Opnunarhátíð
Hvar: Norðurljósasalur 1. hæð í Hörpu, Austurbakka 2, 101 Reykjavík
Hvenær: 22. febrúar kl. 18.30 til 20
Hátíðin er öllum opin að kostnaðarlausu. Takið frá miða á tix.is (0 krónur)
Opnunarhátíðin hefst á stuttri ræðu áður en myndlistasýningin Bjartast á annesjum verður opnuð. Myndlistarsýningin samanstendur af þrívíðum verkum. Þá verður gjörningur fluttur af Fjölleikhúsinu. Gjörningurinn stendur yfir frá 18:30 - 19:00.
Sýnendur eru Þórir Gunnarsson, Kolbeinn Jón Magnússon, Helga Matthildur Viðarsdóttir, Gígja Garðarsdóttir, Atli Már Indriðason, Sigrún Huld Hrafnsdóttir og Elín Sigríður María Ólafsdóttir sem vinna að verkum sínum hjá Listvinnzlunni, auk þeirra sýnir listafólk sem starfar í listasmiðju Hlutverkaseturs tvo sameiginlega skúlptúra sem heita Tilfinningavitar.
Sviðslistahátíð
Hvar: Norðurljósasalur í Hörpu, Austurbakka 2, 101 Reykjavík
Hvenær: 22. febrúar kl. 20 til 22
Hátíðin er öllum opin að kostnaðarlausu. Takið frá miða á tix.is (0 krónur)
Sýnd verða brot úr verkunum, Fúsi, aldur og fyrri störf, Taktu flugið beibí, Svartir fuglar, Eden og Dúettar. Gjörningurinn Er bara svona og tónlistarmyndbandið Hjálpum þeim verða frumflutt. Gestgjafi verður Elva Dögg Gunnarsdóttir einnig þekkt sem Madam Tourette.
Madame Tourette
Elva Dögg er uppistandari og konan á bak við hina óviðjafnanlegu Madam Tourette. Elva Dögg safnar greiningum og er nú þegar greind með Tourette, ADHD, þráhyggju- og árátturöskun og astma.