Styrkir til doktorsnema Hugvísindasviðs
Menntasjóður Hugvísindasviðs auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tilgangur sjóðsins er að styrkja doktorsnema á lokastigum náms við deildir Hugvísindasviðs.
Umsóknarfrestur er til 17. apríl 2023
Heildarfjárhæð styrkja er 2,1 milljón króna, sem skiptist á þrjú verkefni og fær hvert verkefni 700.000 krónur.
Í umsókn um styrk þurfa eftirtalin atriði að koma fram:
- Nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang, sími og virkt netfang.
- Helstu atriði úr náms- og starfsferli og ritskrá umsækjanda.
- Heiti rannsóknarverkefnisins.
- Hnitmiðuð lýsing á verkefninu, að hámarki 150 orð, sem verður nýtt til almennrar umfjöllunar og kynningar, hljóti verkefnið styrk.
- Veigameiri lýsing á rannsóknarverkefni, að hámarki 800 orð. Þar er gerð grein fyrir fræðilegum forsendum verksins, aðferðafræði, helstu niðurstöðum og vísindalegu gildi þess. Fram komi hvort doktorsritgerðin er eitt heildstætt og samfellt verk eða safn greina.
- Tímaáætlun verkefnisins frá dagsetningu umsóknar í Menntasjóð til lokaskila til deildar. Miðað er við að doktorsritgerð verði skilað innan sex mánaða frá því að styrkur er veittur.
- Umsækjandi geri grein fyrir þeim styrkjum sem hann hefur hlotið á námstímanum.
- Staðfesting frá leiðbeinanda og fulltrúum í doktorsnefnd á því að hún telji doktorsnema geta lagt ritgerð fram til deildar innan sex mánaða frá því að styrkur er veittur.
- Nöfn, símanúmer og netföng þeirra sem leita má til um meðmæli.
- Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Stjórn sjóðsins áskilur sér rétt til að veita fleiri en einum umsækjanda styrk, hafna öllum og/eða úthluta styrkjum með öðrum hætti.
Áhersla er lögð á vönduð fræðileg vinnubrögð við gerð umsóknar. Gert er ráð fyrir að styrkþegi skili sjóðnum skýrslu með helstu niðurstöðum og árangri af verkefninu þegar því lýkur.
Áætlað er að úthlutun fari fram í maí 2023.
Umsóknum skal skila sem viðhengi á netfang Styrktarsjóða Háskóla Íslands: sjodir@hi.is.
Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu sjóðsins á sjóðavef Háskóla Íslands. Einnig hjá Helgu Brá Árnadóttur, verkefnisstjóra Styrktarsjóða Háskóla Íslands, helgab@hi.is, sími 525-5894.
Um sjóðinn
Sjóðurinn var stofnaður við Háskóla Íslands 2018 og er safn sjóða sem tengjast fræðigreinum sem tengjast Hugvísindasviði og eru sameinaðir til þess að styðja við doktorsnám á Hugvísindasviði. Sjóðirnir eru: Det Danske Selskabs Studenterlegat (1943), Forlagsboghandler, Dr. Phil. h.c. Ejnar Munkgaards Stiftelse til Fordel for Det filosofiske Fakultet ved Islands Universitet i Reykjavik (1938), Minningarsjóður dr. Rögnvalds Péturssonar (1960), Minningarsjóður norskra stúdenta (1948), Norðmannsgjöf (1961) og Sögusjóður stúdenta (1930).