Skip to main content
5. október 2020

Brú milli háskóla og atvinnulífs

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Oddur Már Guðmundsson, forstjóri Matís, fjölluðu um samstarf stofnanna tveggja í aðsendri grein í Fréttablaðinu 2. október sl. Þar fjalla þeir um mikilvægi samstarfsins fyrir rannsóknir og kennslu í matvælafræði hér á landi og þar með matvælaþróun og -öryggi á Íslandi.

Háskóli Íslands og Matís hyggjast halda áfram á sömu braut í samstarfi við íslenskt atvinnulíf og vinna saman að sjálfbærari auðlindanýtingu og matvælaframleiðslu á Íslandi.

Lesa greinina í Fréttablaðinu.