Guðfræði
Guðfræði
BA gráða – 180 einingar
Löngum var litið á Guðfræðideildina sem prestaskóla fyrst og fremst. Á síðari árum hefur námið við deildina orðið æ fjölbreyttara. Hinar hefðbundnu greinar guðfræðinnar gegna enn sem fyrr stærstu hlutverki en nýjar áherslur hafa hins vegar komið inn í þessar greinar, til dæmis með tilkomu kvennaguðfræði, áherslu á áhrifasögu Biblíunnar og menningarfræði og þá ekki síst rannsóknum á trúarlegum stefjum í kvikmyndum.
Skipulag náms
- Haust
- Inngangur að Gamla testamentinu
- Inngangur að sögu kristni
- Inngangur að trúfræði
- Vor
- Inngangur að guðfræðilegri siðfræði
- Frumkristni: Samtíðar- og bókmenntasaga
- Hebreska
Inngangur að Gamla testamentinu (GFR104G)
Fjallað verður um tilurðar- og bókmenntasögu Gamla testamentisins og þá mynd af stjórnmálasögu og trúarsögu „Ísraels“ sem þar er sett fram. Jafnframt verður fjallað um niðurstöður nýjustu ritskýringar-, sagnfræði- og fornleifarannsókna á stjórnmála- og trúarsögu landsvæðisins fyrir botni Miðjarðarhafs frá lokum bronsaldar og á 1. árþúsundi f. Kr. og þær niðurstöður bornar saman við söguskilning Gamla testamentisins. M.ö.o. verður annars vegar leitast við að varpa ljósi á „Ísrael“ Biblíunnar og hins vegar „Ísrael“ sögunnar (í sagnfræðilegum skilningi). Hugað verður að ólíkum hugmyndahefðum sem varðveittar eru í mismunandi bókmenntahefðum Gamla testamentisins og þessar hugmyndahefðir settar í almennt samhengi menningar og trúar þjóðanna fyrir botni Miðjarðarhafs til forna. Einnig verður hugað að þróun guðsmyndarinnar í konungsríkjunum Ísrael og Júda á grundvelli rannsókna á félagssögulegu samhengi átrúnaðar í G.t.
Til grundvallar liggur nálgun og umfjöllun kennslubókar námskeiðsins, Introduction to the Bible eftir Christine Hayes, prófessor í trúarbragðafræðum við Yale-háskóla.
Inngangur að sögu kristni (GFR117G)
Viðfangsefni námskeiðsins er saga kristni frá upphafi til okkar daga. Í námskeiðinu, sem er inngangs- og yfirlitsnámskeið, verður fjallað um megineinkenni á helstu tímabilum í sögu trúarbragðanna á grundvelli nýjustu rannsókna. Það verður gert í tímaröð, þ.e. yfirferðin mun hefjast í frumkristni en ljúka í nútímanum. Einnig verður fjallað sérstaklega um valin stef sem verða tekin reglulega fyrir í námskeiðinu í ólíku sögulegu og menningarlegu samhengi. Þessi stef eru 1) rétttrúnaður og trúvilla, 2) kristni og ofbeldi, 3) afhelgun og 4) klausturhreyfingar. Þó megináhersla liggi á útbreiðslu trúarbragðanna í Evrópu verður hún þó einnig skoðuð með hnattræna dreifingu þeirra í huga. Kynntar verða mikilvægustu kenningar og aðferðir í trúarbragðasögu með sérstakri áherslu á kristni.
Inngangur að trúfræði (GFR204G)
Markmið þessa námskeiðs er að gefa sögulegan ramma, þar sem farið er yfir helstu atriði kenningasögunnar frá upphafi og fram á okkar daga. Sérstök áhersla verður lögð á játningamyndun og mótun og einkenni helstu kirkjudeilda.
Inngangur að guðfræðilegri siðfræði (GFR201G)
Í námskeiðinu er fjallað um siðfræði af sjónarhóli guðfræði og heimspeki. Áhersla liggur á helstu vestrænum siðfræðikenningum og hugtökum. Sérstök áhersla er lögð á siðfræði Biblíunnar og kristna siðfræði í sögu og samtíð.
Frumkristni: Samtíðar- og bókmenntasaga (GFR211G)
Í þessu námskeiði verður fjallað um upphaf frumkristni sem og sögulegan og hugmyndafræðilegan bakgrunn hennar. Áhersla verður lögð á rætur frumkristni í síðgyðingdómi og saga og þróun síðgyðingdómsins rakin í því sambandi. Einnig verða hugmyndafræðilegar rætur frumkristni í hinum helleníska menningarheimi skoðaðar. Fjallað verður um frumkristnar bókmenntir þar sem áhersla verður lögð á sagnfræðilega nálgun efnisins. Gefin verður innsýn í einstök rit Nýja testamentisins sem og önnur frumkristin rit, einkum í ljósi sögulegs samhengis þeirra og annarra samtímabókmennta. Einnig verður fjallað almennt um eðli og form rita af þessu tagi. Þannig verður lagður faglegur grunnur að lestri og rannsóknum á frumkristnum textum.
Hebreska (GFR326G)
Biblíuhebreska fyrir byrjendur. Í námskeiðinu er farið yfir grundvallaratriði biblíuhebresku, þ.e.a.s. tungumálsins sem flest rit Gamla testamentisins / Hebresku ritninganna eru rituð á (u.þ.b. frá 10. – 3. aldar f. Kr.): réttritun og hljóðfræði, orðmyndunarfræði og setningarfræði í þeim tilgangi að gera nemendum kleift að lesa og skilja hinn hebreska texta G.t. með hjálp viðeigandi hjálpargagna, málfræðirita og orðabóka. Grundvallarþekking á biblíuhebresku eykur skilning á textum Gamla testamentisins og er nauðsynleg forsenda sjálfstæðra rannsókna (ritskýringar) á þeim.
- Haust
- Gríska Nýja testamentisins
- Nýja testamentið í nútímasamfélagi: Áhrif, nálgun og notagildiB
- Kóraninn: Helgirit ÍslamBE
- KirkjudeildafræðiB
- Litúrgísk söngfræði og messugjörð 1B
- Eðli og hlutverk kristinnar kirkju og tengsl hennar við önnur trúarbrögðB
- Vor
- Hebreska
- Gríska II og ritskýring Nt: Markús og Jóhannes
- SálgæslufræðiB
- Ritskýring G.t. SpámannaritinB
- Saga kristni og stjórnmálB
- Guðfræði Marteins LúthersB
Gríska Nýja testamentisins (GFR212G)
Meginmarkmið þessa námskeiðs er að veita nemendum grunn til að lesa og túlka texta Nýja testamentisins á sjálfstæðan hátt. Farið verður yfir meginatriði málfræðilegrar uppbyggingar forngrísku og textadæmi úr Nýja testamentinu og öðrum frumkristnum textum lesin í því sambandi. Lögð verður áhersla á hagnýtingu grískukunnáttunnar innan guðfræði og trúarbragðafræði.
Nýja testamentið í nútímasamfélagi: Áhrif, nálgun og notagildi (GFR331G)
Hvaða samfélagslegu áhrif hefur Nýja testamentið í dag? Eru áhrifin góð eða slæm? Hvernig ber að nálgast trúarlega texta eins og rit Nýja testamentisins sem byggja á fornu og allt öðru þekkingarmengi en nútímasamfélög? Hvaða notagildi geta slíkir textar haft í dag og hvaða notagildi ættu þeir að hafa? Í námskeiðinu fást nemendur við þessar almennu kjarnaspurningar út frá ýmsum textum Nýja testamentisins og álitamálum þeim tengdum. Áhersla er lögð á félagslega þætti og mannréttindamál þar sem biblíutextar hafa leynt eða ljóst komið við sögu. Enn fremur er lögð áhersla á að ræða ýmsar birtingarmyndir bókstafshyggju í túlkunum á Nýja testamentinu og leita svara akademískrar nálgunar við þeim. Jafnframt vinna nemendur með spurninguna um gildi og notagildi Nýja testamentisins í samfélaginu í dag, hvort heldur sem er fyrir einstaklinga eða á faglegum vettvangi, s.s. á sviði félagsmála eða sálgæslu.
Kóraninn: Helgirit Íslam (TRÚ302G)
Kóraninn, helgirit Islam, er einn mikilvægasti texti mannkynssögunnar. Múslimar trúa að Kóraninn inniheldur bókstafleg orð Guðs og þess vegna myndar þessi bók grundvöllinn að helstu trúarhugmyndum Íslam. Á sama tíma er deilt um að hversu miklu leyti eigi að heimfæra og innleiða trúarhugmyndir þess í nútímasamfélög. Í þessu námskeiði verða saga og helstu guðfræðileg, lagaleg og pólitísk atriði Kóransins skoðuð. Fjallað verður um uppbyggingu og sögu Kóransins og svo verða eftirfarandi stef tekin fyrir: sjálfsmynd Kóransins, sköpun veraldar og dómsdagur, hugmyndir um réttlæti, viðhorf til annarra trúarbragða (sér í lagi Kristni og gyðingdóm), staða kvenna, safmélagskipan, og hvort/hvenær/hvernig eigi að heyja stríð
Kirkjudeildafræði (GFR116G)
Hvað er kirkjudeildafræði og hvernig er greint milli kirkju, kirkjudeildar og safnaðar? Í hverju felst samkirkjulegt starf? Hvert er framlag heimskristni (e. World Christianity) og boðunarfræði til rannsóknar á kirkjudeildunum? Hver er saga kirkjudeildanna og hvernig kvíslast þær og greinast í ólíkar áttir? Hvað eiga þær sameiginlegt? Í námskeiðinu er fjallað um kennisetningar, skipulag, álitamál og starfshætti helstu kristinna kirkjudeilda og hreyfinga í heiminum. Gerð er grein fyrir starfsemi kirkjudeilda hér á landi og þróun íslenskrar lagasetningar um trúfélög. Unnið er með tengsl heimskristni, samkirkjuhreyfinga og boðunarstarfs innan og milli kirkjudeilda.
Litúrgísk söngfræði og messugjörð 1 (GFR053G)
Messuhefð lútherskrar kirkju er ritúal sem byggir á fornri helgisiða- og tónlistarhefð, en er um leið nýskapandi og tekur mið af stund og stað. Hver messa byggir á flóknu samspili helgisiða, kirkjutónlistar, díakoníu og prédikunar. Þar koma saman fagmenn og sjálfboðaliðar í ólíkum hlutverkum sem taka á sig ólík forystuhlutverk í margþættu samstarfi. Námskeiðið er verklegt og leggur áherslu á tvo þætti, sönglegan þátt og verkefnastjórnun messunnar. Í sönglega þættinum er áhersla lögð á samsöng, raddþjálfun, og raddbeitingu við litúrgískan söng og sálmasöng, auk þess sem menningararfur sálmanna er kynntur. Í verkefnastjórnunarþættinum eru nemendur æfðir í langtímaskipulagi og hópastarfi við messugjörð, æfa framsögn og skipuleggja útvarpsmessu. Námskeiðið er hluti af bundnu vali í starfsnámi nemenda sem hyggja á vígða þjónustu í þjóðkirkjunni en getur einnig nýst sem valnámskeið fyrir aðra háskólanema sem vilja öðlast dýpri skilning á messugjörð og litúrgískum söng, t.d. nemendur í kirkjutónlist og söng.
Ath: Ekki er hægt að taka þetta valnámskeið í staðinn fyrir skyldunámskeiðið GFR076F Helgisiða- og sálmafræði.
Eðli og hlutverk kristinnar kirkju og tengsl hennar við önnur trúarbrögð (GFR332G)
Meginmarkmið þessa námskeiðs er að nemendur öðlist þekkingu og skilning á kenningum kristinnar trúarhefðar um kirkjuna, eðli hennar og hlutverk. Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á þjónustu kirkjunnar og sakramenti, sem og á lútherskan kirkjuskilning og samkirkjulegt samhengi kristinnar kirkju. Þá verður afstaða kirkjunnar til annarra trúarbragða skoðuð, sem og fræðin um hina síðustu tíma.
Hebreska (GFR326G)
Biblíuhebreska fyrir byrjendur. Í námskeiðinu er farið yfir grundvallaratriði biblíuhebresku, þ.e.a.s. tungumálsins sem flest rit Gamla testamentisins / Hebresku ritninganna eru rituð á (u.þ.b. frá 10. – 3. aldar f. Kr.): réttritun og hljóðfræði, orðmyndunarfræði og setningarfræði í þeim tilgangi að gera nemendum kleift að lesa og skilja hinn hebreska texta G.t. með hjálp viðeigandi hjálpargagna, málfræðirita og orðabóka. Grundvallarþekking á biblíuhebresku eykur skilning á textum Gamla testamentisins og er nauðsynleg forsenda sjálfstæðra rannsókna (ritskýringar) á þeim.
Gríska II og ritskýring Nt: Markús og Jóhannes (GFR413G)
Í þessu námskeiði verður byggt á kunnáttu nemenda í forngrísku og færni þeirra aukin til að lesa texta Nýja testamentisins á grísku. Lesnir verða valdir kaflar úr Markúsarguðspjalli og Jóhannesarguðspjalli á grísku, með stuðningi frá málfræðiritum, orðabókum og öðrum hjálpargögnum. Lesturinn felur jafnframt í sér vísi að ritskýringu á textum Nýja testamentisins.
Sálgæslufræði (GFR324M)
Námskeiðið er aðallega sniðið að þörfum þeirra sem hyggja á vígða þjónustu í þjóðkirkjunni, en getur einnig nýst öðrum fagstéttum sem nýta sér aðferðir og þekkingu sálgæslu, t.d. félagsráðgjöfum og hjúkrunarfræðingum.
Hlutverk, verkfæri og aðferðir sálgæslu eru kynnt á þessu námskeiði og rætt hvernig þeim er beitt í helgisiðum og samtölum, sáttavinnu og hópastarfi. Gerð er grein fyrir gildi þverfaglegrar samvinnu í sálgæslu og hvernig sálgæslufræðin kallast á við kenningar og starfshætti í trúarlífssálarfræði og öðrum greinum. Kenningum um sorg og missi, öldrun, einmanaleika, áfallaþrengingar og þrengingar til þroska er beitt á raunhæfar aðstæður. Félagslegt samhengi sálgæslu, t.d. fjölmenningarsamhengi og kynbundnu samhengi er metið. Hópurinn fer í vettvangsferðir. Áhersla er lögð á virkni nemenda í eigin námi, t.d. gegnum hlutverkaleiki og tilviksathuganir.
Ritskýring G.t. Spámannaritin (GFR415G)
Í námskeiðinu verða valin spámannarit Gamla testamentisins lesin og krufin á sagnfræðilegum, bókmenntafræði- og málvísindalegum og guðfræðilegum forsendum. Leitast verður við að svara spurningum um tilurðarsögu ritanna, byggingu þeirra og boðskap einstakra textahluta á tímabili tilurðar sinnar, sem og boðskap lokagerðar ritanna í sögulegu samhengi frumgyðingdóms. Valdir textar verða lesnir á frummálinu hebresku og verður þannig byggt ofan á þá grunnþekkingu sem nemendur hafa öðlast í námskeiðinu Hebreska GFR326G
Saga kristni og stjórnmál (GFR414G)
Í námskeiðinu verður fengist við tengsl kristni og stjórnmála í tímans rás. Samband kristni og stjórnmála er sá þáttur í sögu trúarbragðanna sem hefur haft einna mest áhrif á þróun þeirra. Þó megináhersla námskeiðsins liggi á kristni í Evrópu verður leitast við að taka dæmi til skoðunar og samanburðar frá öðrum heimshlutum og úr öðrum trúarbrögðum. Einkum verður unnið með frumheimildir frá Norður Evrópu en einnig annars staðar frá. Í námskeiðinu verður fjallað um tengsl kristni og stjórnmála í 1) frumkristni, 2) síðfornöld 3) á miðöldum 4) á siðbreytingatímanum 5) í nútímanum. Sérstaka athygli fá þær kristnu trúarhugmyndir sem hefur verið beitt hvað mest á sviði stjórnmálanna. Í umfjöllun námskeiðsins verða kynntar kenningar um samband trúarbragða og stjórnmála á sviði trúarbragðasögu, guðfræði, heimspeki, félagsfræði og stjórnmálafræði.
Guðfræði Marteins Lúthers (GFR216G)
Í þessu námskeiði verður lögð áhersla á að kynna helstu atriði í guðfræði Marteins Lúthers og þær ástæður sem lágu til grundvallar siðbót hans. Lesin verða valin rit eftir Lúther og þau sett í sögulegt samhengi. Þannig verður samtvinnuð fræðileg umfjöllun um lykilatriði í guðfræði Lúthers og siðbótarsögu hans.
Lesefni:
Gunnar Kristjánsson. Marteinn Lúther. Svipmyndir úr siðbótarsögu (2014).
Lull, Timothy F. og William R. Russell ritstj. Martin Luther’s Basic Theological Writings. Third Edition (2012).
Ítarefni:
Bainton, Roland H. Marteinn Lúther (1984).
Lull, Timothy R. og Derek R. Nelson. Resilient Reformer: The Life and Thought of Martin Luther (2015).
- Haust
- Nýja testamentið í nútímasamfélagi: Áhrif, nálgun og notagildiB
- Kóraninn: Helgirit ÍslamBE
- KirkjudeildafræðiB
- Litúrgísk söngfræði og messugjörð 1B
- Eðli og hlutverk kristinnar kirkju og tengsl hennar við önnur trúarbrögðB
- Vor
- Gríska II og ritskýring Nt: Markús og Jóhannes
- BA ritgerð í guðfræði
- SálgæslufræðiB
- Ritskýring G.t. SpámannaritinB
- Saga kristni og stjórnmálB
- Guðfræði Marteins LúthersB
Nýja testamentið í nútímasamfélagi: Áhrif, nálgun og notagildi (GFR331G)
Hvaða samfélagslegu áhrif hefur Nýja testamentið í dag? Eru áhrifin góð eða slæm? Hvernig ber að nálgast trúarlega texta eins og rit Nýja testamentisins sem byggja á fornu og allt öðru þekkingarmengi en nútímasamfélög? Hvaða notagildi geta slíkir textar haft í dag og hvaða notagildi ættu þeir að hafa? Í námskeiðinu fást nemendur við þessar almennu kjarnaspurningar út frá ýmsum textum Nýja testamentisins og álitamálum þeim tengdum. Áhersla er lögð á félagslega þætti og mannréttindamál þar sem biblíutextar hafa leynt eða ljóst komið við sögu. Enn fremur er lögð áhersla á að ræða ýmsar birtingarmyndir bókstafshyggju í túlkunum á Nýja testamentinu og leita svara akademískrar nálgunar við þeim. Jafnframt vinna nemendur með spurninguna um gildi og notagildi Nýja testamentisins í samfélaginu í dag, hvort heldur sem er fyrir einstaklinga eða á faglegum vettvangi, s.s. á sviði félagsmála eða sálgæslu.
Kóraninn: Helgirit Íslam (TRÚ302G)
Kóraninn, helgirit Islam, er einn mikilvægasti texti mannkynssögunnar. Múslimar trúa að Kóraninn inniheldur bókstafleg orð Guðs og þess vegna myndar þessi bók grundvöllinn að helstu trúarhugmyndum Íslam. Á sama tíma er deilt um að hversu miklu leyti eigi að heimfæra og innleiða trúarhugmyndir þess í nútímasamfélög. Í þessu námskeiði verða saga og helstu guðfræðileg, lagaleg og pólitísk atriði Kóransins skoðuð. Fjallað verður um uppbyggingu og sögu Kóransins og svo verða eftirfarandi stef tekin fyrir: sjálfsmynd Kóransins, sköpun veraldar og dómsdagur, hugmyndir um réttlæti, viðhorf til annarra trúarbragða (sér í lagi Kristni og gyðingdóm), staða kvenna, safmélagskipan, og hvort/hvenær/hvernig eigi að heyja stríð
Kirkjudeildafræði (GFR116G)
Hvað er kirkjudeildafræði og hvernig er greint milli kirkju, kirkjudeildar og safnaðar? Í hverju felst samkirkjulegt starf? Hvert er framlag heimskristni (e. World Christianity) og boðunarfræði til rannsóknar á kirkjudeildunum? Hver er saga kirkjudeildanna og hvernig kvíslast þær og greinast í ólíkar áttir? Hvað eiga þær sameiginlegt? Í námskeiðinu er fjallað um kennisetningar, skipulag, álitamál og starfshætti helstu kristinna kirkjudeilda og hreyfinga í heiminum. Gerð er grein fyrir starfsemi kirkjudeilda hér á landi og þróun íslenskrar lagasetningar um trúfélög. Unnið er með tengsl heimskristni, samkirkjuhreyfinga og boðunarstarfs innan og milli kirkjudeilda.
Litúrgísk söngfræði og messugjörð 1 (GFR053G)
Messuhefð lútherskrar kirkju er ritúal sem byggir á fornri helgisiða- og tónlistarhefð, en er um leið nýskapandi og tekur mið af stund og stað. Hver messa byggir á flóknu samspili helgisiða, kirkjutónlistar, díakoníu og prédikunar. Þar koma saman fagmenn og sjálfboðaliðar í ólíkum hlutverkum sem taka á sig ólík forystuhlutverk í margþættu samstarfi. Námskeiðið er verklegt og leggur áherslu á tvo þætti, sönglegan þátt og verkefnastjórnun messunnar. Í sönglega þættinum er áhersla lögð á samsöng, raddþjálfun, og raddbeitingu við litúrgískan söng og sálmasöng, auk þess sem menningararfur sálmanna er kynntur. Í verkefnastjórnunarþættinum eru nemendur æfðir í langtímaskipulagi og hópastarfi við messugjörð, æfa framsögn og skipuleggja útvarpsmessu. Námskeiðið er hluti af bundnu vali í starfsnámi nemenda sem hyggja á vígða þjónustu í þjóðkirkjunni en getur einnig nýst sem valnámskeið fyrir aðra háskólanema sem vilja öðlast dýpri skilning á messugjörð og litúrgískum söng, t.d. nemendur í kirkjutónlist og söng.
Ath: Ekki er hægt að taka þetta valnámskeið í staðinn fyrir skyldunámskeiðið GFR076F Helgisiða- og sálmafræði.
Eðli og hlutverk kristinnar kirkju og tengsl hennar við önnur trúarbrögð (GFR332G)
Meginmarkmið þessa námskeiðs er að nemendur öðlist þekkingu og skilning á kenningum kristinnar trúarhefðar um kirkjuna, eðli hennar og hlutverk. Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á þjónustu kirkjunnar og sakramenti, sem og á lútherskan kirkjuskilning og samkirkjulegt samhengi kristinnar kirkju. Þá verður afstaða kirkjunnar til annarra trúarbragða skoðuð, sem og fræðin um hina síðustu tíma.
Gríska II og ritskýring Nt: Markús og Jóhannes (GFR413G)
Í þessu námskeiði verður byggt á kunnáttu nemenda í forngrísku og færni þeirra aukin til að lesa texta Nýja testamentisins á grísku. Lesnir verða valdir kaflar úr Markúsarguðspjalli og Jóhannesarguðspjalli á grísku, með stuðningi frá málfræðiritum, orðabókum og öðrum hjálpargögnum. Lesturinn felur jafnframt í sér vísi að ritskýringu á textum Nýja testamentisins.
BA ritgerð í guðfræði (GFR26AL)
.
Lokaritgerð til 10 eininga skal vera um 8.000-10.000 orð. BA ritgerð í guðfræði er einkum ætlað að þjálfa nemendur í að rannsaka valið guðfræðilegt viðfangsefni eða verk guðfræðings og að setja niðurstöður sínar fram í rituðu máli með fræðilega viðurkenndum hætti á þessu stigi háskólanáms. Nemandi skrifar ritgerðina í samráði við einn leiðbeinanda úr hópi fastra kennara í guðfræði. Nánari upplýsingar er að finna í reglum fyrir ritgerðir á Hugvísindasviði (UGLA - Reglur fyrir ritgerðir/verkefni (hi.is).
Sálgæslufræði (GFR324M)
Námskeiðið er aðallega sniðið að þörfum þeirra sem hyggja á vígða þjónustu í þjóðkirkjunni, en getur einnig nýst öðrum fagstéttum sem nýta sér aðferðir og þekkingu sálgæslu, t.d. félagsráðgjöfum og hjúkrunarfræðingum.
Hlutverk, verkfæri og aðferðir sálgæslu eru kynnt á þessu námskeiði og rætt hvernig þeim er beitt í helgisiðum og samtölum, sáttavinnu og hópastarfi. Gerð er grein fyrir gildi þverfaglegrar samvinnu í sálgæslu og hvernig sálgæslufræðin kallast á við kenningar og starfshætti í trúarlífssálarfræði og öðrum greinum. Kenningum um sorg og missi, öldrun, einmanaleika, áfallaþrengingar og þrengingar til þroska er beitt á raunhæfar aðstæður. Félagslegt samhengi sálgæslu, t.d. fjölmenningarsamhengi og kynbundnu samhengi er metið. Hópurinn fer í vettvangsferðir. Áhersla er lögð á virkni nemenda í eigin námi, t.d. gegnum hlutverkaleiki og tilviksathuganir.
Ritskýring G.t. Spámannaritin (GFR415G)
Í námskeiðinu verða valin spámannarit Gamla testamentisins lesin og krufin á sagnfræðilegum, bókmenntafræði- og málvísindalegum og guðfræðilegum forsendum. Leitast verður við að svara spurningum um tilurðarsögu ritanna, byggingu þeirra og boðskap einstakra textahluta á tímabili tilurðar sinnar, sem og boðskap lokagerðar ritanna í sögulegu samhengi frumgyðingdóms. Valdir textar verða lesnir á frummálinu hebresku og verður þannig byggt ofan á þá grunnþekkingu sem nemendur hafa öðlast í námskeiðinu Hebreska GFR326G
Saga kristni og stjórnmál (GFR414G)
Í námskeiðinu verður fengist við tengsl kristni og stjórnmála í tímans rás. Samband kristni og stjórnmála er sá þáttur í sögu trúarbragðanna sem hefur haft einna mest áhrif á þróun þeirra. Þó megináhersla námskeiðsins liggi á kristni í Evrópu verður leitast við að taka dæmi til skoðunar og samanburðar frá öðrum heimshlutum og úr öðrum trúarbrögðum. Einkum verður unnið með frumheimildir frá Norður Evrópu en einnig annars staðar frá. Í námskeiðinu verður fjallað um tengsl kristni og stjórnmála í 1) frumkristni, 2) síðfornöld 3) á miðöldum 4) á siðbreytingatímanum 5) í nútímanum. Sérstaka athygli fá þær kristnu trúarhugmyndir sem hefur verið beitt hvað mest á sviði stjórnmálanna. Í umfjöllun námskeiðsins verða kynntar kenningar um samband trúarbragða og stjórnmála á sviði trúarbragðasögu, guðfræði, heimspeki, félagsfræði og stjórnmálafræði.
Guðfræði Marteins Lúthers (GFR216G)
Í þessu námskeiði verður lögð áhersla á að kynna helstu atriði í guðfræði Marteins Lúthers og þær ástæður sem lágu til grundvallar siðbót hans. Lesin verða valin rit eftir Lúther og þau sett í sögulegt samhengi. Þannig verður samtvinnuð fræðileg umfjöllun um lykilatriði í guðfræði Lúthers og siðbótarsögu hans.
Lesefni:
Gunnar Kristjánsson. Marteinn Lúther. Svipmyndir úr siðbótarsögu (2014).
Lull, Timothy F. og William R. Russell ritstj. Martin Luther’s Basic Theological Writings. Third Edition (2012).
Ítarefni:
Bainton, Roland H. Marteinn Lúther (1984).
Lull, Timothy R. og Derek R. Nelson. Resilient Reformer: The Life and Thought of Martin Luther (2015).
- Haust
- Miðaldakirkjur og list þeirra sem spegill á samfélagiðV
- Átakasvæði í heiminum – áskoranir fjölmenningarV
- Vor
- Trúarbragðafræðsla og margbreytileikiVE
- Trúarbrögð og lífsgildi í fjölmenningarsamfélagiVE
- Efnisveruleiki og líkamleiki í kristinni menninguV
- Lífsskoðanir og menntunV
Miðaldakirkjur og list þeirra sem spegill á samfélagið (SAG355G)
Hvað er vitað um íslenskar miðaldakirkjur og á hverju byggist sú vitneskja? Hvaða máli skiptu þessar kirkjur í samtíma sínum? Á Íslandi eru engar varðveittar miðaldakirkjur en samt er ýmislegt um þær vitað. Kirkjugrunnar hafa verið grafnir upp og rýnt hefur verið í ritheimildir til að átta sig á hvernig þessar kirkjur hafa litið út. Mikið af listmunum úr innra rými kirkna hefur aftur á móti varðveist. Námskeiðið miðar að því að kynna það sem vitað er um íslenskar miðaldakirkjur og um leið samfélagið sem byggði þær og notaði. Hverjir byggðu hvað og hvers vegna? Farið er yfir helstu flokka kirkna í stærðar- og tignarröð: Dómkirkjur, klausturkirkjur/kirkjur á stærri stöðum, aðrar kirkjur. Ytra form kirknanna verður kynnt ásamt heimildaefninu sem þessi þekking byggir á og endurnýting byggingartimburs fram eftir öldum.
Átakasvæði í heiminum – áskoranir fjölmenningar (SFG001G)
Meginviðfangsefni námskeiðsins eru átök og átakasvæði í heiminum einkum með hliðsjón af tækifærum og áskorunum sem slík viðfangsefni gefa í kennslu. Þátttakendur kynnast hugmyndum og sjónarmiðum tengdum átökum og tengja við landfræðilegar aðstæður, sögu, menningu og trúarbrögð. Unnið verður með valin tvö til þrjú átakasvæði. Til greina koma Írland og írska lýðveldið, Ísrael og Palestína, Mexíkó, Myanmar, Nígería og Tyrkland, auk átaka sem erfitt er að afmarka landfræðilega. Val á viðfangsefnum verður í samráði við þátttakendur og eftir atvikum verða þau tengd við íslenska sögu og aðstæður.
Verkefni námskeiðisins snúa að æfingum í upplýsingaleit, framsetningu sögulegra og landfræðilegra upplýsinga og í að útskýra flókna eða viðkvæma þætti efnisins.
Lokapróf gildir 40%, en verkefni og hlutapróf 60%. Í námskeiðinu er 80% mætingaskylda í kennslustundir.
Sjá nánari upplýsingar á Canvas-vef námskeiðsins.
Trúarbragðafræðsla og margbreytileiki (SFG003G)
Viðfangsefni: Á námskeiðinu er fengist við trúarbrögð og trúarbragðafræðslu í fjölmenningarlegu samfélagi. Fjallað verður um trúarþörf og trúarreynslu mannsins, tilvistarspurningar og leit eftir tilgangi og merkingu. Kynnt verða helstu greiningarhugtök, kenningar og rannsóknir á sviði trúarbragðafræði og trúaruppeldisfræði. Rætt verður um gildi trúarbragða fyrir einstaklinga og samfélög og áhrif þeirra á mótun sjálfsmyndar, gildismats og lífsskilnings. Þá verða helstu trúarbrögð heims skoðuð, þ.e. gyðingdómur, kristni, islam, hindúasiður og búddatrú, auk nokkurra annarra trúarbragða. Einnig verður fjallað um trúlaus og trúarlega hlutlaus lífsviðhorf. Þá verður vikið að stöðu trúarbragða og trúarhreyfinga á tímum fjölmenningar og margbreytileika og rætt um fjölhyggju og samskipti einstaklinga og hópa með ólíkan menningarlegan og trúarlegan bakgrunn, umburðarlyndi og fordóma.
Vinnulag: Námskeiðið byggist á stuttum fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu.
Trúarbrögð og lífsgildi í fjölmenningarsamfélagi (KME003M)
Námskeiðið miðar að því að nemendur dýpki þekkingu sína á stöðu og áhrifum trúarbragða í fjölmenningarsamfélagi. Fjallað verður um ýmsar kenningar er snerta trúarþörf og trúarreynslu mannsins, trúarlega sjálfsmynd og valda þætti nokkurra helstu trúarbragða heims. Einnig siði og venjur tengdar trúariðkun, einkum er haft geta áhrif á skólastarf. Þá verður fjallað um trúarbrögð og siðfræði, sameiginleg gildi ólíkra trúarbragða, stöðu trúarbragða, menningarleg og trúarleg átök sem eiga sér stað í dag og fordóma og misskilning tengdan trúarbrögðum. Nemendur velja sér trúarbrögð sem þeir dýpka þekkingu sína á, einkum með tilliti til þess að þau endurspegli vaxandi menningarlegan og trúarlegan fjölbreytileika hér á landi og vinna jafnframt vettvangstengd verkefni.
Vinnulag
Fyrirlestrar, samræður, mat og beiting fræða á tiltekin viðfangsefni, samstarf í hópum. Verkefni, m.a. vettvangstengt rannsóknarverkefni, og kynning í málstofum.
Efnisveruleiki og líkamleiki í kristinni menningu (FOR604M)
Í þessu námskeiði verða heimsmyndir miðalda og árnýaldar skoðaðar frá sjónarhorni efnismenningar, þ. á m. kirkjugripa, klæða, skarts og handrita, með áherslu á líkama og skynjun. Nemendur verða kynntir fyrir nýjum straumum og stefnum innan kennilegrar fornleifafræði eins og líkamleika og efnisveruleika, sér í lagi (en ekki einungis) í sambandi við trúarlega upplifun. Sjónum verður einkum beint að íslenskri efnismenningu frá 1100–1700 en einnig verða skoðuð dæmi víðar úr Evrópu. Meðal viðfangsefna eru:
- Fornleifafræði og líkaminn
- Saga skynfæranna
- Efnisveruleiki helgigripa
- Galdrar og lækningar
- Fornleifafræði tilfinninga
- Helgir dómar – verslun með líkamshluta
- Siðaskiptin og myndbrot
- Handrit og líkamleiki
Lífsskoðanir og menntun (SFG201G)
Viðfangsefni: Markmiðið er að þátttakendur verði meðvitaðir um ýmsa þætti sem hafa áhrif á lífsskoðun fólks og verði betur í stakk búnir að kenna samfélagsgreinar. Þrjú sjónarhorn verða til umfjöllunar. Fyrst hið persónulega og einstaklingsbundna, svo hið almenna, samfélagslega og formgerða. Síðan verða ræddir tengifletir hins persónulega og hins almenna við alþjóðlegar samþykktir eins og heimsmarkmið SÞ. Í lokin verður spurt hvernig ofangreind viðfangsefni birtast í uppbyggingu og inntaki skólastarfs, t.d. með hliðsjón af aðalnámskrá.
Í námskeiðsinu verður unnið með meginþætti lífsskoðana sem birtast meðal annars í spurningum um siðferði, trú, samfélagssýn og stjórnarfar, fjölskyldur og persónulegt nærumhverfi fólks, og hvernig réttindi og skyldur móta framtíðarsýn einstaklinga.
Vinnulag: Námskeiðinu er að mestu skipt í tveggja vikna lotur þar sem fengist er við eitt þema í hverri lotu. Fyrirlestrar verða á neti og lesefni verður aðgengilegt á Canvas í skjölum eða á nettenglum. Lokapróf gildir 40%, en verkefni og hlutapróf 60%. Námskeiðið er kennt í vikulegum kennslustundum. Fjarnemum er skylt að mæta í tiltekna tíma samkvæmt kennsluáætlun, enda hafa þeir þar ákveðið hlutverk sem ekki verður sinnt nema með þátttöku í tíma.
Hafðu samband
Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2
Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.isSkrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.
Fylgstu með Hugvísindasviði:
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.