Hugsandi kennslustofa á framhalds- og háskólastigi

Árnagarður
Stofa - 201
SamSTEM verkefnið stendur fyrir námskeiði í aðferðum hugsandi kennslustofu fyrir kennara á framhalds- og háskólastigi. Námskeiðið verður á vinnustofuformi og fá þátttakendur að upplifa aðferðirnar undir leiðsögn Dr. Peter Liljedahl, prófessors í stærðfræðimenntun við Simon-Fraser háskólann í Kanada.
Hugsandi kennslustofa krefur nemendur um að vinna saman að úrlausn verkefna í þriggja manna hópum og þannig taka virkan þátt í tímum. Á námskeiðinu verður sérstaklega skoðað hvernig festa megi námsefnið í sessi (e. consolidation) í hugsandi skólastofu, þ.e. hvernig kennari geti gert samantekt á því sem unnið var með í tímanum. Námskeiðið er kennt út frá dæmum sem tengjast stærðfræði en aðferðirnar henta og eru notaðar í hinum ýmsu faggreinum og kennarar allra faggreina eru hjartanlega velkomin.
Námskeiðið stendur dagana 10. og 11. júní kl. 9-16 með hádegishléi kl. 12-13.
SamSTEM verkefnið býður starfsfólki HA, HÍ og HR þátttöku og hádegisverð endurgjaldslaust og því þarf ekki að fylgja leiðbeiningum um greiðslu þátttökugjalds í skráningarferlinu.
.
