Skip to main content

Hvernig verð ég leikskólakennari?

Viltu verða leikskólakennari? - á vefsíðu Háskóla Íslands

Leikskólakennaranám er fimm ára fræðilegt og starfstengt nám, sem skiptist í 180 eininga bakkalárnám og 120 eininga meistaranám sem veitir leyfisbréf kennari.Leikskólakennaranámið byggir á þeim kröfum sem gerðar eru í lögum nr. 95/2019 og reglugerð 1355/2022. Unnt er að taka samfellt fimm ára kennaranám eða ljúka fyrst bakkalárprófi (BA- eða BS-próf) á námssviði eða greinasviðum leikskóla og bæta svo við sig meistaranámi sem veitir leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari.

Að loknu námi telst viðkomandi uppfylla skilyrði yfir almenna og sérhæfða hæfni kennara á leikskólastigi.

Hæfni kennara í íslensku: Við brautskráningu úr kennaranámi við íslenska háskóla skal kennari búa yfir hæfni í íslensku sem samsvarar að lágmarki C1 í Evrópska tungumálarammanum.

Grunnnám (3 ár) Meistaranám til leyfisbréf (2 ár)
fimm ára fræðilegt og starfstengt nám
Að loknu BA-/BS-Gráðu

Bakkalárgráða á námssviðum leikskólans samkvæmt aðalnámskrá leikskóla, eða á sviði uppeldis eða menntunar.

Tengt efni