Skip to main content

Hvernig verð ég grunnskólakennari?

Viltu verða grunnskólakennari? - á vefsíðu Háskóla Íslands

Grunnskólakennaranám er fimm ára fræðilegt og starfstengt nám, sem skiptist í 180 eininga bakkalárnám og 120 eininga meistaranám sem veitir leyfisbréf kennari. Grunnskólakennaranámið er byggt á þeim kröfum sem gerðar eru í lögum nr. 95/2019 og reglugerð 1355/2022. Unnt er að taka samfellt fimm ára kennaranám eða ljúka fyrst bakkalárprófi (BA- eða BS-próf) á námssviði eða kennslugrein grunnskóla og bæta svo við sig meistaranámi sem veitir leyfisbréf kennari. 

Að loknu námi telst viðkomandi uppfylla skilyrði yfir almenna og sérhæfða hæfni kennara á grunnskólastigi.

Hæfni kennara í íslensku: Við brautskráningu úr kennaranámi við íslenska háskóla skal kennari búa yfir hæfni í íslensku sem samsvarar að lágmarki C1 í Evrópska tungumálarammanum.

Grunnnám (3 ár) Meistaranám til leyfisbréf (2 ár)
fimm ára fræðilegt og starfstengt nám
Að loknu BA-/BS-Gráðu

BA/BS-gráða á greinasviði eða í námsgrein grunnskóla, samkvæmt aðalnámskrár grunnskóla.

Tengt efni