Grunnskólakennaranám er fimm ára fræðilegt og starfstengt nám, sem skiptist í 180 eininga bakkalárnám og 120 eininga meistaranám sem veitir leyfisbréf kennari. Grunnskólakennaranámið er byggt á þeim kröfum sem gerðar eru í lögum nr. 95/2019 og reglugerð 1355/2022. Unnt er að taka samfellt fimm ára kennaranám eða ljúka fyrst bakkalárprófi (BA- eða BS-próf) á námssviði eða kennslugrein grunnskóla og bæta svo við sig meistaranámi sem veitir leyfisbréf kennari. Að loknu námi telst viðkomandi uppfylla skilyrði yfir almenna og sérhæfða hæfni kennara á grunnskólastigi. Hæfni og inntaka inn í kennaranám Rétt til að nota starfsheitið kennari og starfa sem slíkur hér á landi við leik-, grunn- eða framhaldsskóla hefur sá einn sem til þess hefur leyfisbréf. Inntak og inntökuskilyrði inn í kennaranám eru byggð á þeim kröfum sem gerðar eru í lögum nr. 95/2019 og reglugerð nr. 1355/2022. Við inntöku í kennaranám er horft til þess að viðkomandi teljist að námi loknu uppfylla skilyrði yfir almenna og sérhæfða hæfni kennara. Ef ljóst er að umsækjandi í meistaranám til leyfisbréfs muni ekki uppfylla skilyrði fyrir sérhæfða hæfni kennara að loknu námi, verður þeim gert að bæta við sig námskeiðum úr grunnnámi til að tryggja að lágmarksfjöldi eininga í sérhæfingu sé uppfylltur. Hæfni og inntaka inn í kennaranám Rétt til að nota starfsheitið kennari og starfa sem slíkur hér á landi við leik-, grunn- eða framhaldsskóla hefur sá einn sem til þess hefur leyfisbréf. Inntak og inntökuskilyrði inn í kennaranám eru byggð á þeim kröfum sem gerðar eru í lögum nr. 95/2019 og reglugerð nr. 1355/2022. Við inntöku í kennaranám er horft til þess að viðkomandi teljist að námi loknu uppfylla skilyrði yfir almenna og sérhæfða hæfni kennara. Ef ljóst er að umsækjandi í meistaranám til leyfisbréfs muni ekki uppfylla skilyrði fyrir sérhæfða hæfni kennara að loknu námi, verður þeim gert að bæta við sig námskeiðum úr grunnnámi til að tryggja að lágmarksfjöldi eininga í sérhæfingu sé uppfylltur. Almenn hæfni Almenn hæfni kennara tekur til sjö hæfniþátta, sbr. 4. gr. laga nr. 95/2019 sem flokkast í eftirfarandi meginsvið: 1. Uppeldis- og kennslufræði 2. Nám og kennslu 3. Samvinnu, samskipti og starfsþróun 4. Íslenskt mál Hæfniþættirnir taka mið af lögum og aðalnámskrám fyrir hvert skólastig. Til að ná almennri hæfni þarf að ljúka að lágmarki 60 ECTS-einingar í uppeldis- og kennslufræðigreinum. Verklegur þáttur í almennri hæfni skal að lágmarki fela í sér 10 ECTS-einingar. Sérhæfð hæfni Sérhæfð hæfni tekur mið af aldri og þroska nemenda, faggrein, námssviði, greinasviði, starfsmenntun eða öðrum þáttum sem tengjast námi og kennslu, námsumhverfi og skólastarfi. Sérhæfing á leikskólastigi Auk almennra hæfni kennara þurfa kennarar með sérhæfingu á leikskólastigi að hafa lokið að minnsta kosti 90 ECTS-einingar í að lágmarki einu námssviði aðalnámskrár leikskóla. Sérhæfð hæfni grunnskólakennara Auk almennra hæfni kennara þurfa kennarar með sérhæfingu á grunnskólastigi að hafa lokið að minnsta kosti 90 ECTS-einingar í að að lágmarki einu greinasviði aðalnámskrár grunnskóla. Af þeim 90 ECTS-einingum, sem telst til sérhæfingar, skal vera að lágmarki 60 ECTS-einingar í viðkomandi greinasviði/námsgrein og auk að lágmarki 30 ECTS-einingar í kennslufræði viðkomandi greinasviðs/námsgreinar. Sérhæfing á framhaldsskólastigi Auk almennra hæfni kennara þurfa kennarar með sérhæfingu í námsgrein á framhaldsskólastigi að hafa lokið að minnsta kosti 120 ECTS-einingum í að lágmarki einni námsgrein kennd í framhaldsskóla. Sérhæfing í löggiltri starfsgrein Auk almennra hæfni þurfa kennarar með sérhæfingu í löggiltri starfsgrein á framhaldsskólastigi eða í verkgrein á grunnskólastigi þarf að hafa lokið starfsréttindaprófi á 3.–4. hæfniþrepi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. Sérhæfing þvert á skólastig Kennarar með sérhæfingu í viðfangsefnum skólastarfs þvert á skólastig þurfa að hafa lokið að lágmarki 90 ECTS-einingum í viðkomandi sérhæfingu. Hæfni kennara í íslensku: Við brautskráningu úr kennaranámi við íslenska háskóla skal kennari búa yfir hæfni í íslensku sem samsvarar að lágmarki C1 í Evrópska tungumálarammanum. Grunnnám (3 ár) Meistaranám til leyfisbréf (2 ár) fimm ára fræðilegt og starfstengt nám Grunnskólakennsla yngri barna Grunnskólakennsla yngri barna B.Ed Heilsuefling og heimilisfræði Heilsuefling og heimilisfræði B.Ed. Íslenska og erlend tungumál Grunnskólakennsla með áherslu á erlend tungumál B.Ed. Grunnskólakennsla með áherslu á íslensku B.Ed. List- og verkgreinar Grunnskólakennsla með áherslu á list- og verkgreinar B.Ed. Samfélagsgreinar Grunnskólakennsla með áherslu á samfélagsgreinar B.Ed. Stærðfræði náttúrugreinar og upplýsingatækni Grunnskólakennsla með áherslu á stærðfræði B.Ed. Grunnskólakennsla með áherslu á upplýsingatækni og miðlun B.Ed. Grunnskólakennsla yngri barna Grunnskólakennsla yngri barna M.Ed. Grunnskólakennsla yngri barna MT Heilsuefling og heimilisfræði Heilsuefling og heimilisfræði M.Ed. Heilsuefling og heimilisfræði MT Menntun allra Námið er fyrir þau sem lokið hafa B.Ed. með 90 einingum til sérhæfingar á námssviði í grunn- eða leikskóla, eða í kennslugrein grunnskóla. Menntun allra og sérkennslufræði, M.Ed. Íslenska og erlend tungumál Kennsla íslensku M.Ed. Kennsla íslensku MT Kennsla erlendra tungumála M.Ed. Kennsla erlendra tungumála MT List- og verkgreinar Kennsla list- og verkgreina M.Ed. Kennsla list- og verkgreina MT Samfélagsgreinar og sjálfbærni Kennsla samfélagsgreina M.Ed. Kennsla samfélagsgreina MT Sjálfbærnimenntun, M.Ed. Stærðfræði náttúrugreinar og upplýsingatækni Kennsla stærðfræði M.Ed. Kennsla stærðfræði MT Kennsla náttúrugreina, M.Ed. Kennsla náttúrugreina, MT Kennsla upplýsingatækni, nýsköpunar og miðlunar, M.Ed. Kennsla upplýsingatækni, nýsköpunar og miðlunar, MT Að loknu BA-/BS-Gráðu BA/BS-gráða á greinasviði eða í námsgrein grunnskóla, samkvæmt aðalnámskrár grunnskóla. Yngri barna kennsla Að loknu bakkarlárgráðu í greinasviði eða í námsgrein grunnskólakennslu yngri barna, samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla. Kennslufræði yngri barna í grunnskóla M.Ed. Kennslufræði yngri barna í grunnskóla, MT Heilsuefling og heimilisfræði Að loknu bakkarlárgráðu í greinum sem falla undir heilsueflingar og heimilisfræði. Heilsuefling og heimilisfræði MT Íslenska og erlend tungumál Að loknu bakkarlárgráðu í íslensku. Kennsla íslensku M.Ed. Kennsla íslensku MT Að loknu bakkarlárgráðu í ensku eða dönsku. Kennsla erlendra tungumála M.Ed. Kennsla erlendra tungumála MT List- og verkgreinar Að loknu bakkarlárgráðu í greinum sem falla undir list- og verkgreinar. Kennsla list- og verkgreina M.Ed. Kennsla list- og verkgreina MT Samfélagsgreinar og sjálfbærni Að loknu bakkarlárgráðu í greinum sem falla undir samfélagsgreinar. Kennsla samfélagsgreina M.Ed. Kennsla samfélagsgreina MT Að loknu bakkarlárgráðu í þeim fræðigreinum sem teljast námsgreinar grunnskólans. Sjálfbærnimenntun, M.Ed. Stærðfræði náttúrugreinar og upplýsingatækni Að loknu bakkarlárgráðu í stærðfræði. Kennsla stærðfræði M.Ed. Kennsla stærðfræði MT Að loknu bakkarlárgráðu í greinum sem falla undir náttúrufræðigreinar. Kennsla náttúrugreina, M.Ed. Kennsla náttúrugreina, MT Að loknu Bakkarlárgráðu í greinum sem falla undir upplýsinga- og tæknimenntun Kennsla upplýsingatækni, nýsköpunar og miðlunar, M.Ed. Kennsla upplýsingatækni, nýsköpunar og miðlunar, MT Tengt efni Hvernig verð ég leikskólakennari? Hvernig verð ég íþróttakennari? Hvernig verð ég framhaldsskólakennari? facebooklinkedintwitter