Framhaldsskólakennaranám er fyrir þá sem hafa þegar lokið námi í kennslugrein í framhaldsskóla, samkvæmt aðalnámskrár framhaldsskóla, og vilja afla sér kennsluréttinda. Menntun framhaldsskólakennara er fyrir þau sem hafa lokið bakkalárnámi í bóknáms-, tungumál- og listgreinum sem kennd eru í framhaldsskóla. Kennslufræði fyrir starfsmenntakennara er fyrir þau sem hafa lokið meistararéttindum í iðngrein eða löggiltu starfsréttindaprófi úr framhaldsskóla. Menntun framhaldsskólakennara Menntun framhaldsskólakennara er þverfræðilegt framhaldsnám allra fræðasviða Háskólans þar sem námi lýkur með MA-, M.Ed.-, MS- eða MT-gráðu til leyfisbréf kennari. Einnig er í boði viðbótardiplóma til kennsluréttinda fyrir þá sem lokið hafa meistaraprófi í kennslugrein framhaldsskóla, samkvæmt aðalnámskrár framhaldsskóla. Meistaranám til leyfisbréf kennari Svið Námsleið og kjörsvið Félagsvísindi Menntun framhaldsskólakennara, MA Félagsfræðikennsla Mannfræðikennsla Þjóðfræðikennsla Kennsla félagsfræði Kynjafræðikennsla Stjórnmálafræðikennsla Menntun framhaldsskólakennara, MS Hagfræðikennsla Viðskiptafræðikennsla Kennsla félagsfræði, mannfræði og þjóðfræði, MT Menntavísindi Menntun framhaldsskólakennara, MA Uppeldis- og menntunarfræðikennsla Tómstunda- og félagsmálafræðikennsla Menntun framhaldsskólakennara, M.Ed. Grunnþættir og gildi: Sjálfbærni – jafnrétti – lífsleikni Kyn og jafnrétti Nám og kennsla í skóla án aðgreiningar í fjölmenningarsamfélagi Námskrárþróun, námsmat og námsefnisgerð Skólaþróun og mat á skólastarfi Upplýsingatækni í skólastarfi Menntun framhaldsskólakennara, MT Grunnþættir og gildi: Sjálfbærni – jafnrétti – lífsleikni Kyn og jafnrétti Nám og kennsla í skóla án aðgreiningar í fjölmenningarsamfélagi Námskrárþróun, námsmat og námsefnisgerð Skólaþróun og mat á skólastarfi Upplýsingatækni í skólastarfi Heilbrigðisgreinar Menntun framhaldsskólakennara, MS Næringarfræðikennsla Sálfræðikennsla hugvísindi Íslenskukennsla, MA Íslenskukennsla, MT Dönskukennsla, MA Enskukennsla, MA Frönskukennsla, MA Spænskukennsla, MA Þýskukennsla, MA Tungumálakennsla, MT Heimspekikennsla Heimspekikennsla MT Sögukennsla Sögukennsla MT Verk- og náttúrfræðigreinar Menntun framhaldsskólakennara, MS Eðlisfræðikennsla Efnafræðikennsla Ferðamálafræðikennsla Jarðvísindakennsla Landfræðikennsla Líffræðikennsla Stærðfræðikennsl Tölvunarfræðikennsla Lokapróf á meistarastigi – 60 einingar Nám á meistarastigi fyrir þau sem hafa þegar lokið meistara- eða doktorsnámi og vilja afla sér kennsluréttinda í grein sinni. Námið er skipulagt sem eins árs staðbundið nám. Þau námskeið eru kennd í nánum tengslum við framhaldsskóla þar sem kennaranemar eru í vettvangsnámi. Nemar taka námskeið í kennslufræði greina miðað við þá kennslugrein sem þeir munu kenna að námi loknu. Menntun framhaldsskólakennara (Lokapróf á meistarastigi – 60 einingar) Kennslufræði fyrir starfsmenntakennara Kennslufræði fyrir starfsmenntakennara er diplóma til kennsluréttinda fyrir þá sem lokið hafa meistararéttindum í löggiltri iðngrein og langar að kenna sitt fag í framhaldsskóla. Námið er skilgreint sem hlutanám með vinnu sem lokið er á tveimur árum (fjórum önnum). Námið er með sveigjanlegu formi og er hugsað sem fjarnám með vinnu. Það eru þó skilgreindir tímar sem nemendur þurfa að mæta í, annað hvort staðlotur (skyldumæting tvisvar á önn) eða reglubundin fjarkennsla á rauntíma. Nemendur þurfa því að gera ráð fyrir að geta mætt á þessum tímum til að taka þátt í náminu. Vettvangsnám er tekið á öðru ári námsins. Nemendur mæta reglulega í tilgreindan framhaldsskóla og vinna undir leiðsögn æfingakennara. Kennslufræði fyrir starfsmenntakennara (diplóma) Tengt efni Umsókn um nám facebooklinkedintwitter