Verkefnastjórnunarnám Viðskiptafræðideildar fær alþjóðlega vottun
Verkefnastjórnunarnám Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands hlaut á dögunum vottun frá hinu virtu samtökum International Project Management Association (IPMA). IPMA-samtökin hafa það að markmiði að stuðla á virkan hátt að hæfni í verkefnastjórnun fyrir einstaklinga, verkefnateymi, fyrirtæki og stofnanir um allan heim.
Vottunin undirstrikar það góða starf sem hefur verið unnið í verkefnastjórnunarnáminu og staðfestir jafnframt gæði námsins og að námskrá verkefnastjórnunar uppfylli hæstu alþjóðlegu og faglegu staðla. Vottunin gefur auk þess nemendum færi á að tengjast neti sérfræðinga á sviði verkefnastjórnunar og hefur í för með sér aukin tækifæri á alþjóðlegum vinnumarkaði. Jafnframt skiptir þessi áfangi máli í innlendu jafnt sem alþjóðlegu fræða- og fagsamfélagi að sögn aðstandenda námsins.
Allar frekari upplýsingar um námið er að finna á www.hi.is/framhaldsnam/verkefnastjornun
Inga Minelgaite, prófessor hlaut tilnefningu
Inga Minelgaite, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og umsjónaraðili námsbrauta í verkefnastjórnun, hefur verið tilnefnd sem sérfræðingur ársins 2023 af litháísku verkefnastjórnunarsamtökunum Lithuanian Project Management Association (LPVA)/IPMA Lithuania. Tilnefningin undirstrikar framlag Ingu við að vekja athygli á verkefnastjórnun meðal fjölbreyttra hagsmunaaðila og örva þar með þverfaglega umræðu.