Miðstöð framhaldsnáms býður doktorsnemum upp á víðtækan stuðning á borð við árlegan kynningarfund, rafrænt námsumsjónarkerfi sem og námskeið í akademískum færniþáttum og starfsþróun. Kynningarfundur fyrir nýja doktorsnema 2024. Kynningarfundur fyrir nýja doktorsnema 2024 30.8.2024 | kl. 9:00-12:00 | fjarfundur Skráningar Dagskráin fer fram á ensku og er ætluð öllum nýinnrituðum doktorsnemum. Dagskrá Glærupakki frá fundinum Upptökur Doktorsnáman Doktorsnáman er rafræna námsumsjónarkerfið fyrir doktorsnema við Háskóla Íslands. Verkfærakista doktorsnema Hagnýt námskeið, vinnustofur og kynningar fyrir doktorsnema. StarfsþróunVefsíða brautskráðra doktora Brautskráðir doktorar frá Háskóla Íslands Í gagnagrunni doktora er hægt að leita svara við mikilvægum spurningum sem snúa að því hvaða störf brautskráðir doktorar stunda að námi loknu og hvar í heiminum þeir starfa. Þar er að finna gagnlegar upplýsingar fyrir núverandi doktorsnema sem og brautskráða doktora sem vilja styrkja tengslanet sitt og kanna starfsmöguleika að námi loknu. Aðrir sem gætu haft gagn af gagnagrunninum eru leiðbeinendur doktorsnema, starfsmenn framhaldsnáms við HÍ, starfsráðgjafar, vinnumarkaðssérfræðingar og þau sem vinna við nýsköpun. Síðast en ekki síst mun gagnagrunnurinn gagnast fyrirtækjum og stofnunum sem leitast við að ráða framúrskarandi starfsmenn til starfa innan vaxandi íslensks og alþjóðlegs þekkingarhagkerfis. Gagnagrunninum er skipt eftir fræðasviðum Háskóla Íslands og er hægt að leita eftir nafni, rannsóknargrein, deild og útskriftarári. Neðst á síðum fræðasviðanna er mögulegt að óska eftir þátttöku eða senda inn uppfærðar upplýsingar. Auk þess er hægt að hafa samband í gegnum tölvupóstfang sem er staðsett neðst á síðunni. Þau sem stefna að brautskráningu geta innan skamms gefið samþykki fyrir birtingu í Doktorsnámunni og eru boðin sérstaklega velkomin í þennan glæsilega hóp HÍ doktora. Gagnagrunnurinn birtir almennar aðgengilegar upplýsingar og uppfyllir kröfur Háskóla Íslands um persónuvernd og gagnasöfnun og liggur fyrir samþykki allra sem birtast þar. Allar fræðigreinar Upptökur frá viðburðinum "Doktorar að störfum: akademísk störf" (8. september 2020) Upptökur frá viðburðinum "Doktorar að störfum: störf fyrir utan háskólann" (14. september 2020) Beyond the Professoriate GradCareerAdvice The Professor Is In Raungreinar MyIDP Science Careers Hug- og félagsvísindi Imagine PhD Imagine PhD (Twitter) Connected Academics Nemendafélög Við Háskóla Íslands eru starfandi FeDoN - Félag doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands og eftirtalin félög doktorsnema á fræðasviðunum: Arkímedes - Félag doktorsnema á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Doktorsnemaráð Heilbrigðisvísindasviðs FdMHI - Félag doktorsnema á Menntavísindasviði Hugdok – Félag doktorsnema á Hugvísindasviði Seigla - Félag doktorsnema á Félagsvísindasviði Andleg líðan Hægt er að óska eftir viðtali við Náms- og starfsráðgjafa í síma 5254315 eða með því að senda tölvupóst á netfangið radgjof@hi.is Sálfræðingar Náms- og starfsráðgjafar veita nemendum sálfræðiráðgjöf og stuðning. Sálfræðiráðgjöf háskólanema veitir háskólanemum og börnum þeirra sálfræðiþjónustu, einstaklingsmeðferð og hópmeðferð. Þjónustuna, sem starfrækt er á vegum Sálfræðideildar, veita meistaranemar í klínískri sálfræði við Háskóla Íslands undir handleiðslu sérfræðings í klínískri sálfræði. Hvert get ég leitað með vandamál tengd doktorsnámi? Umboðsmaður doktorsnema Upplýsingar um kvörtunarleiðir og athugasemdir doktorsnema má finna í Uglu. facebooklinkedintwitter