Sagnfræði


Sagnfræði
BA – 180 einingar
Sagnfræði er fræðigreinin um mannleg samfélög og einstaklinga, um stjórnkerfi þeirra og stjórnmál, frelsi og ófrelsi, atvinnuvegi og efnahagslíf, hvers konar lifnaðarhætti – menningu í víðasta skilningi – stöðu kynjanna og tilfinningalíf fólks. Í sagnfræði eru samfélög könnuð eins langt aftur í tíma og heimildir leyfa og oft skoðuð í löngum tímasniðum en einnig í smærri einingum og með áherslu á einhver ákveðin fyrirbæri mannslífsins.
Skipulag náms
- Haust
- Sagnfræðileg vinnubrögð
- Nývæðing á fyrri hluta nýaldar – Heimssaga II
- Aftökur og upplýsing. Íslandssaga II
- Dauði og endurfæðing - Inngangur að síðmiðöldum - Heimssaga I
- Lýðræðisþróun, iðnbylting, nýlendukapphlaup - Heimssaga III
- Vor
- Íslensk miðaldasaga í ljósi ritheimilda og fornleifa
- Valdastjórnmál, hugmyndabarátta og andspyrna á 20. öld: Heimssaga IV
- Efnahagur og lífshættir - Íslandssaga III
- Stjórnmál og menning — Íslandssaga IV
- Hugtök og kenningar
Sagnfræðileg vinnubrögð (SAG101G)
Fjallað er um sérstöðu og einkenni sagnfræði og hvernig sambandi hennar við aðrar fræðigreinar er háttað. Rannsóknatækni sagnfræðinga er kynnt sem og fræðileg vinnubrögð í sagnfræði, einkum heimildafræði, megindlegar aðferðir í sagnfræði og ritgerðasmíð. - Námskeiðið skal taka á fyrsta misseri í sagnfræðinámi (öðru misseri fyrir þá nemendur sem byrja um áramót).
Nývæðing á fyrri hluta nýaldar – Heimssaga II (SAG111G)
Námskeiðið er eitt af kjarnanámskeiðunum og áherslan verður á nývæðingu samfélagsins á fyrri hluta nýaldar. Markmiðið er að nemendur öðlist yfirsýn yfir tímabilið frá byrjun 16. aldar til loka 18. aldar. Hugað verður að viðfangsefnum á borð við heimsvaldastefnu og hnattrænum tengslum, þróun kapítalisma og þrælahalds, stríð og uppbyggingu ríkisvalds, áhrif frumbyggjasamfélaga í Norður-Ameríku, og upphaf byltingaraldar í Bandaríkjunum, Frakklandi og Haíti. Námskeiðið tekur með öðrum orðum á fjölmörgum þáttum sem tengjast mótun nútíma samfélagsins eins og við þekkjum það í dag.
Aftökur og upplýsing. Íslandssaga II (SAG112G)
Veitt verður yfirlit um valda þætti í sögu Íslands frá byrjun sextándu aldar til upphafs þeirrar nítjándu og fjallað sérstaklega um nokkur viðfangsefni tímabilsins, m.a. út frá frumheimildum. Greint verður frá viðhorfi fræðimanna og almennings til þessa hluta Íslandssögunnar, ástæður þess og breytingar á síðustu áratugum, fjallað um breytingar á íslensku þjóðlífi í kjölfar siðaskipta og um heilbrigðismál, menntun og menningu, galdra og trúarstefnur, dómsmál, þéttbýlismyndun, framfarahugmyndir og tengsl Íslands við umheiminn fram undir aldamótin 1800. Nemendur skrifa stutta ritgerð eða verkefni um afmarkað efni sem einkum byggir á frumheimildum.
Dauði og endurfæðing - Inngangur að síðmiðöldum - Heimssaga I (SAG115G)
Síðmiðaldir (14.-15. öld) einkenndust af andstreymi á flestum sviðum evrópsks samfélags. Eftir mannfjölgun, þenslu og vöxt undangenginna þriggja alda sóttu drepsóttir nú fast að með mannfelli og hörmungum. Efnahagsþrengingar settu svip sinn á mannlíf hátt og lágt ― valdamenningu, félagsformgerðir og trúarlíf. Menntun, menning og listir héldu fyrra afli en dauði og forgengileiki mannlegs lífs var víða í forgrunni. Innri friður álfunnar átti einnig undir högg að sækja þegar konungsveldi efldust enn frekar, oft með íþyngjandi og ófriðlegum hætti fyrir vinnandi stéttir og almúga. Rómarkirkjan, sem risið hafði hátt undir páfavaldi á hámiðöldum, fór hins vegar halloka fyrir veraldarvaldhöfum eða staðbundnu kirkjuvaldi og dró úr völdum páfa innan kirkju og kristindóms. En hvert sem litið er á tímabilinu haldast dauði og endurfæðing í hendur, eftirvænting eftir því sem tekur við þessa heims og annars í skugga dauðans.
Dauði og endurfæðing er inngangsnámskeið sniðið að nýnemum í sagnfræði ― öðrum er velkomið að nýta það sem valnámskeið. Lesin verður grunnbók um tímabilið en sjónum einkum beint að eftirtöldum þemum í fyrirlestrum: (1) Hnignun páfavalds og efling kirkjuþinga; (2) trúarinnlifun, alþýðutrú og mystisismi; (3) efling ríkisvalds við þröngan kost, stríð og örðuga skattheimtu; (4) Svarti dauði og mannfækkun af hallærum ― langvinn áhrif á efnahag, verslun og félagsgerðir; (5) menntun, menning og listir í skugga mannfellis og drepsótta; (6) rætur siðaskipta og endurreisnar í miðaldamenningu.
Námsmat byggir á stuttri ritgerð og skriflegu lokaprófi.
Lýðræðisþróun, iðnbylting, nýlendukapphlaup - Heimssaga III (SAG272G)
Í námskeiðinu er fjallað um sögu tímabilsins frá 1815 og fram í fyrri heimsstyrjöld. Meginumfjöllunarefnið er lýðræðisþróun 19. aldar. Þrír þræðir verða dregnir í gegnum þá frásögn: 1) Fjallað verður um hugmyndir um kvenréttindi og kvennahreyfingar 19. aldar í samhengi við almenna þróun kosningaréttar, afnám þrælahalds og velferðarmál. 2) Sú umfjöllun er svo tengd við þjóðernishugmyndir og mótun þjóðríkja á tímabilinu og þá um leið hver uppfylli skilyrðin um þegn/borgara. 3) Þriðji þráðurinn tengist hinum tveimur – nýlendukapphlaup Evrópuríkja, Bandaríkjanna og Japans og áhrif þess á samfélög í Afríku og Asíu.
Íslensk miðaldasaga í ljósi ritheimilda og fornleifa (SAG280G)
Í námskeiðinu er fjallað um sögu Íslands frá landnámi til siðaskipta í ljósi ritheimilda og fornleifa. Yfirlit um sögu víkingaaldar og sögu rannsókna á víkingaöld. Farið er yfir landnámið, forsendur þess og framgang í ljósi fornleifa og ritheimilda. Fjallað verður um mótun nýs samfélags, sjálfsmynd þess og hagrænan grundvöll, byggðaþróun, trú og trúskipti, pólitísk innanlandsátök og innleiðingu ríkisvalds á þrettándu öld. Kirkjan og félagsleg, menningarleg, pólitísk og hagræn áhrif hennar eru í brennidepli í seinni hluta námskeiðsins. Þessi viðfangsefni verða sett í samhengi við almenna sagnaritun tímabilsins, þróun tækni og efnismenningar og þróun mála í umheiminum. Áhersla er lögð á að nemendur kynni sér frumheimildir, bæði ritheimildir og fornleifar. Kennslan fer fram í fyrirlestrum og í umræðutímum.
Valdastjórnmál, hugmyndabarátta og andspyrna á 20. öld: Heimssaga IV (SAG269G)
Á námskeiðinu verður fjallað um alþjóðasögu á 20. öld með áherslu á þær breytingar sem orðið hafa á alþjóðakerfinu og –stjórnmálum. Í fyrsta lagi verður sjónum beint að nýrri ríkjaskipan í Evrópu eftir fyrri heimsstyrjöld og áhrifum nýrra stjórnmálastefna eins og kommúnisma og nasisma/fasisma. Í annan stað verður gerð grein fyrir aðdraganda og þróun síðari heimsstyrjaldar og afleiðingum hennar, einkum afnám nýlendustefnunnar og þjóðernisbaráttu í Afríku og Asíu. Í þriðja lagi verður fjallað um birtingarmyndir þess valdakerfis sem lá kalda stríðinu til grundvallar og forræðisstöðu Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Loks verður vikið breyttri heimsskipan og nýjum valdahlutföllum í samtímanum, þar sem rætt verður um uppgang Kína og samkeppni við Bandaríkin.
Efnahagur og lífshættir - Íslandssaga III (SAG270G)
Námskeiðinu er ætlað að veita nemendum yfirsýn yfir meginþætti í félags- og hagsögu Íslands frá byrjun 19. aldar og fram til okkar tíma. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist gagnrýninn skilning á félagslegum og efnahagslegum aðstæðum Íslendinga og hvernig þær breytast. Jafnframt er leitast við að nemendur öðlist færni við að greina og miðla fræðilegri þekkingu og byggi þar á því sem þeir hafa lært í námskeiðinu Sagnfræðileg vinnubrögð. Helstu viðfangsefni námskeiðsins eru efnahagsleg tengsl Íslands við umheiminn; vöxtur og hnignun landbúnaðarsamfélagsins, orsakir og afleiðingar atvinnubyltingarinnar um 1900, stéttaskipting og nýir lífshættir í iðnaðarsamfélagi; konur, karlar og atvinnulífið; fólksfjöldi og fjölskyldulíf; áhrif heimsstyrjaldanna; kreppan mikla og haftakerfið, hagvöxtur og hagsveiflur; Evrópusamvinna og alþjóðavæðing efnahagslífs; vöxtur velferðarsamfélagsins; atvinnuþróun á lýðveldistímanum; fjármálavæðing efnahagslífs og „Hrunið“.
Stjórnmál og menning — Íslandssaga IV (SAG273G)
Námskeiðinu er ætlað að veita nemendum gagnrýnin skilning á sagnaritun um þróun íslensks stjórnmála- og menningarlífs frá upphafi nítjándu aldar til samtímans. Sjónum er beint að eftirtöldum þáttum: (i) þjóðríki og sjálfstæðisbarátta, (ii) lýðræði, (iii) menning og menntun, (iv) kyn, kynverund og stéttir, (v) flokkar og hagsmunasamtök og (vi) tengsl við umheiminn. Áhersla er lögð á að setja sögu Íslands í norrænt, vestrænt og hnattrænt samhengi. Í námskeiðinu fá nemendur þjálfun í að lesa og ræða frum- og eftirheimildir sem og í að afla heimilda og skrifa fræðilegan texta um afmarkað viðfangsefni.
Hugtök og kenningar (SAG437G)
Námskeiðinu er ætlað að auka þekkingu og færni nemenda í skilningi og notkun á hugtökum og kenningum sem notuð eru í sagnfræði og fræðilegri umfjöllun um samfélög, menningu og stjórnmál.
- Haust
- Miðlun í sagnfræði
- Drottningar á miðöldum í Norður-EvrópuB
- Skapandi rými – Atbeini og iðkun alþýðufólks á hinni löngu 19. öldB
- Hvað er svona merkilegt við þessa einsögu? Málstofa um aðferðB
- Skjalalestur 1550-1850B
- Vor
- Sáttanefndir og störf þeirra 1798-1936B
- Þættir úr sögu og heimspeki vísindannaB
- Fjölskyldusaga 19. og 20. aldarB
- Bergmál alþjóðlegra miðalda í samtímasöguB
- Þýska Weimar-lýðveldið (1919-1933) og kreppa nútímansB
- Gúttóslagurinn, andfasistar og Stonewall: Heimssaga fjöldahreyfinga og róttæklingaB
- Íslenska heimilið á 18. öldB
- Stúlknagarmar og dyggðugar frúr. Konur á Íslandi frá lokum átjándu aldar til þeirrar tuttugustu.B
- Rannsóknir og heimildaleit í skjalasöfnumB
- Rómverja sagaB
Miðlun í sagnfræði (SAG354G)
Námskeiðinu er ætlað að auka færni nemenda við að rita um sagnfræðilegt efni og miðla sögulegri þekkingu og menningararfi með ólíkum miðlunarleiðum. Áhersla er lögð á að veita nemendum hagnýta þekkingu og þjálfun við að vinna með og setja fram sögulegt efni, t.d. með texta, ljósmyndum, hlaðvörpum/útvarpsþáttum og heimildamyndum. Kennsla fer fram í fyrirlestrum, umræðum, vettvangsferðum og verkefnavinnu
Drottningar á miðöldum í Norður-Evrópu (SAG359G)
Í námskeiðinu Drottningar á miðöldum í Norður-Evrópu eru pólitísk, menningarleg og trúarleg áhrif drottninga á tímabilinu frá upphafi miðalda og fram til valdatíma Margrétar I og Kalmarsambandsins skoðuð. Þótt drottningar hafi verið hlutar af kerfum sem karlar réðu yfir, var hlutverk þeirra mikilvægt í mótun miðaldasamfélaga í Norður-Evrópu, t.d. í diplomatískum samskiptum ríkja og í miðlun menningar milli landsvæða. Í námskeiðinu er skoðað hvernig drottningar notuðu ættartengsl til að treysta völd og hvernig þær höfðu áhrif í gegnum trúmál og með menningarlegi forystu. Með þematískri nálgun munu nemendur skoða lykilpersónur, greina frumheimildir og kynnast sögulegu umræðu um þessi mál. Í námskeiðinu er lögð áhersla á hversu flókið vald drottninga var og langtímaáhrif þess á ríkisuppbyggingu miðalda og evrópsk stjórnmál. Notast verður bæði við einsögulegar og stórsögulegar nálganir sem stuðla að skilningi nemenda á samspili kynjanna, skipulagi stjórnmála og menningarlandslagi Norður-Evrópu á miðöldum.
Skapandi rými – Atbeini og iðkun alþýðufólks á hinni löngu 19. öld (SAG358G)
Í námskeiðinu verður leitast við að kanna menningar- og efnisheim alþýðufólks á Íslandi á tímabilinu 1770-1930 út frá hugtakinu skapandi rými (e. Creative space). Áhersla verður lögð á að greina möguleika venjulegs fólks til að móta eigin kjör, hugmyndir og sjálfsmyndir innan ríkjandi samfélagsgerðar sem oft er kennd við afturhald, fábreytni og fátækt. Útgangspunktur námskeiðsins eru rannsóknir nýjustu áratuga á læsismenningu og læsisiðkun (e.) á Íslandi á tímabilin sem leitt hafa í ljós hóp fólks frá fyrri tíð sem starfaði á óskilgreindu menningarsvæði í samfélaginu (e. in-between spaces). Þessi hópur verður til umfjöllunar í námskeiðinu en þeir hafa fengið viðurnefnið „berfættu sagnfræðingarnir“. Skoðaðar verða rannsóknir erlendis af svipuðum hópum og þær bornir saman við innlendar rannsóknir og fulltrúa hinna íslensku berfætlinga. Efniviðurinn sem liggur eftir hópinn, sem er af margvíslegum toga, verður lagður til grundvallar í námskeiðinu og hann rannsakaður. Alþýðufræði af ýmsu tagi verða viðfang þessa námskeiðs og mun ekki einskorðast við ritaðar heimildir heldur einnig hlutveruleikann. Námskeiðið mun fjalla um það sem mætti nefna „skapað rými“ á hinni löngu 19. öld.
Hvað er svona merkilegt við þessa einsögu? Málstofa um aðferð (SAG357G)
Reynt er að svara spurningunni hvað einsagan sem sagnfræðileg aðferð býður upp á. Fjallað verður um hvernig sagnfærðingar hafa beitt þessari aðferðafræði bæði hér á landi og erlendis og í því sambandi verða lesnar nokkrar þekktar bækur. Þær eiga það sameiginlegt að vera bæði bráð skemmtilegar og afskaplega áhugaverðar þar sem viðfangsefnin hafa yfirleitt glímt við einhverjar raunir í sínu lífi sem vakið hafa mikla athygli. Líf lesbískrar nunnu á tímum endurreisnarinnar á Ítalíu, sérstök tilbrigði ástar og hjónabands á svipuðum slóðum og tíma, morð, mannát og pyntingar á mönnum og dýrum á öllum tímum og barnaníð í Vínarborg svo nokkur vel þekkt dæmi séu nefnd úr mannskynssögunni sem einsögufræðingar hafa unnið með. Með öðrum orðum, einstaklingar sem hafa misstigið sig í samfélaginu hafa orðið vinsælt viðfangsefni hjá einsögufræðingum, og þá sérstaklega það fólk sem sætt hefur refsingum. Gerð verður tilraun til að draga fram kosti og galla einsögunnar.
Skjalalestur 1550-1850 (SAG444G)
Nemendur öðlast færni í að lesa íslenska skrift frá tímabilinu, einkum frá 17. og 18. öld. Farið verður í helstu atriði skriftarþróunar, rætt um varðveislu ritheimilda og kynntar aðferðir við útgáfu gamalla texta.
Sáttanefndir og störf þeirra 1798-1936 (SAG449G)
Í þessu námskeiði verða nemendur kynntir fyrir störfum sáttanefnda á Íslandi á tímabilinu 1798-1936 og möguleikum sáttanefndabóka sem heimildir fyrir sagnfræðirannsóknir. Fjallað verður um tilurð og eðliseinkenni sáttanefnda í danska konungsríkinu og einkum á Íslandi. Rýnt verður í helstu einkenni sáttanefndabóka, takmarkanir þeirra jafnt sem möguleika fyrir sagnfræðirannsóknir og kynntar verða nokkrar rannsóknir sem notast hafa við þessar heimildir. Loks verða nemendur kynntir fyrir Gagnagrunni sáttanefndabóka, stafrænu vinnutæki til sagnfræðirannsókna sem opnað var almenningi sumarið 2024. Í gagnagrunninum má finna efnisskráningu allra mála í varðveittum sáttanefndabókum frá tímabilinu 1798 til 1936 auk þess sem gagnagrunnurinn veitir beinan aðgang að bókunum sjálfum á stafrænu formi. Nemendur munu læra að nota gagnagrunninn við rannsóknir með litlum heimaverkefnum og vinna lokaverkefni byggt á sjálfstæðri rannsókn á efni úr sáttabókum.
Þættir úr sögu og heimspeki vísindanna (SAG448G)
Markmið námskeiðsins er að kynna nemendum þróun og eðli vísinda með því að rekja dæmi úr vísindasögunni og nýleg viðhorf sem varða eðli, markmið og þróun vísinda. Sérstök áhersla verður lögð á sögu eðlisvísinda frá Aristótelesi fram á daga Newtons, þar á meðal hræringar í stjörnufræði í Vísindabyltingunni. Auk þessa verður saga þróunarkenningar Darwins skoðuð sérstaklega. Þá verður lögð sérstök áhersla á að skoða sögu vísinda út frá ólíkum hugmyndum um vísindalegar framfarir og út frá nýlegum hugmyndum um tengsl vísinda og samfélags. Námsefnið getur breyst með hliðsjón af áhugasviði nemenda.
Fjölskyldusaga 19. og 20. aldar (SAG450G)
Í námskeiðinu er horft á félagslega og menningarlega þróun fjölskyldulífs á Íslandi og víðar á 19. og 20. öld. Horft verður til efnahagslegra og lýðfræðilegra þátta sem hafa haft áhrif á fjölskyldur – t.d. iðnvæðingar, þéttbýlismyndunar, giftinga, frjósemi og dánartíðni. Einnig verður fjallað um heimilið og heimilisstörf, hin óljósu mörk á milli vinnu og frítíma og skoðað verður hvernig hlutverka- og verkaskipting kynjanna þróaðist á tímabilinu. Ennfremur verður litið til fjölbreytni í fjölskyldugerðum, hvað varðar kyn, kynþætti og þjóðerni – á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi.
Bergmál alþjóðlegra miðalda í samtímasögu (SAG413M)
Námskeiðið „Echoes of a Global Medieval Ages in Contemporary History“ kannar mót miðalda og samtímans, með því að skoða hvernig minningar, tákn og frásagnir miðalda halda áfram að móta núverandi hugmyndafræði, sjálfsmyndir og hnattræn sjónarmið. Með þematískri rannsókn á ákveðnum svæðum greinir námskeiðið hvernig ólík samfélög í dag endurtúlka og endurbyggja miðaldafortíð sína en einnig munum við fjalla um arfleifð heimsvaldastefnu, þjóðernishyggju og samskipti á milli menningarheima. Lykilatriði eru meðal annars áhrif stjórnarhátta, menningartákna, viðskiptaneta og hugmyndafræðilegra átaka miðalda á málefni samtímans.
Þýska Weimar-lýðveldið (1919-1933) og kreppa nútímans (SAG452G)
Námskeiðið fjallar um samfélag og menningu Weimar-lýðveldisins frá lokum fyrri heimsstyrjaldar til valdatöku nasista 1933. Námskeiðið veitir nemendum innsýn í sögu millistríðsáranna í Evrópu, þar á meðal mikilvægi og afleiðingar fyrri heimsstyrjaldarinnar og Versalasamninganna, menningarlegrar gerjunar þriðja áratugarins, ástæðum og afleiðingum kreppunnar miklu og uppgangi öfgahreyfinga.
Í námskeiðinui kynnast nemendur helstu kenningum og söguskoðunum um Þýskaland millistríðsáranna, þar á meðal hugmyndina um „sérleiðina“ (Sonderweg), rýtingsstungumýtuna, auk hagræðingarhreyfingunni (rationalization movement) fordisma og Ameríkaníseringu. Áhersla námskeiðsins er á stjórnmál, samfélag og menningu Weimar, og andstæður amerískrar fjöldamenningar og avant-garde módernisma annars vegar og nánast viðvarandi efnahagslegrar og pólítískrar kreppu hins vegar. Þó ris andlýðræðislegrar þjóðernishyggju og nasisma séu aldrei langt undan í sögu Weimar, m.a. í ljósi kenninga um þýsku sérleiðina, þá er efni námskeiðsins ekki uppgangur nasismans, heldur það samfélag sem hann braut á bak.
Kennslubækur námskeiðsins eru klassískt brautryðjendaverk Detlev Peukert Weimar Republic: The Crisis of Classical Modernity (1993), og bók Eric Weitz, Weimar Germany: Promise and Tragedy (2007).
Gúttóslagurinn, andfasistar og Stonewall: Heimssaga fjöldahreyfinga og róttæklinga (SAG451G)
Í þessu námskeiði eru þau áhrif sem ýmsar fjöldahreyfingar hafa haft á nútíma samfélög skoðaðar. Hvaða kröfur voru fjöldahreyfingarnar með, hvernig var baráttan réttlát, hvernig náðu þær að mynda sátt og safna fjöldanum til sín?
Námskeiðið mun skoða þessa hreyfingar sem part af stærri heimssögu (e. global history) þar sem atburðir í einu landi er sett í alþjóðlegt samhengi. Síðast en ekki síst verða fjöldahreyfingar skoðaðar út frá söguspeki og hvernig saga þeirra er túlkuð út frá kenningum um þrætugjörn stjórnmál (e. contentious politics) og notkun sameigninlegra minninga (e. collective memory.)
Í hverri viku eru teknar fyrir mismunandi fjöldahreyfingar og sögulegur bakgrunnur þeirra. Um er að ræða hreyfingar sem ollu samfélagsbreytingum eins og verkalýðshreyfingar, kvennahreyfingar, friðarhreyfingar, andfasisma, hreyfingar hinsegin fólks og umhverfisverndarhreyfingar. Markmiðið er að nemendur öðlist skilning á áhrifum fjöldahreyfinga á mótun lýðræðissamfélagsins. Á sama tíma fá nemendur dýpri skilning á sögulegu umhverfi bæði á Íslandi og í heiminum þar sem þessar hreyfingar náðu sessi.
Íslenska heimilið á 18. öld (SAG414M)
Í námskeiðinu er fjallað ítarlega um íslensk heimili á 18. öld. Hvaða mismunandi gerðir heimila voru í samfélaginu og hver var munurinn á heimilum bænda, sjómanna, presta, húsmanna og fátæklinga? Hvernig komst ungt fólk af heimilum foreldra sinna og stofnaði sín eigin? Hvernig var heimilisfólkinu framfært og hvaða aukaútgjöldum eins og leigu og sköttum þurfti heimilið að standa skil á? Hvernig virkaði sjálfsþurftarbúskapur og stunduðu heimilin einhverja verslun?
Námskeiðið kynnir nemendur fyrir þeim ríkulegu heimildum frá 18. öld sem veita okkur innsýn í búskap og heimilislíf þessa tíma, allt frá manntalinu 1703 til ferðabóka og tímaritsgreina upplýsingamanna frá seinni hluta aldarinnar. Í því eru m.a. æfðar aðferðir við skráningu stafrænna upplýsinga úr hagheimildum fyrir tölfræðilega úrvinnslu.
Stúlknagarmar og dyggðugar frúr. Konur á Íslandi frá lokum átjándu aldar til þeirrar tuttugustu. (SAG412M)
Í námskeiðinu er fjallað um stöðu kvenna á Íslandi á því sem mætti kalla hina löngu nítjándu öld. Markmiðið er að kanna heimildir sem varpa ljósi á kjör, möguleika og atbeina kvenna, jafnt í sveit og þéttbýli. Tímabilið verður skoðað bæði út frá þemum og í tímaröð, en þessi langi tímarammi gefur möguleika á að greina og kanna þær breytingar sem urðu á kjörum kvenna. Skoðað verður hvaða réttinda konur nutu fyrir lögum – voru þær sjálfráða? Gátu þær farið utan til mennta eða yfirhöfuð ferðast? Gifst þeim sem þær vildu? Verið með eigin rekstur? Í hvernig fötum gengu þær? Hvaða störfum sinntu þær inni á heimilinu og utan? Staða kvenna á Íslandi verður skoðuð í þverþjóðlegum samhengi, bæði hvað varðar lögformleg réttindi og gerendahæfni, en einnig með tilliti til hinna stóru kenningaramma um sögu kvenna á nítjándu öld (s.s. aðskilin svið). Tímabilið afmarkast af lokum átjándu aldar, en til eru prentaðar heimildir (sendibréf) og rannsóknir sem varpa ljósi á líf kvenna á þessum tíma, og aldamótunum 1900 þegar íslensk kvennahreyfing og baráttan fyrir réttindum kvenna var komin af stað og nýir tímar í vændum. Kafað verður ofan í æviminningar, útfararræður og sendibréf auk annarra heimilda og fræðirita um tímabilið til þess að komast sem næst hugarheimi og því sem kalla má reynslu kvenna og viðhorfum.
Rannsóknir og heimildaleit í skjalasöfnum (SAG206M)
Nemendur læra og þjálfast í aðferðum skjalfræðilegra rannsókna, heimildaleit í skjalasöfnum og að meta heimildagildi skjala. Nemendur taka þátt í verklegum æfingum sem tengjast námsefni.
Rómverja saga (SAG271G)
Arfur Rómaveldis í vestrænni menningu síðari alda er afgerandi og ristir djúpt. Í þessu námskeiði verður fjallað um sögu Rómaveldis frá upphafi fram til fjórðu aldar, frá stofnun borgarinnar til Konstantínusar mikla. Þetta er stórveldistími Rómar, þar sem hún rís frá því að vera bær í afskekktu héraði til stórborgar sem drottnaði yfir og skóp heim Miðjarðarhafsins. Þetta er ekki einföld saga um ris, hátind og hnignun heldur margbrotin saga umbreytinga og átaka í stjórnmálum og stjórnspeki, menningu og listum, efnahag og verslun, trú og heimsmynd, lífskjörum og félagslegum aðstæðum.
Auk grunnbókar um sögu tímabilsins ― Mary T. Boatwright et al., The Romans: From Village to Empire; A History of Rome from the Earliest Times to the End of the Western Empire, 2. útg. (Oxford: Oxford University Press, 2011) ― verða lesnar frumheimildir eftir Júlíus Sesar, Livíus, Dio Cassius, Svetóníus, Tacitus, Virgil, Óvidíus og fleiri. Sérstaklega verður hugað að heimildagrundvelli sögunnar, bæði ritheimildum og fornleifum, og spurt hvaða möguleika við höfum til þess að túlka og skilja horfinn heim. Skipti hlutur einstakra leikenda höfuðmáli eða flutu þeir á undirstraumi annarra aflavaka sögulegrar þróunar? Horft verður á nýlega leikna heimildaþáttaröð, Roman Empire: Reign of Blood, Master of Rome, The Mad Emperor (Netflix, 2016‒19) og gagnrýninna spurninga spurt um hvernig fortíðin birtist okkur í frásögn.
Námsmat byggir á ritgerð og lokaprófi.
- Haust
- Drottningar á miðöldum í Norður-EvrópuB
- Skapandi rými – Atbeini og iðkun alþýðufólks á hinni löngu 19. öldB
- Hvað er svona merkilegt við þessa einsögu? Málstofa um aðferðB
- Skjalalestur 1550-1850B
- Kvennafríið 1975: Mýtur og miðlunB
- Opinber skjalavarsla og skjalastjórn í fortíð og nútíðB
- Frá fasisma til popúlisma: Lýðræðiskreppa, róttæk þjóðernishyggja og valdboðshyggja á 20 og 21. öldB
- Norðurheimur á miðöldumB
- Vor
- Sáttanefndir og störf þeirra 1798-1936B
- Þættir úr sögu og heimspeki vísindannaB
- Fjölskyldusaga 19. og 20. aldarB
- Bergmál alþjóðlegra miðalda í samtímasöguB
- Þýska Weimar-lýðveldið (1919-1933) og kreppa nútímansB
- Gúttóslagurinn, andfasistar og Stonewall: Heimssaga fjöldahreyfinga og róttæklingaB
- Íslenska heimilið á 18. öldB
- Stúlknagarmar og dyggðugar frúr. Konur á Íslandi frá lokum átjándu aldar til þeirrar tuttugustu.B
- Rannsóknir og heimildaleit í skjalasöfnumB
- Rómverja sagaB
- Óháð misseri
- BA-ritgerð í sagnfræði
- BA-ritgerð í sagnfræði
- BA-ritgerð í sagnfræði
Drottningar á miðöldum í Norður-Evrópu (SAG359G)
Í námskeiðinu Drottningar á miðöldum í Norður-Evrópu eru pólitísk, menningarleg og trúarleg áhrif drottninga á tímabilinu frá upphafi miðalda og fram til valdatíma Margrétar I og Kalmarsambandsins skoðuð. Þótt drottningar hafi verið hlutar af kerfum sem karlar réðu yfir, var hlutverk þeirra mikilvægt í mótun miðaldasamfélaga í Norður-Evrópu, t.d. í diplomatískum samskiptum ríkja og í miðlun menningar milli landsvæða. Í námskeiðinu er skoðað hvernig drottningar notuðu ættartengsl til að treysta völd og hvernig þær höfðu áhrif í gegnum trúmál og með menningarlegi forystu. Með þematískri nálgun munu nemendur skoða lykilpersónur, greina frumheimildir og kynnast sögulegu umræðu um þessi mál. Í námskeiðinu er lögð áhersla á hversu flókið vald drottninga var og langtímaáhrif þess á ríkisuppbyggingu miðalda og evrópsk stjórnmál. Notast verður bæði við einsögulegar og stórsögulegar nálganir sem stuðla að skilningi nemenda á samspili kynjanna, skipulagi stjórnmála og menningarlandslagi Norður-Evrópu á miðöldum.
Skapandi rými – Atbeini og iðkun alþýðufólks á hinni löngu 19. öld (SAG358G)
Í námskeiðinu verður leitast við að kanna menningar- og efnisheim alþýðufólks á Íslandi á tímabilinu 1770-1930 út frá hugtakinu skapandi rými (e. Creative space). Áhersla verður lögð á að greina möguleika venjulegs fólks til að móta eigin kjör, hugmyndir og sjálfsmyndir innan ríkjandi samfélagsgerðar sem oft er kennd við afturhald, fábreytni og fátækt. Útgangspunktur námskeiðsins eru rannsóknir nýjustu áratuga á læsismenningu og læsisiðkun (e.) á Íslandi á tímabilin sem leitt hafa í ljós hóp fólks frá fyrri tíð sem starfaði á óskilgreindu menningarsvæði í samfélaginu (e. in-between spaces). Þessi hópur verður til umfjöllunar í námskeiðinu en þeir hafa fengið viðurnefnið „berfættu sagnfræðingarnir“. Skoðaðar verða rannsóknir erlendis af svipuðum hópum og þær bornir saman við innlendar rannsóknir og fulltrúa hinna íslensku berfætlinga. Efniviðurinn sem liggur eftir hópinn, sem er af margvíslegum toga, verður lagður til grundvallar í námskeiðinu og hann rannsakaður. Alþýðufræði af ýmsu tagi verða viðfang þessa námskeiðs og mun ekki einskorðast við ritaðar heimildir heldur einnig hlutveruleikann. Námskeiðið mun fjalla um það sem mætti nefna „skapað rými“ á hinni löngu 19. öld.
Hvað er svona merkilegt við þessa einsögu? Málstofa um aðferð (SAG357G)
Reynt er að svara spurningunni hvað einsagan sem sagnfræðileg aðferð býður upp á. Fjallað verður um hvernig sagnfærðingar hafa beitt þessari aðferðafræði bæði hér á landi og erlendis og í því sambandi verða lesnar nokkrar þekktar bækur. Þær eiga það sameiginlegt að vera bæði bráð skemmtilegar og afskaplega áhugaverðar þar sem viðfangsefnin hafa yfirleitt glímt við einhverjar raunir í sínu lífi sem vakið hafa mikla athygli. Líf lesbískrar nunnu á tímum endurreisnarinnar á Ítalíu, sérstök tilbrigði ástar og hjónabands á svipuðum slóðum og tíma, morð, mannát og pyntingar á mönnum og dýrum á öllum tímum og barnaníð í Vínarborg svo nokkur vel þekkt dæmi séu nefnd úr mannskynssögunni sem einsögufræðingar hafa unnið með. Með öðrum orðum, einstaklingar sem hafa misstigið sig í samfélaginu hafa orðið vinsælt viðfangsefni hjá einsögufræðingum, og þá sérstaklega það fólk sem sætt hefur refsingum. Gerð verður tilraun til að draga fram kosti og galla einsögunnar.
Skjalalestur 1550-1850 (SAG444G)
Nemendur öðlast færni í að lesa íslenska skrift frá tímabilinu, einkum frá 17. og 18. öld. Farið verður í helstu atriði skriftarþróunar, rætt um varðveislu ritheimilda og kynntar aðferðir við útgáfu gamalla texta.
Kvennafríið 1975: Mýtur og miðlun (SAG510M)
„Baráttunni lýkur ekki í dag,“ stóð á kröfuspjaldi konu sem var ein af þeim 25.000 sem söfnuðust saman á útifundi í miðborg Reykjavíkur þann 24. október 1975 til að mótmæla kynbundnum launamun og mismunun undir yfirskriftinni Kvennafrí. Kröfuspjaldið er bara eitt dæmi um þær fjölbreyttu leiðir sem konur notuðu til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri þennan dag en tónlist, greinaskrif, ræðuhöld og fjölmiðlaumfjöllun settu svip sinn á hann svo fáein dæmi séu nefnd. Kvennafríið var boðað fyrir atbeina íslenskra kvenna en aðgerðir þeirra spruttu engu að síður úr alþjóðlegum farvegi en íslenskar konur voru hvattar til að fylkja sér bak við kjörorð kvennaárs Sameinuðu þjóðanna: „JAFNRÉTTI – FRAMÞRÓUN – FRIÐUR“. Útgangspunktur námskeiðsins er Kvennafríið 1975 en um leið og kafað verður í sögulega arfleið þessa dags í íslensku og alþjóðlegu samhengi verða nýjar miðlunarleiðir kannaðar í þeim tilgangi að ná til nýrra kynslóða. Námskeiðið er kennt í samvinnu við Rúv og Kvennasögusafn sem fagnar 50 ára afmæli 2025 með sýningu á Landsbókasafni Íslands.
Opinber skjalavarsla og skjalastjórn í fortíð og nútíð (SAG103M)
Í þessu námskeiði er farið yfir hlutverk opinberra skjalasafna og skjalavörslu og skjalastjórn í fortíð og nútíð. Farið verður yfir upprunaregluna og þýðingu hennar fyrir sagnfræðirannsóknir og ágrip af stjórnsýslusögu. Þá verður fjallað um lagaumhverfi opinberrar skjalavörslu og skjalastjórnar á Íslandi og eftirlitshlutverk opinberra skjalasafna. Farið verður yfir skilgreiningu á afhendingarskyldum aðilum og skyldum þeirra samkvæmt lögum. Jafnframt verður fjallað um þróun skjalavörslu og skjalastjórnar á 20. og 21. öld og skjalasöfn og skráning þeirra skoðuð. Þá verður fjallað um uppbyggingu nútíma skjalasafna með tilliti til reglna sem um þau gilda. Helstu verkefni skjalastjóra verða skoðuð. Gestakennarar eru m.a. sérfræðingar í Þjóðskjalasafni Íslands og munu þeir fara yfir helstu verkþætti í skjalavörslu og skjalastjórn afhendingarskyldra aðila.
Frá fasisma til popúlisma: Lýðræðiskreppa, róttæk þjóðernishyggja og valdboðshyggja á 20 og 21. öld (SAG604M)
Uppgangur popúlistaflokka og valdboðsstjórna á undanförnum árum hefur beinst að frjálslyndu lýðræði (liberal democracy) og vakið spurningar um hvar staðsetja eigi þessi öfl á hinu pólitíska litrófi og hvernig skilgreina eigi hugmyndafræði þeirra og sögulegar rætur. Á námskeiðinu verður fjallað um lýðræðiskreppur með því að beina sjónum að fasisma og nasisma á fyrri hluta síðustu aldar og popúlisma og valdboðshyggju í samtímanum. Þótt megináherslan verði á Evrópu verða birtingarmyndir róttækrar þjóðernishyggju og hugmyndafræði pólitískra afla sem berjast gegn frjálslyndu lýðræði skoðaðar í öðrum heimshlutum. Áhersla verður lögð á að kryfja ýmis álitamál sem tengjast fasisma/nasisma, valdboðshyggju og hægri og vinstri popúlisma. Þá verða tengsl stjórnmála- og efnahagskreppu greind með skírskotun til þátta eins og kynþáttastefnu, kyngervis, nútímavæðingar, menningar, velferðarhugmynda og utanríkismála. Hugað verður sérstaklega að stjórnmála- og samfélagsþróun í Þýskalandi og Ítalíu, þar sem nasistar/fasistar komust til valda og höfðu mest áhrif, en einnig verður fjallað um fasistahreyfingar og valdboðsstjórnir öðrum löndum. Í samtímanum verða popúlistaflokkar settir í sögulegt samhengi, hugmyndafræði og stefna þeirra greind og gerð tilraun til að skýra „popúlíska valdboðshyggju“ í framkvæmd.
Norðurheimur á miðöldum (SAG716M)
Sögulegt yfirlit og saga rannsóknarhefðar um valin þemu norrænna miðalda, með áherslu á Ísland og Noreg frá víkingaöld fram til fjórtándu aldar. Þemu telja, m.a.: vald, konungur og ríki; lög og fæðardeilur; kyngervi, mægðir og félagstengsl; trú og hugarfar; kristnitaka, kristni og kirkja; efnahagur. Grunnþekking í atburðasögu tímabilsins er hjálpleg en ekki skilyrði. Leskunnátta í þýsku og norrænum málum er einnig hjálpleg en ekki skilyrði (skyldulesefni er allt á ensku). Nemendur semja eina ritgerð og stýra umræðum; ekkert skriflegt próf.
Sáttanefndir og störf þeirra 1798-1936 (SAG449G)
Í þessu námskeiði verða nemendur kynntir fyrir störfum sáttanefnda á Íslandi á tímabilinu 1798-1936 og möguleikum sáttanefndabóka sem heimildir fyrir sagnfræðirannsóknir. Fjallað verður um tilurð og eðliseinkenni sáttanefnda í danska konungsríkinu og einkum á Íslandi. Rýnt verður í helstu einkenni sáttanefndabóka, takmarkanir þeirra jafnt sem möguleika fyrir sagnfræðirannsóknir og kynntar verða nokkrar rannsóknir sem notast hafa við þessar heimildir. Loks verða nemendur kynntir fyrir Gagnagrunni sáttanefndabóka, stafrænu vinnutæki til sagnfræðirannsókna sem opnað var almenningi sumarið 2024. Í gagnagrunninum má finna efnisskráningu allra mála í varðveittum sáttanefndabókum frá tímabilinu 1798 til 1936 auk þess sem gagnagrunnurinn veitir beinan aðgang að bókunum sjálfum á stafrænu formi. Nemendur munu læra að nota gagnagrunninn við rannsóknir með litlum heimaverkefnum og vinna lokaverkefni byggt á sjálfstæðri rannsókn á efni úr sáttabókum.
Þættir úr sögu og heimspeki vísindanna (SAG448G)
Markmið námskeiðsins er að kynna nemendum þróun og eðli vísinda með því að rekja dæmi úr vísindasögunni og nýleg viðhorf sem varða eðli, markmið og þróun vísinda. Sérstök áhersla verður lögð á sögu eðlisvísinda frá Aristótelesi fram á daga Newtons, þar á meðal hræringar í stjörnufræði í Vísindabyltingunni. Auk þessa verður saga þróunarkenningar Darwins skoðuð sérstaklega. Þá verður lögð sérstök áhersla á að skoða sögu vísinda út frá ólíkum hugmyndum um vísindalegar framfarir og út frá nýlegum hugmyndum um tengsl vísinda og samfélags. Námsefnið getur breyst með hliðsjón af áhugasviði nemenda.
Fjölskyldusaga 19. og 20. aldar (SAG450G)
Í námskeiðinu er horft á félagslega og menningarlega þróun fjölskyldulífs á Íslandi og víðar á 19. og 20. öld. Horft verður til efnahagslegra og lýðfræðilegra þátta sem hafa haft áhrif á fjölskyldur – t.d. iðnvæðingar, þéttbýlismyndunar, giftinga, frjósemi og dánartíðni. Einnig verður fjallað um heimilið og heimilisstörf, hin óljósu mörk á milli vinnu og frítíma og skoðað verður hvernig hlutverka- og verkaskipting kynjanna þróaðist á tímabilinu. Ennfremur verður litið til fjölbreytni í fjölskyldugerðum, hvað varðar kyn, kynþætti og þjóðerni – á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi.
Bergmál alþjóðlegra miðalda í samtímasögu (SAG413M)
Námskeiðið „Echoes of a Global Medieval Ages in Contemporary History“ kannar mót miðalda og samtímans, með því að skoða hvernig minningar, tákn og frásagnir miðalda halda áfram að móta núverandi hugmyndafræði, sjálfsmyndir og hnattræn sjónarmið. Með þematískri rannsókn á ákveðnum svæðum greinir námskeiðið hvernig ólík samfélög í dag endurtúlka og endurbyggja miðaldafortíð sína en einnig munum við fjalla um arfleifð heimsvaldastefnu, þjóðernishyggju og samskipti á milli menningarheima. Lykilatriði eru meðal annars áhrif stjórnarhátta, menningartákna, viðskiptaneta og hugmyndafræðilegra átaka miðalda á málefni samtímans.
Þýska Weimar-lýðveldið (1919-1933) og kreppa nútímans (SAG452G)
Námskeiðið fjallar um samfélag og menningu Weimar-lýðveldisins frá lokum fyrri heimsstyrjaldar til valdatöku nasista 1933. Námskeiðið veitir nemendum innsýn í sögu millistríðsáranna í Evrópu, þar á meðal mikilvægi og afleiðingar fyrri heimsstyrjaldarinnar og Versalasamninganna, menningarlegrar gerjunar þriðja áratugarins, ástæðum og afleiðingum kreppunnar miklu og uppgangi öfgahreyfinga.
Í námskeiðinui kynnast nemendur helstu kenningum og söguskoðunum um Þýskaland millistríðsáranna, þar á meðal hugmyndina um „sérleiðina“ (Sonderweg), rýtingsstungumýtuna, auk hagræðingarhreyfingunni (rationalization movement) fordisma og Ameríkaníseringu. Áhersla námskeiðsins er á stjórnmál, samfélag og menningu Weimar, og andstæður amerískrar fjöldamenningar og avant-garde módernisma annars vegar og nánast viðvarandi efnahagslegrar og pólítískrar kreppu hins vegar. Þó ris andlýðræðislegrar þjóðernishyggju og nasisma séu aldrei langt undan í sögu Weimar, m.a. í ljósi kenninga um þýsku sérleiðina, þá er efni námskeiðsins ekki uppgangur nasismans, heldur það samfélag sem hann braut á bak.
Kennslubækur námskeiðsins eru klassískt brautryðjendaverk Detlev Peukert Weimar Republic: The Crisis of Classical Modernity (1993), og bók Eric Weitz, Weimar Germany: Promise and Tragedy (2007).
Gúttóslagurinn, andfasistar og Stonewall: Heimssaga fjöldahreyfinga og róttæklinga (SAG451G)
Í þessu námskeiði eru þau áhrif sem ýmsar fjöldahreyfingar hafa haft á nútíma samfélög skoðaðar. Hvaða kröfur voru fjöldahreyfingarnar með, hvernig var baráttan réttlát, hvernig náðu þær að mynda sátt og safna fjöldanum til sín?
Námskeiðið mun skoða þessa hreyfingar sem part af stærri heimssögu (e. global history) þar sem atburðir í einu landi er sett í alþjóðlegt samhengi. Síðast en ekki síst verða fjöldahreyfingar skoðaðar út frá söguspeki og hvernig saga þeirra er túlkuð út frá kenningum um þrætugjörn stjórnmál (e. contentious politics) og notkun sameigninlegra minninga (e. collective memory.)
Í hverri viku eru teknar fyrir mismunandi fjöldahreyfingar og sögulegur bakgrunnur þeirra. Um er að ræða hreyfingar sem ollu samfélagsbreytingum eins og verkalýðshreyfingar, kvennahreyfingar, friðarhreyfingar, andfasisma, hreyfingar hinsegin fólks og umhverfisverndarhreyfingar. Markmiðið er að nemendur öðlist skilning á áhrifum fjöldahreyfinga á mótun lýðræðissamfélagsins. Á sama tíma fá nemendur dýpri skilning á sögulegu umhverfi bæði á Íslandi og í heiminum þar sem þessar hreyfingar náðu sessi.
Íslenska heimilið á 18. öld (SAG414M)
Í námskeiðinu er fjallað ítarlega um íslensk heimili á 18. öld. Hvaða mismunandi gerðir heimila voru í samfélaginu og hver var munurinn á heimilum bænda, sjómanna, presta, húsmanna og fátæklinga? Hvernig komst ungt fólk af heimilum foreldra sinna og stofnaði sín eigin? Hvernig var heimilisfólkinu framfært og hvaða aukaútgjöldum eins og leigu og sköttum þurfti heimilið að standa skil á? Hvernig virkaði sjálfsþurftarbúskapur og stunduðu heimilin einhverja verslun?
Námskeiðið kynnir nemendur fyrir þeim ríkulegu heimildum frá 18. öld sem veita okkur innsýn í búskap og heimilislíf þessa tíma, allt frá manntalinu 1703 til ferðabóka og tímaritsgreina upplýsingamanna frá seinni hluta aldarinnar. Í því eru m.a. æfðar aðferðir við skráningu stafrænna upplýsinga úr hagheimildum fyrir tölfræðilega úrvinnslu.
Stúlknagarmar og dyggðugar frúr. Konur á Íslandi frá lokum átjándu aldar til þeirrar tuttugustu. (SAG412M)
Í námskeiðinu er fjallað um stöðu kvenna á Íslandi á því sem mætti kalla hina löngu nítjándu öld. Markmiðið er að kanna heimildir sem varpa ljósi á kjör, möguleika og atbeina kvenna, jafnt í sveit og þéttbýli. Tímabilið verður skoðað bæði út frá þemum og í tímaröð, en þessi langi tímarammi gefur möguleika á að greina og kanna þær breytingar sem urðu á kjörum kvenna. Skoðað verður hvaða réttinda konur nutu fyrir lögum – voru þær sjálfráða? Gátu þær farið utan til mennta eða yfirhöfuð ferðast? Gifst þeim sem þær vildu? Verið með eigin rekstur? Í hvernig fötum gengu þær? Hvaða störfum sinntu þær inni á heimilinu og utan? Staða kvenna á Íslandi verður skoðuð í þverþjóðlegum samhengi, bæði hvað varðar lögformleg réttindi og gerendahæfni, en einnig með tilliti til hinna stóru kenningaramma um sögu kvenna á nítjándu öld (s.s. aðskilin svið). Tímabilið afmarkast af lokum átjándu aldar, en til eru prentaðar heimildir (sendibréf) og rannsóknir sem varpa ljósi á líf kvenna á þessum tíma, og aldamótunum 1900 þegar íslensk kvennahreyfing og baráttan fyrir réttindum kvenna var komin af stað og nýir tímar í vændum. Kafað verður ofan í æviminningar, útfararræður og sendibréf auk annarra heimilda og fræðirita um tímabilið til þess að komast sem næst hugarheimi og því sem kalla má reynslu kvenna og viðhorfum.
Rannsóknir og heimildaleit í skjalasöfnum (SAG206M)
Nemendur læra og þjálfast í aðferðum skjalfræðilegra rannsókna, heimildaleit í skjalasöfnum og að meta heimildagildi skjala. Nemendur taka þátt í verklegum æfingum sem tengjast námsefni.
Rómverja saga (SAG271G)
Arfur Rómaveldis í vestrænni menningu síðari alda er afgerandi og ristir djúpt. Í þessu námskeiði verður fjallað um sögu Rómaveldis frá upphafi fram til fjórðu aldar, frá stofnun borgarinnar til Konstantínusar mikla. Þetta er stórveldistími Rómar, þar sem hún rís frá því að vera bær í afskekktu héraði til stórborgar sem drottnaði yfir og skóp heim Miðjarðarhafsins. Þetta er ekki einföld saga um ris, hátind og hnignun heldur margbrotin saga umbreytinga og átaka í stjórnmálum og stjórnspeki, menningu og listum, efnahag og verslun, trú og heimsmynd, lífskjörum og félagslegum aðstæðum.
Auk grunnbókar um sögu tímabilsins ― Mary T. Boatwright et al., The Romans: From Village to Empire; A History of Rome from the Earliest Times to the End of the Western Empire, 2. útg. (Oxford: Oxford University Press, 2011) ― verða lesnar frumheimildir eftir Júlíus Sesar, Livíus, Dio Cassius, Svetóníus, Tacitus, Virgil, Óvidíus og fleiri. Sérstaklega verður hugað að heimildagrundvelli sögunnar, bæði ritheimildum og fornleifum, og spurt hvaða möguleika við höfum til þess að túlka og skilja horfinn heim. Skipti hlutur einstakra leikenda höfuðmáli eða flutu þeir á undirstraumi annarra aflavaka sögulegrar þróunar? Horft verður á nýlega leikna heimildaþáttaröð, Roman Empire: Reign of Blood, Master of Rome, The Mad Emperor (Netflix, 2016‒19) og gagnrýninna spurninga spurt um hvernig fortíðin birtist okkur í frásögn.
Námsmat byggir á ritgerð og lokaprófi.
BA-ritgerð í sagnfræði (SAG261L, SAG261L, SAG261L)
Nemendur skrifa BA-ritgerð um rannsóknarefni að eigin vali í samráði við leiðbeinanda sinn. Lokaritgerð er ætlað að sýna hæfni nemenda til sjálfstæðra vinnubragða, til skipulegrar úrvinnslu efnis og heimilda, svo og til notkunar fræðilegra hjálpargagna. Sjá nánar: leiðbeiningar um ritgerðasmíð í sagnfræði
BA-ritgerð í sagnfræði (SAG261L, SAG261L, SAG261L)
Nemendur skrifa BA-ritgerð um rannsóknarefni að eigin vali í samráði við leiðbeinanda sinn. Lokaritgerð er ætlað að sýna hæfni nemenda til sjálfstæðra vinnubragða, til skipulegrar úrvinnslu efnis og heimilda, svo og til notkunar fræðilegra hjálpargagna. Sjá nánar: leiðbeiningar um ritgerðasmíð í sagnfræði
BA-ritgerð í sagnfræði (SAG261L, SAG261L, SAG261L)
Nemendur skrifa BA-ritgerð um rannsóknarefni að eigin vali í samráði við leiðbeinanda sinn. Lokaritgerð er ætlað að sýna hæfni nemenda til sjálfstæðra vinnubragða, til skipulegrar úrvinnslu efnis og heimilda, svo og til notkunar fræðilegra hjálpargagna. Sjá nánar: leiðbeiningar um ritgerðasmíð í sagnfræði
- Haust
- Inngangur að fornleifafræðiV
- Kennileg fornleifafræðiV
- Heildahagfræði I (Þjóðhagfræði I)V
- FornaldarheimspekiV
- Gagnrýnin hugsunV
- Stjórnmál og samfélagV
- Hugmyndasaga 19. og 20. aldarV
- Bráðnandi klukkur og filmur: Súrrealismi í frásagnarbíóinuV
- Myndlist á Vesturlöndum frá 1348–1848V
- Íslensk myndlist 1870-1970V
- Almenn lögfræði ásamt ágripi af réttarsöguV
- Saga Mið-Austurlanda IV
- VíkingaöldinV
- Rússland: Saga og menning AV
- Inngangur að stjórnmálafræði: Íslenska stjórnkerfiðV
- Alþjóðastjórnmál: InngangurV
- Þættir úr íslenskri stjórnmálasöguV
- The Arctic CircleV
- Hnattrænar loftslagsbreytingarV
- Líkamsmenning: Útlit, hegðun, heilsaVE
- Íslenskar sagnir, þjóðtrú og samfélag: Sagnahefð, hulduverur og sköpun þjóðarímyndarVE
- Vor
- BókmenntasagaV
- ForsagaV
- Fornleifafræði eftir 1500V
- NýaldarheimspekiV
- Íslensk bókmenntasaga til 1900V
- History of China I: From Mythological Origins to Late MingVE
- Þættir úr hugmyndasögu fornaldarV
- Heimur Rómverja: Saga og samfélagVE
- KvikmyndasagaV
- Íslensk myndlist í samtíðV
- Alþjóðleg nútímalistasaga frá 1850-1960V
- Saga Mið-Austurlanda IIV
- Norræn trúV
- Ímynduð samfélög og þjóðmenning: Þjóðir, ímyndir og alþýðuhefðirVE
Inngangur að fornleifafræði (FOR103G)
Yfirlitsnámskeið um viðfangsefni og aðferðir fornleifafræðinnar. Hvað er fornleifafræði? Saga fornleifafræðinnar, hugmyndafræðilegur grundvöllur og samband hennar við aðrar greinar fortíðarvísinda. Hvernig eru fornleifar notaðar til að varpa ljósi á samfélagsgerð, umhverfi, hagkerfi og viðskipti, trú og hugmyndafræði, þróun og breytileika?
Kennileg fornleifafræði (FOR408G)
Markmiðið með námskeiðinu er að veita nemendum innsýn í kennilegan bakgrunn fornleifafræðinnar, einkum í Evrópu og Norður-Ameríku. Farið verður yfir sögu kenninga og skýrt frá áhrifum þeirra á þróun fræðigreina almennt. Merking kennilegrar fornleifafræði verður reifuð, samhliða því sem farið verður ítarlega yfir helstu kenningar, strauma og stefnur, og áhrif þeirra á fræðigreinina. Kennt verður með fyrirlestrum, auk þess sem nemendur verða látnir taka þátt í umræðum og vinna að hópverkefnum (4-5 nemendur saman) um kenningar fornleifafræðinnar og kynna niðurstöður þess með framsögu.
Heildahagfræði I (Þjóðhagfræði I) (HAG103G)
Markmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í helstu kenningar og hugtök heildahagfræði. Fjallað verður um lögmál efnahagslífsins og helstu grundvallarkenningar heildahagfræðinnar um þróun hagstærða til skamms og langs tíma ásamt helstu hugtökum í efnahagsumræðu. Áhersla er lögð bæði á fræðilegt inntak og hagnýtt gildi námsefnisins og tengsl þess við ýmis efnahagsmál, sem eru ofarlega á baugi á Íslandi og erlendis. Staðgóð þekking á þjóðhagfræði býr nemendur undir ýmis önnur námskeið, og lífið.
Fornaldarheimspeki (HSP104G)
Veitt verður yfirlit yfir heimspeki fornaldar, byggt á nákvæmum lestri frumtexta. Fjallað verður um frumherja grískrar heimspeki fram yfir daga Sókratesar, heimspeki Platons og Aristótelesar, sem og arftaka þeirra, efahyggjumenn, epikúringa og stóumenn. Meginmarkmið námskeiðsins er að veita yfirsýn yfir og skilning á þróun fornaldarheimspeki frá frumherjunum til síðfornaldar. Auk þess er námskeiðinu ætlað að kynna nemendum samhengi heimspekisögu og heimspekilegrar rökræðu og þjálfa þá í að lesa og greina heimspekirit liðins tíma. Að námskeiðinu loknu eiga nemendur að þekkja helstu tímabil og höfunda fornaldarheimspeki, sem og hugmyndir þeirra og röksemdir. Þeir ættu að geta gert grein fyrir skoðunum fornaldarheimspekinga, stutt greinargerðina tilvísunum í frumtexta og borið saman hugmyndir ólíkra heimspekinga. Auk þess ættu þeir að hafa skilning á mikilvægi heimspekisögu fyrir heimspekilega rökræðu, sögulegum uppruna sígildra heimspekilegra vandamála.
Gagnrýnin hugsun (HSP105G)
Námskeiðinu er ætlað að gera nemendum grein fyrir mikilvægi gagnrýninnar hugsunar með því að kynna helstu hugtök og aðferðir og mismunandi skilning á eðli og hlutverki hennar. Nemendur verða þjálfaðir í gagnrýninni hugsun eins og hún kemur fyrir í heimspeki og í daglegu lífi og starfi. Lögð er áhersla á að greina röksemdafærslur. Ítarlega verður farið í samband gagnrýninnar hugsunar og siðfræði.
Kennslan fer fram í fyrirlestrum og umræðutímum. Sérstök áhersla er lögð á umræður um raunhæf úrlausnarefni. Reynt verður að hafa verkefni eins hagnýt og kostur er og tengja þau sem flestum sviðum daglegrar reynslu.
Stjórnmál og samfélag (HSP107G)
Nemendur kynnast sígildum kenningum og álitamálum í samtímaumræðu á sviði stjórnspeki og félagslegrar heimspeki og öðlast færni í rökræðu um skipan lýðræðissamfélagsins. Nemendur læra að greina lykilhugtök í heimspekilegri orðræðu um ríki og réttlátt samfélag og tengja við viðfangsefni stjórnmála með sérstakri vísan í íslenskt samfélag.
Hugmyndasaga 19. og 20. aldar (HSP321G)
Í þessu námskeiði eru hugmyndir sem höfðu grundvallaráhrif á vestræna heimspeki og hugmyndahefðir skoðaðar út frá 19. og 20. öldinni. Um er að ræða þær hugmyndir sem ollu samfélagsbreytingum á borð við frelsi, veraldarhyggju, jafnrétti, andóf, samband einstaklings og samfélags, hugmyndir um tilvist og sál, kúgun, misrétti, ríki sem og kapítalisma. Síðast og ekki síst verða skoðaðar hugmyndir um söguna, tímann og þróun mannkyns og plánetu.
Í hverri viku fyrir sig er tekin fyrir nýr hugsuður eða ný hugmynd sem olli straumhvörfum í vestrænni hugmyndasögu. Hugsuðir á borð við G.W.F. Hegel, Karl Marx, Sigmund Freud, Rosu Luxembourg og Emmu Goldman verða teknir fyrir og áhrifamiklar stefnur á borð við fyrirbærafræði, nýfrjálshyggju eða póststrúktúralisma.
Markmiðið er að lesa verk þessara höfunda eða stefna út frá þeim tíðaranda sem verkin spruttu úr hverju sinni (að svo miklu leyti sem við fólk á 21. öldinni getum lesið tíðaranda eldri tíma). Á sama tíma er markmiðið að lesa djúpt frumtexta til þess að öðlast margvíðan skilning á hugmyndunum. Mikilvægt stef námskeiðsins er einnig að hugsa um þessar hugmyndir út frá samtímanum og þeim álitaefnum sem eru í deiglunni hverju sinni.
Bráðnandi klukkur og filmur: Súrrealismi í frásagnarbíóinu (KVI313G)
Súrrealismi kom fram í tilvistarkreppu millistríðsáranna sem viðbragð við því að Evrópa hafði í fyrri heimsstyrjöldinni lagt sjálfa sig í rúst á máta sem átti sér enga sögulega forvera. Rökvísi og hugmyndin um „skynsamlegt þjóðskipulag“ hafði leitt til gjöreyðingar og súrrelistarnir af þessum sökum höfnuðu fyrrir viðmiðum um hið röklega og héldu þess í stað á mið dulvitundarinnar og drauma. Súrrealísk list kannar öðru fremur mörkin milli vitundarinnar og dulvitundarinnar, drauma og veruleika.
Á grundvelli Freuds og annarra aðferða í sálgreiningu, dulspeki og hugmynda um hvernig losna skuli undan oki siðmenningarinnar hefur súrrealisminn, eins og hann kom fram á tíma sögulegu framúrstefnunnar, þróast áfram og í kvikmyndum allt fram til Hollywood samtímans. Þessi áfangi mun gaumgæfa þessa söguþróun, allt frá André Breton og Salvador Dalí til David Lynch og Lady Gaga, og rekja áhrif liststefnunnar á frásagnarbíóið. Meðal leikstjóra og listamanna sem fjallað verður um í áfanganum má nefna: Luis Buñuel, Jean Cocteau, Maya Derren, Federico Felini, Jan Svankmajer, the Quay Brothers, Alejandro Jodorowsy, David Lynch, Michel Gondry, og Charlie Kaufman.
Myndlist á Vesturlöndum frá 1348–1848 (LIS004G)
Í námskeiðinu verða meginverk í listasögu Vesturlanda frá frum-endurreisn til fyrri hluta nítjándu aldar tekin til skoðunar. Landfræðilega er sjónum beint að listaverkum frá Ítalíu og Spáni, Frakklandi, Niðurlöndum, Þýskalandi og Englandi. Fjallað verður um helstu aðferðir og skóla, akademíur og birtingarform myndlistar í trúarlegu, pólitísku og samfélagslegu samhengi. Fjallað verður um málaralist, höggmyndalist, byggingarlist, listiðnað og prentmyndir. Leitast verður við að skoða að hvaða leyti listin speglar samfélagið, hvernig myndmál speglar lífssýn og heimsmynd manna á ólíkum tímabilum. Fjallað er um breytilegt inntak tíma og rýmis á hverjum tíma, breytingar á táknrænni mynd líkama, um stöðu og samfélagshlutverk listamann og samspil listar og valdastofnana. Í tengslum við þessi viðfangsefni verða lykilverk hvers tíma tekin til ítarlegrar túlkunar og dreifingarsaga þeirra rædd.
Íslensk myndlist 1870-1970 (LIS102G)
Saga íslenskrar myndlistar frá 1870 til 1970. Fjallað er um upphaf íslenskrar nútímamyndlistar, einstaka myndlistarmenn og mótandi öfl í íslensku myndlistarlífi, áhrif erlendra listhugmynda og stefna, tilraunir til að skilgreina "þjóðlega" íslenska myndlist, stuðning og áhrif yfirvalda á myndlistarþróun, togstreitu milli málsvara þjóðlegrar listar og óþjóðlegrar listar, einnig milli "tilfinningatjáningar" annars vegar og "vitsmunalegrar" framsetningar hins vegar, innlenda listmenntun og megineinkenni myndlistarumfjöllunar eins og hún birtist á hverjum tíma í dagblöðum og tímaritum. Leitast verður við að meta sérkenni íslenskrar myndlistar í samhengi við erlenda listþróun, en einnig í ljósi íslenskrar samfélagsþróunar og sögu. Kennt í HÍ
Almenn lögfræði ásamt ágripi af réttarsögu (LÖG103G)
Í námskeiðinu er fjallað ítarlega um hina lagalegu aðferð, ýmis grunnhugtök lögfræðinnar sem henni tengjast og nemendum kynnt valin efni um sögulega þróun íslensks réttar. Meginefni námskeiðsins er tvískipt: Í fyrri hluta, réttarheimildafræði, er fjallað um réttarheimildirnar, rétthæð þeirra og innbyrðis samband og nemendum kynnt valdir þættir í réttarsögu Íslands. Einnig er fjallað um réttarkerfið, birtingu laga, skil eldri laga og yngri og afturvirkni laga. Í síðari hluta námskeiðsins, lögskýringarfræði, er fjallað um kenningar og hugmyndir um túlkun lagaákvæða og farið ítarlega yfir þær lögskýringaraðferðir sem eru almennt viðurkenndar í íslenskri réttarframkvæmd. Námskeiðinu ætlað að gefa heildstæða mynd af því hvernig komist er að lagalegri niðurstöðu að íslenskum rétti. Sjúkra- og upptökupróf eru eingöngu haldin á vorpróftímabili en ekki á sumarpróftímabili.
Saga Mið-Austurlanda I (MAF101G)
Í námskeiðinu verður farið yfir sögu þess svæðis sem telst til Mið-Austurlanda frá fornöld og fram á miðaldir. Fjallað verður um uppgang Egypta, Súmera og annarra þjóða í hinni svokölluðu 'vöggu siðmenningarinnar'. Sérstök áhersla verður lögð á uppgang íslam á 7. öld og það heimsveldi sem múslimar byggðu upp næstu aldir þar á eftir. Fjallað verður um Múhameð spámann og eftirmenn hans, tilurð Kóransins, kalífat Umayya, kalífat Abbasída og 'gullöld' íslam. Námskeiðið er kennt á íslensku en mest af lesefninu verður á ensku.
Víkingaöldin (MIS704M)
Á víkingaöld héldu norrænir menn í stórum stíl frá meginlandi Skandinavíu vítt og breitt um Evrópu, austur til Miklagarðs og Kaspíahafs, vestur til Bretlandseyja, Írlands og Frakklands, og suður fyrir Íberíuskaga og inn í Miðjarðarhafið. Margvíslegar heimildir vitna um ferðir þeirra, fornleifar sem og ritaðar lýsingar þar sem þeir ganga undir ýmsum nöfnum og koma fyrir í margvíslegum hlutverkum, t.d. sem ógvekjandi innrásarsveitir, nokkuð friðsamir kaupmenn, eða leiguliðar.
Rússland: Saga og menning A (RÚS106G)
Stiklað verður á stóru í sögu Rússlands frá upphafi hins forna Kænugarðs-ríkis og fram að byltingunni 1917. Fjallað verður um hvernig t.d. landfræði- og náttúrfarslegar aðstæður, rétttrúnaðurinn, einráðir keisarar og bændaánauðin höfðu áhrif á þróun lands og þjóðar. Þá verður sjónum beint að stöðu samfélagsstofnana og ólíkra hópa í landinu, hugmyndasögu og hvað varð til þess að jarðvegur skapaðist fyrir byltingu bolshévíka árið 1917.
Námskeiðið er kennt á fyrri hluta misserisins.
Inngangur að stjórnmálafræði: Íslenska stjórnkerfið (STJ101G)
Fjallað er í víðu samhengi um helstu viðfangsefni stjórnmálafræðinnar, eins og vald, lýðræði, ríkið og stjórnmálastefnur. Lögð er sérstök áhersla á að tengja umfjöllun námskeiðsins við íslensk stjórnmál og stjórnmálaþróun. Fjallað er meðal annars um þróun íslenskrar stjórnskipunar, kosningar, stjórnmálaflokka, þingið, framkvæmdarvaldið, opinbera stefnumótun og sveitarstjórnir.
Alþjóðastjórnmál: Inngangur (STJ102G)
Námskeiðinu er ætlað að kynna nemendur fyrir ólíkum kenningum og viðfangsefnum alþjóðastjórnmála, einkum út frá breyttri stöðu í alþjóðastjórnmálum eftir Kalda stríðið. Hnattvæðing er notuð sem ein grunnnálgun að viðfangsefninu. Byrjað er á því að fjalla um alþjóðakerfið, ríkið og stöðu þess í kerfinu. Þá er farið í grunnkenningar alþjóðastjórnmála og helstu greinar innan þess, s.s. stjórnmálahagfræði og öryggisfræði. Fjallað er um alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar og hlutverk þeirra. Síðari hluti námskeiðsins er helgaður viðfangsefnum alþjóðastjórnmála, t.d. umhverfismálum, frjálsum félagasamtökum og mannréttindum.
Í námskeiðinu eru nemendur:
1) kynntir fyrir nokkrum helstu kenningum í alþjóðastjórnmálum, sem veit þeim grunn að skilningi á pólitískum viðburðum í samtímanum
2) þjálfaðir í að greina gagnrýnið hugmyndir og kenningar um hnattvæðingu/alþjóðavæðingu
3) kynntir fyrir samhengi milli viðburða í alþjóðastjórnmálum og kenningum á því sviði
Þættir úr íslenskri stjórnmálasögu (STJ106G)
Í námskeiðinu er sjónum beint að aðstæðum og atburðum í íslenskri stjórnmálasögu sem hafa sett mark sitt á íslensk stjórnmál. Fjallað er m.a. um aðdragandann að sambandslögunum 1918, fullveldi, tilkomu flokkakerfisins og átök um breytingar á kjördæmaskipuninni, stofnun lýðveldis 1944, átök um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu, þorskastríðin, fiskveiðistjórnunarkerfið, átök um inngöngu Íslands í EES og afstöðuna til Evrópusambandsins. Einnig er farið stuttlega yfir þróun íslensks efnahagslífs og myndun og slit ríkisstjórn.
The Arctic Circle (UAU018M)
Með loftslagsbreytingum er talið að mikilvægi norðurslóða muni aukast á næstu áratugum þar sem náttúruauðlindir verða aðgengilegri og nýjar samgönguleiðir opnast. Á sama tíma skapast ógnir við viðkvæm vistkerfi og samfélög en efnhagsleg tækifæri verða einnig til. Arctic Circle samtökin mynda viðamikið tengslanet sem byggir á alþjóðlegu samstarfi og umræðu um framtíð norðurskautsins. Arctic Circle samtökin eru opinn og lýðræðislegur vettvangur með þátttöku ríkisstjórna, stofnana, fyrirtækja, háskóla, fræðimannahópa, umhverfissamtaka, samfélaga frumbyggja, almennra borgara og annars áhugafólks um þróun norðurskautsins og afleiðinga þess á framtíð jarðar. Árlega Arctic Circle ráðstefnan er stærsta alþjóðlega samkoman með áherslu á norðurskautið. Árlega mæta yfir 2000 þátttakendur frá yfir 50 löndum.
Á Arctic Circle ráðstefnunni hefur meðal annars verið fjallað um eftirtalin málefni:
- Bráðnun íss og öfgakennd veður
- Hlutverk og réttur innfæddra
- Öryggismál á norðurslóðum
- Innviðir fjárfestinga á norðuslóðum
- Byggðaþróun
- Innviðir flutningakerfa
- Orkumál
- Hlutverk Evrópu- og Asíuþjóða
- Asía og Norðursjávarsiglingaleiðin
- Lýðheilsa og velferð á heimskautasvæðum
- Vísindi og þekking frumbyggja
- Ferðamennska og flugsamgöngur á norðurslóðum
- Vistkerfi og haffræði
- Sjálfbær þróun
- Þróun endurnýjanlegrar orku fyrir afskekkt samfélög
- Tækifæri og ógnir við borun eftir náttúruauðlindum
- Auðlindir á norðuslóðum
- Viðskiptasamstarf á norðurslóðum
- Úthöfin á norðurslóðum
- Sjávarútvegur og lífrænar auðlindir
- Jarðfræði og jöklafræði
- Heimskautaréttur: sáttmálar og samningar
- Heimur háður ís: norðurslóðir og Himalaya
Á námskeiðinu taka nemendur þátt í Arctic Circle ráðstefnunni í Hörpu. Skyldumæting er fyrir nemendur á ráðstefnuna. Nemendur þurfa að mæta í tvær kennslustundir, eina stuttu fyrir ráðstefnuna og aðra stuttu eftir ráðstefnuna.
Arctic Circle Assembly verður 17. - 19. október 2024 í Hörpu.
Nemendur greiða skráningargjald á ráðstefnuna. Gjaldið er almennt nemendagjald með afslætti.
Hnattrænar loftslagsbreytingar (UAU107M)
Loftslagsbreytingar eru hnattrænt vandamál og eitt af mest krefjandi umhverfisvandamálum líðandi stundar og verður áfram í nánustu framtíð. Síðan 1992 hafa verið margir fundir og samkomulög á vegum Sameinuðu þjóðanna.
Í námskeiðinu verður farið yfir loftslagsbreytingar frá nokkrum sjónarhornum. Byrjað á að fara yfir helstu gögn og vísindi er tengjast loftslagsbreytingum og líkönum af framtíðar breytingum. Síðan verður fjallað um áhrif og varnarleysi (e. vulnerability) og viðleitni til að draga úr áhrifum og aðlagast loftslagsbreytingum. Einnig er fjallað um málefni eins og loftslags-flóttamenn, mismunandi áhrif eftir kyni og samningaviðræður.
Einkunnargjöf byggir á skriflegu verkefni, þátttöku í tímum og kynningum, auk stuttrar könnunar. Nemendur sem taka þetta námskeið hafa almennt mjög mismunandi bakgrunn og þú munt hafa tækifæri til að læra um loftslagsbreytingar frá mismunandi sjónarhornum.
Líkamsmenning: Útlit, hegðun, heilsa (ÞJÓ325G)
Í námskeiðinu er fjallað um mannslíkamann frá þjóðfræðilegu og menningarsögulegu sjónarhorni. Skoðuð eru mismunandi viðhorf til líkamans eins og þau birtast í hugmyndum um samband hugar og líkama, afstöðu til hreinlætis og líkamsumhirðu, líkamlegs útlits, siðlegrar hegðunar o.fl. Að hvaða leyti eru hugmyndir um líkamsfegurð og heilbrigði mótaðar af samfélaginu? Hvernig hefur breytt þekking og aðferðir í lífvísindum og heilsufræði mótað hvernig litið er á líkamann? Með hvaða hætti er líkamleg hegðun háð lögum og reglum samfélagsins og hvernig er skynjun okkar og sýn á líkamann háð viðmiðum samfélagsins? Sérstök áhersla er lögð á að kanna líkamann sem menningarlegt fyrirbæri í íslensku samfélagi frá nítjándu öld og til samtímans.
Spurt er hvernig stefnur og straumar í heilsurækt hafa áhrif á líkamlega upplifun fólks, hvernig merking er lesin í útlit og framkomu; hvernig sómatilfinning og siðir marka líkamlega hegðun og hvernig samband mannslíkama og menningar birtist t.d. í þjóðbúningum og sundfatatísku, megrunarkúrum og borðsiðum, heilbrigðisreglugerðum og baðsiðum, mannkynbótum og fegurðarsamkeppnum eða gangráðum og brjóstastækkunum.
Íslenskar sagnir, þjóðtrú og samfélag: Sagnahefð, hulduverur og sköpun þjóðarímyndar (ÞJÓ340G)
Í námskeiðinu verður íslensk sagna og þjóðtrúarhefð rannsökuð í ljósi frumheimilda og fræðilegrar umræðu á síðustu árum. Meginviðfangsefnið verður hvernig íslenskar sagnir hafa orðið til, gengið frá manni til manns og lifað og þróast I munnlegri hefð. Rætt verður um samhengi íslenskrar þjóðsagnasöfnunar á 19. og 20. öld og skoðað hvernig Sagnagrunnurinn, kortlagður gagnagrunnur um sagnir þjóðsagnasafnanna, getur nýst sem rannsóknartæki. Þá verður sjónum beint að efnisflokkum íslenskra sagna og fjallað um það hvernig sagnir kortleggja landslag, menningu og náttúru og gefa innsýn inn í hugmynda- og reynsluheim fólksins sem deildi þeim. Jafnframt verður reynt að meta hvað sagnirnar geta sagt um þjóðtrú á Íslandi og hugað sérstaklega að reynslusögnum (memorat) og heimildagildi þeirra. Nemendur munu einnig kynnast helstu flökkusögnum á Íslandi og því hvernig mismunandi sagnahefðir og þjóðtrú nágrannalandanna setja mark sitt á þær.
Bókmenntasaga (ABF210G)
Í þessu námskeiði er veitt yfirsýn yfir bókmenntasögu síðustu 4000 ára með lestri valinna meistaraverka frá Afríku, Asíu og Evrópu. Verkin verða lesin í íslenskum þýðingum.
Forsaga (FOR204G)
Forsaga fjallar um menningarsögu mannkyns eins og hún birtist í efnismenningunni, frá upphafi verkmenningar fyrir rúmlega 2,5 milljónum ára til loka járnaldar (≈ 0-800 AD), þ.e. einkum þau tímabil sem aðeins takmarkaðar eða engar ritheimildir eru til um. Í námskeiðinu verður farið yfir grundvallaratriði forsögu, svo sem tímatalsfræði og skilgreiningar forsögulegra menningarsamfélaga. Auk þess verður fjallað um ýmsar birtingarmyndir forsögulegra menningarsamfélaga, svo sem búsetumynstur, grafsiði, verkmenningu og verktækni, verslun og viðurværi. Áhersla verður lögð á þróun mannsins í hnattrænu samhengi og síðari forsögu Evrópu (≈ 10.000 BC-800 AD).
Í lok námskeiðsins er þess vænst að nemendur geti fótað sig í orðfæri forsögulegrar fornleifafræði og kunni skil á helstu vörðum forsögulegrar tímatalsfræði og evrópskrar forsögu.
Fornleifafræði eftir 1500 (FOR702M)
Í nútíma heimi er auðvelt að hugsa um fortíðina sem eitthvað sem er langt í burtu og hversdeginum óviðkomandi – hvort sem það er heimsókn á safn eða jafnvel fornleifafræðinám, sagan virðist alltaf vera aðskilin frá hversdagsleikanum. Hún er áhugamál okkar eða eitthvað sem við skoðum okkur til skemmtunar. Markmið þessa námskeiðs er að skoða samtímann frá sjónarhorni fornleifa- og sagnfræði: á hvaða hátt er líf okkar afleiðing atburða sem gerðust í fortíðinni? Námskeiðið mun sýna hvernig fortíðin lifir í nútímanum – ekki sem sögustaðir eða fornleifafræðibók heldur sem eitthvað sem hefur áhrif á skipulag hversdagsins og efnisveruleikan sem við búum í. Þótt rætur þessa ferla nái aftur til líffræðilegrar þróunar okkar þá má færa sterk rök fyrir því að flestir áhrifavaldarnir sem skapa umhverfi okkar eigi sér upphaf á síðustu 500 árum.
Nýaldarheimspeki (HSP203G)
Viðfangsefni
Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í vestrænni heimspeki á 17. og 18. öld, kynna sérstaklega tiltekin viðfangsefni, kenningar og rökfærslur í þekkingarfræði og frumspeki þessa tímabils með nákvæmum lestri og samanburði valinna verka, einkum eftir Descartes, Hume og Kant, svo og að þjálfa nemendur í lestri, greiningu og túlkun heimspekirita.
Kennsla
Kennslan fer fram í fyrirlestrum og umræðutímum. Í fyrirlestrum verður leitast við að gefa heildaryfirsýn yfir viðfangsefnið, setja verkin í samhengi og greina mikilvægustu kafla ritanna. Í umræðutímum verður rætt nánar um tiltekin efnisatriði, bókarkafla, rökfærslur eða spurningar sem vakna við lesturinn.
Íslensk bókmenntasaga til 1900 (ÍSL205G)
Yfirlit yfir íslenska bókmenntasögu frá öndverðu til loka 19. aldar. Lögð verður áhersla á að setja hræringar og nýjungar í íslenskum bókmenntum í samhengi við alþjóðlega strauma í bókmenntum álfunnar.
History of China I: From Mythological Origins to Late Ming (KÍN102G)
Þetta námskeið fjallar um sögu Kína frá goðsögulegum tíma Xia-veldisins á þriðja árþúsundi f.Kr. fram að upphafi nítjándu aldar. Varpað verður ljósi á jafnt þær breytur sem varðað hafa mestu um mótun kínverskrar menningar sem einstaka viðburði í pólítískri og samfélagslegri framvindu þjóðarinnar. Veitt verður yfirlit yfir tilkomu og þróun áhrifamestu kínversku trúarbragða- og heimspekikerfa, einkum konfúsíanisma, daoisma og búddisma. Áhrifamiklir einstaklingar verða kynntir til sögunnar og samskipti og gagnkvæm áhrif erlendra þjóðhópa og Kínverja fá umtalsvert vægi.
Þættir úr hugmyndasögu fornaldar (KLM105G)
Í námskeiðinu verður fjallað um valin stef úr hugmyndasögu fornaldar, svo sem ást og vináttu, frelsi og ánauð, hamingju, guðdóminn, réttlæti og samfélag, dauðann og handanlífið. Fjallað verður um hugmyndir bæði Grikkja og Rómverja á klassískum tíma. Lesið verður m.a. úr ritum fornmanna í þýðingu. Kunnátta í frummálunum er ekki áskilin.
Heimur Rómverja: Saga og samfélag (KLM216G)
Námskeiðið kynnir nemendum menningu, sögu og samfélag Rómverja. Áhersla verður lögð á tímann frá 201 f.o.t. til 180 e.o.t. Fjallað verður um helstu atburði sögunnar, megin stofnanir samfélagsins, samfélagsgerð, fjölskyldu og kynjahlutverk, þrælahald, menntun, menningu, trú afþreyingu og hversdagslíf. Auk stoðrita verða lesnir fornir textar í þýðingu (enskri eða íslenskri) en ekki gert ráð fyrir latínukunnáttu.
Kvikmyndasaga (KVI201G)
Yfirlit yfir sögu kvikmyndalistarinnar frá upphafi hennar undir lok 19. aldar til okkar daga. Áhrifaríkustu stefnur hvers tíma verða skoðaðar og lykilmyndir sýndar. Nemendur kynnast sovéska myndfléttuskólanum (montage), franska impressjónismanum, þýska expressjónismanum, stúdíókerfinu bandaríska, ítalska nýraunsæinu, japanska mínímalismanum, frönsku nýbylgjunni, þýska nýbíóinu, suður-ameríska byltingabíóinu og Hong Kong-hasarmyndinni svo eitthvað sé nefnt, og reynt verður að bera þessar ólíku stefnur saman. Lögð verður áhersla á að skoða fagurfræðilega þróun kvikmyndarinnar sem og samtímaleg áhrif á útlit og inntak hennar. Námsmat byggist á tveimur prófum.
Íslensk myndlist í samtíð (LIS201G)
Helstu sérkenni og söguleg þróun íslenskrar myndlistar síðustu áratugi 20. aldar og á fyrsta áratug 21.aldar skoðuð í ljósi íslensks samfélags og samhengis við erlenda listþróun. Meðal viðfangsefna er arfleifð SÚM á áttunda áratugnum, stofnun Gallerís Suðurgötu 7 og Nýlistasafnsins, einkenni hins íslenska konsepts og annarra „nýlista“, svo sem ljósmynda, innsetninga og gjörninga, stofnun Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík og uppgangur þrívíddarlistar, endurkoma olíumálverksins á níunda áratugnum, vídeólistar starfrænna miðla og í seinni tíð skörun myndlistar, kvikmyndamiðilsins og tónlistar. Hugað verður að afstöðu yngri kynslóðar myndlistarmanna til myndlistararfsins á hverjum tíma, m.a. til náttúruarfleifðar og að "þjóðlegri" birtingarmynd myndlistar. Þá er fjallað um einkenni gagnrýnnar umræðu um myndlist, listmenntun, þátttöku í Feneyjabíennal, rekstur gallería og stofnun sýningarhópa í samtímanum. Kennt í HÍ.
Alþjóðleg nútímalistasaga frá 1850-1960 (LIS243G)
Fjallað verður um þróun myndlistar frá umbrotatímum módernismans á síðustu áratugum 19. aldar, í gegnum helstu framúrstefnuhreyfingar eða -isma 20.aldar fram til ársins 1960. Gerð verður grein fyrir helstu stefnum módernískrar myndlistar, forsendum þeirra, sérkennum og mikilvægi fyrir síðari tíma. Fjallað verður um tengsl listar við pólitík, heimspeki og þjóðfélagsþróun og hugað að róttæku endurmati á fegurðarhugtakinu í listum á 20. öld. Hvernig skila breyttar hugmyndir um tíma og rými sér í listinni? Hvernig raska ofangreindar listastefnur venjubundinni skynjun manna á umhverfinu og raunveruleikanum. Hvað er "innri veruleiki"? Þarf myndlist að vera sýnileg? Hver er munur á myndmáli og tungumáli og annars konar táknmáli? Reynt verður að fella alþjóðlegar sýningar sem hingað koma að námskeiðinu og verða þær sóttar heim í tengslum við það.
Saga Mið-Austurlanda II (MAF203G)
Þetta námskeið tekur upp þráðinn þar sem námskeiðinu Saga-Miðausturlanda I sleppir. Það er þó ekki nauðsynlegur undanfari, hægt er að taka bæði námskeiðin eða annað þeirra. Hér verður farið yfir þróun mála í Mið-Austurlöndum frá ca 1300, uppgang Ottómana og Safavída, og sér í lagi tengsl þeirra við Vesturlönd. Meðal efnis verður nýlendustefna Evrópuríkja í þessum heimshluta og áhrif þeirra á menningu og stjórnmál, uppgangur þjóðernishyggju og tilurð ríkja, og ýmis átök og ágreining sem mótað hefur svæðið allt til dagsins í dag. Námskeiðið er kennt á íslensku en mest af lesefninu verður á ensku.
Norræn trú (ÞJÓ437G)
Trúarlíf manna á norðurslóðum er tekið fyrir og heimildir allt frá elstu tímum, eins og grafir, rúnasteinar, hellaristur og aðrar fornminjar verða skoðaðar. Einnig verða lesnar lýsingar á norrænum trúarathöfnum í verkum eftir Tacitus, Adam frá Brimum, Saxo Grammaticus og í fornritum Íslendinga eins og Eddukvæðum og Konungasögum. Auk norrænnar trúar verður fjallað um seið og sjamanisma. Örlagatrú er tekin til ítarlegrar umfjöllunar sem meginþáttur í forkristnum átrúnaði á Norðurlöndum. Loks er vikið að því hvernig kristindómur hefur fallið að norrænum lífsháttum og hugsunarhætti. Námskeiðið er kennt á ensku.
Vinnulag:
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, og umræðum um fyrirlestra.
Ímynduð samfélög og þjóðmenning: Þjóðir, ímyndir og alþýðuhefðir (ÞJÓ439G)
Námskeiðið fjallar um hvernig sjálfsmyndir og ímyndir af Íslendingum og öðrum þjóðum hafa mótast og hvernig þær vinna með alþýðuhefðir á hverjum stað. Við skoðum íslenskan veruleika og ímyndir í samanburði við reynslu ýmissa grannþjóða og rannsökum hvernig sögur, siðir og minjar skapa þjóðir og móta þær, frá þjóðminjasöfnum til þorrablóta í London; og frá viskídrykkju (í Skotlandi) til víkingasagna (á Norðurlöndum), með viðkomu á Up Helly Aa (á Hjaltlandseyjum) og Ólafsvöku (í Færeyjum); við skoðum hönnunarsýningu (á Grænlandi), norrænar byggðir í Vesturheimi og sendum myndir af öllu saman á samfélagsmiðla.
Við berum niður í kvikmyndum og tónlist, hátíðum, leikjum og skrautsýningum stjórnmálanna. Sérstaklega verður greint hvernig þjóðlegar ímyndir sameina og sundra hópum fólks. Í því samhengi verður horft til kvenna og karla, búsetu (borgar og landsbyggðar), fólksflutninga fyrr og síðar (innfluttra, brottfluttra, heimfluttra), kynþáttahyggju og kynhneigðar. Við rannsökum þessar ímyndir sem hreyfiafl og hugsjón, auðlindir og þrætuepli og skoðum hvernig þeim er beitt í margvíslegu skyni af ólíku fólki á ólíkum stöðum, jafnt af þjóðernispopúlistum sem græningjum, ríkisstofnunum og bönkum, fræðafólki og nemendum.
Hafðu samband
Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2
Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.
Fylgstu með Hugvísindasviði:

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.