Heimspeki


Heimspeki
MA – 120 einingar
Heimspeki er skipuleg tilraun til að leita svara við grundvallarspurningum sem á menn hafa leitað frá öndverðu. Hún er ein elsta fræðigrein mannkynsins og líta má á hana sem móður allra síðari vísinda.
Meistaranám í heimspeki er tveggja ára fræðilegt og rannsóknartengt nám sniðið að nemendum sem lokið hafa BA-próf með fyrstu einkunn í heimspeki.
Skipulag náms
- Haust
- Meistararannsókn 1
- Kenningar í hugvísindum
- Seminar: The social side of scienceV
- Direct study in seminar: The social side of scienceV
- Málstofa: Heimspeki gervigreindarV
- Verkefni í málstofu: Heimspeki gervigreindarV
- Hugmyndasaga eftir 1750V
- Siðferðileg álitamál samtímansV
- ViðskiptasiðfræðiV
- Siðfræði náttúrunnarV
- Verkefni tengt siðfræði náttúrunnarV
- Austur-asísk heimspeki menntunar A: konfúsíanismi og daoismiV
- Vor
- Meistararannsókn 2
- Siðfræði vísinda og rannsókna
- Verkefni tengt siðfræði vísinda og rannsókna
- Málstofa: Vestræn, íslömsk og gyðingleg heimspeki miðaldaV
- Verkefni í málstofu: Vestræn, íslömsk og gyðingleg heimspeki miðaldaV
- Málstofa: Innan og utan siðferðisV
- Verkefni í málstofu: Innan og utan siðferðisV
- Sálgreining, heimspeki og menningV
- Heilbrigðis- og lífssiðfræðiV
- Austur-asísk heimspeki menntunar B: búddismiV
Meistararannsókn 1 (HSP713F)
Námskeiðið er kennt á fyrsta misseri og er ætlað að leggja grunn að meistararannsókn nemandans sem mun ljúka með MA ritgerð á 4. misseri. Í Meistararannsókn 1 vinnur nemandi undir handleiðslu leiðbeinanda við að afla sér þekkingar á helstu rannsóknum á sviði MA rannsóknar sinnar (umfangið á að svara til lesturs 20–30 tímaritsgreina) og kynnir sér jafnframt nýlegar alþjóðlegar rannsóknir á fræðasviði sínu. Nemandinn skilar rannsóknayfirliti í formi ritgerðar (um 5000 orð).
Kenningar í hugvísindum (FOR709F)
Námskeiðinu er ætlað að breikka og dýpka þekkingu nemenda á kenningum í hugvísindum og að veita þeim innsýn í ólík kennileg sjónarmið og aðferðir sem efst eru á baugi í fræðunum. Í námskeiðinu verða kynntar og ræddar valdar kenningar sem hafa sett mark sitt á fræðilega umræðu í hugvísindum síðustu áratugi, samhliða því sem nemendum verður kennt að beita þeim á eigin rannsóknir.
Seminar: The social side of science (HSP543M, HSP544M)
This course provides an introduction to contemporary issues in the social epistemology of science. On the one hand, we will address questions about the relationship between science and values: do ethical, political, and social values play a legitimate role in scientific research? Or do they endanger the objectivity of science, so their influence should be eliminated or curtailed? On the other hand, we will discuss questions about the nature of group knowledge: can groups or communities know more than what the individuals within them do? Or does the knowledge of a group reduce to individual knowledge? In a society where science produces both technological goods and wields political power, this course aims to equip students with tools for thinking critically about science in society, values in science, and the social nature of scientific research by drawing on the growing field of social epistemology of science.
Direct study in seminar: The social side of science (HSP543M, HSP544M)
Direct study in seminar: The social side of science. Students must finish related seminar to finish the direct study.
Málstofa: Heimspeki gervigreindar (HSP545M, HSP546M)
Hvað er gervigreind eiginlega, og hvað skilur hana frá venjulegri (mannlegri) greind? Er eitthvað sem gervigreind getur alls ekki gert, eða gæti gervigreindin fyrr eða seinna gert allt það sem við mannfólkið getum gert og meira til? Hvaða siðferðilegu álitamál verða til við síaukna notkun gervigreindar á ýmsum sviðum, og með möguleikanum á að til verði sjálfstæð gervigreindarkerfi sem geta athafnað sig án allrar aðkomu mannfólks? Og hvert er svo hlutverk gervigreindarinnar í framþróun vísinda, í heimspekilegum rannsóknum, og í annarri kerfisbundinni þekkingarleit? Þessi málstofa fjallar um spurningar af þessu tagi sem óhjákvæmilega vakna nú þegar gervigreindartæknin er að verða sífellt öflugri.
Verkefni í málstofu: Heimspeki gervigreindar (HSP545M, HSP546M)
Verkefni í málstofu: Heimspeki gervigreindar. Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu.
Hugmyndasaga eftir 1750 (SAG706F)
Hugmyndasaga Vesturlanda eftir 1750 er stórbrotin og um margt þversagnakennd. Tímabilið er gjarnan er tengt við upphaf nútímanns með öllu því sem einkennir hann hvað varðar m.a. hugmyndir um þekkingu, stjórnmál, tækniþróun og gildi. Á þessu tímabili hafa fjölmargar hugmyndir, stefnur og straumar tekist á en í námskeiðinu verður sérstökum sjónum beint að arfi upplýsingarinnar. Meðal þeirra hugmynda og hugmyndastrauma sem einkenna tímabilið er skynsmis- og andskynsemishyggja, vísindatrú, framfarahyggja, fortíðarþrá og síðast en ekki síst margskonar hugmyndir um náttúru og menningu. Stjórnmálasaga tímabilsins einkennist af byltingum og hafa fjölmargar hugmyndir tengdar frelsi (einstaklinga, stétta eða hópa) tekist á. Námskeiðinu er ætlað að veita yfirlit yfir nokkra af helstu hugmyndastraumum og stefnum frá upplýsingu og fram að 7. áratug síðustu aldar. Nemendum gefst síðan kostur á að velja þema til að kafa dýpra í og öðlast þannig færni á að rýna í frumtexta frá tímabilinu og lesa þá með sjónarhornum hugmyndasögunnar.
Gefinn verður kostur á fjarnámi í samráði við kennara.
Siðferðileg álitamál samtímans (HSP723M)
Áleitin siðferðileg úrlausnarefni ofarlega á baugi í nútímasamfélagi eru meginviðfangsefni þessa námskeiðs. Sjónum er beint að möguleikum siðfræðinnar á að takast á við klemmur sem upp koma, jafnt í lífi einstaklinga sem á samfélagsgrundvelli. Val á viðfangsefnum getur breyst milli ára en meðal mögulegra viðfangsefna námskeiðsins má nefna tjáningarfrelsi, stöðu flóttafólks, réttindi dýra, fátækt og ójöfnuð, kynjamisrétti, kynþáttamisrétti, umhverfismál og ýmis álitamál úr heilbrigðiskerfinu. Farið er í tengsl fræðilegrar og hagnýttrar siðfræði. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum með ríkri áherslu á virka þátttöku nemenda í umræðum.
Viðskiptasiðfræði (HSP710F)
Námskeiðið fjallar um þær siðferðilegu áskoranir sem fyrirtæki geta staðið frammi fyrir og hvernig taka má á þeim áskorunum hvort sem þær eru að finna innan fyrirtækjanna sjálfra eða í samskiptum þeirra við stjórnvöld og samfélagið í heild. Námskeiðið hefur að markmiði að bæta hæfni og getu nemenda með því að kynna fyrir þeim kenningar innan viðskiptasiðfræðinnar og vinna með þær í samvinnu við ýmsa þátttakendur námskeiðsins úr röðum atvinnulífs. Kennsluefni námskeiðsins, meðal annars bókin Business Ethics, veitir tækifæri til þess að kynnast og greina siðferðilegar áskoranir í formi dæmisagna í lok hvers kafla. Kennsluefnið í heild varpar ljósi á þróun viðskiptasiðfræðinnar sem viðfangsefni innan fyrirtækja og samfélaga, svo og þróun fyrirtækjamenningar í samhengi við viðskiptasiðfræði og leiðir til að takast á við siðferðileg álitamál í viðskiptum. Enn fremur hvaða áskoranir og tækifæri á sviði viðskiptasiðfræðinnar geta boðið fyrirtækjum og samfélagi. Háskóla Íslands er umhugað að mennta fólk þar sem lögð er áhersla á samfélagslega ábyrgð, jafnrétti, nýsköpun og þróun sem miðar að aukinni sjálfbærni með gott siðferði að leiðarljósi og verður það rauður þráður í gegnum námskeiðið.
Í námskeiðinu verða helstu hugtök og heiti innan viðskiptasiðfræði kynnt í gegnum fyrirlestra, þátttöku nemenda við greiningu og kynningu á hugtökum innan viðskiptasiðfræðinnar. Enn fremur munu gestir úr atvinnulífi og stjórnsýslu vera gestir í námskeiðinu þar sem þeir miðla af reynslu sinni þegar kemur að ólíkum þáttum viðskiptasiðfræðinnar. Horft er til þess að þema hvers tíma verði rætt við viðkomandi gest. Tímunum er skipt þannig að fleiri en eitt þema getur verið tekið fyrir hverju sinni. Þema getur líka flotið yfir fleiri en einn tíma. Allir nemendur velja sér þema til þess að skilgreina (líka þeir sem taka 1,5 og 3,0 einingar). E nemendur sem taka 6,0 og 7,5 ECTS einingar fá tækifæri til þess að leggja mat á stöðu viðskiptasiðferðis í fyrirtæki í samvinnu við atvinnulífið.
Nemendur í HSP710F sem er 6 eininga námskeið veiti því sérstaka athygli að námskeiðið er kennt í seinni lotu annarinnar, samkvæmt lotukerfi Viðskiptafræðideildar. Hefst námskeiðið eftir miðjan október og lýkur í byrjun desember.
Siðfræði náttúrunnar (HSP722M)
Námskeiðið fjallar um samband manns og náttúru frá heimspekilegu sjónarhorni. Fjallað er um helstu frumkvöðla náttúrusiðfræðinnar og áhrifamestu kenningar sem settar hafa verið fram. Gerð grein fyrir ólíkri náttúrusýn manna og mismunandi grunnafstöðum til náttúrunnar - þ.e. mannhverfri, visthverfri og lífhverfri afstöðu. Einnig fjallað um tengsl umhverfis- og þróunarmála og tengsl umhverfishyggju og lýðræðisþróunar. Rætt um álitaefni eins og: Getur siðfræðin nýst við lausn umhverfisvandamála?, Hvers konar verur hafa siðferðisstöðu?, Geta náttúrleg fyrirbæri búið yfir eigingildi?, Hafa dýr einhver réttindi?, Er einhver grundvallarmunur á (af)stöðu karla og kvenna gagnvart náttúrunni?, og Hvert er siðferðilegt inntak sjálfbærrar þróunar?
Verkefni tengt siðfræði náttúrunnar (HSP725M)
Verkefni tengt námskeiðinu HSP722M Siðfræði náttúrunnar.
Austur-asísk heimspeki menntunar A: konfúsíanismi og daoismi (INT007M)
Inntak námskeiðsins er kínversk menntaheimspeki fyrri tíma með áherslu á konfúsíanisma og viðbrögð við henni úr röðum daoisma. Gerð verður grein fyrir konfúsíanískum hugmyndum um menntun og sjálfsrækt sem fram koma í Speki Konfúsíusar (Lunyu 论语, Analects). Síðan verður vikið að völdum köflum í öðrum mikilvægum konfúsíanískum ritum á borð við Zhongyong (e. Doctrine of the Mean), Daxue (e. The Great Learning), Xueji (e. Records of Learning), Mengzi, Xunzi, ritum Zhu Xi og kennslurit sem ætluð voru konum. Grundvallarhugtök konfúsíanískrar menntaheimspeki verða kynnt til sögunnar og þau útskýrð, þ.á.m. jiao 教 (kennsla), xue 学 (að læra, að líkja eftir, að taka sér til fyrirmyndar), xiuji 修己 og xiushen 修身 (að rækta sjálfan sig), li 礼 (helgiathafnir, siðir), xing 性 (náttúrulegar tilhneigingar, mannlegt eðli) og junzi 君子 (fyrirmyndarpersóna), auk annarra. Í því samhengi verður hugað vel að vægi fyrirmynda í konfúsíanískri menntun. Hugsuðir sem kenndir eru við daoisma, einkum höfundar Bókarinnar um veginn/Ferlisins og dygðarinnar (Daodejing 道德经) og Zhuangzi 庄子, brugðust með gagnrýnum hætti við ákveðnum þáttum í menntaheimspeki konfúsíanisma og héldu því m.a. fram að hún leiddi til kredduhyggju og hræsni. Þess í stað lögðu þeir til annars konar lærdóm eða sjálfsrækt sem væri sjálfstæðari undan samfélagsleg gildum og byggði fremur á „heimsrásinni“ eða „vegi veraldarinnar“, þ.e. heimsfræðilegum tilhneigingum náttúrunnar, og leituðu leiða til að tileinka sér lífsmáta sem væri í samræmi við þær tilhneigingar. Í því samhengi nefna þeir til sögunnar hugmyndir á borð við það að „aflæra“ og „draga úr sjálfinu“. Í stað þess að læra af fornritum siðmenningarinnar leggja þeir áherslu á að aðlaga sig náttúrunni og athafna sig með háttum sem þeir kenna við ziran 自然 (sjálfkrafa) og wuwei 无为 (ógjörð).
Markmið
Meðal þeirra spurninga sem varpað verður fram (og reynt að svara) í námskeiðinu eru: Hvernig er menntun skilin í kínverskri menningu fyrri tíma? Hver eru helstu markmið hennar? Hvað á sér stað þegar menntun nær ekki markmiðum sínum? Getur menntun verið óæskileg eða hættuleg? Hvaða félagslegu og einstaklingsbundu þættir felast í menntun og sjálfsrækt? Að hvaða leyti getur menntun eins haft áhrif á aðra? Hvaða hlutverki gegnir annað fólk í menntun manns? Eru fyrirmyndir nauðsynlegar? Hvaða hlutverki gegna hefðir og fyrirmyndir sem aðferðir í menntun? Er hægt að gera of mikið úr þeim? Hvaða almenna vægi hefur menntun í heimspeki konfúsíanismans? Getur daoismi verið þarfur gagnrýnandi konfúsíanisma? Leitast verður við að setja efnið í samhengi við samtímahugmyndir um menntun.
Nálgun og námsefni
Við lesum bókina Confucian Philosophy for Contemporary Education eftir Charlene Tan (Routledge 2020). Að öðru leyti er stuðst við heimspekilega frumtexta, þ.e. Speki Konfúsíusar (e.Analects), Zhongyong (e. Doctrine of the Mean), Daxue (e. The Great Learning), Xueji (e. Records of Learning), Mengzi, Xunzi, Daodejing og Zhuangzi. Stúdentar geta nýtt sér hvaða þýðingu á þessum grundvallarritum sem er (á ensku eða öðrum málum). Á vefnum ctext.org má finna alla þessa texta í enskri þýðingu en kennari mun láta stúdentum aðrar útgáfur í té. Engar forkröfur eru gerðar til þekkingar á kínverskri heimspeki.
Meistararannsókn 2 (HSP810F)
Námskeiðið er kennt á öðru misseri og felst annarsvegar í mótun rannsóknarspurningar á grundvelli þeirrar þekkingar á stöðu rannsókna sem aflað var í Meistararannsókn 1 og í framhaldi af því í gerð rannsóknaráætlunar sem uppfyllir almenn viðmið umsókna um rannsóknarstyrki. Jafnframt öðlast nemandinn þjálfun í þeim aðferðum sem beitt verður í meistararannsókninni eftir því sem við á.
Siðfræði vísinda og rannsókna (HSP806F)
Námskeiðið er eingöngu ætlað framhaldsnemum. Tekið verður mið af þörfum nemenda af ólíkum fræðasviðum við útfærslu námskeiðsins.
Kennsla fer fram á fyrstu sex vikum vormisseris á föstudögum kl. 13:20 til 15:40.
Viðfangsefni:
Meðal annars verður fjallað um eftirfarandi efni: Fagmennska og ábyrgð vísindamanna. Kröfur um fræðilega hlutlægni og hlutleysi vísinda. Jafnréttissjónarmið og ríkjandi viðmið í vísindastarfi. Vald og vísindi. Hagsmunaárekstrar í vísindastarfi. Vísindin og samfélagið. Siðfræði rannsókna.
Markmið:
Nemendur öðlist þekkingu á siðferðislegri vídd vísinda og rannsókna og fái þjálfun í að greina og rökræða um siðferðileg ágreiningsefni tengd vísindum og rannsóknum í nútímasamfélagi.
Kennsla er í formi fyrirlestra og umræðna. Námskeiðið er hugsað sem akademískt samfélag þar sem nemendur taka virkan þátt í markvissri umræðu um viðfangsefnin. Hver nemandi flytur framsöguerindi samkvæmt áætlun sem gerð er í upphafi misseris og jafnframt kynna aðrir nemendur sér efnið og ræða það í málstofunni undir handleiðslu kennara.
Verkefni tengt siðfræði vísinda og rannsókna (HSP048F)
Verkefnið er hægt að taka sem viðbót við HSP806F Siðfræði vísinda og rannsókna og er einungis hægt að taka meðfram því námskeiði.
Málstofa: Vestræn, íslömsk og gyðingleg heimspeki miðalda (HSP446M, HSP447M)
Í námskeiðinu verða kynntar verða þrjár helstu hefðir heimspekinnar á miðöldum (arabísk heimspeki, heimspeki gyðinga og latnesk heimspeki), bakgrunnur þeirra, samkenni og sérkenni. Lesin verða sýnishorn heimspekitexta eftir nokkra helstu fulltrúa þessara þriggja hefða. Í fyrri hluta námskeiðsins verður heimspeki miðalda sett í samengi og gefið yfirlit yfir helstu strauma og höfunda, en í seinni hlutanum mun stúdentar flytja framsögur um valda texta sem þeir setja í samhengi, greina og meta.
Verkefni í málstofu: Vestræn, íslömsk og gyðingleg heimspeki miðalda (HSP446M, HSP447M)
Verkefni í málstofu: Vestræn, íslömsk og gyðingleg heimspeki miðalda. Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu.
Málstofa: Innan og utan siðferðis (HSP448M, HSP449M)
Í málstofunni munum við fjalla um heimspekinga samtímans sem halda því fram að siðferðilegir verðleikar manneskjunnar ráðist ekki af einhverjum tilteknum eiginleikum eða getu eða hagsmunum sem hún býr yfir. Ein leið til að orða þessa innsýn er að segja að manneskjur séu allar innan siðferðis einfaldlega í krafti þess að vera manneskjur. Við munum íhuga hvort sömu rök eigi við um sum dýr. Við munum lesa bók Alice Crary Inside Ethics (Harvard Univeristy Press, 2016) og valdar ritgerðir eftir Cora Diamond og Simone Weil, meðal annarra.
Verkefni í málstofu: Innan og utan siðferðis (HSP448M, HSP449M)
Verkefni í málstofu: Innan og utan siðferðis. Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu.
Sálgreining, heimspeki og menning (HSP620M)
Námskeiðið er kennt á íslensku og ætlað framhaldsnemum og lengra komnum nemendum í grunnnámi í hug- og félagsvísindum. Leitast er við að brjóta til mergjar framlag sálgreiningarinnar til aukins skilnings á manneskjunni, sambandi hennar við sjálfa sig og veruleikann, og hvernig þetta samband birtist í menningu og listum, einkum í bókmenntum. Frá því í árdaga sálgreiningarinnar um aldamótin 1900 hefur sýn hennar á manneskjuna byggst á greiningu á því hvernig hún tjáir sig í menningunni, frá draumum til fagurbókmennta, enda heitir frægasta duld Freud eftir persónu úr grískum harmleik, Ödípusi.
Farið verður skipulega í kenningar Freuds og nokkura sporgöngumanna hans, svo sem Carls Jung, Jacques Lacan, Melanie Klein, Júlíu Kristevu og Luce Irigaray. Leitast verður við að setja kenningarnar í hugmyndasögulegt samhengi og gera grein fyrir þeirri gagnrýni sem þær hafa mætt. Sýn sálgreiningarinnar á ýmsa þætti í samfélagi og menningu verður reifuð og rædd. Kvikmyndir og bókmenntaverk verða greind með hliðsjón af kenningum sálgreiningarinnar.
Hist er tvisvar í viku. Í fyrri tímanum er farið í fræðikenningar en í hinum síðari eru þær notaðar til að varpa ljósi á bókmenntatextana og kvikmyndirnar sem til umfjöllunar eru.
2 x 2 tímar í viku
Ekki er skriflegt próf, heldur skrifa nemendur ritgerðir undir handleiðslu kennara og halda fyrirlestra um efni þeirra.
Heilbrigðis- og lífssiðfræði (HSP823M)
Fjallað verður um nokkur helstu álitamál á sviði lífsiðfræði á síðustu árum, einkum í tengslum við þróun á sviði erfðavísinda og erfðarannsókna og hugsanleg áhrif þeirra á heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstefnu.
Námskeiðið verður kennt samþjappað frá 2.–25. mars. Fyrirlestrar eru á þriðjudögum og fimmtudögum 15–17:20.
Í lok námskeiðsins verður haldin málstofa með framsögum nemenda og verður tilhögun hennar ákveðin í samráði við nemendur.
Austur-asísk heimspeki menntunar B: búddismi (INT008M)
Búddismi er meðal mikilvægustu trúarbragða heims en þó gerir hann ekki ráð fyrir að uppspretta gilda sé í handanveruleika eða ytri guðdómi heldur innra með hverri manneskju. Af þessum sökum krefst búddismi vakningar sem umbreytir manneskjunni úr ómótuðum einstaklingi í Búdda.Segja má að þrjú grundvallarlögmál búddisma séu í eðli sínu menntunarfræðileg: að segja sannleikann (höfða til skynsemi og sjálfræði einstaklingsins), að holdgera sannleikann (að sýna sanngirni, íbyggni, gagnrýni, hugulsemi, o.s.frv.) og að sýna öðrum ástríðufulla umhyggju (að taka frumkvæði að því að hjálpa þeim sem eru í neyð).Við byrjum á að skoða þann Búdda sem þessi lögmál eru komin frá og þær leiðir sem hann fór í kennslu á þeim ríflega 40 árum sem hann miðlaði hugmyndum sínum á Indó-Gangetik svæðinu. Síðan hugum við að kennslufræði sem hefur verið leidd af þremur leiðum búddisma: Hinayana (eða, einstaklingsmiðuð), Mahayana (eða, hina almennu) og loks Vajrayana (eða, leið demantsins). Tvennskonar samhengi verður til skoðunar:1) Hvernig búddísk kennslufræði var upphaflega þróuð út frá siðum og hegðun Búdda, sem er fyrirmynd hefðarinnar, og 2) hvernig aðferðir og leiðir sem hafa þróast í sögu búddisma eru notaðar til að kenna búddískar hugmyndir og lögmál, og hvernig megi nota þær með umbreytandi hætti í menntun.Í námskeiðinu munum við sjá búddisma sem þrunginn margvíslegum kennslufræðilegum leiðum sem setja ekki bara skynsemina í brennidepil heldur einnig djúpa innri íhugun og líkamlega, verklega heimspeki sem miðar að því að uppræta þjáningu og leggja rækt við visku og samkennd. Þannig leggur búddismi til mjög jákvæða sýn á möguleika manneskjunnar til umbreytingar, sem einmitt er mikilvæg í menntun.Atriði sem verða tekin til skoðunar innihalda:
- Hvernig (ekki bara hvað) kenndi Búdda?
- Sagði Búdda eitthvað um nám eða menntun? Hvaða suttas/sútra?
- Er til algilt safn búddískra lögmála um nám og menntun? Ef svo, hver eru þau lögmál?
- Haust
- Meistararannsókn 3
- Seminar: The social side of scienceV
- Direct study in seminar: The social side of scienceV
- Málstofa: Heimspeki gervigreindarV
- Verkefni í málstofu: Heimspeki gervigreindarV
- Hugmyndasaga eftir 1750V
- Siðferðileg álitamál samtímansV
- ViðskiptasiðfræðiV
- Siðfræði náttúrunnarV
- Verkefni tengt siðfræði náttúrunnarV
- Austur-asísk heimspeki menntunar A: konfúsíanismi og daoismiV
- Vor
- Meistararitgerð í heimspeki
Meistararannsókn 3 (HSP911F)
Námskeiðið er kennt á þriðja misseri og felst í að framkvæma eða skrifa afmarkaðan hluta meistararannsóknarinnar. Jafnframt er nemandanum gert kleift að endurskoða rannsóknaráætlun sína í ljósi þeirrar reynslu og á eftir það að vera reiðubúinn að takast á við sjálfstæða ritun MA ritgerðar
Seminar: The social side of science (HSP543M, HSP544M)
This course provides an introduction to contemporary issues in the social epistemology of science. On the one hand, we will address questions about the relationship between science and values: do ethical, political, and social values play a legitimate role in scientific research? Or do they endanger the objectivity of science, so their influence should be eliminated or curtailed? On the other hand, we will discuss questions about the nature of group knowledge: can groups or communities know more than what the individuals within them do? Or does the knowledge of a group reduce to individual knowledge? In a society where science produces both technological goods and wields political power, this course aims to equip students with tools for thinking critically about science in society, values in science, and the social nature of scientific research by drawing on the growing field of social epistemology of science.
Direct study in seminar: The social side of science (HSP543M, HSP544M)
Direct study in seminar: The social side of science. Students must finish related seminar to finish the direct study.
Málstofa: Heimspeki gervigreindar (HSP545M, HSP546M)
Hvað er gervigreind eiginlega, og hvað skilur hana frá venjulegri (mannlegri) greind? Er eitthvað sem gervigreind getur alls ekki gert, eða gæti gervigreindin fyrr eða seinna gert allt það sem við mannfólkið getum gert og meira til? Hvaða siðferðilegu álitamál verða til við síaukna notkun gervigreindar á ýmsum sviðum, og með möguleikanum á að til verði sjálfstæð gervigreindarkerfi sem geta athafnað sig án allrar aðkomu mannfólks? Og hvert er svo hlutverk gervigreindarinnar í framþróun vísinda, í heimspekilegum rannsóknum, og í annarri kerfisbundinni þekkingarleit? Þessi málstofa fjallar um spurningar af þessu tagi sem óhjákvæmilega vakna nú þegar gervigreindartæknin er að verða sífellt öflugri.
Verkefni í málstofu: Heimspeki gervigreindar (HSP545M, HSP546M)
Verkefni í málstofu: Heimspeki gervigreindar. Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu.
Hugmyndasaga eftir 1750 (SAG706F)
Hugmyndasaga Vesturlanda eftir 1750 er stórbrotin og um margt þversagnakennd. Tímabilið er gjarnan er tengt við upphaf nútímanns með öllu því sem einkennir hann hvað varðar m.a. hugmyndir um þekkingu, stjórnmál, tækniþróun og gildi. Á þessu tímabili hafa fjölmargar hugmyndir, stefnur og straumar tekist á en í námskeiðinu verður sérstökum sjónum beint að arfi upplýsingarinnar. Meðal þeirra hugmynda og hugmyndastrauma sem einkenna tímabilið er skynsmis- og andskynsemishyggja, vísindatrú, framfarahyggja, fortíðarþrá og síðast en ekki síst margskonar hugmyndir um náttúru og menningu. Stjórnmálasaga tímabilsins einkennist af byltingum og hafa fjölmargar hugmyndir tengdar frelsi (einstaklinga, stétta eða hópa) tekist á. Námskeiðinu er ætlað að veita yfirlit yfir nokkra af helstu hugmyndastraumum og stefnum frá upplýsingu og fram að 7. áratug síðustu aldar. Nemendum gefst síðan kostur á að velja þema til að kafa dýpra í og öðlast þannig færni á að rýna í frumtexta frá tímabilinu og lesa þá með sjónarhornum hugmyndasögunnar.
Gefinn verður kostur á fjarnámi í samráði við kennara.
Siðferðileg álitamál samtímans (HSP723M)
Áleitin siðferðileg úrlausnarefni ofarlega á baugi í nútímasamfélagi eru meginviðfangsefni þessa námskeiðs. Sjónum er beint að möguleikum siðfræðinnar á að takast á við klemmur sem upp koma, jafnt í lífi einstaklinga sem á samfélagsgrundvelli. Val á viðfangsefnum getur breyst milli ára en meðal mögulegra viðfangsefna námskeiðsins má nefna tjáningarfrelsi, stöðu flóttafólks, réttindi dýra, fátækt og ójöfnuð, kynjamisrétti, kynþáttamisrétti, umhverfismál og ýmis álitamál úr heilbrigðiskerfinu. Farið er í tengsl fræðilegrar og hagnýttrar siðfræði. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum með ríkri áherslu á virka þátttöku nemenda í umræðum.
Viðskiptasiðfræði (HSP710F)
Námskeiðið fjallar um þær siðferðilegu áskoranir sem fyrirtæki geta staðið frammi fyrir og hvernig taka má á þeim áskorunum hvort sem þær eru að finna innan fyrirtækjanna sjálfra eða í samskiptum þeirra við stjórnvöld og samfélagið í heild. Námskeiðið hefur að markmiði að bæta hæfni og getu nemenda með því að kynna fyrir þeim kenningar innan viðskiptasiðfræðinnar og vinna með þær í samvinnu við ýmsa þátttakendur námskeiðsins úr röðum atvinnulífs. Kennsluefni námskeiðsins, meðal annars bókin Business Ethics, veitir tækifæri til þess að kynnast og greina siðferðilegar áskoranir í formi dæmisagna í lok hvers kafla. Kennsluefnið í heild varpar ljósi á þróun viðskiptasiðfræðinnar sem viðfangsefni innan fyrirtækja og samfélaga, svo og þróun fyrirtækjamenningar í samhengi við viðskiptasiðfræði og leiðir til að takast á við siðferðileg álitamál í viðskiptum. Enn fremur hvaða áskoranir og tækifæri á sviði viðskiptasiðfræðinnar geta boðið fyrirtækjum og samfélagi. Háskóla Íslands er umhugað að mennta fólk þar sem lögð er áhersla á samfélagslega ábyrgð, jafnrétti, nýsköpun og þróun sem miðar að aukinni sjálfbærni með gott siðferði að leiðarljósi og verður það rauður þráður í gegnum námskeiðið.
Í námskeiðinu verða helstu hugtök og heiti innan viðskiptasiðfræði kynnt í gegnum fyrirlestra, þátttöku nemenda við greiningu og kynningu á hugtökum innan viðskiptasiðfræðinnar. Enn fremur munu gestir úr atvinnulífi og stjórnsýslu vera gestir í námskeiðinu þar sem þeir miðla af reynslu sinni þegar kemur að ólíkum þáttum viðskiptasiðfræðinnar. Horft er til þess að þema hvers tíma verði rætt við viðkomandi gest. Tímunum er skipt þannig að fleiri en eitt þema getur verið tekið fyrir hverju sinni. Þema getur líka flotið yfir fleiri en einn tíma. Allir nemendur velja sér þema til þess að skilgreina (líka þeir sem taka 1,5 og 3,0 einingar). E nemendur sem taka 6,0 og 7,5 ECTS einingar fá tækifæri til þess að leggja mat á stöðu viðskiptasiðferðis í fyrirtæki í samvinnu við atvinnulífið.
Nemendur í HSP710F sem er 6 eininga námskeið veiti því sérstaka athygli að námskeiðið er kennt í seinni lotu annarinnar, samkvæmt lotukerfi Viðskiptafræðideildar. Hefst námskeiðið eftir miðjan október og lýkur í byrjun desember.
Siðfræði náttúrunnar (HSP722M)
Námskeiðið fjallar um samband manns og náttúru frá heimspekilegu sjónarhorni. Fjallað er um helstu frumkvöðla náttúrusiðfræðinnar og áhrifamestu kenningar sem settar hafa verið fram. Gerð grein fyrir ólíkri náttúrusýn manna og mismunandi grunnafstöðum til náttúrunnar - þ.e. mannhverfri, visthverfri og lífhverfri afstöðu. Einnig fjallað um tengsl umhverfis- og þróunarmála og tengsl umhverfishyggju og lýðræðisþróunar. Rætt um álitaefni eins og: Getur siðfræðin nýst við lausn umhverfisvandamála?, Hvers konar verur hafa siðferðisstöðu?, Geta náttúrleg fyrirbæri búið yfir eigingildi?, Hafa dýr einhver réttindi?, Er einhver grundvallarmunur á (af)stöðu karla og kvenna gagnvart náttúrunni?, og Hvert er siðferðilegt inntak sjálfbærrar þróunar?
Verkefni tengt siðfræði náttúrunnar (HSP725M)
Verkefni tengt námskeiðinu HSP722M Siðfræði náttúrunnar.
Austur-asísk heimspeki menntunar A: konfúsíanismi og daoismi (INT007M)
Inntak námskeiðsins er kínversk menntaheimspeki fyrri tíma með áherslu á konfúsíanisma og viðbrögð við henni úr röðum daoisma. Gerð verður grein fyrir konfúsíanískum hugmyndum um menntun og sjálfsrækt sem fram koma í Speki Konfúsíusar (Lunyu 论语, Analects). Síðan verður vikið að völdum köflum í öðrum mikilvægum konfúsíanískum ritum á borð við Zhongyong (e. Doctrine of the Mean), Daxue (e. The Great Learning), Xueji (e. Records of Learning), Mengzi, Xunzi, ritum Zhu Xi og kennslurit sem ætluð voru konum. Grundvallarhugtök konfúsíanískrar menntaheimspeki verða kynnt til sögunnar og þau útskýrð, þ.á.m. jiao 教 (kennsla), xue 学 (að læra, að líkja eftir, að taka sér til fyrirmyndar), xiuji 修己 og xiushen 修身 (að rækta sjálfan sig), li 礼 (helgiathafnir, siðir), xing 性 (náttúrulegar tilhneigingar, mannlegt eðli) og junzi 君子 (fyrirmyndarpersóna), auk annarra. Í því samhengi verður hugað vel að vægi fyrirmynda í konfúsíanískri menntun. Hugsuðir sem kenndir eru við daoisma, einkum höfundar Bókarinnar um veginn/Ferlisins og dygðarinnar (Daodejing 道德经) og Zhuangzi 庄子, brugðust með gagnrýnum hætti við ákveðnum þáttum í menntaheimspeki konfúsíanisma og héldu því m.a. fram að hún leiddi til kredduhyggju og hræsni. Þess í stað lögðu þeir til annars konar lærdóm eða sjálfsrækt sem væri sjálfstæðari undan samfélagsleg gildum og byggði fremur á „heimsrásinni“ eða „vegi veraldarinnar“, þ.e. heimsfræðilegum tilhneigingum náttúrunnar, og leituðu leiða til að tileinka sér lífsmáta sem væri í samræmi við þær tilhneigingar. Í því samhengi nefna þeir til sögunnar hugmyndir á borð við það að „aflæra“ og „draga úr sjálfinu“. Í stað þess að læra af fornritum siðmenningarinnar leggja þeir áherslu á að aðlaga sig náttúrunni og athafna sig með háttum sem þeir kenna við ziran 自然 (sjálfkrafa) og wuwei 无为 (ógjörð).
Markmið
Meðal þeirra spurninga sem varpað verður fram (og reynt að svara) í námskeiðinu eru: Hvernig er menntun skilin í kínverskri menningu fyrri tíma? Hver eru helstu markmið hennar? Hvað á sér stað þegar menntun nær ekki markmiðum sínum? Getur menntun verið óæskileg eða hættuleg? Hvaða félagslegu og einstaklingsbundu þættir felast í menntun og sjálfsrækt? Að hvaða leyti getur menntun eins haft áhrif á aðra? Hvaða hlutverki gegnir annað fólk í menntun manns? Eru fyrirmyndir nauðsynlegar? Hvaða hlutverki gegna hefðir og fyrirmyndir sem aðferðir í menntun? Er hægt að gera of mikið úr þeim? Hvaða almenna vægi hefur menntun í heimspeki konfúsíanismans? Getur daoismi verið þarfur gagnrýnandi konfúsíanisma? Leitast verður við að setja efnið í samhengi við samtímahugmyndir um menntun.
Nálgun og námsefni
Við lesum bókina Confucian Philosophy for Contemporary Education eftir Charlene Tan (Routledge 2020). Að öðru leyti er stuðst við heimspekilega frumtexta, þ.e. Speki Konfúsíusar (e.Analects), Zhongyong (e. Doctrine of the Mean), Daxue (e. The Great Learning), Xueji (e. Records of Learning), Mengzi, Xunzi, Daodejing og Zhuangzi. Stúdentar geta nýtt sér hvaða þýðingu á þessum grundvallarritum sem er (á ensku eða öðrum málum). Á vefnum ctext.org má finna alla þessa texta í enskri þýðingu en kennari mun láta stúdentum aðrar útgáfur í té. Engar forkröfur eru gerðar til þekkingar á kínverskri heimspeki.
Meistararitgerð í heimspeki (HSP441L)
Meistararitgerð til 30e skal vera 20.000-30.000 orð. Í henni skal tekið til rannsóknar afmarkað og samstætt viðfangsefni og það kannað rækilega með fræðilegum aðferðum. Í upphafi skal gera grein fyrir viðfangsefninu, þeim spurningum sem bornar verða upp og rannsóknaraðferð. Niðurstöður verður að setja fram skýrt og aðgengilega. Almenn krafa til meistararitgerða er að þar sé fylgt viðurkenndum fræðilegum rannsóknaraðferðum og að þær séu sjálfstætt framlag til þekkingarsköpunar á fræðasviðinu. Meistararitgerð skal að jafnaði vera skrifuð á íslensku eða ensku. Í hverri ritgerð skal vera útdráttur á íslensku og ensku.
Hafðu samband
Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.
Fylgstu með Hugvísindasviði

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.