Aurora er samstarfsnet öflugra evrópskra rannsóknaháskóla sem vinnur að kennsluþróun og nýsköpun í starfsemi háskóla til að gera nemendum betur kleift að takast á við hnattrænar áskoranir samtímans. Í forgangi er að stuðla að nýsköpun í kennslu og námi og hámarka samfélagsleg áhrif rannsókna. Aurora samstarfið fléttar heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í allt starf sitt og leggur áherslu á virka þátttöku nemenda. Aurora-bandalagið (e. Aurora Alliance) Aurora hefur verið valið af Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til að vera eitt af svokölluðum evrópskum háskólabandalögum (e. European University Alliance) sem er ætlað að efla samstarf evrópskra háskóla og styrkja þá til sóknar í samkeppni við háskóla annars staðar í heiminum. Sem Aurora-bandalag fá samstarfsskólarnir fjárstyrk til samstarfsins, þeir skuldbinda sig um leið til að leggja fram visst mótframlag í sameiginleg verkefni og að gera grein fyrir árangri samstarfsins. Áhersla er á fjögur meginsvið í samstarfinu: Sjálfbærni og loftslagsbreytingar Stafrænt samfélag og alþjóðleg borgaravitund Heilsa og vellíðan Menning: Margbreytileiki og sjálfsmyndir Í hverju felst samstarfið? Innan hvers áherslusviðs ætlum við að stuðla að markvissu samstarfi milli akademískra starfsmanna háskólanna um að búa til sameiginleg námskeið og námsleiðir Innleiða ný hæfniviðmið fyrir samfélagslega nýsköpun í námskeiðum háskólans Skapa fjölbreytt tækifæri fyrir nemendur til að stunda hluta af námi sínu við aðra Aurora háskóla Langtímamarkmið Aurora er að verða sameiginlegur og alþjóðlegur vettvangur háskólanáms, rannsókna og þjónustu við samfélög. Hver eru helstu markmiðin? Þjálfa frumkvöðlahugsun og getu hjá fjölbreyttum hópi nemenda til að takast á við stórar og flóknar samfélagslegar áskoranir Gera starfsfólki kleift að nýta rannsóknarinniviði og rannsóknaþjónustu hjá hinum Aurora háskólunum Auka samstarf í námi, rannsóknum og nýsköpun við nemendur og samfélagið í heild, bæði innanlands og á alþjóðlegum vettvangi Leiða með fordæmi með því að vera frumkvöðlar á sviði sjálfbærni og minnka kolefnisfótspor okkar í þágu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna Hvernig er samstarfið styrkt? Aurora-bandalagið hefur hlotið sjö milljóna evra styrk frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sem hluti af flaggskipi þeirra European Universities áætluninni, en því er ætlað að styrkja evrópskt háskólakerfi í harðri samkeppni við háskóla annars staðar í heiminum. Sótt hefur verið um viðbótarstyrki til Evrópusambandsins til frekara samstarfs. Viltu vita meira um starfsemi Aurora-bandalagsins? Skoðaðu vinnupakkana Miðlæg vefsíða Aurora-bandalagsins Aurora-bandalagið samanstendur af níu evrópskum háskólanum staðsettum vítt og breitt um álfuna og þar að auki fjórum samstarfsskólum (e. Associate Partners) og einum alþjóðlegum (e. Global Partner). Hvernig stuðlar Aurora-bandalagið að sjálfbærni? Aurora-háskólanetið (e. Aurora Network) Aurora háskólanetið var stofnað árið 2016 af nokkrum evrópskum háskólum sem vildu efla samstarf í gegnum kennslu og rannsóknir með áherslu á sjálfbæra þróun. Skólarnir áttu það sameiginlegt að vera alhliða rannsóknaháskólar með háan áhrifastuðul rannsókna. Viltu vita meira um Aurora? Fyrirspurnir, ábendingar eða hugmyndir má senda á: aurora@hi.is Sameiginleg vefsíða Aurora er með upplýsingar um samstarfið og tækifæri á næstunni fyrir nemendur og starfsfólk. Tengiliðir Aurora hjá Háskóla Íslands: Fanney Karlsdóttir, verkefnisstjóri Aurora (fanneyk@hi.is) Sandra Berg Cepero, verkefnisstjóri Aurora kennslumála (sandra@hi.is) Freyja Oddsdóttir, verkefnisstjóri Aurora rannsóknasamstarfs (freyjaodds@hi.is) Alma Ágústsdóttir, verkefnisstjóri Aurora nemendatækifæra (almaagusts@hi.is) Um hvað snýst Aurora? facebooklinkedintwitter