Skip to main content

Líffræðileg mannfræði

Líffræðileg mannfræði

Félagsvísindasvið

Líffræðileg mannfræði

Aukagrein – 60 einingar

Líffræðileg mannfræði hefur það markmið að skilja hvers konar lífvera maðurinn er. Í þessu skyni stunda líffræðilegir mannfræðingar rannsóknir á eftirfarandi sviðum: erfðafræði, prímatafræði, fornleifafræði og steingervingafræði, lífeðlisfræði, anatómíu, atferlisfræði og fleiri greinum. Rík áhersla er lögð á að skilja sérkenni mannsins sem afurð þróunar.

Skipulag náms

X

Erfðafræði (LÍF109G)

Fyrirlestrar: Lögmál Mendels. Erfðamynstur. Kynlitningar, mannerfðafræði, umfrymiserfðir. Litningar, bygging litninga. Frumuskipting (mítósa og meiósa), lífsferlarTengsl, endurröðun og kortlagning gena í heilkjörnungum. Bakteríuerfðafræði. Kortlagning gena í heilkjörnungum, fernugreining. Arfgerð og svipgerð. Litningabreytingar. Erfðaefnið DNA. Eftirmyndun. Umritun. Próteinmyndun. Stjórn genastarfs. Erfðatækni. Erfðamengjafræði. Stökklar. Stökkbreytingar. Viðgerðir og endurröðun. Greiningartækni erfðavísinda. Tilraunalífverur.

Verklegar æfingar: I. Ávaxtaflugan Drosophila melanogaster. II. Mítósa í laukfrumum. III. Plasmíð og skerðiensím. IV.DNA mögnun. V. Grósekkir Sordaria fimicola.

Próf: Verklegt og dæmatímar 25%, skriflegt 75%. Lágmarkseinkunnar er krafist í báðum prófhlutum.

X

Inngangur að líffræðilegri mannfræði (MAN330G)

Markmið námskeiðsins er að kynna nemendum undirstöðuatriði líffræðilegrar mannfræði og forsögu tegundarinnar Homo sapiens. Fjallað er um grunnþætti erfðafræðinnar, með áherslu á mannerfðafræði og stofnerfðafræði. Fjallað er um þróunarsögu prímata og þá eiginleika sem aðgreina prímata frá öðrum spendýrum, og þá eiginleika sem aðgreina manninn frá öðrum prímötum. Farið er ítarlega í þróunarsögu manntegunda (hominid evolution) með hliðsjón af steingervðum beinum, steinverkfærum og öðrum fornleifum sem fundist hafa í Afríku og víðar. Að lokum er fjallað um erfðafræðilegan breytileika og lífeðlisfræðilega aðlögunarhæfni tegundarinnar Homo sapiens.

X

Lífmælingar I í stað Tölfræði fyrir land-og jarðfræðinema (09.51.11SÁL102G)

Markmið námskeiðsins er að gera nemendur læsa á tölur í líffræði og þarnmeð færa um að meðhöndla og túlka tölulegar niðurstöður úr tilraunum ognathugunum í líffræði. nFyrirlestrar: Sögulegur og heimspekilegur inngangur. Líkindafræði. Gögnnog mælingar. Lýsitölur dreifinga. Nokkrar líkindadreifingar. Matsfræði.nÖryggismörk. Prófun kenninga. Aðhvarf. Fervikagreining. Tíðnigögn. nSkóþvengsaðferðir. nÆfingar: Þjálfun í lausn, framsetningu og túlkun niðurstaðna úr tilraunumnog athugunum úr ýmsum greinum líffræði. Áhersla lögð á að skilja forsendurnog líffræðilega túlkun og ályktanir. nDæmatímar, dæmaskil. Tölvutímar og úrlausnir verkefna á tölvum. Nemendurneiga að geta leyst verkefni bæði í höndunum á blaði og með tölvu. nFyrir verklegt er gefin hluteinkunn sem gildir 35%. Fyrir lokapróf erngefin prófseinkunn sem gildir 65%. Til þess að standast námskeiðið verðurnnemandi að hljóta lágmarkseinkunn bæði í hluteinkunn og prófseinkunn. nn
X

Mannerfðafræði (LÍF513M)

Fyrirlestrar: Erfðaháttur og ættartré. Skipulag erfðaefnis mannsins. Litningar, litningabreytingar, litningagallar. Staðsetning gena. Sambandsgreining /Tölfræðileg nálgun. Erfðagreining. Flóknir erfðagallar, erfðir og umhverfi. Erfðir og krabbamein. Genalækningar. Þróun mannsins og skyldra tegunda. Siðferðileg efni tengd mannerfðafræði, upplýst samþykki og persónuupplýsingar. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi almenna undirstöðu í erfðafræði.

Verklegt: Túlkun gagna úr erfðagreiningingum, unnið með tjáningargögn, greining gagna úr litningalitunum, unnið með gögn úr kortlagningu á erfðaþáttum.

X

Verkefni í mannfræði (MAN326G)

Nemandi leitar að fyrra bragði til kennara og óskar eftir leiðsögn í viðkomandi verkefni. Viðfangsefni og lesefni verða ákveðin í sameiningu af kennurum og nemendum hverju sinni með tilliti til þeirra áhugasviða sem fram koma hjá einstökum nemendum. Einnig geta nemendur tengt verkefni einstökum námskeiðum.

 Það eru eingöngu kennarar í námsbraut í mannfræði sem sinna leiðbeiningu.

Vinsamlega athugið að einungis er heimilt að taka eitt verkefni á námsferli sínum.

X

Þróunarfræði (LÍF403G)

Þróunarfræði: Darwin og þróun þróunarkenningarinnar.  Tré lífsins. Náttúrulegt val og aðlögun. Vélvirki þróunarinnar: Erfðabreytileiki sem hráefni þróunar og tilurð hans. Erfðafræði náttúrlegs val.   Þróun svipfarseiginleika. Hending í þróun og aðgreining stofna.Tegundir og tegundamyndun. Afleiðingar þróunar: Kynæxlun, Þróun lífsöguþátta. Barátta og samvinna. Samþróun meðal tegunda. Þróun gena og erfðamengja. Þróun og þroskun. Stórþróun og saga lífsins: Flokkun og þróunarsaga. Þróun og jarðsaga.  Landafræði þróunar. Þróun fjölbreytileika lífvera. Þróun fyrir ofan stig tegunda. Þróun manns og samfélag manns.

X

Líffræðileg mannfræði (MAN004G)

Athugið námskeiðið er aðeins kennt sem lesnámskeið 

Hér er fjallað ítarlega um afmörkuð viðfangsefni líffræðilegrar mannfræði sem kynnt voru í námskeiðinu Inngangi að Mannfræði II. Áhersla er lög á umfjöllun um landfræðilegt, vistfræðilegt og félagslegt samhengi í þróunarsögu manntegunda. Fjallað er um ólíkar tilgátur um uppruna Homo sapiens með hliðsjón af beinum og öðrum fornleifum. Kynntar eru erfðarannsóknir sem varpa ljósi á uppruna Homo sapiens, útbreiðslusögu tegundarinnar og skyldleika hennar við aðrar núlifandi og útdauðar tegundir. Þar á meðal er fjallað um einangrun og greiningu erfðaefnis úr fornum líkamsleifum (ancient DNA). Rætt er um hvernig samanburðarrannsóknir á sviði málvísinda geta aukið þekkingu á útbreiðslusögu mannkynsins. Að lokum er fjallað um kenningar um uppruna menningar og félagslegs atferlis og að hve miklu leyti atferli mannkyns í nútíð er mótað af þróunarsögu manntegunda á fornsteinöld.

X

Forsaga (FOR204G)

Forsaga fjallar um menningarsögu mannkyns eins og hún birtist í efnismenningunni, frá upphafi verkmenningar fyrir rúmlega 2,5 milljónum ára til loka járnaldar (≈ 0-800 AD), þ.e. einkum þau tímabil sem aðeins takmarkaðar eða engar ritheimildir eru til um. Í námskeiðinu verður farið yfir grundvallaratriði forsögu, svo sem tímatalsfræði og skilgreiningar forsögulegra menningarsamfélaga. Auk þess  verður fjallað um ýmsar birtingarmyndir forsögulegra menningarsamfélaga, svo sem búsetumynstur, grafsiði, verkmenningu og verktækni, verslun og viðurværi. Áhersla verður lögð á þróun mannsins í hnattrænu samhengi og síðari forsögu Evrópu (≈ 10.000 BC-800 AD).

Í lok námskeiðsins er þess vænst að nemendur geti fótað sig í orðfæri forsögulegrar fornleifafræði og kunni skil á helstu vörðum forsögulegrar tímatalsfræði og evrópskrar forsögu.

X

Tölfræði og gagnavinnsla (STÆ209G)

Í byrjun námskeiðsins eru grunnhugtök tölfræðinnar kynnt til sögunnar, svo sem þýði, úrtak og breyta. Nemendur kynnast hinum ýmsu lýsistærðum og myndrænni framsetningu gagna. Því næst verður farið í grundvallaratriði líkindafræðinnar og helstu líkindadreifingar kynntar.

Síðasti hluti námskeiðsins snýr að ályktunartölfræði þar sem skoðuð verða tilgátupróf og öryggisbil fyrir meðaltöl, dreifni og hlutföll og farið verður í fervikagreiningu og aðhvarfsgreiningu. Nemendur læra beitingu allra ofangreindra aðferða í tölfræðihugbúnaðinum R.

X

Verkefni í mannfræði (MAN429G)

Nemandi leitar að fyrra bragði til kennara og óskar eftir leiðsögn í viðkomandi verkefni. Viðfangsefni og lesefni verða ákveðin í sameiningu af kennurum og nemendum hverju sinni með tilliti til þeirra áhugasviða sem fram koma hjá einstökum nemendum. Einnig geta nemendur tengt verkefni einstökum námskeiðum.

 Það eru eingöngu kennarar í námsbraut í mannfræði sem sinna leiðbeiningu í þessum verkefni.

Vinsamlega athugið að einungis er heimilt að taka eitt verkefni á námsferli sínum.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Hólmfríður María Ragnhildardóttir
Sara Diljá Sigurðardóttir
Hrafnhildur Erla Eiríksdóttir
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
Mannfræði - BA nám

Ég valdi mannfræði fyrst og fremst vegna þess hve fjölbreyttar námsleiðir er hægt að velja innan hennar en mannfræðin fjallar um alla mögulega kima mannlegs lífs. Þetta hentar mér afar vel þar sem ég er með breitt áhugasvið og langaði því ekki að takmarka mig við eitt viðfangsefni þegar ég hóf háskólanám. BA gráða úr mannfræði getur því leitt mann hvert sem er og heldur mörgum möguleikum opnum. Auk þess er mannfræðideildin ekki mjög stór svo samskipti við kennara eru afar persónuleg og það skapast mikil bekkjarstemning meðal nemanda sem er mikill kostur að mínu mati.

Sara Diljá Sigurðardóttir
Mannfræði - BA nám

Mannfræði er mjög fjölbreytt og skemmtilegt nám þar sem menning, maðurinn og samfélagið er í miðpunkti. Kennslan er persónuleg þar sem kennarar og nemendur vinna oft saman og létt er að nálgast aðstoð hjá kennurum eða eldri nemendum. Námið er fullkomið fyrir þá sem vilja opna sýn sína á heiminn og öðlast fjölbreytta þekkingu á hinum ýmsu málefnum. Ég mæli með mannfræði við Háskóla Íslands fyrir alla sem vilja persónulegt og skemmtilegt nám sem að snertir á því sem er að gerast daglega í heiminum og fyrir þá sem vilja læra í skemmtilegu og persónulegu umhverfi. 

Hrafnhildur Erla Eiríksdóttir
Mannfræði - BA nám

Ég endaði í mannfræði eftir að hafa prófað mig áfram á hinum ýmsu sviðum og ekki fundið mig. Ég hafði verið með mannfræði á bakvið eyrað þar sem mér fannst fagið áhugavert og sé ég alls ekki eftir að hafa skráð mig. Það sem mér líkar við mannfræði er hversu vítt sviðið er og býður það upp á ýmsar leiðir sem hægt er að taka í framhaldi. Deildin er lítill en mér finnst það kostur þar sem þú færð tækifæri til að kynnast nemendum vel og það býður upp á persónulegri samskipti við kennara.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Mannfræði á samfélegsmiðlum

 Facebook

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.