Skip to main content

Nordic Centre

Háskóli Íslands er aðili að tveimur norrænum samstarfsnetum háskóla: Nordic Centre at Fudan University í Kína og Nordic Centre India á Indlandi. Hlutverk þeirra er að styðja við rannsóknir og námstækifæri og kynna menningu Norðurlandanna og önnur hagsmunamál norrænu aðildarháskólanna í Asíu.

Nemendum og fræðimönnum standa til boða margvísleg tækifæri. Nemendur geta tekið þátt í sumarnámskeiðum og öðrum námstækifærum. Fræðimenn geta sótt um styrki og tekið þátt í ýmiskonar samstarfs- og rannsóknarverkefnum. Auk þess geta þeir fengið starfsaðstöðu við miðstöðina.