Skip to main content

Danska

Danska

Hugvísindasvið

Danska

BA gráða – 180 einingar

Í BA-námi í dönsku er lögð áhersla á að nemendur nái hratt og örugglega tökum á dönsku máli í ræðu og riti og öðlist þekkingu á dönsku samfélagi, menningu og bókmenntum.

Skipulag náms

X

Mál og menning á umbrotatímum (MOM101G, MOM102G)

Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum grunnþjálfun í meðferð ritaðs máls og fræðilegum skrifum. Nemendur hljóta þjálfun í ritun með vikulegum heimaverkefnum, fyrirlestrum, umræðum og ritstundum. Auk þess heimsækja nemendur Ritver Háskóla Íslands og fá þar ráðgjöf. Í námskeiðinu er fjallað um vinnulag við ritun fræðilegra texta, val og afmörkun viðfangsefnis, byggingu ritsmíðarinnar, heimildanotkun og frágang. Nemendur fá einnig þjálfun í málnotkun í fræðilegum textum og fjallað verður meðal annars um málsnið, stíl, stafsetningu, greinarmerkjasetningu og hjálpargögn málnotenda. Nemendur skrifa fræðilega ritgerð í leiðsagnarmati og fá reglulega endurgjöf kennara og aðstoðarkennara. Námsmat byggist á vikulegum heimaverkefnum, miðmisserisverkefni, lokaverkefni og virkri þátttöku nemenda í tímum, ritstundum og heimsóknum í Ritverið. 

ATHUGIÐ! NÁMSKEIÐIÐ ER KENNT Á ÍSLENSKU OG Í STAÐNÁMI. ÞEIR SEM TAKA NÁMSKEIÐIÐ Á ENSKU OG Í FJARNÁMI EIGA AÐ VERA SKRÁÐIR Í MOM102G.

MOM101G er ætlað nemendum í erlendum tungumálum ÖÐRUM en ensku. Nemendur í ensku og þeir sem ekki eiga íslensku að móðurmáli eiga að vera skráðir í MOM102G.

X

Mál og menning I: Vinnulag og aðferðir í hugvísindum (MOM101G, MOM102G)

Námskeiðið er inngangsnámskeið í Mála- og menningardeild. Megin markmið og tilgangur námskeiðsins er kynning á grundvallar hugtökum og sértækum orðaforða á þessu sviði, skoðun á gagnrýnni hugsun til að auka lesskilning akademískra texta, innleyðing gagnlegra námsaðferða og fræðilegra vinnubragða er stuðla að árangursríku háskólanámi, umræður um ritstuld og fræðilegan heiðarleika, mat á fræðilegum kröfum o.s.frv. Nemendur fá hagnýta þjálfun í gagnrýnu mati á fræðilegum textum og gagnrýnni greiningu innihalds þeirra, að þekkja/auðkenna ákveðna orðræðu (munstur) og uppbyggingu ýmissa textategunda, að velja viðeigandi og trúverðugar heimildir og kynningu á greinandi lestri. Að auki fá nemendur að kynnast mikilvægi akademísks læsis til að auka skilning á fræðilegu efni, ritun þess og framsetningu.

Námskeiðið er kennt á ensku og er ætlað nemendum:

  1. Í ensku til BA
  2. Annarra erlendra tungumála en ensku

*Þeir nemendur sem vantar einingar vegna breyts fyrirkomulags Mála og menningar námskeiðana, þar sem MOM102 var áður 5 einingar, þurfa að bæta við sig einstaklingsverkefni (MOM001G, 1 eining) innan MOM102 námskeiðsins.

  • Þetta einstaklingsverkefni er einungis ætlað þeim nemendum sem sátu MOM202G fyrir skólaárið 2024-2025, og eru núna í MOM102G, og því einungis með 9 einingar í Mála og menningar námskeiðunum.
  • Nemendur sem ætla að bæta upp einingafjöldann með 6 eininga námskeiði innan greinar er frjálst að gera það og taka ekki þetta einstaklingsverkefni.

Til að skrá sig í einstaklingsverkefnið þarf að hafa samband við kennara MOM102G.

X

Danskar samtímabókmenntir (DAN110G)

Í þessu námskeiði í dönskum samtímabókmenntum verður lögð áhersla á danskar bókmenntir eftir 2000. Með því að lesa texta sem tengjast ýmist raunsæi, töfraraunsæi, sjálfsögum, loftslagsbreytingum eða mínímalísma öðlast nemandinn þekkingu á greiningarverkfærum bókmenntafræðinnar: túlkun, stíl, grein, o.s.frv.

X

Danska: Tunga, tjáning, menning (DAN112G)

Markmiðið er að nemendur öðlist aukna alhliða samskiptahæfni á dönsku sem tekur til allra færniþátta; hlusta, lesa, tala, skrifa (fimmti færniþátturinn er „að samtala“). Í námskeiðinu verður unnið með danska menningu, hefðir og siði í víðu samhengi. Áhersla verður lögð á markvissa vinnu með þemabundinn orðaforða, auk þess sem nemendur þjálfast í notkun hvers konar hjálpargagna á sviði veforðabóka og leiðréttingaforrita. Efniviður námskeiðsins verður sóttur í alla hugsanlega miðla; dagblöð, tímarit, smásögur, söngtextar, útvarps- og sjónvarpsefni og kvikmyndir.

X

Dönsk málfræði I: Orðflokkar og orðmyndun (DAN114G)

Í námskeiðinu læra nemendur grundvallarreglur danskrar málfræði og beita þeim í talmáli og ritmáli. Nemendur verða að kunna skil á fræðilegri orðræðu um efnið.

Einnig verður farið í byggingu dansks máls. Námskeiðið er bæði fræðilegt og hagnýtt með áherslu á hvað er líkt og ólíkt með dönskri og íslenskri beyginga- og setningafræði. Nemendur vinna með fræðilega texa um efnið og nota þekkingu sína til að greina orð og setningar með tilliti til merkingar, beyginga og setningafræði. Nemendur vinna með hagnýt verkefni í tengslum við fræðin.

X

Mál og menning II. Menning: að greina og skilja (MOM201G, MOM202G)

Falsfréttir, falsanir byggðar á gervigreind og afneitun á vísindalegum og sögulegum staðreyndum verður stöðugt algengari í okkar samtíma. Því er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að vera fær um að greina og skilja stjórnmál, menningu og samfélagið með gagnrýnu hugarfari.

Í námskeiðinu er athygli beint að menningu og málvísindum í þeim tilgangi að efla getu ykkar sem nemendur og borgarar til þess að túlka sjónræna menningu, texta og tungumál. Þið fáið þjálfun í að beita hæfileikum ykkar með greiningu á stuttum frásögnum, skoðun á ljósmyndum og með því í rýna í nokkur áhugaverð einkenni tungumálsins. Stuðst verður við valda kafla eða greinar um bókmenntafræði, menningarfræði, sjónræn menning og málvísindi.

Megináhersla í kennslustundum verður lögð á að efla gagnrýna hugsun og umræður. Þið fáið tækifæri til að deila skoðunum ykkar með samnemendum og verða þátttakendur í umræðusamfélagi um viðfangsefni námskeiðsins.

Námskeiðshlutar:

  1. Textar undir smásjá
  2. Sjónræn menning og myndlæsi
  3. Að skilja tungumál
X

Mál og menning II. Menning: að greina og skilja (MOM201G, MOM202G)

Falsfréttir, falsanir byggðar á gervigreind og afneitun á vísindalegum og sögulegum staðreyndum verður stöðugt algengari í okkar samtíma. Því er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að vera fær um að greina og skilja stjórnmál, menningu og samfélagið með gagnrýnu hugarfari.

Í námskeiðinu er athygli beint að menningu og málvísindum í þeim tilgangi að efla getu ykkar sem nemendur og borgarar til þess að túlka sjónræna menningu, texta og tungumál. Þið fáið þjálfun í að beita hæfileikum ykkar með greiningu á stuttum frásögnum, skoðun á ljósmyndum og með því í rýna í nokkur áhugaverð einkenni tungumálsins. Stuðst verður við valda kafla eða greinar um bókmenntafræði, menningarfræði, sjónræn menning og málvísindi.

Megináhersla í kennslustundum verður lögð á að efla gagnrýna hugsun og umræður. Þið fáið tækifæri til að deila skoðunum ykkar með samnemendum og verða þátttakendur í umræðusamfélagi um viðfangsefni námskeiðsins.

Námskeiðshlutar:

  1. Textar undir smásjá
  2. Sjónræn menning og myndlæsi
  3. Að skilja tungumál
X

Danskar bókmenntir á 20. öld (DAN206G)

Markmiðið með námskeiðinu er að nemendur öðlist yfirsýn yfir danska bókmenntasögu 20. aldar og kynnist höfundum tímabilsins með því að vinna með lykilverk. Við lok námskeiðsins skulu nemendur geta sýnt hæfni í að gera grein fyrir ákveðnum tímabilum, hugtökum og höfundaverkum í dönskum bókmenntum 20. aldar. Á grundvelli bókmenntalegra sérkenna eiga nemendur að geta staðsett texta í bókmenntasögulegu samhengi og gert grein fyrir fagurfræðilegum straumum tímabilsins.

X

Skilvirkt dönskunám (DAN210G)

Í námskeiðinu er nemendum leiðbeint um hvernig þeir geta hratt, og af öryggi bætt dönskukunnáttu sína, bæði í tali og ritun. Hverjum nemanda verður mætt á því kunnáttustigi sem hann er og hann aðstoðaður við að vinna með áhugasvið sitt (t.d. ferðafræði, tölvufræði, viðskiptafræði, læknisfræði). Nemendur kynnast margvíslegum aðgengilegum hjálpargögnum, orðabókum og hvers konar vefefni. Unnið verður markvisst að eflingu orðaforða með þekktum aðferðum og leiðum sem gagnast nemendum vel til að efla dönskukunnáttu þeirra. Námsmat er fólgið í munnlegum og skriflegum verkefnum sem nemendur skila yfir misserið.

X

Danska: Tjáning, saga og samfélag (DAN208G)

Markmiðið er að nemendur öðlist enn aukna alhliða samskiptahæfni á dönsku sem tekur til allra færniþátta. Í námskeiðinu verður unnið með efni af ýmsu tagi og breytilegu þyngdarstigi og sem fjalla um samfélagsleg málefni, stjórnmál og sögulega atburði. Nemendur þjálfast í að tjá sig um samfélagsleg málefni, jafnt stjórnmál, sögu sem og önnur málefni sem efst eru á baugi hverju sinni. Nemendur semja texta bæði skriflega og munnlega fyrir mismunandi tilefni, ásamt því að nota málsnið sem hæfir aðstæðum og samhengi hverju sinni.  

X

Danskur framburður og hljóðfræði (DAN304G)

Farið verður yfir danska hljóðfræði og framburður æfður. Að hluta til verður kennt í málveri.

X

Dönsk bókmenntasaga fram til 1900 (DAN307G)

Nemendur kynna sér helstu tímabil danskrar bókmenntasögu frá miðöldum til 1900 og átti sig á samhengi þeirra við félagslega og hugmyndasögulega strauma á hverjum tíma. Í námskeiðinu verða lesnir kaflar úr Danasögu Saxa, sálmar eftir Brorson og Kingo, kafla úr Jammersminde eftir Leonora Christine, ævintýri eftir H.C. Andersen og nokkrar skáldsögur. Markmið námskeiðsins er að nemendur kynni sér og greini lykilverk danskra bókmennta (skáldsagna, smásagna, ljóða, leikrita og fl.), þannig að bókmenntasögulegt samhengi verði ljóst. Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku.

X

Dönsk málfræði II: Setningafræði (DAN313G)

Markmiðið með námskeiðinu er að nemendur öðlist staðgóða fræðilega þekkingu á danskri málfræði, þ.e. setningafræði (þmt. aukasetningum), beygingafræði og orðmyndun.

Enn fremur að nemendur hafi vald á réttri notkun íðorða, geti beitt fræðilegri þekkingu til greiningar á orðum, auka- og aðalsetningum og texta, sem og fræðilegri þekkingu á málfræði á eigin málnotkun

Í námskeiðinu er dýpkuð þekking á hluta þess efnis sem fjallað var um í Danskri málfræði I: beygingafræði, orðmyndun og setningafræði. Sérstök áhersla er lögð á aukasetningar og greiningu á þeim. Í því sambandi verður fjallað um kommureglur. Enn fremur er unnið með orðmyndun og ný orð í dönsku bæði nýmyndanir og tökuorð.

X

Norrænar kvikmyndir og sjónvarpsþættir (SKA602G)

Í námskeiðinu verður fjallað um kvikmyndir og sjónvarpsefni frá Norðurlöndum undanfarin 40 ár, þó einkum nýlegt efni. Fjallað verður um kenningar, ólíkar tegundir efnis og tengsl þess við menningu Norðurlanda.

Meginþemu námskeiðsins verða: Ólíkar gerðir heimildamynda, norrænt barnaefni, unglingar og miðlar, kvikmyndir sem ýta við hinum hefðbundnum ramma (t.d. dogma og töfraraunsæi) og hvernig norræn náttúra og kynhlutverk birtast í kvikmyndum.

Kennslan verður sambland af umræðum, kynningum, fyrirlestrum, greiningum og hringborðsumræðum.

X

Kvikmyndir og sjálfsmynd (DAN305G)

Í námskeiðinu verður fjallað um kvikmyndir og sjónvarpsefni frá Danmörku (einnig efni frá Grænlandi og Færeyjum) undanfarin 40 ár, þó einkum nýlegt efni. Fjallað verður um kenningar, ólíkar tegundir efnis og tengsl þess við danskri menningu. Meginþemu námskeiðsins verða: Ólíkar gerðir heimildamynda, barnaefni, unglingar og miðlar, kvikmyndir sem ýta við hinum hefðbundnum ramma (t.d. dogma og töfraraunsæi) og hvernig náttúra og kynhlutverk birtast í kvikmyndum/efninu. Kennslan verður sambland af umræðum, kynningum, fyrirlestrum, greiningum og hringborðsumræðum. 

X

Dönsk málnotkun (DAN424G)

Í námskeiðinu verða kynnt ýmis hugtök, kenningar og aðferðir innan málnotkunargreiningar og málnotkunar. Nemendur verða þjálfaðir í að skoða ólíkar textagerðir (munnlegar og skriflegar) og greina þær út frá tjáskiptagildi þeirra. Unnið verður með tal, ritun, myndir, jafnt einföld skilaboð (t.d. í samtölum og bréfum) sem flókin (t.d. útvarps- og sjónvarpsútsendingar). Nemendur verða þjálfaðir í málkennd/málvitund með það að markmiði að geta fengist við ólíkar tjáskiptaaðstæður og semja eigin skilaboð/ tilkynningar/texta.

X

Þýðingar (danska) (DAN408G, DAN409G)

Þýðingar fræðilega séð: frá málfræðilegum, merkingarfræðilegum og stílfræðilegum sjónarhóli. Jafnframt þjálfun í að þýða úr dönsku á íslensku og öfugt eftir mismunandi þýðingaraðferðum. Ath. Námskeiðin Tengsl Danmerkur og Íslands og  Þýðingar eru í boði annað hvert vormisseri og skulu nemendur sem lesa dönsku til 120 eininga taka a.m.k annað þeirra.

X

Töfraraunsæi í dönskum bókmenntum frá Karen Blixen til Charlotte Weitze (DAN421G)

Orðið ‚töfraraunsæi‘ var upphaflega notað í sambandi við suðuramerískar bókmenntir á 20. öld en má líka án vandkvæða yfirfæra á hluta af evrópskra bókmennta. (Önnur svipuð heiti eru: ævintýri, fantasía). Ólíkt í íslenskum bókmenntum var töfraraunsæinn aldrei ráðandi stefna í dönskum bókmenntum á 20. og 21. öld. Höfundarverk Karenar Blixen eru dæmi um að danskir höfundar sem fara á snið við meginstrauma síns tíma eru til.

Í þessu námskeiði ætlum við meðal annars að lesa verk eftir Karen Blixen, Hanne Marie Svendsen, Peter Høeg, Ib Michael, Peter Adolphsen, Charlotte Weitze, Peter H. Fogtdal og Mathilde Walter Clark.

X

Tungumál og leiklist (MOM401G)

Valnámskeið í leiklist fyrir nemendur í Mála- og menningardeild, á 2. og 3. ári BA-náms, er samstarfsverkefni deildarinnar.

Nemendur vinna með þekkt leikverk á því tungumáli sem þeir eru að læra, en kennslan fer fram á íslensku og nemendur geta nýtt sér íslensku þýðinguna ef vill.

Nemendur velja senur úr verkinu með sviðsetningu í huga.

Þessi hluti skiptist í upphitunaræfingar, slökunaræfingar og ýmis konar framburðaræfingar. Vinna nemenda felst í samvinnu að leita leiða við uppsetningu þeirra sena sem valdar voru í fyrri hlutanum.

Kennarar í þeim tungumálum sem taka þátt aðstoða við framburð og tjáningu í viðkomandi tungumáli.

Kennslan fer fram í fyrirlestrasal Veraldar á miðvikudögum frá kl. 15:00 til 18:00 og er mæting forsenda þess að þetta verkefni nái markmiðum sínum.

Hámarksfjöldi nemenda er 15.

X

Danskur framburður og hljóðfræði (DAN304G)

Farið verður yfir danska hljóðfræði og framburður æfður. Að hluta til verður kennt í málveri.

X

Dönsk bókmenntasaga fram til 1900 (DAN307G)

Nemendur kynna sér helstu tímabil danskrar bókmenntasögu frá miðöldum til 1900 og átti sig á samhengi þeirra við félagslega og hugmyndasögulega strauma á hverjum tíma. Í námskeiðinu verða lesnir kaflar úr Danasögu Saxa, sálmar eftir Brorson og Kingo, kafla úr Jammersminde eftir Leonora Christine, ævintýri eftir H.C. Andersen og nokkrar skáldsögur. Markmið námskeiðsins er að nemendur kynni sér og greini lykilverk danskra bókmennta (skáldsagna, smásagna, ljóða, leikrita og fl.), þannig að bókmenntasögulegt samhengi verði ljóst. Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku.

X

Dönsk málfræði II: Setningafræði (DAN313G)

Markmiðið með námskeiðinu er að nemendur öðlist staðgóða fræðilega þekkingu á danskri málfræði, þ.e. setningafræði (þmt. aukasetningum), beygingafræði og orðmyndun.

Enn fremur að nemendur hafi vald á réttri notkun íðorða, geti beitt fræðilegri þekkingu til greiningar á orðum, auka- og aðalsetningum og texta, sem og fræðilegri þekkingu á málfræði á eigin málnotkun

Í námskeiðinu er dýpkuð þekking á hluta þess efnis sem fjallað var um í Danskri málfræði I: beygingafræði, orðmyndun og setningafræði. Sérstök áhersla er lögð á aukasetningar og greiningu á þeim. Í því sambandi verður fjallað um kommureglur. Enn fremur er unnið með orðmyndun og ný orð í dönsku bæði nýmyndanir og tökuorð.

X

BA-ritgerð í dönsku (DAN261L)

Lokaverkefni í dönsku.

X

Norrænar kvikmyndir og sjónvarpsþættir (SKA602G)

Í námskeiðinu verður fjallað um kvikmyndir og sjónvarpsefni frá Norðurlöndum undanfarin 40 ár, þó einkum nýlegt efni. Fjallað verður um kenningar, ólíkar tegundir efnis og tengsl þess við menningu Norðurlanda.

Meginþemu námskeiðsins verða: Ólíkar gerðir heimildamynda, norrænt barnaefni, unglingar og miðlar, kvikmyndir sem ýta við hinum hefðbundnum ramma (t.d. dogma og töfraraunsæi) og hvernig norræn náttúra og kynhlutverk birtast í kvikmyndum.

Kennslan verður sambland af umræðum, kynningum, fyrirlestrum, greiningum og hringborðsumræðum.

X

Kvikmyndir og sjálfsmynd (DAN305G)

Í námskeiðinu verður fjallað um kvikmyndir og sjónvarpsefni frá Danmörku (einnig efni frá Grænlandi og Færeyjum) undanfarin 40 ár, þó einkum nýlegt efni. Fjallað verður um kenningar, ólíkar tegundir efnis og tengsl þess við danskri menningu. Meginþemu námskeiðsins verða: Ólíkar gerðir heimildamynda, barnaefni, unglingar og miðlar, kvikmyndir sem ýta við hinum hefðbundnum ramma (t.d. dogma og töfraraunsæi) og hvernig náttúra og kynhlutverk birtast í kvikmyndum/efninu. Kennslan verður sambland af umræðum, kynningum, fyrirlestrum, greiningum og hringborðsumræðum. 

X

Norðurlönd sem ein heild (SKA503G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist og læri um Norðurlöndin sem heild og sameiginlega sögu þeirra.  Fyrsti fasi þess efnis má segja að hafi verið Kalmarsambandið. Megináherslan verður lögð á þá þróun sem varð á 20. öldinni, allt frá stofnun fyrsta Norræna félagsins og síðan vinabæjasambanda. Stofnun Norðurlandaráðs og  tilkoma Norrænu ráðherranefndarinnar hefur eflt samstarf og samstöðu landanna á ýmsum sviðum, meðal annars á sviði stjórnmála, menningar, menntunar og rannsókna. Þá er einnig forvitnilegt að skoða hvaða mynd umheimurinn hefur gert sér af Norðurlöndunum og fólkinu sem býr þar. Reiknað er með virkri þátttöku nemenda, víðsýni og frumkvæði í vali á viðfangsefnum.

X

Skandinavísku málin (SKA504G)

Í námskeiðinu verður unnið með orðaforða norrænna mála og samanburð þeirra á milli. Lögð verður áhersla á líkindi og mismun í orðaforða málanna og í þróun orðaforðans. Algeng orð og orðasambönd í dönsku, norsku, sænsku og íslensku verða borin saman. Auk þess verða nýyrði og erlend áhrif könnuð og unnið með svokallaða falska vini og þýðingu þeirra fyrir skilning á norrænu málunum.

Meginmarkmið námskeiðsins eru þrjú. Í fyrsta lagi að gefa nemendum innsýn í sameiginlegan orðaforða norrænu málanna og mikilvæg líkindi og mismun þeirra á milli. Í öðru lagi á námskeiðið að gera nemendur færa um að þróa og auka sinn eigin orðaforða til skilnings á norrænum málum og geta tekið þátt í samskiptum. Þriðja markmiðið er að þróa hagnýtar aðferðir og ráð til að nota í boðskiptum milli norrænu málanna.

Námskeiðinu lýkur með skriflegu og munnlegu prófi. Skriflegt próf felst í heimaverkefni. Munnlega prófið skiptist í tvennt og felst annars vegar í einstaklingshluta sem byggir á námsefni námskeiðsins og hins vegar í hópverkefni þar sem nemendur kynna og ræða heimaverkefni hvers annars.

X

BA-ritgerð í dönsku (DAN261L)

Lokaritgerð í dönsku.

X

Dönsk málfræði III: Rannsóknir í dönskum málvísindum (DAN601G)

Í samráði við kennara kynna nemendur sér rannsóknir og fræðilega umfjöllun um danskt mál m.a. merkingarfræði, orðsifjafræði, orðaforða, föst orðasambönd og málvenjur. Áhersla verður lögð á að skrifa fræðilega teksta.

X

Þýðingar (danska) (DAN408G, DAN409G)

Þýðingar fræðilega séð: frá málfræðilegum, merkingarfræðilegum og stílfræðilegum sjónarhóli. Jafnframt þjálfun í að þýða úr dönsku á íslensku og öfugt eftir mismunandi þýðingaraðferðum. Ath. Námskeiðin Tengsl Danmerkur og Íslands og  Þýðingar eru í boði annað hvert vormisseri og skulu nemendur sem lesa dönsku til 120 eininga taka a.m.k annað þeirra.

X

Tungumál og leiklist (MOM401G)

Valnámskeið í leiklist fyrir nemendur í Mála- og menningardeild, á 2. og 3. ári BA-náms, er samstarfsverkefni deildarinnar.

Nemendur vinna með þekkt leikverk á því tungumáli sem þeir eru að læra, en kennslan fer fram á íslensku og nemendur geta nýtt sér íslensku þýðinguna ef vill.

Nemendur velja senur úr verkinu með sviðsetningu í huga.

Þessi hluti skiptist í upphitunaræfingar, slökunaræfingar og ýmis konar framburðaræfingar. Vinna nemenda felst í samvinnu að leita leiða við uppsetningu þeirra sena sem valdar voru í fyrri hlutanum.

Kennarar í þeim tungumálum sem taka þátt aðstoða við framburð og tjáningu í viðkomandi tungumáli.

Kennslan fer fram í fyrirlestrasal Veraldar á miðvikudögum frá kl. 15:00 til 18:00 og er mæting forsenda þess að þetta verkefni nái markmiðum sínum.

Hámarksfjöldi nemenda er 15.

X

Ísland í dönskum bókmenntum – ferðalag frá rómantíkinni til nútímans (DAN422G)

Ísland hefur, sérstaklega frá og með rómantíkinni, verið mikilvægt mótíf í dönskum bókmenntum vegna náttúru sinnar og bókmennta. Í þessu námskeiði er markmiðið að greina bæði bókmenntaleg verk og ferðasögur.

a) Frá rómantík til expressionisma. Hér lesum við texta eftir Oehlenschläger, Grundtvig og Brandes; hér mótaðist mýtan um Ísland sem „Land upprunans“. Frá upphafi 20. aldar lesum við Helten eftir Harald Kidde (1912).
b) Ferðasögur. Þetta er mikilvægt svið, og við munum lesa Rejse paa Island (1954) eftir Martin A. Hansen en lítum einnig til nútímalegri ferðasagna eftir Poul Vad og Keld Zeruneith.
c) Myndir af Íslandi í nútímabókmenntum. Nærri nútímanum munum við fást við ljóð eftir Klaus Rifbjerg, Søren Ulrik Thomsen, Pia Tafdrup, Thorkild Bjørnvig og Klaus Høeck auk skáldsagna eftir Lars Frost (Smukke biler efter krigen, 2004) og Hanne Højgaard Viemose (Mado, 2015).

Sum lengri verk eru aðeins lesin í útdráttum.

X

Skandinavískar samtímabókmenntir (SKA603G)

Í þessu námskeiði lesa og greina nemendur skandinavískar og norrænar samtímabókmenntir. Sérstök áhersla er lögð á bækur sem hafa hlotið verðlaun Norðurlandaráðs (eða verið tilnefndar til þeirra) eða hafa hlotið Nóbelsverðlaun. Auk þess verður fjallað um skandinavíska bókmenntaumræðu og þýðingarstefnu: Hvaða verk fá athygli þvert á landamæri? Auk þess að greina þá strauma sem verkin tilheyra munum við rýna í viðtökur í blöðum og tímaritum. Einnig munum við kanna viðmið dómnefnda. Hvernig öðlast verkin upptöku í „kanónuna“ (hefðarveldið)?

X

BA-ritgerð í dönsku (DAN261L)

Lokaverkefni til BA-prófs.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Hugrún Egla
Alexander Kristján Karlsson
Berglind Ellen P. Petersen
Hugrún Egla
Læknanemi í Danmörku með diplómagráðu í dönsku

Það var mjög gott að byrja langt nám í Danmörku með stjórn á dönskunni, og þar með jafnari tækifæri á við danska samnemendur. Mér tókst að falla vel inn í vinahópinn og samfélagið, og þar hefur lærdómur um danska sögu, stjórnmál og menningu skipt miklu máli. Ég fékk fljótt vinnu á spítölunum, þar sem ég tek meðal annars vaktir á geðdeildum og tek blóðprufur. Ég er gríðarlega ánægð með dönskunámið í HÍ og hvernig það hefur hjálpað mér að aðlagast dönsku samfélagi og njóta tilverunnar hérna í botn. 

Alexander Kristján Karlsson
Danska - BA nám

Ég sótti um í dönskunám í HÍ með það í huga að viðhalda tungumálinu þangað til ég kæmist aftur út og fannst mér fátt hljóma spennandi við danskar samtímabókmenntir, hljóðfræði og tjáningu. Mér til mikillar undrunar hef ég sjaldan haft eins gaman af námi eins og í HÍ og lært svo miklu meira en bara tungumálið og hvernig á að beita því. Kennararnir eru einstaklega fagmannlegir á sínu sviði og vita nákvæmlega hvernig á að nálgast fjölbreyttan hóp af fólki og get ég því mælt með náminu fyrir alla

Berglind Ellen P. Petersen
Danska - BA nám

Ég ákvað að fara í dönskunám í Háskóla Íslands vegna þess að mig langaði til að öðlast víðtækari innsýn í málið, menninguna og söguna. Námið er frábært tækifæri til að nálgast það tungumál sem þú heillast af og langar að kynnast nánar. Á námsferlinum hef ég meðal annars fengið dýpri skilning og áhuga fyrir dönskum bókmenntum, málvísindum og skilvirkni í námi. Ég hef kynnst nýju fólki og fallegu umhverfi sem Veröld, hús Vigdísar, býður þér upp á. Hvort sem þú hyggur á frekara nám í Danmörku eða vilt nýta þér málið í lífi og starfi þá tel ég Hugvísindasvið HÍ vera rétta staðinn til að byrja á.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.