Rússneska
Rússneska
BA gráða – 120 einingar
Rússneska er eitt af útbreiddustu tungumálum veraldar og hafa um 150 milljónir manna rússnesku að móðurmáli. Kunnátta í rússnesku er mikilvæg fyrir pólitísk, efnahagsleg og ekki síst fyrir menningarleg samskipti við Rússland, löndin sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum og Austur-Evrópu. Rússneska er – og verður – eitt af mikilvægustu tungumálum alþjóðlegra samskipta og stjórnmála.
Skipulag náms
- Haust
- Mál og menning á umbrotatímum
- Mál og menning I: Vinnulag og aðferðir í hugvísindum
- Rússnesk málfræði IE
- Rússnesk málnotkun IE
- Rússneskar bókmenntir I: 19. öld
- Vor
- Mál og menning II. Menning: að greina og skilja
- Mál og menning II. Menning: að greina og skilja
- Rússnesk málfræði IIE
- Rússnesk málnotkun IIE
- Rússland á tuttugustu öld: Sovétsaga
Mál og menning á umbrotatímum (MOM101G, MOM102G)
Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum grunnþjálfun í meðferð ritaðs máls og fræðilegum skrifum. Nemendur hljóta þjálfun í ritun með vikulegum heimaverkefnum, fyrirlestrum, umræðum og ritstundum. Auk þess heimsækja nemendur Ritver Háskóla Íslands og fá þar ráðgjöf. Í námskeiðinu er fjallað um vinnulag við ritun fræðilegra texta, val og afmörkun viðfangsefnis, byggingu ritsmíðarinnar, heimildanotkun og frágang. Nemendur fá einnig þjálfun í málnotkun í fræðilegum textum og fjallað verður meðal annars um málsnið, stíl, stafsetningu, greinarmerkjasetningu og hjálpargögn málnotenda. Nemendur skrifa fræðilega ritgerð í leiðsagnarmati og fá reglulega endurgjöf kennara og aðstoðarkennara. Námsmat byggist á vikulegum heimaverkefnum, miðmisserisverkefni, lokaverkefni og virkri þátttöku nemenda í tímum, ritstundum og heimsóknum í Ritverið.
ATHUGIÐ! NÁMSKEIÐIÐ ER KENNT Á ÍSLENSKU OG Í STAÐNÁMI. ÞEIR SEM TAKA NÁMSKEIÐIÐ Á ENSKU OG Í FJARNÁMI EIGA AÐ VERA SKRÁÐIR Í MOM102G.
MOM101G er ætlað nemendum í erlendum tungumálum ÖÐRUM en ensku. Nemendur í ensku og þeir sem ekki eiga íslensku að móðurmáli eiga að vera skráðir í MOM102G.
Mál og menning I: Vinnulag og aðferðir í hugvísindum (MOM101G, MOM102G)
Námskeiðið er inngangsnámskeið í Mála- og menningardeild. Megin markmið og tilgangur námskeiðsins er kynning á grundvallar hugtökum og sértækum orðaforða á þessu sviði, skoðun á gagnrýnni hugsun til að auka lesskilning akademískra texta, innleyðing gagnlegra námsaðferða og fræðilegra vinnubragða er stuðla að árangursríku háskólanámi, umræður um ritstuld og fræðilegan heiðarleika, mat á fræðilegum kröfum o.s.frv. Nemendur fá hagnýta þjálfun í gagnrýnu mati á fræðilegum textum og gagnrýnni greiningu innihalds þeirra, að þekkja/auðkenna ákveðna orðræðu (munstur) og uppbyggingu ýmissa textategunda, að velja viðeigandi og trúverðugar heimildir og kynningu á greinandi lestri. Að auki fá nemendur að kynnast mikilvægi akademísks læsis til að auka skilning á fræðilegu efni, ritun þess og framsetningu.
Námskeiðið er kennt á ensku og er ætlað nemendum:
- Í ensku til BA
- Annarra erlendra tungumála en ensku
*Þeir nemendur sem vantar einingar vegna breyts fyrirkomulags Mála og menningar námskeiðana, þar sem MOM102 var áður 5 einingar, þurfa að bæta við sig einstaklingsverkefni (MOM001G, 1 eining) innan MOM102 námskeiðsins.
- Þetta einstaklingsverkefni er einungis ætlað þeim nemendum sem sátu MOM202G fyrir skólaárið 2024-2025, og eru núna í MOM102G, og því einungis með 9 einingar í Mála og menningar námskeiðunum.
- Nemendur sem ætla að bæta upp einingafjöldann með 6 eininga námskeiði innan greinar er frjálst að gera það og taka ekki þetta einstaklingsverkefni.
Til að skrá sig í einstaklingsverkefnið þarf að hafa samband við kennara MOM102G.
Rússnesk málfræði I (RÚS103G)
Inntak / viðfangsefni:
Ítarlega er farið yfir stafrófið, framburðar- og réttritunarreglur. Farið verður í orðaforða og málfræði sem ætlaður rússneskunemum á byrjendastigi, s.s.:
- nafnorð, lýsingarorð og fornöfn í nefnifalli eintölu og fleirtölu
- beyging nafnorða og fornafna í eintölu
- töluorð (1-1000)
- nútíðarbeyging sagna
- þátíðar- og framtíðarmyndun sagna og algengustu notkun sagnhorfa í nútíð og þátíð.
Nemendur fá einnig þjálfun í að setja fram einfaldar spurningar og svör og byrjað verður að kynna setningafræði einfaldra og samsettra setninga.
Áhersla er lögð á skriftarþjálfun.
Í námskeiðinu er farið yfir meginhluta þess efnis sem ætlaður er til að ná þekkingu á stigi A1.
Samhliða þessu námskeiði er gert ráð fyrir að byrjendur í rússnesku taki einnig námskeiðið RÚS104G: Rússnesk málnotkun I.
Kennsluhættir / vinnulag:
Námskeiðið krefst virkrar þátttöku nemenda. Tímarnir samanstanda af hefðbundinni kennslu sem og lifandi tal- og málfræðiþjálfun. Málfræði og málnotkun fléttast saman í kennslu. Kennsluefni byggir á töflum og yfirliti yfir málfræði, textum og æfingum af ýmsu tagi. Unnið verður með munnlegar og skriflegar æfingar. Æfingarnar byggja á orðaforða og málfræði sem nemendum á byrjendastigi er ætlað að kunna skil á.
Áhersla er lögð á að nemendur sinni heimavinnu.
Rússnesk málnotkun I (RÚS104G)
Inntak / viðfangsefni:
Ítarlega er farið yfir stafrófið og framburðarreglur. Farið verður í orðaforða sem ætlaður rússneskunemum á byrjendastigi. Nemendur fá þjálfun í að setja fram einfaldar spurningar og svör, halda uppi einföldum samræðum, segja frá sjálfum sér, fjölskyldu sinni, áhugamálum og nærumhverfi, endursegja texta og fjalla um þá. Byggt er á þeirri málfræði sem unnið er með í RÚS103G: Rússneskri málfræði I.
Byrjað verður að kynna setningafræði einfaldra og samsettra setninga. Áhersla er lögð á tal-, hlustunar- og skriftarþjálfun.
- Í námskeiðinu er farið yfir meginhluta þess efnis sem ætlaður er til að ná þekkingu á stigi A1.
- Samhliða þessu námskeiði er byrjendum í rússnesku skylt að taka námskeiðið RÚS103G: Rússnesk málfræði I.
Kennsluhættir / vinnulag:
Námskeiðið krefst virkrar þátttöku nemenda. Tímarnir samanstanda af hefðbundinni kennslu sem og lifandi tal- og málfræðiþjálfun. Kennsluefni byggir textum og æfingum af ýmsu tagi. Unnið verður með munnlegar og skriflegar æfingar. Æfingarnar byggja á orðaforða og málfræði sem nemendum á byrjendastigi er ætlað að kunna skil á.
- Áhersla er lögð á að nemendur sinni heimavinnu.
- Auk hefðbundinnar kennslu eru vikulegir tímar í málveri, sem er hluti af námskeiðinu.
Rússneskar bókmenntir I: 19. öld (RÚS106G, RÚS201G)
Fjallað verður um strauma og stefnur í rússneskum bókmenntum á 19. öld og upphafi þeirrar 20. Lesnir verða valdir textar og verk í íslenskum eða enskum þýðingum. Fjallað verður um verkin og höfunda þeirra (Púshkín, Lermontov, Gogol, Túrgenev, Dostojevskí, Tolstoj, Tsjekhov o.fl.), sem og hlutverk og stöðu bókmennta í samfélagsumræðu í Rússlandi á gullöld rússneskra bókmennta á 19. öld og við aldahvörf.
Kennsluhættir / vinnulag:
Kennsla byggir á fyrirlestrum og umræðum.
Námskeiðið er kennt á íslensku.
Mál og menning II. Menning: að greina og skilja (MOM201G, MOM202G)
Falsfréttir, falsanir byggðar á gervigreind og afneitun á vísindalegum og sögulegum staðreyndum verður stöðugt algengari í okkar samtíma. Því er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að vera fær um að greina og skilja stjórnmál, menningu og samfélagið með gagnrýnu hugarfari.
Í námskeiðinu er athygli beint að menningu og málvísindum í þeim tilgangi að efla getu ykkar sem nemendur og borgarar til þess að túlka sjónræna menningu, texta og tungumál. Þið fáið þjálfun í að beita hæfileikum ykkar með greiningu á stuttum frásögnum, skoðun á ljósmyndum og með því í rýna í nokkur áhugaverð einkenni tungumálsins. Stuðst verður við valda kafla eða greinar um bókmenntafræði, menningarfræði, sjónræn menning og málvísindi.
Megináhersla í kennslustundum verður lögð á að efla gagnrýna hugsun og umræður. Þið fáið tækifæri til að deila skoðunum ykkar með samnemendum og verða þátttakendur í umræðusamfélagi um viðfangsefni námskeiðsins.
Námskeiðshlutar:
- Textar undir smásjá
- Sjónræn menning og myndlæsi
- Að skilja tungumál
Mál og menning II. Menning: að greina og skilja (MOM201G, MOM202G)
Falsfréttir, falsanir byggðar á gervigreind og afneitun á vísindalegum og sögulegum staðreyndum verður stöðugt algengari í okkar samtíma. Því er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að vera fær um að greina og skilja stjórnmál, menningu og samfélagið með gagnrýnu hugarfari.
Í námskeiðinu er athygli beint að menningu og málvísindum í þeim tilgangi að efla getu ykkar sem nemendur og borgarar til þess að túlka sjónræna menningu, texta og tungumál. Þið fáið þjálfun í að beita hæfileikum ykkar með greiningu á stuttum frásögnum, skoðun á ljósmyndum og með því í rýna í nokkur áhugaverð einkenni tungumálsins. Stuðst verður við valda kafla eða greinar um bókmenntafræði, menningarfræði, sjónræn menning og málvísindi.
Megináhersla í kennslustundum verður lögð á að efla gagnrýna hugsun og umræður. Þið fáið tækifæri til að deila skoðunum ykkar með samnemendum og verða þátttakendur í umræðusamfélagi um viðfangsefni námskeiðsins.
Námskeiðshlutar:
- Textar undir smásjá
- Sjónræn menning og myndlæsi
- Að skilja tungumál
Rússnesk málfræði II (RÚS203G)
Inntak / viðfangsefni:
Námskeiðið byggist á orðaforða og málfræði sem ætluð er nemendum á grunnstigi. Fjallað verður um beygingu nafnorða, lýsingarorða og fornafna í fleirtölu; raðtölur, hreyfisagnir án forskeyta og notkun sagnhorfa í nafnhætti og boðhætti. Byrjað verður að fjalla um setningafræði samsettra setninga: aðalsetningar með aðaltengingu, og aðalsetningar með aukasetningu (tilvísunar-, skilyrðis- og tilgangssetningar).
- Í námskeiðinu er lokið við að fara yfir málfræði á stigi A1 og farið yfir megin hluta þeirrar málfræði sem tilheyrir stigi A2.
- Samhliða þessu námskeiði er byrjendum í rússnesku skylt að taka námskeiðið Rússnesk málnotkun II: RÚS204G
Kennsluhættir / vinnulag:
Námskeiðið krefst virkrar þátttöku nemenda. Tímarnir samanstanda af hefðbundinni kennslu sem og lifandi tal- og málfræðiþjálfun. Málfræði og málnotkun fléttast saman í kennslu. Kennsluefni byggir á töflum og yfirliti yfir málfræði og textum af ýmsu tagi. Unnið verður með munnlegar og skriflegar æfingar. Æfingarnar byggja á orðaforða og málfræði sem nemendum á byrjendastigi er ætlað að kunna skil á. Lesnir verða textar um tiltekin efni og unnið með þá á ýmsan hátt – einkum skriflega.
- Áhersla er lögð á að nemendur sinni heimavinnu.
- Auk hefðbundinnar kennslu í málfræði eru haldnir vikulegir málfræðiæfingatímar.
Rússnesk málnotkun II (RÚS204G)
Inntak/viðfangsefni:
Nemendur fá áframhaldandi þjálfun í skrift, lestri og talmáli, þannig að þeir nái tökum á að skilja og taka þátt í samræðum um hversdagsleg og menningartengd efni. Námsefnið byggir á þematísku efni; þ.e. unnið verður með ákveðin þemu sem nemendum er ætlað að geta fjallað um í samtölum, sem og munnlegri og skriflegri frásögn, (áhugamál, nám, söfn, leikhús, kvikmyndir o.fl.). Í því efni sem lagt verður fyrir er fjallað m.a. um sögu og menningu Rússlands. Sérstök áhersla verður lögð á þjálfa framburð og tónfall, bæði í talmáli og lestri.
- Í námskeiðinu er lokið við að fara yfir málnotkunarefni á stigi A1 og farið yfir megin hluta þess efnis sem tilheyrir stigi A2.
- Samhliða þessu námskeiði er byrjendum í rússnesku skylt að taka námskeiðið Rússnesk málfræði II: RÚS203G
Kennsluhættir / vinnulag:
Námskeiðið krefst virkrar þátttöku nemenda. Tímarnir samanstanda af hefðbundinni kennslu sem og lifandi talþjálfun. Málfræði og málnotkun fléttast saman í kennslu. Unnið verður með munnlegar og skriflegar æfingar. Æfingarnar byggja á orðaforða og málfræði sem nemendum á byrjendastigi er ætlað að kunna skil á. Lesnir verða textar um tiltekin efni og fjallað um þá í frásögn og samtölum.
- Áhersla er lögð á að nemendur sinni heimavinnu.
- Auk hefðbundinnar kennslu í málnotkun eru vikulegir æfingatímar í málveri.
Rússland á tuttugustu öld: Sovétsaga (RÚS206G, RÚS210G)
Í námskeiðinu er megináhersla lögð á það samfélag sem varð til eftir hrun keisaraveldisins 1917. Fjallað er um byltingarnar tvær það ár, borgarastríðið 1918-1922 og stofnun Sovetríkjanna í lok þess. Horft er sérstaklega til þess hvernig bolsévíkar sáu fyrir sér fjölþjóðlegt ríki á þriðja og fjórða áratugnum og hvernig reynt var með samyrkjubúskap og iðnvæðingu að móta sovéskt samfélag eftir sýn og aðferðum Stalínismans. Fjallað er um fangabúðakerfi Stalíns og hreinsanirnar miklu, þolraun styrjaldarinnar og áhrifin sem hún hafði á samfélagsþróun og stjórnarhætti. Farið er hraðar yfir eftirstríðsárin: þíðu Khrusjov tímans, stöðnunarskeið Brezhnev áranna og perestrojku Gorbatsjovs. Staða helstu sovétlýðvelda auk Rússlands verður skoðuð vandlega, einkum Úkraínu og rýnt í sögulega þætti sem geta varpað ljósi á innlimun Krímskagans 2014 og allsherjar innrás Rússa 2022. Í lok námskeiðsins verður rætt um ólíkar túlkanir á stöðu Rússlands í dag – hvort núverandi stjórnarfar sé tímabundið afturhvarf til fyrri hátta eða hvort Pútínstjórninni hafi tekist að skapa varanlegan klofning milli Rússlands og Vesturlanda.
- Haust
- Rússnesk málfræði III
- Rússnesk málnotkun III
- Rússneskar bókmenntir I: 19. öld
- Vor
- Rússland á tuttugustu öld: Sovétsaga
- BA-ritgerð í rússnesku
- Rússneskar bókmenntir II: 20. öld
- Rússneska IVE
- Tungumál og leiklistV
Rússnesk málfræði III (RÚS308G)
Fjallað verður um sagnaratviksorð, lýsingarhátt, hreyfisagnir með forskeytum o.fl. Haldið verður áfram að fjalla um samsettar setningar og setningafræði. Kennsluhættir / vinnulag: Námskeiðið krefst virkrar þátttöku nemenda. Unnið verður með munnlegar og skriflegar æfingar. Æfingarnar byggja á orðaforða og málfræði sem nemendum á fyrri hluta stigs B1 er ætlað að kunna skil á. Tímarnir samanstanda af hefðbundinni kennslu sem og virkri málfræðiþjálfun.
Rússnesk málnotkun III (RÚS309G)
Viðfangsefni: Nemendur fást við skrifleg og munnleg verkefni og fá þjálfun í að halda uppi samræðum um hversdagsleg og menningartengd málefni. Í textunum, sem unnið verður með, kynnast nemendur meðal annars orðtökum, málsháttum og málvenjum af ýmsu tagi. Æfingar verða lagðar þannig fyrir að nemendur þjálfist í að nota kunnáttu sína á lifandi hátt, í sem fjölbreyttustu aðstæðum. Áhersla verður lögð á að nemendur kynnist rússneskum talvenjum, til að auka skilning þeirra á hegðun og viðbrögðum við tilteknar aðstæður, sem og á rússneskum siðum og venjum. Í lok námskeiðsins ættu nemendur að geta tekið þátt í samræðum um tiltekin efni, tjáð skoðun sína á þeim og lagt á þau mat, með því m.a. að nota lýsandi orðfæri og föst orðasambönd. Einnig ættu nemendur að geta samið sjálfstæða frásögn (munnlega eða skriflega) um viðfangsefnin.
Kennsluhættir / vinnulag: Lesnir verða textar af ýmsu tagi; umræður og æfingar. Notast verður við myndefni eftir því sem hægt er. Unnið er með orðaforða og málfærni sem nemendum á fyrri hluta stigs B1 er ætlað að kunna skil á.
MÁLVER (æfingatímar): 80 mínútur aukalega í viku, talþjálfun og æfingar.
Rússneskar bókmenntir I: 19. öld (RÚS201G, RÚS106G)
Fjallað verður um strauma og stefnur í rússneskum bókmenntum á 19. öld og upphafi þeirrar 20. Lesnir verða valdir textar og verk í íslenskum eða enskum þýðingum. Fjallað verður um verkin og höfunda þeirra (Púshkín, Lermontov, Gogol, Túrgenev, Dostojevskí, Tolstoj, Tsjekhov o.fl.), sem og hlutverk og stöðu bókmennta í samfélagsumræðu í Rússlandi á gullöld rússneskra bókmennta á 19. öld og við aldahvörf.
Kennsluhættir / vinnulag:
Kennsla byggir á fyrirlestrum og umræðum.
Námskeiðið er kennt á íslensku.
Rússland á tuttugustu öld: Sovétsaga (RÚS206G, RÚS210G)
Í námskeiðinu er megináhersla lögð á það samfélag sem varð til eftir hrun keisaraveldisins 1917. Fjallað er um byltingarnar tvær það ár, borgarastríðið 1918-1922 og stofnun Sovetríkjanna í lok þess. Horft er sérstaklega til þess hvernig bolsévíkar sáu fyrir sér fjölþjóðlegt ríki á þriðja og fjórða áratugnum og hvernig reynt var með samyrkjubúskap og iðnvæðingu að móta sovéskt samfélag eftir sýn og aðferðum Stalínismans. Fjallað er um fangabúðakerfi Stalíns og hreinsanirnar miklu, þolraun styrjaldarinnar og áhrifin sem hún hafði á samfélagsþróun og stjórnarhætti. Farið er hraðar yfir eftirstríðsárin: þíðu Khrusjov tímans, stöðnunarskeið Brezhnev áranna og perestrojku Gorbatsjovs. Staða helstu sovétlýðvelda auk Rússlands verður skoðuð vandlega, einkum Úkraínu og rýnt í sögulega þætti sem geta varpað ljósi á innlimun Krímskagans 2014 og allsherjar innrás Rússa 2022. Í lok námskeiðsins verður rætt um ólíkar túlkanir á stöðu Rússlands í dag – hvort núverandi stjórnarfar sé tímabundið afturhvarf til fyrri hátta eða hvort Pútínstjórninni hafi tekist að skapa varanlegan klofning milli Rússlands og Vesturlanda.
BA-ritgerð í rússnesku (RÚS241L)
BA-ritgerð í rússnesku.
BA-ritgerð í rússnesku.
Lýsing:
Nemandi velur viðfangsefni sem tengist fræðasviðinu í samráði við leiðbeinanda, fjallar um það á gagnrýnin hátt og greinir frá kenningalegum bakgrunni og álitamálum sem tengjast því.
Ætlast er til að nemandi geti að hluta nýtt sér heimildir á rússnesku; sem efni til þýðingar og/eða sem fræðilegar heimildir.
Lengd: 8-10 þúsund orð
Rússneskar bókmenntir II: 20. öld (RÚS301G)
Í upphafi 20. aldar var mikil gróska í öllu menningarlífi í Rússlandi og bókmenntirnar voru þar engin undantekning. Hver urðu örlög bókmenntanna og rithöfunda í umróti byltingar og borgarastríðs, á tímum ógnarstjórnar í Sovétríkjunum og síðar á tímum þíðu, stöðnunar og hruns Sovétríkjanna? Fjallað verður um samfélagslegt, pólitískt og heimspekilegt hlutverk bókmennta í Rússlandi, stöðu höfundarins gagnvart ríkisvaldinu á miklum umbrotatímum í sögu landsins og samtali bókmenntanna við fortíð og samtíð.
Í námskeiðinu lesum við ljóð, smásögur og lengri verk, eftir höfunda eins og Maxím Gorkí, Vladímír Majakovskí, Míkhaíl Búlgakov, Ívan Búnín, Ísaak Babel, Andrej Platonov, Önnu Akhmatovu, Borís Pasternak, Aleksander Solzhenítsyn, Ljúdmílu Petrúshevskaju og fleiri.
Kennsluhættir / vinnulag: Fyrirlestrar, umræður.
Rússneska IV (RÚS408G)
Fjallað verður um atviksorð, lýsingarhátt, fornöfn, fleirfaldstölur, smáorð o.fl. Haldið verður áfram að fjalla um samsettar setningar. Nemendur fá frekari þjálfun í notkun tal- og ritmáls, svo þeir geti tekið þátt í samræðum um hversdagsleg og samfélagsleg málefni. Lesnir verða textar af ýmsu tagi.
Unnið er með orðaforða, málfræði og málnotkun sem nemendum á seinni hluta B1 er ætlað að hafa vald á.
Kennsluhættir / vinnulag: Námskeiðið krefst virkrar þátttöku nemenda. Unnið verður með munnlegar og skriflegar æfingar. Tímarnir samanstanda af hefðbundinni kennslu og virkri málfræðiþjálfun. Í þessu námskeiði er lokið við að fara yfir námsefni fyrir stig B1. Áhersla er lögð á að nemendur sinni heimavinnu.
Auk hefðbundinnar kennslu verða vikulegir tímar ætlaðir málfræðiæfingum.
Tungumál og leiklist (MOM401G)
Valnámskeið í leiklist fyrir nemendur í Mála- og menningardeild, á 2. og 3. ári BA-náms, er samstarfsverkefni deildarinnar.
Nemendur vinna með þekkt leikverk á því tungumáli sem þeir eru að læra, en kennslan fer fram á íslensku og nemendur geta nýtt sér íslensku þýðinguna ef vill.
Nemendur velja senur úr verkinu með sviðsetningu í huga.
Þessi hluti skiptist í upphitunaræfingar, slökunaræfingar og ýmis konar framburðaræfingar. Vinna nemenda felst í samvinnu að leita leiða við uppsetningu þeirra sena sem valdar voru í fyrri hlutanum.
Kennarar í þeim tungumálum sem taka þátt aðstoða við framburð og tjáningu í viðkomandi tungumáli.
Kennslan fer fram í fyrirlestrasal Veraldar á miðvikudögum frá kl. 15:00 til 18:00 og er mæting forsenda þess að þetta verkefni nái markmiðum sínum.
Hámarksfjöldi nemenda er 15.
Hafðu samband
Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2
Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.
Fylgstu með Hugvísindasviði:
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.