Skip to main content
19. september 2022

Ókeypis Sálrækt fyrir nemendur HÍ

Ókeypis Sálrækt fyrir nemendur HÍ - á vefsíðu Háskóla Íslands

Nemendum við Háskóla Íslands býðst að sækja Sálrækt - hópmeðferð ókeypis í vetur en skólinn hefur boðið upp á þessa þjónustu frá árinu 2018. Nemendur læra þar að nota viðurkennda sálræna hugmyndafræði til að fást við streituálag sem tengist m.a. skóla, samskiptum og erfiðum tilfinningum. 

Hópfundirnir verða í Suðurbergi og Miðbergi, sem eru kennslustofur í Setbergi, húsi kennslunnar við HÍ. Fundað verður vikulega á þriðjudögum kl. 14-15.30. Fundirnir verða 10 talsins á haustönn og sá fyrsti verður haldinn í Suðurbergi þann 4. október. 

Leiðbeinandi er dr. Gunnar Hrafn Birgisson, klínískur sálfræðingur (www.gunnarbirgisson.com). Hann styðst aðallega við hugræna tilfinninga- og atferlismeðferð (Rational Emotive Behavior Therapy), sem dr. Albert Ellis skóp, og jákvæða sálfræði.

Áhugasöm vinsamlegast sendi netpóst á salraekt@gmail.com með nafni og símanúmeri.

Athugið að þátttökufjöldi er takmarkaður. Þeir fyrstu sem skrá sig komast fyrstir að og svo er möguleiki á að komast inn af biðlista síðar á tímabilinu ef/þegar pláss opnast. 
 

Logo Sálræktar