Menntun framhaldsskólakennara, MT
Menntun framhaldsskólakennara
MT gráða – 120 einingar
Námið býður upp á fjölbreytt val kjörsviða með sérhæfingu í ákveðnum viðfangsefnum skólastarfsins þvert á námsgreinar og skólastig. Námið er sniðið að nemendum sem hafa bakkalár gráðu í einhverri kennslugrein framhaldsskóla og að framhaldsskólakennurum sem eru nú þegar með leyfisbréf.
Skipulag náms
- Haust
- Inngangur að kennslufræði
- Kennsla íslensku og vettvangsnám 1B
- Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 1B
- Kennsla samfélagsgreina og vettvangsnám 1B
- Kennsla náttúrufræði og stærðfræði og vettvangsnám 1B
- Kennsla list- og verkgreina og vettvangsnám 1B
- Vor
- Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum
- Kennsla íslensku og vettvangsnám 2B
- Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 2B
- Kennsla samfélagsgreina og vettvangsnám 2B
- Kennsla náttúrufræði og stærðfræði og vettvangsnám 2B
- Kennsla list- og verkgreina og vettvangsnám 2B
Inngangur að kennslufræði (KEN104F)
Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn inn í íslenskar og alþjóðlegar rannsóknir og kenningar á sviði skólastarfs. Meginviðfangsefni námskeiðs eru kenningar um og rannsóknir á námi, samskiptum og kennsluháttum. Einnig eru kenningar um og rannsóknir á starfi og fagmennsku kennara, svo og lagaákvæði, siðareglur og þess háttar, meðal meginviðfangsefna námskeiðsins.
Við val viðfangsefna og skipulag námskeiðsins er tekið mið af því að meginstarfsvettvangur þeirra sem taka námskeiðið verður í framhaldsskóla.
Kennsla íslensku og vettvangsnám 1 (ÍET104F)
Í námskeiðinu kynnast nemendur undirstöðuatriðum í kennslu íslensku, fá kennslu í verkefnagerð á flestum sviðum íslensku og grundvallarþjálfun í námsmati í íslensku á framhaldsskólastigi. Þá verður leikni nemenda við að vinna með aðalnámskrá efld. Lögð er áhersla á að nemendur læri aðferðir til að hagnýta fræðilega þekkingu sína á faggreininni og nýti sér ígrundun til að móta og þróa hugmyndir um eigin kennslu og nám nemenda. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi.
Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.
Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.
Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 1 (ÍET105F)
Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í kennslu erlendra tungumála og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um tungumálanám og kennslu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna og þróa sig sem kennarar. Viðeigandi kenningar, hugtök og aðferðir varðandi nám og kennslu erlendra tungumála eru kynntar, rannsakaðar og ræddar.
Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.
Kennsla samfélagsgreina og vettvangsnám 1 (SFG105F)
Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í samfélagsgreinum og nokkrum greinum hugvísinda, að frátöldum íslensku og námi í erlendum tungumálum, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi. Lögð er áhersla á mikilvægi ígrundunar fyrir verðandi kennara. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í samfélagsgreinum og verði þannig betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróast sem kennarar.
Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.
Kennsla náttúrufræði og stærðfræði og vettvangsnám 1 (SNU103F)
Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í náttúrufræðigreinum og stærðfræði, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gengið er út frá því að það að læra að kenna felist að miklu leyti í því að ígrunda og móta hugmyndir sínar um eigin kennslu. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í náttúrufræði og/eða stærðfræði þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróa sig sem kennarar.
Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.
Kennsla list- og verkgreina og vettvangsnám 1 (LVG104F)
Nemendur kynnast uppbyggingu námsbrauta og markmiðssetningu náms á sínu sérsviði. Markmiðið er að kennaranemi geti skipulagt og útbúið áfanga með áfangalýsingu og hæfniviðmiðum með tengingu við hæfniþrep náms, lykilhæfni og grunnþætti menntunnar. Áhersla er lögð á stigvaxandi kröfu um þekkingu, leikni og hæfni nemenda á grunn- og framhaldsskólastigi í átt til sérhæfingar með frekara nám í huga eða þátttöku í atvinnulífi greina sem heyra undir listir og hönnun.
Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.
Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum (KEN213F)
Í námskeiðinu er fjallað um námskrárfræði og menntastefnu með áherslu á námskrár, nemendur og þróunarstarf í framhaldsskólum.
Viðfangsefnum í námskeiðinu er ætlað að þjálfa fagmannlegt verklag við mótun menntastefnu, námskrárgerð og skólaþróun í framhaldsskólum á Íslandi.
Kennsla íslensku og vettvangsnám 2 (ÍET210F)
Í námskeiðinu kynnast nemendur undirstöðuatriðum í kennslu íslensku, fá kennslu í verkefnagerð á flestum sviðum íslensku og grundvallarþjálfun í námsmati í íslensku á framhaldsskólastigi. Þá verður leikni nemenda við að vinna með aðalnámskrá efld. Lögð er áhersla á að nemendur læri aðferðir til að hagnýta fræðilega þekkingu sína á faggreininni og nýti sér ígrundun til að móta og þróa hugmyndir um eigin kennslu og nám nemenda. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi.
Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.
Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.
Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 2 (ÍET211F)
Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í kennslu erlendra tungumála og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um tungumálanám og kennslu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna og þróa sig sem kennarar. Viðeigandi kenningar, hugtök og aðferðir varðandi nám og kennslu erlendra tungumála eru kynntar, rannsakaðar og ræddar.
Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.
Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.
Kennsla samfélagsgreina og vettvangsnám 2 (SFG206F)
Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í samfélagsgreinum og nokkrum greinum hugvísinda, að frátöldum íslensku og námi í erlendum tungumálum, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi. Lögð er áhersla á mikilvægi ígrundunar fyrir verðandi kennara. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í samfélagsgreinum og verði þannig betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróast sem kennarar.
Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.
Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.
Kennsla náttúrufræði og stærðfræði og vettvangsnám 2 (SNU205F)
Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í náttúrufræðigreinum og stærðfræði, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gengið er út frá því að það að læra að kenna felist að miklu leyti í því að ígrunda og móta hugmyndir sínar um eigin kennslu. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í náttúrufræði og/eða stærðfræði þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróa sig sem kennarar.
Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.
Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.
Kennsla list- og verkgreina og vettvangsnám 2 (LVG203F)
Nemendur kynnast uppbyggingu námsbrauta og markmiðssetningu náms á sínu sérsviði. Markmiðið er að kennaranemi geti skipulagt og útbúið áfanga með áfangalýsingu og hæfniviðmiðum með tengingu við hæfniþrep náms, lykilhæfni og grunnþætti menntunnar. Áhersla er lögð á stigvaxandi kröfu um þekkingu, leikni og hæfni nemenda á grunn- og framhaldsskólastigi í átt til sérhæfingar með frekara nám í huga eða þátttöku í atvinnulífi greina sem heyra undir listir og hönnun.
Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.
Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.
- Heilsársnámskeið
- Mentor í SprettiV
- Haust
- Sjálfbærnimenntun og forystaB
- Lífsleikni - sjálfiðBE
- Kenningar í félagsfræði og heimspeki menntunarB
- Margbreytileiki og félagslegt réttlætiB
- Söfn sem námsvettvangurV
- Ritlist og bókmenntirV
- Kynjajafnrétti í skólastarfiV
- Ólík sjónarhorn á íslenska miðaldasöguVE
- Viðfangsefni í samfélagsgreinamenntunVE
- Kennslufræði lífvísindaVE
- Fata- og nytjahlutahönnunVE
- Þróunarstarf í menntastofnunumV
- Kennsluaðferðir leiklistar við tungumálakennslu og bekkjarstjórnunVE
- Stærðfræði í fjölbreyttum nemendahópiV
- Rannsóknir og þróun í náttúrufræðimenntunV
- Mótandi afl: Menntun, réttlæti og gagnrýnin fræðiV
- Upplýsingatækni í menntun og skólaþróunV
- Fjölbreytileg nálgun á stærðfræðikennslu í framhaldsskólumV
- Lífsleikni - sjálfiðVE
- Kennslufræði jarðvísindaVE
- Kenningar um tileinkun og kennslu erlendra málaV
- Læsi og leshömlun (dýslexía) í tungumálanámiV
- Straumar og stefnur í enskukennsluVE
- Kennsla í margbreytilegum nemendahópiV
- Margbreytileiki og félagslegt réttlætiV
- Nám fullorðinna og þróun mannauðsVE
- Málrækt og málfræðikennslaV
- Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningarV
- Kenningar í félagsfræði og heimspeki menntunarV
- Að kenna um bylgjur, ljós, hljóð og umhverfiV
- Vor
- Sjálfbærnimenntun og námB
- Menntun og kyngerviB
- Bókmenntir og grunnþættirB
- Sjálfbær framtíðBE
- Gagnrýnin hugsun og heimspekileg samræðaBE
- Áhættuhegðun og seigla ungmennaB
- Menntun til sjálfbærni – hæfni í heimi breytingaB
- Lýðræði, mannréttindi og borgaravitund barna og ungmennaB
- StarfendarannsóknirB
- Menntun og kyngerviB
- Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðumB
- Kenningar í kynjafræðiB
- Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðumB
- Kenningar um nám: Hagnýting og rannsóknirB
- Menntun og menntastefnur í alþjóðlegu samhengiB
- Kennslufræði eðlis- og efnafræðiV
- Hugmynda- og hönnunarvinnaVE
- Rannsóknir á sviði stærðfræðimenntunar – stærðfræðikennarinnVE
- Menning og vegferð ungmennaV
- Áhættuhegðun og seigla ungmennaV
- Íslenskt mál og menntun fjöltyngdra nemendaV
- Fjölbreyttir kennsluhættir - nemendamiðað námVE
- Fjarnám og kennslaV
- Námsmat í tungumálanámiVE
- Útikennsla og græn nytjahönnunVE
- Upp með jafnréttisgleraugun: Jafnréttismenntun og jafnrétti í víðara samhengiV
- Menntun og menntastefnur í alþjóðlegu samhengiV
- Nemendur með sérþarfir í framhaldsskólumV
- StarfendarannsóknirV
- Trúarbrögð og lífsgildi í fjölmenningarsamfélagiVE
- Bókmenntir og grunnþættirV
- Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnumV
- Rannsóknir með börnum og ungmennumV
- Gagnrýnar kenningar í menntunarfræðum í alþjóðlegu ljósiV
- Menntun og kyngerviV
- Lýðræði, mannréttindi og borgaravitund barna og ungmennaV
- Gagnrýnin hugsun og heimspekileg samræðaVE
- Kenningar um nám: Hagnýting og rannsóknirV
- Hinsegin menntunarfræðiVE
- Tölvutengt tungumálanám – upplýsingartækni og kennsla erlendra tungumálaV
- BókmenntakennslaV
- Óháð misseri
- ReiknihugsunV
- Jákvæð sálfræði og velferðV
Mentor í Spretti (GKY001M)
Í námskeiðinu felast verkefni nemenda í að vera mentor fyrir þátttakendur á framhalds- og háskólastigi í verkefninu „Sprettur”. Mentorar sinna því mikilvæga starfi að styðja og hvetja ungmenni í námi og félagslífi. Hlutverk mentora er að skapa uppbyggjandi samband við þátttakendur, vera jákvæð fyrirmynd og taka þátt í sameiginlegum viðburðum skipulögðum í Spretti. Mentorhlutverkið snýst um tengslamyndun og samveru sem felur í sér skuldbindingu gagnvart ungmennunum sem mentor styður.
Sprettur er verkefni sem styður við nemendur með innflytjenda- eða flóttamannabakgrunn sem koma úr fjölskyldum þar sem fáir eða engir hafa háskólamenntun. Nemendur í námskeiðinu eru mentorar þátttakenda og eru þeir tengdir saman með hliðsjón af sameiginlegu áhugasviði. Hver mentor ber ábyrgð á að styðja tvo þátttakendur. Mentorar skipuleggja samveru og verja þremur klukkustundum á mánuði (frá ágúst fram í maí) með þátttakendum í Spretti, þremur klukkustundum í mánuði í heimavinnuhópi og mæta í fimm málstofur sem dreifast yfir skólaárið. Nemendur skila dagbókarfærslum á Canvas í nóvember og mars. Dagbókarfærslur byggjast á lesefni og hugleiðingum nemenda um mentorstarfið. Námskeiðið er kennt á íslensku og ensku.
Nemendur sækja um þátttöku á námskeiðinu. Sjá rafrænt umsóknareyðublað. Umsækjendur fara í viðtal og eru 15-30 nemendur valdir til þátttöku.
Frekari upplýsingar um verkefnið „Sprettur” má nálgast hér: www.hi.is/sprettur
Sjálfbærnimenntun og forysta (SFG003F)
Megintilgangur þessa námskeiðs er að veita þátttakendum tækifæri til að skilja sjálfbærni og sjálfbærnimenntun út frá sjónarhorni stofnana eða heilla kerfa. Kennslutímar og umræður á milli þeirra byggjast á upplýstri rökræðu. Unnin verða fá stærri verkefni og krafist virkrar þátttöku í umræðum, skipulagningu kennslustunda og því að leiða umræður. Námskeiðið er kennt á neti. Krafist er að lágmarki 80% mætingar í kennslustundir. Til að standast námskeiðið þarf að fá að lágmarki einkunnina 5,0 fyrir hvert verkefni námskeiðsins og uppfylla lágmarkskröfur um mætingu og þátttöku í tímum. Nánari útfærsla og upplýsingar um kennslufyrirkomulag verður á Canvas.
Dæmi um viðfangefni:
- Formleg og óformleg sjálfbærnimenntun (t.d. á vinnustöðum)
- Forysta í vinnu með sjálfbærni (t.d. í heildstæðum breytingum og þróun í skóla eða í frístundastarfi)
- Tengsl náttúrufræði og sjálfbærni (t.d. út frá kerfisbundinni nálgun eða út frá grunndvallarsýn)
- Þróun dreifbýlis og sjálfbærni
- Mótun sameiginlegra gilda (t.d. í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja)
- Námskrárbreytingar
Lífsleikni - sjálfið (SFG104F)
Viðfangsefni: Á námskeiðinu er unnið með þá þætti lífsleikni sem miða að sjálfinu og persónulegri hæfni með fræðilegum og hagnýtum hætti. Efni námskeiðsins er í samræmi við ákvæði úr námskrám íslenskra leik-, grunn- og framhaldsskóla um að efla andlega heilsu, heilbrigða sjálfsmynd og siðferðilegan styrk nemenda. Meðal annars er fjallað um mannkostamenntun, lífstilraunir og nútvitund.
Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða í flestum vikum. Fyrirlestrar verða að jafnaði teknir upp fyrirfram og settir á Canvas-vef námskeiðsins. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru unnin þrjú verkefni auk lokaverkefnis.
Kenningar í félagsfræði og heimspeki menntunar (MVS101F)
Í þessu námskeiði eru ræddar ýmsar áhrifamiklar kenningar á sviði félagfræði og heimspeki menntunar og þær settar í samhengi við álitamál í samfélaginu hversu sinni svo sem kynjajafnrétti, fjölmenningu, stéttaskiptingu, uppeldishætti, kennslufræði, lýðræði og skóla án aðgreiningar.
Á fyrri hluta misseris er röð fyrirlestra og umræðutímar.
Á seinni hluta misseris vinna nemendur tiltölulega sjálfstæð verkefni í hópum og fá leiðsögn um notkun kenninga við mótun rannsóknaráætlana eða þróunarverkefna á sviði kennslu eða uppeldisfræða.
Margbreytileiki og félagslegt réttlæti (UME103F)
Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á margbreytileika samfélagsins, mikilvægi hans í menntunarlegu félagslegu tilliti, átti sig betur á stöðu einstaklinga og hópa sem þrýst er að jaðri samfélagsins. Einnig munu nemendur öðlast þekkingu á margvíslegum myndum, tilurð og afleiðingum útilokunar og stimplunar og kunna skil á afmörkuðum þáttum í sögu og siðfræði sem varða margbreytileika, félagslegan auð, útilokun og félagslegt réttlæti. Einnig verður lögð áhersla á að nemendur öðlist færni í að beita fræðilegum hugtökum á vettvangi og geti sett hugmyndir um fagmennsku og fagstétt í sögulegt og siðfræðilegt samhengi. Rík áhersla er á að nemendur geti ígrundað eigin viðhorf og vinnu í ljósi siðfræðilegra, félagsfræðilegra og menntunarfræðilegra hugtaka eins og sjálfræðis, virðingar, mannlegrar reisnar, trausts og umhyggju, félagslegt réttlæti og félagsleg mismunun, félagsauður og valdefling.
Viðfangsefni: Meginviðfangsefni námskeiðsins er margbreytileiki samfélagsins og staða jaðarhópa í skóla og samfélagi. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta þar sem fyrstu tveir hlutarnir byggjast á fræðilegri umfjöllun um álitamál, sögu og siðfræði, en í þriðja hlutanum er gert ráð fyrir að nemendur beiti þeim fræðilegu undirstöðum sem lagðar hafa verið í fyrstu tveim hlutunum til að skoða vettvang, eigið starf og eigin viðhorf.
Söfn sem námsvettvangur (SAF016F)
Einn megintilgangur safna á Íslandi er að skila menningar- og náttúruarfi landsins til komandi kynslóða og stuðla að aukinni þekkingu á þessari arfleifð og skilningi á tengslum hennar við umheiminn. Ætlast er til þess (samkvæmt safnalögum) að söfn reyni að „auka lífsgæði manna“ með því að efla skilning á þróun og stöðu menningar, lista náttúru eða vísinda. Söfn og safnfræðsla geta því haft áhrif á samfélag, hópa og einstaklinga. Safnafræði getur komið hér að liði og er megin viðfangsefni námskeiðsins. Kynntar verða fræðilegar kenningar sem hafa að markmiði að stuðla að fjölbreyttri og áhrifamikilli fræðslu tengdri fornleifum, list, náttúruvísindum, menningarlegri arfleifð og öðrum viðfangsefnum safna. Hugað verður að fjölbreyttum markhópum safnfræðslu, hlutverki safngesta innan safna, rými, textagerð, margmiðlun, gagnvirkni og fleira.
Þetta er fjarkennslunámskeið sem skiptist í þrjár lotur. Í hverri lotu eru ör-fyrirlestrar frá kennara með hugleiðingum um námsefnið, gesta-fyrirlestrar (stafrænir) og aukaefni. Þrjár stað og/eða ZOOMlotur eru yfir önnina, þar sem nemendur fá fyrirlestra frá starfsmönnum safna og vinna að fræðsluverkefni í samstarfi við safn í Reykjavík. Verkefnið verður þróað út frá fræðilegum áhuga nemenda undir handleiðslu kennara og með aðstoð starfsmanna safnsins.
Ritlist og bókmenntir (ÍET004M)
Inntak og viðfangsefni:
Fjallað verður um ýmsar bókmenntategundir og einkenni þeirra. Nemendur nálgast bókmenntir með því að skapa þær. Lesnar verða fræðigreinar um ritun og skapandi starfi fylgt eftir með fræðilegum tilvísunum og upplýsingum um hvernig nýta má þekkingu á ritlist í kennslu.
Markmið:
Nemendur læra um bókmenntir með því að búa þær til sjálfir. Fræðileg umfjöllun snýst um einkenni bókmennta og það hvernig beita má ritun sem aðferð við kennslu. Tekið er samhliða á kenningum um bókmenntir og því handverki sem einkennir allar bókmenntir.
Nemandi:
- les og greinir mismunandi gerðir bókmennta og kynnist einkennum þeirra.
- metur gildi þeirra fyrir nemendur grunnskóla.
- lærir um bókmenntir með því að skapa texta.
- les sér til í fræðiritum um ritun sem kennsluaðferð.
Vinnulag:
Nemendur skrifa heima í fjarsambandi við kennara. Í þremur staðlotum verða fræðilegir fyrirlestrar um ritlist og jafningjamat þar sem nemendur greina hver annars verk á sameiginlegum fundi.
Kynjajafnrétti í skólastarfi (KME101F)
Í námskeiðinu verður fjallað um kynjafræði og hvernig helstu hugtök þeirra, svo sem kyn, jafnrétti, kyngervi, kynhlutverk, samtvinnun, hinsegin fræði, kynímynd, staðalmyndir, kynbundið ofbeldi, kynfræðsla, karlmennska og kvenleiki, nýtast til að skilja og skipuleggja skólastarf. Þá verður kynnt löggjöf um kynjajafnrétti og kynjajafnréttisfræðslu og fjallað um tengsl kynjajafnréttis og annars jafnréttis, sbr. aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla. Sérstök áhersla er lögð á að nemendur í námskeiðinu geti greint námsumhverfi, aðferðir og námsefni frá kynjasjónarhorni. Einnig að þeir geti greint val leikja í leikskóla og í frímínútum og skólaíþróttum.
Nemendur þurfa að mæta í lok nóvember til að kynna lokaverkefni sitt í námskeiðinu.
Í námskeiðinu verður gengið verður út frá því grundvallarsjónarmiði sem kemur fram í aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla að menntun um jafnrétti kynjanna feli í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu í því augnamiði að kennarar geti kennt börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra á forsendum kyns.
Námsmat mun felast í lestrardagbókum, hugtakakönnun og hagnýtum verkefnum tengdum skólastarfi á viðkomandi skólastigi. Skyldumæting er í kynningu lokaverkefnis.
Ólík sjónarhorn á íslenska miðaldasögu (SFG103M)
Viðfangsefni: Í námskeiðinu verður fjallað um stóra drætti í íslenskri miðaldasögu, svo sem fólksflutninga, upphaf fastrar búsetu, átök trúarbragða, stéttaskiptingu, borgarastríð á Sturlungaöld og samskipti og tengsl við aðrar þjóðir. Meðal annars verður beitt sjónarhornum félagssögu, kynjasögu og umhverfissögu og nemendur þjálfaðir í beitingu sögulegrar hugsunar og rökfærslu, jafnt við eigin lestur sem og í samfélagsgreinakennslu. Áhersla verður lögð á að vinna með frumheimildir af margvíslegu tagi, sérstaklega í kennslu sögu og samfélagsgreina, en leiðarstef námskeiðsins er hvernig hægt sé að kenna efnið í grunn- og framhaldsskólum.
Vinnulag: Upptökur af fyrirlestrum sem nemendur kynna sér utan kennslustunda, vinnusmiðjur, vettvangsferðir, skapandi málstofur, sjálfstæð verkefni og samvinnuverkefni.
Viðfangsefni í samfélagsgreinamenntun (SFG107F)
Viðfangsefni: Fjallað verður um valin viðfangsefni tengd samfélagsgreinamenntun, þ.e. innan landafræði, lífsleikni, siðfræði, sögu, heimspeki, trúarbragðafræði eða þjóðfélagsfræði. Skoðaðar verða kenningar og rökræður um viðfangsefni, hugtök og nálganir á þessu sviði í kennslu og skólastarfi með það fyrir augum að nemendur geti nýtt sér umræðuna til að dýpka sýn sína á samfélagsgreinamenntun. Áhersla er lögð á þverfaglega nálgun í samfélagsgreinakennslu um leið og nemendum gefst kostur á að skoða betur þær greinar og viðfangsefni sem höfða mest til þeirra.
Vinnulag: Námskeiðið byggist á lestri fræðilegra texta og umræðum um þá. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru reglulega unnin rökræðuverkefni. Þá kynna nemendur efni á málþingi og skrifa lokaverkefni.
Kennslufræði lífvísinda (SNU701M)
Í fyrirlestrum og umræðutímum verður fjallað um mikilvægi líffræði í almennri menntun og um rannsóknir á (i) hugtakaskilningi á grunnhugtökum líffræðinnar, (ii) gildi verklegrar kennslu almennt, (iii) gildi útináms og fl. Rýnt verður í námsefni og önnur kennslugögn og rætt verður um aðferðir við námsmat. Í verklegum tímum kynnast nemendur notkun kennslutækja (smásjár, víðsjár, tölvur, myndavélar o.fl.), og fá tækifæri til að beita mismunandi aðferðum í kennslu, bæði í vinnustofu, úti við og í kennslustofu.
Fata- og nytjahlutahönnun (LVG501M)
Lögð er áhersla á sniðútfærslur og saumtækni í tengslum við hönnun á fatnaði og nytjahlutum. Nemendur vinna þematengda rannsóknarvinnu og upplýsinga- og gagnaöflun sem þeir nýta sem uppsprettur nýrra hugmynda og nýsköpunar. Lögð er áhersla á formsköpun og útlit og ígrunduð vinnubrögð. Nemendur vinna samkvæmt innihaldi fagbóka og aðferðafræði hönnunar sem felst í því að rannsaka, gera tilraunir og skipuleggja fullvinnslu afurða. Nemendur fá þjálfun í faglegum frágangi verkefna í hugmynda- og hönnunarmöppur. Unnar eru skýrslur um afrakstur námskeiðsins með tengingu við kennslufræðilega þætti og gildi hönnunar fyrir nám, kennslu og atvinnulíf.
Þróunarstarf í menntastofnunum (STM110F)
Markmið þessa námskeiðs er að þátttakendur öðlist hagnýta og fræðilega þekkingu á einkennum þróunarstarfs og þáttum í menningu menntastofnana sem stuðla að umbótum eða hindra þær. Jafnframt öðlist þeir leikni í að skipuleggja og leiða þróunarstarf, starfsþróunartækifæri og móta þróunaráætlanir. Byggt er á kenningum um faglegt lærdómssamfélag sem gerir ráð fyrir að faglegt nám og þróun stofununar séu nátengd.
Í lok námskeiðsins eiga nemendur að:
- hafa skilning á helstu hugtökum og kenningum um þróun menntastofnana og skóla sem og frístundastofnana sem lærdómssamfélags,
- geta tekið faglegar ákvarðanir um leiðir í starfs og skólaþróun sem og þróun frístundastofnana og rökstutt þær,
- geta aflað fjölbreyttra gagna um þróunarstarf og metið gildi þeirra,
- geta beitt hugtökum, kenningum, líkönum og aðferðum á raunveruleg viðfangsefni,
- geta átt frumkvæði og haft forystu um rannsóknar- og þróunarverkefni í mennta- og frístundastofnunum til að efla fagmennsku,
- geta greint leiðir til að efla kennara og starfsfólk frístundastarfi í með þátttöku alls samfélagasins.
Námskeiðið er skipulagt í lotum með fjarnámssniði, staðlotur (skyldumæting er í fyrri staðlotu) eru tvær auk kynninga á lokaverkefnum. Þess á milli fer fram lestur fræðilegs efnis, verkefnavinna og samræður þátttakenda. Auk þess býðst nemendum að taka þátt í umræðutímum um viðfangsefnin. Verkefni námskeiðsins eru hagnýt og tengjast þróunarstarfi og leiðsögn við raunverulegar aðstæður. Lögð er áhersla á samræðu og samstarf nemenda samhliða sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði auk virkni í umræðum og lestri fræðilegs efnis.
Námsmat byggir á fjölbreyttum verkefnum sem ýmist eru unnin í samvinnu við aðra eða eru einstaklingsverkefni.
Kennsluaðferðir leiklistar við tungumálakennslu og bekkjarstjórnun (ÍET204F)
Meginreglur tungumálakennslu, sérstaklega þegar þeim er beitt ásamt heildrænni og tjáskiptamiðað nálgun gagnvart tungumálanámi, fara vel saman við sameiginleg markmið bekkjarstjórnunar. Bekkjarstjórnun er alhliða hugtak sem vísar til margvíslegra aðgerða sem kennarar grípa til í skipulagningu gagnvart nemendum, efni, rými og tíma til að ná námsmarkmiðum sínum. Tengslamyndun, samskipti, þátttökuaðferðir og uppbygging skilvirks námsumhverfis eru allt þættir í bekkjarstjórnun (Stanzione & Mackenzie, bls. 4-5) og tungumálakennslu. Nýting leiklistartækni til að ná samræmdum markmiðum tungumálakennslu og bekkjarstjórnunar gerir það mögulegt að þróa hagnýta kunnáttu og þekkingu sem kemur bæði kennurum og nemendum til góða. Meðal röksemda fyrir því að beita leiklistaraðferðum til að bæta tungumálanám og bekkjarstjórnun eru eftirfarandi:
- Það er tilvalin leið til að hvetja nemendur til tjáningar sem nýtist í daglegu lífi.
- Það gerir tungumálanám virka hvatningarupplifun.
- Það hjálpar nemendum að auka það sjálfstraust sitt og sjálfsálit sem þarf til að beita tungumálinu án umhugsunar og í samvinnu við aðra.
- Það gerir tungumálanám eftirminnilegt með beinni þátttöku.
- Það örvar vitsmuni, ímyndunarafl og sköpunargáfu nemenda.
- Það ýtir undir getu nemenda til að finna til samkenndar með öðrum og tjá sig betur (Alvarado, 2017).
Stærðfræði í fjölbreyttum nemendahópi (KME111F)
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur kynnist kenningum og rannsóknum á því hvernig nemendur læra stærðfræði og geti beitt kennsluaðferðum sem henta við stærðfræðikennslu nemenda sem hafa ólíkar forsendur til náms.
Viðfangsefni
Þátttakendur kynna sér rannsóknir á stærðfræðinámi og hvernig skilningur á stærðfræði þróast. Þeir læra að greina þekkingu og skilning nemendahópsins og meta námsferli þeirra. Þeir kynna sér hvernig erfiðleikar í stærðfræði birtast, áhrif þeirra á nám nemenda og aðferðir við að greina þá. Þátttakendur afla sér þekkingar á kennsluaðferðum og námsúrræðum fyrir nemendur með ólíkar forsendur til náms, þ.m.t. með fjölbreyttan tungumála- og menningarlegan bakgrunn.
Vinnulag
Áhersla er lögð á að þróa námssamfélag sem allir taka virkan þátt í að móta. Hægt er að taka þátt á staðnum, með fjarfundabúnaði og á vefsvæði námskeiðsins. Haldnir verða fyrirlestrar, málstofur og umræðutímar. Nemar lesa fræðilega texta og leita svara við áleitnum spurningum um efnið. Þeir framkvæma rannsóknir, gera grein fyrir niðurstöðum og draga af þeim ályktanir. Þeir setja fram hugmyndir um hvernig byggja má upp og þróa námsumhverfi og stærðfræðikennslu.
Rannsóknir og þróun í náttúrufræðimenntun (SNU004M)
Fjallað verður um rannsóknir á náttúrufræðimenntun, bæði erlendis og hér á landi. Rætt verður um rannsóknir á verklegri kennslu og aðstæðubundnu námi og á viðhorfum og áhuga á náttúrufræði. Einnig verður rætt um þróunarstarf og rannsóknir á upplýsinga- og samskiptatækni í náttúrufræðimenntun. Sérstök áhersla verður lögð á rannsóknir er varða það hvað það felur í sér að læra náttúrufræði. Einnig verður athyglinni beint að tengslum sjálfbærni og náttúrufræði annars vegar og að kennsluháttum í náttúrufræði sem virðast gefa góðan árangur hins vegar. Umræður verða tengdar aðalnámskrá.
Nemendur lesa greinar um rannsóknir og þróun í náttúrufræðimenntun, gera útdrætti úr þeim og fjalla um þær á Netinu og í staðlotum. Áhersla verður lögð á að nemendur afli sér upplýsinga sjálfir úr ýmsum heimildum kynni hugmyndir sínar og verkefni og taki virkan þátt í umræðum. Einnig munu nemendur kynna sér tímarit á sviðinu og ráðstefnur um náttúrufræðimenntun, meðal annars með því að skoða heimasíður slíkra ráðstefna til að greina mikilvægar nálganir í rannsóknum á þessu sviði.
Mótandi afl: Menntun, réttlæti og gagnrýnin fræði (SFG102M)
Viðfangsefni: Í námskeiðinu er fjallað um samspil samfélagsgreina við samfélög sín, með áherslu á Ísland. Markmiðið námskeiðsins er að nemendur öðlast þjálfun í að ígrunda hvernig þeirra kennsla á þátt í að móta viðtekin samfélagsleg viðmið og hugmyndafræði. Einnig hvernig kennarar geti gripið inn í og hafa áhrif á mótunarferlið í anda félagslegs réttlætis.
Inntak: Nemendur öðlast skilning á því hvernig greinarnar höfðu grundvallaráhrif á hugmyndafræði þjóðernishyggju og heimsvaldastefnu á 19. öld og hvernig arfleifð þessara hugmyndastefna birtist okkur í samtímanum. Því næst er athyglinni beint að völdum flóknum viðfangsefnum úr samtímanum og um leið fjallað um hvernig og hvort samfélagsgreinar geti eða eigi að hafa áhrif á samfélög í samtímanum. Nemendur kynnast fræðilegum viðfangsefnum gagnrýnna fræða, sér í lagi viðfangsefnum sem tilheyra gagnrýnum menntunarfræðum, loftslagsbreytingamenntun, kynjafræði, hinsegin fræðum og eftirlendufræðum. Þeir öðlast jafnframt þjálfun í að beita nálgunum gagnrýnna fræða, einkum gagnrýnna menntunarfræða, í skólastofunni, m.a. í skipulagi kennslu og hönnun og framkvæmd verkefna
Vinnulag: Vinnulag námskeiðsins byggist meðal annars á umræðum á neti og umræðum og verkefnavinnu í tímum þar sem nemendur fást við álitamál og æfa sig í að glíma við þau í grunnskólakennslu.
Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun (SNU007F)
Í námskeiðinu er fjallað um:
- áhrif upplýsingatækni á menntun og skólastarf
- námskrá og stefnumótun á sviði upplýsingatækni í skólastarfi
- hugtök, kenningar og rannsóknir sem tengjast notkun upplýsingatækni í námi og kennslu
- innleiðingu tölva og upplýsingatækni í skólastarf
- kennsluhætti, símenntun kennara, hugbúnað og stafrænt námsefni
- stafræna hæfni nemenda og kennara og læsi á upplýsingar, miðla, tölvur og tækni
- hlutdeild upplýsingatækni í lífi fólks innan og utan skóla
Vinnulag:
Lestur og umræða um námskrá og stefnu, fræði, nýjar rannsóknir og athuganir á vettvangi. Þátttakendur vinna einir eða í smærri hópum að efnissöfnun og kynningum á efni sem tengist áhugasviði þeirra. Þeir miðla hugmyndum sínum og reynslu af notkun upplýsingatækni í námi og kennslu og leggja sitt af mörkum við að byggja upp öflugt náms- og fagsamfélag.
Fjölbreytileg nálgun á stærðfræðikennslu í framhaldsskólum (SNU503M)
Námskeiðið verður næst kennt haustið 2024. Það er að öllu jöfnu kennt annað hvert ár.
Á námskeiðinu læra nemar að skipuleggja stærðfræðikennslu í framhaldsskóla þannig að hún sé fjölbreytt og taki mið af þörfum allra nemenda. Áhersla verður lögð á að nemendur kynnist fjölbreyttu námsumhverfi og kennsluháttum sem byggja á rannsóknum á stærðfræðinámi og -kennslu. Í námskeiðinu er fjallað um markmið stærðfræðináms og hvernig þau birtast í námskrám og stefnuritum bæði hér á landi og í nágrannalöndum. Nemendur lesa um og fá tækifæri til að reyna í verki fjölbreyttar leiðir við að meta og greina stærðfræðilega hæfni.
Vinnulag í námskeiðinu felst í fyrirlestrum, verkefnavinnu kynningum, vettvangstengdum viðfangsefnum og gagnrýnni umræðu um viðfangsefni. Áhersla verður lögð á að nemar ræði um áskoranir sem upp geta komið við kennslu og leiti sjálfir leiða við lausn á ýmsum vandamálum sem lúta að stærðfræðinámi og -kennslu.
Lífsleikni - sjálfið (SFG104F)
Viðfangsefni: Á námskeiðinu er unnið með þá þætti lífsleikni sem miða að sjálfinu og persónulegri hæfni með fræðilegum og hagnýtum hætti. Efni námskeiðsins er í samræmi við ákvæði úr námskrám íslenskra leik-, grunn- og framhaldsskóla um að efla andlega heilsu, heilbrigða sjálfsmynd og siðferðilegan styrk nemenda. Meðal annars er fjallað um mannkostamenntun, lífstilraunir og nútvitund.
Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða í flestum vikum. Fyrirlestrar verða að jafnaði teknir upp fyrirfram og settir á Canvas-vef námskeiðsins. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru unnin þrjú verkefni auk lokaverkefnis.
Kennslufræði jarðvísinda (SNU502M)
Unnið verður með hæfniviðmið jarðvísinda fyrir aldurshóp að eigin vali. Áhersla verður á verklegt nám inni og úti, skipulag vettvangsferða, tengingu við hæfnviðmið námskrár og hvernig megi virkja nemendur til að hafa áhrif á eigið nám í jarðvísindum. Þá verður fjallað um rannsóknir á hugmyndum barna um myndun og mótun lands.
Rýnt verður í námsefni og önnur kennslugögn með sérstakri áherslu á notkun upplýsingatækni. Fjallað verður um hlutverk kennara í námi í jarðvísindum og skoðaðir verða möguleikar á tengingu við aðrar námsgreinar.
Verklag byggist meðal annars á vali nemenda á viðfangsefnum, örkennslu og æfingu í skipulagningu og úrvinnslu námsmats.
Kenningar um tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS034F)
Í námskeiðinu verða kynntar helstu kenningar um máltöku annars máls og erlendra mála og áhrif kenninga á kennslu. Skoðaðar verða mállegar, félagslegar, sálfræðilegra og námslegar breytur sem áhrif hafa á málanám og málfærni. Til að mynda verður fjallað um máltöku annars máls og erlendra mála hjá börnum og unglingum. Tvítyngi verður skoðað og áhrif þess á málþroska, læsi og námsframvindu barna. Einnig, verður farið yfir helstu kenningar um eðli máltileinkunnar hjá fullorðnum. Nemendur munu leysa verkefni sem skoða máltöku og kennsluaðferðir á mismunandi efni á öðru eða erlendu máli.
Læsi og leshömlun (dýslexía) í tungumálanámi (ÍET005M)
Meginmarkmið námskeiðsins er að
- þátttakendur öðlist haldgóða og fræðilega þekkingu og innsýn í helstu skilgreiningar, kenningar og rannsóknir um læsi og leshömlun í tengslum við tungumálanám,
- gefa þátttakendum kost á að dýpka þekkingu sína og skilning á kenningum og rannsóknum á læsi og leshömlun í tengslum við tungumálanám.
Viðfangsefni:
Á þessu námskeiði munu þátttakendur kynnast rannsóknum, kenningum og vinnuaðferðum sem tengjast lesskilningi og ritun í tungumálanámi og sem hjálpa kennurum að koma til móts við nemendur sem eiga erfitt með að skilja og skrifa erlent mál. Farið verður ítarlega í kenningar um þróun lestrar, lestraraðferðir í tungumálanámi, tengsl lestrar og erlendra tungumála, orsakir og einkenni lestrar- og ritunarörðugleika og skilgreiningar á þessum erfiðleikum.
Vinnulag:
Námskeiðið byggist á fyrirlestrum og umræðum. Einnig munu þátttakendur vinna einir eða í smærri hópum að efnissöfnun og kynningum í málstofum á efni sem tengist áhugasviði þeirra.
Straumar og stefnur í enskukennslu (ÍET202M)
Nemendur kynnast mikilvægum kenningum sem liggja að baki máltileinkunn og tungumálanámi og kennslu, sérstaklega að því er varðar færniþættina fjóra (hlustun, talað mál, lestur og ritun). Lykilhugtök þ. m. t tungumálatileinkunn, nemendasjálfstæði og námsmat verða greind og ígrunduð og nemendur íhuga hvernig beita á þessari þekkingu í eigin kennslu.
Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Mikið verður lagt upp úr þátttöku og lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni með umræðum og nemendastýrðum málstofum. Námskeiðinu lýkur með rannsóknarverkefnum.
Kennsla í margbreytilegum nemendahópi (KME115F)
Markmið námskeiðsins er að starfandi kennarar og kennaranemar eflist í að nýta eigin auðlindir í vinnu með margbreytilegum nemendahópum. Byggt er á kennslufræði menntunar fyrir alla (inclusive pedagogy) og kennslufræði nýsköpunarmenntar þar sem lögð er áhersla á heildstæða og skapandi nálgun við undirbúning og skipulag kennslu og að nýta auðlindir nemenda.
Viðfangsefni
Námskeiðið byggir á hugmyndafræði menntunar fyrir alla og nýsköpunar- og frumkvöðlamenntunar. Fjallað verður um mismunandi vinnubrögð og kynntir kennsluhættir og kennsluaðferðir sem hafa reynst vel í fjölbreyttum nemendahópum. Áhersla er á kennsluhætti og kennsluaðferðir nýsköpunarmenntar, samvirks náms, altæka hönnun náms, fjölmenningarlega kennslu og listrænar og skapandi aðferðir. Fjallað verður um samstarf við foreldra og aðrar starfsstéttir er starfa við eða tengjast skólastarfi. Þátttakendur skilgreina og þróa eigin starfskenningu.
Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem blandað nám, bæði fjarnám og staðnám. Kennslan fer fram bæði í staðlotum og staðtímum milli staðlota og á netinu. Námskeiðinu er skipt upp í fjórar námslotur (tímabil) sem eru skipulagðar út frá ákveðnum þemum. Þau tengjast öll kennslu í margbreytilegum nemendahópi og eru: hugmyndafræði menntunar fyrir alla og nýsköpunarmenntar, fagmennska og forysta í kennslu margbreytilegra nemendahópa, kennsluhættir í margbreytilegum nemendahópum og samstarf í skóla fyrir alla. Hver námslota stendur yfir í þrjár til fjórar vikur. Kennsla og nám verður í formi fyrirlestra, umræðna í tímum og á Canvas, stuttra verkefna í tímum og á Canvas og verkefna með formlegum skilum. Námskeiðið byggir á sjálfstæðri vinnu, ábyrgð og þátttöku nemenda.
Gert er ráð fyrir 80% þátttöku í virkni á námskeiðinu (þátttaka og skil verkefna).
Margbreytileiki og félagslegt réttlæti (UME103F)
Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á margbreytileika samfélagsins, mikilvægi hans í menntunarlegu félagslegu tilliti, átti sig betur á stöðu einstaklinga og hópa sem þrýst er að jaðri samfélagsins. Einnig munu nemendur öðlast þekkingu á margvíslegum myndum, tilurð og afleiðingum útilokunar og stimplunar og kunna skil á afmörkuðum þáttum í sögu og siðfræði sem varða margbreytileika, félagslegan auð, útilokun og félagslegt réttlæti. Einnig verður lögð áhersla á að nemendur öðlist færni í að beita fræðilegum hugtökum á vettvangi og geti sett hugmyndir um fagmennsku og fagstétt í sögulegt og siðfræðilegt samhengi. Rík áhersla er á að nemendur geti ígrundað eigin viðhorf og vinnu í ljósi siðfræðilegra, félagsfræðilegra og menntunarfræðilegra hugtaka eins og sjálfræðis, virðingar, mannlegrar reisnar, trausts og umhyggju, félagslegt réttlæti og félagsleg mismunun, félagsauður og valdefling.
Viðfangsefni: Meginviðfangsefni námskeiðsins er margbreytileiki samfélagsins og staða jaðarhópa í skóla og samfélagi. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta þar sem fyrstu tveir hlutarnir byggjast á fræðilegri umfjöllun um álitamál, sögu og siðfræði, en í þriðja hlutanum er gert ráð fyrir að nemendur beiti þeim fræðilegu undirstöðum sem lagðar hafa verið í fyrstu tveim hlutunum til að skoða vettvang, eigið starf og eigin viðhorf.
Nám fullorðinna og þróun mannauðs (NAF003F)
Símenntun, endurmenntun, mannauðsþróun eru hugtök sem æ fleiri þurfa að takast á við vegna vinnu sinnar. Stjórnendur þurfa til dæmis að útbúa símenntunaráætlanir, sérfræðingar þurfa að kenna samstarfsfólki sínu, kennarar koma að foreldrastarfi eða starfsþróun samkennara sinna og svo mætti lengi telja. Þetta námskeið er fyrir fólk sem vill dýpka skilning sinn á námi fullorðinna, til að geta betur tekið ákvarðanir um símenntun, skipulagt fræðslustarf eða unnið á annan hátt með fullorðnum sem ætla að læra. Námskeiðið gefur fræðilegan grunn undir allt fræðslustaf með fullorðnum.
Markmið
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist haldgóða þekkingu á rannsóknum og kenningum um nám fullorðinna, og geti nýtt þá þekkingu til að taka rökstuddar ákvarðanir í tengslum við skipulagningu náms fyrir fullorðna og / eða við það hjálpa fullorðnum á annan hátt til að læra, takast á við breytingaferli og þroskast.
Inntak / viðfangsefni
Til að ná þessum yfirmarkmiðum takast nemendur við þrjú aðal viðfangsefni á námskeiðinu:
- Greiningu á hlutverki náms og menntunar fullorðinna í ljósi þróunar samfélagsins, rannsókn á því hvernig stofnanir samfélagsins hafa brugðist við - einkum hvað varðar aðgerðir sem ætlað er að styðja við nám fullorðinna. Þátttakendur læra að nota ýmis verkfæri til þess að greina samtímann og meta mögulegar þarfir fullorðinna fyrir nám.
- Rannsókn á sérkennum og sérstöðu fullorðinna námsmanna. Könnun á kenningum um hið sama og greining á gagni þeirra til að skýra og skipuleggja nám fyrir fullorðna og með þeim.
- Þátttakendur kynna sér nokkur meginstef úr kennslufræði fullorðinna. Hugmyndir um fullorðna námsmenn, þátttöku þeirra í fræðslu, áhugahvöt og hindranir, hlutverk leiðbeinenda í fullorðinsfræðslu, mótun námsumhverfis, samskipti kennara og nemenda og fleira.
Vinnulag
Námskeiðið verður kennt á formi sem er kallað "Valvíst nám". En það þýðir að þátttakendur geta valið hvort þeir mæta í skólann, taka þátt í gegnum fjarfundabúnað í rauntíma eða hlusta á upptökur og taka virkan þátt í samvinnu þátttakenda á netinu milli reglulegra funda.
Á námskeiðinu eru tvær "vinnulotur" þar sem allir þátttakendur vinna saman í heilan dag í tengslum við efni namskeiðsins. Þátttakendur eru hvattir til að mæta í húsnæði Menntavísindaseviðs við Stakkahlíð í vinnuloturnar. Þar verða teknar mikilvægar ákvarðanir um námskeiðið, þátttakendur kynnast vel og það styður við samvinnu þeirra á námskeiðinu, þá reynum við að beita aðferðum sem nýtast vel í fullorðinsfræðslu, þannig að þátttakendur upplifa ýmsar aðferðir sem þeir geta síðan nýtt við skipulagningu náms og kennslu.
Síðan hittast þeir vikulega í húsnæði skólans eða á netinu.
Á milli funda og vinnulota fer samvinnan fram á vef námskeiðsins, t.d. í gegnum skriflegar umræður á umræðuþráðum námskeiðsins.
Fyrir hverja er þetta námskeið?
Námskeiðið hentar öllum þeim sem koma – eða vilja koma – á einhvern hátt að ákvörðunum um nám fullorðinna, skipulagningu þess og útfærslu. Það hentar þannig fólki sem starfar við mannauðs- og fræðslumál innan fyrirtækja og stofnana, stjórnendur og verkefnastjóra í stofnunum sem bjóða upp á nám og námskeið fyrir fullorðna sem og sérfræðingum sem hafa áhuga á að kenna fullorðnum. Námskeiðið býður þessu fólki tækifæri að afla sér góðrar grunnþekkingar á helstu spurningum og viðfangsefnum sem snerta nám fullorðinna, forsendur, aðstæður og skipulagningu þess. Námskeiðið gefur þannig góða undirstöðu fyrir alls konar verkefni er varða nám fullorðinna almennt.
Málrækt og málfræðikennsla (ÍET106F)
Markmið námskeiðsins er að kennaranemar öðlist almennan skilning á nýjustu þekkingu, kenningum, hugmyndafræði, hugtökum og aðferðum á sviði málræktar og kennslu í málfræði með sérstaka áherslu á aðstæður á Íslandi.
Unnið er með hugtök á borð við málstefnu, málstýringu, málstaðal og málvenju og viðteknar hugmyndir um rétt mál og rangt teknar til endurskoðunar. Auk þess verður fjallað um ólík viðhorf til kynhlutlauss máls og skiptar skoðanir um afskipti yfirvalda af nafngjöfum. Tiltækt kennsluefni verður skoðað í ljósi slíkra hugmynda.
Megináhersla er lögð á hvernig hægt sé að vekja ungmenni til umhugsunar um ábyrgð sína þegar kemur að tungumálinu og viðgangi þess um leið og hvatt er til umburðarlyndis í málfarsefnum. Þá fá kennaranemar þjálfun í að leiða umræður um málpólitísk álitamál.
Sérstök áhersla verður lögð á umfjöllun um þann þátt málræktar sem bregst við erlendum áhrifum með nýyrðasmíð og kennaranemar undirbúnir undir að stýra slíkri vinnu í kennslu nemenda sinna.
Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningar (ENS344M)
Á námskeiðinu verður farið í ýmsar aðferðir til að auka orðaforða eins og tengiorðaaðferðina, notkun flýtispjalda og gildi yfirgripsmikils lestrar. Þá verður eðli orðaforðatileinkunar gerð skil t.d. hvað felst í að læra nýtt orð auk ýmis konar tölfræði varðandi mismunandi kunnáttu í orðaforða.
Kenningar í félagsfræði og heimspeki menntunar (MVS101F)
Í þessu námskeiði eru ræddar ýmsar áhrifamiklar kenningar á sviði félagfræði og heimspeki menntunar og þær settar í samhengi við álitamál í samfélaginu hversu sinni svo sem kynjajafnrétti, fjölmenningu, stéttaskiptingu, uppeldishætti, kennslufræði, lýðræði og skóla án aðgreiningar.
Á fyrri hluta misseris er röð fyrirlestra og umræðutímar.
Á seinni hluta misseris vinna nemendur tiltölulega sjálfstæð verkefni í hópum og fá leiðsögn um notkun kenninga við mótun rannsóknaráætlana eða þróunarverkefna á sviði kennslu eða uppeldisfræða.
Að kenna um bylgjur, ljós, hljóð og umhverfi (SNU003M)
Í þessu námskeiði verða þátttakendur búnir undir að kenna bylgjur, ljós og hljóð bæði með því að styrkja þekkingu nema á viðfangsefnunum og á kennsluhugmyndum sem þeim tengjast. Jafnframt verður skoðað hvernig fyrirbæri tengd þessum hugtökum birtast í manngerðu og náttúrulegu umhverfi. Mikil áhersla verður lögð á að tengja viðfangsefnin við hugmyndir og reynslu þátttakenda. Fjallað verður um rannsóknir á hugmyndum barna um viðfangsefnin og mögulegar leiðir til að tengja með kennslu þessi viðfangsefni við reynsluheim og hugmyndir grunnskólabarna. Fjallað verður um kennslu náttúrufræðilegra viðfangsefna námskeiðsins, skoðaðar kennslubækur og verklegar athuganir. Náttúrufræðileg viðfangsefni námskeiðsins eru: Sveiflur, bylgjur á streng, öldur á vatni, almennir bylgjueiginleikar, hljóð, myndun þess, útbreiðsla og víxlverkun við efni, ljós, myndun þess, útbreiðsla og víxlverkun við efni, og sjóntæki.
Sjálfbærnimenntun og nám (SFG207F)
Meginmarkmið þessa námskeiðs er að veita þátttakendum tækifæri til að beina sjónum að námi, kennslu og frístundastarfi sem stuðlar að sjálfbærni. Kennslutímar og umræður á milli þeirra byggjast á upplýstri rökræðu. Unnin verða fá stærri verkefni og krafist virkrar þátttöku í umræðum, skipulagningu kennslustunda og því að leiða umræður. Námskeiðið er netnámskeið og krafist er 80% skyldumætingar samkvæmt kennsluáætlun.
Dæmi um viðfangsefni eru:
- Aðgerðastefna (e. activism) í námi og kennslu
- Staðtengt nám og reynslunám
- Breyting á hegðun
- Náttúrfræðinám, tækni og sjálfbærni
- Sköpun, þekkingarsköpun og félagsleg sjálfbærni
- Háskólanám og nám fullorðinna
- Formlegt og óformlegt nám
- Sjálfbærni sem námssvið í mótun
Menntun og kyngervi (UME004M)
Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum og rannsóknum um uppeldi og menntun í ljósi kynjafræðilegra sjónarmiða og hugtaksins kyngervi (gender).
Viðfangsefni. Unnið verður með hugtökin, kyngervi, kynjun, kynímyndir, staðalmyndir, kvenfrelsi, félagsleg mismunun, kynhlutverk, kynjablinda, tvíhyggja og valdatengsl. Fjallað verður um hvernig hugmyndir um menntun kynjanna hafa þróast sögulega, rýnt í orðræðuna um drengi og stúlkur og staðreyndir og gagnrýni á menntun og kynferði á öllum skólastigum. Sjónarmið félagslegar mótunarhyggju og eðlishyggju verða notuð til að útskýra mismunandi hugmyndir um kynjamismunun. Athyglinni verður beint sérstaklega að nýjum rannsóknum á sviðinu og fræðilegri nálgun mismunandi fræðimanna. Að síðustu verður athyglinni beint að íslenska skólakerfinu, stöðu drengja og stúlkna, leiðtogum og stjórnendum, námskrám og stöðu lögbundinnar jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendara rannsóknir á kyngervi og skólastarfi, t.d. rannsóknir á námsframmistöðu kynjanna, mismunandi hugmyndum stelpna og stráka um námsgreinar, námshæfni og námsval og hvernig skólar bregðast við kynjun skóla og samfélags.
Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem staðnám, með möguleikum til fjarnáms ef þörf krefur. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, málstofum, hópvinnu og verkefnavinnu.
Bókmenntir og grunnþættir (ÍET002F)
Námskeiðið er 5 einingar. Lesnir verða fjölbreyttir bókmenntatextar sem vel eru til þess fallnir að opna umræðu um grunnþætti menntunar eins og þeir eru skilgreindir í Aðalnámskrá grunnskóla (2013): Læsi, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, heilbrigði, velferð og sköpun. Lesefni verður breytilegt en valið út frá þremur meginþemum sem tengjast grunnþáttunum. Valið skal lesefni sem veitir jafnframt almenna menntun í bókmenntum, tungumáli og tjáningu. Grunnþemun þrjú eiga erindi við nemendur allra deilda Menntavísindasviðs. Þau eru:
- Börn og þroski
- Jafnrétti
- Menningararfur og samfélagsskilningur.
Lykilorð námskeiðsins eru: Lesskilningur, orðaforði, tjáning og túlkunarfærni.
Sjálfbær framtíð (UAU207M)
Markmið námskeiðsins er að þjálfa gagnrýna hugsun nemenda og leiðtogahæfileika með sjálfbæra framtíð að markmiði. Námskeiðið mun kenna praktískar aðferðir sem minnka munu vistfótspor (e. ecological footprint), einstaklinga/fyrirtækja/stofnana/samfélags. Áhersla verður lögð á þverfræðileika og vísindalegan ramma sjálfbærni - byggðan á aðferðafræði "systems thinking". Nemendur munu læra að nýta vísindi í víðum skilningi til að styðja við regulgerðir (e. Policy), kynnast þeim eiginleikum og aðferðum sem þarf til að leiða breytingar þjóðfélaga í átt til sjálfbærni auk þeirra þátta sem nauðsynlegir eru þegar sjálfbær samfélög eru skipulögð.
Við lok námskeiðsins munu nemendur hafa öðlast hæfileika til að leiða breytingar samfélags í átt til sjálfbærrar framtíðar. Nemendur munu ma. annars geta leitt vinnustofur sem miða að sjálfbærni. Námsmat mun fara byggt á frammistöðu í vinnustofum, kynningum og hópverkefnum.
Lotunámskeið, kennt yfir fjórar helgar. Dagsetningar á vormisseri 2023 eru: 20.-21. janúar, 10.-11. febrúar, 3.-4. mars og 24.-25. mars.
Gagnrýnin hugsun og heimspekileg samræða (UME204F)
Markmið
Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á markmiðum og tilgangi þess að stunda heimspekilega rökræðu með börnum og fullorðnum. Að þeir hafi á valdi sínu grunnatriði í rökfræði og öðrum undirstöðuþáttum gagnrýninnar hugsunar. Einnig að nemendur kynnist hugmyndafræði barnaheimspekinnar, t.d. eins og hún hefur verið þróuð af Matthew Lipman. Hér skipta meginmáli hugmyndir hans um rannsóknarsamfélag og uppruni þeirrar hugmyndafræði í heimspeki bandarísku pragmatistanna Charles S. Peirce, Williams James, og Johns Dewey. Einnig að nemendur geti leitt heimspekilegar rökræður með hópi fólks með þeirri tækni sem hugmyndafræði barnaheimspekinnar felur í sér.
Viðfangsefni
Á námskeiðinu verður fjallað um rökræðuna sem kennsluaðferð og hugmyndafræði Matthews Lipman og annarra fræðimanna um tilgang og markmið þess að stunda heimspekilega rökræðu með börnum. Fjallað verður um tengsl íslenskra námskráa á mismunandi skólastigum við meginmarkmið heimspekilegrar samræðu, s.s. sjálfstæða hugsun, gagnrýna hugsun, skapandi hugsun, fordómaleysi, sjálfsþekkingu og undirbúning fyrir þátttöku í í lýðræðissamfélagi. Fjallað verður ítarlega um þessi hugtök eins og þau birtast í hugmyndafræði barnaheimspekinnar.
Áhættuhegðun og seigla ungmenna (UME206F)
Í námskeiðinu er lögð áhersla á umfjöllun um áhættuhegðun ungmenna (t.d. vímuefnaneyslu, frávikshegðun, brokkgenga skólagöngu) og seiglu þeirra í tengslum við ýmsa uppeldislega, félagslega og sálfræðilega þætti. Viðfangsefni eru m.a. samskiptahæfni, geðraskanir, kynheilbrigði og áföll. Fjallað er ítarlega um ýmis konar verndandi þætti og áhættuþætti og þátt heimila, skóla og tómstundastarfs í að stuðla að velferð ungmenna. Kynntar eru bæði innlendar og erlendar rannsóknir á fræðasviðinu. Sérstök áhersla er á rannsóknir sem skoða tengsl ýmissa þroskaþátta og áhættuhegðunar. Verkefni í námskeiðinu miða að því að leita eftir sýn ungs fólks á áhættuþætti í lífi sínu.
Athugið: Hægt er að taka námskeiðið í fjarnámi. Kennsluinnlegg eru almennt tekin upp og sett inn á námsumsjónarkerfið CANVAS fyrirfram en ef kennsla fer fram í rauntíma þá er hún tekin upp. Vikulega eru umræðutímar (60 mín.) þar sem nemendur geta valið milli þess að koma á staðinn eða vera með á netinu. Hið sama á við þegar ritgerðir eru kynntar einu sinni á önninni þá geta nemendur verið á staðnum eða með á netinu.
Menntun til sjálfbærni – hæfni í heimi breytinga (FAG201F)
Fjallað verður um hugtakið sjálfbær þróun og meginhugmyndir alþjóðlegra sáttmála um sjálfbærni. Tekin verða dæmi af ýmsum vandamálum er tengjast umhverfi og náttúru, s.s. loftslagsmálum, tegundafækkun, jarðvegseyðingu og mengun. Lögð verður áhersla á að greina vandamál úr umhverfi nemenda með áherslu á að finna mögulegar lausnir. Fjallað verður um hlutverk kennara í að vinna með ágreiningsmál og hvernig þeir geta kennt börnum að greina vanda, meta upplýsingar og setja fram hugsanlegar lausnir. Þátttakendur lesi og noti rannsóknir á sjálfbærnimenntun. Einnig munu þátttakendur skoða eigin viðhorf til sjálfbærrar þróunar, gildi sín og meta eigin hegðun.
Skyldumæting er í staðlotur samkvæmt kennslualmanaki Menntavísindasviðs.
Lýðræði, mannréttindi og borgaravitund barna og ungmenna (UME002F)
Í námskeiðinu er fjallað um þætti sem undirbyggja og styðja við menntun til hnattrænnar borgaravitundar (e. global citizenship education). Rætt er um mikilvægi þess að borgarar skynji að þeir hafi tiltekinn rétt í samfélaginu en jafnframt ábyrgð og skyldur. Áhersla er lögð á fræðilega og stefnumótandi umræðu um hugtök á borð við hnattvæðingu, borgaravitund, borgaralega þátttöku, lýðræði, mannréttindi, menntun og sjálfbærni. Fjallað verður um ólíkar nálganir og skilgreiningar á hnattrænni borgaravitund þar sem áhersla er lögð á gagnrýna nálgun og unnið með dæmi af alþjóðlegum og innlendum vettvangi menntunar svo sem heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og grunnþætti menntunar. Þá verður kastljósinu einnig beint að stöðu barna og ungmenna og hvernig við lærum og kennum í anda hnattrænnar borgaravitundar.
Starfendarannsóknir (MVS011F)
Inntak / viðfangsefni
Á námskeiðinu verður farið yfir tilurð og þróun starfendarannsókna í ýmsum löndum, m.a. Japan, Ástralíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Rýnt verður í hugmyndafræði slíkra rannsókna og hinar margvíslegu myndir sem þær hafa tekið á sig og birtast í ólíkum orðum sem notuð eru um slíkar rannsóknir, t.d. starfendarannsóknir (action research), kennararannsóknir (teacher research), kennslurýni (lesson study), starfstengd sjálfsrýni (self-study) og practitioner research. Sérstök áhersla verður lögð á starfendarannsóknir í skólum og öðrum vettvangi menntunnar, þar á meðal á Íslandi og ákveðin dæmi skoðuð í því sambandi. Megináherslan í námskeiðinu er á að þátttakendur geri rannsókn á eigin starfi/starfsháttum og kynni hana í námskeiðinu. Ekki er skilyrði að nemendur séu í starfi þegar þeir taka námskeiðið.
Vinnulag
Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað. Grunnhugmyndin er sú að þátttakendur geri rannsókn í tengslum við eigið starf í samráði við kennara og aðra þátttakendur í námskeiðinu og vinni úr henni í nánu samstarfi við kennara og aðra þátttakendur, t.d. í gegnum ígrundanir, kynningar og samræður. Nemendur halda leiðarbók eða rannsóknardagbók um rannsókn sínar og gera lestrardagbók í tengslum við lestur fræðigreina. Að auki taka þeir þátt í ýmis konar verkefnum og umræðum á netinu.
Menntun og kyngervi (UME004M)
Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum og rannsóknum um uppeldi og menntun í ljósi kynjafræðilegra sjónarmiða og hugtaksins kyngervi (gender).
Viðfangsefni. Unnið verður með hugtökin, kyngervi, kynjun, kynímyndir, staðalmyndir, kvenfrelsi, félagsleg mismunun, kynhlutverk, kynjablinda, tvíhyggja og valdatengsl. Fjallað verður um hvernig hugmyndir um menntun kynjanna hafa þróast sögulega, rýnt í orðræðuna um drengi og stúlkur og staðreyndir og gagnrýni á menntun og kynferði á öllum skólastigum. Sjónarmið félagslegar mótunarhyggju og eðlishyggju verða notuð til að útskýra mismunandi hugmyndir um kynjamismunun. Athyglinni verður beint sérstaklega að nýjum rannsóknum á sviðinu og fræðilegri nálgun mismunandi fræðimanna. Að síðustu verður athyglinni beint að íslenska skólakerfinu, stöðu drengja og stúlkna, leiðtogum og stjórnendum, námskrám og stöðu lögbundinnar jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendara rannsóknir á kyngervi og skólastarfi, t.d. rannsóknir á námsframmistöðu kynjanna, mismunandi hugmyndum stelpna og stráka um námsgreinar, námshæfni og námsval og hvernig skólar bregðast við kynjun skóla og samfélags.
Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem staðnám, með möguleikum til fjarnáms ef þörf krefur. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, málstofum, hópvinnu og verkefnavinnu.
Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðum (MVS212F)
Fjallað verður um ólíkar rannsóknarstefnur og tengsl þeirra við uppbyggingu og útfærslu rannsókna. Einnig um siðfræði vísinda með áherslu á hagnýt atriði og um gæðahugtök, s.s. réttmæti, trúverðugleika og ólíka sýn á þessi hugtök. Í námskeiðinu beinist athyglin að eigindlegum aðferðum. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemar fá nokkra þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna m.a. vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum. Þá vinna nemar með öflun, skráningu, flokkun, greiningu og túlkun gagna, og með framsetningu þeirra og gera heildstæða rannsóknaræfingu.
Fyrirlestrar, umræður og verkefni. Skyldumæting er í staðlotum.
Kenningar í kynjafræði (KYN211F)
Í námskeiðinu er fjallað um heimspekilegan og kenningalegan grundvöll kynjafræða og gagnrýnið og þverfræðilegt inntak þeirra. Fjallað er um birtingarform og merkingu kyns (e. sex) og kyngervis (e. gender) í tungumáli og menningu, sögu, samfélagi og vísindum. Sjónarmið fræðanna eru kynnt og tengsl þeirra við aðferðafræði. Þá eru nemendur þjálfaðir í að beita á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt fræðilegum hugtökum og aðferðum.
Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðum (MVS213F)
Markmiðið er að nemendur
- hafi innsýn í megindlega aðferðafræði á sviði rannsókna í uppeldis- og menntunarfræði
- þekki helstu rannsóknaraðferðir og hugtök sem þeim tengjast
- geti beitt algengum rannsóknaraðferðum og þannig aflað gagna, unnið úr þeim og túlkað á agaðan og viðurkenndan hátt
- séu færir um að rýna í rannsóknir og nýta sér niðurstöður þeirra
- hafi tileinkað sér rannsakandi hugarfar og gagnrýna hugsun
Kynnt verða algeng rannsóknarsnið megindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur nota tölvuforrit til að reikna algenga tölfræðistuðla og halda utan um og vinna úr gögnum. Sérstök áhersla verður lögð á þjálfun í túlkun matsniðurstaðna sem líklegt er að verði á vegi þeirra hópa sem taka námskeiðið.
Fyrirlestrar á vef, umræður og verkefni. Námskeiðið er kennt vikulega en fyrirlestrar verða eingöngu á vef. Verkefnatímar verða ekki teknir upp. Ekki er mætingarskylda í námskeiðið en nemendur eru hvattir til að mæta í kennslustundir.
Nemendur verða að hafa Jamovi (sjá nýjustu útgáfu á https://www.jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir.
Lesefni: Kaflar 1-11 í Navarro DJ and Foxcroft DR (2019). Learning statistics with jamovi: a tutorial for psychology students and other beginners. (Version 0.70). DOI: 10.24384/hgc3-7p15. Rafræn ókeypis kennslubók sem hala má niður á síðunni https://www.learnstatswithjamovi.com.
Kenningar um nám: Hagnýting og rannsóknir (MVS009F)
Markmið
Markmið námskeiðsins er þríþætt. Í fyrsta lagi, að nemendur fái innsýn í valdar námskenningar, einkum þær sem hafa haft áhrif á uppeldis- og skólastarf á okkar tímum. Í öðru lagi, að nemendur öðlist skilning á hvernig nýta megi kenningarnar í framkvæmd við uppeldi, kennslu og skipulagningu náms fyrir fólk á öllum aldri. Í þriðja lagi, að nemendur þekki til rannsókna á áhrifum mismunandi kennslunálgana og hverjar þeirra teljast gagnreyndar til að ná tilteknum námsmarkmiðum.
Inntak / viðfangsefni
- Fjallað verður um nokkrar af meginkenningum um nám svo sem atferlishyggju (behaviourism), hugfræðilega nálgun (cognitive psychology) og kenningum um áhugahvöt til náms (motivation in education).
- Áhersla er lögð á helstu hugtök sem beitt er í ofangreindum kenningum og að þær geta byggt á ólíkum skilgreiningum á námi
- Nemendur lesa rannsóknargreinar þar sem þessum kenningum er beitt í uppeldis- og skólastarfi og þjálfast í að skilja notkun hugtaka og kenninga í rannsóknum á vettvangi
- Fjallað verður um hvað gerir aðferðir gagnreyndar (evidence-based) og hvernig er hægt velja viðeigandi og áhrifaríkar aðferðir til að stuðla að námi fjölbreytts hóps á ólíkum sviðum.
- Nemendur gera áætlun um námsferli á vettvangi uppeldis- og skólastarfs þar sem þeir beita viðeigandi kenningum að eigin vali og dýpka þar með þekkingu sína í einhverri af þeim kenningum sem fengist er við í námskeiðinu. Áhersla er lögð á tengsl áætlunar við rannsóknir og kenningar í verkefninu og að sama tíma sé hugað að hagnýtingu og útfærslu.
Menntun og menntastefnur í alþjóðlegu samhengi (STM207F)
Markmið námskeiðsins eru að nemendur geti greint yfirstandandi hræringar í þróun og framkvæmd menntastefnu í ýmsum löndum út frá ólíkum sjónarhornum, gagnrýnum kenningum og rannsóknum. Lögð er áhersla a að nemendur skilji merkingu og ólík form markaðsvæðingar í menntun, bæði varðandi þátttöku einkageirans (ytri markaðsvæðing) og kerfisbreytingar á opinbera menntageiranum (innri markaðsvæðing). Rýnt verður í hvernig stjórnarhættir (governance) og hlutverk skólastjórnenda, kennara, foreldra og nemenda í skólastarfi hafa mótast af þessum þáttum.
Fjallað er um menntakerfi og menntastefnur, tengsl við framkvæmd og möguleg áhrif þeirra á samfélagið, þ.m.t. á mismunandi nemendahópa eftir kynferði, stétt, búsetu, fötlun og uppruna. Til umfjöllunar eru alþjóðlegar rannsóknir á menntakerfum og lykilhugtök eins og gæði, val, stjórnun og skilvirkni.
Fyrirlestrar og samræða í vikulegum kennslustundum eða að fyrirlestrar verða birtir á námskeiðsvef og efni þeirra rætt í kennslustundum. Nokkir fyrirlesara kenna á ensku. Nemendur vinna saman að beitingu fræðanna á tiltekin viðfangsefni. Námsmat samanstendur af fræðilegum ritgerðum og rannsóknarverkefnum sem nemendur kynna í málstofum. Hægt er að taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað en lögð er áhersla á að nemendur séu á staðnum.
Kennslufræði eðlis- og efnafræði (SNU504M)
Á námskeiðinu verður fjallað um nám og kennslu í eðlisfræði og í efnafræði. Gefið yfirlit yfir þá þekkingu og færni sem kennari í þessum greinum þarf að hafa. Áhersla verði lögð á sérstöðu eðlisfræði og sérstöðu efnafræði sem námsgreina og að þátttakendur þrói hugmyndir sínar um nám og kennslu þessara greina þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna þær. Grunnhugmynd í námskeiðinu er að þátttakendur þrói þessar hugmyndir með því að kynna sér hugmyndir um nám og kennslu greinanna tveggja, með því að gera tilraunir í kennslu og kynna sér rannsóknir á þessu sviði.
Hugmynda- og hönnunarvinna (LVG005M)
Lögð er áhersla á hugmynda- og hönnunarverkefni í tengslum við fatnað og textíl sem fléttað er sögu- og samtímalegri þróun. Áhersla er lögð á munsturgerð, liti og form, tískuteikningu, útlit og snið og tilraunir með textílaðferðir og textílhráefni. Unnin er skipulögð rannsóknarvinna við vinnuferlið frá gagnaöflun til úrvinnslu hugmyndar og hönnunar með nýsköpun að leiðarljósi. Lögð er áhersla á frágang og framsetningu verkefna í ferlilmöppu og til sýninga.
Rannsóknir á sviði stærðfræðimenntunar – stærðfræðikennarinn (SNU005M)
Námskeiðið miðar að því að nemendur öðlist þekkingu á fræðasviðinu stærðfræðimenntun og hæfni í að lesa, ræða og skrifa á gagnrýninn hátt um rannsóknir á sviðinu. Þeir öðlist leikni í að gera eigin rannsóknir á stærðfræðinámi og -kennslu og greina þær í ljósi rannsókna á sviðinu. Lesið verður um kenningar um stærðfræðinám og -kennslu og rannsóknir sem gerðar hafa verið á sviði stærðfræðimenntunar og skoðað hvernig viðhorf fræðimanna til stærðfræðináms hafa þróast, undanfarna áratugi. Kannað verður hvaða áhrif breyttar námsaðstæður á 21. öld hafa á hvernig nemendur tileinka sér stærðfræði og hlutverk kennarans sérstaklega skoðað í því samhengi.
Vinnulag
Í kennslustundum verður fjallað um lesefni námskeiðsins og nemendur leiða umræðu um afmarkaða þætti. Rætt verður um rannsóknaraðferðir og gildi þeirra með tilliti til markmiða rannsóknanna. Nemendur vinna fjölbreytt verkefni, gera athuganir og skrifa um þær skýrslur. Áhersla verður lögð á gagnrýnar umræður, fræðileg skrif og lestur.
Menning og vegferð ungmenna (UME009M)
Námskeiðið tekur til félagsfræðilegra og þverfaglegra kenninga og rannsókna um ungmenni, menningu þeirra, vegferð og menntun. Ungmennahugtakið á við breytilegan aldurshóp eftir samfélögum og söguskeiðum en í okkar síðnútíma einkum aldurshópinn 16-25 ára. Líf og aðstæður ungmenna verða skoðuð sitt á hvað frá ólíkum sjónarhornum félagsfræði og ýmissa skyldra greina og áhersla lögð á þverfaglega, menntavísindalega samþættingu. Hugtakið vegferð ungmenna (e. transition to adulthood) var fram undir 1990 notað um leið ungmenna frá skólanámi til fastrar atvinnu, en hefur síðan verið víkkað út til fjölskyldumyndunar, samfélagsþátttöku og fleiri atriða.
Í námskeiðinu verður sjónum beint að nýlegum rannsóknum á vegferð í mismunandi löndum og eftir félagslegum bakgrunni. Rýnt verður sérstaklega í rannsóknir sem gerðar hafa verið á menningu ungmenna á Íslandi og öðrum Norðurlöndum. Vegferðin er sérstaklega könnuð í gegnum þrenns konar kerfi, þ.e. a) reynslu og val þeirra innan framhalds- og háskólakerfisins, b) vegferð innan vinnumarkaðar og c) í kynverundarkerfinu.
Áhættuhegðun og seigla ungmenna (UME206F)
Í námskeiðinu er lögð áhersla á umfjöllun um áhættuhegðun ungmenna (t.d. vímuefnaneyslu, frávikshegðun, brokkgenga skólagöngu) og seiglu þeirra í tengslum við ýmsa uppeldislega, félagslega og sálfræðilega þætti. Viðfangsefni eru m.a. samskiptahæfni, geðraskanir, kynheilbrigði og áföll. Fjallað er ítarlega um ýmis konar verndandi þætti og áhættuþætti og þátt heimila, skóla og tómstundastarfs í að stuðla að velferð ungmenna. Kynntar eru bæði innlendar og erlendar rannsóknir á fræðasviðinu. Sérstök áhersla er á rannsóknir sem skoða tengsl ýmissa þroskaþátta og áhættuhegðunar. Verkefni í námskeiðinu miða að því að leita eftir sýn ungs fólks á áhættuþætti í lífi sínu.
Athugið: Hægt er að taka námskeiðið í fjarnámi. Kennsluinnlegg eru almennt tekin upp og sett inn á námsumsjónarkerfið CANVAS fyrirfram en ef kennsla fer fram í rauntíma þá er hún tekin upp. Vikulega eru umræðutímar (60 mín.) þar sem nemendur geta valið milli þess að koma á staðinn eða vera með á netinu. Hið sama á við þegar ritgerðir eru kynntar einu sinni á önninni þá geta nemendur verið á staðnum eða með á netinu.
Íslenskt mál og menntun fjöltyngdra nemenda (ÍET206F)
Fjallað verður um íslensku sem annað mál og menntun fjöltyngdra grunnskólanemenda. Rætt verður um máltöku og máluppeldi og hver sé munurinn á því að öðlast færni í móðurmáli og öðru máli. Sérstök áhersla verður lögð á það sem kennarar þurfa almennt að kunna um íslenskt mál til að geta sinnt vel annars máls nemendum svo að þau nái framförum í þeirri námsgrein sem til umfjöllunar er.
Farið verður í uppbyggingu íslenska málkerfisins, framburð, orðmyndun, beygingar, setningagerð, merkingu orða og orðasambanda, lagskiptingu orðaforðans og ýmislegt sem viðkemur málnotkun, og fjallað um hvað getur helst vafist fyrir fjöltyngdum grunnskólanemendum sem eru að tileinka sér málið. Rætt verður um persónubundinn mun málhafa þegar þeir tileinka sér íslensku sem annað mál, með sérstaka áherslu á hvert móðurmál þeirra er til að geta greint hvar helst sé að vænta erfiðleika við tileinkun íslensku og til að geta brugðist við því.
Í framhaldi af þessu verður unnið með kennslu mismunandi faggreina og hvernig skipuleggja megi hana þannig að hún taki mið af mismunandi getu fjöltyngdra nemenda í íslensku. Meðal annars verður tekið fyrir hvernig hægt er að semja og einfalda texta svo að laga megi þá að getu fjöltyngdra nemenda í íslensku.
Fjölbreyttir kennsluhættir - nemendamiðað nám (KME205F)
Markmið
Meginmarkmið þessa námskeiðs er að þátttakendur efli þekkingu sína á fjölbreyttum kennsluháttum og hæfni sína í að fjalla um þá með fræðilega viðurkenndum hætti.
Viðfangsefni
Á námskeiðinu verður fjallað um kennsluaðferðahugtakið og dæmi kynnt um fræðilega flokkun kennsluaðferða. Rannsóknum á kennsluaðferðum verða gerð sérstök skil, einkum innlendum rannsóknum. Þá verður fjallað um kennsluhætti og kennsluaðferðir sem tengjast hugmyndum um nemendamiðað og lýðræðislegt skólastarf (m.a. opinn skóla, sveigjanlega kennsluhætti, samvinnunám, samkennslu, lausnaleitarnám, heildstæð viðfangsefni, þemanám, samkomulagsnám og sjálfstæð, skapandi viðfangsefni). Efni námskeiðsins verður tengt þróun fjölbreyttra kennsluhátta hér á landi, og erlendis, og áhersla lögð á að þátttakendur ígrundi eigin reynslu af kennslu. Þátttakendum gefst tækifæri til að kynna sér einstaka kennsluhætti og kennsluaðferðir til nokkurrar hlítar og fjalla um það með fræðilegum hætti.
Vinnulag
Byggt er á fyrirlestrum, kynningum, málstofum, umræðum, sjálfstæðri vinnu, hópverkefnum, lestri og upplýsingaleit. Lögð er áhersla á að þátttakendur ígrundi eigið starf og greini, túlki og meti reynslu sína og tengi hana við fræði og rannsóknir. Þáttakendur ræða lesefni námskeiðsins og tengja það kennslustundum og eigin reynslu með aðstoð lestrardagbókar og annarra verkefna. Auk þess vinna nemendur lokaverkefni sem er hópverkefni.
Fjarnám og kennsla (SNU008F)
Á námskeiðinu verða hugtökin fjarnám- og fjarkennsla og tengd hugtök s.s. blandað nám, dreifnám og netnám skoðuð og skilgreind. Skoðaðar verða hugmyndir og kenningar sem tengjast sviðinu og hvernig þær hafa þróast frá áherslu á sjálfstætt nám (independent study) á tímum bréfaskóla til áherslu á samskipti og uppbyggingu sameiginlegrar þekkingar á tímum netvæðingar og alþjóðahyggju. Fjallað verður um erlendar og innlendar rannsóknir á fjarnámi og -kennslu. Athygli er beint að stöðu fjarnáms á mismunandi skólastigum, fjarnemum og þörfum þeirra, kennsluháttum með nýtingu mismunandi miðla og hönnun fjarnámsáfanga m.t.t. alþjóðlegra viðmiða og gæðastaðla.
Vinnulag
Fyrirlestrar, lestur og umræður um fræði og nýjar rannsóknir; athuganir á mismunandi fjarnáms- og kennsluaðferðum og tæknibúnaði til fjarkennslu á mismunandi skólastigum. Meðal annars verður skoðað og rætt um það fjarnám sem þátttakendur hafa reynslu af sem fjarnemar og/eða kennarar, nemendur gera eitt minna hópverkefni (lausnaleitarnám) og annað stærra einstaklingsverkefni.
Námsmat í tungumálanámi (ÍET001F)
Meginmarkmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist
- þekkingu og skilning á nýjum námsmatskenningum og aðferðum í túngumálanámi.
- leikni í að skipuleggja þróunarverkefni og móta námsmatsáætlarnir.
Viðfangsefni:
Fjallað verður um ýmis lykilatriði í námsmati og prófagerð, hæfniþrep Aðalnámskrá og nýjar stefnur og strauma. Hefðbundið námsmatsaðferðir og stöðluð próf verða skoðaðir með gagnrýnum augum. Einnig verður fjallað um nýjar leiðir í námsmat, t.d. leiðsagnamat, heildrænt mat (authentic assessment), sjálfsmat, jafningjamat og mat byggt á náms- eða ferilsmöppum (portfolio).
Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Mikið verður lagt upp úr lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni, umræðum, hópa- og einstaklingsvinnu, verkefnum sem lýkur með kynningu og málstofum. Lögð verður áhersla á að þátttakendur þróa eigin kennsluhætti og matsaðferðir.
Útikennsla og græn nytjahönnun (LVG006M)
Tekist verður á við kennslu- og hugmyndafræði "Útikennslu og grænnar nytjahönnunar". Nemendur læra um sjálfbæra þróun í hönnun, skógarvistfræði og skógarnytjar. Farið verður í vettvangsferðir þar sem nemendur kynnast þessari kennsluaðferð af eigin raun. Hugað verður að eflingu tengsla nemenda í verkgreinum við íslenska náttúru og hvernig hægt er að hanna fyrir umhverfið, án þess að valda því skaða. Þróaðir verða nytjahlutir úr íslenskum viðarafurðum og frumgerðir smíðaðar. Stuðst verður við tálguaðferðir sem notaðar hafa verið á norðurlöndunum um árhundruðin. Nemendur eru þjálfaðir að tálga úr blautum viði og að tileinka sér rétt handbrögð og umgengni við bitverkfæri.
Markmið námskeiðsins er að:
- Efla þekkingu og vitund nemenda á viðarfræði, skógarvistfræði og skógarnytjum.
- Nemendur nái leikni í notkun öruggra tálguaðferða sem hægt er að beita við útikennslu þar sem fengist er við hönnun nytjahluta úr íslenskum efniviði.
- Nemendur kynnist af eigin raun kennslufræði og hugmyndafræði um útikennslu og grænnar nytjahönnunar og séu færir um að skipuleggja og sjá um slíkt nám þar sem byggt er á útikennslu.
- Nemendur kynnist nýlegum rannsóknum á gildi list-, verk, og tæknigreina fyrir almennt skólastarfi.
Inntak / viðfangsefni: Fjallað verður um varðveislu og nýtingu íslenska nytjaskógarins og sjálfbæra þróun sem þátt í hönnun nytjahluta. Lögð verður áhersla á hönnun nytjahluta er byggja á hugsuninni um sjálfbæra þróun. Hugað er að réttri hagkvæmri efnisheimsins, líftíma hluta og áhrif þeirra á lífsvenjur okkar, heilsu og umhverfi. Þverfagleg og skapandi skólaverkefni skoðuð er tengjast grænni umhverfisvænni hönnun. Fengist verður við mótun afurða úr íslenskum efniviði, vistfræði, fjölbreytta listsköpun og grenndarfræðslu. Notast verður við gamlar verkaðferðir við tálgun. Fjallað verður um rannsóknir er tengjast gildi list- og verkgreina fyrir þroska skólabarna.
Vinnulag: Vettvangsferðir, fyrirlestrar, hópverkefni, einstaklingsvinna og umræður.
Upp með jafnréttisgleraugun: Jafnréttismenntun og jafnrétti í víðara samhengi (SFG203M)
Viðfangsefni: Í þessu námskeiði setjum við upp jafnréttisgleraugun og kynnumst einum grunnþætti Aðalnámskrár grunnskóla nánar, jafnrétti.
Inntak: Fjallað verður margvíslegar hliðar jafnréttis og jafnræðis og hvernig hægt er að tvinna jafnréttismenntun saman við kennslu samfélagsgreina á skapandi hátt. Fjallað er um jafnrétti og jafnræði út frá víðum sjónarhóli, líkt og í Aðalnámskrá grunnskóla, og lögð sérstök áhersla á jafnréttismál sem snúa að menningu og uppruna, fötlun, stétt og búsetu. Einnig verður hugað að þeirri margþættu mismunun sem fólk verður fyrir vegna samtvinnunar (e. intersectionality) ólíkra jaðarsetjandi þátta.
Vinnulag byggst á hópumræðum og verkefnavinnu í tímum þar sem nemendur fá t.d. fá þjálfun í gagnrýnum lestri hefðbundins námsefnis og kennsluáætlana- og verkefnagerð í anda jafnréttismenntunar. Í verkefnavinnu er m.a. lögð áhersla á að samþætta grunnþættina jafnrétti og sköpun en nemendur vinna eitt verkefni í samvinnu við nemendur í listgreinakennslu.
Menntun og menntastefnur í alþjóðlegu samhengi (STM207F)
Markmið námskeiðsins eru að nemendur geti greint yfirstandandi hræringar í þróun og framkvæmd menntastefnu í ýmsum löndum út frá ólíkum sjónarhornum, gagnrýnum kenningum og rannsóknum. Lögð er áhersla a að nemendur skilji merkingu og ólík form markaðsvæðingar í menntun, bæði varðandi þátttöku einkageirans (ytri markaðsvæðing) og kerfisbreytingar á opinbera menntageiranum (innri markaðsvæðing). Rýnt verður í hvernig stjórnarhættir (governance) og hlutverk skólastjórnenda, kennara, foreldra og nemenda í skólastarfi hafa mótast af þessum þáttum.
Fjallað er um menntakerfi og menntastefnur, tengsl við framkvæmd og möguleg áhrif þeirra á samfélagið, þ.m.t. á mismunandi nemendahópa eftir kynferði, stétt, búsetu, fötlun og uppruna. Til umfjöllunar eru alþjóðlegar rannsóknir á menntakerfum og lykilhugtök eins og gæði, val, stjórnun og skilvirkni.
Fyrirlestrar og samræða í vikulegum kennslustundum eða að fyrirlestrar verða birtir á námskeiðsvef og efni þeirra rætt í kennslustundum. Nokkir fyrirlesara kenna á ensku. Nemendur vinna saman að beitingu fræðanna á tiltekin viðfangsefni. Námsmat samanstendur af fræðilegum ritgerðum og rannsóknarverkefnum sem nemendur kynna í málstofum. Hægt er að taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað en lögð er áhersla á að nemendur séu á staðnum.
Nemendur með sérþarfir í framhaldsskólum (MAL202F)
Námskeiðið er valnámskeið og ætlað þeim sem eru í sérkennslu- eða framhaldsskólakennaranámi. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn inn skipulag og framkvæmd stuðnings fyrir framhaldsskólanema sem eiga rétt á kennslu og sérstökum stuðning í námi í samræmi við metnar sérþarfir. Fjallað verður um kenningar og rannsóknir á sviði námsstuðnings og sérkennslu í framhaldsskólum með það fyrir augum að þátttakendur geti nýtt sér niðurstöður á skipulegan hátt. Áhersla er lögð á þverfaglega nálgun og samstarf. Nemendur kynnast þeirri stoðþjónustu sem er í boði innan framhaldsskóla til að styðja við nemendur með sérþarfir eða fötlun.
Starfendarannsóknir (MVS011F)
Inntak / viðfangsefni
Á námskeiðinu verður farið yfir tilurð og þróun starfendarannsókna í ýmsum löndum, m.a. Japan, Ástralíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Rýnt verður í hugmyndafræði slíkra rannsókna og hinar margvíslegu myndir sem þær hafa tekið á sig og birtast í ólíkum orðum sem notuð eru um slíkar rannsóknir, t.d. starfendarannsóknir (action research), kennararannsóknir (teacher research), kennslurýni (lesson study), starfstengd sjálfsrýni (self-study) og practitioner research. Sérstök áhersla verður lögð á starfendarannsóknir í skólum og öðrum vettvangi menntunnar, þar á meðal á Íslandi og ákveðin dæmi skoðuð í því sambandi. Megináherslan í námskeiðinu er á að þátttakendur geri rannsókn á eigin starfi/starfsháttum og kynni hana í námskeiðinu. Ekki er skilyrði að nemendur séu í starfi þegar þeir taka námskeiðið.
Vinnulag
Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað. Grunnhugmyndin er sú að þátttakendur geri rannsókn í tengslum við eigið starf í samráði við kennara og aðra þátttakendur í námskeiðinu og vinni úr henni í nánu samstarfi við kennara og aðra þátttakendur, t.d. í gegnum ígrundanir, kynningar og samræður. Nemendur halda leiðarbók eða rannsóknardagbók um rannsókn sínar og gera lestrardagbók í tengslum við lestur fræðigreina. Að auki taka þeir þátt í ýmis konar verkefnum og umræðum á netinu.
Trúarbrögð og lífsgildi í fjölmenningarsamfélagi (KME003M)
Námskeiðið miðar að því að nemendur dýpki þekkingu sína á stöðu og áhrifum trúarbragða í fjölmenningarsamfélagi. Fjallað verður um ýmsar kenningar er snerta trúarþörf og trúarreynslu mannsins, trúarlega sjálfsmynd og valda þætti nokkurra helstu trúarbragða heims. Einnig siði og venjur tengdar trúariðkun, einkum er haft geta áhrif á skólastarf. Þá verður fjallað um trúarbrögð og siðfræði, sameiginleg gildi ólíkra trúarbragða, stöðu trúarbragða, menningarleg og trúarleg átök sem eiga sér stað í dag og fordóma og misskilning tengdan trúarbrögðum. Nemendur velja sér trúarbrögð sem þeir dýpka þekkingu sína á, einkum með tilliti til þess að þau endurspegli vaxandi menningarlegan og trúarlegan fjölbreytileika hér á landi og vinna jafnframt vettvangstengd verkefni.
Vinnulag
Fyrirlestrar, samræður, mat og beiting fræða á tiltekin viðfangsefni, samstarf í hópum. Verkefni, m.a. vettvangstengt rannsóknarverkefni, og kynning í málstofum.
Bókmenntir og grunnþættir (ÍET002F)
Námskeiðið er 5 einingar. Lesnir verða fjölbreyttir bókmenntatextar sem vel eru til þess fallnir að opna umræðu um grunnþætti menntunar eins og þeir eru skilgreindir í Aðalnámskrá grunnskóla (2013): Læsi, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, heilbrigði, velferð og sköpun. Lesefni verður breytilegt en valið út frá þremur meginþemum sem tengjast grunnþáttunum. Valið skal lesefni sem veitir jafnframt almenna menntun í bókmenntum, tungumáli og tjáningu. Grunnþemun þrjú eiga erindi við nemendur allra deilda Menntavísindasviðs. Þau eru:
- Börn og þroski
- Jafnrétti
- Menningararfur og samfélagsskilningur.
Lykilorð námskeiðsins eru: Lesskilningur, orðaforði, tjáning og túlkunarfærni.
Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum (NAF002F)
Á þessu námskeiði undirbúa þátttakendur sig undir að skipuleggja nám fyrir fullorðna. Þátttakendur auka færni sína í að sinna helstu þáttum þess að undirbúa, skipuleggja, og útfæra hvers kyns námstilboð fyrir fullorðna: Námskeið, fyrirlestra, ráðstefnur, fundi, jafningjafræðslu og sjálfsnámsferli svo eitthvað sé nefnt.
Inntak / viðfangsefni
Þátttakendur skoða algengar nálganir við skipulagningu námsferla fyrir fullorðna, rýna í viðkomandi nálganir og læra að nota þær, greina og gagnrýna. Þátttakendur kynna sér nýlega fræðilega umræðu um viðfangsefnið, kynna sér rannsóknir um afmarkaða þætti kennsluhegðunar og bera saman við innihald bókanna sem lesnar eru á námskeiðinu og við þeirra eigin vinnu.
Á námskeiðinu takast þátttakendur á við ýmsa þætti þess að skipuleggja nám fyrir aðra í ólíku samhengi. Þeir kynnast öllum helstu skrefum við skipulagningu náms, allt frá greiningu fræðsluþarfa að skipulagningu kennsluathafna, kennslu og mati á kennslu, þó aðal áherslan liggi á skipulagningarferlið. Þátttakendur kynna sér nokkrar gagnlegar kennsluaðferðir, prófa þær og þjálfa sig í notkun þeirra. Þátttakendur þjálfast einnig í því að nota kennslutæki og nýta þjálfunina þegar þeir æfa sig í kennslu og í því að meta kennslu hver annars. Flest verkefnanna eru mjög hagnýt og geta nýst beint í starfi. Þátttakendur læra t.d. að útbúa námskeiðsmöppu sem inniheldur öll gögn sem þeir þurfa til að kenna tiltekið námskeið. Að námskeiði loknu munu þeir hafa undir höndum slíka möppu og vera tilbúin að halda námskeið með þeim gögnum sem eru í möppunni.
Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt með formi sem er kallað "Valvíst nám". En það þýðir að þátttakendur geta á
hverjum tíma valið hvort þeir taka þátt í rauntímasamverum með því að mæta í skólann, taka þátt í gegnum fjarfundabúnað í rauntíma eða hlusta á upptökur og taka svo virkan þátt í samvinnu þátttakenda á netinu milli reglulegra funda. Þannig er reynt að koma til móts við þarfir þátttakenda svo að þeir geti lagað nám sitt að sínum aðstæðum hverju sinni.
Bestur árangur næst með rauntímaviðveru í stoðlotum og á vikulegum fundum. Þar er unnið með námsefnið og þátttakendur þjálfast í að vinna með innihald námskeiðsins.
Þátttakendur útbúa á námskeiðinu námskeiðsmöppu fyrir tiltekið námskeið eða undirbúa og rökstyðja námsskipulag fyrir tiltekinn vinnustað eða símenntunarmiðstöð.
Rannsóknir með börnum og ungmennum (KME201F)
Í námskeiðinu verður fjallað um eigindlegar rannsóknaraðferðir með áherslu á að fá fram sjónarmið barna og ungmenna. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur fá þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna bæði með börnum og fullorðnum m.a., vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum og gera heildstæða rannsóknaræfingu. Fjallað er sérstaklega um rannsóknir með börnum og ungmennum, þ.e. rannsóknir þar sem þátttakendur eru börn, ungmenni og aðrir sem eiga hættu á að vera jaðarsettir í samfélaginu. Gengið verður út frá Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna til að hafa áhrif á eigið líf og félagsvísindalegum rannsóknum á bernskunni þar sem litið er á barnæsku sem afmarkað rannsóknarefni. Einnig verður byggt á félags- menningarkenningum og síðtímahugmyndum um börn sem sterk og hæf með eigið sjónarhorn á veröldina og réttindi þeirra sem borgara virt.
Í umfjöllun námskeiðs verður velt upp álitamálum sem upp koma þegar börn og/eða ungmenni eru þátttakendur í rannsóknum. Fjallað verður m.a. um hugmyndafræði, siðferðislega þætti og áhersla lögð á ýmsar aðferðir sem nota má í rannsóknum með börnum. Nemendur vinna eigin rannsókn og fá tækifæri til að glíma við fjölbreyttar aðferðir.
Gagnrýnar kenningar í menntunarfræðum í alþjóðlegu ljósi (INT004F)
Í þessu námskeiði verða kenningar gagnrýnna fræða skoðaðar til að öðlast dýpri skilning á menntakerfum, kennslufræðum og lögum og stefnumótun. Fræðilegur rammi námskeiðsins tekur tillit til gagnrýnna kenninga (sem og gagnrýnna rasískra fræða, femíniskra kenninga, hinseginfræða og gagnrýnna fötlunarfræða). Sérstök áhersla er á samtvinnun mismunabreyta (e. intersectionality) og félagslegt réttlæti. Menntastefnur og námskrár verða skoðaðar, greindar með tilliti til mannréttinda og jafnræðishugmyndafræði. Sérstök áhersla er lögð á hvernig beita má þessari þekkingu er hægt að beita í margbreytilegum menntastofnunum á alþjóðlegum vettvangi. Þetta námskeið er hluti af alþjóðlegu námi í menntunarfræðum í Deild menntunar og margbreytileika.
Menntun og kyngervi (UME004M)
Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum og rannsóknum um uppeldi og menntun í ljósi kynjafræðilegra sjónarmiða og hugtaksins kyngervi (gender).
Viðfangsefni. Unnið verður með hugtökin, kyngervi, kynjun, kynímyndir, staðalmyndir, kvenfrelsi, félagsleg mismunun, kynhlutverk, kynjablinda, tvíhyggja og valdatengsl. Fjallað verður um hvernig hugmyndir um menntun kynjanna hafa þróast sögulega, rýnt í orðræðuna um drengi og stúlkur og staðreyndir og gagnrýni á menntun og kynferði á öllum skólastigum. Sjónarmið félagslegar mótunarhyggju og eðlishyggju verða notuð til að útskýra mismunandi hugmyndir um kynjamismunun. Athyglinni verður beint sérstaklega að nýjum rannsóknum á sviðinu og fræðilegri nálgun mismunandi fræðimanna. Að síðustu verður athyglinni beint að íslenska skólakerfinu, stöðu drengja og stúlkna, leiðtogum og stjórnendum, námskrám og stöðu lögbundinnar jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendara rannsóknir á kyngervi og skólastarfi, t.d. rannsóknir á námsframmistöðu kynjanna, mismunandi hugmyndum stelpna og stráka um námsgreinar, námshæfni og námsval og hvernig skólar bregðast við kynjun skóla og samfélags.
Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem staðnám, með möguleikum til fjarnáms ef þörf krefur. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, málstofum, hópvinnu og verkefnavinnu.
Lýðræði, mannréttindi og borgaravitund barna og ungmenna (UME002F)
Í námskeiðinu er fjallað um þætti sem undirbyggja og styðja við menntun til hnattrænnar borgaravitundar (e. global citizenship education). Rætt er um mikilvægi þess að borgarar skynji að þeir hafi tiltekinn rétt í samfélaginu en jafnframt ábyrgð og skyldur. Áhersla er lögð á fræðilega og stefnumótandi umræðu um hugtök á borð við hnattvæðingu, borgaravitund, borgaralega þátttöku, lýðræði, mannréttindi, menntun og sjálfbærni. Fjallað verður um ólíkar nálganir og skilgreiningar á hnattrænni borgaravitund þar sem áhersla er lögð á gagnrýna nálgun og unnið með dæmi af alþjóðlegum og innlendum vettvangi menntunar svo sem heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og grunnþætti menntunar. Þá verður kastljósinu einnig beint að stöðu barna og ungmenna og hvernig við lærum og kennum í anda hnattrænnar borgaravitundar.
Gagnrýnin hugsun og heimspekileg samræða (UME204F)
Markmið
Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á markmiðum og tilgangi þess að stunda heimspekilega rökræðu með börnum og fullorðnum. Að þeir hafi á valdi sínu grunnatriði í rökfræði og öðrum undirstöðuþáttum gagnrýninnar hugsunar. Einnig að nemendur kynnist hugmyndafræði barnaheimspekinnar, t.d. eins og hún hefur verið þróuð af Matthew Lipman. Hér skipta meginmáli hugmyndir hans um rannsóknarsamfélag og uppruni þeirrar hugmyndafræði í heimspeki bandarísku pragmatistanna Charles S. Peirce, Williams James, og Johns Dewey. Einnig að nemendur geti leitt heimspekilegar rökræður með hópi fólks með þeirri tækni sem hugmyndafræði barnaheimspekinnar felur í sér.
Viðfangsefni
Á námskeiðinu verður fjallað um rökræðuna sem kennsluaðferð og hugmyndafræði Matthews Lipman og annarra fræðimanna um tilgang og markmið þess að stunda heimspekilega rökræðu með börnum. Fjallað verður um tengsl íslenskra námskráa á mismunandi skólastigum við meginmarkmið heimspekilegrar samræðu, s.s. sjálfstæða hugsun, gagnrýna hugsun, skapandi hugsun, fordómaleysi, sjálfsþekkingu og undirbúning fyrir þátttöku í í lýðræðissamfélagi. Fjallað verður ítarlega um þessi hugtök eins og þau birtast í hugmyndafræði barnaheimspekinnar.
Kenningar um nám: Hagnýting og rannsóknir (MVS009F)
Markmið
Markmið námskeiðsins er þríþætt. Í fyrsta lagi, að nemendur fái innsýn í valdar námskenningar, einkum þær sem hafa haft áhrif á uppeldis- og skólastarf á okkar tímum. Í öðru lagi, að nemendur öðlist skilning á hvernig nýta megi kenningarnar í framkvæmd við uppeldi, kennslu og skipulagningu náms fyrir fólk á öllum aldri. Í þriðja lagi, að nemendur þekki til rannsókna á áhrifum mismunandi kennslunálgana og hverjar þeirra teljast gagnreyndar til að ná tilteknum námsmarkmiðum.
Inntak / viðfangsefni
- Fjallað verður um nokkrar af meginkenningum um nám svo sem atferlishyggju (behaviourism), hugfræðilega nálgun (cognitive psychology) og kenningum um áhugahvöt til náms (motivation in education).
- Áhersla er lögð á helstu hugtök sem beitt er í ofangreindum kenningum og að þær geta byggt á ólíkum skilgreiningum á námi
- Nemendur lesa rannsóknargreinar þar sem þessum kenningum er beitt í uppeldis- og skólastarfi og þjálfast í að skilja notkun hugtaka og kenninga í rannsóknum á vettvangi
- Fjallað verður um hvað gerir aðferðir gagnreyndar (evidence-based) og hvernig er hægt velja viðeigandi og áhrifaríkar aðferðir til að stuðla að námi fjölbreytts hóps á ólíkum sviðum.
- Nemendur gera áætlun um námsferli á vettvangi uppeldis- og skólastarfs þar sem þeir beita viðeigandi kenningum að eigin vali og dýpka þar með þekkingu sína í einhverri af þeim kenningum sem fengist er við í námskeiðinu. Áhersla er lögð á tengsl áætlunar við rannsóknir og kenningar í verkefninu og að sama tíma sé hugað að hagnýtingu og útfærslu.
Hinsegin menntunarfræði (SFG004M)
Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum og rannsóknum í hinsegin menntunarfræðum. Enn fremur að þeir fái góða innsýn inn í fræðaheim hinsegin fræða. Áhersla verður lögð að að nemar tileinki sér gagnrýna sýn á uppeldi og menntun og að þeir verði meðvitaður um veruleika hinsegin ungmenna.
Viðfangsefni: Unnið verður meðal annars með hugtökin kyngervi, kynhneigð, kynvitund, samtvinnun, karlmennska, kvenleiki, kynhlutverk, kynjatvíhyggja, gagnkynhneigðarhyggja og síshyggja. Fjallað verður um megininntak hinsegin menntunarfræða og hvernig nálgun þeirra getur varpað ljósi á menntun, uppeldi, tómstunda- og félagsstarf og samfélag. Nálgunin verður í anda hinsegin fræða og félagslegrar mótunarhyggju sem verða notuð til að útskýra ólíkar hugmyndir um kynhneigð, kynvitund og hinsegin kynverund. Enn fremur verður fjallað um skólakerfi, hérlendis og erlendis, og hvernig það viðheldur margs konar mismunun og ýtir jafnvel undir stofnanabundna gagnkynhneigðarhyggju og síshyggju. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendar rannsóknir í tengslum við kynhneigð, kynvitund, skólakerfi, kennslu og námsbækur. Þá verður lögð áhersla á að þjálfa verðandi fagfólk sem starfar með börnum og ungmennum í að búa til hinseginvænt andrúmsloft í barna- og ungmennahópi, að flétta hinsegin veruleika inn í starf sitt og bregðast við neikvæðum viðhorfum í garð hisneginleika.
Tölvutengt tungumálanám – upplýsingartækni og kennsla erlendra tungumála (ÍET201M)
Meginmarkmið námskeiðsins er að
- veita þátttakendum yfirsýn yfir og skilning á helstu kenningum og rannsóknum um tölvutengt tungumálanám.
- þátttakendur öðlist þekkingu og kunni skil á helstu kenningum og rannsóknum um rafræn læsi (digital literacies) og tungumálnam.
- þátttakendur fái tækifæri til að tengja saman fræðilega þekkingu og hagnýta reynslu af tölvu og upplýsingartækni í tungumálakennslu.
Viðfangsefni:
Á námskeiðinu verður fjallað um áhríf upplýsingartækni á uppeldi, menntun og skólastarf. Lögð er áhersla á að fjalla um tölvustutt tungumála nám (CALL - Computer Assisted Language Learning) og áhríf og þróun þess síðastliðin 30 ár. Einnig verður fjallað um kenningar og rannsóknir er varðar notkun upplýsingartækni í tungumálanámi í skólastofunni í grunn- og framhaldsskóla. Ýmis forrit verða kynnt og skoðað hvernig má nýta þau til að þjálfa mismunandi þættir tungumálsins.
Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Nemendur fá margvísleg verkefni til úrlausnar og skila úrlausnum ýmist munnlega eða skriflega. Einnig munu þátttakendur vinna einir eða í hópum að efnissöfnun og kynningum á efni sem tengist áhugasviði þeirra. Efnið gætu tengst nýtingu tölvu og veraldarvefsins i tungumálakennslu, rannsóknar- og þróunarstörfum, fjarkennslu erlendra tungumála, gerð rafræns námsefnis til notkunar í tungumálakennslu, vendinám, notkun spjaldtölvur í tungumálanámi o.fl. Nemendur vinna og skila rafræn ferilsmöppu.
Bókmenntakennsla (ÍET213F)
Markmið námskeiðsins er tvíþætt. Annars vegar er fjallað um aðferðir við bókmenntakennslu og lögð áhersla á fjölbreytni bókmennta og margvíslega möguleika á að tengja þær við ólík viðfangsefni. Fjallað verður um hvernig nýta má aðferðir bókmenntafræðinnar við bókmenntagreiningu- og túlkun til að ljúka upp bókmenntatextum fyrir nemendum og setja þá í semhengi við daglegan veruleika. Gegnum bókmenntir og bókmenntafræði er hægt að nálgast mismunandi tímabil, menningu, þjóðerni, tungumál og persónuleika.
Hins vegar verður fjallað um bókmenntakennslu í íslenskum grunnskólum, markmið aðalnámsskrár, tilgang bókmenntakennslu og þátt hennar í samfélagsmótun og almennri menntun. Ítarlega verður rættum val þeirra bókmennta sem kenndar eru í skólakerfinu. Forsendur þessa vals verða ígrundaðar og kannaðar meðal annars með samanburði við slíkt val í öðrum löndum.
Reiknihugsun (SNU203M)
Markmið námskeiðsins er að gera nemendum kleift að beita forritun og reiknihugsun til að skapa tölvugrafík og leysa verkefni af ýmsu tagi, og jafnframt veita undirbúning til þess að kenna nemendum í grunn- og framhaldsskólum hið sama. Ekki er gert ráð fyrir að nemendur hafi fyrirfram þekkingu eða reynslu af forritun.
Stærðfræðileg viðfangsefni námskeiðsins eru annars vegar úr hnitarúmfræði og hins vegar verður fjallað um grundvallaratriði reiknihugsunar: að þætta viðfangsefni í smærri verkefni; að finna mynstur; að draga út eiginleika (abstraction); að búa til reiknirit. Nemar læra um notkun breytistærða, falla, lykkja og rökskilyrða í forritun. Nemar læra að nýta sér reiknihugsun til þess að smíða einföld grafísk líkön í tölvu, svo sem tölvuleiki eða listaverk, og að nota forritun til að leysa stærðfræðiverkefni.
Á námskeiðinu læra nemar einnig að skipuleggja kennslu í grunn- og framhaldsskóla sem miðar að því að þroska reiknihugsun nemenda og getu til skapandi forritunar, auk nýtingar forritunar til að kanna stærðfræðileg viðfangsefni. Stærðfræðiforritið GeoGebra er sett í samhengi við reiknihugsun og möguleikar þess í stærðfræðikennslu kannaðir. Hugað er að stöðu forritunar og reiknihugsunar í samfélaginu og innan menntakerfisins, og tengslum við aðrar námsgreinar.
Vinnulag í námskeiðinu felst fyrst og fremst í því að leysa verkefni, lestri og þátttöku í gagnrýnni umræðu.
Jákvæð sálfræði og velferð (UME106F)
Fjallað verður um hvernig efla megi velfarnað í uppeldis og menntastörfum í víðum skilningi. Fræðilegur rammi námskeiðsins byggir á rannsóknum á velfarnaði, meðal annars út frá jákvæðri sálfræði. Fjallað verður um ólíkar kenningar um hamingjuna, sem og nokkur lykilhugtök sem tengjast velfarnaði í uppeldi og menntun svo sem ynnri/ytri hvati, sjálfstjórnun og sjálfræði, seigla, dygðir, hugarfar, lífssýn, núvitund, atbeini/sjálfstiltrú, tilfinningar, félagstengsl og áfallaþroski. Einnig eru kynntar aðferðir (positive intervention) til að stunda sjálfsrýni, aðferðir sem stuðla að aukinni sjálfsþekkingu; svo sem núvitund, markmiðasetning og hvernig vinna megi að því að þroska mannkosti og dygðir.
Nemendur fá tækifæri til að vinna verkefni sem fela í sér sjálfsrýni um líf og störf útfrá lífssýn, gildum og persónustyrkleikum. Einnig vinna nemendur fræðileg verkefni þar sem þeir tengja fræðin við eigin starfsvettvang eða áhugasvið. Þá munu nemendur fara í gegnum heildstætt grunnnámskeið í núvitund, fara í gegnum æfingar heima og halda dagbók í tengslum við núvitundarþjálfunina.
Námskeiðið er sérstaklega hugsað fyrir nemendur í uppeldis og menntavísindum og fagfólk í skóla-, frístunda- og uppeldisstörfum. Markmiðið er að þeir þekki leiðir til að efla sinn eigin velfarnað og í kjölfarið leiðir til að stuðla að velfarnaði í uppeldis- og menntastörfum.
Hafðu samband
Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.