Skip to main content
20. febrúar 2025

Upplýsingasíður um rektorskjör opnaðar

Upplýsingasíður um rektorskjör opnaðar - á vefsíðu Háskóla Íslands

Upplýsingasíður vegna rektorskjörs í Háskóla Íslands hafa verið opnaðar á íslenskum og enskum vefjum skólans. Kosið verður 18. og 19. mars nk.

Vefsíðurnar hafa að geyma lykilupplýsingar um fyrirkomulag rektorskjörs og frambjóðendur til embættisins. Átta umsækjendur töldust uppfylla skilyrði um embættisgengi samkvæmt ákvörðun háskólaráðs HÍ en einn hefur dregið umsókn sína til baka. Sjö eru því í framboði til embættis rektors Háskóla Íslands.

Frekari upplýsingum um fyrirkomulag kjörsins verður bætt inn á síðurnar á næstunni.

Rektorskjör hefst kl. 9:00 þann 18. mars og lýkur kl. 17:00 þann 19. mars. Ef enginn frambjóðenda fær meirihluta gildra atkvæða er kosið á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fengu. Síðari umferðin, ef á þarf að halda, fer fram viku eftir að úrslit fyrri umferðar liggja fyrir.

Upplýsingasíða á íslensku

Upplýsingasíða á ensku

Aðalbygging og Skeifa