Áfangamat: Þuríður Helga Ingvarsdóttir

Áfangamat: Þuríður Helga Ingvarsdóttir föstudaginn 2. maí 2025 kl. 13:00.
Langtímarannsókn á líkamlegri heilsu íslenskra ungmenna
Í þessari doktorsrannsókn er þróun á þoli íslenskra ungmenna frá barnæsku til unglingsára könnuð. Einnig er þróun hreyfingar könnuð á unglingsárum og hvaða þættir spá fyrir um þróun hreyfingar á þessum árum.
Matið er í tvennu lagi; fyrst kynnir Þuríður rannsóknarskýrslu sína kl. 13–14 á Zoom og er sú kynning opin nemum í framhaldsnámi og starfsfólki Menntavísindasviðs. Hægt er að fylgjast með hér á Zoom: https://eu01web.zoom.us/j/67807449095
Síðan er fundur þar sem matsnefnd fær tækifæri til að ræða rannsóknarskýrsluna. Fundurinn er öðrum lokaður. Tilgangur matsins er tvíþættur eins og fram kemur í Reglum um doktorsnám við Menntavísindasvið: Að meta hæfni doktorsnemans til að framkvæma rannsóknarverkefni sitt og að veita endurgjöf svo að verkefnið verði svo gott sem verða má.
Prófdómarar eru dr. Marta Guðjónsdóttir dósent við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands, dr. Þórarinn Sveinsson prófessor emeritus við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands. Aðalleiðbeinandi er dr. Erlingur S. Jóhannsson prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, meðleiðbeinandi dr Nanna Ýr Arnardóttir lektor við Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri. Dr. Annadís Greta Rúdólfsdóttir prófessor við Menntavísindasvið er formaður matsnefndar og stýrir athöfninni og Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir er ritari.