Skip to main content

Heilsugæsluhjúkrun

Heilsugæsluhjúkrun

Heilbrigðisvísindasvið

Heilsugæsluhjúkrun

MS – 120 einingar

Meginmarkmið MS-náms í heilsugæsluhjúkrun er að mennta hjúkrunarfræðinga til leiðandi starfa innan heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfanna, sem geta mætt þörfum skjólstæðinga heilsugæsluþjónustu og fjölskyldna þeirra. Í náminu er lögð áhersla á að auka klíníska þekkingu og færni nemenda, fagmennsku og rannsóknarfærni. Námið er samstarfsverkefni HÍ og HA. Sótt er um námið hjá Háskólanum á Akureyri.

Skipulag náms

X

Megindlegar rannsóknir (HJÚ0B8F)

Tilgangur þess námskeiðs er að veita nemendum skilning á aðferðum við öflun megindlegra gagna þannig að nemendur geti metið á gagnrýninn hátt styrkleika og takmarkanir hverrar gagnasöfnunaraðferðar fyrir sig í mismunandi rannsóknarsamhengi. Nemendur afla sér þekkingar til að geta valið hentugusta rannsóknarsnið og tölfræðilega greiningaraðferð til að svara rannsóknarspurningum. Nemendur fá þjálfun í framkvæmd lýsandi og ályktunartölfræðilegrar greiningar með Jamovi tölfræði forritinu ásamt að geta túlkað og greint frá tölfræðilegum niðurstöðum á nákvæman og skilvirkan hátt.

Námskeiðið er kennt við HA. Hægt er að finna frekari upplýsingar um námskeiðið á heimasíðu þeirra: https://ugla.unak.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=86200320256&namskra=1

X

Sérhæft heilsufarsmat (HJÚ0BAF)

Viðfangsefni þessa námskeiðs er að efla hjúkrunarfræðinga í að framkvæma heildrænt, líkamlegt og geðrænt heilsufarsmat á einstaklingum á öllum aldursskeiðum sem leita til heilbrigðisþjónustunnar. Greina vandamál/viðfangsefni og setja fram markmið með áframhaldandi hjúkrun/þjónustu byggt á niðurstöðum heilsufarsmatsins. Sérstök áhersla verður á flokkunarkerfi á bráðatilvikum, eitranir, bruna og saum á sárum. Einnig er fjallað um einkenni sem bent geta til ofbeldis og þá þjónustu sem stendur þolendum til boða sem beittir hafa verið ofbeldi. Áhersla er lögð á gagnreynd vinnubrögð, frumkvæði og faglega aðkomu hjúkrunarfræðinga í framkvæmd og skráningu á heilsufarsmati.

Námskeiðið er kennt við HA. Hægt er að finna frekari upplýsingar um námskeiðið á heimasíðu þeirra: https://ugla.unak.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=86445420256&namskra=1

X

Styðjandi samtalsmeðferð og fjölskylduhjúkrun (HJÚ0BCF)

Viðfangsefni þessa námskeiðs er að efla hæfni sérnámshjúkrunarfræðinga í samtalsmeðferð sem ætluð er einstaklingum og fjölskyldum.  Áhersla er lög á að fjalla um gagnreyndar aðferðir í samtalsmeðferð eins og styðjandi samtalsmeðferð; hugræna atferlismeðferð (HAM); áhugahvetjandi samtal; núvitund og fjölskylduviðtöl samkvæmt Calgary fjölskylduhjúkrunarmódelinu.  Áhersla er lögð á gagnreynd vinnubrögð, frumkvæði og faglega aðkomu hjúkrunarfræðinga í teymisvinnu og að sérnámshjúkrunarfræðingurinn leitist við að efla færni, hæfni og þekkingu á lykilatriðum í samtalsmeðferð.

Námskeiðið er kennt við HA. Hægt er að finna frekari upplýsingar um námskeiðið á heimasíðu þeirra: https://ugla.unak.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=86396420256&namskra=1

X

Heilsugæsluhjúkrun og samfélagið (HJÚ0BBF)

Viðfangsefni námskeiðsins er hlutverk heilsugæslunnar og samfélagsleg ábyrgð í nútíð og framtíð. Lögð er áhersla á þverfaglega og lausnarmiðaða nálgun í öllum þáttum námskeiðsins. Leitast verður við að fá nemendur til að rýna í möguleika heilsugæslunnar í að efla þjónustu, þ.a.m heilsueflingu einstaklinga og fjölskyldna. Meðal annars út frá mismunandi forvarnarstigum í nærþjónustu við einstaklinga og fjölskyldu sem og samfélagslegri ábyrgð. Með þessu fá nemendur tækifæri til að styrkja þekkingu sína og færni sem meðferðaraðilar í þverfaglegu samstarfi og greina tækifæri til framþróunar.

Námskeiðið er kennt við HA. Hægt er að finna frekari upplýsingar um námskeiðið á heimasíðu þeirra: https://ugla.unak.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=86379820256&namskra=1

X

Klínísk lífeðlis- og meinafræði (HJÚ0AQF)

Tilgangur námskeiðsins er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á lífeðlisfræðilegum ferlum og meinafræðilegum breytingum í starfsemi mannslíkamans sem orsaka sjúkdóma. Fjallað verður um algenga sjúkdóma á mismunandi æviskeiðum lífsins með áherslu á orsakir, undirliggjandi meinalífeðlisfræðilegar breytingar, klínísk einkenni, sjúkdómsferli, greiningu, og meðferð. Jafnframt verður fjallað um eðlilegar breytingar á lífeðlisfræðilegum ferlum öldrunar og áhrif þeirra á starfsemi líffæra og líffærakerfa á efri árum. Í námskeiðinu verður notast við fjölþættar kennsluaðferðir þar sem áhersla er lögð á virka þáttöku nemenda og yfirfærslu þekkingar yfir á klínískar aðstæður.  

X

Eigindleg aðferðafræði (HJÚ253F)

Námskeiðið miðar að því að kynna heimspekilegan og fræðilegan grunn eigindlegra aðferða og útfærslu og beitingu þeirra rannsókna í  hjúkrunar- og ljósmóðurfræði, ásamt því að auka færni í hagnýtingu rannsóknaniðurstaðna á eigin sérsviði.

Nemandinn leggur fram fróðlegar greinar innan eigin sérsviðs sem notaðar verða í umræðum um eigindlegar aðferðir. Til að þjálfa framkvæmd eigindlegrar rannsóknar verða gagnvirkar vinnusmiðjur. Jafnframt verður fjallað um álitamál sem tengjast eigindlegum rannsóknum, s.s. þagnarskyldu, réttmæti og alhæfingargildi rannsóknarniðurstaðna, ásamt þjálfun í rannsóknarrýni.

Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum fyrirbærafræði, eigindlega efnisgreiningu (þ.á m. þemagreiningu vs. kóðun og afleiðsla vs. aðleiðsla), vettvangsrannsóknir (etnografíu), einstaklingsviðtöl og hópviðtöl, blandaðar aðferðir og „action research“.

Verkefni sem unnin eru á námskeiðinu skulu vera á klínísku sérsviði nemenda, þau skulu unnin í samvinnu við umsjónarkennara nemanda og stuðla með því að markvissri þekkingarþróun á eigin sérsviði. Nemendur bera ábyrgð á að hafa samband við sinn umsjónarkennara í tengslum við sín verkefni.

Fyrirkomulag kennslu:
Námskeiðið er kennt í sex lotum. Nemendur er einnig boðið upp á „skriftarbúð“ á meðan námskeiðið stendur. Mætingaskylda (80%) er í kennslustundir og kennt langan dag í hvert sinn. Námið fer fram með fyrirlestrum og umræðufundum. Nemendur koma lesnir í kennslustundir, taka virkan þátt í umræðum og gera grein fyrir afmörkuðu efni sem tengist umfjöllun dagsins.

X

Klínískt nám í heilsugæsluhjúkrun I (HJÚ0BDF)

Markmiðið með námskeiðinu er að sérnámshjúkrunarfræðingarnir þjálfi og dýpki klíníska færni sína með því að nýta sér þekkingu úr fræðilegum námskeið í námsleiðinni. Þetta eru námskeiðin, styðjandi samtalsmeðferð og fjölskylduhjúkrun, sérhæft heilsufarsmat og námskeiðið heilsugæsluhjúkrun og samfélagið. Námið er einstaklingsmiðað og hver nemandi  setur sér sjálfur, í samvinnu með lærimeistara, lærdómsmarkmið í upphafi náms.

Námskeiðið er kennt við HA. Hægt er að finna frekari upplýsingar um námskeiðið á heimasíðu þeirra: https://ugla.unak.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=86444920260&namskra=1

X

Forysta í heilbrigðisþjónustu (HJÚ258F)

Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á starfsumhverfi heilbrigðisstofnana sem gerir auknar kröfur til hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna um færni í leiðtogahlutverkinu, hvort heldur er í klínísku starfi, við stjórnun eða kennslu. Námskeiðinu er ætlað að búa nemendur undir forystuhlutverk í starfi.

Fjallað verður um ýmis hugtök, kenningar og hugmyndafræði forystu almennt. Enn fremur verður fjallað um hlutverk og hegðun leiðtoga og hlutverk leiðtoga í breytingaferlinu. Fjallað verður um forystuhlutverk hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta innan heilbrigðisstofnana og í samfélaginu, staðbundið og í alþjóðlegu samhengi, nú og til framtíðar. Lögð er áhersla á hnattræna framtíðarsýn og frumkvöðlahugsun.

Fyrirkomulag
Staðlotur og vefkennsla.

X

Bráðahjúkrun - mat og meðferð (HJÚ271F)

Tilgangur þessa námskeiðs er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á orsökum bráðra og alvarlegra sjúkdóma og færni í mati og meðferð mikið veikra sjúklinga. Í námskeiðinu er meðal annars fjallað um bráð vandamál tengd smitsjúkdómum, eitrunum og fjöláverkum, mat á bráðveikum, endurlífgun, öndunarbilun, bráð vandamál i miðtaugakerfi, nýrnavandamál, vökva- og elektrólýtatruflanir, sýklasótt og lost. Lögð er áhersla á að kenna nemendum mat á alvarlegu ástandi sjúklinga og fyrstu viðbrögð við því. Í þeim tilgangi verður sérstök áhersla á klínískar leiðbeiningar og verkferla, gagnreynda klíníska þekkingu, þjálfun í færni og eflingu hæfni nemenda í bráðum aðstæðum.

X

Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðinga (HJÚ159F)

Markmið námskeiðsins er að hjúkrunarfræðingar þekki og skilji virkni lyfja sem geri þeim kleift að meðhöndla lyf og flóknar lyfjagjafir til sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa á öruggan og ábyrgan hátt.

Í námskeiðinu er með fyrirlestrum og  umræðutímum kynnt virkni, lyfhrif, lyfjahvörf, ábendingar og frábendingar hjarta- og æða-lyfja, sýklalyfja, meltingarfæralyfja, innkirtlalyfja, hormónalyfja, taugalyfja, verkjalyfja og öndunarfæralyfja auk lyfjaforma. Áhersla er á að leysa flókin klínísk dæmi í hjúkrun sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa þar sem þekking á virkni, auka-, milli-, og sam-verkunum lyfja og lyfjaforma er þjálfuð.

Námskeiðið er ætlað hjúkrunarfræðingum í framhaldsnámi í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild.

Kennarar eru lyfjafræðingar, sérfræðilæknar og sérfræðingar í hjúkrun.

X

Klínískt nám í heilsugæsluhjúkrun II (HJÚ0BHF)

Námskeiðið er kennt við HA. Hægt er að finna frekari upplýsingar um námskeiðið á heimasíðu þeirra: https://ugla.unak.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=86445020266&namskra=1

X

Lokaverkefni (HJÚ441L)

Lokaverkefni

X

Sálfélagslegt heilbrigði fram á fullorðinsár (HJÚ0BFF)

Viðfangsefni námskeiðsins er að efla þekkingu, leikni og færni hjúkrunarfræðinga í að meta sálfélagslega líðan barna og ungmenna sem og fjölskyldna. Sérstök áhersla verður lögð á forvarnir og að bera kennsl á einkenni sálfélagslegra vandamála og úrræði þeim tengdum. Fjallað verður um geðheilbrigði í kringum barnsburð, að lesa í tjáningu barnsins, tengslamyndun og stuðning í foreldrahlutverkinu. Áhersla verður á geðheilbrigði barna og ungmenna, algengustu geðraskanir og áhættuhegðun sem og snemmtæka íhlutun hjúkrunarfræðinga og ráðgjöf um sérhæfðari úrræði.

Námskeiðið er kennt við HA. Hægt er að finna frekari upplýsingar um námskeiðið á heimasíðu þeirra: https://ugla.unak.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=86442820266&namskra=1

X

Stuðningur við fullorðna í samfélaginu (HJÚ0BGF)

Í þessu námskeiði er byggt á þekkingu sem nemendur hafa þegar tileinkað sér í námskeiðunum Klínísk lífeðlisfræði og meinafræði, Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðinga og Mat á andlegri og líkamlegri líðan. Nemendur nýta þessa þekkingu við útfærslu á hjúkrun þeirra sem búa við heilsubrest og eða færniskerðingu vegna langvinnra veikinda eða öldrunarbreytinga. Áfram verður unnið með útfærslu á hagnýtingu gagnreyndrar þekkingar sem finna má í  klínískum leiðbeiningum og fræðilegum samantektum. Nemendur fá tækifæri til að hanna stuðningsleiðir við ólíkar aðstæður í heilsugæsluhjúkrun, s.s. í heimahjúkrun og móttöku fyrir fólk með langvinnan heilsuvanda og/eða aldraða. Fjallað verður um áhrif aðstæðna á heimili, skipulag þjónustunnar, samþættingu og notkun velferðartækni.

X

Lokaverkefni (HJÚ441L)

Lokaverkefni

X

Klínískt nám í heilsugæsluhjúkrun III (HJÚ0BIF)

Markmiðið með námskeiðinu er að sérnámshjúkrunarfræðingarnir þjálfi og dýpki klíníska færni sína með því að nýta sér þekkingu úr klínísku námi I og II, auk þekkingar úr fræðilegum námskeiðum í námsleiðinni. Þetta eru námskeiðin Styðjandi samtalsmeðferð og fjölskylduhjúkrun, Sérhæft heilsufarsmat, Heilsugæsluhjúkrun og samfélagið, Klínísk lífeðlis – og meinafræði, Hjúkrun á sérsviði II og Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðinga. Námið er einstaklingsmiðað og hver nemandi  setur sér sjálfur, í samvinnu með lærimeistara, lærdómsmarkmið í upphafi náms.

Námskeiðið er kennt við HA. Hægt er að finna frekari upplýsingar um námskeiðið á heimasíðu þeirra: https://ugla.unak.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=86444120270&namskra=1

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Megindlegar rannsóknir (HJÚ0B8F)

Tilgangur þess námskeiðs er að veita nemendum skilning á aðferðum við öflun megindlegra gagna þannig að nemendur geti metið á gagnrýninn hátt styrkleika og takmarkanir hverrar gagnasöfnunaraðferðar fyrir sig í mismunandi rannsóknarsamhengi. Nemendur afla sér þekkingar til að geta valið hentugusta rannsóknarsnið og tölfræðilega greiningaraðferð til að svara rannsóknarspurningum. Nemendur fá þjálfun í framkvæmd lýsandi og ályktunartölfræðilegrar greiningar með Jamovi tölfræði forritinu ásamt að geta túlkað og greint frá tölfræðilegum niðurstöðum á nákvæman og skilvirkan hátt.

Námskeiðið er kennt við HA. Hægt er að finna frekari upplýsingar um námskeiðið á heimasíðu þeirra: https://ugla.unak.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=86200320256&namskra=1

X

Sérhæft heilsufarsmat (HJÚ0BAF)

Viðfangsefni þessa námskeiðs er að efla hjúkrunarfræðinga í að framkvæma heildrænt, líkamlegt og geðrænt heilsufarsmat á einstaklingum á öllum aldursskeiðum sem leita til heilbrigðisþjónustunnar. Greina vandamál/viðfangsefni og setja fram markmið með áframhaldandi hjúkrun/þjónustu byggt á niðurstöðum heilsufarsmatsins. Sérstök áhersla verður á flokkunarkerfi á bráðatilvikum, eitranir, bruna og saum á sárum. Einnig er fjallað um einkenni sem bent geta til ofbeldis og þá þjónustu sem stendur þolendum til boða sem beittir hafa verið ofbeldi. Áhersla er lögð á gagnreynd vinnubrögð, frumkvæði og faglega aðkomu hjúkrunarfræðinga í framkvæmd og skráningu á heilsufarsmati.

Námskeiðið er kennt við HA. Hægt er að finna frekari upplýsingar um námskeiðið á heimasíðu þeirra: https://ugla.unak.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=86445420256&namskra=1

X

Styðjandi samtalsmeðferð og fjölskylduhjúkrun (HJÚ0BCF)

Viðfangsefni þessa námskeiðs er að efla hæfni sérnámshjúkrunarfræðinga í samtalsmeðferð sem ætluð er einstaklingum og fjölskyldum.  Áhersla er lög á að fjalla um gagnreyndar aðferðir í samtalsmeðferð eins og styðjandi samtalsmeðferð; hugræna atferlismeðferð (HAM); áhugahvetjandi samtal; núvitund og fjölskylduviðtöl samkvæmt Calgary fjölskylduhjúkrunarmódelinu.  Áhersla er lögð á gagnreynd vinnubrögð, frumkvæði og faglega aðkomu hjúkrunarfræðinga í teymisvinnu og að sérnámshjúkrunarfræðingurinn leitist við að efla færni, hæfni og þekkingu á lykilatriðum í samtalsmeðferð.

Námskeiðið er kennt við HA. Hægt er að finna frekari upplýsingar um námskeiðið á heimasíðu þeirra: https://ugla.unak.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=86396420256&namskra=1

X

Heilsugæsluhjúkrun og samfélagið (HJÚ0BBF)

Viðfangsefni námskeiðsins er hlutverk heilsugæslunnar og samfélagsleg ábyrgð í nútíð og framtíð. Lögð er áhersla á þverfaglega og lausnarmiðaða nálgun í öllum þáttum námskeiðsins. Leitast verður við að fá nemendur til að rýna í möguleika heilsugæslunnar í að efla þjónustu, þ.a.m heilsueflingu einstaklinga og fjölskyldna. Meðal annars út frá mismunandi forvarnarstigum í nærþjónustu við einstaklinga og fjölskyldu sem og samfélagslegri ábyrgð. Með þessu fá nemendur tækifæri til að styrkja þekkingu sína og færni sem meðferðaraðilar í þverfaglegu samstarfi og greina tækifæri til framþróunar.

Námskeiðið er kennt við HA. Hægt er að finna frekari upplýsingar um námskeiðið á heimasíðu þeirra: https://ugla.unak.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=86379820256&namskra=1

X

Klínísk lífeðlis- og meinafræði (HJÚ0AQF)

Tilgangur námskeiðsins er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á lífeðlisfræðilegum ferlum og meinafræðilegum breytingum í starfsemi mannslíkamans sem orsaka sjúkdóma. Fjallað verður um algenga sjúkdóma á mismunandi æviskeiðum lífsins með áherslu á orsakir, undirliggjandi meinalífeðlisfræðilegar breytingar, klínísk einkenni, sjúkdómsferli, greiningu, og meðferð. Jafnframt verður fjallað um eðlilegar breytingar á lífeðlisfræðilegum ferlum öldrunar og áhrif þeirra á starfsemi líffæra og líffærakerfa á efri árum. Í námskeiðinu verður notast við fjölþættar kennsluaðferðir þar sem áhersla er lögð á virka þáttöku nemenda og yfirfærslu þekkingar yfir á klínískar aðstæður.  

X

Eigindleg aðferðafræði (HJÚ253F)

Námskeiðið miðar að því að kynna heimspekilegan og fræðilegan grunn eigindlegra aðferða og útfærslu og beitingu þeirra rannsókna í  hjúkrunar- og ljósmóðurfræði, ásamt því að auka færni í hagnýtingu rannsóknaniðurstaðna á eigin sérsviði.

Nemandinn leggur fram fróðlegar greinar innan eigin sérsviðs sem notaðar verða í umræðum um eigindlegar aðferðir. Til að þjálfa framkvæmd eigindlegrar rannsóknar verða gagnvirkar vinnusmiðjur. Jafnframt verður fjallað um álitamál sem tengjast eigindlegum rannsóknum, s.s. þagnarskyldu, réttmæti og alhæfingargildi rannsóknarniðurstaðna, ásamt þjálfun í rannsóknarrýni.

Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum fyrirbærafræði, eigindlega efnisgreiningu (þ.á m. þemagreiningu vs. kóðun og afleiðsla vs. aðleiðsla), vettvangsrannsóknir (etnografíu), einstaklingsviðtöl og hópviðtöl, blandaðar aðferðir og „action research“.

Verkefni sem unnin eru á námskeiðinu skulu vera á klínísku sérsviði nemenda, þau skulu unnin í samvinnu við umsjónarkennara nemanda og stuðla með því að markvissri þekkingarþróun á eigin sérsviði. Nemendur bera ábyrgð á að hafa samband við sinn umsjónarkennara í tengslum við sín verkefni.

Fyrirkomulag kennslu:
Námskeiðið er kennt í sex lotum. Nemendur er einnig boðið upp á „skriftarbúð“ á meðan námskeiðið stendur. Mætingaskylda (80%) er í kennslustundir og kennt langan dag í hvert sinn. Námið fer fram með fyrirlestrum og umræðufundum. Nemendur koma lesnir í kennslustundir, taka virkan þátt í umræðum og gera grein fyrir afmörkuðu efni sem tengist umfjöllun dagsins.

X

Klínískt nám í heilsugæsluhjúkrun I (HJÚ0BDF)

Markmiðið með námskeiðinu er að sérnámshjúkrunarfræðingarnir þjálfi og dýpki klíníska færni sína með því að nýta sér þekkingu úr fræðilegum námskeið í námsleiðinni. Þetta eru námskeiðin, styðjandi samtalsmeðferð og fjölskylduhjúkrun, sérhæft heilsufarsmat og námskeiðið heilsugæsluhjúkrun og samfélagið. Námið er einstaklingsmiðað og hver nemandi  setur sér sjálfur, í samvinnu með lærimeistara, lærdómsmarkmið í upphafi náms.

Námskeiðið er kennt við HA. Hægt er að finna frekari upplýsingar um námskeiðið á heimasíðu þeirra: https://ugla.unak.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=86444920260&namskra=1

X

Forysta í heilbrigðisþjónustu (HJÚ258F)

Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á starfsumhverfi heilbrigðisstofnana sem gerir auknar kröfur til hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna um færni í leiðtogahlutverkinu, hvort heldur er í klínísku starfi, við stjórnun eða kennslu. Námskeiðinu er ætlað að búa nemendur undir forystuhlutverk í starfi.

Fjallað verður um ýmis hugtök, kenningar og hugmyndafræði forystu almennt. Enn fremur verður fjallað um hlutverk og hegðun leiðtoga og hlutverk leiðtoga í breytingaferlinu. Fjallað verður um forystuhlutverk hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta innan heilbrigðisstofnana og í samfélaginu, staðbundið og í alþjóðlegu samhengi, nú og til framtíðar. Lögð er áhersla á hnattræna framtíðarsýn og frumkvöðlahugsun.

Fyrirkomulag
Staðlotur og vefkennsla.

X

Svefn og næring barna (HJÚ0BEF)

Viðfangsefni námskeiðsins er að efla þekkingu, leikni og færni í farsælli næringu hvers aldursskeiðs frá fæðingu til fullorðinsára og ráðgjöf um svefnvenjur. Sérstök áhersla verður lögð á stuðning og ráðgjöf hjúkrunarfræðinga til nýorðinna foreldra varðandi svefn, brjóstagjöf og næringarþörf ungbarna ásamt áskorunum sem upp geta komið. Fjallað er um svefn og næringu barna á leikskóla, og á grunn – og framhaldsskólaaldri.  Einnig verður farið í almennar ráðleggingar um matarvenjur, sem og sérfæði, tengt t.d. ofnæmi, jurtafæði, örvandi drykkjum og matvendni í öllum aldurshópunum. Áhersla verður á forvarnir, ráðgjöf og úrræði varðandi ofþyngd og offitu barna og ungmenna. 

Námskeiðið er kennt við HA. Hægt er að finna frekari upplýsingar um námskeiðið á heimasíðu þeirra: https://ugla.unak.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=86442920260&namskra=1

X

Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðinga (HJÚ159F)

Markmið námskeiðsins er að hjúkrunarfræðingar þekki og skilji virkni lyfja sem geri þeim kleift að meðhöndla lyf og flóknar lyfjagjafir til sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa á öruggan og ábyrgan hátt.

Í námskeiðinu er með fyrirlestrum og  umræðutímum kynnt virkni, lyfhrif, lyfjahvörf, ábendingar og frábendingar hjarta- og æða-lyfja, sýklalyfja, meltingarfæralyfja, innkirtlalyfja, hormónalyfja, taugalyfja, verkjalyfja og öndunarfæralyfja auk lyfjaforma. Áhersla er á að leysa flókin klínísk dæmi í hjúkrun sjúklinga innan og utan sjúkrahúsa þar sem þekking á virkni, auka-, milli-, og sam-verkunum lyfja og lyfjaforma er þjálfuð.

Námskeiðið er ætlað hjúkrunarfræðingum í framhaldsnámi í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild.

Kennarar eru lyfjafræðingar, sérfræðilæknar og sérfræðingar í hjúkrun.

X

Klínískt nám í heilsugæsluhjúkrun II (HJÚ0BHF)

Námskeiðið er kennt við HA. Hægt er að finna frekari upplýsingar um námskeiðið á heimasíðu þeirra: https://ugla.unak.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=86445020266&namskra=1

X

Lokaverkefni (HJÚ441L)

Lokaverkefni

X

Lokaverkefni (HJÚ441L)

Lokaverkefni

X

Klínískt nám í heilsugæsluhjúkrun III (HJÚ0BIF)

Markmiðið með námskeiðinu er að sérnámshjúkrunarfræðingarnir þjálfi og dýpki klíníska færni sína með því að nýta sér þekkingu úr klínísku námi I og II, auk þekkingar úr fræðilegum námskeiðum í námsleiðinni. Þetta eru námskeiðin Styðjandi samtalsmeðferð og fjölskylduhjúkrun, Sérhæft heilsufarsmat, Heilsugæsluhjúkrun og samfélagið, Klínísk lífeðlis – og meinafræði, Hjúkrun á sérsviði II og Lyfjafræði fyrir hjúkrunarfræðinga. Námið er einstaklingsmiðað og hver nemandi  setur sér sjálfur, í samvinnu með lærimeistara, lærdómsmarkmið í upphafi náms.

Námskeiðið er kennt við HA. Hægt er að finna frekari upplýsingar um námskeiðið á heimasíðu þeirra: https://ugla.unak.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=86444120270&namskra=1

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafa samband

Skrifstofa Hjúkrunarfræðideildar
Eirberg, 1. hæð, Eiríksgata 34
101 Reykjavík
Sími 525 4960
hjukrun@hi.is

Opið virka daga frá kl. 9-12 og 13-14

Eirberg

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.