Forkröfur fyrir hjúkrunarfræði eða ljósmóðurfræði - Undirbúningsnám


Forkröfur fyrir hjúkrunarfræði eða ljósmóðurfræði
Undirbúningsnám –
Námsleið fyrir þau sem hyggjast sækja um ljósmóðurfræði til starfsréttinda (MS). Einnig fyrir nemendur sem stefna á framhaldsnám og eru með íslenskt hjúkrunarleyfi en hafa lokið erlendu háskólaprófi í hjúkrunarfræði sem ekki telst sambærilegt íslensku BS prófi og þurfa að ljúka tilteknum forkröfunámskeiðum áður.
Skipulag náms
Kynheilbrigði (HJÚ825G)
Í námskeiðinu kynnast nemendur hugmyndafræði kynheilbrigðis og skoða mikilvæga þætti er varða kynheilbrigði einstaklingsins, parsins og hvernig samfélagið getur haft mótandi áhrif á kynheilbrigði fólks. Jafnframt skyggnast nemendur inn í margvíslega áhrifaþætti á kynheilbrigði eins og barneign, ófrjósemi, sjúkdóma og meðferð þeirra sem geta raskað eðlilegri starfsemi líkamansog haft áhrif á líðan. Námskeiðinu er ætlað að efla nemendur i að sinna kynheilbrigðismálum með því að gefa þeim góðan þekkingarlegan grunn, gefa þeim tækifæri til að æfa sig að ræða um kynheilbrigðismál og æfa sig í að fræða aðra um kynheilbrigði.
Konur, heilsa og samfélag (HJÚ828G)
Námskeiðið fjallar um konur heilsu og samfélag. Fjallað er um líffræðilega, sál-/félags- og umhverfislega þætti sem hafa áhrif á heilbrigði kvenna. Pólitísk stefnumótun og hugmyndir um heilbrigði og skoðaðar í kynjafræðilegu samhengi. Unnið er út frá heildrænu sjónarmiði um æviskeiðin og fjallað um áhrif lífsviðburða, sjúkdóma og lyfja. Í námskeiðinu er einnig fjallað um sérhæfða líffæra- og lífeðlisfræði kvenna og barneignarferli, algenga kvensjúkdóma og helstu hugtök í erfðafræði og litningarannsóknum í tengslum við meðgöngu.
Hafðu samband
Skrifstofa Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar
Eirberg, 1. hæð, Eiríksgata 34
101 Reykjavík
Sími 525 4960
hjukrun@hi.is
Opið virka daga frá kl. 9 - 14

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.