Skip to main content

Íslenska sem annað mál, Aukagrein

Íslenska sem annað mál, Aukagrein

Hugvísindasvið

Íslenska sem annað mál

Aukagrein – 60 einingar

Aukagrein í íslensku sem öðru máli er í senn hagnýtt tungumálanám og almennt fræðilegt nám um íslenska tungu, bókmenntir og sögu Íslands.

Aðalgrein (120e) ásamt aukagrein (60e) veitir BA-gráðu (180e).

Skipulag náms

X

Málfræði I (ÍSE102G)

Farið verður ítarlega í grundvallarþætti íslenskrar málfræði og megináhersla lögð á algengustu og reglulegustu beygingar fallorða (nafnorða, greinis, lýsingarorða og fornafna) og tíðbeygingu sagnorða. Fallstjórn, sambeyging, hljóðkerfis- og hljóðbeygingarreglur og reglur um orðaröð eru jafnframt til umfjöllunar.

X

Íslenskt mál I (ÍSE103G)

Megináhersla er lögð á að nemendur tileinki sér orðaforða með lestri, ritun og verkefnavinnu í tengslum við afmörkuð efni. Fjallað er um orðmyndun og sérstök áhersla lögð á samsett orð. Í námskeiðinu eru lesnir ýmiss konar textar, bæði nytjatextar og bókmenntatextar, smásögur og skáldsögur. Málnotkun er þjálfuð með margs konar ritunaræfingum og verkefnum. Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku og undirbúnings nemenda.

X

Talþjálfun I (ÍSE105G)

Megináhersla er lögð á munnlega tjáningu, grunnatriði íslensks framburðar og skilning á töluðu máli. Fjallað er um íslenskt hljóðkerfi og sérstök áhersla lögð á sérhljóð. Farið er í framburð á einstökum orðum og einföldum setningum og hugað að áherslu og tónfalli. Nemendur fá þjálfun í talmáli (einræðu og samræðu) og lögð er áhersla á algenga samskiptafrasa og notkun daglegs máls. Skilningur á mæltu máli er þjálfaður með verkefnavinnu undir leiðsögn kennara. Krafist er virkrar þátttöku og góðs undirbúnings fyrir tímana.

X

Málfræði II (ÍSE201G)

Námskeiðið er framhald námskeiðsins Málfræði I þar sem farið var yfir ýmsa grundvallarþætti íslenskrar málfræði. Haldið áfram að auka enn frekar við þá þekkingu í byggingu málsins sem nemendur öfluðu sér þar. Þannig verða fleiri beygingarflokkar nafnorða kynntir og jafnframt verður mikil áhersla lögð á sagnir og notkun þeirra. Rætt verður um myndun og notkun stigbreyttra lýsingarorða auk þess sem áhersla verður lögð á fornöfn og notkun þeirra, jafnt eftir formi og merkingu.

X

Íslenskt mál II (ÍSE204G)

Megináhersla er lögð á lestur fjölbreytts efnis og ritun. Lesnar verða skáldsögur og smásögur auk efnis úr fjölmiðlum og fengist við ritun styttri og lengri texta. Unnið verður að því að byggja upp og dýpka orðaforða og auka nákvæmni í ritun. Lögð verður áhersla á aukinn lesskilning og hugað að myndun orða, þá sérstaklega er lýtur að afleiddum orðum. Að auki verður unnið með uppbyggingu ritsmíða og fræðilega ritun. Áhersla verður lögð á að nemendur þekki og noti stuðningsmiðla við ritun, s.s. orðabækur. Með lestri skáldverka verður og hugað að aukinni þekkingu á íslensku umhverfi og menningu. Til að ná árangri og aukinni færni í íslensku er virk þátttaka í kennslustundum og ástundun mikilvæg. Í því felst undirbúningur fyrir tíma með lestri og heimaverkefnum auk virkrar verkefnavinnu í kennslustundum.

X

Talþjálfun II (ÍSE205G)

Megináhersla er lögð á munnlega tjáningu, grunnatriði íslensks framburðar og skilning á töluðu máli. Fjallað er um íslenskt hljóðkerfi og sérstök áhersla lögð á samhljóð. Farið er í framburð og hugað að áherslu og tónfalli. Nemendur fá þjálfun í talmáli (einræðu og samræðu) og lögð er áhersla á rennsli og skoðanaskipti. Skilningur á mæltu máli er þjálfaður með verkefnavinnu undir leiðsögn kennara. Krafist er virkrar þátttöku og góðs undirbúnings fyrir tímana.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Hana Steríková
Hana Steríková
Íslenska sem annað mál - BA nám

Mér finnst námið bæði krefjandi og spennandi. Öll námskeiðin eru frá byrjun kennd á íslensku, sem getur verið erfitt fyrir fólk sem er nýlega komið til Íslands og hefur ekki sérstaklega mikla kunnáttu í íslensku. Maður þarf að undirbúa sig mjög vel og helst að læra á hverjum degi, ef maður vill ná árangri, en það margborgar sig fljótlega. Þemun í námskeiðunum eru mjög fjölbreytt þannig að námið verður skemmtilegra. Nemendur læra ekki bara málfræði, hljóðfræði og að tala nútímaíslensku í praktísku lífi, heldur er líka alltaf eitthvað nýtt um íslenska menningu og landafræði, bragfræði, sögu Íslands, fornsögur eða eddukvæði. Ég kann vel að meta þessa blöndu af verklegu og bóklegu námi.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.