Skip to main content

Íslenskustoð - Grunndiplóma

Íslenskustoð - Grunndiplóma

Hugvísindasvið

Íslenskustoð

Grunndiplóma – 60 einingar

Námsleiðin er hugsuð fyrir fólk sem vill ná góðri færni í íslensku. Gert er ráð fyrir að nemendur ljúki náminu á tveimur árum. Þannig er mögulegt að taka stök námskeið í öðru háskólanámi samhliða íslenskunni, eða stunda námið með vinnu. Boðið er upp á tvö kjörsvið. Annað kjörsviðið er ætlað fólki sem vill sérhæfa sig í menntavísindum eða starfar nú þegar í skólum eða frístundastarfi. Hitt kjörsviðið er ætlað fólki sem ýmist hyggur á nám á íslensku í háskóla eða vill styrkja stöðu sína í íslensku samfélagi.

Umsóknarfrestur er til 20. maí fyrir umsækjendur sem eru búsettir á Íslandi og hafa íslenska kennitölu.

Skipulag náms

X

Tal og hlustun I (ÍSE054G)

Í þessu námskeiði er áhersla lögð á hlustun, framburð og talþjálfun. Fjallað er um helstu hljóðfræðiatriði í íslensku máli og setningaáherslur. Skilningur á mæltu máli er þjálfaður með hlustunar- og samtalsæfingum. Nemendur fá þjálfun í að ræða um daglegt líf sitt og að flytja stuttar framsögur um kunnugleg efni. Námskeiðið er kennt samhliða námskeiðinu Lestur og málnotkun I og unnið verður með efni og orðaforða úr því námskeiði. Krafist er virkrar þátttöku og undirbúnings fyrir tímana.  

X

Lestur og málnotkun I (ÍSE056G)

Í þessu námskeiði verður aðaláhersla lögð á færniþættina lestur og ritun. Nemendur tileinka sér orðaforða og æfa lesskilning með því að lesa úrval af blaðagreinum, bókmenntatextum og fræðilegum textum. Farið verður í ýmis málnotkunar- og málfræðiatriði og hugað að setningagerð, stíl, málsniði og uppbyggingu texta. Þeir þættir verða æfðir skriflega með verkefnum í kennslustundum og heimavinnu. Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku og undirbúnings nemenda. 

X

Tal og hlustun II (ÍSE055G)

Þetta námskeið er framhaldsnámskeið fyrir þá nemendur sem lokið hafa Tal og hlustun I. Áhersla er lögð á hlustun, framburð og talþjálfun. Haldið verður áfram að æfa hljóðfræði, framburð, áherslu og tónfall. Nemendur æfa skilning á mæltu máli auk þess að fá þjálfun í að hlusta eftir ákveðnum hljóðfræðiatriðum. Þeir ræða um kunnugleg efni og tjá skoðun sína á þeim, meðal annars með því að flytja framsögur um valin efni. Námskeiðið er kennt samhliða námskeiðinu Lestur og málnotkun II og unnið verður með efni og orðaforða úr því námskeiði. Krafist er virkrar þátttöku og undirbúnings fyrir tímana. 

X

 Lestur og málnotkun II (ÍSE053G)

Þetta námskeið er framhaldsnámskeið fyrir þá nemendur sem hafa lokið Lestur og málnotkun I. Megináhersla verður lögð á áframhaldandi uppbyggingu orðaforða með lestri og ritun. Lesnar verða blaðagreinar, bókmenntatextar og fræðitextar sem tengjast námi þátttakenda og málnotkun, orðaforði og málfræði þjálfuð í tengslum við það efni. Hugað verður að setningagerð, stíl, málsniði og uppbyggingu texta. Ritun formlegra texta verður þjálfuð. Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku og undirbúnings nemenda. 

X

Íslenska á háskólastigi I (ÍSE312G)

Þetta námskeið er fyrir nemendur sem lokið hafa námskeiðunum Lestur og málnotkun I og II og Tal og hlustun I og II. Í námskeiðinu verða færniþættirnir lestur, ritun, skilningur og tal þjálfaðir, auk þess sem fjallað verður um ólík málsnið. Nemendur munu lesa og hlusta á valda texta til að auka við fræðilegan orðaforða sinn. Unnið verður með þann orðaforða í rituðu og töluðu máli, m.a. með því að skrifa stuttar ritgerðir og halda framsögur. Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku og undirbúnings nemenda.  

X

Íslenska á háskólastigi II (ÍSE409G)

Þetta námskeið er fyrir nemendur sem lokið hafa námskeiðinu Íslenska á háskólastigi I. Í námskeiðinu verður haldið áfram að þjálfa færniþættina lestur, ritun, skilning og tal með það að markmiði að nemendur geti skilið og tjáð sig í íslensku háskólaumhverfi. Nemendur munu vinna ýmis verkefni sem tengjast námi þeirra. Lögð verður áhersla á að nemendur verði sjálfstæðir í íslenskunámi sínu. Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku og undirbúnings nemenda.  

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Tal og hlustun I (ÍSE054G)

Í þessu námskeiði er áhersla lögð á hlustun, framburð og talþjálfun. Fjallað er um helstu hljóðfræðiatriði í íslensku máli og setningaáherslur. Skilningur á mæltu máli er þjálfaður með hlustunar- og samtalsæfingum. Nemendur fá þjálfun í að ræða um daglegt líf sitt og að flytja stuttar framsögur um kunnugleg efni. Námskeiðið er kennt samhliða námskeiðinu Lestur og málnotkun I og unnið verður með efni og orðaforða úr því námskeiði. Krafist er virkrar þátttöku og undirbúnings fyrir tímana.  

X

Lestur og málnotkun I (ÍSE056G)

Í þessu námskeiði verður aðaláhersla lögð á færniþættina lestur og ritun. Nemendur tileinka sér orðaforða og æfa lesskilning með því að lesa úrval af blaðagreinum, bókmenntatextum og fræðilegum textum. Farið verður í ýmis málnotkunar- og málfræðiatriði og hugað að setningagerð, stíl, málsniði og uppbyggingu texta. Þeir þættir verða æfðir skriflega með verkefnum í kennslustundum og heimavinnu. Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku og undirbúnings nemenda. 

X

Tal og hlustun II (ÍSE055G)

Þetta námskeið er framhaldsnámskeið fyrir þá nemendur sem lokið hafa Tal og hlustun I. Áhersla er lögð á hlustun, framburð og talþjálfun. Haldið verður áfram að æfa hljóðfræði, framburð, áherslu og tónfall. Nemendur æfa skilning á mæltu máli auk þess að fá þjálfun í að hlusta eftir ákveðnum hljóðfræðiatriðum. Þeir ræða um kunnugleg efni og tjá skoðun sína á þeim, meðal annars með því að flytja framsögur um valin efni. Námskeiðið er kennt samhliða námskeiðinu Lestur og málnotkun II og unnið verður með efni og orðaforða úr því námskeiði. Krafist er virkrar þátttöku og undirbúnings fyrir tímana. 

X

 Lestur og málnotkun II (ÍSE053G)

Þetta námskeið er framhaldsnámskeið fyrir þá nemendur sem hafa lokið Lestur og málnotkun I. Megináhersla verður lögð á áframhaldandi uppbyggingu orðaforða með lestri og ritun. Lesnar verða blaðagreinar, bókmenntatextar og fræðitextar sem tengjast námi þátttakenda og málnotkun, orðaforði og málfræði þjálfuð í tengslum við það efni. Hugað verður að setningagerð, stíl, málsniði og uppbyggingu texta. Ritun formlegra texta verður þjálfuð. Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku og undirbúnings nemenda. 

X

Íslenska í námi (ÍET305G)

Inntak námskeiðsins samsvarar stigi B2 í Evrópska tungumálarammanum, sem gefur grunn að námi á háskólastigi. Lögð er áhersla á virka málnotkun, þannig að nemendur auki ekki aðeins skilning sinn á íslensku tungumáli heldur einnig tjáningarfærni. Því er á námskeiðinu lögð jöfn áhersla á hlustun, tal, lestur, ritun, ásamt málfræði og setningagerð. Nemendur fá tækifæri til að auka færni sína í að taka þátt í faglegri umræðu, færa rök fyrir og taka afstöðu til viðfangsefna sem snerta á daglegum viðfangsefnum í lífi, námi og starfi.  

X

Íslenska fyrir nám í menntavísindum (ÍET406G)

Inntak námskeiðsins samsvarar stigi B2 í Evrópska tungumálarammanum, sem gefur grunn að námi í menntavísindum á háskólastigi. Lögð er áhersla á virka málnotkun, þannig að nemendur auki bæði skilning sinn á íslensku tungumáli og tjáningarfærni. Því er á námskeiðinu lögð jöfn áhersla á hlustun, tal, lestur og ritun, ásamt málfræði og setningagerð. Nemendur fá tækifæri til að auka færni sína í að taka þátt í faglegri umræðu um skólastarf og menntavísindi.  

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.