Kliður á Háskólatónleikum 25. október í Hátíðasal
Fyrstu Háskólatónleikarnir þetta starfsárið eru í senn óvenjulegir og metnaðarfullir. Kórinn Kliður mun koma fram og flytja frumsömd kórverk og tónlist úr smiðju sinni. Kliður er óvenjulegur kór, skipaður listamönnum úr ýmsum áttum sem um nokkurra ára skeið hafa hist vikulega til að syngja saman. Sérstaða kórsins er að hann flytur eingöngu nýja frumsamda tónlist eftir tónskáld innan hópsins og þá gjarnan við texta eftir rithöfunda innan hans.
Tónleikarnir fara fram miðvikudaginn 25. október og hefjast leikar kl. 12.15. Staðsetning er hinn glæsilegi Hátíðasalur Háskóla Íslands og megum við vart við minna í þessu tilfelli. Tónleikunum verður einnig streymt og hægt verður að horfa á þá síðar í upptökuformi. Hvort sem þú ert í borginni, úti á landi eða úti í heimi getur þú notið hinna fögru tóna Háskólatónleikaraðarinnar og upplifað stemninguna í skólanum. Allir velkomnir á staðinn og aðgangur gjaldfrjáls.
Um Háskólatónleikaröðina
Háskólatónleikaröðin hóf göngu sína með nýjum áherslum haustið 2020 og hafa listamenn af alls kyns toga troðið upp. Tónleikunum hefur öllum verið streymt með glæsibrag og má nálgast upptökur hér.
Umsjónarmaður tónleikaraðarinnar og listrænn stjórnandi er Dr. Arnar Eggert Thoroddsen. Segist hann styðjast við slagorðið „Háskóli fyrir alla - Tónlist fyrir alla“ og er myndast við að endurspegla það í dagskránni.