Áfangamat: Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir

Tilkynnt síðar
Áfangamat: Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir miðvikudaginn 30. apríl 13:00.
Réttindi fatlaðs fólks og stafræn þróun opinberrar þjónustu á Íslandi
Rannsókninni er ætlað að skoða hvernig fatlað fólk upplifir stafræna þróun opinberrar þjónustu á Íslandi og hvernig hún hefur áhrif á réttindi þess og getu til fullrar þátttöku í samfélaginu í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Rannsókninni er ætlað að skoða hvernig stafræn þróun hins opinbera samræmist markmiðum samningsins um stafræn réttindi og aðgengi.
Matið er í tvennu lagi; fyrst kynnir Inga Björk rannsóknarskýrslu sína kl. 13–14 (staðsetning kynnt síðar) og er sú kynning opin nemum í framhaldsnámi og starfsfólki Menntavísindasviðs. Hægt verður að fylgjast með kynningu í gegnum Zoom: https://eu01web.zoom.us/j/63963228169
Síðan er fundur þar sem matsnefnd fær tækifæri til að ræða rannsóknarskýrsluna. Fundurinn er öðrum lokaður. Tilgangur matsins er tvíþættur eins og fram kemur í Reglum um doktorsnám við Menntavísindasvið: Að meta hæfni doktorsnemans til að framkvæma rannsóknarverkefni sitt og að veita endurgjöf svo að verkefnið verði svo gott sem verða má.
Prófdómarar eru dr Darren Chadwick dósent við Liverpool John Moores Háskóla, Bretlandi, dr Kristofer Hansson dósent við Háskólann í Malmö, Svíþjóð. Aðalleiðbeinandi er dr Ingólfur Ásgeir Jóhannesson professor emeritus við Menntavísindasvið, Háskóla Íslands, meðleiðbeinandi dr Laufey Elísabet Löve lektor við Menntavísindasvið, Háskóla Íslands. Dr Annadís Greta Rúdólfsdóttir prófessor við Menntavísindasvið er formaður matsnefndar og stýrir athöfninni og Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir er ritari.