Skip to main content
17. janúar 2021

Sálrækt fyrir nemendur fer af stað á ný

Sálrækt fyrir nemendur fer af stað á ný - á vefsíðu Háskóla Íslands

Sálrækt á vegum Sálfræðiráðgjafar háskólanema hefst á ný eftir jólaleyfi þriðjudaginn 19. janúar en um er að ræða hópmeðferð fyrir nemendur sem vilja leysa úr sálrænum vanda eða bæta geðheilsu sína eða samskipti. Hópfundir verða haldnir í Setbergi – húsi kennslunnar vikulega á þriðjudögum kl. 14-15.30. 

Sálrækt hefur verið í boði undanfarin þrjú skólaár undir stjórn dr. Gunnars Hrafns Birgissonar, sérfræðings í klínískri sálfræði, og sálfræðinganna Jóhanns Pálmars Harðarsonar, Kristjönu Þórarinsdóttur og Kristjáns Helga Hjartasonar sem stunda doktorsnám við Sálfræðideild skólans. Unnið er út frá tilvistarsálfræði og hugrænni tilfinninga- og atferlismeðferð. 

Áhugasöm geta sent póst á hopmedferd@hi.is með nafni sínu og símanúmeri til að sækja um þátttöku. Athugið að þátttökufjöldi er takmarkaður og háður bæði húsrými og viðeigandi sóttvarnarreglum. Fyrstu umsækjendur komast að fyrstir. Af biðlista geta svo nýir komist að eftir því sem pláss opnast. Þátttakan er gjaldfrjáls. 

Logo Sálræktar