Skip to main content

Leikskólakennarafræði, M.Ed.

Leikskólakennarafræði, M.Ed.

Menntavísindasvið

Leikskólakennarafræði

M.Ed. gráða – 120 einingar

Meistaranám fyrir þau sem hafa lokið B.Ed. námi í leikskólakennarafræðum með fyrstu einkunn.  Allir nemendur stunda vettvangsnám í leikskóla á námstímanum.

M.Ed. námi lýkur með 30 eininga rannsóknarritgerð. 

Skipulag náms

X

Menntunarfræði yngri barna (KME109F)

Á námskeiðinu verður fjallað um sýn á börn, rannsóknir á námi þeirra og þá hugmyndafræði sem þær byggja á og athyglinni beint að ýmsum áherslum og álitamálum á sviðinu. Kynntar verða innlendar og erlendar rannsóknir og kenningar á eftirfarandi sviðum: 

  • Sýn á börn og nám í nútíma samfélagi: Fjallað verður um grundvallarhugmyndir um nám barna og hvernig þeim eru skapaðar námsaðstæður í skólum þar sem þátttaka, valdefling, lýðræði og vellíðan eru í brennidepli.
  • Félagslegur raunveruleiki barna og áhrif  hans á virka þátttöku þeirra í skólastarfi, m.a. jafnrétti í víðum skilningi, foreldrasamskipti, tækni í lífi barna. 
  • Þróun náms, skipulag námsumhverfis og fjölbreyttar leiðir til að meta nám ungra barna sem snerta meðal annars námssvið í leik- og grunnskóla.

Vinnulag:
Mætingarskylda er í tveimur staðlotum. Vikulegar kennslustundir eru yfir önnina þar sem nemendur geta valið mismunandi tíma dagsins í kennslustofu eða á neti (kennt er á þriðjudögum.).

Kennsla verður í formi fyrirlestra, umræðna og verkefna sem nemendur kynna og ræða. Nemendur athuga hvernig nýta má kenningar og niðurstöður rannsókna í skólastarfi. Þeir velja sér afmarkað svið til að dýpka þekkingu sína á með því að kynna sér niðurstöður rannsókna og starf á vettvangi. Dæmi um viðfangsefni eru: Mat í skólastarfi, margbreytilegur barnahópur (svo sem menningarlæsi, kynjagervi, fjölmenning) ákveðið námssvið, leik og námssamfélag barna, foreldrasamstarf, læsi, samfella í námi barna og skapandi starf.

X

Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðum (MVS212F, MVS213F)

Fjallað verður um ólíkar rannsóknarstefnur og tengsl þeirra við uppbyggingu og útfærslu rannsókna. Einnig um siðfræði vísinda með áherslu á hagnýt atriði og um gæðahugtök, s.s. réttmæti, trúverðugleika og ólíka sýn á þessi hugtök. Í námskeiðinu beinist athyglin að eigindlegum aðferðum. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemar fá nokkra þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna m.a. vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum. Þá vinna nemar með öflun, skráningu, flokkun, greiningu og túlkun gagna, og með framsetningu þeirra og gera heildstæða rannsóknaræfingu.

Fyrirlestrar, umræður og verkefni. Skyldumæting er í staðlotum.

X

Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðum (MVS212F, MVS213F)

Markmiðið er að nemendur

  • hafi innsýn í megindlega aðferðafræði á sviði rannsókna í uppeldis- og menntunarfræði
  • þekki helstu rannsóknaraðferðir og hugtök sem þeim tengjast
  • geti beitt algengum rannsóknaraðferðum og þannig aflað gagna, unnið úr þeim og túlkað á agaðan og viðurkenndan hátt
  • séu færir um að rýna í rannsóknir og nýta sér niðurstöður þeirra
  • hafi tileinkað sér rannsakandi hugarfar og gagnrýna hugsun

Kynnt verða algeng rannsóknarsnið megindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur nota tölvuforrit til að reikna algenga tölfræðistuðla og halda utan um og vinna úr gögnum. Sérstök áhersla verður lögð á þjálfun í túlkun matsniðurstaðna sem líklegt er að verði á vegi þeirra hópa sem taka námskeiðið.

Fyrirlestrar á vef, umræður og verkefni. Námskeiðið er kennt vikulega en fyrirlestrar verða eingöngu á vef. Verkefnatímar verða ekki teknir upp. Ekki er mætingarskylda í námskeiðið en nemendur eru hvattir til að mæta í kennslustundir.

Nemendur verða að hafa Jamovi (sjá nýjustu útgáfu á https://www.jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir. 

Lesefni: Kaflar 1-11 í Navarro DJ and Foxcroft DR (2019). Learning statistics with jamovi: a tutorial for psychology students and other beginners. (Version 0.70). DOI: 10.24384/hgc3-7p15. Rafræn ókeypis kennslubók sem hala má niður á síðunni https://www.learnstatswithjamovi.com.

X

Starfendarannsóknir (MVS011F)

Inntak / viðfangsefni
Á námskeiðinu verður farið yfir tilurð og þróun starfendarannsókna í ýmsum löndum, m.a. Japan, Ástralíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Rýnt verður í hugmyndafræði slíkra rannsókna og hinar margvíslegu myndir sem þær hafa tekið á sig og birtast í ólíkum orðum sem notuð eru um slíkar rannsóknir, t.d. starfendarannsóknir (action research), kennararannsóknir (teacher research), kennslurýni (lesson study), starfstengd sjálfsrýni (self-study) og practitioner research. Sérstök áhersla verður lögð á starfendarannsóknir í skólum og öðrum vettvangi menntunnar, þar á meðal á Íslandi og ákveðin dæmi skoðuð í því sambandi. Megináherslan í námskeiðinu er á að þátttakendur geri rannsókn á eigin starfi/starfsháttum og kynni hana í námskeiðinu. Ekki er skilyrði að nemendur séu í starfi þegar þeir taka námskeiðið.

Vinnulag
Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað. Grunnhugmyndin er sú að þátttakendur geri rannsókn í tengslum við eigið starf í samráði við kennara og aðra þátttakendur í námskeiðinu og vinni úr henni í nánu samstarfi við kennara og aðra þátttakendur, t.d. í gegnum ígrundanir, kynningar og samræður. Nemendur halda leiðarbók eða rannsóknardagbók um rannsókn sínar og gera lestrardagbók í tengslum við lestur fræðigreina. Að auki taka þeir þátt í ýmis konar verkefnum og umræðum á netinu.

X

Rannsóknir með börnum og ungmennum (KME201F)

Í námskeiðinu verður fjallað um eigindlegar rannsóknaraðferðir með áherslu á að fá fram sjónarmið barna og ungmenna. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur fá þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna bæði með börnum og fullorðnum m.a., vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum og gera heildstæða rannsóknaræfingu. Fjallað er sérstaklega um rannsóknir með börnum og ungmennum, þ.e. rannsóknir þar sem þátttakendur eru börn, ungmenni og aðrir sem eiga hættu á að vera jaðarsettir í samfélaginu. Gengið verður út frá Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna til að hafa áhrif á eigið líf og félagsvísindalegum rannsóknum á bernskunni þar sem litið er á barnæsku sem afmarkað rannsóknarefni. Einnig verður byggt á félags- menningarkenningum og síðtímahugmyndum um börn sem sterk og hæf með eigið sjónarhorn á veröldina og réttindi þeirra sem borgara virt. 

Í umfjöllun námskeiðs verður velt upp álitamálum sem upp koma þegar börn og/eða ungmenni eru þátttakendur í rannsóknum. Fjallað verður m.a. um hugmyndafræði, siðferðislega þætti og áhersla lögð á ýmsar aðferðir sem nota má í rannsóknum með börnum. Nemendur vinna eigin rannsókn og fá tækifæri til að glíma við fjölbreyttar aðferðir.

X

Kenningar í félagsfræði og heimspeki menntunar (MVS101F)

Í þessu námskeiði eru ræddar ýmsar áhrifamiklar kenningar á sviði félagfræði og heimspeki menntunar og þær settar í samhengi við álitamál í samfélaginu hversu sinni svo sem kynjajafnrétti, fjölmenningu, stéttaskiptingu, uppeldishætti, kennslufræði, lýðræði og skóla án aðgreiningar.

Á fyrri hluta misseris er röð fyrirlestra og umræðutímar. 

Á seinni hluta misseris vinna nemendur tiltölulega sjálfstæð verkefni í hópum og fá leiðsögn um notkun kenninga við mótun rannsóknaráætlana eða þróunarverkefna á sviði kennslu eða uppeldisfræða.

X

Fræði og starf á vettvangi I (LSS303F)

Markmið
Að nemendur öðlist þekkingu á þáttum sem hafa áhrif á þróun fagmennsku og eigin starfskenningu, þjálfi sig í að beita aðferðum starfendarannsókna við að rýna í eigið starf og stuðla að faglegri þróun á vettvangi.

Viðfangsefni
Í námskeiðinu verður fjallað um hugmyndafræði starfendarannsókna og þýðingu þeirra fyrir þróun skólastarfs. Stuðst er við rannsóknir sem sýna að með þátttöku í starfendarannsókn fá kennarar tækifæri til að ígrunda starf sitt og styrkja sig faglega. Með það að leiðarljósi kynna nemendur sér gildi og aðferðir starfendarannsókna ásamt því að vinna að rannsókn á eigin starfi, í samstarfi við samnemendur, háskólakennara og leiðsagnarkennara á vettvangi.

Á vettvangi rýna nemendur í eigið starf, þekkingu, gildi og skoðanir sem liggja þar að baki. Nemendur velja viðfangsefni sem þeir vilja beina sjónum sínum að, lesa fræðigreinar því tengdar, móta spurningar og setja fram áætlun um framkvæmd. Til þess ígrunda þeir þá faglegu þekkingu sem þeir hafa öðlast í námi sínu ásamt reynslu sinni af vettvangi leikskóla. Samhliða ferlinu safna þeir gögnum sem nýtast til að rýna í og greina eigin starfshætti, með það að markmiði að þá megi þróa.

Nemendur halda rannsóknardagbók, rýna í eigin athafnir og þá hugmyndafræði sem þær athafnir byggja á, ásamt því að setja fram drög að eigin starfskenningu. Í lok námskeiðs gera nemendur grein fyrir vinnu sinni á vettvangi í málstofu. 

Vettvangsnám
Vettvangsnámið dreifist yfir allt misserið, frá miðjum ágúst og fram í desember. Gert er ráð fyrir reglulegri mætingu á Menntavísindasvið - sjá nánar í náms-og kennsluáætlun námskeiðs.

Vinnulag
Nemendur mæta í staðbundna tíma í háskóla samkvæmt námsáætlun, þar sem markmiðið er að þeir fylgist að í gegnum ferlið og styðji hvern annan jafnt og þétt í framvindu rannsóknar sinnar á vettvangi. Í staðbundnum tímum verða tekin fyrir viðfangsefni sem tengd eru áherslum og ferli námskeiðsins hverju sinni; nemendur ræða og ígrunda þær áskoranir sem þeir standa frammi fyrir á vettvangi, greina þau tækifæri sem þeir sjá til faglegrar þróunar og leita leiða til lausna. Nemendur skila niðurstöðum í formi rannsóknardagbókar og málstofukynninga, þar sem ferlið er ígrundað í ljósi eigin starfskenningar og þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað.

Skyldumæting er í áfangann. Nemendur mæta í staðbundna tíma í háskóla (miðvikudaga f.h.).

X

Fræði og starf á vettvangi II (LSS403F)

Markmið námskeiðs
Að nemendur öðlist þekkingu á þáttum sem hafa áhrif á þróun lærdómssamfélags í leikskóla, m.a. sameiginlegs náms barna, starfsfólks og foreldra. Þjálfi sig í að beita aðferðum starfendarannsókna við að vera í faglegri forystu í leikskóla.

Viðfangsefni og vinnulag
Fjallað verður um leiðandi hlutverk og ábyrgð leikskólakennara við þróun lærdómssamfélags leikskóla. Meðal þeirra viðfangsefna sem tekin verða til umfjöllunar eru fagleg forysta, lærdómssamfélag, ásamt gildi starfendarannsókna við að rýna í og þróa starf og starfshætti í leikskóla. Í því samhengi velja nemendur viðfangsefni til innleiðingar, lesa fræðigreinar tengdar viðfangsefninu, móta spurningar og setja fram áætlun um skipulag framkvæmdar á vettvangi.

Á vettvangi eru nemendur í faglegri forystu við framkvæmd starfendarannsóknar, með þátttöku samstarfsfólks, foreldra og barna, eftir því sem við á. Á námskeiðinu halda nemendur áfram vinnu við starfendarannsókn sem þeir hófu í Fræði og starf I.

Vettvangsnám
Vettvangsnámið dreifist yfir all skólaárið, frá miðjum ágúst og fram í miðjan maí. Gert er ráð fyrir að nemar mæti að jafnaði einn dag í viku í vinnu á Menntavísindasviði.

Vinnulag
Gert er ráð fyrir að nemendur séu starfandi í leikskóla og að vettvangshluti námskeiðsins fari fram þar, undir handleiðslu leikskólakennara á vettvangi. Nemendur mæta reglulega í staðbundna tíma í háskóla samkvæmt námskeiðsáætlun, þar sem þeir fylgjast að í gegnum ferli starfendarannsókna og styðja hvern annan. Þá verða tekin fyrir viðfangsefni sem tengd eru áherslum námskeiðsins hverju sinni ásamt því að nemendur ígrunda og fjalla um innleiðingarferlið og áskoranir á vettvangi. Niðurstöðum er skilað í formi rannsóknardagbókar og málstofukynninga þar sem ferlið er ígrundað í ljósi eigin starfskenningar og faglegrar forystu. 

Skyldumæting er í áfangann. Nemendur mæta hálfsmánaðarlega í staðbundna tíma (miðvikudaga f.h).

X

Lokaverkefni (LSS441L)

Lokaverkefni til M.Ed.-prófs er einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.

Nemendur skulu hafa samráð við formann námsbrautar/umsjónarmann námsleiðar um val á leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara Menntavísindasviðs.

Nemandi velur viðfangsefni í samráði við formann námsbrautar/umsjón námsleiðar og leiðbeinanda. Þess skal gætt að efni lokaverkefnis tengist vettvangi og því sérsviði sem nemandi hefur valið, það er að segja, að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar og einnig kjörsviði/sérsviði/námssviði þar sem það á við.

Verkefni til M.Ed.-prófs getur verið af ólíku tagi, til dæmis rannsóknarritgerð (heimildarannsókn), rannsóknarskýrsla (ritgerð sem byggir á rannsókn), starfstengt þróunar- eða matsverkefni, námskrárgerð eða námsefnisgerð. Öllum verkefnum, öðrum en rannsóknarritgerðum og rannsóknarskýrslum, skal fylgja fræðileg greinargerð.

Nemandi sem vinnur að lokaverkefni skráir sig í lokaverkefni í árlegri skráningu, miðað við áætlaða framvindu á haustmisseri og vormisseri. Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir að undirbúningur og vinna lokaverkefnis til M.Ed.-prófs dreifist á tvö misseri eða fleiri. Á tilteknum námsleiðum í Kennaradeild er gert ráð fyrir að vinna verkefnis skiptist á þrjú misseri, sjá nánari upplýsingar undir krækjunni skipulag náms fyrir hverja námsleið í kennsluskrá.

Ekki eru gefnar tölueinkunnir fyrir lokaverkefni til meistaraprófs heldur er gefið annað hvort staðið eða fallið. Við mat á meistaraverkefnum er farið að reglum Menntavísindasviðs.

Nemendur skulu fylgja nánari leiðbeiningum og reglum Menntavísindasviðs um verklag við M.Ed.-verkefni. Sjá á innri vef Menntavísindasviðs, UgluFræðasvið >> Menntavísindasvið >> Meistaraverkefni (MA og M.Ed.)

X

Barnavernd - hvað er börnum fyrir bestu? (KME118F)

Markmið námskeiðsins er að auka fræðilega þekkingu og hæfni sérkennara, starfsfólks leik- og grunnskóla og nema í tómstunda- eða uppeldis- og menntunarfræði til að efla hagsmunagæslu, vernd og stuðning við börn.

Námskeiðið tengist Heimsmarkmiðum Sameinuðuþjóðanna nr. 3 (heilsa og vellíðan) nr. 4 (menntun fyrir alla).

Í námskeiðinu er fjallað um réttindi og skyldur starfsmanna, barna og forsjáraðila. Rætt um lög og reglugerðir þessu viðkomandi. Fjallað er um einkenni og vísbendingar þess að farsæld barns sé ábótavant, ofbeldi gagnvart börnum sem og mati á slíkum aðstæðum. Sjónum verður beint sérstaklega að farsæld barna og þá læsi á einkenni áfalla og steitu í hegðum og háttum barna. Fjallað er um gildi þverfaglegs samstarfs þegar unnið er að velferð barna, það tengt forvarnarstarfi og gerð viðbragðsáætlanna. Kennsla er í formi fyrirlestra á upptöku og í staðlotum, umræðna og verkefna. 

Kennsla er í formi fyrirlestra og umræðu í tveimur staðlotum, vikulega umræðutíma innan námshópa yfir önnina og verkefnavinnu. Viðvera í staðlotum er skylda og því forsenda þess að taka þátt í námskeiðinu. Áhersla er á sjálfstæða vinnu nemenda. Nemendur þurfa að skipuleggja lestur sinn og þannig kynna sér efnið sem kennari leggur fram. Krafa er gerð til nemenda að þeir deili þekkingu sinni með samnemendum og eigi í reglulegum samskiptum við aðra nemendur.

X

Einelti, forvarnir og inngrip (TÓS509M)

Þetta námskeið er um einelti og markmiðið er að þeir sem ljúka námskeiðinu öðlist þekkingu, leikni og hæfni til að geta tekist á við og komið í veg fyrir einelti meðal barna og unglinga.

Námskeiðið byggir á kenningum og rannsóknum á einelti. Námskeiðið er bæði fræðilegt og hagnýtt. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa hug á að vinna með börnum og unglingum og hentar því vel fyrir nemendur á menntavísindasviði HÍ. Nemendur á öðrum sviðum eru einnig velkomnir. Á námskeiðinu verður fjallað um fjölmarga þætti sem snúa að einelti, þar á meðal mismunandi birtingarmyndir, árangursríkar aðferðir við forvarnir og inngrip, samstarf við foreldra og forsjáraðila og árangursríka vinnu með þolendum, gerendum og áhorfendum. Námskeiðið fer fram á íslensku en lesefni er á íslensku og ensku.

Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, umræðu- og verkefnatímum, reynslusögum af vettvangi og kynningum nemenda.

Skyldumæting er í námskeiðið (lágmark 80%). Skyldumæting er fyrir fjarnema í staðlotur námskeiðsins. Missi þeir af staðlotu verða þeir að vinna það upp með því að mæta í aðra tíma í staðinn. Fjarnemum er frjálst að mæta í aðrar kennslustundir. Fjarnemar vinna virkniverkefni um kennslustundir sem þeir mæta ekki í. 

X

Starfstengd leiðsögn – leiðsagnarhlutverkið (STM104F)

Námskeiðið er ætlað kennurum á öllum skólastigum og öðrum sem annast starfstengda leiðsögn á sviði uppeldis og menntunar. Námskeiðið er grunnnámskeið á námssviðinu/námsleiðinni Starfstengd leiðsögn á sviði uppeldis og menntunar en einnig er hægt að taka það sem stakt valnámskeið. 

Tilgangur námskeiðisins er að nemendur öðlist þekkingu og skilning á starfstengdri leiðsögn, markmiðum með slíkri leiðsögn, leiðsagnarhlutverki kennara og leiðsagnaraðferðum, og geti beitt þekkingunni í starfi. Stefnt er að því að nemendur geti nýtt sér helstu kenningar um starfstengda leiðsögn og fræðileg hugtök til að ræða og skipuleggja eigið starf sem leiðsagnarkennarar. Áhersla er lögð á að nemendur verði meðvitaðir um hvernig starfstengd leiðsögn getur eflt faglega starfshæfni einstaklinga og hópa, m.a. nemenda í vettvangsnámi, nýliða í kennslu, reyndra kennara og annars fagfólks. Lögð er áhersla á hagnýta þjálfun í starfstengdri leiðsögn sem leið til aukinnar fagmennsku og hugað er að ábyrgð og samstarfi leiðsagnarkennara og þeirra sem njóta leiðsagnarinnar.

X

Þróunarstarf í menntastofnunum (STM110F)

Markmið þessa námskeiðs er að þátttakendur öðlist hagnýta og fræðilega þekkingu á einkennum þróunarstarfs og þáttum í menningu menntastofnana sem stuðla að umbótum eða hindra þær. Jafnframt öðlist þeir leikni í að skipuleggja og leiða þróunarstarf, starfsþróunartækifæri og móta þróunaráætlanir. Byggt er á kenningum um faglegt lærdómssamfélag sem gerir ráð fyrir að faglegt nám og þróun stofununar séu nátengd.

Í lok námskeiðsins eiga nemendur að:

  • hafa skilning á helstu hugtökum og kenningum um þróun menntastofnana og skóla sem og frístundastofnana sem lærdómssamfélags,
  • geta tekið faglegar ákvarðanir um leiðir í starfs og skólaþróun sem og þróun frístundastofnana og rökstutt þær,
  • geta aflað fjölbreyttra gagna um þróunarstarf og metið gildi þeirra,
  • geta beitt hugtökum, kenningum, líkönum og aðferðum á raunveruleg viðfangsefni,
  • geta átt frumkvæði og haft forystu um rannsóknar- og þróunarverkefni í mennta- og frístundastofnunum til að efla fagmennsku,
  • geta greint leiðir til að efla kennara og starfsfólk frístundastarfi í með þátttöku alls samfélagasins.

Námskeiðið er skipulagt í lotum með fjarnámssniði, staðlotur (skyldumæting er í fyrri staðlotu) eru tvær auk kynninga á lokaverkefnum. Þess á milli fer fram lestur fræðilegs efnis, verkefnavinna og samræður þátttakenda. Auk þess býðst nemendum að taka þátt í umræðutímum um viðfangsefnin. Verkefni námskeiðsins eru hagnýt og tengjast þróunarstarfi og leiðsögn við raunverulegar aðstæður. Lögð er áhersla á samræðu og samstarf nemenda samhliða sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði auk virkni í umræðum og lestri fræðilegs efnis.

Námsmat byggir á fjölbreyttum verkefnum sem ýmist eru unnin í samvinnu við aðra eða eru einstaklingsverkefni. 

X

Leiðtogar í skóla án aðgreiningar í fjölmenningarsamfélagi (STM015F)

Tilgangur námskeiðsins er að búa þátttakendur undir  að leiða skólastarf sem byggir á fræðilegri sýn á menntun án aðgreiningar í fjölmenningarlegu samfélagi (inclusive intercultural education), þ.e. þátttöku fjölbreytts nemenda hóps í skólastarfinu. Grunnþættir námskeiðsins eru  leiðtogahlutverkið, lýðræði, mannréttindi, samvinna og viðurkenning á auðlindum nemenda, þ.e. að þeir byggja á ólíkri reynslu og læra á mismunandi hátt. Áhersla er lögð á þróun leiðtoga sem byggir á samstarfi þar sem hlustað er eftir röddum nemenda, foreldra og samstarfsfólks um sýn þeirra á skólastarf.

Markmiðið er að þátttakendur öðlist færni í að greina og meta stöðu menntunnar án aðgreiningar í sínu starfsumhverfi og geti brugðist við þörfum skólasamfélagsins með lýðræði og mannréttindi að leiðarljósi.

Rýnt verður í framkvæmd og þróun á þessum sviðum og hvernig þessi áhersla hefur tekið á sig ólíkar myndir. Einnig munu þátttakendur greina eigin starfsvettvang, meta viðhorf, þekkingu og færni starfsfólks og gera aðgerðaáætlun sem tekur til uppbyggingar menntunar án aðgreiningar.

Námskeiðið fer fram með fyrirlestrum, umræðum, samstarfi og sjálfstæðri vinnu þátttakenda. Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað. Áhersla er lögð á að þátttakendur greini eigin viðhorf og skoðanir um leið og þeir kynna sér hugmyndir annarra. Þeir halda námsdagbók um athuganir sínar, lestur fræðigreina og ígrundun.

X

Hlutverk millistjórnenda (STM210F)

Markmið þessa námskeiðs er að nemendur öðlist fræðilega þekkingu á hlutverki millistjórnenda í skólum og á vettvangi frítímans með sérstakri áherslu á faglega forystu þeirra og gildi þverfaglegs samstarfs í menntakerfinu.

Viðfangsefni
Þemu námskeiðsins eru sex:

  • Millistjórnandinn og dreifð forysta: Hvað skiptir máli?
  • Ólík hlutverk millistjórnenda eftir skólastigum og stofnunum á skóla- og frístundavettvangnum.
  • Millistjórnandinn á landamærum fagstétta: Þverfaglegt samstarf á tímum farsældar
  • Millistjórnandinn sem leiðtogi jafningja: Að leiða samtal um starfsþróun og fagmennsku
  • Millistjórnandinn og mjúku gildin: Seigla og félags- og tilfinningahæfni

  • Millistjórnandinn og áskoranir samtímans: Sögur af vettvangi

Nálgun og vinnulag námskeiðs

Í námskeiðinu er lögð áhersla á að ná jafnvægi milli fjölbreyttra gerða náms: 

  • Tileinkun náms (e. acquisition)
  • Umræður (e. discussion)
  • Könnun og/eða rannsókn (e. investigation)
  • Samvinna (e. collaboration)
  • Virkni og/eða æfing (e. practice)
  • Afurð (e. production)

Námskeiðið er skipulagt í staðbundnum lotum og fjarnámi. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, lestri, hlustun og áhorfi, sem og verkefnavinnu sem bæði verður unnin í hóp og á einstaklingsgrunni. Leitast verður við að tengja viðfangsefni námskeiðsins sem mest aðstæðum og reynslu nemenda.

 

X

Lýðræði, mannréttindi og borgaravitund barna og ungmenna (UME002F)

Í námskeiðinu er fjallað um þætti sem undirbyggja og styðja við menntun til hnattrænnar borgaravitundar (e. global citizenship education). Rætt er um mikilvægi þess að borgarar skynji að þeir hafi tiltekinn rétt í samfélaginu en jafnframt ábyrgð og skyldur. Áhersla er lögð á fræðilega og stefnumótandi umræðu um hugtök á borð við hnattvæðingu, borgaravitund, borgaralega þátttöku, lýðræði, mannréttindi, menntun og sjálfbærni. Fjallað verður um ólíkar nálganir og skilgreiningar á hnattrænni borgaravitund þar sem áhersla er lögð á gagnrýna nálgun og unnið með dæmi af alþjóðlegum og innlendum vettvangi menntunar svo sem heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og grunnþætti menntunar. Þá verður kastljósinu einnig beint að stöðu barna og ungmenna og hvernig við lærum og kennum í anda hnattrænnar borgaravitundar.  

X

Leiðsögn og samvinna (STM215F)

Tilgangur námskeiðsins er að nemendur öðlist þekkingu og skilning á leiðsögn og samvinnu í skólastarfi þar sem stefnt er að starfsmenntun kennara, skólaþróun og öflugu samstarfi, og að þeir geti beitt þekkingunni í starfi. Nemar kynnast helstu rannsóknum og kenningum um starfstengda leiðsögn, og er stefnt að því að þeir geti nýtt sér þær á gagnrýninn og markvissan hátt sem leiðsagnarkennarar nýrra kennara og leiðtogar í teymisvinnu, jafningjaleiðsögn og þverfaglegu samstarfi í hópum. Nemar kynnast helstu kenningum og rannsóknum á því sviði, og tengja þær við eigin reynslu í starfi. Nemar vinna með æfingar og verkefni sem miða að því að efla samskiptahæfni þeirra, einkum hæfni í leiðtoga- og leiðsagnarhlutverki, og í faglegum samskiptum við samstarfsfólk og aðra hagsmunaaðila. 

Námskeið er kennt í fjarnámi með tveimur staðbundnum lotum. Gert er ráð fyrir mætingu í staðbundnar lotur. Fyrirlestrar, umræður, einstaklings- og hópverkefni.

X

Hagnýting marglaga líkana með notkun jamovi (UMD077F)

Megináhersla námskeiðsins er á hagnýtingu marglaga líkana (e. multilevel models; mixed models; random-effects models). Marglaga líkön víkka notkunarmöguleika hefðbundinnar aðhvarfsgreiningar með því að stjórna fyrir hæði (e. dependencies) í úrtökum og gera þannig mögulegt að vinna með breytileika sem á upptök sín í ólíkum lögum (e. levels) úrtaksins. Þetta þriggja daga námskeið mun hefjast á upprifjun á aðhvarfsgreiningu með dæmum um fjölbreytuaðhvarfsgreiningu (e. multiple regression), samvirknigreiningu (e. moderated regression) og greiningu fyrir margliða aðhvarf (e. polynomial regression). Annar dagurinn verður helgaður tveggja laga líkönum sem mátuð verða við þversniðsgögn (t.d. frá klasaúrtaki nemendakönnunar þar sem fjöldi skóla hefur verið slembivalinn í stað nemendanna sjálfra). Þriðji dagurinn verður helgaður tveggja laga langtímalíkönum (t.d. þegar nemendur taka endurtekið þátt sömu könnun). Námskeiðið verður kennt þrjá daga í röð með fyrirlestrum, þar sem spurningum nemenda er svarað jafnóðum, og gagnvirkum dæmum sem nemendur eru hvattir til að endurtaka. Eftir hádegi leysa nemendur verkefni í jamovi á eigin tölvum. Stór hluti kennsluefnisins ásamt dæmum eru aðgengileg í opnum aðgangi (sjá https://gamlj.github.io).

X

Inngangur að megindlegri gagnagreiningu með notkun jamovi (UMD078F)

Jamovi er opið og aðgengilegt notendaviðmót sem byggt er á R tölfræðiforritunarmálinu (sjá jamovi.org). Markmið námskeiðsins er að gera nemendum mögulegt að framkvæma gagnagreiningar á eigin gögnum, setja gögn fram sjónrænt og beita algengustu tölfræðilíkönum með notkun jamovi. Fyrsti dagur þessa þriggja daga námskeiðs er helgaður kynningu á notendaviðmóti jamovi, notkun lýsandi tölfræði og sjónrænni framsetningu gagna. Annar dagurinn er helgaður ályktunartölfræði í vinnu með flokkabreytur og í samanburði tveggja meðaltala. Þriðji dagurinn er einnig helgaður ályktunartölfræði þar sem unnið er með línulegt samband samfelldra breyta með notkun fylgni- og aðhvarfsgreiningar. Sérstök áhersla verður lögð á sjónræna framsetningu gagna til að auka skilning og skýrleika í framsetningu. Námskeiðið verður kennt þrjá daga í röð með fyrirlestrum þar sem spurningum nemenda er svarað jafnóðum og gagnvirkum dæmum sem nemendur eru hvattir til að endurtaka. Eftir hádegi leysa nemendur verkefni í jamovi á eigin tölvum. Kennslubókin er eins og hugbúnaðurinn aðgengileg í opnum aðgangi (sjá https://www.learnstatswithjamovi.com).  

X

Þættir í leikskólastjórnun (STM211F)

Megintilgangur þessa námskeiðs er að gefa þátttakendum kost á að kynnast ýmsum völdum þáttum stjórnunar og forystu í leikskólastarfi. Fjallað verður um hefðbundin forystuhlutverk leikskólastjóra , forystu kennara og dreifða forystu. Starfsmannamál og starfsmannahópurinn innan leikskóla verður skoðaður með gagnrýnum hætti m.a. með hugtakið míkrópólitík (e. micro-politics) stofnana að leiðarljósi og sjónum beint að stressi og kulnun stjórnenda í því samhengi. Í öðru lagi er rýnt í hlutverk skólastjórnenda í framkvæmd farsældarlaga. Í þriðja lagi verður sjónum beint að þróun leikskólastarfs þar sem m.a. gildi rannsókna, þróunarverkefna og mats á leikskólastarfi er gert hátt undir höfði.

Fjallað verður um stjórnun og forystu í leikskólum og sjónum sérstaklega beint að rannsóknum á því sviði. Málefni starfsmannahópa verða krufin og sjónum beint að fagmennsku, leiðtogastarfi, hagsmunaárekstrum og fjölþættum öflum innan hópa (micro-politics). Farsældin og leikskólinn verða skoðuð sérstaklega, sjónum beint að stressi og kulnun stjórnenda og þróun leikskólastarfs til aukinna gæða.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Menntunarfræði yngri barna (KME109F)

Á námskeiðinu verður fjallað um sýn á börn, rannsóknir á námi þeirra og þá hugmyndafræði sem þær byggja á og athyglinni beint að ýmsum áherslum og álitamálum á sviðinu. Kynntar verða innlendar og erlendar rannsóknir og kenningar á eftirfarandi sviðum: 

  • Sýn á börn og nám í nútíma samfélagi: Fjallað verður um grundvallarhugmyndir um nám barna og hvernig þeim eru skapaðar námsaðstæður í skólum þar sem þátttaka, valdefling, lýðræði og vellíðan eru í brennidepli.
  • Félagslegur raunveruleiki barna og áhrif  hans á virka þátttöku þeirra í skólastarfi, m.a. jafnrétti í víðum skilningi, foreldrasamskipti, tækni í lífi barna. 
  • Þróun náms, skipulag námsumhverfis og fjölbreyttar leiðir til að meta nám ungra barna sem snerta meðal annars námssvið í leik- og grunnskóla.

Vinnulag:
Mætingarskylda er í tveimur staðlotum. Vikulegar kennslustundir eru yfir önnina þar sem nemendur geta valið mismunandi tíma dagsins í kennslustofu eða á neti (kennt er á þriðjudögum.).

Kennsla verður í formi fyrirlestra, umræðna og verkefna sem nemendur kynna og ræða. Nemendur athuga hvernig nýta má kenningar og niðurstöður rannsókna í skólastarfi. Þeir velja sér afmarkað svið til að dýpka þekkingu sína á með því að kynna sér niðurstöður rannsókna og starf á vettvangi. Dæmi um viðfangsefni eru: Mat í skólastarfi, margbreytilegur barnahópur (svo sem menningarlæsi, kynjagervi, fjölmenning) ákveðið námssvið, leik og námssamfélag barna, foreldrasamstarf, læsi, samfella í námi barna og skapandi starf.

X

Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðum (MVS212F, MVS213F)

Fjallað verður um ólíkar rannsóknarstefnur og tengsl þeirra við uppbyggingu og útfærslu rannsókna. Einnig um siðfræði vísinda með áherslu á hagnýt atriði og um gæðahugtök, s.s. réttmæti, trúverðugleika og ólíka sýn á þessi hugtök. Í námskeiðinu beinist athyglin að eigindlegum aðferðum. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemar fá nokkra þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna m.a. vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum. Þá vinna nemar með öflun, skráningu, flokkun, greiningu og túlkun gagna, og með framsetningu þeirra og gera heildstæða rannsóknaræfingu.

Fyrirlestrar, umræður og verkefni. Skyldumæting er í staðlotum.

X

Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðum (MVS212F, MVS213F)

Markmiðið er að nemendur

  • hafi innsýn í megindlega aðferðafræði á sviði rannsókna í uppeldis- og menntunarfræði
  • þekki helstu rannsóknaraðferðir og hugtök sem þeim tengjast
  • geti beitt algengum rannsóknaraðferðum og þannig aflað gagna, unnið úr þeim og túlkað á agaðan og viðurkenndan hátt
  • séu færir um að rýna í rannsóknir og nýta sér niðurstöður þeirra
  • hafi tileinkað sér rannsakandi hugarfar og gagnrýna hugsun

Kynnt verða algeng rannsóknarsnið megindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur nota tölvuforrit til að reikna algenga tölfræðistuðla og halda utan um og vinna úr gögnum. Sérstök áhersla verður lögð á þjálfun í túlkun matsniðurstaðna sem líklegt er að verði á vegi þeirra hópa sem taka námskeiðið.

Fyrirlestrar á vef, umræður og verkefni. Námskeiðið er kennt vikulega en fyrirlestrar verða eingöngu á vef. Verkefnatímar verða ekki teknir upp. Ekki er mætingarskylda í námskeiðið en nemendur eru hvattir til að mæta í kennslustundir.

Nemendur verða að hafa Jamovi (sjá nýjustu útgáfu á https://www.jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir. 

Lesefni: Kaflar 1-11 í Navarro DJ and Foxcroft DR (2019). Learning statistics with jamovi: a tutorial for psychology students and other beginners. (Version 0.70). DOI: 10.24384/hgc3-7p15. Rafræn ókeypis kennslubók sem hala má niður á síðunni https://www.learnstatswithjamovi.com.

X

Starfendarannsóknir (MVS011F)

Inntak / viðfangsefni
Á námskeiðinu verður farið yfir tilurð og þróun starfendarannsókna í ýmsum löndum, m.a. Japan, Ástralíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Rýnt verður í hugmyndafræði slíkra rannsókna og hinar margvíslegu myndir sem þær hafa tekið á sig og birtast í ólíkum orðum sem notuð eru um slíkar rannsóknir, t.d. starfendarannsóknir (action research), kennararannsóknir (teacher research), kennslurýni (lesson study), starfstengd sjálfsrýni (self-study) og practitioner research. Sérstök áhersla verður lögð á starfendarannsóknir í skólum og öðrum vettvangi menntunnar, þar á meðal á Íslandi og ákveðin dæmi skoðuð í því sambandi. Megináherslan í námskeiðinu er á að þátttakendur geri rannsókn á eigin starfi/starfsháttum og kynni hana í námskeiðinu. Ekki er skilyrði að nemendur séu í starfi þegar þeir taka námskeiðið.

Vinnulag
Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað. Grunnhugmyndin er sú að þátttakendur geri rannsókn í tengslum við eigið starf í samráði við kennara og aðra þátttakendur í námskeiðinu og vinni úr henni í nánu samstarfi við kennara og aðra þátttakendur, t.d. í gegnum ígrundanir, kynningar og samræður. Nemendur halda leiðarbók eða rannsóknardagbók um rannsókn sínar og gera lestrardagbók í tengslum við lestur fræðigreina. Að auki taka þeir þátt í ýmis konar verkefnum og umræðum á netinu.

X

Rannsóknir með börnum og ungmennum (KME201F)

Í námskeiðinu verður fjallað um eigindlegar rannsóknaraðferðir með áherslu á að fá fram sjónarmið barna og ungmenna. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur fá þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna bæði með börnum og fullorðnum m.a., vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum og gera heildstæða rannsóknaræfingu. Fjallað er sérstaklega um rannsóknir með börnum og ungmennum, þ.e. rannsóknir þar sem þátttakendur eru börn, ungmenni og aðrir sem eiga hættu á að vera jaðarsettir í samfélaginu. Gengið verður út frá Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna til að hafa áhrif á eigið líf og félagsvísindalegum rannsóknum á bernskunni þar sem litið er á barnæsku sem afmarkað rannsóknarefni. Einnig verður byggt á félags- menningarkenningum og síðtímahugmyndum um börn sem sterk og hæf með eigið sjónarhorn á veröldina og réttindi þeirra sem borgara virt. 

Í umfjöllun námskeiðs verður velt upp álitamálum sem upp koma þegar börn og/eða ungmenni eru þátttakendur í rannsóknum. Fjallað verður m.a. um hugmyndafræði, siðferðislega þætti og áhersla lögð á ýmsar aðferðir sem nota má í rannsóknum með börnum. Nemendur vinna eigin rannsókn og fá tækifæri til að glíma við fjölbreyttar aðferðir.

X

Kenningar í félagsfræði og heimspeki menntunar (MVS101F)

Í þessu námskeiði eru ræddar ýmsar áhrifamiklar kenningar á sviði félagfræði og heimspeki menntunar og þær settar í samhengi við álitamál í samfélaginu hversu sinni svo sem kynjajafnrétti, fjölmenningu, stéttaskiptingu, uppeldishætti, kennslufræði, lýðræði og skóla án aðgreiningar.

Á fyrri hluta misseris er röð fyrirlestra og umræðutímar. 

Á seinni hluta misseris vinna nemendur tiltölulega sjálfstæð verkefni í hópum og fá leiðsögn um notkun kenninga við mótun rannsóknaráætlana eða þróunarverkefna á sviði kennslu eða uppeldisfræða.

X

Fræði og starf á vettvangi I (LSS303F)

Markmið
Að nemendur öðlist þekkingu á þáttum sem hafa áhrif á þróun fagmennsku og eigin starfskenningu, þjálfi sig í að beita aðferðum starfendarannsókna við að rýna í eigið starf og stuðla að faglegri þróun á vettvangi.

Viðfangsefni
Í námskeiðinu verður fjallað um hugmyndafræði starfendarannsókna og þýðingu þeirra fyrir þróun skólastarfs. Stuðst er við rannsóknir sem sýna að með þátttöku í starfendarannsókn fá kennarar tækifæri til að ígrunda starf sitt og styrkja sig faglega. Með það að leiðarljósi kynna nemendur sér gildi og aðferðir starfendarannsókna ásamt því að vinna að rannsókn á eigin starfi, í samstarfi við samnemendur, háskólakennara og leiðsagnarkennara á vettvangi.

Á vettvangi rýna nemendur í eigið starf, þekkingu, gildi og skoðanir sem liggja þar að baki. Nemendur velja viðfangsefni sem þeir vilja beina sjónum sínum að, lesa fræðigreinar því tengdar, móta spurningar og setja fram áætlun um framkvæmd. Til þess ígrunda þeir þá faglegu þekkingu sem þeir hafa öðlast í námi sínu ásamt reynslu sinni af vettvangi leikskóla. Samhliða ferlinu safna þeir gögnum sem nýtast til að rýna í og greina eigin starfshætti, með það að markmiði að þá megi þróa.

Nemendur halda rannsóknardagbók, rýna í eigin athafnir og þá hugmyndafræði sem þær athafnir byggja á, ásamt því að setja fram drög að eigin starfskenningu. Í lok námskeiðs gera nemendur grein fyrir vinnu sinni á vettvangi í málstofu. 

Vettvangsnám
Vettvangsnámið dreifist yfir allt misserið, frá miðjum ágúst og fram í desember. Gert er ráð fyrir reglulegri mætingu á Menntavísindasvið - sjá nánar í náms-og kennsluáætlun námskeiðs.

Vinnulag
Nemendur mæta í staðbundna tíma í háskóla samkvæmt námsáætlun, þar sem markmiðið er að þeir fylgist að í gegnum ferlið og styðji hvern annan jafnt og þétt í framvindu rannsóknar sinnar á vettvangi. Í staðbundnum tímum verða tekin fyrir viðfangsefni sem tengd eru áherslum og ferli námskeiðsins hverju sinni; nemendur ræða og ígrunda þær áskoranir sem þeir standa frammi fyrir á vettvangi, greina þau tækifæri sem þeir sjá til faglegrar þróunar og leita leiða til lausna. Nemendur skila niðurstöðum í formi rannsóknardagbókar og málstofukynninga, þar sem ferlið er ígrundað í ljósi eigin starfskenningar og þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað.

Skyldumæting er í áfangann. Nemendur mæta í staðbundna tíma í háskóla (miðvikudaga f.h.).

X

Fræði og starf á vettvangi II (LSS403F)

Markmið námskeiðs
Að nemendur öðlist þekkingu á þáttum sem hafa áhrif á þróun lærdómssamfélags í leikskóla, m.a. sameiginlegs náms barna, starfsfólks og foreldra. Þjálfi sig í að beita aðferðum starfendarannsókna við að vera í faglegri forystu í leikskóla.

Viðfangsefni og vinnulag
Fjallað verður um leiðandi hlutverk og ábyrgð leikskólakennara við þróun lærdómssamfélags leikskóla. Meðal þeirra viðfangsefna sem tekin verða til umfjöllunar eru fagleg forysta, lærdómssamfélag, ásamt gildi starfendarannsókna við að rýna í og þróa starf og starfshætti í leikskóla. Í því samhengi velja nemendur viðfangsefni til innleiðingar, lesa fræðigreinar tengdar viðfangsefninu, móta spurningar og setja fram áætlun um skipulag framkvæmdar á vettvangi.

Á vettvangi eru nemendur í faglegri forystu við framkvæmd starfendarannsóknar, með þátttöku samstarfsfólks, foreldra og barna, eftir því sem við á. Á námskeiðinu halda nemendur áfram vinnu við starfendarannsókn sem þeir hófu í Fræði og starf I.

Vettvangsnám
Vettvangsnámið dreifist yfir all skólaárið, frá miðjum ágúst og fram í miðjan maí. Gert er ráð fyrir að nemar mæti að jafnaði einn dag í viku í vinnu á Menntavísindasviði.

Vinnulag
Gert er ráð fyrir að nemendur séu starfandi í leikskóla og að vettvangshluti námskeiðsins fari fram þar, undir handleiðslu leikskólakennara á vettvangi. Nemendur mæta reglulega í staðbundna tíma í háskóla samkvæmt námskeiðsáætlun, þar sem þeir fylgjast að í gegnum ferli starfendarannsókna og styðja hvern annan. Þá verða tekin fyrir viðfangsefni sem tengd eru áherslum námskeiðsins hverju sinni ásamt því að nemendur ígrunda og fjalla um innleiðingarferlið og áskoranir á vettvangi. Niðurstöðum er skilað í formi rannsóknardagbókar og málstofukynninga þar sem ferlið er ígrundað í ljósi eigin starfskenningar og faglegrar forystu. 

Skyldumæting er í áfangann. Nemendur mæta hálfsmánaðarlega í staðbundna tíma (miðvikudaga f.h).

X

Lokaverkefni (LSS441L)

Lokaverkefni til M.Ed.-prófs er einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.

Nemendur skulu hafa samráð við formann námsbrautar/umsjónarmann námsleiðar um val á leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara Menntavísindasviðs.

Nemandi velur viðfangsefni í samráði við formann námsbrautar/umsjón námsleiðar og leiðbeinanda. Þess skal gætt að efni lokaverkefnis tengist vettvangi og því sérsviði sem nemandi hefur valið, það er að segja, að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar og einnig kjörsviði/sérsviði/námssviði þar sem það á við.

Verkefni til M.Ed.-prófs getur verið af ólíku tagi, til dæmis rannsóknarritgerð (heimildarannsókn), rannsóknarskýrsla (ritgerð sem byggir á rannsókn), starfstengt þróunar- eða matsverkefni, námskrárgerð eða námsefnisgerð. Öllum verkefnum, öðrum en rannsóknarritgerðum og rannsóknarskýrslum, skal fylgja fræðileg greinargerð.

Nemandi sem vinnur að lokaverkefni skráir sig í lokaverkefni í árlegri skráningu, miðað við áætlaða framvindu á haustmisseri og vormisseri. Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir að undirbúningur og vinna lokaverkefnis til M.Ed.-prófs dreifist á tvö misseri eða fleiri. Á tilteknum námsleiðum í Kennaradeild er gert ráð fyrir að vinna verkefnis skiptist á þrjú misseri, sjá nánari upplýsingar undir krækjunni skipulag náms fyrir hverja námsleið í kennsluskrá.

Ekki eru gefnar tölueinkunnir fyrir lokaverkefni til meistaraprófs heldur er gefið annað hvort staðið eða fallið. Við mat á meistaraverkefnum er farið að reglum Menntavísindasviðs.

Nemendur skulu fylgja nánari leiðbeiningum og reglum Menntavísindasviðs um verklag við M.Ed.-verkefni. Sjá á innri vef Menntavísindasviðs, UgluFræðasvið >> Menntavísindasvið >> Meistaraverkefni (MA og M.Ed.)

X

Nám og kennsla: Að mæta sérþörfum (MAL102F)

Meginviðfangsefni námskeiðsins eru kennsluhættir og námsaðstæður sem miða að því að efla árangur fjölbreyttra nemendahópa, huga að styrkleikum þeirra og veikleikum í skóla án aðgreiningar með manngildi, lýðræði og félagslegt réttlæti að leiðarljósi. Fjallað er um algengustu sérþarfir nemenda og sérstök áhersla lögð á árangursríkar (gagnreyndar) leiðir til að mæta margbreytilegum þörfum nemenda og efla þá í námi, meðal annars til að draga úr vanda varðandi lestrarnám, hegðun, líðan, einbeitingu, ofvirkni og einhverfu. Samhliða er rætt um mikilvægi þess að hafa hæfileika og styrkleika nemenda ávallt í forgrunni og aðgreina erfiðleika frá eiginleikum einstaklinga. Einnig er fjallað um fjölmenningarkennslu og kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku. Kynntar eru helstu aðferðir við bekkjarstjórnun og einstaklingsmiðuð úrræði til að bæta hegðun, félagsfærni, líðan og námsárangur fjölbreytts hóps nemenda. Fjallað er um þverfaglegt samstarf, teymisvinnu og samvinnu við foreldra barna með sérþarfir. Umfjöllunarefni námskeiðsins grundvallast á hugmyndafræði skóla án aðgreiningar og rannsóknum á því sem vel hefur gefist við að mæta fjölbreytilegum nemendahópi, með það að markmiði að veita öllum nemendum jafngild tækifæri í námi.

X

Menntun allra í fjölmenningarsamfélagi: Kenningar og rannsóknir (MAL104F)

Hugmyndir um menntun allra, fjölmenningarmenntun og sérkennslu eru mikilvægir þættir í skilvirkum skólum með fjölbreyttum nemendahópum.

Megintilgangur námskeiðsins er að gefa nemendum kost á að dýpka þekkingu sína og skilning á rannsóknum og kenningum á sviði menntunar allra og fjölmenningarfræða á Íslandi og í öðrum löndum.

Fjallað verður um rannsóknir og kenningar er varða jaðarsetningu barna og ungmenna í skólakerfinu út frá hugmyndum um jafnræði, jafnrétti og mannréttindi. Ennfremur verður fjallað um menntun allra og fjölmenningarlega menntun í sögulegu og alþjóðlegu samhengi, stöðu minnihlutahópa og stöðu flóttafólks.

Hugtakið samtvinnun (e. intersectionality) dregur athygli að því að þegar breytur eins og kynþáttur, tungumál, trú, þjóðerni, fötlun, kynhneigð mætast, hafa þær margfeldisáhrif á stöðu nemenda.

X

Kennsla í margbreytilegum nemendahópi (KME115F)

Markmið námskeiðsins er að starfandi kennarar og kennaranemar eflist í að nýta eigin auðlindir í vinnu með margbreytilegum nemendahópum.  Byggt er á kennslufræði menntunar fyrir alla (inclusive pedagogy) og kennslufræði nýsköpunarmenntar þar sem lögð er áhersla á heildstæða og skapandi nálgun við undirbúning og skipulag kennslu og að nýta auðlindir nemenda.

Viðfangsefni
Námskeiðið byggir á hugmyndafræði menntunar fyrir alla og nýsköpunar- og frumkvöðlamenntunar. Fjallað verður um mismunandi vinnubrögð og kynntir kennsluhættir og kennsluaðferðir sem hafa reynst vel í fjölbreyttum nemendahópum. Áhersla er á kennsluhætti og kennsluaðferðir nýsköpunarmenntar, samvirks náms, altæka hönnun náms, fjölmenningarlega kennslu og listrænar og skapandi aðferðir. Fjallað verður um samstarf við foreldra og aðrar starfsstéttir er starfa við eða tengjast skólastarfi. Þátttakendur skilgreina og þróa eigin starfskenningu.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem blandað nám, bæði fjarnám og staðnám. Kennslan fer fram bæði í staðlotum og staðtímum milli staðlota og á netinu. Námskeiðinu er skipt upp í fjórar námslotur (tímabil) sem eru skipulagðar út frá ákveðnum þemum. Þau tengjast öll kennslu í margbreytilegum nemendahópi og eru: hugmyndafræði menntunar fyrir alla og nýsköpunarmenntar, fagmennska og forysta í kennslu margbreytilegra nemendahópa, kennsluhættir í margbreytilegum nemendahópum og samstarf í skóla fyrir alla. Hver námslota stendur yfir í þrjár til fjórar vikur. Kennsla og nám verður í formi fyrirlestra, umræðna í tímum og á Canvas, stuttra verkefna í tímum og á Canvas og verkefna með formlegum skilum. Námskeiðið byggir á sjálfstæðri vinnu, ábyrgð og þátttöku nemenda.

Gert er ráð fyrir 80% þátttöku í virkni á námskeiðinu (þátttaka og skil verkefna). 

X

Kennslufræði íslensku sem annars máls (ÍET102F)

Um námskeiðið

Námskeiði þessu er ætlað að efla þekkingu og skilning þátttakenda á íslenskunámi barna og nemenda með erlendan bakgrunn. Fjallað verður um  kennslufræði og kenningar í kennslu íslensku sem annars máls. Öll viðfangsefni hafa það meginmarkmið að auka færni þátttakenda til að beita markvissum og faglegum kennsluaðferðum í kennslu íslensku sem annars máls og stuðning við íslensku í faggreinakennslu, en einnig að hvetja til gagnrýnnar hugsunar við beitingu kennsluaðferða. Til viðbótar verður fjallað um fjölmenningarleg hæfni, samstarf við fjölskyldur, móðurmál og fjöltyngi í skólum,  og tungumálanám á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Námskeiðinu er enn fremur ætlað að hvetja til stöðugrar þekkingarleitar þannig að þátttakendur taki mið af nýjustu rannsóknum og kenningum hér á landi sem erlendis. 

X

Fjöltyngi og kennslufræði (MAL103F)

Tungumál er nauðsynlegt tæki til tjáningar og samskipta og opnar dyr að þekkingu og skilningi á samfélögum. Þekking á tungumálum eykur víðsýni, stuðlar að vitsmunaþroska og betri skilningi á eigin menningu. Fjöltyngi tengist menntun, árangri og vellíðan nemenda.
Markmið námskeiðsins eru að þátttakendur kynnist leiðum til að meta og nýta tungumála- og menningarauðlindir nemenda,  og geti beitt kennsluaðferðum sem byggja á tungumálaforða fjöltyngdra barna og ungmenna til að efla nám þeirra.

X

Trúarbrögð og lífsgildi í fjölmenningarsamfélagi (KME003M)

Námskeiðið miðar að því að nemendur dýpki þekkingu sína á stöðu og áhrifum trúarbragða í fjölmenningarsamfélagi. Fjallað verður um ýmsar kenningar er snerta trúarþörf og trúarreynslu mannsins, trúarlega sjálfsmynd og valda þætti nokkurra helstu trúarbragða heims. Einnig siði og venjur tengdar trúariðkun, einkum er haft geta áhrif á skólastarf. Þá verður fjallað um trúarbrögð og siðfræði, sameiginleg gildi ólíkra trúarbragða, stöðu trúarbragða, menningarleg og trúarleg átök sem eiga sér stað í dag og fordóma og misskilning tengdan trúarbrögðum. Nemendur velja sér trúarbrögð sem þeir dýpka þekkingu sína á, einkum með tilliti til þess að þau endurspegli vaxandi menningarlegan og trúarlegan fjölbreytileika hér á landi og vinna jafnframt vettvangstengd verkefni.

Vinnulag
Fyrirlestrar, samræður, mat og beiting fræða á tiltekin viðfangsefni, samstarf í hópum. Verkefni, m.a. vettvangstengt rannsóknarverkefni, og kynning í málstofum.

X

Hegðun og tilfinningar barna: Áskoranir og úrræði (MAL003F)

Markmiðið með námskeiðinu er að gefa þátttakendum kost á að kynnast völdum þáttum, bæði fræðilegum og hagnýtum, sem auðvelda almennum kennurum og sérkennurum að skilja, meta og bregðast við þörfum nemenda sem eiga við hegðunar- og/eða tilfinningavanda að etja. Fjallað verður um aðferðir við skimun og mat, áhrifaþætti og algengi mismunandi hegðunar- og/eða tilfinningalegra erfiðleika, s.s. mótþróa, þunglyndis og kvíða. Einnig verður fjallað um hegðunar- og/eða tilfinningalega erfiðleika nemenda með athyglisbrest með ofvirkni (ADHD) eða röskun á einhverfurófinu. Sérstök áhersla er á að auka færni þátttakenda í að sníða skólastarf og skólasamfélag betur að þörfum nemenda með hegðunar- og/eða tilfinningalega erfiðleika og veita kennurum og skólastjórnendum ráð um hvernig unnt er að gera slíkt og fjarlægja hindranir sem útiloka og einangra nemendur með slíkan vanda.

Nemendur hafi aflað sér grunnþekkingar á helstu hugtökum og sjónarhornum þroskasálfræði eða félagsvísinda á námsferli sínum áður en þeir sækja námskeiðið.  Reynsla af vinnu með börnum eða ungmennum æskileg.

Helstu efnisþættir

  • Mismunandi skilgreiningar á hegðunar- og tilfinningaörðugleikum - alþjóðleg viðmið og flokkunarkerfi.
  • Hegðunar- og tilfinningaörðugleikar í samfélagslegu samhengi.
  • Helstu kenningar um hegðunar- og tilfinningaörðugleika barna og unglinga (conceptual models).
  • Viðbrögð skólasamfélagsins; nemendasýn og skólastefna - skóli án aðgreiningar, sérdeildir eða sérskólar? Ólík sjónarhorn við að skilgreina vandann.
  • Sértæk úrræði innan skólasamfélagsins og fræðilegur bakgrunnur þeirra.
  • Mismunandi aðferðir við virknimat (functional behavioral assessment) til að ákvarða hvaða þættir ýta undir hegðunar- og/eða tilfinningalega erfiðleika nemenda.
  • Gerð stuðningsáætlunar með margvíslegum aðferðum til að fyrirbyggja erfiða hegðun eða vanlíðan, kenna og styrkja viðeigandi hegðun og bregðast þannig við erfiðri hegðun þannig að dragi úr henni með tímanum og nemendum líði betur.
  • Aðferðir til að auka félagsfærni og sjálfstæð vinnubrögð nemenda með hegðunar- og/eða tilfinningalega erfiðleika.

Vinnulag
Í staðlotum verða fyrirlestrar auk verkefnatíma. Á kennsluvefnum Canvas verða birtar hljóðglærur og kennslubréf, og þar fara fram umræður úr völdum efnisþáttum. Námskeiðið er kennt með fjarnámssniði en mætingarskylda er í staðlotur. Námsmat er að mestu leyti fólgið í hópverkefnum. 

X

Lýðræði, mannréttindi og borgaravitund barna og ungmenna (UME002F)

Í námskeiðinu er fjallað um þætti sem undirbyggja og styðja við menntun til hnattrænnar borgaravitundar (e. global citizenship education). Rætt er um mikilvægi þess að borgarar skynji að þeir hafi tiltekinn rétt í samfélaginu en jafnframt ábyrgð og skyldur. Áhersla er lögð á fræðilega og stefnumótandi umræðu um hugtök á borð við hnattvæðingu, borgaravitund, borgaralega þátttöku, lýðræði, mannréttindi, menntun og sjálfbærni. Fjallað verður um ólíkar nálganir og skilgreiningar á hnattrænni borgaravitund þar sem áhersla er lögð á gagnrýna nálgun og unnið með dæmi af alþjóðlegum og innlendum vettvangi menntunar svo sem heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og grunnþætti menntunar. Þá verður kastljósinu einnig beint að stöðu barna og ungmenna og hvernig við lærum og kennum í anda hnattrænnar borgaravitundar.  

X

Hagnýting marglaga líkana með notkun jamovi (UMD077F)

Megináhersla námskeiðsins er á hagnýtingu marglaga líkana (e. multilevel models; mixed models; random-effects models). Marglaga líkön víkka notkunarmöguleika hefðbundinnar aðhvarfsgreiningar með því að stjórna fyrir hæði (e. dependencies) í úrtökum og gera þannig mögulegt að vinna með breytileika sem á upptök sín í ólíkum lögum (e. levels) úrtaksins. Þetta þriggja daga námskeið mun hefjast á upprifjun á aðhvarfsgreiningu með dæmum um fjölbreytuaðhvarfsgreiningu (e. multiple regression), samvirknigreiningu (e. moderated regression) og greiningu fyrir margliða aðhvarf (e. polynomial regression). Annar dagurinn verður helgaður tveggja laga líkönum sem mátuð verða við þversniðsgögn (t.d. frá klasaúrtaki nemendakönnunar þar sem fjöldi skóla hefur verið slembivalinn í stað nemendanna sjálfra). Þriðji dagurinn verður helgaður tveggja laga langtímalíkönum (t.d. þegar nemendur taka endurtekið þátt sömu könnun). Námskeiðið verður kennt þrjá daga í röð með fyrirlestrum, þar sem spurningum nemenda er svarað jafnóðum, og gagnvirkum dæmum sem nemendur eru hvattir til að endurtaka. Eftir hádegi leysa nemendur verkefni í jamovi á eigin tölvum. Stór hluti kennsluefnisins ásamt dæmum eru aðgengileg í opnum aðgangi (sjá https://gamlj.github.io).

X

Inngangur að megindlegri gagnagreiningu með notkun jamovi (UMD078F)

Jamovi er opið og aðgengilegt notendaviðmót sem byggt er á R tölfræðiforritunarmálinu (sjá jamovi.org). Markmið námskeiðsins er að gera nemendum mögulegt að framkvæma gagnagreiningar á eigin gögnum, setja gögn fram sjónrænt og beita algengustu tölfræðilíkönum með notkun jamovi. Fyrsti dagur þessa þriggja daga námskeiðs er helgaður kynningu á notendaviðmóti jamovi, notkun lýsandi tölfræði og sjónrænni framsetningu gagna. Annar dagurinn er helgaður ályktunartölfræði í vinnu með flokkabreytur og í samanburði tveggja meðaltala. Þriðji dagurinn er einnig helgaður ályktunartölfræði þar sem unnið er með línulegt samband samfelldra breyta með notkun fylgni- og aðhvarfsgreiningar. Sérstök áhersla verður lögð á sjónræna framsetningu gagna til að auka skilning og skýrleika í framsetningu. Námskeiðið verður kennt þrjá daga í röð með fyrirlestrum þar sem spurningum nemenda er svarað jafnóðum og gagnvirkum dæmum sem nemendur eru hvattir til að endurtaka. Eftir hádegi leysa nemendur verkefni í jamovi á eigin tölvum. Kennslubókin er eins og hugbúnaðurinn aðgengileg í opnum aðgangi (sjá https://www.learnstatswithjamovi.com).  

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Menntunarfræði yngri barna (KME109F)

Á námskeiðinu verður fjallað um sýn á börn, rannsóknir á námi þeirra og þá hugmyndafræði sem þær byggja á og athyglinni beint að ýmsum áherslum og álitamálum á sviðinu. Kynntar verða innlendar og erlendar rannsóknir og kenningar á eftirfarandi sviðum: 

  • Sýn á börn og nám í nútíma samfélagi: Fjallað verður um grundvallarhugmyndir um nám barna og hvernig þeim eru skapaðar námsaðstæður í skólum þar sem þátttaka, valdefling, lýðræði og vellíðan eru í brennidepli.
  • Félagslegur raunveruleiki barna og áhrif  hans á virka þátttöku þeirra í skólastarfi, m.a. jafnrétti í víðum skilningi, foreldrasamskipti, tækni í lífi barna. 
  • Þróun náms, skipulag námsumhverfis og fjölbreyttar leiðir til að meta nám ungra barna sem snerta meðal annars námssvið í leik- og grunnskóla.

Vinnulag:
Mætingarskylda er í tveimur staðlotum. Vikulegar kennslustundir eru yfir önnina þar sem nemendur geta valið mismunandi tíma dagsins í kennslustofu eða á neti (kennt er á þriðjudögum.).

Kennsla verður í formi fyrirlestra, umræðna og verkefna sem nemendur kynna og ræða. Nemendur athuga hvernig nýta má kenningar og niðurstöður rannsókna í skólastarfi. Þeir velja sér afmarkað svið til að dýpka þekkingu sína á með því að kynna sér niðurstöður rannsókna og starf á vettvangi. Dæmi um viðfangsefni eru: Mat í skólastarfi, margbreytilegur barnahópur (svo sem menningarlæsi, kynjagervi, fjölmenning) ákveðið námssvið, leik og námssamfélag barna, foreldrasamstarf, læsi, samfella í námi barna og skapandi starf.

X

Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðum (MVS212F, MVS213F)

Fjallað verður um ólíkar rannsóknarstefnur og tengsl þeirra við uppbyggingu og útfærslu rannsókna. Einnig um siðfræði vísinda með áherslu á hagnýt atriði og um gæðahugtök, s.s. réttmæti, trúverðugleika og ólíka sýn á þessi hugtök. Í námskeiðinu beinist athyglin að eigindlegum aðferðum. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemar fá nokkra þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna m.a. vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum. Þá vinna nemar með öflun, skráningu, flokkun, greiningu og túlkun gagna, og með framsetningu þeirra og gera heildstæða rannsóknaræfingu.

Fyrirlestrar, umræður og verkefni. Skyldumæting er í staðlotum.

X

Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðum (MVS212F, MVS213F)

Markmiðið er að nemendur

  • hafi innsýn í megindlega aðferðafræði á sviði rannsókna í uppeldis- og menntunarfræði
  • þekki helstu rannsóknaraðferðir og hugtök sem þeim tengjast
  • geti beitt algengum rannsóknaraðferðum og þannig aflað gagna, unnið úr þeim og túlkað á agaðan og viðurkenndan hátt
  • séu færir um að rýna í rannsóknir og nýta sér niðurstöður þeirra
  • hafi tileinkað sér rannsakandi hugarfar og gagnrýna hugsun

Kynnt verða algeng rannsóknarsnið megindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur nota tölvuforrit til að reikna algenga tölfræðistuðla og halda utan um og vinna úr gögnum. Sérstök áhersla verður lögð á þjálfun í túlkun matsniðurstaðna sem líklegt er að verði á vegi þeirra hópa sem taka námskeiðið.

Fyrirlestrar á vef, umræður og verkefni. Námskeiðið er kennt vikulega en fyrirlestrar verða eingöngu á vef. Verkefnatímar verða ekki teknir upp. Ekki er mætingarskylda í námskeiðið en nemendur eru hvattir til að mæta í kennslustundir.

Nemendur verða að hafa Jamovi (sjá nýjustu útgáfu á https://www.jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir. 

Lesefni: Kaflar 1-11 í Navarro DJ and Foxcroft DR (2019). Learning statistics with jamovi: a tutorial for psychology students and other beginners. (Version 0.70). DOI: 10.24384/hgc3-7p15. Rafræn ókeypis kennslubók sem hala má niður á síðunni https://www.learnstatswithjamovi.com.

X

Starfendarannsóknir (MVS011F)

Inntak / viðfangsefni
Á námskeiðinu verður farið yfir tilurð og þróun starfendarannsókna í ýmsum löndum, m.a. Japan, Ástralíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Rýnt verður í hugmyndafræði slíkra rannsókna og hinar margvíslegu myndir sem þær hafa tekið á sig og birtast í ólíkum orðum sem notuð eru um slíkar rannsóknir, t.d. starfendarannsóknir (action research), kennararannsóknir (teacher research), kennslurýni (lesson study), starfstengd sjálfsrýni (self-study) og practitioner research. Sérstök áhersla verður lögð á starfendarannsóknir í skólum og öðrum vettvangi menntunnar, þar á meðal á Íslandi og ákveðin dæmi skoðuð í því sambandi. Megináherslan í námskeiðinu er á að þátttakendur geri rannsókn á eigin starfi/starfsháttum og kynni hana í námskeiðinu. Ekki er skilyrði að nemendur séu í starfi þegar þeir taka námskeiðið.

Vinnulag
Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað. Grunnhugmyndin er sú að þátttakendur geri rannsókn í tengslum við eigið starf í samráði við kennara og aðra þátttakendur í námskeiðinu og vinni úr henni í nánu samstarfi við kennara og aðra þátttakendur, t.d. í gegnum ígrundanir, kynningar og samræður. Nemendur halda leiðarbók eða rannsóknardagbók um rannsókn sínar og gera lestrardagbók í tengslum við lestur fræðigreina. Að auki taka þeir þátt í ýmis konar verkefnum og umræðum á netinu.

X

Rannsóknir með börnum og ungmennum (KME201F)

Í námskeiðinu verður fjallað um eigindlegar rannsóknaraðferðir með áherslu á að fá fram sjónarmið barna og ungmenna. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur fá þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna bæði með börnum og fullorðnum m.a., vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum og gera heildstæða rannsóknaræfingu. Fjallað er sérstaklega um rannsóknir með börnum og ungmennum, þ.e. rannsóknir þar sem þátttakendur eru börn, ungmenni og aðrir sem eiga hættu á að vera jaðarsettir í samfélaginu. Gengið verður út frá Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna til að hafa áhrif á eigið líf og félagsvísindalegum rannsóknum á bernskunni þar sem litið er á barnæsku sem afmarkað rannsóknarefni. Einnig verður byggt á félags- menningarkenningum og síðtímahugmyndum um börn sem sterk og hæf með eigið sjónarhorn á veröldina og réttindi þeirra sem borgara virt. 

Í umfjöllun námskeiðs verður velt upp álitamálum sem upp koma þegar börn og/eða ungmenni eru þátttakendur í rannsóknum. Fjallað verður m.a. um hugmyndafræði, siðferðislega þætti og áhersla lögð á ýmsar aðferðir sem nota má í rannsóknum með börnum. Nemendur vinna eigin rannsókn og fá tækifæri til að glíma við fjölbreyttar aðferðir.

X

Kenningar í félagsfræði og heimspeki menntunar (MVS101F)

Í þessu námskeiði eru ræddar ýmsar áhrifamiklar kenningar á sviði félagfræði og heimspeki menntunar og þær settar í samhengi við álitamál í samfélaginu hversu sinni svo sem kynjajafnrétti, fjölmenningu, stéttaskiptingu, uppeldishætti, kennslufræði, lýðræði og skóla án aðgreiningar.

Á fyrri hluta misseris er röð fyrirlestra og umræðutímar. 

Á seinni hluta misseris vinna nemendur tiltölulega sjálfstæð verkefni í hópum og fá leiðsögn um notkun kenninga við mótun rannsóknaráætlana eða þróunarverkefna á sviði kennslu eða uppeldisfræða.

X

Fræði og starf á vettvangi I (LSS303F)

Markmið
Að nemendur öðlist þekkingu á þáttum sem hafa áhrif á þróun fagmennsku og eigin starfskenningu, þjálfi sig í að beita aðferðum starfendarannsókna við að rýna í eigið starf og stuðla að faglegri þróun á vettvangi.

Viðfangsefni
Í námskeiðinu verður fjallað um hugmyndafræði starfendarannsókna og þýðingu þeirra fyrir þróun skólastarfs. Stuðst er við rannsóknir sem sýna að með þátttöku í starfendarannsókn fá kennarar tækifæri til að ígrunda starf sitt og styrkja sig faglega. Með það að leiðarljósi kynna nemendur sér gildi og aðferðir starfendarannsókna ásamt því að vinna að rannsókn á eigin starfi, í samstarfi við samnemendur, háskólakennara og leiðsagnarkennara á vettvangi.

Á vettvangi rýna nemendur í eigið starf, þekkingu, gildi og skoðanir sem liggja þar að baki. Nemendur velja viðfangsefni sem þeir vilja beina sjónum sínum að, lesa fræðigreinar því tengdar, móta spurningar og setja fram áætlun um framkvæmd. Til þess ígrunda þeir þá faglegu þekkingu sem þeir hafa öðlast í námi sínu ásamt reynslu sinni af vettvangi leikskóla. Samhliða ferlinu safna þeir gögnum sem nýtast til að rýna í og greina eigin starfshætti, með það að markmiði að þá megi þróa.

Nemendur halda rannsóknardagbók, rýna í eigin athafnir og þá hugmyndafræði sem þær athafnir byggja á, ásamt því að setja fram drög að eigin starfskenningu. Í lok námskeiðs gera nemendur grein fyrir vinnu sinni á vettvangi í málstofu. 

Vettvangsnám
Vettvangsnámið dreifist yfir allt misserið, frá miðjum ágúst og fram í desember. Gert er ráð fyrir reglulegri mætingu á Menntavísindasvið - sjá nánar í náms-og kennsluáætlun námskeiðs.

Vinnulag
Nemendur mæta í staðbundna tíma í háskóla samkvæmt námsáætlun, þar sem markmiðið er að þeir fylgist að í gegnum ferlið og styðji hvern annan jafnt og þétt í framvindu rannsóknar sinnar á vettvangi. Í staðbundnum tímum verða tekin fyrir viðfangsefni sem tengd eru áherslum og ferli námskeiðsins hverju sinni; nemendur ræða og ígrunda þær áskoranir sem þeir standa frammi fyrir á vettvangi, greina þau tækifæri sem þeir sjá til faglegrar þróunar og leita leiða til lausna. Nemendur skila niðurstöðum í formi rannsóknardagbókar og málstofukynninga, þar sem ferlið er ígrundað í ljósi eigin starfskenningar og þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað.

Skyldumæting er í áfangann. Nemendur mæta í staðbundna tíma í háskóla (miðvikudaga f.h.).

X

Fræði og starf á vettvangi II (LSS403F)

Markmið námskeiðs
Að nemendur öðlist þekkingu á þáttum sem hafa áhrif á þróun lærdómssamfélags í leikskóla, m.a. sameiginlegs náms barna, starfsfólks og foreldra. Þjálfi sig í að beita aðferðum starfendarannsókna við að vera í faglegri forystu í leikskóla.

Viðfangsefni og vinnulag
Fjallað verður um leiðandi hlutverk og ábyrgð leikskólakennara við þróun lærdómssamfélags leikskóla. Meðal þeirra viðfangsefna sem tekin verða til umfjöllunar eru fagleg forysta, lærdómssamfélag, ásamt gildi starfendarannsókna við að rýna í og þróa starf og starfshætti í leikskóla. Í því samhengi velja nemendur viðfangsefni til innleiðingar, lesa fræðigreinar tengdar viðfangsefninu, móta spurningar og setja fram áætlun um skipulag framkvæmdar á vettvangi.

Á vettvangi eru nemendur í faglegri forystu við framkvæmd starfendarannsóknar, með þátttöku samstarfsfólks, foreldra og barna, eftir því sem við á. Á námskeiðinu halda nemendur áfram vinnu við starfendarannsókn sem þeir hófu í Fræði og starf I.

Vettvangsnám
Vettvangsnámið dreifist yfir all skólaárið, frá miðjum ágúst og fram í miðjan maí. Gert er ráð fyrir að nemar mæti að jafnaði einn dag í viku í vinnu á Menntavísindasviði.

Vinnulag
Gert er ráð fyrir að nemendur séu starfandi í leikskóla og að vettvangshluti námskeiðsins fari fram þar, undir handleiðslu leikskólakennara á vettvangi. Nemendur mæta reglulega í staðbundna tíma í háskóla samkvæmt námskeiðsáætlun, þar sem þeir fylgjast að í gegnum ferli starfendarannsókna og styðja hvern annan. Þá verða tekin fyrir viðfangsefni sem tengd eru áherslum námskeiðsins hverju sinni ásamt því að nemendur ígrunda og fjalla um innleiðingarferlið og áskoranir á vettvangi. Niðurstöðum er skilað í formi rannsóknardagbókar og málstofukynninga þar sem ferlið er ígrundað í ljósi eigin starfskenningar og faglegrar forystu. 

Skyldumæting er í áfangann. Nemendur mæta hálfsmánaðarlega í staðbundna tíma (miðvikudaga f.h).

X

Lokaverkefni (LSS441L)

Lokaverkefni til M.Ed.-prófs er einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.

Nemendur skulu hafa samráð við formann námsbrautar/umsjónarmann námsleiðar um val á leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara Menntavísindasviðs.

Nemandi velur viðfangsefni í samráði við formann námsbrautar/umsjón námsleiðar og leiðbeinanda. Þess skal gætt að efni lokaverkefnis tengist vettvangi og því sérsviði sem nemandi hefur valið, það er að segja, að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar og einnig kjörsviði/sérsviði/námssviði þar sem það á við.

Verkefni til M.Ed.-prófs getur verið af ólíku tagi, til dæmis rannsóknarritgerð (heimildarannsókn), rannsóknarskýrsla (ritgerð sem byggir á rannsókn), starfstengt þróunar- eða matsverkefni, námskrárgerð eða námsefnisgerð. Öllum verkefnum, öðrum en rannsóknarritgerðum og rannsóknarskýrslum, skal fylgja fræðileg greinargerð.

Nemandi sem vinnur að lokaverkefni skráir sig í lokaverkefni í árlegri skráningu, miðað við áætlaða framvindu á haustmisseri og vormisseri. Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir að undirbúningur og vinna lokaverkefnis til M.Ed.-prófs dreifist á tvö misseri eða fleiri. Á tilteknum námsleiðum í Kennaradeild er gert ráð fyrir að vinna verkefnis skiptist á þrjú misseri, sjá nánari upplýsingar undir krækjunni skipulag náms fyrir hverja námsleið í kennsluskrá.

Ekki eru gefnar tölueinkunnir fyrir lokaverkefni til meistaraprófs heldur er gefið annað hvort staðið eða fallið. Við mat á meistaraverkefnum er farið að reglum Menntavísindasviðs.

Nemendur skulu fylgja nánari leiðbeiningum og reglum Menntavísindasviðs um verklag við M.Ed.-verkefni. Sjá á innri vef Menntavísindasviðs, UgluFræðasvið >> Menntavísindasvið >> Meistaraverkefni (MA og M.Ed.)

X

Mál og lestrarerfiðleikar (KME108F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist helstu kenningum og rannsóknum á lestrarörðugleikum og geti lagt mat á þær. Skoði uppruna og tengsl lestrarörðugleika við mál- og taugasálfræðilega þætti og samspil við kennslu og kennsluaðferðir. 

Viðfangsefni: Farið verður ítarlega í kenningar um tengsl lestrar- og málerfiðleika, þróun lesturs og lestrarlíkön verða rædd. Fjallað verður um helstu birtingarform mál- og lestrarörðugleika, og þær afleiðingar sem slíkir erfiðleikar geta haft á sjálftraust einstaklingsins, nám og námsárangur. Fjallað verður um helstu rannsóknir og kenningar á orsökum og einkennum dyslexíu og lagt mat á skilgreiningar. Skoðað verður hvernig meta má stöðu barna í lestri með hliðsjón af fræðikenningum og hvernig hægt er að draga úr og fyrirbyggja lestrarerfiðleika með snemmtækri íhlutun og einstaklingsmiðaðri kennslu í leikskóla og fyrstu bekkjum grunnskóla. Nemendur hljóta þjálfun í að meta stöðu eins eða fleiri nemenda í lestri (í leikskóla, grunnskóla eða framhaldsskóla) með tilliti til umskráningar og lesskilnings, kynnast aðferðum við að skima í áhættuhópa og leggja mat á kennsluaðferðir og kennsluefni með hliðsjón af rannsóknum og fræðikenningum.

Vinnulag: Fyrirlestrar og ígrundun fræðitexta með þátttöku nemenda, umræður, vettvangsathuganir, kannanir, hópverkefni, einstaklingsverkefni.

X

Gleðin í málinu: Árangursríkt leik- og grunnskólastarf (KME002F)

Tilgangur námskeiðsins er að þátttakendur efli þekkingu sína á mikilvægi málörvunar í leik og starfi með leik- og grunnskólabörnum. Þeir læri að beita árangursríkum aðferðum sem byggja á gleði og sköpun, styðja við aukinn málþroska og hvetja til virkrar málnotkunar barna.

Meginumfjöllunarefni eru: a) hvetjandi málumhverfi barna til aukinnar málnotkunar í daglegum aðstæðum b) ríkuleg gagnkvæm tjáskipti í leik barna, frjálsum og skipulögðum c) samveru- og lestrarstundir nýttar til eflingar orðaforða og samræðna þannig að öll börn taki þátt d) tónlist og söngur sem uppspretta eflingar málþroska barna e) leiklist sem tæki til aukinnar málnotkunar.

Vinnulag: Kennsla fer fram bæði í tímum og á vef námskeiðsins. Fyrirlestrar eru settir eru á vef námskeiðsins og nemendur taka þátt í umræðum í rauntíma og á vef.

Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað og er gert ráð fyrir að þátttakendur myndi lærdómssamfélög. Í því felst að þátttakendur innan sama skóla eða milli skóla vinna sameiginlega að ákveðnum markmiðum sem þeir setja sér og viðhalda eftir að námskeiði lýkur. Þátttakendur fá tækifæri til að læra saman og styðja hver annan í að þróa starfshætti með börnum. Grunnhugmyndin er að þátttakendur líti á það sem sameiginlegt verkefni allra í skólasamfélaginu að styðja börn og hvetja til virkrar málnotkunar.

Þátttakendur halda leiðarbók, sem byggist á umfjöllun um hvert viðfangsefni, rýni í lesefni og eigið starf með börnum og ræða hvernig gengur að prófa leiðir sem kynntar eru á námskeiðinu. Auk þess taka þeir þátt í umræðum um valin umfjöllunarefni í tímum og á netinu.

Fyrir hverja er þetta námskeið?
Námskeiðið hentar öllum þeim sem vinna með börnum á aldrinum 1-7 ára. Námskeiðið er ætlað þeim sem starfa við leik- og grunnskóla, foreldrum og öðrum áhugasömum um málörvun barna. Námskeiðið gefur þátttakendum tækifæri til að afla sér góðrar grunnþekkingar á málþroska og helstu leiðum til að örva virka málnotkun barna. Námskeiðið gefur þannig góða undirstöðu fyrir fjölbreytt verkefni er varða málörvun barna almennt.

X

Þróun stærðfræðihugmynda ungra barna (KME203F)

Markmið að nemendur:

  • Þekki rannsóknir á stærðfræðilegri hugsun ungra barna og hugmyndum þeirra um stærðfræðileg fyrirbæri.
  • Geri sér grein fyrir hverjar eru meginstoðir þeirrar stærðfræðilegu þekkingar sem nemendur þróa með sér fyrstu átta æviárin.
  • Geti kannað stærðfræðilegar hugmyndir ungra barna með athugunarverkefnum og viðtölum.
  • Séu færir um að nýta niðurstöður rannsókna á stærðfræðinámi ungra barna við skipulagningu skólastarfs í leikskóla og í fyrstu bekkjum grunnskóla.

Viðfangsefni:
Nemendur kynnast nýlegum rannsóknum á stærðfræðilegri hugsun ungra barna. Þeir kynna sér þróun þekkingar og skilnings barna á mismunandi inntaksþáttum stærðfræðinnar. Sjónum verður beint að því stærðfræðinámi sem fram fer fyrstu æviárin og sem er mikilvægur grunnur fyrir frekara nám á þessu sviði. Áhersla er á hvernig byggja má upp námsumhverfi þar sem nám fer fram í leik og daglegu starfi. Sérstaklega verður skoðað hvaða rannsóknaraðferðum er beitt við að kanna hugmyndir og skilning ungra barna. Nemendur prófa að framkvæma athuganir á stærðfræðilegum skilningi ungra barna og beita við það mismunandi aðferðum. Hugað verður að því hvernig nýta má rannsóknarniðurstöður til að skipuleggja þróunarstarf sem hefur það að markmiði að stærðfræðileg hugsun barna eflist.

Vinnulag:
Áhersla er lögð á að þróa námssamfélag sem allir taka virkan þátt í að móta. Hægt er að taka þátt á staðnum, með fjarfundabúnaði og á vefsvæði námskeiðsins. Haldnir verða fyrirlestrar, málstofur og umræðutímar. Nemar lesa fræðilega texta og leita svara við áleitnum spurningum um efnið. Þeir framkvæma rannsóknir, gera grein fyrir niðurstöðum og draga af þeim ályktanir. Þeir setja fram hugmyndir um hvernig byggja má upp og þróa námsumhverfi og stærðfræðikennslu fyrir ung börn.

X

Lestur og lestrarkennsla: áherslur og þróun (KME206F)

Helstu viðfangsefni í námskeiðinu varða fimm meginþætti lestrarnáms: hljóðkerfis- og hljóðavitund, umskráningu, lesfimi, orðaforða og lesskilning/hlustunarskilning ásamt ritun, hjá byrjendum og lengra komnum. Lögð er áhersla á að skoða áhrifaríkar, raunprófaðar kennsluaðferðir sem efla sem best færni nemenda í völdum þáttum og þær metnar í ljósi rannsóknaniðurstaðna og fræðilegra kenninga um lestrarnám og lestrarkennslu. Skoðaðar verða kennslu- og matsaðferðir  í umskráningu/lesfimi og orðaforða/lesskilningi. Hugað verður að mikilvægum áhrifaþáttum í þróun umskráningar, lesfimi, orðaforða, lesskilnings  og ritunar og verður í því tilliti litið til náms- og kennsluaðferða.

X

Tengsl málþroska og læsis (KME204F)

Meginmarkmið námskeiðsins eru að gefa nemendum traustan fræðilegan grunn um tengsl málþroska og læsis á ýmsum stigum námsins: í leik-, grunn- og framhaldsskóla og að þeir efli færni sína í að beita árangursríkum kennsluaðferðum. Nemendur taki mið af þeim aldri sem hæfir sérsviði þeirra.

Meginumfjöllunarefnin eru:

  • Læsi og forsendur lestrarnáms: lestrarkennsla, snemmtæk íhlutun og stuðningur við börn sem gengur illa að ná tökum á tæknilegri lestrarfærni.
  • Hvernig málþroski og læsisþróun breytast samhliða aldri og aukinni alhliða námsfærni.
  • Hvernig virkni í leik-, grunn- og framhaldsskóla er bæði markmið í öllu námi og leið til að efla málþroska.
  • Hvað skynsamlegast er að gera þegar nemandi sýnir engan áhuga og/eða tómlæti (e. apathy) gagnvart lestri.
  • Hvernig kennarar geta nýtt niðurstöður rannsókna til að fjölga tækifærum allra barna til að efla stöðugt málþroska sinn og læsisfærni.
  • Hvernig hægt er að nýta hæfniviðmið við mat á málþroska og læsi barna

Kennsla fer fram bæði í tímum og á vef námskeiðsins. Fyrirlestrar eru settir á vef námskeiðsins og nemendur taka þátt í umræðum í rauntíma og á vef.

X

Hagnýting marglaga líkana með notkun jamovi (UMD077F)

Megináhersla námskeiðsins er á hagnýtingu marglaga líkana (e. multilevel models; mixed models; random-effects models). Marglaga líkön víkka notkunarmöguleika hefðbundinnar aðhvarfsgreiningar með því að stjórna fyrir hæði (e. dependencies) í úrtökum og gera þannig mögulegt að vinna með breytileika sem á upptök sín í ólíkum lögum (e. levels) úrtaksins. Þetta þriggja daga námskeið mun hefjast á upprifjun á aðhvarfsgreiningu með dæmum um fjölbreytuaðhvarfsgreiningu (e. multiple regression), samvirknigreiningu (e. moderated regression) og greiningu fyrir margliða aðhvarf (e. polynomial regression). Annar dagurinn verður helgaður tveggja laga líkönum sem mátuð verða við þversniðsgögn (t.d. frá klasaúrtaki nemendakönnunar þar sem fjöldi skóla hefur verið slembivalinn í stað nemendanna sjálfra). Þriðji dagurinn verður helgaður tveggja laga langtímalíkönum (t.d. þegar nemendur taka endurtekið þátt sömu könnun). Námskeiðið verður kennt þrjá daga í röð með fyrirlestrum, þar sem spurningum nemenda er svarað jafnóðum, og gagnvirkum dæmum sem nemendur eru hvattir til að endurtaka. Eftir hádegi leysa nemendur verkefni í jamovi á eigin tölvum. Stór hluti kennsluefnisins ásamt dæmum eru aðgengileg í opnum aðgangi (sjá https://gamlj.github.io).

X

Inngangur að megindlegri gagnagreiningu með notkun jamovi (UMD078F)

Jamovi er opið og aðgengilegt notendaviðmót sem byggt er á R tölfræðiforritunarmálinu (sjá jamovi.org). Markmið námskeiðsins er að gera nemendum mögulegt að framkvæma gagnagreiningar á eigin gögnum, setja gögn fram sjónrænt og beita algengustu tölfræðilíkönum með notkun jamovi. Fyrsti dagur þessa þriggja daga námskeiðs er helgaður kynningu á notendaviðmóti jamovi, notkun lýsandi tölfræði og sjónrænni framsetningu gagna. Annar dagurinn er helgaður ályktunartölfræði í vinnu með flokkabreytur og í samanburði tveggja meðaltala. Þriðji dagurinn er einnig helgaður ályktunartölfræði þar sem unnið er með línulegt samband samfelldra breyta með notkun fylgni- og aðhvarfsgreiningar. Sérstök áhersla verður lögð á sjónræna framsetningu gagna til að auka skilning og skýrleika í framsetningu. Námskeiðið verður kennt þrjá daga í röð með fyrirlestrum þar sem spurningum nemenda er svarað jafnóðum og gagnvirkum dæmum sem nemendur eru hvattir til að endurtaka. Eftir hádegi leysa nemendur verkefni í jamovi á eigin tölvum. Kennslubókin er eins og hugbúnaðurinn aðgengileg í opnum aðgangi (sjá https://www.learnstatswithjamovi.com).  

X

Málþroski og þróun málnotkunar (KME104F)

Námskeiðinu er ætlað að efla skilning nemenda á þróun málþroska barna frá fæðingu og fram á unglingsár og á mikilvægum áhrifsþáttum á málþroska þeirra. Megin áhersla námskeiðsins er á að auka færni nemenda við að veita börnum árangursríka málörvun sem undirstöðu undir nám og lestur. Ennfremur eru nemendur hvattir til að tengja saman fræði og vettvang og máta viðfangsefnin við eigin reynslu. Áhersla er lögð á að nemendur kynnist íslenskum og erlendum rannsóknum á sviðinu og ígrundi hvaða lærdóm kennarar geta dregið af rannsóknaniðurstöðum um það hvers konar reynsla, uppeldi, samskipti og örvun heima og í skóla veita bestu forsendur fyrir góðan málþroska.

Meginumfjöllunarefni: Þróun málnotkunar í sögulegu samhengi, hvati, lífshættir og meðfæddir hæfileikar. Þróun málþroska frá fæðingu, hljóðþróun, þróun orðaforða, málfræði, og setningagerðar. Mikilvægi málörvunar heima og í skóla. Tengsl málþroska við annan þroska svo sem vitsmuna, félagsþroska og læsisþróun. Helstu frávik í máli og tali svo sem málþroskaröskun (DLD), framburðarfrávik og stam. Málþroski fjöl/tvítyngdra barna. Mikilvægi snemmtækrar íhlutunar og almennrar málörvunar. Mat á málþroska barna og margvísleg málörvun með það að meginmarkmiði að gefa börnum næg tækifæri til að efla málþroska sinn og til að verða öflugir málnotendur

X

Kennslufræði íslensku sem annars máls (ÍET102F)

Um námskeiðið

Námskeiði þessu er ætlað að efla þekkingu og skilning þátttakenda á íslenskunámi barna og nemenda með erlendan bakgrunn. Fjallað verður um  kennslufræði og kenningar í kennslu íslensku sem annars máls. Öll viðfangsefni hafa það meginmarkmið að auka færni þátttakenda til að beita markvissum og faglegum kennsluaðferðum í kennslu íslensku sem annars máls og stuðning við íslensku í faggreinakennslu, en einnig að hvetja til gagnrýnnar hugsunar við beitingu kennsluaðferða. Til viðbótar verður fjallað um fjölmenningarleg hæfni, samstarf við fjölskyldur, móðurmál og fjöltyngi í skólum,  og tungumálanám á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Námskeiðinu er enn fremur ætlað að hvetja til stöðugrar þekkingarleitar þannig að þátttakendur taki mið af nýjustu rannsóknum og kenningum hér á landi sem erlendis. 

X

Fjöltyngi og læsi (KME116F)

Námskeiðinu er ætlað að efla skilning og faglega þekkingu nemenda á þeim áhrifum sem fjöltyngi getur haft á þróun læsis. Fjallað verður um lestrarnám fjöltyngdra barna, sem tekur mið af ritkerfum tungumála þeirra, árangursríkar kennsluaðferðir í íslensku sem öðru máli fyrir nemendur á ólíkum aldri sem eru nýflutt til Íslands, en einnig með börnum sem eru fædd hér eða komu ung til landsins og þurfa gæðastuðning til námsárangurs. Fjallað verður um nýtt námsefni Íslenskur námsorðaforði og stigvaxandi fjölbreytni íslenskrar tungu: Námsefni og kennsluhættir með fjöltyngdum grunnskólanemendum, sem hlaut Vísinda- og nýsköpunarverðlaun HÍ í flokknum Samfélag vorið 2023. Námsefnið er styrkt Rannsóknasjóði HÍ, Markáætlun um tungu og tækni og Íslenskusjóðnum. Höfundar textanna, meistaranemar í ritlist, kynna þróun textagerðarinnar, þar sem orð af Lista yfir íslenskan námsorðaforða er komið fyrir og byggt á nýjum viðmiðum um íslenskt tungumál, frá einföldu til hins flóknara. 

Þá eru nemendur hvattir til að beita gagnrýninni hugsun, að byggja á eigin reynslu og að nýta sér inntak námskeiðsins á sínu sérsviði. Námskeiðinu er enn fremur ætlað að vera stökkpallur fyrir stöðuga þekkingarleit, byggða á nýjum hágæðarannsóknum hér á landi og erlendis, sem leiðir til sífelldrar endurskoðunar og framfara í kennsluháttum með fjöltyngdum börnum.

Vinnulag: Kennsla fer fram bæði í tímum og á vef námskeiðsins. Fyrirlestrar eru settir eru á vef námskeiðsins og nemendur taka þátt í umræðum í rauntíma og á vef.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir
Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir
Leikskólakennarafræði, M.Ed.

Námið er fyrst og fremst skemmtilegt, gefandi og persónulegt. Það veitir ótal verkfæri og nýtist á hverjum degi í starfi. Meistaranámið styrkti mig enn frekar sem fagmann og faglega starfskenningu mína. Ég mun seint sjá eftir því að hafa leyft hjartanu að ráða og valið að verða leikskólakennari en tel ég það skemmtilegasta og mikilvægasta starf í heimi.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs

1. hæð, Stakkahlíð – Enni
s. 525 5950 mvs@hi.is

Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga

Fylgstu með Menntavísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Stakkahlíð

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.