Skip to main content
3. mars 2021

Skráning hafin á 20. líf- og heilbrigðisvísindaráðstefnuna

Skráning hafin á 20. líf- og heilbrigðisvísindaráðstefnuna - á vefsíðu Háskóla Íslands

Opnað hefur verið fyrir móttöku ágripa og skráningu á 20. líf- og heilbrigðisvísindaráðstefnu Háskóla Íslands. Ráðstefnan fer fram dagana 2. og 3. júní 2021 í streymi og á Hilton Reykjavík Nordica, eftir því sem samkomureglur leyfa. Á ráðstefnunni verður hægt kynna sér það sem er efst á baugi í líf- og heilbrigðisvísindum á Íslandi. Það er ókeypis á ráðstefnuna og hún er opin öllum innan HÍ og utan. 

Á dagskrá ráðstefnunnar verða málstofur, örfyrirlestrar, spennandi gestafyrirlesarar og opnir fyrirlestrar fyrir almenning. Sérstök áhersla er lögð á að málstofur á ráðstefnunni verði þverfræðilegar til þess að tengja saman vísindafólk úr ólíkum greinum. Einnig verður boðið upp á málstofur á ensku. 

Heilbrigðisvísindasvið býður öllum þeim sem stunda rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum að senda inn ágrip á ráðstefnuna. Skilafrestur ágripa er til miðnættis 22. mars.

Skráning, skil ágripa og nánari upplýsingar á heimasíðu ráðstefnunnar: lifogheil.hi.is

Ráðstefnan fór síðast fram í ársbyrjun 2019 og var ein sú fjölmennasta frá upphafi. Þar voru um 300 rannsóknir til umfjöllunar og viðfangsefni þeirra af ólíkum toga úr flestum greinum líf- og heilbrigðisvísinda. 

Undirbúningur og framkvæmd 20. ráðstefnunnar er í höndum skrifstofu Heilbrigðisvísindasviðs og sérstakrar ráðstefnunefndar. Í nefndinni sitja:

  • Helga Jónsdóttir, formaður og prófessor við Hjúkrunarfræðideild
  • Ásgeir Haraldsson, prófessor við Læknadeild
  • Bryndís Eva Birgisdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild
  • Eiríkur Steingrímsson, prófessor við Læknadeild
  • Elvar Örn Viktorsson, lektor við Lyfjafræðideild
  • Erna Rún Einarsdóttir, lektor við Tannlæknadeild
  • Fanney Þórsdóttir, dósent við Sálfræðideild
  • Jóhanna Jakobsdóttir, rannsóknasérfræðingur við Miðstöð í lýðheilsuvísindum
  • Þórarinn Sveinsson, prófessor við Námsbraut í sjúkraþjálfun
Nemendur títra