7. desember 2022
Nýr lektor í annarsmálsfræðum
Kolbrún Friðriksdóttir hefur verið ráðin í starf lektors í annarsmálsfræðum við námsgreinina íslenska sem annað mál við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.
Kolbrún lauk doktorsprófi í annarsmálsfræðum frá HÍ árið 2021 með ritgerðinni Significant Determinants of Student Retention and Efficient Engagement Strategies in Online Second Language Learning Courses. Hún hefur kennt íslensku sem annað mál við HÍ um árabil, fyrst sem stundakennari frá 1999 og aðjúnkt frá 2006 til þessa dags. Þá hefur hún birt ritrýndar greinar á innlendum og erlendum vettvangi og setið í Íslenskri málnefnd 2002 til 2005 og í fagráði og verið ritstjóri efnis í Icelandic Online verkefninu frá 2010.