Skip to main content

Kínversk fræði

Kínversk fræði

Hugvísindasvið

Kínversk fræði

BA gráða – 120 einingar

Kína er fjölmennasta ríki og annað stærsta hagkerfi veraldar. Umsvif þessa stórveldis eru svo mikil á flestum sviðum mannlífs í heiminum að á 21. öldinni getur engin þjóð heimsins leyft sér að vera án sérfræðinga sem eru læsir á gildismat, stefnu og markmið Kína. Í kínverskum fræðum öðlast nemendur vald á kínverskri tungu og ritmáli sem og skilning á fjölmörgum hliðum kínverskrar menningar, margbrotnum pólitískum og samfélagslegum birtingarmyndum í kínverskum samfélögum nútímans og hinu blómlega og spennandi viðskiptalífi í Kínverska alþýðulýðveldinu.

Skipulag náms

X

Mál og menning á umbrotatímum (MOM101G, MOM102G)

Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum grunnþjálfun í meðferð ritaðs máls og fræðilegum skrifum. Nemendur hljóta þjálfun í ritun með vikulegum heimaverkefnum, fyrirlestrum, umræðum og ritstundum. Auk þess heimsækja nemendur Ritver Háskóla Íslands og fá þar ráðgjöf. Í námskeiðinu er fjallað um vinnulag við ritun fræðilegra texta, val og afmörkun viðfangsefnis, byggingu ritsmíðarinnar, heimildanotkun og frágang. Nemendur fá einnig þjálfun í málnotkun í fræðilegum textum og fjallað verður meðal annars um málsnið, stíl, stafsetningu, greinarmerkjasetningu og hjálpargögn málnotenda. Nemendur skrifa fræðilega ritgerð í leiðsagnarmati og fá reglulega endurgjöf kennara og aðstoðarkennara. Námsmat byggist á vikulegum heimaverkefnum, miðmisserisverkefni, lokaverkefni og virkri þátttöku nemenda í tímum, ritstundum og heimsóknum í Ritverið. 

ATHUGIÐ! NÁMSKEIÐIÐ ER KENNT Á ÍSLENSKU OG Í STAÐNÁMI. ÞEIR SEM TAKA NÁMSKEIÐIÐ Á ENSKU OG Í FJARNÁMI EIGA AÐ VERA SKRÁÐIR Í MOM102G.

MOM101G er ætlað nemendum í erlendum tungumálum ÖÐRUM en ensku. Nemendur í ensku og þeir sem ekki eiga íslensku að móðurmáli eiga að vera skráðir í MOM102G.

X

Mál og menning I: Vinnulag og aðferðir í hugvísindum (MOM101G, MOM102G)

Námskeiðið er inngangsnámskeið í Mála- og menningardeild. Megin markmið og tilgangur námskeiðsins er kynning á grundvallar hugtökum og sértækum orðaforða á þessu sviði, skoðun á gagnrýnni hugsun til að auka lesskilning akademískra texta, innleyðing gagnlegra námsaðferða og fræðilegra vinnubragða er stuðla að árangursríku háskólanámi, umræður um ritstuld og fræðilegan heiðarleika, mat á fræðilegum kröfum o.s.frv. Nemendur fá hagnýta þjálfun í gagnrýnu mati á fræðilegum textum og gagnrýnni greiningu innihalds þeirra, að þekkja/auðkenna ákveðna orðræðu (munstur) og uppbyggingu ýmissa textategunda, að velja viðeigandi og trúverðugar heimildir og kynningu á greinandi lestri. Að auki fá nemendur að kynnast mikilvægi akademísks læsis til að auka skilning á fræðilegu efni, ritun þess og framsetningu.

Námskeiðið er kennt á ensku og er ætlað nemendum:

  1. Í ensku til BA
  2. Annarra erlendra tungumála en ensku

*Þeir nemendur sem vantar einingar vegna breyts fyrirkomulags Mála og menningar námskeiðana, þar sem MOM102 var áður 5 einingar, þurfa að bæta við sig einstaklingsverkefni (MOM001G, 1 eining) innan MOM102 námskeiðsins.

  • Þetta einstaklingsverkefni er einungis ætlað þeim nemendum sem sátu MOM202G fyrir skólaárið 2024-2025, og eru núna í MOM102G, og því einungis með 9 einingar í Mála og menningar námskeiðunum.
  • Nemendur sem ætla að bæta upp einingafjöldann með 6 eininga námskeiði innan greinar er frjálst að gera það og taka ekki þetta einstaklingsverkefni.

Til að skrá sig í einstaklingsverkefnið þarf að hafa samband við kennara MOM102G.

X

Kínversk málnotkun I (KÍN105G)

Í námskeiðinu er einkum lögð áhersla á hljóðfræði með þjálfun framburðar og tóna. Uppistaða námskeiðsins eru æfingatímar til að þjálfa hlustun, skilning og tjáningu sem byggja á og útfæra námsefni námskeiðsins kínverska I. Námsstigið miðast við HSK 1.

X

Kínverska I (KÍN107G)

Um er að ræða alhliða námskeið í staðlaðri kínversku (mandarín, putonghua) fyrir byrjendur. Nemendur kynnast undirstöðuatriðum tungumálsins og málfræðilegri og tónalegri uppbyggingu þess. Áhersla er lögð á orðaforða daglegs lífs.

Í upphafi er pinyin umritunarformið kennt en síðan koma einfölduð kínversk tákn (jiantizi) til sögunnar. 

Heimaæfingar og tímapróf eru tíð. Gert er ráð fyrir miklu heima- og sjálfsnámi og í námskeiðinu gildir mætingarskylda.

X

Kína nútímans: Samfélag, stjórnmál og efnahagur (KÍN101G)

Hvernig virkar Kína? Yfirlitsnámskeið helstu áhrifaþátta kínversks samfélags, stjórnmála og efnahags með áherslu á afleiðingar opnunarstefnunnar eftir 1978. Farið verður yfir landfræði Kína. Stiklað er á stóru í efnahagssögu landsins. Stjórnmál og breytingar í forystu ríkisins og flokksins verða rýnd gaumgæfilega m.a. m.t.t. stjórnmálahagfræði Kína og samskipta við nágrannalöndin í Asíu og við Kyrrahaf. Einnig verða helstu atriði er varða þróun Kína nútímans skoðuð hvert fyrir sig í einstökum kennslustundum, þ. á m. orkumál, umhverfismál, lýðfræði, lista og alþjóðatengsl. Einnig verður vikið að stöðu fjölskyldunnar og kvenna, mannréttindum og fjölbreytileika. Hong Kong, Tævan og Tíbet eru einnig sérstaklega til umfjöllunar. Horft verður á klippur úr nýlegum kínverskum heimildamyndum sem taka á ýmsum þáttum hinna miklu umbreytinga sem orðið hafa á kínversku samfélagi undanfarna áratugi. Námskeiðið er kennt á ensku.

X

Mál og menning II. Menning: að greina og skilja (MOM201G, MOM202G)

Falsfréttir, falsanir byggðar á gervigreind og afneitun á vísindalegum og sögulegum staðreyndum verður stöðugt algengari í okkar samtíma. Því er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að vera fær um að greina og skilja stjórnmál, menningu og samfélagið með gagnrýnu hugarfari.

Í námskeiðinu er athygli beint að menningu og málvísindum í þeim tilgangi að efla getu ykkar sem nemendur og borgarar til þess að túlka sjónræna menningu, texta og tungumál. Þið fáið þjálfun í að beita hæfileikum ykkar með greiningu á stuttum frásögnum, skoðun á ljósmyndum og með því í rýna í nokkur áhugaverð einkenni tungumálsins. Stuðst verður við valda kafla eða greinar um bókmenntafræði, menningarfræði, sjónræn menning og málvísindi.

Megináhersla í kennslustundum verður lögð á að efla gagnrýna hugsun og umræður. Þið fáið tækifæri til að deila skoðunum ykkar með samnemendum og verða þátttakendur í umræðusamfélagi um viðfangsefni námskeiðsins.

Námskeiðshlutar:

  1. Textar undir smásjá
  2. Sjónræn menning og myndlæsi
  3. Að skilja tungumál
X

Mál og menning II. Menning: að greina og skilja (MOM201G, MOM202G)

Falsfréttir, falsanir byggðar á gervigreind og afneitun á vísindalegum og sögulegum staðreyndum verður stöðugt algengari í okkar samtíma. Því er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að vera fær um að greina og skilja stjórnmál, menningu og samfélagið með gagnrýnu hugarfari.

Í námskeiðinu er athygli beint að menningu og málvísindum í þeim tilgangi að efla getu ykkar sem nemendur og borgarar til þess að túlka sjónræna menningu, texta og tungumál. Þið fáið þjálfun í að beita hæfileikum ykkar með greiningu á stuttum frásögnum, skoðun á ljósmyndum og með því í rýna í nokkur áhugaverð einkenni tungumálsins. Stuðst verður við valda kafla eða greinar um bókmenntafræði, menningarfræði, sjónræn menning og málvísindi.

Megináhersla í kennslustundum verður lögð á að efla gagnrýna hugsun og umræður. Þið fáið tækifæri til að deila skoðunum ykkar með samnemendum og verða þátttakendur í umræðusamfélagi um viðfangsefni námskeiðsins.

Námskeiðshlutar:

  1. Textar undir smásjá
  2. Sjónræn menning og myndlæsi
  3. Að skilja tungumál
X

History of China I: From Mythological Origins to Late Ming (KÍN108G, KÍN102G)

Þetta námskeið fjallar um sögu Kína frá goðsögulegum tíma Xia-veldisins á þriðja árþúsundi f.Kr. fram að upphafi nítjándu aldar. Varpað verður ljósi á jafnt þær breytur sem varðað hafa mestu um mótun kínverskrar menningar sem einstaka viðburði í pólítískri og samfélagslegri framvindu þjóðarinnar. Veitt verður yfirlit yfir tilkomu og þróun áhrifamestu kínversku trúarbragða- og heimspekikerfa, einkum konfúsíanisma, daoisma og búddisma. Áhrifamiklir einstaklingar verða kynntir til sögunnar og samskipti og gagnkvæm áhrif erlendra þjóðhópa og Kínverja fá umtalsvert vægi.

X

Kínverska II (KÍN202G)

Um er að ræða alhliða námskeið í staðlaðri kínversku (mandarín, putonghua) fyrir byrjendur og framhald námskeiðsins kínverska I. Námsstigið miðast við HSK 2-3.

Nemendur dýpka skilning sinn á málfræði, bæta orðaforða og ná föstum tökum á grundvallaratriðum kínverskrar tungu. Kennsla mun fara aukið fram á kínversku og áhersla verður á virka notkun málsins. Heimaæfingar og tímapróf verða tíð. Gert er ráð fyrir miklu heima- og sjálfsnámi.

X

Kínversk málnotkun II (KÍN204G)

Námskeiðið er framhald námskeiðsins kínversk málnotkun I og heldur áfram hljóðfræðilegri þjálfun nemenda með áherslu á framburð og tóna. Uppistaða námskeiðsins eru æfingatímar til að þjálfa hlustun, skilning og tjáningu sem byggja á og útfæra námsefni námskeiðsins kínverska II. Námsstigið miðast við HSK 2.

X

BA-ritgerð í kínverskum fræðum (KÍN241L)

BA-ritgerð í kínverskum fræðum. BA ritgerð ber að öllu jöfnu að skrifa á íslensku en í undantekningartilvikum er hægt að veita leyfi fyrir því að hún verði skrifuð á ensku, t.d. ef nemandi hefur ekki íslensku að móðurmáli. Ekki er unnt að skrifa lokaritgerð á öðrum málum.

X

Kínverska III (KÍN302G)

Um er að ræða alhliða námskeið í staðlaðri kínversku (mandarín, putonghua) fyrir byrjendur og framhald námskeiðsins kínverska II. Námsstigið miðast við HSK 3-4.

Nemendur dýpka þekkingu sína á kínverskri málfræði, bæta við orðaforða sinn og treysta þá kunnáttu sem þeir hafa þegar aflað sér.

Á þessu stigi er gert ráð fyrir að kennslan fari eingöngu fram á kínversku. Einnig er gert ráð fyrir miklu heima- og sjálfsnámi. 

X

Kínverskir textar I (KÍN207G)

Námskeið þetta einblínir á þjálfun lesskilnings og ritfærni með áherslu á hagnýta kínversku sem gagnast í daglegu lífi.

X

Kínversk málnotkun III (KÍN304G)

Námskeiðið er framhald námskeiðsins Kínversk málnotkun II og einblínir á frekari þjálfun á skilningi og tjáningu mælts máls. Uppistaða námskeiðsins eru æfingatímar til að þjálfa hlustun, skilning og tjáningu sem byggja á og útfæra námsefni námskeiðsins Kínverska III. Námsstigið miðast við HSK 3.

X

Kóreskt samfélag og menning (KOR103G)

Námskeiðið er ætlað sem kynning á kóresku samfélagi og menningu. Markmið þess er að veita nemendum grunnþekkingu á sögu, trúarbrögðum og heimspeki Kóreu og að bjóða upp á innsýn í nútíma kóreskt samfélag með því að kanna efni eins og ríki, fjölskyldu, kyn og fólksflutninga og ræða þau með gestafyrirlesurum eða öðrum viðeigandi einstaklingum.

X

Japanskt þjóðfélag og menning I (JAP105G)

Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum innsýn í japanskt þjóðfélag og menningu bæði fyrr og nú. Viðfangsefni námskeiðsins eru m.a. sjálfsmynd, menntun, trúarbrögð, hefðir og listir í Japan.

X

Þýðingar (ÍSE502G)

Námskeiðið er inngangur að þýðingum, þýðingasögu og þýðingafræði. Nemendur kynnast helstu hugtökum og kenningum á sviði þýðinga. Námskeiðið skiptist í tvo þætti: Hinn fræðilegi og sögulegi þáttur námskeiðsins fer fram í formi fyrirlestra og umræðna. Jafnframt leggur kennari fram lesefni sem nemendur kynna sér. Námsmat felst í prófum/ritgerðarverkefnum þar sem skyldulesefni er undirstaðan. Verklegi þátturinn fer fram í hópvinnustofum þar sem nemendur æfa sig í þýðingarýni og þýðingum (bókmenntaþýðingum eða nytjaþýðingum) undir handleiðslu kennara. Námsmat felst í skriflegu verkefni eða verkefnum. Nemendur í íslensku sem öðru máli þurfa að hafa lokið öllum námskeiðum á 1. og 2. ári.

X

Japanskt þjóðfélag og menning II (JAP106G)

Markmið námskeiðsins er að kynna helstu einkenni japansks þjóðfélags í dag. Rætt verður um ýmsar hliðar þjóðfélagsins, m.a. frá sjónarhorni menntakerfis, kynjahlutverka og fjölskyldu, fyrirtækjamenningar, stjórnmála og dægurmenningar. Fyrirlestrar skiptast niður á kennara eftir sérsviðum.

X

Alþjóðaviðskipti í Asíu (Japan og Kína) (VIÐ506M)

Nemendur skoða alþjóðaviðskipti Vesturlanda og Asíu (Kína og Japan) út frá þjóðhagsfræðilegu sjónarmiði. Einnig nota örgreiningu (micro persective) á fyrirtæki sem stunda viðskipti í Asíu (Kína og Japan).

  • Nemendur skoða hvernig viðskipti og fjárfestingarmynstur á Asíusvæðinu mótast af alþjóðlegu stjórnmálahagkerfi.
  • Nemendur munu greina einstök fyrirtæki og viðskipti þeirra á Asíumarkaði, hvernig fjárfestingum (FDI) er háttað hjá þessum fyrirtækjum og greina virðiskeðju þeirra.
  • Nemendur vinna raundæmi (Hópverkefni) á fyrirtæki sem stundar viðskipti í Asíu

Nánari lýsing:
Þetta námskeið er hugsað sem kynning á rekstri fyrirtækja og þjóðhagsfræðilegum atriðum með sérstaka tilvísun til Asíu og þá Japan og Kína. Í námskeiðinu er notast bæði við fræðilegar skilgreiningar sem og raundæmi. Námskeiðinu er skipt í 3 megin hluta:

  • Í fyrsta hluta verður þjóðhagsfræðilegt sjónarhorn á viðskipti og fjárfestingar á Asíu svæðinu rædd út frá einstökum gögnum um viðskipti, afleiðingum WTO sem og fríverslunarsamningar verða kynntir og afleiðingar þeirra, sérstaklega verður fríverslunarsamningur Kína og Íslands skoðaður og afleiðingar hans.
  • Í öðrum hluta námskeiðsins verður örgreining (microperspective) á fyrirtæki sem stunda viðskipti í Asíu kynnt. Skoðuð verður bein erlend fjárfesting (FDI) og alþjóðlegar virðiskeðjur (GVC). Fræðileg nálgun verður notuð til að útskýra val fyrirtækja  á staðsetningu vegna FDI. Vestræn fyrirtæki sem koma inn í Asíu sem og asísk fyrirtæki sem koma inn á vestræna markaði verða í brennidepli.
  • Þriðji hluti námskeiðsins fer í verkefnavinnu þar sem nemendur greina fyrirtæki sem hefur starfsemi í Kína eða Japan eða þá kínversk/japönsk fyrirtæki sem hafa haslað sér völl á Íslandi. Nemendur vinna raundæmi (e.case) og gera rannsókn á fyrirtæki með starfsemi í Asíu.
X

History of China I: From Mythological Origins to Late Ming (KÍN108G, KÍN102G)

Þetta námskeið fjallar um sögu Kína frá goðsögulegum tíma Xia-veldisins á þriðja árþúsundi f.Kr. fram að upphafi nítjándu aldar. Varpað verður ljósi á jafnt þær breytur sem varðað hafa mestu um mótun kínverskrar menningar sem einstaka viðburði í pólítískri og samfélagslegri framvindu þjóðarinnar. Veitt verður yfirlit yfir tilkomu og þróun áhrifamestu kínversku trúarbragða- og heimspekikerfa, einkum konfúsíanisma, daoisma og búddisma. Áhrifamiklir einstaklingar verða kynntir til sögunnar og samskipti og gagnkvæm áhrif erlendra þjóðhópa og Kínverja fá umtalsvert vægi.

X

BA-ritgerð í kínverskum fræðum (KÍN241L)

BA-ritgerð í kínverskum fræðum. BA ritgerð ber að öllu jöfnu að skrifa á íslensku en í undantekningartilvikum er hægt að veita leyfi fyrir því að hún verði skrifuð á ensku, t.d. ef nemandi hefur ekki íslensku að móðurmáli. Ekki er unnt að skrifa lokaritgerð á öðrum málum.

X

Kínverska IV (KÍN403G)

Um er að ræða alhliða námskeið í staðlaðri kínversku (mandarín, putonghua) og framhald námskeiðsins kínverska III. Námsstigið miðast við HSK 4.

Nemendur dýpka enn skilning sinn á málfræði, auka orðaforða sinn og ná betri tökum á kínverskri tungu. Kennslan fer einungis fram á kínversku. Heimaæfingar og tímapróf verða tíð. Gert er ráð fyrir miklu heima- og sjálfsnámi.

X

Kínverskir textar II (KÍN309G)

Um er að ræða framhald námskeiðsins Kínverskir textar I. Sem fyrr er einblínt á þjálfun lesskilnings og ritfærni með áherslu á hagnýta kínversku sem gagnast í daglegu lífi. Einnig fer fram undirbúningur fyrir HSK próf. Námsstigið miðast við HSK 3-4 og fer kennsla að langmestu fram á kínversku.

X

Kínversk málnotkun IV (KÍN407G)

Námskeiðið er framhald námskeiðsins Kínversk málnotkun III (KÍN304G) og einblínir á frekari þjálfun á skilningi og tjáningu mælts máls. Samræður munu eiga sér stað í tímum undir handleiðslu kennara. Heimaæfingar og tímapróf verða tíð og í námskeiðinu gildir mætingarskylda. Uppistaða námskeiðsins eru æfingatímar til að þjálfa hlustun, skilning og tjáningu sem byggja á og útfæra námsefni námskeiðsins Kínverska IV (KÍN403G) en tveir tímar í viku eru hlustunartímar sem fara fram í málveri Tungumálamiðstöðvar í Veröld - Húsi Vigdísar. Meginmarkmið námskeiðsins er að þjálfa hagnýta beitingu kínverskunnar.

X

Nútímasaga Austur-Asíu (JAP413G)

Asía er stærst heimsálfanna og þar búa u.þ.b. tveir af hverjum þremur jarðarbúum. Asía hefur einnig í auknum mæli fest sig í sessi sem þungamiðja í efnahagslegum skilningi þar sem Kína, Japan og Indland eiga öll sæti á listanum yfir fimm stærstu efnahagveldi heims. Á sama tíma ríkir vaxandi spenna í álfunni sem m.a. skýrist af vígbúnaðarkapphlaupi kjarnorkuríkjanna, fjölda landamæradeilna, undiröldu þjóðernishyggju, eigna- og tekjuójöfnuði, sem og yfirvofandi umhverfis- og loftslagsvanda á stórum svæðum. Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum breiða sýn á sameiginlega sögu og samskipti ríkjanna í Austur-Asíu frá miðri 19. öld til dagsins í dag. Megináhersla verður lögð á Japan, Kína og Suður-Kóreu.

Á námskeiðinu verður farið yfir: kynningu á löndum, menningarsvæðum og öðrum svæðaskiptingum innan Asíu, nýlenduvæðingu og sjálfstæðisbaráttu, heimsstyrjaldirnar og kalda stríðið í Austur-Asíu, hlutverk Bandaríkjanna í álfunni, alþjóða- og svæðasamstarf (ASEAN, APEC, ADB), aukið vægi Kína og Indlands. Á námskeiðinu verður einnig farið yfir ýmis brýn mál í samtímanum allt frá „soft power“ stefnu til norðurslóðaáherslu Austur-Asíuríkjanna.

X

Þýðingarýni og þýðingatækni (ÞÝÐ201G)

Markmið námskeiðsins er í fyrsta lagi að nemendur læra að rýna í þýðingar sem og greina texta á erlendu máli til að þýða yfir á móðurmálið. Nemendur velja bókmennta- eða nytjatexta í samráði við kennarann og vinna með þá texta.

Í öðru lagi kynnast nemendur þeim hjálpargögnum og tæknilausnum sem notuð eru í þýðingarferlinu. Þannig fá þeir að sama skapi innsýn í starf atvinnuþýðenda á ýmsum sviðum.

Kennsla fer að mestu leyti fram í formi hagnýtra æfinga, umræðna og verkefna undir handleiðslu kennara. 

Einnig flytja nemendur erindi í tíma.

Þýðingarýni og textagreining er skyldunámskeið í Þýðingafræði sem aukagrein á BA stigi. Það er einnig opið öðrum nemendum en góð færni í erlendu tungumáli (samsvarandi 3. ári í grunnnámi) er nauðsynleg undirstaða.

Kennsla fer fram á íslensku. Nemendur þýða úr erlendu máli yfir á móðurmálið. Önnur verkefni eru unnin á íslensku.

Undirstaða í þýðingafræði (10 e) er æskileg en ekki nauðsynleg.

X

Tungumál og leiklist (MOM401G)

Valnámskeið í leiklist fyrir nemendur í Mála- og menningardeild, á 2. og 3. ári BA-náms, er samstarfsverkefni deildarinnar.

Nemendur vinna með þekkt leikverk á því tungumáli sem þeir eru að læra, en kennslan fer fram á íslensku og nemendur geta nýtt sér íslensku þýðinguna ef vill.

Nemendur velja senur úr verkinu með sviðsetningu í huga.

Þessi hluti skiptist í upphitunaræfingar, slökunaræfingar og ýmis konar framburðaræfingar. Vinna nemenda felst í samvinnu að leita leiða við uppsetningu þeirra sena sem valdar voru í fyrri hlutanum.

Kennarar í þeim tungumálum sem taka þátt aðstoða við framburð og tjáningu í viðkomandi tungumáli.

Kennslan fer fram í fyrirlestrasal Veraldar á miðvikudögum frá kl. 15:00 til 18:00 og er mæting forsenda þess að þetta verkefni nái markmiðum sínum.

Hámarksfjöldi nemenda er 15.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Kínversk málnotkun I (KÍN105G)

Í námskeiðinu er einkum lögð áhersla á hljóðfræði með þjálfun framburðar og tóna. Uppistaða námskeiðsins eru æfingatímar til að þjálfa hlustun, skilning og tjáningu sem byggja á og útfæra námsefni námskeiðsins kínverska I. Námsstigið miðast við HSK 1.

X

Kínverska I (KÍN107G)

Um er að ræða alhliða námskeið í staðlaðri kínversku (mandarín, putonghua) fyrir byrjendur. Nemendur kynnast undirstöðuatriðum tungumálsins og málfræðilegri og tónalegri uppbyggingu þess. Áhersla er lögð á orðaforða daglegs lífs.

Í upphafi er pinyin umritunarformið kennt en síðan koma einfölduð kínversk tákn (jiantizi) til sögunnar. 

Heimaæfingar og tímapróf eru tíð. Gert er ráð fyrir miklu heima- og sjálfsnámi og í námskeiðinu gildir mætingarskylda.

X

Kína nútímans: Samfélag, stjórnmál og efnahagur (KÍN101G)

Hvernig virkar Kína? Yfirlitsnámskeið helstu áhrifaþátta kínversks samfélags, stjórnmála og efnahags með áherslu á afleiðingar opnunarstefnunnar eftir 1978. Farið verður yfir landfræði Kína. Stiklað er á stóru í efnahagssögu landsins. Stjórnmál og breytingar í forystu ríkisins og flokksins verða rýnd gaumgæfilega m.a. m.t.t. stjórnmálahagfræði Kína og samskipta við nágrannalöndin í Asíu og við Kyrrahaf. Einnig verða helstu atriði er varða þróun Kína nútímans skoðuð hvert fyrir sig í einstökum kennslustundum, þ. á m. orkumál, umhverfismál, lýðfræði, lista og alþjóðatengsl. Einnig verður vikið að stöðu fjölskyldunnar og kvenna, mannréttindum og fjölbreytileika. Hong Kong, Tævan og Tíbet eru einnig sérstaklega til umfjöllunar. Horft verður á klippur úr nýlegum kínverskum heimildamyndum sem taka á ýmsum þáttum hinna miklu umbreytinga sem orðið hafa á kínversku samfélagi undanfarna áratugi. Námskeiðið er kennt á ensku.

X

Kínverska II (KÍN202G)

Um er að ræða alhliða námskeið í staðlaðri kínversku (mandarín, putonghua) fyrir byrjendur og framhald námskeiðsins kínverska I. Námsstigið miðast við HSK 2-3.

Nemendur dýpka skilning sinn á málfræði, bæta orðaforða og ná föstum tökum á grundvallaratriðum kínverskrar tungu. Kennsla mun fara aukið fram á kínversku og áhersla verður á virka notkun málsins. Heimaæfingar og tímapróf verða tíð. Gert er ráð fyrir miklu heima- og sjálfsnámi.

X

Kínversk málnotkun II (KÍN204G)

Námskeiðið er framhald námskeiðsins kínversk málnotkun I og heldur áfram hljóðfræðilegri þjálfun nemenda með áherslu á framburð og tóna. Uppistaða námskeiðsins eru æfingatímar til að þjálfa hlustun, skilning og tjáningu sem byggja á og útfæra námsefni námskeiðsins kínverska II. Námsstigið miðast við HSK 2.

X

History of China I: From Mythological Origins to Late Ming (KÍN102G)

Þetta námskeið fjallar um sögu Kína frá goðsögulegum tíma Xia-veldisins á þriðja árþúsundi f.Kr. fram að upphafi nítjándu aldar. Varpað verður ljósi á jafnt þær breytur sem varðað hafa mestu um mótun kínverskrar menningar sem einstaka viðburði í pólítískri og samfélagslegri framvindu þjóðarinnar. Veitt verður yfirlit yfir tilkomu og þróun áhrifamestu kínversku trúarbragða- og heimspekikerfa, einkum konfúsíanisma, daoisma og búddisma. Áhrifamiklir einstaklingar verða kynntir til sögunnar og samskipti og gagnkvæm áhrif erlendra þjóðhópa og Kínverja fá umtalsvert vægi.

X

Kínverska III (KÍN302G)

Um er að ræða alhliða námskeið í staðlaðri kínversku (mandarín, putonghua) fyrir byrjendur og framhald námskeiðsins kínverska II. Námsstigið miðast við HSK 3-4.

Nemendur dýpka þekkingu sína á kínverskri málfræði, bæta við orðaforða sinn og treysta þá kunnáttu sem þeir hafa þegar aflað sér.

Á þessu stigi er gert ráð fyrir að kennslan fari eingöngu fram á kínversku. Einnig er gert ráð fyrir miklu heima- og sjálfsnámi. 

X

Kínverskir textar I (KÍN207G)

Námskeið þetta einblínir á þjálfun lesskilnings og ritfærni með áherslu á hagnýta kínversku sem gagnast í daglegu lífi.

X

Kínversk málnotkun III (KÍN304G)

Námskeiðið er framhald námskeiðsins Kínversk málnotkun II og einblínir á frekari þjálfun á skilningi og tjáningu mælts máls. Uppistaða námskeiðsins eru æfingatímar til að þjálfa hlustun, skilning og tjáningu sem byggja á og útfæra námsefni námskeiðsins Kínverska III. Námsstigið miðast við HSK 3.

X

Japanskt þjóðfélag og menning II (JAP106G)

Markmið námskeiðsins er að kynna helstu einkenni japansks þjóðfélags í dag. Rætt verður um ýmsar hliðar þjóðfélagsins, m.a. frá sjónarhorni menntakerfis, kynjahlutverka og fjölskyldu, fyrirtækjamenningar, stjórnmála og dægurmenningar. Fyrirlestrar skiptast niður á kennara eftir sérsviðum.

X

Alþjóðaviðskipti í Asíu (Japan og Kína) (VIÐ506M)

Nemendur skoða alþjóðaviðskipti Vesturlanda og Asíu (Kína og Japan) út frá þjóðhagsfræðilegu sjónarmiði. Einnig nota örgreiningu (micro persective) á fyrirtæki sem stunda viðskipti í Asíu (Kína og Japan).

  • Nemendur skoða hvernig viðskipti og fjárfestingarmynstur á Asíusvæðinu mótast af alþjóðlegu stjórnmálahagkerfi.
  • Nemendur munu greina einstök fyrirtæki og viðskipti þeirra á Asíumarkaði, hvernig fjárfestingum (FDI) er háttað hjá þessum fyrirtækjum og greina virðiskeðju þeirra.
  • Nemendur vinna raundæmi (Hópverkefni) á fyrirtæki sem stundar viðskipti í Asíu

Nánari lýsing:
Þetta námskeið er hugsað sem kynning á rekstri fyrirtækja og þjóðhagsfræðilegum atriðum með sérstaka tilvísun til Asíu og þá Japan og Kína. Í námskeiðinu er notast bæði við fræðilegar skilgreiningar sem og raundæmi. Námskeiðinu er skipt í 3 megin hluta:

  • Í fyrsta hluta verður þjóðhagsfræðilegt sjónarhorn á viðskipti og fjárfestingar á Asíu svæðinu rædd út frá einstökum gögnum um viðskipti, afleiðingum WTO sem og fríverslunarsamningar verða kynntir og afleiðingar þeirra, sérstaklega verður fríverslunarsamningur Kína og Íslands skoðaður og afleiðingar hans.
  • Í öðrum hluta námskeiðsins verður örgreining (microperspective) á fyrirtæki sem stunda viðskipti í Asíu kynnt. Skoðuð verður bein erlend fjárfesting (FDI) og alþjóðlegar virðiskeðjur (GVC). Fræðileg nálgun verður notuð til að útskýra val fyrirtækja  á staðsetningu vegna FDI. Vestræn fyrirtæki sem koma inn í Asíu sem og asísk fyrirtæki sem koma inn á vestræna markaði verða í brennidepli.
  • Þriðji hluti námskeiðsins fer í verkefnavinnu þar sem nemendur greina fyrirtæki sem hefur starfsemi í Kína eða Japan eða þá kínversk/japönsk fyrirtæki sem hafa haslað sér völl á Íslandi. Nemendur vinna raundæmi (e.case) og gera rannsókn á fyrirtæki með starfsemi í Asíu.
X

Kínverska IV (KÍN403G)

Um er að ræða alhliða námskeið í staðlaðri kínversku (mandarín, putonghua) og framhald námskeiðsins kínverska III. Námsstigið miðast við HSK 4.

Nemendur dýpka enn skilning sinn á málfræði, auka orðaforða sinn og ná betri tökum á kínverskri tungu. Kennslan fer einungis fram á kínversku. Heimaæfingar og tímapróf verða tíð. Gert er ráð fyrir miklu heima- og sjálfsnámi.

X

Kínverskir textar II (KÍN309G)

Um er að ræða framhald námskeiðsins Kínverskir textar I. Sem fyrr er einblínt á þjálfun lesskilnings og ritfærni með áherslu á hagnýta kínversku sem gagnast í daglegu lífi. Einnig fer fram undirbúningur fyrir HSK próf. Námsstigið miðast við HSK 3-4 og fer kennsla að langmestu fram á kínversku.

X

Kínversk málnotkun IV (KÍN407G)

Námskeiðið er framhald námskeiðsins Kínversk málnotkun III (KÍN304G) og einblínir á frekari þjálfun á skilningi og tjáningu mælts máls. Samræður munu eiga sér stað í tímum undir handleiðslu kennara. Heimaæfingar og tímapróf verða tíð og í námskeiðinu gildir mætingarskylda. Uppistaða námskeiðsins eru æfingatímar til að þjálfa hlustun, skilning og tjáningu sem byggja á og útfæra námsefni námskeiðsins Kínverska IV (KÍN403G) en tveir tímar í viku eru hlustunartímar sem fara fram í málveri Tungumálamiðstöðvar í Veröld - Húsi Vigdísar. Meginmarkmið námskeiðsins er að þjálfa hagnýta beitingu kínverskunnar.

X

History of China I: From Mythological Origins to Late Ming (KÍN102G)

Þetta námskeið fjallar um sögu Kína frá goðsögulegum tíma Xia-veldisins á þriðja árþúsundi f.Kr. fram að upphafi nítjándu aldar. Varpað verður ljósi á jafnt þær breytur sem varðað hafa mestu um mótun kínverskrar menningar sem einstaka viðburði í pólítískri og samfélagslegri framvindu þjóðarinnar. Veitt verður yfirlit yfir tilkomu og þróun áhrifamestu kínversku trúarbragða- og heimspekikerfa, einkum konfúsíanisma, daoisma og búddisma. Áhrifamiklir einstaklingar verða kynntir til sögunnar og samskipti og gagnkvæm áhrif erlendra þjóðhópa og Kínverja fá umtalsvert vægi.

X

BA-ritgerð í kínverskum fræðum (KÍN241L)

BA-ritgerð í kínverskum fræðum. BA ritgerð ber að öllu jöfnu að skrifa á íslensku en í undantekningartilvikum er hægt að veita leyfi fyrir því að hún verði skrifuð á ensku, t.d. ef nemandi hefur ekki íslensku að móðurmáli. Ekki er unnt að skrifa lokaritgerð á öðrum málum.

X

BA-ritgerð í kínverskum fræðum (KÍN241L)

BA-ritgerð í kínverskum fræðum. BA ritgerð ber að öllu jöfnu að skrifa á íslensku en í undantekningartilvikum er hægt að veita leyfi fyrir því að hún verði skrifuð á ensku, t.d. ef nemandi hefur ekki íslensku að móðurmáli. Ekki er unnt að skrifa lokaritgerð á öðrum málum.

X

Tungumál og leiklist (MOM401G)

Valnámskeið í leiklist fyrir nemendur í Mála- og menningardeild, á 2. og 3. ári BA-náms, er samstarfsverkefni deildarinnar.

Nemendur vinna með þekkt leikverk á því tungumáli sem þeir eru að læra, en kennslan fer fram á íslensku og nemendur geta nýtt sér íslensku þýðinguna ef vill.

Nemendur velja senur úr verkinu með sviðsetningu í huga.

Þessi hluti skiptist í upphitunaræfingar, slökunaræfingar og ýmis konar framburðaræfingar. Vinna nemenda felst í samvinnu að leita leiða við uppsetningu þeirra sena sem valdar voru í fyrri hlutanum.

Kennarar í þeim tungumálum sem taka þátt aðstoða við framburð og tjáningu í viðkomandi tungumáli.

Kennslan fer fram í fyrirlestrasal Veraldar á miðvikudögum frá kl. 15:00 til 18:00 og er mæting forsenda þess að þetta verkefni nái markmiðum sínum.

Hámarksfjöldi nemenda er 15.

X

Heildahagfræði I (Þjóðhagfræði I) (HAG103G)

Markmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í helstu kenningar og hugtök heildahagfræði. Fjallað verður um lögmál efnahagslífsins og helstu grundvallarkenningar heildahagfræðinnar um þróun hagstærða til skamms og langs tíma ásamt helstu hugtökum í efnahagsumræðu. Áhersla er lögð bæði á fræðilegt inntak og hagnýtt gildi námsefnisins og tengsl þess við ýmis efnahagsmál, sem eru ofarlega á baugi á Íslandi og erlendis. Staðgóð þekking á þjóðhagfræði býr nemendur undir ýmis önnur námskeið, og lífið.

X

Inngangur að markaðsfræði (VIÐ101G)

Viðfangsefni námskeiðs eru markaðshugtakið, markaðsáherslur og tengsl markaðsfræðinnar við stjórnun og stefnumótun. Einnig er fjallað um greiningu á markaðsumhverfinu, greiningu á kauphegðun, stefnumótun markaðsmála, samkeppni og samkeppnisforskot. Að síðustu er fjallað um með hvaða hætti á að útfæra markaðsstarf svo árangur náist. Gert er ráð fyrir virkri þátttöku nemenda í fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu.

X

Stærðfræði A (VIÐ102G)

Mikilvæg atriði úr námsefni framhaldsskóla rifjuð upp. Línuleg og ólínuleg föll. Prósentureikningur og grunnatriði í fjármálastærðfræði. Diffrun og hlutdiffrun. Hámörkun og lágmörkun með og án hliðarskilyrða, aðferð Lagrange.  Heildun. Undirstöðuatriði fylkjareiknings.

X

Inngangur að fjárhagsbókhaldi (VIÐ103G)

Námskeiðinu er ætlað að gera nemendur læsa á ársreikninga hlutafélaga. Eðli og tilgangur fjárhagsbókhalds og reikningsskila verða í forgrunni. Kynntar verða þær meginforsendur og grundvallarreglur er reikningsskil byggja á. Sérstök áhersla verður lögð á samhengið milli einstakra kafla í ársreikningnum.
Stefnt er að því að nemendur geti greint mikilvægar upplýsingar í ársreikningi hlutafélags og túlkað þær fyrir þeim sem þurfa á þessum upplýsingum að halda.

X

Rekstrarhagfræði I (VIÐ105G)

Markmið námskeiðsins er að kenna nemendum grunnatriði í hagrænni hugsun og meginkenningum í rekstrarhagfræði þannig að þeir kunni skil á helstu hugtökum og notkun. Framboð, eftirspurn og teygni. Neytendahagfræði. Markaðir, skilvirkni og velferð. Skattkerfi og áhrif skattlagningar. Ytri áhrif, samgæði og auðlindir. Ósamhverfar upplýsingar, freistnivandi og hrakval. Kostnaður við framleiðslu, samkeppni, fákeppni, einokun. Vinnumarkaður, mismunun og tekjuskipting. Verkaskipting og verslun.

X

Vinnulag í viðskiptafræði (VIÐ157G)

Í námskeiðinu verður fjallað um námstækni, gagnrýna hugsun, siðferði, hópavinnu, samskipti, hlustun, skriflega framsetningu og kynningu á verkefnum. Nemendur vinna einstaklings- og hópverkefni af ýmsum toga. 

Markmið námskeiðs er að veita nemendum grundvallarfærni í faglegum vinnubrögðum í viðskiptafræði; meðal annars er lögð áhersla á að nemendur öðlist leikni við úrvinnslu heimilda.

X

Fjármál I (VIÐ301G)

Markmið með námskeiðunum Fjármál I og Fjármál II er að nemendur tileinki sér:
* Aðferðir að meta gildi einfaldra fjármálagerninga á mismunandi tíma; að reikna til núvirðis mismunandi fjárstrauma peningalegra eigna, verkefna og fastafjármuna.
* Tækni, við fjármálastjórn og áætlanagerð fyrirtækja.
* Aðferðir, sem fjármálafræði býr yfir, þegar leitað er lausna á torveldum viðfangsefnum.

X

Lögfræði A - almenn viðskiptalögfræði (VIÐ302G)

Í námskeiðinu er farið yfir atriði í íslenskri lögfræði m.a. helstu réttarheimildir, uppbyggingu á íslensku réttarkerfi og stjórnsýslu. Þá verður farið yfir réttarsvið sem horfa ber til í daglegum viðskiptum.

Tilgangur námskeiðsins er að undirbúa nemendur undir viðfangsefni sem líkleg eru til þess að verða á vegi þeirra í störfum í viðskiptalífinu. Lögð er áhersla að nemendur fái kynningu á lögfræðinni til að geta betur greint lögfræðileg úrlausnarefni og tekið á þeim áður en þau verða að lögfræðilegum vandamálum.

Helstu viðfangsefni til umfjöllunar eru: Réttarheimildir, stjórnsýsluréttur, samningar, tilurð þeirra, túlkun og gildi, helstu reglur um lausfjárkaup og úrræði samningsaðila vegna galla og annarra vanefnda ásamt fullnustugerðum. Fjallað verður um gjaldþrotaskipti, kröfurétt, félaga- og samkeppnisrétt og persónuvernd.

X

Inngangur að alþjóðaviðskiptum (VIÐ303G)

 Fjallað er um helstu kenningar í alþjóðaviðskiptum, umhverfi og þróun. Þá er fjallað um áhrif menningar í alþjóðlegum viðskiptum, alþjóðlega mannauðsstjórnun, erlenda fjárfestingu og staðsetningu framleiðslu. Fjallað er um mögulegar leiðir við alþjóðavæðingu fyrirtækja, kosti þess og galla fyrir fyrirtæki að hafa starfsemi erlendis, útrás íslenskra fyrirtækja og hvað má læra af sögunni, skipulag alþjóðlegs rekstrar, alþjóðlega markaðssetningu og þróunarstarf, alþjóðlegt samstarf og stjórnun. Þá verður fjallað um hvernig kreppur hafa áhrif á rekstur sem og heimsfaraldur á borð við Covid 19.

X

Einstaklingsskattaréttur (VIÐ501G)

Á námskeiðinu verður farið yfir meginreglur ísl. skattalaga um skattskylda aðila og skattskyldar tekjur þar á meðal hvaða gjöld heimilt er að draga frá þeim. Sérstök áhersla verður lögð á uppgjör tekjuskattsstofna hjá einstaklingum og sjálfstætt starfandi með úrlausnum á dæmum og raunhæfum verkefnum. Kynnt verður gerð skattframtals einstaklinga og hjóna svo og atvinnurekstrarframtals. Fjallað verður um ákvörðun hvers konar bóta og afslátta frá skatti. Farið verður yfir grundvallarreglur réttarfars í skattamálum, endurákvarðanir á sköttum og afleiðingar af vísvitandi röngum skattskilum. Veitt verður innsýn í meginreglur laga um virðisaukaskatt og tryggingagjald. Að námskeiðinu loknu er við það miðað að námsmaður geti talið fram fyrir einstaklinga og lítil fyrirtæki svo og kært skattákvörðun ef hún er röng að hans mati.

X

UII - viðskiptagreining og gagnavinnsla (VIÐ502G)

Markmið námskeiðsins er að kynna fyrir nemendum verkfæri upplýsingatækni sem nýtast við stefnumótun og ákvarðanatöku á sviði viðskiptalífsins. Lögð er áhersla á að nemendur auki færni sína í úrvinnslu gagna, skoðuð uppbygging gagnagrunna, vöruhús og SQL fyrirspurnamálið. Farið er yfir viðskiptagreiningu, gervigreind, gagnavísindi, rafræn viðskipti. Skoðuð helstu notkunarsvið og hvernig hún styður við stefnumótun og ákvarðanatöku í stjórnun og rekstri.

Áhersla er lögð á að leysa hagnýt verkefni með ýmsum verkfærum s.s. Excel, Access, SQLite og Power BI.

X

Fjármálamarkaðir (VIÐ505G)

Í siðmenntuðum ríkjum mynda fjármálastofnanir stoðkerfi efnahagslífsins. Hlutverk þeirra er að styðja fólk og fyrirtæki í allri framleiðslu þeirra og framkvæmdum, sem og að liðsinna í áhættustjórnun, áhættu, sem fólk og fyrirtæki tekst á hendur. Afar mikilvægt er að öðlast skilning á tilgangi og innri virkni fjármálafyrirtækja, til þess að geta séð fyrir um hegðun þeirra og framþróun. Þannig má öðlast færni við að draga ályktanir um áhrif þessara stofnana á raunhagkerfið sjálft frá einum tíma til annars, í einu landi eða öðru. Þetta námskeið miðar af því að kynna fjármálafræði (e. theory of finance) í gegnum sögu fjármálastofnana og fjármálaþjónustu, svo sem banka, greiðslumiðlunar, tryggingafélaga, seðlabanka, verðbréfamarkaða og afleiðumarkaða. Farið verður yfir styrkleika þessara stofnana sem og ófullkomleika, til að varpa ljósi á það, hvert þessar stofnanir stefna til framtíðar. Íslenska bankahrunið býður upp á ótal dæmi, sem dreginn verður lærdómur af í gegnum allt námskeiðið.

X

Ársreikningagerð A (VIÐ505M)

Námskeiðið er ætlað nemendum á fjármála- eða reikningshaldskjörsviði. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist þekkingu og skilning á atriðum sem stjórnendur fyrirtækja þurfa að tileinka sér til að geta lagt fram ársreikning samkvæmt viðurkenndum reikningsskilaaðferðum. Í námskeiðinu verður fjallað um helstu reglur í reikningshaldi sem gilda samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og ákvæðum íslenskra laga. Farið verður yfir: formkröfur reikningsskila, rekstrarreikning, efnahagsreikning og sjóðstreymi. Meðferð tekna og kostnaðar, meðhöndlun birgða, viðskiptakröfur, varanlega rekstrarfjármuni, óefnislegar eignir, tekjuskatt, virðisrýrnunarpróf, bókun áhættufjármuna og skulda, skammtímaskuldir, langtímalán og eiginfjárliði. Verkefni verða lögð fyrir.

X

Inngangur að verkefnastjórnun (VIÐ506G)

Í námskeiðinu er viðfangsefnið lífshlaup og einkenni verkefna, markmið, verkgreining, sundurliðun verkþátta og flæðirit, áætlanagerð, aðfangastýring, lágmörkun verkefnatímans, áhættustýring, verkkaupin, verkefnastjórinn, verkefnateymið, hagaðila og samspil allra þessara þátta. 

Nýttir verða fjölbreyttir kennsluhættir; fyrirlestrar, umræður, verkefnavinna,  þar sem leitast er við að ýta undir áhuga, vikni og þátttöku nemenda.

Athugið, nemendur þurfa að stofna sér aðgang og kaupa bókina Project Management, The Managerial Proces á heimasíðu McGraw - Hill. Nánari upplýsingar má finna á Canvas síðu námskeiðsins.

X

Inngangur að mannauðsstjórnun (VIÐ509G)

The course covers the basic principles and techniques of human resource management (HRM). A practical view is taken to integrate the contributions of the behavioral sciences with the technical aspect of implementing HRM practices of recruitment, performance management, development, rewards and employee relations. Not everyone taking this course will become a human resource professional, although they will learn about the role of different HRM professionals in organizations. As this will be the only HRM course that many business students take it is intended to build the base for them as managers playing an integral role in implementing and carrying out HRM policies and practices in organizations. In addition, managers have to understand the HRM department and be able to communicate and cooperate with HRM professionals. The course is designed to be an interactive class as the subject matter of HRM is quite rich and complex. Therefore both preparation before class and participation in class are important factors of the learning process. Practical exercises and analysis of cases will take place in class.

X

Vinnumarkaðurinn og þróun hans (VIÐ510G)

Markmið með námskeiðinu er að kynna fyrir viðskiptafræðinemum helstu grunnatriði í vinnumarkaðsfræðum (industrial/employee relations). Rætt verður um skipulag á íslenskum vinumarkaði, tvískiptingu hans og rætt um mun á hinum almenna og opinbera vinnumarkaði. Fjallað verður um kenningar um vinnumarkaðinn og samskipti aðila vinnumarkaðarins, stofnanauppbyggingu, hlutverk einstakra aðila á vinnumarkaði (verkalýðsfélög, atvinnurekendur og ríkisvald). Fjallað verður um kjarasamninga (fyrirtækja- og vinnustaðasamninga), vinnulöggjöfina, verkföll og verkfallskenningar. Enn fremur farið í helstu réttindi og skyldur í vinnusambandinu, ráðningarsamband, samkeppnisákvæði.

X

Markaðsrannsóknir (VIÐ511G)

Fjallað er um markaðsrannsóknarferlið og mismunandi tegundir og aðferðir markaðsrannsókna. Gerður er greinarmunur á megindlegum og eigindlegum aðferðum og við hvaða aðstæður hvor aðferðir hentar betur. Fjallað er um fyrirliggjandi gögn og frumgögn og nemendur þjálfaðir í að vinna niðurstöður úr tölulegum gögnum og setja þær fram. Gert er ráð fyrir virkri þátttöku nemenda í fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu.

X

Viðskipti og alþjóðasamskipti (VIÐ512G)

Námskeiðinu er ætlað að búa nemendur undir að starfa á vettvangi alþjóðaviðskipta, efla menningarlæsi þeirra og aðlögunarhæfni. Markmið námskeiðsins eru að nemendur: Þekki og geti beitt helstu kenningum um menningarlegan mismun og fjölbreytni. Hafi skilning á og séu meðvitaðir um eigin menningu, gildi og viðhorf og áhrif þeirra á samskipti og hegðun. Hafi skilning á og geti greint vinnumenningu og þjóðmenningu. Hafi skilning á viðskiptum í fjölmenningarlegu samfélagi og samskiptum ólikra hópa. Geti aðlagað sig að fjölbreyttum aðstæðum og átt samskipti við einstaklinga og hópa frá ólíkum menningarheimum. Nemendur taka þátt í fjölmenningarlegri hópvinnu, flytja fyrirlestra og skrifa skýrslur. Öll kennsla og samskipti í námskeiðinu fara fram á ensku.

X

Inngangur að vörumerkjastjórnun (VIÐ513G)

Markmið námskeiðsins er að nemandinn þekki vel til þeirra lykilþátta sem mynda markaðsmál með sérstakri og skarpri áherslu á stjórnun vörumerkja. Marmiðið er að nemandinn skilji lykiláherslur vörumerkjafræða og átti sig á hvernig einstakir þættir þess sviðs tengjast innbyrðis. Ekki síst er lögð áhersla að nemandi átti sig á tengingu vörumerkjafræða við stefnumótun, samkeppnisstöðu og aðgreiningu á markaði.

Gert er ráð fyrir virkri þátttöku nemenda í fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu.

X

Skapandi atvinnugreinar (VIÐ522G)

Markmið námsskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á sérstöðu skapandi atvinnugreina og lista sem hvorutveggja eru háð styrkjum til framfærslu sinnar á sama tíma og hluti af sömu greinum eru í arðbærum rekstri. Jafnframt verður framtíð skapandi atvinnugreina skoðuð í ljósi aukinnar alþjóðavæðingar ekki síst í formi starfrænnar dreifingar.
Kennslan mun fara fram í formi fyrirlestra og umræðutíma og verða gestafyrirlestrar og kynningar fyrirtækja í skapandi atvinnugreinum eftir efnum.

X

Eindahagfræði II (Rekstrarhagfræði II) (HAG201G)

Námskeiðið er framhald af Inngangur að hagfræði/Rekstrarhagfræði I. Áhersla er lögð á nemar öðlist bæði víðtækari og dýpri þekkingu á kenningum hagfræðinnar. Það verður gert með því að gera frekari grein fyrir helstu kenningum í rekstrarhagfræði og sýna hvernig nota megi fræðin til að fjalla skipulega um margvísleg mál.

X

UI - tölvunotkun og töflureiknir (VIÐ201G)

Námskeiðinu er skipt í verklegan- og fræðilegan hluta.

Í verklegum hluta verður farið yfir helstu þætti Excel með áherslu á fjármálaútreikninga, gerð rekstrarlíkana og úrvinnsla gagna. Farið verður yfir hagnýt verkefni sem ætla má að komi nemendum að gagni í öðrum greinum námsins og í starfi síðar meir.

Í fræðilegum hluta verður leitast við að gefa nemendum yfirsýn yfir tölvunotkun í fyrirtækjum, innsýn í fræðilegar hliðar tölvunotkunar og þá þætti sem máli skipta í fjárfestingu og rekstri tölvukerfa.

Í námskeiðinu er gert ráð fyrir að nemendur hafi tölvu og þekkingu á notkun stýrikerfis.

X

Rekstrarbókhald (VIÐ204G)

Kynning á rekstrarbókhaldi. Kynnt verða fjölmörg kostnaðarhugtök og kostnaðargreining (núllpunktsgreining). Farið yfir helstu aðferðir við bókun framleiðslukostnaðar og skiptingu óbeins kostnaðar. Munurinn á rekstrarreikningi út frá aðferð fjárhagsbókhalds og með framlegðarútreikningi. Áætlanagerð, staðalbókhald og frávikagreining. Frammistöðumat deilda og afurða og skipting kostnaðar. Að námskeiðinu loknu eiga nemendur að hafa góðan skilning á mikilvægi rekstrarbókhalds við ákvarðanatöku um rekstur fyrirtækja.

X

Markaðsfærsla þjónustu (VIÐ205G)

Fjallað er um eðli og eiginleika þjónustu, þjónustuþríhyrninginn, þjónustugapið, kauphegðun í þjónustu, væntingar og skynjun ásamt mikilvægi þess að byggja upp varanlegt samband við réttan hóp viðskiptavina. Einnig er fjallað um hönnun þjónustu, staðla og viðmið, umgjörð þjónustu, hlutverk viðskiptavinar í árangursríkri þjónustuframkvæmd, hlutverk starfsfólks í árangursríkri þjónustuframkvæmd, jafnvægi framboðs og eftirspurnar þegar þjónusta er annars vegar, verðlagningu og hvað ber að hafa í huga þegar mótuð er kynningarstefna fyrir þjónustulausnir. Gert er ráð fyrir virkri þátttöku nemenda í fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu.

X

Inngangur að stjórnun (VIÐ258G)

Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur kynnist grundvallar hugtökum, kenningum og aðferðum í stjórnun og forystu fyrirtækja og stofnana. Nálgunin og sjónarhornið er út frá viðfangsefnum og hlutverkum stjórnenda og stjórnun mannauðsins.

Nýttir verða fjölbreyttir kennsluhættir; fyrirlestrar, gestafyrirlestrar, umræður, verkefnavinna, herminám, þar sem leitast er við að ýta undir áhuga, vikni og þátttöku nemenda.

X

Tölfræði A (VIÐ263G)

Markmið námskeiðsins er að byggja traustan grunn undir notkun tölfræði í öðrum námskeiðum, í starfi og í daglegu lífi, og að gera nemendur talnagleggri. Efni: Lýsandi tölfræði. Líkindafræði: atburðir, líkur, hendingar, helstu dreifingar. Ályktunartölfræði. matsaðferðir, tölfræðileg próf. Línulegt aðhvarf.

X

Reikningsskil (VIÐ401G)

Námskeiðið er framhald af Inngangi að fjárhagsbókhaldi. Lögð er áhersla á færslutæknileg atriði í bókhaldi og við lokun uppgjörstímabils, niðurfærsla viðskiptakrafna, afskriftir varanlegra rekstrarfjármuna, viðskiptavild og aðrar óefnislegar eignir, birgðamatsaðferðir, afföll og yfirverð á skuldabréfum, ábyrgðarskuldbindingar, tekjuskattsskuldbinding o.fl. Flokkun áhættufjármuna og peningalegra eigna. Sjóðstreymi. Fyrirmæli laga um ársreikninga verða skoðuð rækilega og höfð hliðsjón af alþjóðlegum reikningsskilastöðlum, IFRS. Útreikningur tekjuskatts er tekinn til meðferðar. Lögð verða verkefni fyrir nemendur í því skyni að gera þá færa um að semja tiltölulega einfaldan ársreikning. Skilaskylt heimaverkefni.

X

Fjármál II (VIÐ402G)

Góðir stjórnarhættir og sérstaklega vönduð fjármálastjórnun hafa úrslitaáhrif á  rekstrarárangur fyrirtækja. Fjármál II er framhald af Fjármálum I þar sem meginviðfangsefnið er fyrirtækið sjálft og hvernig það er rekið í fjármálalegu tilliti.  Þá er farið yfir hvað eru góðir stjórnarhættir, hvernig hvatarnir liggja innan fyrirtækja og hvaða áhrif þeir kunna að hafa á fjárhagslega afkomu félagsins.  Meginviðfangsefni námskeiðsins er fjármálastjórnun, þ.e. fjármagnsskipan félagsins, skammtíma fjármögnun og langtímafjármögnun, gerð fjármögnunaráætlana, arðgreiðslur til hluthafa,  fjárfestingarákvarðanir félagsins, hlutskipti og hegðan þess á fjármálamarkaðnum sjálfum.  Þá verður einnig farið yfir þær ákvarðanir sem stjórnendur standa frammi fyrir þegar verulegir fjárhagserfiðleikar eiga sér stað.

X

Rekstrarstjórnun (VIÐ404G)

Velkomin í Rekstrarstjórnun

Hefurðu einhvern tíma tekið eftir því hvernig allt í kringum okkur virðist einhvern veginn bara virka? Um það snýst þetta námskeið - að afhjúpa heillandi heim ferla í fyrirtækjum sem og daglegu lífi okkar. Við munum kanna hvernig hlutirnir verða til, allt frá minnstu græjum til stærstu véla. Þetta snýst ekki bara um verksmiðjur og færibönd, heldur munum við kynna okkur hvernig allt frá þínu uppáhalds kaffihúsi til allra nýjustu tæknifyrirtækjanna nota ferla til að skila okkur vörum.
Kafað verður ofan í hvernig á að hanna þessa ferla, halda þeim gangandi og bæta þá stöðugt.
Vertu því tilbúin til að líta á heiminn í kringum þig á nýjan hátt, sem röð ferla sem gera líf okkar betra. Vertu tilbúin til að sjá heiminn eins og rekstrarstjóri.

X

Tjáning og samskipti (VIÐ406G)

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur: Geti tjáð hug sinn skýrt í töluðu máli, séu öruggir, áheyrilegir og í góðu sambandi við áheyrendur. Geti tjáð sig skýrt og markvisst í rituðu máli. Þekki fræðin um upplýsingamiðlun á vinnumarkaði. Munnleg tjáning: Raddbeiting, framsögn og öndun. Áheyrileiki og samband við áheyrendur. Kvíði og aðferðir til að yfirvinna hann. Skýrt skipulag og efnistök. Tjáning á fundum og í smærri hópum. Skrifleg tjáning: Einföldun upplýsinga, skýrslugerð og gerð ferilskráa. Upplýsingamiðlun: Skipulag, aðgengi og notagildi upplýsinga, notendagreining. Nemendur taka þátt í munnlegum og skriflegum æfingum. Námskeiðið er kennt á ensku.

X

Stjórnun og skipulagsheildir (VIÐ415G)

Markmiðið er að nemendur öðlist þekkingu og skilning á því hvað skipulagsheild er og á því umhverfi sem skipulagsheildir starfa í. Fjallað er um hagsmunaaðila og hvernig má auka líkurnar á því að ná árangri og virðisauka í rekstri skipulagsheilda. Farið er yfir áhrifaþætti og áskoranir er varða hönnun skipu­­lags og siðferðislegar og samfélagslegar áskoranir. Komið er inn á hvernig ýmsar breytingar og þróun geta haft áhrif á ákvarðanatöku, skipu­lag, stefnu, starfsfólk og menningu. Einnig  er fjallað um umbreyt­ingar og líftíma skipu­lags­heilda, sem og ágreining og völd. Þá verður getið um áhrif gervigreindar á skipulag og starfshætti skipulagsheilda.

X

Stjórnun fjölbreytileika (VIÐ416G)

Fjölbreytileiki er flókið og margþætt fyrirbæri. Í þessu námskeiði verður kafað inn í þetta flókna fyrirbæri með því að veita innsýn inn í félagsfræði, sálfræði, alþjóðasamskipti, mannkynssögu, stjórnun, viðskipti og rannsóknir um skipulagsheildir. Þetta námskeið er hannað með það að markmiði að byggja upp skilning á grunnhugtökum og grundvallarreglum í stjórnun fjölbreytileika, til að gera nemendum kleift að efla samskipti sín við fólk með mismunandi bakgrunn og eiginleika. Það er nauðsynlegt fyrir stjórnendur og starfsfólk skipulagsheilda að þróa fræðileg, hugtaka- og hæfniviðmið, til að auka skilning í þessu sérstaka samhengi og til að geta þróað áhrifaríkar leiðir í stjórnun fjölbreytileika.

X

Markaðsáætlanagerð (VIÐ602G)

Umfjöllunarefni námskeiðsins er gerð stefnumiðaðra markaðsáætlana. Farið er ítarlega í þá aðferðafræði sem tengist gerð markaðsáætlunar, allt frá greiningu markaðstækifæra til aðgerðaáætlunar. Fjallað er um aðferðir við að greina stöðu vöru eða þjónustu á markaði, hvernig móta á markaðsstefnu og hvernig samvali söluráðanna skuli hátta. Nemendur vinna stefnumiðaða
markaðsáætlun fyrir vöru eða þjónustu, 4 í hóp og er ætlað að koma sjálfir með tillögu að verkefnum fyrir skipulagsheild sem þeir vinna undir handleiðslu kennara.

X

Stýring fjármálasafna (VIÐ604G)

Fjallað verður um þá aðferðafræði sem liggur að baki ákvarðanatöku fjárfesta og fyrirtækja við myndun og stýringu eigna- og skuldasafna. Áhættustýring fyrirtækja verður einnig tekin fyrir.

Námskeiðið er kennt á ensku

X

Ársreikningagerð B (VIÐ604M)

Námskeiðið er beint framhald af námskeiðinu Ársreikningagerð A, sem kennt er á haustmisseri. Reiknað er með að nemendum þessa námskeiðs sé fullkunnugt efni fyrra námskeiðsins.
Í námskeiðinu verður fjallað um gildandi reglur í reikningshaldi samkvæmt IFRS og ákvæðum íslenskra laga. Umfjöllunarefni:  sjóðstreymi, tekjuskattur, hagnaður á hlut, fjármálagerningar, tekjuskráning, skuldbindingar, fjármögnunarleigusamningar, fastafjármunir til sölu og aflagður rekstur, fjárfestingaeignir, skuldbindingar, upplýsingar í ársreikningi og tengdir aðilar.

Verkefni verða lögð fyrir og er skilaskylda á þeim.
Áskilinn réttur til breytingar á námskeiðslýsingu.

X

Stefnumótun fyrirtækja (VIÐ609G)

Í upphafi námskeiðs er áherslan á umfjöllun um fagið og skilgreiningar á lykilhugtökum. Markmiðið er að nemandinn nái vel utan um þekkinguna og þau viðfangsefni sem fagið spannar. Síðan er viðfangsefnið greining á ytra umhverfi fyrirtækja og innra umhverfi þeirra. Markmiðið þar er að nemendur nái skilningi og færni í að meta stöðu fyrirtækjanna, þ.m.t styrkleika þeirra og þau tækifæri sem þeim bjóðast. Þá er farið yfir það sem ná þarf utan um í stefnumótun fyrirtækis, sérstaklega heildarstefnu og viðskiptastefnu. Að lokum er farið yfir það sem tryggir árangursríka framkvæmd stefnu. Nýttir verða fjölbreyttir kennsluhættir; fyrirlestrar, umræður, verkefnavinna,  þar sem leitast er við að ýta undir áhuga, vikni og þátttöku nemenda.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Hinrik Hólmfríðarson Ólason
Snæfríður Grímsdóttir
Eyþór Björgvinsson
Hinrik Hólmfríðarson Ólason
BA - í kínverskum fræðum

Ég hafði búið í Taívan og kunni ágætis kínversku áður en ég fór í námið. Í náminu fékk ég/ fá allir skólastyrk til að fara til meginlands Kína. Ég jók því færni mína í ræðu og riti til muna. Að læra sögu Kína í akademísku umhverfi jók líka bæði skilning minn á Kínverjum og kínversku því Kínverjar þekkja söguna sína mjög vel, vitna gjarnan í hana og tala meira í sögulegum málsháttum en við Íslendingar. Ég lærði líka ýmis heillandi forn-fræði en við deildina eru stundaðar rannsóknir á kínverskri heimspeki (daóisma, konfúsíanisma og búddisma). Þetta nám gagnaðist mér bæði í leik og starfi.

Snæfríður Grímsdóttir
BA - í kínverskum fræðum

Námið í kínverskum fræðum var styrkur grunnur fyrir áframhaldandi nám og síðar vinnu. Nemendur öðlast vald á tungumáli hjá sívaxandi stórveldi, en læra einnig að tileinka sér öguð vinnubrögð, gagnrýna hugsun og annað sem er ómissandi á hvaða starfsvettvangi sem er - þess utan eru kennararnir fyrsta flokks! 

Eyþór Björgvinsson
BA - í kínverskum fræðum

Kínversk fræði er frábær námsleið fyrir þá sem hafa áhuga á tungumálum og/eða kínverskum málefnum. Þess má geta að námið er mjög krefjandi en ekki síður skemmtilegt. Í boði eru einstaklega áhugaverð námskeið sem snúa að kínverskri sögu, menningu og samfélagi. Námið er vel skipulagt og kennsluefni mjög áhugavert. Sérstakt hrós fá kínverskukennararnir. Þeir kenndu okkur af miklu kappi og héldu vel utan um hópinn. Kostur er á að klára þriðja skólaárið í Kína. Í raun alger hápunktur námsins þar sem maður er umkringdur kínverskri menningu, sögu og tungu. Skiptinám af þessu tagi er að mínu mati einn besti "kennarinn". Ég get því heils hugar mælt með kínverskri fræði sem aðalgrein.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.