16. ágúst 2024
Bilun í vef- og netkerfi HÍ í morgun
Í morgun kom upp bilun í sýndarumhverfi net- og vefrekstrar Háskóla Íslands sem hafði þær afleiðingar að nettengingar rofnuðu og kerfi voru óaðgengileg, þar með talið vefir á vegum skólans. Starfsfólk upplýsingatæknisviðs skólans brást skjótt við og lauk viðgerð fyrir hádegi. Allar tengingar og kerfi eru því orðin virk á ný.