28. apríl 2. - 8. maí 6. - 12. mars Í kennsluskrá Háskóla Íslands eru upplýsingar um tímasetningar lotunáms. Endurskoðun fer fram fyrstu viku hverrar lotu! Nemendur þurfa að senda beiðni um skráningu í eða úr námskeiðum í lotu II og IV til Nemendaskrá. Senda þarf beiðni úr HÍ netfangi nemanda til nemskra@hi.is. Mjög mikilvægt að skrá sig úr námskeiðum á réttum tíma. Vegna prófatöflugerðar er ekki alltaf hægt að verða við því að bæta við námskeiðum í endurskoðunarvikum í lotu 2 og 4. Því er mikilvægt að fara vel yfir skráningu strax í upphaf. Hvernig virka skráningar í og úr lotubundnum námskeiðum? Nemendur velja sér námskeið fyrir allt námsárið við innritun eða á hefðbundnum skráningartíma ef um áframhaldandi nám er að ræða. Nemendur geta breytt skráningu sinni í 1. viku hverrar lotu og ekki eftir það. Þegar 2. vika lotunnar hefst er ekki mögulegt að gera fleiri breytingar á skráningu. Þetta á við bæði fyrir skráningar í ný námskeið og úrskráningar úr námskeiðum. Nemendur þurfa að senda beiðni um skráningu í eða úr námskeiðum í lotu II og IV til Nemendaskrá. Senda þarf beiðni úr HÍ netfangi nemanda til nemskra@hi.is. Hvaða breytingar voru gerðar á náminu? Akademískar kröfur voru auknar í MS námi þannig að námið er nú að lágmarki 120 ECTS [90+30] (það er 90 ECTS í námskeiðum og 30 ECTS lokaverkefni), í stað 90 ECTS og tekur því að jafnaði fjögur misseri (í stað þriggja). Samhliða var gerð sú breyting að hvert námskeið er nú að jafnaði 7,5 ECTS einingar, en ekki 6 ECTS einingar. Jafnframt var tekin upp lotukennsla, þar sem kennt er í 7 vikna lotum, tvær lotur á haustmisseri og tvær á vormisseri. Gert er ráð fyrir að nemendur taki að jafnaði tvö námskeið í hverri lotu. Hvernig breyttist fyrirkomulag kennslu að öðru leyti? Fyrirkomulagi kennslu er þannig að kennt er í lotum. Tvær lotur eru á hvoru misseri og munu nemendur að jafnaði sækja tvö 7,5 ECTS eininga námskeið í hverri lotu. Gert er ráð fyrir að skyldunámskeiðum fjölgi og ríkari kröfur verði gerðar um að nemendur ljúki aðferðarfræðilegum námskeiðum og námskeiðum sem sérsniðin eru að viðkomandi námsleið. Hvernig verður lotukerfið skipulagt? Námsfyrirkomulagi í framhaldsnámi var breytt þannig að kennt er í lotum, þannig er hvoru misseri skipt upp í tvær lotur og nemendur taka að jafnaði tvö námskeið í hvorri lotu (eða skili sambærilegri vinnu við lokaritgerð). Hver lota samanstendur af sjö kennsluvikum og einni viku fyrir námsmat og próf. Kennsla á hvoru misseri er því 14 vikur. Hvaða áhrif hafa breytingarnar á brautskráða nemendur? Útskrifuðum nemendum með 90 ECTS eininga gráðu, verður gert kleift að “fylla upp í gráðuna” með því að bæta við sig einingum, ef nemendur telja mikilvægt að geta kynnt sig á vinnumarkaði í samræmi við nýtt nám. Í þeim tilvikum yrði ekki um formlega prófgráðu að ræða, heldur bréf frá deildinni þar sem fram kemur að nemendur hafi lokið öllum þeim kröfum sem gerðar eru til 120 ECTS MS gráðu (MS-120). Verður boðið upp á, bæði 6 og 7,5 e. námskeið? Eftir breytingu verða öll námskeið 7,5 e. Nemendur sem þurfa að blanda saman 6 og 7,5 eininga námskeiðum gætu því brautskrifast með umframeiningar. Hvernig verða námskeiðin kennd? Almennt er fyrirkomulagið þannig að í hverju námskeiði eru tímar tvisvar í viku og þá samfellt þann dag. Það fer eftir vali og stundatöflum hvort nemandi er í einu námskeiði á dag (og er þá í tímum fjóra daga í viku) eða hvort tíma í mismunandi námskeiðum beri upp á sama dag. facebooklinkedintwitter