Laus staða verkefnisstjóra við alþjóðlegt rannsóknarverkefni
Laust er til umsóknar 50% starf verkefnisstjóra við alþjóðlegt rannsóknarverkefni á vegum Sálfræðideildar Háskóla Íslands og Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum í samvinnu við Sálfræðideild Uppsalaháskóla.
Vilt þú starfa við verkefnisstjórn á spennandi rannsókn á áföllum í þverfræðilegu starfsumhverfi?
Laust er til umsóknar 50% starf verkefnisstjóra við alþjóðlegt rannsóknarverkefni á vegum Sálfræðideildar Háskóla Íslands og Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum í samvinnu við Sálfræðideild Uppsalaháskóla. Rannsóknin felst í því að þróa inngrip sem ætlað er að draga úr áleitnum minningum eftir áföll og meta árangur þess hjá konum með áfallasögu. Ráðið er í starfið til eins árs með möguleika á framlengingu til tveggja ára og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sinna verkefnisstjórn við rannsókn á þróun og árangri inngrips til að draga úr áfallaminningum meðal íslenskra kvenna
- Skipuleggja fundi rannsóknahópanna á Íslandi og í Svíþjóð og samræma ýmsar aðgerðir í verkefninu
- Stýra gagnasöfnun fyrir rannsóknirnar, í samvinnu við annað starfsfólk rannsóknahópanna
- Sinna ýmsum verkefnum fyrir rannsóknirnar, t.d. samskipti við Vísindasiðanefnd og ganga frá samningum við starfsfólk rannsóknahópanna
- Ferðalög innan- og utanlands til að hitta starfsfólk rannsóknahópanna og kynna verkefnið
Hæfnikröfur
- Meistaragráða í grein sem nýtist í starfi. Meistaragráða í verkefnisstjórn er kostur en ekki skilyrði.
- Reynsla af verkefnisstjórnun.
- Góð skipulags- og samskiptahæfni
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
- Góð ritfærni og færni í miðlun og framsetningu upplýsinga á íslensku og ensku.
Starfshlutfall er 50%
Umsóknarfrestur er til og með 28.09.2020
Nánari upplýsingar og leiðbeiningar fyrir umsókn á heimasíðu Stjórnarráðsins.