Sálrækt áfram í boði fyrir stúdenta
Nemendum við Háskóla Íslands býðst sem fyrr að sækja Sálrækt - hópmeðferð á vorönn þeim að kostnaðarlausu en skólinn hefur boðið þessa þjónustu frá árinu 2018. Nemendur geta þar fengið aðstoð við að nýta viðurkennda sálfræðikennningu á erfiðar tilfinningar sem tengjast álagi í námi og annarri streitu.
Hópfundir verða haldnir í Árnagarði, stofu Ág-422. Fyrsti fundur haldinn þriðjudaginn 24. janúar kl. 14:10-15:30. Fundir verða haldnir vikulega á þriðjudögum og eru alls tíu talsins.
Gunnar Hrafn Birgisson, klínískur sálfræðingur, mun stýra fundunum en hann vinnur út frá hugmyndafræði hugrænnar tilfinninga- og atferlismeðferðar (Rational Emotive Behavior Therapy).
Áhugasöm geta skráð sig í gegnum netfangið salraekt@gmail.com með nafni og símanúmeri.