4. júlí 2022
Frestur til greiðslu skrásetningargjalds framlengdur
![Frestur til greiðslu skrásetningargjalds framlengdur - á vefsíðu Háskóla Íslands](https://hi.is./sites/default/files/styles/efsta_mynd___fr_ttum/public/bgisla/kri_haskolatorg_220609_002.jpg?itok=uvBLJW6p)
Vegna truflunar á virkni Uglu, innri vef Háskóla Íslands, í dag hefur frestur til að greiða skrásetningargjald fyrir skólaárið 2022-2023 verið framlengdur til þriðjudagsins 5. júlí kl. 16. Greiðsla skrásetningargjaldsins, sem er 75.000 kr., fer fram á umsóknagátt skólans.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.