Skip to main content
1. febrúar 2023

Eyvindi þakkað fyrir 16 ára stjórnarsetu í HHÍ 

Eyvindi þakkað fyrir 16 ára stjórnarsetu í HHÍ  - á vefsíðu Háskóla Íslands

Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor við Lagadeild, lét í gær af störfum sem stjórnarformaður Happdrættis Háskóla Íslands eftir 16 ára stjórnarsetu. 

Rekstur Happdrættisins hefur skipt miklu máli fyrir uppbygingu háskólans því í nærri 90 ár hefur það fjármagnað nær allar byggingar skólans.

Háskólaráð HÍ kýs stjórn Happdrættisins og tók Eyvindur fyrst við sem stjórnarformaður HHÍ árið 2007. Frá árinu 2014 hefur hann skipað stjórnina ásamt Jennýju Báru Jensdóttur, sviðsstjóra fjármálasviðs HÍ, og Kristbjörgu Eddu Jóhannsdóttur, forstöðumanni Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands. 

Þær Jenný og Kristbjörg munu sitja áfram í nýrri stjórn sem tekur við í dag en Víðir Smári Petersen, dósent við Lagadeild, mun leysa Eyvind af hólmi sem formaður stjórnar. 

Eyvindur heimsótti rektorsskrifstofu í gær og við það tækifæri færði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, honum þakklætisvott fyrir frábær störf í þágu skólans á vettvangi stjórnar HHÍ.
 

Jón Atli Benediktsson rektor og Eyvindur G. Gunnarsson á rektorsskrifstofu