Opnar kennslustundir og kynningarfundir um framhaldsnám við Hugvísindasvið
Háskóli Íslands efnir til kynninga á framhaldsnámi vikuna 20. til 24. mars. Þriðjudaginn 21. mars verða deildarstjórar og kennslustjóri Hugvísindasviðs á Háskólatorgi milli kl. 11:30 og 13:30 og veita svör við spurningum sem gestir kunna að hafa um framahaldsnám, t.d. um úrval og forkröfur.
Þar að auki verður boðið upp á eftirfarandi opnar kennslustundir og kynningarfundi á námsleiðum í framhaldsnámi við Hugvísindasvið:
Opnar kennslustundir:
- Umhverfishugvísindi. Námskeið í íslenskum bókmenntum í Árnagarði 303, mánudaginn 20. mars kl. 9:10.
- Miðlun og menning. Námskeið í hagnýtri menningarmiðlun í Veröld – húsi Vigdísar 023, þriðjudaginn 21. mars kl. 9:10.
- Platon í heiðni og kristni. Námskeið í hugmynda- og vísindasögu og miðaldafræði í Aðalbyggingu 229, þriðjudaginn 21. mars kl. 12:30.
- Sjálfvirk málfarsráðgjöf. Námskeið í máltækni í Árnagarði 310, þriðjudaginn 21. mars kl. 15:00.
- Víkingaaldarfornleifafræði. Námskeið í sögulegri fornleifafræði í Aðalbyggingu 052, þriðjudaginn 21. mars kl. 15:00.
- Mál og samfélag. Námskeið í íslenskri málfræði í Árnagarði 303, miðvikudaginn 22. mars kl. 9:10.
- Nýjar rannsóknir í sagnfræði. Námskeið í sagnfræði í Odda 104, miðvikudaginn 22. mars kl. 9:10.
- Þýðingasaga. Námskeið í þýðingafræði í Aðalbyggingu 051, miðvikudaginn 22. mars kl. 13:20.
- Miðaldafornleifafræði. Námskeið í sögulegri fornleifafræði í Nýja Garði 001, fimmtudaginn 23. mars kl. 11:40.
- Íslenska í skólakerfinu. Námskeið í íslenskukennslu í Árnagarði 303 í Árnagarði 303 fimmtudaginn 23. mars kl. 13:20.
- Ritstjórn og hönnun prentgripa. Námskeið í hagnýtri ritstjórn og útgáfu í Odda 204 fimmtudaginn 23. mars kl. 13:20
- Kynuslakvikmyndir og hinsegin fræði. Námskeið í kvikmyndafræði í Háskólabíói, sal 2, föstudaginn 24. mars kl. 13:20.
Kynningarfundir:
- Almenn málvísindi í Odda 204 miðvikudaginn 22. mars kl. 12:00.
- Almenn bókmenntafræði í Menningarsmiðju á 3. hæð í Aðalbyggingu fimmtudaginn 23. mars kl. 14:00.
- Listfræði og sýningargerð og sýningarstjórnun í Menningarsmiðju á 3. hæð í Aðalbyggingu fimmtudaginn 23. mars kl. 16:00.
Umsóknarfrestur um framhaldsnám við Háskóla Íslands er til 15. apríl. Smellið hér til að sækja um.
Einnig er athygli vakin á eftirtöldum síðum framhaldsnámsleiða við Hugvísindasvið og upptökum frá 2021 með fjarkynningum á framhaldsnámi (upplýsingar um einstaka námskeið kunna að hafa breyst):
- Almenn bókmenntafræði (upptaka)
- Almenn málvísindi (upptaka)
- Ameríkufræði (upptaka)
- Annarsmálsfræði (upptaka)
- Bókmenntir, menning og miðlun (upptaka)
- Danska, dönskukennsla og Norðurlandafræði (upptaka)
- Enska og enskukennsla (upptaka)
- Fornleifafræði (upptaka)
- Frönsk fræði og frönskukennsla (upptaka)
- Guðfræði og djáknanám (upptaka)
- Hagnýt menningarmiðlun og stafræn miðlun og nýsköpun (upptaka)
- Hagnýt ritstjórn og útgáfa (upptaka)
- Hagnýt siðfræði (upptaka) og gagnrýnin hugsun og siðfræði (upptaka)
- Hagnýt skjalfræði (upptaka)
- Heimspeki og heimspekikennsla (upptaka)
- Hugmynda- og vísindasaga (upptaka)
- Íslenskar bókmenntir, íslensk málfræði og íslensk fræði (upptaka)
- Íslenskukennsla (upptaka)
- Kvikmyndafræði (upptaka)
- Listfræði og sýningargerð, miðlun og sýningarstjórnun (upptaka)
- Máltækni (upptaka)
- Menningarfræði (upptaka)
- Miðaldafræði (upptaka)
- Ritlist (upptaka)
- Sagnfræði og sögukennsla (upptaka)
- Spænska og spænskukennsla (upptaka)
- Tungumálakennsla
- Þýðingafræði og nytjaþýðingar (upptaka)
- Þýska, þýskukennsla og hagnýt þýska í ferðaþjónustu og miðlun (upptaka)