Almenn bókmenntafræði


Almenn bókmenntafræði
MA – 120 einingar
Í meistaranámi í almennri bókmenntafræði er leitast við að veita nemendum vísindalega þjálfun og undirbúning fyrir kennslustörf á framhaldsskólastigi, vísindastörf af ýmsu tagi, doktorsnám eða önnur störf.
Skipulag náms
- Haust
- Rannsóknarverkefni AV
- Rannsóknarverkefni BV
- Konur og kynjaverur í bókmenntum fyrri aldaV
- Fá orð bera mikla ábyrgðV
- Harðsoðnar hetjur í bókmenntum og kvikmyndumV
- KvennabókmenntirV
- Vor
- Rannsóknarverkefni BV
- Rannsóknarverkefni AV
- Evrópska Endurreisnin 1350-1600: Hugmyndasaga og samfélagsbreytingar í bókmenntum og listum frá lokum miðalda til upphafs vísindabyltingarinnarV
- “Hérvist er dýrleg” - ljóðlist Rainers Marias RilkeV
- Bókmenntir og arfleifðarkvikmyndirV
- Rannsóknaseminar D: Kerfi heimsbókmenntannaV
- LæknahugvísindiV
Rannsóknarverkefni A (ABF020F)
Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra. Frekari upplýsingar má finna hjá greinarformanni námsleiðar.
Rannsóknarverkefni B (ABF024F)
Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður.
Konur og kynjaverur í bókmenntum fyrri alda (ÍSB721F)
Í námskeiðinu verður farið í þær mismunandi kvenímyndir sem birtast okkur í bókmenntum fyrri alda, allt frá norrænni goðafræði yfir í þjóðsögur. Teknar verða fyrir konur og kvenvættir á borð við gyðjur, örlaganornir, tröll (skessur), valkyrjur, skjaldmeyjar, konur sem skipta hömum, meykónga, völvur og seiðkonur, lærðar konur og nunnur, heilagar meyjar, hæverskar konur og kóngadætur, kvenskörunga í Íslendingasögum og fornaldarsögum, konur í Sturlungu, almúgakonur og ambáttir, skáldkonur, uppreisnarkonur, konur í sagnadönsum og sagnakvæðum, konur í íslenskum ævintýrum og huldukonur. Í öllum tilvikum verða einkenni þessara kvenna skoðuð, sem og hlutverk þeirra í sögunum, samfélagsleg staða og sá félagslegi rammi sem þeim er skapaður. Við munum lesa texta eða textabrot þar sem konur fara með veigamikið hlutverk, auk þess sem við munum lesa fræðirit og greinar þar sem fjallað er um konur í íslenskum bókmenntum fyrri alda. Námskeiðið kemur til með að efla þekkingu nemenda á konum í íslenskri bókmenntasögu og setja þær í nýtt og spennandi heildarsamhengi.
Fá orð bera mikla ábyrgð (ABF501M)
Frumsýningin á Beðið eftir Godot eftir Samuel Beckett í París árið 1953 olli nokkrum tímamótum. Upphaf absúrdisma í leikritun og leikhúss fáránleikans er iðulega miðað við þennan viðburð. Áhrif orðfæðar í leikritum Becketts og síendurtekinna kringumstæðna í þeim má greina mjög víða í þeim verkum, sem skrifuð voru fyrir leikhús á síðari hluta tuttugustu aldar og fram á þennan dag. Á námskeiðinu verður fjallað um þennan þráð í leikritunarsögu Vesturlanda og hann settur í samhengi við þróun leikritunar og leikhúss á tuttugustu öld. Litið verður til verka Tzara, Pirandello, Ionesco, Genet og Arrabals, og þráðurinn rekinn frá Samuel Beckett til Harolds Pinter og Jons Fosse. Einnig verður komið við í bandarískri og íslenskri leikritun og lesin leikrit eftir Edward Albee, Odd Björnsson, Guðmund Steinsson og Hrafnhildi Hagalín. Í lok námskeiðsins verður fjallað um það hvernig síðustu leikrit Becketts bera oft meiri keim af gjörningalist en hefðbundinni leikritun.
Harðsoðnar hetjur í bókmenntum og kvikmyndum (ABF736F)
Í námskeiðinu verður litið á úrval kvikmynda frá Bandaríkjunum og öðrum löndum og reynt að varpa ljósi á ris og hnig rökkurmyndahefðarinnar. Auk þess munu nemendur lesa sjö skáldverk, innlend og erlend, sem tengjast hefðinni á einn eða annan hátt.
Kvennabókmenntir (ABF726F)
Í þessu námskeiði verða lesnar bókmenntir kvenna allt frá Sappho og miðaldakvenhöfundum til síðari tíma höfunda eins og Charlotte Brontë, Virginia Woolf, Karen Blixen og Zora Neale Hurston. Við munum lesa eitthvað af fræðilegu efni meðfram skáldskapnum en aðaláherslan verður á að vinna með verkin sjálf, staðsetja þau í sögulegu og menningarsögulegu samhengi. Hvað eiga þessir höfundar sameiginlegt, annað en að vera konur? Er hægt að tala um kvenhöfunda sem sérstakan hóp eða er slíkt í sjálfu sér staðfesting og viðurkenning á þeim kynjaaðskilnaði sem margir þessara höfunda hafa barist gegn? Áherslan verður á lestur og greiningu verkanna og samanburð milli verka, tímabila og menningarheima. Ætlast er til að nemendur komi vel undirbúnir í tíma þar sem áhersla verður á að vinna náið með textana í tíma.
Rannsóknarverkefni B (ABF024F)
Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður.
Rannsóknarverkefni A (ABF020F)
Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra. Frekari upplýsingar má finna hjá greinarformanni námsleiðar.
Evrópska Endurreisnin 1350-1600: Hugmyndasaga og samfélagsbreytingar í bókmenntum og listum frá lokum miðalda til upphafs vísindabyltingarinnar (ABF605F)
: Í þessu námskeiði skoðum við evrópsku Endurreisnina (1350-1600). Með því að skoða lykiltexta frá hugsuðum, rithöfundum og listamönnum á borð við Petrarca, Christine de Pizan, Thomas More, Machiavelli, Vasari og Shakespeare, munum við rannsaka endurvakningu fornklassískrar menningar, uppgang húmanismans og áhrif landafunda á menningarheim álfunnar. Við munum takast á við þekkt verk á sviði bókmennta, stjórnmálaheimspeki og listgagnrýni, ásamt fjölda minna þekktra texta og listaverka sem gefa okkur fyllri mynd af mótun hugmynda Endurreisnarinnar um vald, samfélagsgerð, mótun einstaklingsins og stöðu kynjanna.
“Hérvist er dýrleg” - ljóðlist Rainers Marias Rilke (ABF606F)
Síðsymbólísk og módernísk ljóð Rainers Maria Rilke hafa enn breiðan lesendahóp. Ein af ástæðunum fyrir þessum langvinnu vinsældum er án efa hæfileiki hans til að tjá tilvistarlega reynslu með háleitu myndmáli. Verk Rilkes teygja sig á milli tveggja póla: Annars vegar er tilvist mannsins sýnd sem samofin „æðra skipulagi“ og hins vegar hefur hann næmt auga fyrir skuggahliðum tilvistarinnar. Í þessu námskeiði lesum við mikilvægustu ljóðasöfn Rainer Maria Rilke: Tímabókin (Das Stundenbuch), Myndabókin (Das Buch der Bilder), Ný ljóð (Neue Gedichte), Ný ljóð, annar hluti (Der Neuen Gedichte anderer Teil), Sálumessa fyrir vinkonu (Requiem für eine Freundin), Sálumessa fyrir Greifa von Kalckreuth (Requiem für Graf von Kalckreuth), Dúínó tregaljóðin (Duineser Elegien) og Sonnettur til Orfeifs (Sonette an Orpheus).
Bókmenntir og arfleifðarkvikmyndir (ABF727F)
Arfleifðarmyndir eru búningamyndir, gerðar á síðustu 40 árum, yfirleitt byggðar á frægum klassískum skáldverkum (t.d. leikritum Shakespeares, eða sögum Austen, Balzac, E.M. Forster og Virginia Woolf). Arfleifðarmyndir takast á við mikilvægan menningararf og segja persónum, atvikum og augnablikum þar sem mikið er lagt upp úr nákvæmri sögulegri sviðsetningu, tónlist og hönnun. Lögð er þannig áhersla á að klæði og leikmynd séu sögulega rétt, en í þeim birtist m.a. „fagurfræði safnsins“ [„museum aesthetic“]. Sjónarhorn kvenna kemur oft skýrt fram í arfleifðar- og tíðarandamyndunum, enda eru konur stærsti hópur áhorfenda. Í myndunum fær hin kvenlega rödd gjarnan hljómgrunn, skapað er kvenlegt samfélag og þrá þeirra fær útrás. Einnig er algengt að sjá sjónarhorn samkynheigðra. Þetta eru sögur um innra líf persónunnar, fantasíur og ástir. Í námskeiðinu verða lesnar valdar breskar og bandarískar bókmenntir frá 19. og 20. öld og kvikmyndanir á skáldsögunum skoðaðar og greindar með hliðsjón af tíðaranda, arfleifð og aðlögunum. Skáldsögurnar sem lesnar verða eru m.a. eftir höfundana Jane Austen, Charlotte Brontë, Virginia Woolf, E.M Forster, Evelyn Waugh og Jean Rhys og verða sögurnar bornar saman við aðlaganir á verkunum. Verkin verða sérstaklega greind og skoðun út frá ástarsögunni, fortíðarþrá, samskiptum kynjanna, karlmennsku, stéttaskiptingu, geðsýki og stöðu konunnar innan samfélagsins.
Rannsóknaseminar D: Kerfi heimsbókmenntanna (MFR811F)
Í námskeiðinu er sjónum beint að sögu, hlutverki og margbrotinni merkingu heimsbókmenntahugtaksins. Nemendur fá innsýn í eldri skrif um heimsbókmenntir allt frá tímum Goethes en áherslan er þó einkum á líflega umræðu innan fræðaheimsins síðastliðinn aldarfjórðung, þegar segja má að heimsbókmenntahugtakið hafi gengið í nokkra endurnýjun lífdaga með skrifum fræðimanna eins og Francos Moretti, Pascale Casanova og Davids Damrosch. Ennfremur verður lögð áhersla á kenningar um bókmenntakerfi og vægi þeirra fyrir umræður um heimsbókmenntir. Sérstaklega verður hugað að margvíslegum smærri kerfum eða undirkerfum, sem gjarnan er litið framhjá þegar fjallað er um heimsbókmenntir sem eitt heildstætt kerfi. Sjónum verður einnig beint sérstaklega að íslensku samhengi á þeim tíma þegar heimsbókmenntahugtakið tekur að festa rætur hér á landi og hugað að viðtökum bengalska Nóbelsskáldsins Rabindranaths Tagore, rauðum heimsbókmenntum og smásagnaþýðingum úr alþjóðamálinu esperanto.
Læknahugvísindi (ÍSB708F)
Læknahugvísindi (e. medical humanities) er þverfaglegt rannsóknasvið sem sameinar læknisfræði og bókmenntir en grundvöllur þess er áhugi á frásögnum og líkama. Í námskeiðinu verður farið yfir lykilhugtök og hugmyndir læknahugvísinda og fjallað um hvaða lærdóm draga megi af bókmenntaverkum og kvikmyndum um sjúkdóma, sársauka, tilfinningalíf, áföll, sorg og samskipti skjólstæðinga við heilbrigðisstarfsfólk. Þá verður fjallað um gildi frásagnarinnar innan læknalistarinnar en í því skyni verður sjónum beint að ólíkum frásagnargerðum og misjöfnu tungutaki sjúklinga og lækna; tengslum frásagnar og samlíðunar og hvernig sjúkdómar og áföll geta sett mark sitt á frásagnir. Áhersla er lögð á fyrirbærafræði sjúkdómsins, læknasögur, sjúkrasögur og sjúkdóminn sem tákn og menningu í spegli bókmennta, kvikmynda og annarra lista. Verk sem meðal annars verða skoðuð og greind í námskeiðinu eru skáldsögurnar Ból (Steinunn Sigurðardóttir), Stóri skjálfti (Auður Jónsdóttir), Lífsmörk (Ari Jóhannesson), Krabbaveislan (Hlynur Grímson), kvikmyndirnar Still Alice, Wit, Eiðurinn og sjálfsævisögurnar Ótuktin (Anna Pálína Árnadóttir) og Ástin, dauðinn og drekinn (Vilborg Davíðsdóttir).
- Haust
- Meistararitgerð í almennri bókmenntafræði
- Fræðaiðja og rannsóknir
- Rannsóknarverkefni AV
- Rannsóknarverkefni BV
- Konur og kynjaverur í bókmenntum fyrri aldaV
- Fá orð bera mikla ábyrgðV
- Harðsoðnar hetjur í bókmenntum og kvikmyndumV
- KvennabókmenntirV
- Vor
- Meistararitgerð í almennri bókmenntafræði
- Rannsóknarverkefni BV
- Rannsóknarverkefni AV
- Evrópska Endurreisnin 1350-1600: Hugmyndasaga og samfélagsbreytingar í bókmenntum og listum frá lokum miðalda til upphafs vísindabyltingarinnarV
- “Hérvist er dýrleg” - ljóðlist Rainers Marias RilkeV
- Bókmenntir og arfleifðarkvikmyndirV
- Rannsóknaseminar D: Kerfi heimsbókmenntannaV
- LæknahugvísindiV
Meistararitgerð í almennri bókmenntafræði (ABF441L)
Meistararitgerð í almennri bókmenntafræði
Fræðaiðja og rannsóknir (ABF902F)
Markmið námskeiðsins er að undirbúa nemendur á meistarastigi fyrir skrif á lokaritgerð. Kennt er á hálfsmánaðarfresti, annan hvorn fimmtudag samkvæmt stundatöflu (undantekning er að þrjár vikur líða milli fjórða og fimmta tíma). Fyrsti hluti námskeiðs snýst um val á ritgerðarefni og frumheimildum, mótun rannsóknarspurningar og aðra þætti er lúta að upphafi vinnunnar. Næst verður sjónum beint að því teoretíska efni sem kemur til með að vera grundvöllur ritgerðarinnar, bæði hvernig rýnt er í efnið og það leitað uppi. Jafnframt verður rætt um þá nálgun sem nemendur hyggjast nýta sér og vinna með. Í þriðja og síðasta hluta verða nemendur með framsögur. Hér yrði um eins konar málstofu að ræða þar sem annars vegar ráð er gert fyrr þátttöku allra. Mikilvægt er að vinnan í kringum framsöguna sé markviss og nýtist við lokaskýrsluna sem allir nemendur skila og er nákvæm greinagerð (ásamt heimildaskrá með skýringum) um rannsóknarspurningu, uppbyggingu og efnistök væntanlegrar meistararitgerðar. Nemendur halda jafnframt dagbók þar sem grein er gerð fyrir undirbúningslestrinum og hvernig þeir textar sem lesnir eru koma til með að nýtast við ritgerðarskrif. Námsmatið í námskeiðinu er dagbókarskýrsla (25%), fyrirlestur í tíma (25%) og lokaritgerð (50%).
Rannsóknarverkefni A (ABF020F)
Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra. Frekari upplýsingar má finna hjá greinarformanni námsleiðar.
Rannsóknarverkefni B (ABF024F)
Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður.
Konur og kynjaverur í bókmenntum fyrri alda (ÍSB721F)
Í námskeiðinu verður farið í þær mismunandi kvenímyndir sem birtast okkur í bókmenntum fyrri alda, allt frá norrænni goðafræði yfir í þjóðsögur. Teknar verða fyrir konur og kvenvættir á borð við gyðjur, örlaganornir, tröll (skessur), valkyrjur, skjaldmeyjar, konur sem skipta hömum, meykónga, völvur og seiðkonur, lærðar konur og nunnur, heilagar meyjar, hæverskar konur og kóngadætur, kvenskörunga í Íslendingasögum og fornaldarsögum, konur í Sturlungu, almúgakonur og ambáttir, skáldkonur, uppreisnarkonur, konur í sagnadönsum og sagnakvæðum, konur í íslenskum ævintýrum og huldukonur. Í öllum tilvikum verða einkenni þessara kvenna skoðuð, sem og hlutverk þeirra í sögunum, samfélagsleg staða og sá félagslegi rammi sem þeim er skapaður. Við munum lesa texta eða textabrot þar sem konur fara með veigamikið hlutverk, auk þess sem við munum lesa fræðirit og greinar þar sem fjallað er um konur í íslenskum bókmenntum fyrri alda. Námskeiðið kemur til með að efla þekkingu nemenda á konum í íslenskri bókmenntasögu og setja þær í nýtt og spennandi heildarsamhengi.
Fá orð bera mikla ábyrgð (ABF501M)
Frumsýningin á Beðið eftir Godot eftir Samuel Beckett í París árið 1953 olli nokkrum tímamótum. Upphaf absúrdisma í leikritun og leikhúss fáránleikans er iðulega miðað við þennan viðburð. Áhrif orðfæðar í leikritum Becketts og síendurtekinna kringumstæðna í þeim má greina mjög víða í þeim verkum, sem skrifuð voru fyrir leikhús á síðari hluta tuttugustu aldar og fram á þennan dag. Á námskeiðinu verður fjallað um þennan þráð í leikritunarsögu Vesturlanda og hann settur í samhengi við þróun leikritunar og leikhúss á tuttugustu öld. Litið verður til verka Tzara, Pirandello, Ionesco, Genet og Arrabals, og þráðurinn rekinn frá Samuel Beckett til Harolds Pinter og Jons Fosse. Einnig verður komið við í bandarískri og íslenskri leikritun og lesin leikrit eftir Edward Albee, Odd Björnsson, Guðmund Steinsson og Hrafnhildi Hagalín. Í lok námskeiðsins verður fjallað um það hvernig síðustu leikrit Becketts bera oft meiri keim af gjörningalist en hefðbundinni leikritun.
Harðsoðnar hetjur í bókmenntum og kvikmyndum (ABF736F)
Í námskeiðinu verður litið á úrval kvikmynda frá Bandaríkjunum og öðrum löndum og reynt að varpa ljósi á ris og hnig rökkurmyndahefðarinnar. Auk þess munu nemendur lesa sjö skáldverk, innlend og erlend, sem tengjast hefðinni á einn eða annan hátt.
Kvennabókmenntir (ABF726F)
Í þessu námskeiði verða lesnar bókmenntir kvenna allt frá Sappho og miðaldakvenhöfundum til síðari tíma höfunda eins og Charlotte Brontë, Virginia Woolf, Karen Blixen og Zora Neale Hurston. Við munum lesa eitthvað af fræðilegu efni meðfram skáldskapnum en aðaláherslan verður á að vinna með verkin sjálf, staðsetja þau í sögulegu og menningarsögulegu samhengi. Hvað eiga þessir höfundar sameiginlegt, annað en að vera konur? Er hægt að tala um kvenhöfunda sem sérstakan hóp eða er slíkt í sjálfu sér staðfesting og viðurkenning á þeim kynjaaðskilnaði sem margir þessara höfunda hafa barist gegn? Áherslan verður á lestur og greiningu verkanna og samanburð milli verka, tímabila og menningarheima. Ætlast er til að nemendur komi vel undirbúnir í tíma þar sem áhersla verður á að vinna náið með textana í tíma.
Meistararitgerð í almennri bókmenntafræði (ABF441L)
Meistararitgerð í almennri bókmenntafræði
Rannsóknarverkefni B (ABF024F)
Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra. Frekari upplýsingar veitir greinarformaður.
Rannsóknarverkefni A (ABF020F)
Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra. Frekari upplýsingar má finna hjá greinarformanni námsleiðar.
Evrópska Endurreisnin 1350-1600: Hugmyndasaga og samfélagsbreytingar í bókmenntum og listum frá lokum miðalda til upphafs vísindabyltingarinnar (ABF605F)
: Í þessu námskeiði skoðum við evrópsku Endurreisnina (1350-1600). Með því að skoða lykiltexta frá hugsuðum, rithöfundum og listamönnum á borð við Petrarca, Christine de Pizan, Thomas More, Machiavelli, Vasari og Shakespeare, munum við rannsaka endurvakningu fornklassískrar menningar, uppgang húmanismans og áhrif landafunda á menningarheim álfunnar. Við munum takast á við þekkt verk á sviði bókmennta, stjórnmálaheimspeki og listgagnrýni, ásamt fjölda minna þekktra texta og listaverka sem gefa okkur fyllri mynd af mótun hugmynda Endurreisnarinnar um vald, samfélagsgerð, mótun einstaklingsins og stöðu kynjanna.
“Hérvist er dýrleg” - ljóðlist Rainers Marias Rilke (ABF606F)
Síðsymbólísk og módernísk ljóð Rainers Maria Rilke hafa enn breiðan lesendahóp. Ein af ástæðunum fyrir þessum langvinnu vinsældum er án efa hæfileiki hans til að tjá tilvistarlega reynslu með háleitu myndmáli. Verk Rilkes teygja sig á milli tveggja póla: Annars vegar er tilvist mannsins sýnd sem samofin „æðra skipulagi“ og hins vegar hefur hann næmt auga fyrir skuggahliðum tilvistarinnar. Í þessu námskeiði lesum við mikilvægustu ljóðasöfn Rainer Maria Rilke: Tímabókin (Das Stundenbuch), Myndabókin (Das Buch der Bilder), Ný ljóð (Neue Gedichte), Ný ljóð, annar hluti (Der Neuen Gedichte anderer Teil), Sálumessa fyrir vinkonu (Requiem für eine Freundin), Sálumessa fyrir Greifa von Kalckreuth (Requiem für Graf von Kalckreuth), Dúínó tregaljóðin (Duineser Elegien) og Sonnettur til Orfeifs (Sonette an Orpheus).
Bókmenntir og arfleifðarkvikmyndir (ABF727F)
Arfleifðarmyndir eru búningamyndir, gerðar á síðustu 40 árum, yfirleitt byggðar á frægum klassískum skáldverkum (t.d. leikritum Shakespeares, eða sögum Austen, Balzac, E.M. Forster og Virginia Woolf). Arfleifðarmyndir takast á við mikilvægan menningararf og segja persónum, atvikum og augnablikum þar sem mikið er lagt upp úr nákvæmri sögulegri sviðsetningu, tónlist og hönnun. Lögð er þannig áhersla á að klæði og leikmynd séu sögulega rétt, en í þeim birtist m.a. „fagurfræði safnsins“ [„museum aesthetic“]. Sjónarhorn kvenna kemur oft skýrt fram í arfleifðar- og tíðarandamyndunum, enda eru konur stærsti hópur áhorfenda. Í myndunum fær hin kvenlega rödd gjarnan hljómgrunn, skapað er kvenlegt samfélag og þrá þeirra fær útrás. Einnig er algengt að sjá sjónarhorn samkynheigðra. Þetta eru sögur um innra líf persónunnar, fantasíur og ástir. Í námskeiðinu verða lesnar valdar breskar og bandarískar bókmenntir frá 19. og 20. öld og kvikmyndanir á skáldsögunum skoðaðar og greindar með hliðsjón af tíðaranda, arfleifð og aðlögunum. Skáldsögurnar sem lesnar verða eru m.a. eftir höfundana Jane Austen, Charlotte Brontë, Virginia Woolf, E.M Forster, Evelyn Waugh og Jean Rhys og verða sögurnar bornar saman við aðlaganir á verkunum. Verkin verða sérstaklega greind og skoðun út frá ástarsögunni, fortíðarþrá, samskiptum kynjanna, karlmennsku, stéttaskiptingu, geðsýki og stöðu konunnar innan samfélagsins.
Rannsóknaseminar D: Kerfi heimsbókmenntanna (MFR811F)
Í námskeiðinu er sjónum beint að sögu, hlutverki og margbrotinni merkingu heimsbókmenntahugtaksins. Nemendur fá innsýn í eldri skrif um heimsbókmenntir allt frá tímum Goethes en áherslan er þó einkum á líflega umræðu innan fræðaheimsins síðastliðinn aldarfjórðung, þegar segja má að heimsbókmenntahugtakið hafi gengið í nokkra endurnýjun lífdaga með skrifum fræðimanna eins og Francos Moretti, Pascale Casanova og Davids Damrosch. Ennfremur verður lögð áhersla á kenningar um bókmenntakerfi og vægi þeirra fyrir umræður um heimsbókmenntir. Sérstaklega verður hugað að margvíslegum smærri kerfum eða undirkerfum, sem gjarnan er litið framhjá þegar fjallað er um heimsbókmenntir sem eitt heildstætt kerfi. Sjónum verður einnig beint sérstaklega að íslensku samhengi á þeim tíma þegar heimsbókmenntahugtakið tekur að festa rætur hér á landi og hugað að viðtökum bengalska Nóbelsskáldsins Rabindranaths Tagore, rauðum heimsbókmenntum og smásagnaþýðingum úr alþjóðamálinu esperanto.
Læknahugvísindi (ÍSB708F)
Læknahugvísindi (e. medical humanities) er þverfaglegt rannsóknasvið sem sameinar læknisfræði og bókmenntir en grundvöllur þess er áhugi á frásögnum og líkama. Í námskeiðinu verður farið yfir lykilhugtök og hugmyndir læknahugvísinda og fjallað um hvaða lærdóm draga megi af bókmenntaverkum og kvikmyndum um sjúkdóma, sársauka, tilfinningalíf, áföll, sorg og samskipti skjólstæðinga við heilbrigðisstarfsfólk. Þá verður fjallað um gildi frásagnarinnar innan læknalistarinnar en í því skyni verður sjónum beint að ólíkum frásagnargerðum og misjöfnu tungutaki sjúklinga og lækna; tengslum frásagnar og samlíðunar og hvernig sjúkdómar og áföll geta sett mark sitt á frásagnir. Áhersla er lögð á fyrirbærafræði sjúkdómsins, læknasögur, sjúkrasögur og sjúkdóminn sem tákn og menningu í spegli bókmennta, kvikmynda og annarra lista. Verk sem meðal annars verða skoðuð og greind í námskeiðinu eru skáldsögurnar Ból (Steinunn Sigurðardóttir), Stóri skjálfti (Auður Jónsdóttir), Lífsmörk (Ari Jóhannesson), Krabbaveislan (Hlynur Grímson), kvikmyndirnar Still Alice, Wit, Eiðurinn og sjálfsævisögurnar Ótuktin (Anna Pálína Árnadóttir) og Ástin, dauðinn og drekinn (Vilborg Davíðsdóttir).
Hafðu samband
Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.
Fylgstu með Hugvísindasviði

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.