14. september 2022
Nýskipað háskólaráð tekur til starfa
Fulltrúar í nýskipuðu háskólaráði Háskóla Íslands til næstu tveggja ára hittust á sínum fyrsta fundi fimmtudaginn 8. september. Í ráðinu eiga sæti, auk rektors, fulltrúar háskólasamfélagsins, stúdenta, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og atvinnulífs en þeir síðastnefndu eru tilnefndir af háskólaráði.
Háskólaráð er þannig skipað frá 1. júlí 2022 til 30. júní 2024:
- Jón Atli Benediktsson, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði og rektor Háskóla Íslands, forseti ráðsins
- Arnar Þór Másson, ráðgjafi og stjórnarformaður Marel hf., fulltrúi tilnefndur af háskólaráði
- Brynhildur Kristín Ásgeirsdóttir, læknanemi, fulltrúi kjörinn af heildarsamtökum stúdenta
- Davíð Þorláksson, lögfræðingur og MBA, framkvæmdastjóri Betri samgangna, fulltrúi tilnefndur af háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
- Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor við Mála- og menningardeild á Hugvísindasviði, fulltrúi háskólasamfélagsins
- Katrín Atladóttir, verkfræðingur og vörustjóri hjá Dohop, fulltrúi tilnefndur af háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
- Katrín Björk Kristjánsdóttir, félagsráðgjafarnemi, fulltrúi kjörinn af heildarsamtökum stúdenta
- Ólafur Pétur Pálsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild á Verkfræði- og náttúruvísindasviði, fulltrúi háskólasamfélagsins
- Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild á Félagsvísindasviði, fulltrúi háskólasamfélagsins
- Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Bravo Earth, fulltrúi tilnefndur af háskólaráði
- Þorvaldur Ingvarsson, bæklunarskurðlæknir og sjálfstætt starfandi sérfræðingur, fulltrúi tilnefndur af háskólaráði
Varamenn:
- Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við Lagadeild á Félagsvísindasvði, varamaður fyrir Silju Báru R. Ómarsdóttur
- Arna Hauksdóttir, dósent við Læknadeild á Heilbrigðisvísindasviði og Miðstöð í lýðheilsuvísindum, varamaður fyrir Hólmfríði Garðarsdóttur
- Daníel Þór Ólason, prófessor við Sálfræðideild á Heilbrigðisvísindasviði, varamaður fyrir Ólaf Pétur Pálsson
- Guðvarður Már Gunnlaugsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, varamaður fyrir Arnar Þór Másson, Vilborgu Einarsdóttur og Þorvald Ingvarsson
- Ingvar Þóroddsson verkfræðinemi, varamaður fyrir Katrínu Björk Kristjánsdóttur
- •Nanna Elísa Snædal Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á hugverkasviði hjá Samtökum iðnaðarins, varamaður fyrir Davíð Þorláksson
- Rebekka Karlsdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, varamaður fyrir Brynhildi Kristínu Ásgeirsdóttur
- Sigurður Tómasson, hagfræðingur, varamaður fyrir Katrínu Atladóttur
Háskólaráð fundar alla jafna einu sinni í mánuði og má nálgast fundargerðir ráðsins á vef Háskóla Íslands.