Skip to main content

Félagsráðgjöf

Félagsráðgjöf

Félagsvísindasvið

Félagsráðgjöf

BA gráða – 180 einingar

BA nám í félagsráðgjöf undirbýr þig fyrir störf sem snúast um að styðja fólk og samfélög til velferðar. Nám í félagsráðgjöf er góður undirbúningur fyrir störf með fólki á öllum lífsskeiðum og fyrir framhaldsnám, bæði til starfsréttinda í félagsráðgjöf og á öðrum sviðum.

Skipulag náms

X

Almenn félagsráðgjöf: Saga, kenningar og fagþróun (FRG101G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist grundvallarþekkingu á hugmyndafræði, kenningum, sögu og þróun félagsráðgjafar sem starfs- og fræðigreinar. Jafnframt öðlist nemendur þekkingu á fjölbreyttum starfshlutverkum félagsráðgjafa og á sérsviðum félagsráðgjafar í heilbrigðis- og félagsþjónustu, réttar- og skólakerfi. Helstu atriði sem fjallað er um eru: Saga og uppruni félagsráðgjafar, kenningar, vinnuaðferðir og framtíð félagsráðgjafar.

X

Áfengis- og vímuefnamál (FRG103G)

Áhersla er á að nemandi tileinki sér: Kenningar um áfengis- og vímuefnamál, skilgreiningar á vímuefnaröskun og helstu líkamlegum og sálrænum viðbrögð einstaklinga með vímuefnavanda. Fjallað er um skýringarlíkön um áfengis- og vímuefnasýki og áhrif þeirra á meðferð, ásamt því hvaða afleiðingar og áhrif vímuefnaneysla getur haft á fjölskyldur, löggjöf og uppbyggingu þjónustu. Áhersla er lögð á starfshlutverk félagsráðgjafa við fræðslu, ráðgjöf og forvarnarstarf á sviði áfengis- og vímuefnamála.

X

Félagsráðgjöf og íslenskt þjóðfélag (FRG109G)

Í námskeiðinu er fjallað um þróun nútíma samfélags auk kenninga um félagsgerð, hópa, stofnanir, félagsmótun, félagsauð, og félagslega lagskiptingu. Þá er fjallað um helstu einkenni íslenska stjórnkerfisins; stjórnskipun, stjórnmál, hlutverk sveitarstjórna, utanríkismál og alþjóðastofnanir. Ennfremur er fjallað um íslenska hagkerfið, alþjóðaviðskipti og helstu grundvallarhugtök í þjóðhagfræði.

X

Fræðileg vinnubrögð í háskóla (FRG110G)

Markmið námskeiðsins er að nemendum í félagsráðgjöf öðlist grundvallarfærni í fræðilegum vinnubrögðum í háskólanámi. Áhersla er lögð á að nemendur tileinki sér slík vinnubrögð við heimildaleit, úrvinnslu heimilda, frágang tilvísana, tilvitnana og heimildaskráa. Auk þess er markmið námskeiðsins að veita nemendum tækifæri til að kynnast grunnatriðum fyrir akademíska þekkingarhagnýtingu.

Í námskeiðinu er fjallað um vinnulag í háskólanámi, heimildanotkun og hvernig á að vinna í hóp. Áhersla er lögð á skriflega framsetningu verkefna. Auk þess verður fjallað um fræðileg vinnubrögð, gagnrýna hugsun og siðferði við öflun og notkun þekkingar. Auk þess vinna nemendur einstaklings- og hópverkefni af ýmsum toga.

X

Samvinna og samfélagsleg nýsköpun í velferðarþjónustu (FRG111G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur þrói hæfni til að hafa frumkvæði að og setja fram nýjar lausnir í velferðarþjónustu í samvinnu við samnemendur. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna verða  höfð til hliðsjónar við val á verkefnum. Áhersla verður lögð á  forsendur samstarfs og samvinnu.  Nemendur vinna með eigin hugmyndir að samfélagslegri nýsköpunog vinna verkefni þar sem reynir á samstarf milli og innan hópa. 

X

Rannsóknaraðferðir félags- og heilbrigðisvísinda (FRG213G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur getu beitt kenningum í rannsóknum og á vettvangi, þekki eiginleika mismunandi gagna og rannsóknarsniða. Fjallað verður um muninn á eigindlegum og megindlegum rannsóknum og mismunandi gerðir megindlegra gagna, svo sem kannanir, skráagögn og aðferðir til að meta árangur af stefnumótun og starfi á vettvangi. Auk þessara þátta verður fjallað um mótun rannsóknarspurninga, undirstöðuatriði í þekkingarfræði og líkindafræði, afleiðslu og aðleiðslu, gagnrýna hugsun, túlkunarfræði og siðfræði félagsvísinda. Lögð verður áhersla á gagnrýninn lestur rannsókna til að stuðla að rannsóknalæsi.

X

Félagsmálastefnur - velferð og vandi (FRG202G)

Markmið námskeiðsins er að veita haldgóða undirstöðuþekkingu á upphafi, þróun og einkennum velferðarkerfa frá sjónarhorni félagsráðgjafar. Fjallað er um kenningar, grunnhugtök og aðferðafræði velferðarrannsókna. Sérstök áhersla er lögð á sögulega þróun og einkenni íslenska velferðarkerfisins. Meðal annars er fjallað um þróun barnaverndar, framfærsluaðstoðar, félagsþjónustu og almannatrygginga. Fjallað er um skilgreiningu þarfa, félagsleg vandamál með áherslu á umfjöllun um fátækt og fátæktarrannsóknir. Þá er lögð sérstök áhersla á að kynna starf og hlutverk félagsráðgjafa í félagsþjónustu. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist skilning á samspili ólíkra þátta velferðarkerfa og hvernig þau hafa áhrif á líf og aðstæður skjólstæðinga. Nemendur öðlast færni til að beita heildarsýn við greiningu réttinda.

X

Fjölskyldur og fjölskyldustefna (FRG204G)

Markmið námskeiðsins er að kynna helstu hugtök, kenningar og rannsóknaráherslur í fjölskyldufræðum og fjölskyldufélagsfræði. Fjallað verður um fjölskylduna sem stofnun, þróun hennar, gerð, hlutverk og stöðu í samfélaginu frá sögulegu sjónarhorni. Sérstök áhersla verður lögð á umfjöllun um breytingar á stöðu mæðra, feðra og barna annars vegar og tengsl atvinnu og fjölskyldulífs hins vegar. Þá verða kynntar íslenskar rannsóknir og niðurstöður nýjustu samanburðarrannsókna á sviðinu.

X

Áföll, sorg og sálræn skyndihjálp (FRG205G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist grunnþekkingu á áföllum og áhrifum þeirra á samfélög og einstaklinga. Fjallað verður um skipulag almannavarna og áfallastjórnun og sérstök áhersla lögð á að kynna hlutverk félagsráðgjafa á þeim vettvangi. Þá er rætt um gildi sálræns stuðnings við þolendur áfalla og helstu þætti sálrænnar skyndihjálpar og áfallahjálpar. Einnig verður rætt um skilgreiningar á áföllum, líkamleg og sálræn einkenni þeirra og áfallastreituviðbrögð.

X

Þroski, samskipti og tengsl: Kenningar um lífsskeið og tengslamyndun (FRG212G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist þekkingu á lífsskeiðum, þroska og tengslamyndun. Kenningaþróunin verður skoðuð í ljósi sögu og fræðilegrar framvindu í félagsráðgjöf. Áhersla er lögð á hugmyndafræði og framlag frumkvöðla í félagsráðgjöf ásamt helstu viðfangsefnum sem tengjast faglegri nálgun í störfum félagsráðgjafa. Fjallað er ítarlega um lífsskeiðin og þau þroskaviðföng sem einstaklingar takast á við á hverju lífsskeiði fyrir sig. Sjónum er beint að þroska einstaklingsins út frá heildarsýn og samspils- og tengslakenningum. Einnig er hugað að hugrænum, félagslegum og tilfinningalegum þroska á mismunandi lífsskeiðum. Þá er fjallað um þýðingu mismunandi kenninga um lífskeið og þroskaferli í starfi félagsráðgjafa og hvernig þeir beita þekkingu sinni á þeim í starfi.

X

Sjálfboðastarf: Vettvangsnám (FRG405G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist af eigin raun sjálfboðastarfi hjá félagasamtökum og stofnunum. Nemendur skuldbinda sig til að vinna sjálfboðastörf á sviði félagslegrar velferðar í eitt skólaár. Sjálfboðaverkefni eru valin í samráði og undir handleiðslu kennara. Nemendur sækja  umræðutíma yfir tímabilið þar sem þeir gera grein fyrir reynslu sinni og kynnast reynslu hvers annars.

X

Félagsmálalöggjöf I: Framkvæmd og beiting (FRG314G)

Markmið námskeiðsins er að veita nemendum haldgóða þekkingu og skilning á grundvallaratriðum löggjafarinnar. Þá er lögð áhersla á að nemendur öðlist grundvallarfærni í að greina rétt einstaklinga skjólstæðinga til bóta eða þjónustu á viðkomandi sviðum auk þjálfunar í að beita heildarsýn. Fjallað er um skipulag og upphaf félagsþjónustu sveitarfélaga, almannatrygginga, atvinnu-, húsnæðis og skattamála. Fjallað er um helstu einkenni löggjafar og kynntir sérstaklega þeir þættir sem snerta starfsvettvang félagsráðgjafa. Löggjöfin er skoðuð með tilliti til stefnumörkunar sem hún hefur í pólitísku, efnahagslegu og félagslegu samhengi og áhrif þeirrar stefnumörkunar á starf og hlutverk félagsráðgjafa. Námsefnið er tengt starfsaðferðum félagsráðgjafa. Unnið er með verkefni í dæmatímum og farið í skipulagðar kynnisferðir á helstu stofnanir

X

Skólafélagsráðgjöf (FRG315G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist grundvallarþekkingu á hugmyndafræði og þróun skólafélagsráðgjafar. Fjallað verður um hvernig þekking félagsráðgjafa á þjónustukerfum nýtist í skólakerfinu og faglegri þjónustu þar fyrir einstaklinga og hópa. Athygli er beint að hinu mikilvæga hlutverki skólans sem mótunaraðila í lífi barna og ungmenna. Þá er fjallað um starfshætti og aðferðanálgun skólafélagsráðgjafa í samstarfi við foreldra, kennara og annað fagfólk þar sem hagur skólabarnsins er hafður að leiðarljósi sem forsenda fyrir vellíðan þess og starfshæfni.

X

Réttarfélagsráðgjöf (FRG316G)

Markmið námskeiðsins er að veita þekkingu á því heildarsviði sem réttarfélagsráðgjöf byggir á, fræðilegan grunn og starfsvettvang. Þekkingin nær yfir uppbyggingu og umgjörð sviðsins, hugmyndafræði og þjónustuform, aðferðir og úrræði.

Fjallað er um hlutverk og sérfræðiþekkingu félagsráðgjafa á sviðinu. Þá er fengist við greiningu, málsáætlun og vinnulag í hinum ýmsu málaflokkum sviðsins. Í því sambandi eru kynnt helstu fræðilegu hugtök sem byggt er á ásamt aðferðanálgun og helstu rannsóknum félagsráðgjafar á sviðinu, hvað áhrærir m.a. stimplun, sjúkdómsvæðingu vs samskiptalíkan. Vikið er að vinnulagi og viðtalstækni þegar unnið er með börnum. Áhersla er á sértækar aðferðir eins og sáttameðferð, uppbyggingarstefnu, samninga- og samráðsnálgun.

X

Tölfræði I: Inngangur (FÉL306G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist undirstöðuþekkingu á tölfræði félagsvísinda. Nánar er fjallað um mælingar á miðlægni og dreifingu breyta. Stefnt er að því að nemendur geti gert grein fyrir helstu hugtökum ályktunartölfræði og framkvæmt marktektarpróf. Ennfremur er fjallað um mælingar á tengslum breyta, þ. á m. krosstöflur og einfalda aðhvarfsgreiningu. Þá er stuttlega fjallað um aðferðir til þess að stjórna breytum, s.s. hlutatöflur og hlutfylgni. Auk bóklegrar kennslu læra nemendur að nota tölfræðiforritið SPSS til þess að framkvæma útreikninga.

X

Fjármálameðferð (FRG313G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist þekkingu á helstu kenningum um fjármálavanda og hvernig hægt er að takast á við fjármálavanda á forsendum félagsráðgjafar. Kennt er um samspil sálfélagslegra þátta og áhrif á stjórn einstaklinga á fjármálum í daglegu lífi. Einnig er fjallað um úrræði fyrir einstaklinga sem eiga í fjármálavanda. Nemendur vinna með verkefnabók sem ætluð er skjólstæðingum í fjármálavanda og greina hvernig þeir haga eigin fjármálum.

X

Neyðarsvörun 112 (FRG515G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist grunnþekkingu á neyðarsvörun. Fjallað verður um hlutverk neyðarvarða og þau kerfi sem Neyðarlína notar. Kynntir verða greiningaferlar sem notaðir eru til að greina og forgangsraða verkefnum, svo sem sjúkraflutningum, lögregluverkefnum, slökkviliðsverkefnum o.fl. Nemendur fái kennslu í viðeigandi viðtalstækni og verkferlum svo þeir geti brugðist við mismunandi innhringendum. Fjallað verður um streitu og streituviðbrögð.

Hámarksfjöldi nemenda á hverju misseri er 16. Sæki fleiri en 16 um þátttöku verður valið úr hópi nemenda á grundvelli meðaleinkunnar og reynslu.

X

Nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu (FRG318G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist fræðilega og reynslubundna þekkingu til að leiða nýsköpun og breytingar í velferðarþjónustu.

Viðfangsefni:

  • Velferðartækni: Nýsköpun, þróun og innleiðing í velferðarþjónustu.
  • Nýsköpun í þjónustu, skipulagi og verklagi.
  • Forysta og breytingar: Að leiða breytingar og bregðast við framtíðar áskorunum.
  • Samvinna, hvatning og áhrif í fjölbreytilegu umhverfi.
  • Tækifæri og tómarúm: Markmið, áætlanir, framkvæmd og árangur.
  • Formleg og óformleg áhrif í síkviku starfsumhverfi velferðarþjónustunnar.
  • Opið samráð og samningatækni.

Vinnulag:

Í námskeiðinu er áhersla á fjölþætta nálgun og heildarsýn með:

  • Umræðu og rýni
  • Raundæmi-sögum
  • Athugunum / rannsóknum
  • Samvinnu og hvatningu
  • Endurmati og símati
  • Kynningum og virkni

Námskeiðið er skipulagt sem stað- og fjarnám. Byggt er á fyrirlestrum, áhorfi og hlustun, umræðum, verkefnavinnu út frá raundæmum og vettvangsathugunum í velferðarþjónustu, og vinnu verkefna bæði einstaklinga og hópa.

X

Gagnreynd velferðarstefna og vinnuaðferðir (FRG514G)

Þessi námskeið er góður undirbúningur fyrir skrif BA og MA ritgerða. Í námskeiðinu læra nemendur að nota uppsafnaða þekkingu og gagnreyndar aðferðir við mótun stefnu og þróun vinnuaðferða í velferðarþjónustu sem og við mat á framkvæmd stefna og vinnuaðferða. Nemendur læra að taka stöðu þekkingar (svo sem yfirlit yfir stöðu þekkingar, kerfisbundin og safngreiningar), þekkja annmarka þeirra og draga ályktanir um fýsilegar stefnuáherslur og vinnuaðferðir á grundvelli þeirra. Þá læra nemendur að nota mælingar til að meta árangur af stefnumótun og vinnuaðferðum, bæði helstu almennar mælingar er varða velferðarmál en einnig hvernig eigi að sérsníða árangursmælingar til að meta tilteknar stefnur. 

X

Atvinnuleysi og starfsendurhæfing (FRG306G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist grunnþekkingu á atvinnuleysi og afleiðingum þess á einstaklinga, fjölskyldur og samfélag. Fjallað verður um hugtakið atvinnuleysi, sögu skilgreininga og rannsókna.  Það verður fjallað um afleiðingar atvinnuleysis og nemendur öðlast þekkingu á helstu fyrirliggjandi rannsóknum á þeim.

Markmið námskeiðsins er einnig að veita nemendum grunnþekkingu á starfsendurhæfingu. Áhersla er lögð á samspil einstaklings og faðstæðna hans í víðum skilningi og þær leiðir sem færar eru til að efla starfsgetu fólks og draga úr samfélagslegum hindrunum.

Komið verður inn á viðbrögð og úrræði velferðarkerfisins við einstaklinga sem eru atvinnulausir eða hafa skerta starfsgetu.

Fjallað verður um þær stofnanir sem veita atvinnuleitendum og einstaklingum með skerta starfsgetu þjónustu og fyrirkomulag atvinnuleysistrygginga og örorkulífeyris. Þá öðlast nemendur grundvallarþekkingu á kenningum um virkni (e. activation) og áhrifum þeirra á viðbrögð við atvinnuleysi í Evrópu á undanförnum áratugum.

X

Þverfagleg teymisvinna, forysta og málstjórn (FRG308G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur tileinki sér gagnreyndar aðferðir þverfaglegrar teymisvinnu. Kunni skil á helstu einkennum teyma og geti metið viðeigandi vinnuaðferðir. Nemendur öðlist færni í því að leiða þverfaglega teymisvinnu og geti tekið að sér hlutverk málstjóra. Nemendur séu meðvitaðir um styrkleika sína í samstarfi og hafi tök á að beita ígrundandi vinnubrögðum í teymi.

Námskeiðið tengist Heimsmarkmiði Sameinuðuþjóðanna  nr.9 (nýsköpun og uppbygging).

Nemendur læra um grunnhugmyndir teymisvinnu og þverfaglegs samstarfs. Fjallað verður um gagnreyndar vinnuaðferðir og hvernig þær tengjast samtíma kenningum og rannsóknum.  Fjallað verður persónulegan og faglegan þroska fagmannsins og hvernig þeir þættir snerta hæfni og árangur fagmanns í teymisvinnu. 

Lögð er áhersla á virka þátttöku nemenda.

X

Félagsráðgjöf á heilbrigðissviði (FRG412G)

Markmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í kenningar og aðferðafræðilega nálgun félagsráðgjafar á heilbrigðissviði.  Fjallað verður um hlutverk félagsráðgjafans á mismunandi sviðum heilbrigðiskerfisins.  Einnig verður fjallað um hvernig aðferðafræði félagsráðgjafarinnar nýtist til að sporna við sjúkdómsvæðingu og gera almenning og skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins meðvitaða um rétt sinn til þjónustu og stuðla að því að þjónustan nýtist sem best. Námskeiðið byggir meðal annars á kynningum á tilfellum (case) þar sem farið er yfir starf félagsráðgjafa á heilbrigðissviði þar sem félagsráðgjafar af vettvangi koma og kynna sitt sérsvið. Námsmatið byggir á virkri þátttöku í tímum þar sem það mun nýtast í verkefnavinnu.

X

Tölfræði II: Gagnagreining (FÉL416G)

Markmið námskeiðsins eru þrjú. Í fyrsta lagi að nemendur geti útskýrt mikilvægi þess að vinna með gæði mælinga, geti beitt grunnaðferðum til að auka gæði mælinga og lagt mat á gæði og úrvinnslu megindlegra gagna. Í öðru lagi að nemendur kunni skil á tölfræðiaðferðum til þess að vinna úr mörgum breytum samtímis. Sérstaklega verður fjallað um þáttagreiningu (e. factor analysis), atriðagreiningu (e. reliability analysis) og fjölbreytu-aðhvarfsgreiningu (e. multiple regression analysis). Í þriðja lagi að nemendur fái reynslu af því að beita fyrrgreindum aðferðum við úrvinnslu spurningalistagagna. Tölfræðiforritið Jamovi er notað við úrvinnslu gagna en það er leyfilegt að nota annað forrit eins og SPSS eða R.

X

Öldrun og málefni eldri borgara (FRG401G)

Fjallað verður um kenningar um öldrun, lífsskeiðaþróun og breytingaferli fullorðinsára frá félagslegu, líkamlegu og tilfinningalegu sjónarhorni. Einnig verður fjallað um löggjöf, stefnumörkun og hugmyndafræði í uppbyggingu þjónustu eldri borgara. Áhersla er lögð á starfshlutverk félagsráðgjafans og aðferðir við ráðgjöf, stjórnun, fræðslu og forvarnarstarf. Í lok námskeiðs er ætlast til að nemendur hafi tileinkað sér þekkingu á málefnum eldri borgara og geti nýtt hana í starfi með öldruðum og fjölskyldum þeirra.

X

Félagsmálalöggjöf II: Um málsmeðferð og réttindi skjólstæðinga (FRG406G)

Markmið námskeiðsins er að veita undirstöðuþekkingu á tiltekinni löggjöf og þeim þáttum sem snerta sérstaklega starfsvettvang félagsráðgjafa. Áhersla er lögð á málsmeðferð og réttindi skjólstæðinga, m.a. gegnum kynningu og umfjöllun á stjórnsýslulögum. Fjallað er um mannréttindi og alþjóðasamninga auk samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Lögð er áhersla á að skoða löggjöfina frá sjónarhorni félagsráðgjafar og áhrif hennar á starf og starfsumhverfi.

Starf stofnanna er kynnt í skipulögðum kynnisferðum.

X

Ofbeldi og vanræksla í fjölskyldum (FRG408G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist fræðilega þekkingu á fyrirbærunum ofbeldi og vanrækslu í fjölskyldum.  Fjallað verður um ofbeldi og vanrækslu í fjölskyldum út frá sögulegu sjónarhorni í félags- og heilbrigðisvísindum og rannsóknir á sviðinu. Ennfremur verður fjallað um hin ýmsu afbrigði ofbeldis í fjölskyldum, til dæmis ofbeldi gagnvart börnum, systkinaofbeldi og ofbeldi í parasamböndum. Einnig verður farið í ofbeldi gagnvart fötluðum og öldruðum. Farið verður ítarlega yfir skilgreiningar og mismunandi birtingarmyndir þessara fyrirbæra og helstu afleiðingar fyrir þolendur.  Jafnframt verður fjallað um vinnuferli sem tengist löggjöf þessa málaflokks, ásamt helstu úrræðum.  

X

Mentor í Spretti (GKY001M)

Í námskeiðinu felast verkefni nemenda í  að vera mentor fyrir þátttakendur á framhalds- og háskólastigi í verkefninu „Sprettur”. Mentorar sinna því mikilvæga starfi að styðja og hvetja ungmenni í námi og félagslífi. Hlutverk mentora er að skapa uppbyggjandi samband við þátttakendur, vera jákvæð fyrirmynd og taka þátt í sameiginlegum viðburðum skipulögðum í Spretti. Mentorhlutverkið snýst um tengslamyndun og samveru sem felur í sér skuldbindingu gagnvart ungmennunum sem mentor styður.  

Sprettur er verkefni sem styður við nemendur með innflytjenda- eða flóttamannabakgrunn sem koma úr fjölskyldum þar sem fáir eða engir hafa háskólamenntun.  Nemendur í námskeiðinu eru mentorar þátttakenda og eru þeir tengdir saman með hliðsjón af sameiginlegu áhugasviði. Hver mentor ber ábyrgð á að styðja tvo þátttakendur. Mentorar skipuleggja samveru og verja þremur klukkustundum á mánuði (frá ágúst fram í maí) með þátttakendum í Spretti, þremur klukkustundum í mánuði í heimavinnuhópi og mæta í fimm málstofur sem dreifast yfir skólaárið. Nemendur skila dagbókarfærslum á Canvas í nóvember og mars. Dagbókarfærslur byggjast á lesefni og hugleiðingum nemenda um mentorstarfið. Námskeiðið er kennt á íslensku og ensku.  

 Nemendur sækja um þátttöku á námskeiðinu. Sjá rafrænt umsóknareyðublað.  Umsækjendur fara í viðtal og eru 15-30 nemendur valdir til þátttöku.   

Frekari upplýsingar um verkefnið „Sprettur” má nálgast hér: www.hi.is/sprettur 

X

Sjálfboðastarf: Vettvangsnám (FRG405G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist af eigin raun sjálfboðastarfi hjá félagasamtökum og stofnunum. Nemendur skuldbinda sig til að vinna sjálfboðastörf á sviði félagslegrar velferðar í eitt skólaár. Sjálfboðaverkefni eru valin í samráði og undir handleiðslu kennara. Nemendur sækja  umræðutíma yfir tímabilið þar sem þeir gera grein fyrir reynslu sinni og kynnast reynslu hvers annars.

X

Samfélagsvinna og notendasamráð (FRG504G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur geti leitt samfélagsvinnu, unnið í teymi og beitt samtíma hugmyndum um notendasamráð og borgaralega þátttöku.  Hugmyndafræðilegur grunnur samfélagsvinnu og notendasamráðs eru kynntar svo og helstu stefnur og kenningar. Þá er fjallað um ýmsar tegundir samfélagsvinnu og hvernig hægt er að meta þátttöku notenda/íbúa með það að leiðarljósi að auka virkni og aðkomu notenda/íbúa að samfélagsverkefnum. Lögð er áhersla á kynningu á hagnýtum verkefnum á þessu sviði og tengdrar hugmyndafræði.

Námskeiðið tengist Heimsmarkmiðum Sameinuðuþjóðanna nr. 1 (engin fátækt) nr. 4 (menntun fyrir alla), nr.9 (nýsköpun og uppbygging) og nr. 10 (aukin jöfnuður).

X

Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðum (FRG508G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist þekkingu á fræðilegum grunni og aðferðum eigindlegra rannsókna í félagsráðgjöf. Nemendur kynnast sögu, þróun og rannsóknaraðferðum eigindlegrar aðferðafræði. Fjallað er um rannsóknaraðferðir s.s. viðtöl, þátttökuathuganir, rýnihópa og greiningaraðferðir. Lögð er áhersla á að nemendur fái tækifæri til að beita þessum aðferðum við gagnasöfnun, greiningu ganga og skrif á rannsóknarniðurstöðum.

X

Fjölmenningarfélagsráðgjöf (FRG501G)

Markmið námskeiðsins er að undirbúa nemendur til starfa í fjölmenningarsamfélagi. Nemendur öðlast þekkingu á kenningum og vinnuaðferðum í fjölmenningarlegri félagsráðgjöf og yfirsýn yfir málefni innflytjenda, flóttafólks, hælisleitenda og mansalsfórnarlamba. Fjallað verður um áhrif fjölmenningarsamfélags á starf félagsráðgjafa, áhrif búferlaflutninga á einstaklinga og fjölskyldur, stefnumótun ríkis og sveitarfélaga, réttindi og skyldur innflytjenda, gagnkvæma aðlögun, þjónustuúrræði og innlenda löggjöf. 

X

Fötlun og samfélag (FRG509G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist fræðilega þekkingu og skilning á fötlun og málefnum fatlaðs fólks í nútímasamfélagi. Áhersla er lögð á starfshlutverk félagsráðgjafa við ráðgjöf og vinnu með fötluðu fólki. Fjallað verður um helstu hugtök og kenningar sem snúa að fötlun, þróun réttinda fatlaðs fólks ásamt áherslum í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá verður fjallað um réttindi fatlaðs fólks til þjónustu og þátttöku á Íslandi. Fjallað verður um skipan og verklag í þjónustu við fatlað fólk og helstu stofnanir og úrræði.   

X

BA ritgerð í félagsráðgjöf (FRG261L)

Námi í félagsráðgjöf er lokið með fræðilegri 12 eininga BA ritgerð undir handleiðslu fastráðins kennara við Félagsráðgjafardeild og í ákveðnum tilvikum meðleiðbeinanda.

Markmið með BA ritgerð er að gefa nemanda tækifæri til að sýna fram á hæfni til sjálfstæðra fræðilegra vinnubragða. Efni ritgerðar skal skýrt afmarkað og markmið hennar þurfa að vera raunhæf. Mikilvægt er að BA ritgerð feli í sér nýsköpun þekkingar á sviði félagsráðgjafar. Ritun BA ritgerðar skal stuðla að þjálfun í að beita gagnrýnni hugsun, að móta rannsóknarspurningu/spurningar, að velja viðeigandi rannsóknaraðferð/aðferðir, gagna- og/eða heimildaöflun, greiningu á kenningum og fræðilegri þekkingu.

X

Fjármálameðferð (FRG313G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist þekkingu á helstu kenningum um fjármálavanda og hvernig hægt er að takast á við fjármálavanda á forsendum félagsráðgjafar. Kennt er um samspil sálfélagslegra þátta og áhrif á stjórn einstaklinga á fjármálum í daglegu lífi. Einnig er fjallað um úrræði fyrir einstaklinga sem eiga í fjármálavanda. Nemendur vinna með verkefnabók sem ætluð er skjólstæðingum í fjármálavanda og greina hvernig þeir haga eigin fjármálum.

X

Neyðarsvörun 112 (FRG515G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist grunnþekkingu á neyðarsvörun. Fjallað verður um hlutverk neyðarvarða og þau kerfi sem Neyðarlína notar. Kynntir verða greiningaferlar sem notaðir eru til að greina og forgangsraða verkefnum, svo sem sjúkraflutningum, lögregluverkefnum, slökkviliðsverkefnum o.fl. Nemendur fái kennslu í viðeigandi viðtalstækni og verkferlum svo þeir geti brugðist við mismunandi innhringendum. Fjallað verður um streitu og streituviðbrögð.

Hámarksfjöldi nemenda á hverju misseri er 16. Sæki fleiri en 16 um þátttöku verður valið úr hópi nemenda á grundvelli meðaleinkunnar og reynslu.

X

Nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu (FRG318G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist fræðilega og reynslubundna þekkingu til að leiða nýsköpun og breytingar í velferðarþjónustu.

Viðfangsefni:

  • Velferðartækni: Nýsköpun, þróun og innleiðing í velferðarþjónustu.
  • Nýsköpun í þjónustu, skipulagi og verklagi.
  • Forysta og breytingar: Að leiða breytingar og bregðast við framtíðar áskorunum.
  • Samvinna, hvatning og áhrif í fjölbreytilegu umhverfi.
  • Tækifæri og tómarúm: Markmið, áætlanir, framkvæmd og árangur.
  • Formleg og óformleg áhrif í síkviku starfsumhverfi velferðarþjónustunnar.
  • Opið samráð og samningatækni.

Vinnulag:

Í námskeiðinu er áhersla á fjölþætta nálgun og heildarsýn með:

  • Umræðu og rýni
  • Raundæmi-sögum
  • Athugunum / rannsóknum
  • Samvinnu og hvatningu
  • Endurmati og símati
  • Kynningum og virkni

Námskeiðið er skipulagt sem stað- og fjarnám. Byggt er á fyrirlestrum, áhorfi og hlustun, umræðum, verkefnavinnu út frá raundæmum og vettvangsathugunum í velferðarþjónustu, og vinnu verkefna bæði einstaklinga og hópa.

X

Gagnreynd velferðarstefna og vinnuaðferðir (FRG514G)

Þessi námskeið er góður undirbúningur fyrir skrif BA og MA ritgerða. Í námskeiðinu læra nemendur að nota uppsafnaða þekkingu og gagnreyndar aðferðir við mótun stefnu og þróun vinnuaðferða í velferðarþjónustu sem og við mat á framkvæmd stefna og vinnuaðferða. Nemendur læra að taka stöðu þekkingar (svo sem yfirlit yfir stöðu þekkingar, kerfisbundin og safngreiningar), þekkja annmarka þeirra og draga ályktanir um fýsilegar stefnuáherslur og vinnuaðferðir á grundvelli þeirra. Þá læra nemendur að nota mælingar til að meta árangur af stefnumótun og vinnuaðferðum, bæði helstu almennar mælingar er varða velferðarmál en einnig hvernig eigi að sérsníða árangursmælingar til að meta tilteknar stefnur. 

X

Atvinnuleysi og starfsendurhæfing (FRG306G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist grunnþekkingu á atvinnuleysi og afleiðingum þess á einstaklinga, fjölskyldur og samfélag. Fjallað verður um hugtakið atvinnuleysi, sögu skilgreininga og rannsókna.  Það verður fjallað um afleiðingar atvinnuleysis og nemendur öðlast þekkingu á helstu fyrirliggjandi rannsóknum á þeim.

Markmið námskeiðsins er einnig að veita nemendum grunnþekkingu á starfsendurhæfingu. Áhersla er lögð á samspil einstaklings og faðstæðna hans í víðum skilningi og þær leiðir sem færar eru til að efla starfsgetu fólks og draga úr samfélagslegum hindrunum.

Komið verður inn á viðbrögð og úrræði velferðarkerfisins við einstaklinga sem eru atvinnulausir eða hafa skerta starfsgetu.

Fjallað verður um þær stofnanir sem veita atvinnuleitendum og einstaklingum með skerta starfsgetu þjónustu og fyrirkomulag atvinnuleysistrygginga og örorkulífeyris. Þá öðlast nemendur grundvallarþekkingu á kenningum um virkni (e. activation) og áhrifum þeirra á viðbrögð við atvinnuleysi í Evrópu á undanförnum áratugum.

X

Þverfagleg teymisvinna, forysta og málstjórn (FRG308G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur tileinki sér gagnreyndar aðferðir þverfaglegrar teymisvinnu. Kunni skil á helstu einkennum teyma og geti metið viðeigandi vinnuaðferðir. Nemendur öðlist færni í því að leiða þverfaglega teymisvinnu og geti tekið að sér hlutverk málstjóra. Nemendur séu meðvitaðir um styrkleika sína í samstarfi og hafi tök á að beita ígrundandi vinnubrögðum í teymi.

Námskeiðið tengist Heimsmarkmiði Sameinuðuþjóðanna  nr.9 (nýsköpun og uppbygging).

Nemendur læra um grunnhugmyndir teymisvinnu og þverfaglegs samstarfs. Fjallað verður um gagnreyndar vinnuaðferðir og hvernig þær tengjast samtíma kenningum og rannsóknum.  Fjallað verður persónulegan og faglegan þroska fagmannsins og hvernig þeir þættir snerta hæfni og árangur fagmanns í teymisvinnu. 

Lögð er áhersla á virka þátttöku nemenda.

X

Stjórnun (FRG603G)

Markmið námskeiðsins er að veita nemendum grundvallarþekkingu á stjórnun stofnanna. Fjallað er um helstu kenningar um skipulagsheildir (organizational theories) og hegðun innan skipulagsheilda (organizational behaviour). Áhersla er lögð á að nemendur öðlist skilning og þekkingu á helstu stjórnunaraðferðum. Efnið verður sérstaklega tengt félagsráðgjafanum sem stjórnanda.

X

Félagsmálalöggjöf III: Barnavernd, fjölskyldu- og erfðaréttur (FRG605G)

Markmið námskeiðsins er að veita grundvallarþekkingu á löggjöf er varðar barna-, fjölskyldu- og erfðarétt. Kynntir eru þættir löggjafar á þessu svið sem snerta starfsvettvang félagsráðgjafa og þau skoðuð í félagslegu samhengi. Gerð er grein fyrir málsmeðferð barnaverndarmála, starfsaðferðum félagsráðgjafa í barnavernd og þeim ramma er barnaverndarlög setja. Farið verður í heimsóknir á nokkrar stofnanir.

Í lok námskeiðsins er gert ráð fyrir að nemendur þekki grundvallaratriði á þeim þáttum hjúskaparréttar, barnaréttar og erfðaréttar sem snúa að störfum félagsráðgjafa. Þá eiga nemendur að geta greint helstu flokka vanrækslu og ofbeldis gegn börnum svo og þekkja aðferðir sem hægt er að nota til að aðstoða börn og fjölskyldur í vanda. Jafnframt eiga nemendur að hafa haldgóða þekkingu á uppbyggingu barnaverndarkerfisins.

X

BA ritgerð í félagsráðgjöf (FRG261L)

Námi í félagsráðgjöf er lokið með fræðilegri 12 eininga BA ritgerð undir handleiðslu fastráðins kennara við Félagsráðgjafardeild og í ákveðnum tilvikum meðleiðbeinanda.

Markmið með BA ritgerð er að gefa nemanda tækifæri til að sýna fram á hæfni til sjálfstæðra fræðilegra vinnubragða. Efni ritgerðar skal skýrt afmarkað og markmið hennar þurfa að vera raunhæf. Mikilvægt er að BA ritgerð feli í sér nýsköpun þekkingar á sviði félagsráðgjafar. Ritun BA ritgerðar skal stuðla að þjálfun í að beita gagnrýnni hugsun, að móta rannsóknarspurningu/spurningar, að velja viðeigandi rannsóknaraðferð/aðferðir, gagna- og/eða heimildaöflun, greiningu á kenningum og fræðilegri þekkingu.

X

Áfengis- og vímuefnanotkun: Samspil áhættuþátta og áföll (FRG617G)

Áhersla er á að nemandi tileinki sér kenningar um  áfengis- og vímuefnamál sem og skilgreiningar á helstu tegundum ofbeldis og áfalla. Megin áhersla er lögð á samspil þessa tveggja þátta þ.e. tengsl milli áfengis- og vímuefnaneyslu og ofbeldis sem leitt getur til áfalla. Fjallað er um íhlutun sem er  nálgun sem  byggir á vinnu með sjáanleg einkenni, svo sem hegðun, framkomu og frammistöðu einstaklings sem er að nota áfengi og/eða önnur vímuefni og skoðuð tengsl við ofbeldi. Áhersla er lögð á samtalstækni, sem tæki til að ná sem bestri samvinnu við einstaklinginn sem og starfshlutverk félagsráðgjafa við fræðslu, ráðgjöf og forvarnarstarf.

X

Sjálfbærni, umhverfisvernd og félagsráðgjöf (FRG510G)

Námskeiðið er valnámskeið, einkum ætlað nemendum á síðari stigum BA náms. Nemendur hittast í málstofum og ræða undir handleiðslu hugtök, kenningar og rannsóknir á sviði félagsráðgjafar um sjálfbærni og umhverfisvernd. Einnig verður lögð áhersla á að nemendur kynni sér umhverfisstefnu hérlendis og alþjóðlegar skuldbindingar Íslands á sviði umhverfismála. Tilgangur námskeiðisins er að nemendur kortleggi stöðu þekkingar og leggi sjálfstætt mat á hvort þörf er fyrir námskeið á sviði umhverfisfélagsráðgjafar (eco-scoial work). Nemendur vinna matsskýrslur og tillögur í hópum.

X

Félagsráðgjöf margbreytileikans og gagnrýnin sjónarhorn: Kyn og hinseginleiki (FRG068G)

Markmið námskeiðsins er að veita nemendum þekkingu og skilning á félagsráðgjöf með áherslu á sjónarhorn um kyn, kyngervi, kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni og kyntjáningu og samspili þessara einkenna við mismununarbreytur. Slík félagsráðgjöf hefur að stefnu að vinna að jafnrétti kynjanna og gegn staðalímyndum. Fjallað er um sögu og þróun gagnrýnna sjónarhorna í félagsráðgjöf, ekki síst femínísks sjónarhorns þar sem helstu kenningar og hugtök verða til umfjöllunar. Einnig er fjallað um önnur grunnhugtök sem lögð eru til grundvallar í starfi og alþjóðlegum siðareglum félagsráðgjafa. Þar má nefna  samtvinnun, læsi á margbreytileika, mannréttindi og hlutverk félagsráðgjafa sem málsvara og aðgerðasinna með jaðarsettum hópum. Í námskeiðinu er fjallað um mismunandi stöðu ólíkra einstaklinga og hópa  í samhengi við samfélagslegar hugmyndir um kyn, kyngervi, kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni og kyntjáningu og hvernig þær geta birst í starfi og stofnunum samfélagsins og haft áhrif á þjónustu.

X

Mentor í Spretti (GKY001M)

Í námskeiðinu felast verkefni nemenda í  að vera mentor fyrir þátttakendur á framhalds- og háskólastigi í verkefninu „Sprettur”. Mentorar sinna því mikilvæga starfi að styðja og hvetja ungmenni í námi og félagslífi. Hlutverk mentora er að skapa uppbyggjandi samband við þátttakendur, vera jákvæð fyrirmynd og taka þátt í sameiginlegum viðburðum skipulögðum í Spretti. Mentorhlutverkið snýst um tengslamyndun og samveru sem felur í sér skuldbindingu gagnvart ungmennunum sem mentor styður.  

Sprettur er verkefni sem styður við nemendur með innflytjenda- eða flóttamannabakgrunn sem koma úr fjölskyldum þar sem fáir eða engir hafa háskólamenntun.  Nemendur í námskeiðinu eru mentorar þátttakenda og eru þeir tengdir saman með hliðsjón af sameiginlegu áhugasviði. Hver mentor ber ábyrgð á að styðja tvo þátttakendur. Mentorar skipuleggja samveru og verja þremur klukkustundum á mánuði (frá ágúst fram í maí) með þátttakendum í Spretti, þremur klukkustundum í mánuði í heimavinnuhópi og mæta í fimm málstofur sem dreifast yfir skólaárið. Nemendur skila dagbókarfærslum á Canvas í nóvember og mars. Dagbókarfærslur byggjast á lesefni og hugleiðingum nemenda um mentorstarfið. Námskeiðið er kennt á íslensku og ensku.  

 Nemendur sækja um þátttöku á námskeiðinu. Sjá rafrænt umsóknareyðublað.  Umsækjendur fara í viðtal og eru 15-30 nemendur valdir til þátttöku.   

Frekari upplýsingar um verkefnið „Sprettur” má nálgast hér: www.hi.is/sprettur 

X

Verkefni í félagsráðgjöf (FRG616G, FRG616G)

Ritgerð sem nemendur vinna undir handleiðslu fastra kennara í félagsráðgjöf um efni að eigin vali. Nemendur þurfa að fá efni samþykkt af kennara í upphafi misseris.

X

Verkefni í félagsráðgjöf (FRG616G, FRG616G)

Ritgerð sem nemendur vinna undir handleiðslu fastra kennara í félagsráðgjöf um efni að eigin vali. Nemendur þurfa að fá efni samþykkt af kennara í upphafi misseris.

X

Hagræn stjórnmálafræði (STJ109G)

Viðfangsefni námskeiðsins er að kynna fyrir nemendum hagrænar aðferðir í stjórnmálafræði og helstu kenningar fræðasviðsins. Byrjað er á að fjalla um skynsemiskenningar og markaðsmódelið en því næst eru skoðaðar helstu tegundir markaðsbresta og megin stjórntæki í opinberri stefnumótun. Í síðari hluta námskeiðsins er fjallað um pólitísk viðfangsefni og efni tengt opinberri stjórnsýslu, þar á meðal stjórnvaldsbresti, kosningar, samkeppni stjórnmálaflokka og fulltrúalýðræði.

X

Félagssálfræði (FÉL109G)

Í námskeiðinu verður í upphafi fjallað um kenningarlegar forsendur félagsfræði og sálfræði og tengingu þeirra í félagssálfræði. Hópamyndun og samskipti innan hópa eru lykilþættir í umfjölluninni. Sérstök áhersla er á aðferðafræði félagssálfræðinnar s.s. þátttökuathuganir og tilraunir. Þá verður fjallað um hagnýta þætti félagssálfræðinnar t.d. í tengslum við afbrot, atvinnulíf og mannauðsstjórnum. Nemendur vinna verkefni á grundvelli rannsóknatexta sem hefur að markmiði aukinn skilning á samspili kenninga, aðferða og hagnýtingar. Það verkefni er helmingur námsmats, skriflegt próf hinn helmingurinn.

Að námskeiði loknu eiga nemendur að þekkja grunnhugtök í félagssálfræði og geta beitt þeim á samtímaviðfangsefni

X

Almenn félagsfræði (FÉL102G)

Fjallað er um hið félagsfræðilega sjónarhorn; helstu kenningar og beitingu þeirra á viðfangsefni í fortíð og samtíma. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist yfirsýn um þekkingu helstu viðfangsefnum félagsfræðinnar. Áhersla er lögð á að tengja saman kenningar og niðurstöður rannsókna. Auk umfjöllunar um klassískar kenningar, nútímavæðingu og um miðlæg hugtök á borð við félagsgerð (social structure) og menningu (culture), kynnast nemendur rannsóknum á veigamiklum viðfangsefnum, t.d. lagskiptingu, fjöldahreyfingum, skipulagsheildum, hnattvæðingu, frávikum og sjúkdómum, kynjafræði, börnum og unglingum, innflytjendamálum og lífshlaupinu.

X

Afbrotafræði (FÉL309G)

Í námskeiðinu verður afbrotafræðin og helstu viðfangsefni hennar kynnt. Í grófum dráttum skiptist námskeiðið í tvennt. Í fyrri hlutanum verður farið í helstu kenningar og rannsóknir til að varpa ljósi á eðli afbrota og samfélagslegra viðbragða við þeim. Í þessu skyni verður klassísk og pósitívísk afbrotafræði skoðuð. Sérstök áhersla verður lögð á ýmsar félagsfræðilegar kenningar og rannsóknir á afbrotum, s.s. framlag formgerðarhyggju, samskiptaskólans og átakakenninga. Í síðari hluta námskeiðsins verða fjórar tegundir afbrota teknar fyrir (ofbeldisglæpir, kynferðisbrot, fíkniefnabrot og viðskiptaglæpir) og þær metnar í ljósi kenninga úr fyrri hluta og opinberrar stefnumörkunar í þessum málaflokkum.

X

Inngangur að stjórnmálafræði: Íslenska stjórnkerfið (STJ101G)

Fjallað er í víðu samhengi um helstu viðfangsefni stjórnmálafræðinnar, eins og vald, lýðræði, ríkið og stjórnmálastefnur. Lögð er sérstök áhersla á að tengja umfjöllun námskeiðsins við íslensk stjórnmál og stjórnmálaþróun. Fjallað er meðal annars um þróun íslenskrar stjórnskipunar, kosningar, stjórnmálaflokka, þingið, framkvæmdarvaldið, opinbera stefnumótun og sveitarstjórnir.

X

Opinber stjórnsýsla (STJ453G)

Námskeiðið er grunnnámskeið í opinberri stjórnsýslu. Markmið námskeiðs er að veita nemendum fræðilega og hagnýta innsýn í opinbera stjórnsýslu og skipulag og starfsemi hins opinbera.  Fjallað er um eftirfarandi

  1. Helstu hugtök í opinberri stjórnsýslu og sérstöðu starfsumhverfis hins opinbera.
  2. Skipulag og stjórntæki ríkis og sveitarfélaga.
  3. Embættis- og starfsmannakerfi hins opinbera og helstu reglur um vinnubrögð þeirra svo sem stjórnsýslu- og upplýsingalög.
  4. Siðferði og spillingu innan hins opinbera.
  5. Jafnréttismál sem viðfangsefni í opinberri stjórnsýslu
  6. Einkenni fjármálastjórnunar ríkis og sveitarfélaga og fjárlagagerð.
  7. Helstu kenningar um stjórnun og forystu skipulagsheilda og umbætur í opinberum rekstri.
X

Frávik, félagslegt taumhald og jaðarsetning (FÉL262G)

Í námskeiðinu er fjallað um frávik (deviance), félagslegt taumhald (social control) og jaðar­setningu (marginalization) frá félagsfræðilegu sjónarhorni. Farið er yfir helstu kenningar um einstaklingsbundna hvata og félagslegan þrýsting sem leiða til frávika og kenningar um hvernig samfélög skilgreina frávik og stimpla (label) tiltekna einstaklinga sem frávika (deviants). Áhersla er lögð á valdatengsl og valdabaráttu í ákvörðun frávika eftir kyni, aldri, stéttarstöðu og annarri félagslegri lagskiptingu og átök milli menningarheima. Jafnframt er fjallað ítarlega um baráttu mismunandi félagslegra stofnana um eignarhald á tilteknum frávikum í aldanna rás með áherslu á sjúkdómsvæðingu frávika. Loks er fjallað um normalíseringu tiltekinna einkenna, við­horfa og hegðunar sem áður voru álitin félagsleg frávik. Tekin eru tiltekin dæmi um frávik svo sem vímuefnaneyslu, kynhegðun og sjálfsskaða, sem og samfélagsleg viðbrögð við tiltekn­um hugmyndum og líkamlegum einkennum sem félagslegum frávikum. Í námskeiðinu fá nemendur tækifæri til að velta þessum viðfangsefnum fyrir sér í stærri og minni hópum og kafa dýpra í tiltekið viðfangsefni að eigin vali.

X

Heilsa og samfélag (Heilsufélagsfræði) (FÉL440G)

Í námskeiðinu verða gagnrýndar hefðbundnar skilgreiningar á heilbrigði og sjúkdómum í félagsfræðilegu ljósi. Raktar verða kenningar um sjúkdóma sem frávik (deviance) og kenningar um hlutverk sjúklingsins (sick-role). Skoðuð verður félagsleg dreifing helstu heilbrigðisvandamála samtímans og rætt um ólíkar skýringar á þessari dreifingu. Athuguð verður notkun heilbrigðisþjónustu og gerður samanburður á ólíkum skýringum á misræmi heilsufars og notkunar þjónustu. Rætt verður um lækna og hjúkrunarfólk sem starfshópa með ólík einkenni atvinnumennsku (professionalism) og átök í heilbrigðiskerfinu skoðuð í því ljósi. Loks verður lagt sögulegt mat á árangur af heilbrigðisþjónustu í ljósi kenninga um samband heilbrigðisþjónustu og heilsufars.

X

Geðheilsufélagsfræði (FÉL439G)

Raktar eru félagslegar skýringar á geðrænum vandamálum og þeim beitt til að útskýra samsetningu og útbreiðslu geðrænna vandamála meðal aldurshópa, kynja, hjúskaparhópa og stétta. Fjallað er um aðstæður geðsjúkra og samskipti þeirra við fjölskyldumeðlimi og geðheilbrigðisstéttir. Munur á notkun geðheilbrigðisþjónustu milli kynja, hjúskaparhópa og stétta er rakinn og skýrður. Loks er greint frá skipan og árangri geðheilbrigðisþjónustunnar.

X

Kyn, fjölmenning og margbreytileiki (KYN201G)

Fjallað um helstu viðfangsefni margbreytileika- og kynjafræða í ljósi gagnrýnnar fjölmenningarhyggju og margbreytileika nútímasamfélaga. Áhersla er á hvernig viðfangsefnin tengjast íslenskum veruleika og stjórnmálum.

Skoðað er hvernig félagslegar áhrifabreytur á borð við kyn, kynhneigð, þjóðernisuppruna, trúarskoðanir, fötlun, aldur og stétt eiga þátt í að skapa einstaklingum mismunandi lífsskilyrði og möguleika.

Kynnt verða helstu hugtök kynja- og margbreytileikafræða svo sem kyngervi, eðlishyggja og mótunarhyggja og skoðað hvernig félagslegar áhrifabreytur eru ávallt samtvinnaðar í lífi fólks. Áhersla er á hvernig málefni kyns, fjölmenningar og margbreytileika tengjast íslenskum veruleika og stjórnmálum. 

X

Hinseginlíf og hinseginbarátta (KYN415G)

Barátta hinsegin fólks síðastliðna áratugi hefur skilað margvíslegum ávinningi og réttindum. Enn er þó langt í jafnrétti á þessu sviði og samfélagið er í meginatriðum sniðið að hinum gagnkynhneigðu sískynja meginstraumi.

Í námskeiðinu er ljósi varpað á sögu hinsegin fólks, samfélagslega stöðu, reynsluheim, baráttumál og menningu.

Námskeiðið er inngangsnámskeið sem varpar ljósi á sögu hinseginfólks (sam-, tvíkynhneigðra, pansexual, transfólks og fleiri) á Íslandi, reynsluheim þeirra, baráttumál og menningu. Sagan er sett í alþjóðlegt samhengi og gerð er grein fyrir helstu vörðum í mannréttinda¬baráttunni, réttarstöðu og löggjöf. Fjallað er um mikilvæga þætti félagsmótunar¬innar, svo sem sköpun sjálfsmyndar og þróun sýnileika, samband við upprunafjölskyldu og leit að eigin fjölskyldugerð. Rætt er um muninn á samkynhneigðum fræðum og hinsegin fræðum, og kynntar eru kenningar um mótun kynferðis, kyngerva (sex og gender) og kyngervisusla (gender trouble). Vikið er að samræðu hinseginfólks við stofnanir samfélagsins og fjallað um líðan þeirra og lífsgæði. Fjallað er um þátt kynhneigðar í mótun menningar og ýmsar menningargreinar eru teknar sem dæmi um það hvernig veruleiki hinseginfólks birtist í listum og menningu. 

X

Ævintýri, forysta og ígrundun: Undir berum himni (TÓS004M)

Kynningarvefur námskeiðsins

Áhersla er lögð á þverfaglega nálgun, samvinnu nemenda og kennara af ólíkum fræðasviðum. Vettvangur námsins er náttúra Íslands. Unnið með þrjú viðfangsefni þ.e. ígrundun, útilíf og sjálfbærni með áherslu á persónulegan- og faglega þroska þátttakenda.

Á námskeiðinu verður fjallað um tengsl manns og náttúru og ígrundun eigin upplifana. Kenndir verða og þjálfaðir þættir sem nauðsynlegt er að kunna skil á þegar ferðast er gangandi um óbyggðir. Fjallað verður um hugmyndafræði útilífs (friluftsliv) og hún sett í samhengi við samtímann.

Skipulag verður:
Undirbúningsdagur 16. maí 2025 kl 17:00-18:30

Sameiginlegar dagsferðir verða 25. maí og 1. júní 2025 frá klukkan 10:00-17:00 

Ferðalag námskeiðsins verður 13. – 15. júní 2025 (föstudagur kl. 9 til sunnudags kl. 18). Farið verður út úr bænum, gist í tjöldum og ferðast gangandi um náttúru Íslands.

Ferðakostnaður er 13.000 kr. Auk þess greiða nemendur kostnað vegna fæðis.
Skyldumæting er í alla þætti námskeiðsins.

Námsmat

Til að ljúka námskeiðinu þarf hver nemandi að gera eftirfarandi:
1. Taka virkan þátt í öllu námskeiðinu (undirbúningsdagur, ferðalag og vinnusmiðja).
2. Lesa námsefni og setja það í samhengi.
3. Fyrir brottför að hafa valið eina bók af þremur og lesið.
4. Skilað 500-600 orða ígrundun um eina bók (nemendur velja sér eina af þremur bókum) sem valin er og lesin fyrir brottför.
5. Halda leiðarbók, bæði með hópnum og einnig til að þjálfa sig í að beita rýni eða ígrundandi námsaðferðum. Hópleiðarbókinni er skilað sem námsgagni en einstaklingsbókinni skila nemendur ekki í heild sinni til kennara, heldur nota sem undirstöðu í „Greinandi úttekt á reynslunni“
6. Skila verkefni sem byggir á ígrundandi leiðarbók (reflective journal). Umfang þess er 4-6 síður (2500-3500 orð), fylgja APA reglum varðandi uppsetningu og vísun í heimildir. Sérstakur kafli þarf að vera þar sem fjallað er um fræðilega undirstöðu ígrundandi námsaðferða.
7. Í ágúst hittist hópurinn aftur og skoðar reynsluna í samhengi við eigin útivist um sumarið og fræðilegt samhengi námskeiðsins.
Námsmat er lokið/ólokið. Ekki er hægt að ljúka hluta námskeiðsins.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Einar Aron Fjalarsson
Silja Rún Reynisdóttir
Thelma Þorbergsdóttir
Félagsráðgjöf - BA nám

Nám í félagsráðgjöf er bæði fjölbreytt og skemmtilegt og ekki skemmir fyrir að fjölbreytileg atvinnutækifæri bíða manns að námi loknu. Í náminu hef ég vaxið og þroskast sem einstaklingur og í átt að fagmennsku.

Einar Aron Fjalarsson
Félagsráðgjöf - BA nám

Ég valdi félagsráðgjöf því ég hef mikinn áhuga á að vinna náið með fólki. Atvinnumöguleikarnir eru endalausir, mjög fjölbreyttir og engin hætta á að tæknin taki yfir starfið mitt. Námið er fjölbreytt, tekur á mörgu og er almennt góður grunnur fyrir í lífið. 

Silja Rún Reynisdóttir
Forvarnarfulltrúi hjá lögreglunni

Nám í félagsráðgjöf veitti mér góðan undirbúning fyrir frekara nám. Í náminu var meðal annars lögð áhersla á mannleg samskipti, áfengis- og vímuefnamál, áföll og félagsleg vandamál sem nýst hefur mér vel í núverandi starfi sem lögreglumaður.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Félagsráðgjafardeild á samfélagsmiðlum

 Facebook

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.