Skip to main content

ReyVarstígur

ReyVar lógó þátttakenda

ReyVarstígur – frá Reykjavík til Varsjár: á slóðum pólsku upplýsingarinnar er fjölþætt og þverfaglegt verkefni þar sem námi og menningu er fléttað saman bæði á Íslandi og í Póllandi á haustmisseri 2025. 
Um er að ræða samstarfsverkefni Háskólans í Varsjá og Háskóla Íslands sem styrkt er af NAWA (The National Agency for Academic Exchange) í Póllandi.

Opið öllum nemendum HÍ

Opnað fyrir umsóknir: 17. Mars 2025. 
Umsóknarfrestur: 16. maí 2025.  
Tilkynnt um val á þátttakendum úr hópi umsækjenda: 30. maí 2025. 

Hverjir geta tekið þátt? 

Verkefnið er opið öllum skráðum nemendum í HÍ, óháð námsleið og námsstigi (bæði grunnnám og framhaldsnám). Þeir nemendur sem taka þátt í verkefninu og ljúka öllum þáttum þess fá það metið til 5 ECTS eininga.   

Forgang fá þeir nemendur sem:  

  • eru byrjendur í pólsku og/eða ekki hafa pólsku að móðurmáli, 
  • hafa áhuga á sögu og menningu Póllands, 
  • vilja auka þekkingu sína á upplýsingarstefnunni í Evrópu. 

Um er að ræða alþjóðlegt samstarf sem fer að hluta til fram á ensku. Gott vald á ensku er því einnig nauðsynlegt skilyrði fyrir þátttöku. Vinsamlegast athugið að aðeins 10 pláss eru í boði og að þátttakendur verða valdir í samræmi við gæði umsókna þeirra.

Hafðu samband

Allar nánari upplýsingar veitir:

Mariola Fiema
Netfang: Mariola@hi.is

Mariola Alicia Fiema