Listfræði
Listfræði
MA gráða – 120 einingar
Meistaranám í listfræði veitir nemendum tækifæri til þess að breikka og dýpka fræðilegan þekkingargrunn og faglega færni eftir BA-nám í greininni.
Skipulag náms
- Haust
- Myndlist og saga: Listheimar í mótun
- List og samfélag í samtímaE
- Skáldskapur, frásögn og reynslaB
- Kenningar í hugvísindumB
- Ritstjórn og fræðileg skrifB
- Kynusli í myndlistB
- EinstaklingsverkefniB
- Nútíma listskemmtanir frá 1790 til samtímaVE
- Vor
- Listgagnrýni og sýningarstjórn
- Listasafnið: hugmyndafræði, saga og framtíðB
- Kenningar í kynjafræðiB
- Plöntur, landslag, pólitíkB
- Ritstjórn og hönnun prentgripaB
- Rannsóknir og heimildaleit í skjalasöfnumB
- EinstaklingsverkefniB
- Einstaklingsverkefni IIB
- Landslag sem tímiV
- Heimsslit og endalok tímansV
Myndlist og saga: Listheimar í mótun (LIS709F)
Á undanförnum áratugum hefur fræðilegt samhengi listsögurannsókna verið tekið til rækilegrar endurskoðunar. Nýjar kenningar, ný gögn og stafræn tækni hafa leitt af sér að möguleikar til rannsókna hafa tekið miklum breytingum. Gagnrýnar hugmyndir um inngildingu, sjálfbærni, þjóðfélagsmótun og umhverfi hafa leitt til nýrra viðmiða. Í námskeiðinu verða þessar nýju listsöulegu forsendur teknar til umræðu með lestri og úrvinnslu nýjustu rannsókna á sviði lista- og menningarsögu. Hugmyndir um heimslistina og tengingar hennar við menningu, stjórnmál og vísindi verða skoðaðar ítarlega, álitamál rædd og krufin á virkan hátt í ræðu og riti.
List og samfélag í samtíma (LIS701F)
List hefur í sögulegu tilliti verið sá þáttur samfélagsins þar sem nýjungar og framsýni hefur verið í mestum metum. Þetta frumkvæði listar hefur þó ætíð byggt á sögulegum forsendum — þess sem á undan kemur. Í þessu samhengi eru listamenn samtímans stöðugt að endurnýja fyrri forsendur sínar. Á sama tíma eru listheimar samtímans í eðli sínu margbrotnir — þar á sér stað sífellt meiri skörun ólíkra miðla og áhrifa, þar sem listamenn vinna á grundvelli fræðilegra forsendna, félagslegra forsendna og með tilliti til stjórnmála og efnahagsmála. Menningarlegar aðstæður breytast einnig ört í samtíðinni, fyrir tilstilli tækniþróunar, byggðaþéttingar, heimsvæðingar og náttúruvár, auk óvissu á sviði stjórnmála. Þetta leiðir til þess að eðli listastarfsins tekur sífellt meiri breytingum. Vegna þessa er mikilvægt að leggja stöðugt nýjan grunn að túlkun listarinnar og virkni hennar í samfélaginu, þar sem nýjar hugmyndir og skilgreiningar, á við ‚mannöld‘ og ‚síð-mennsku‘, gagnast til aukins skilnings á stöðu listar í samfélagi manna. Í námskeiðinu eru listfræðilegar forsendur samtíðarinnar teknar til endurskoðunar og listvettvangurinn — sagan og samtíðin — kannaður með hliðsjón af samspili listar við ólíkar greinar: sagnfræði, heimspeki, bókmenntir, fjölmiðla- og kvikmyndafræði, mannfræði, stjórnmálafræði, landafræði, félagsfræði.
Skáldskapur, frásögn og reynsla (LIS604F)
Á þessu námskeiði er rýnt í frásögnina sem aðferðafræðilegt verkfæri og skáldskap sem hluta af fagurfræði- og fræðilegum ramma utan um listsköpun. Með því að skoða ólíkar kenningar og dæmi um frásagnir og skáldgervingu innan myndlistarheimsins er ætlunin að nemendur geti að námskeiði loknu fengist við og rýnt í ólíka þætti, hættur og niðurstöður þess að segja sögur. Skáldskapurinn og hið ótrausta samband hans við raunveruleikann verður tekið til skoðunar, sem og hlutverk frásagnar og frásagnarforma í nútímamyndlist. Skörun hins persónulega og opinbera, hins stafræna og áþreifanlega sem og tíma og miðils er enn fremur til rannsóknar í námskeiðinu þar sem fræðilegum verkfærum verður beitt, sem og verkfærum frásagnarinnar.
Námskeiðið er kennt í LHÍ og er einungis ætlað nemendum sem skráðir eru í listfræði.
Kenningar í hugvísindum (FOR709F)
Námskeiðinu er ætlað að breikka og dýpka þekkingu nemenda á kenningum í hugvísindum og að veita þeim innsýn í ólík kennileg sjónarmið og aðferðir sem efst eru á baugi í fræðunum. Í námskeiðinu verða kynntar og ræddar valdar kenningar sem hafa sett mark sitt á fræðilega umræðu í hugvísindum síðustu áratugi, samhliða því sem nemendum verður kennt að beita þeim á eigin rannsóknir.
Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)
Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg, bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).
Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.
Kynusli í myndlist (LIS429M)
Í námskeiðinu eru myndlistarverk skoðuð í kynlegu ljósi og fjallað um kenningalegan grundvöll kynjafræða og þverfaglegt inntak þeirra. Leitast er við að greina hvernig hugmyndir um kyngervi hafa áhrif á listsköpun jafnt sem umræðu og skrif um myndlist. Birtingarform og merking kyngervis í tungumáli, samfélagi og menningu eru einnig greind með áherslu á staðalímyndir og/eða uppbrot þeirra í afstöðu og verkum listamanna. Stuðst er við hugmyndir femínista og hinsegin fræða til að afhjúpa áhrif kyngervis í verkum sumra listamanna sem hliðra staðalímyndum kven- og karlleika og skapa usla í ríkjandi orðræðu og kynjakerfi Vesturlanda. Einnig er fjallað um listheiminn út frá kynjafræðilegu sjónarhorni og kynntar rannsóknir á margbreytilegum birtingarmyndum kynjamisréttis í samtímanum.
Einstaklingsverkefni (LIS601F)
Markmið einstaklingsverkefnis er að vinna að rannsóknarverkefni eða miðlun í safni , sýningarsal, eða annarri liststofnun. Verkefnið má vinna innanlands eða erlendis, þá hugsanlega í gegnum skiptinám Erasmus +.
Þá er einnig hægt að vinna rannsóknarverkefni í tengslum við safneign Listasafns Háskóla Íslands sem hefur þá sérstöðu að deila sýningarrými sínu með stúdentum, kennurum og öðru starfsfólki skólans.
Nútíma listskemmtanir frá 1790 til samtíma (LIS511M)
Nútíma listskemmtanir hófust í evrópskum stórborgum á 18. öld. Þær byggja á mörgum listformum svo sem landslagsmálverki, sviðsverkum, borgarlýsingu, karnivali og náttúruvísindasýningum. Tilgangur þeirra er oftast að umbreyta goðsagnakenndri fortíð í lifandi myndir samkvæmt væntingum nútímaáhorfenda. Í námskeiðinu, sem kennt verður með málstofusniði, verða hin ýmsu tækniform skemmtana könnuð. Þar á meðal töfraluktin, „panorama“ og „cosmorama“. Einnig verða vinsældir náttúruvísindalegra og mannfræðilegra „dioramas“ kannaðar með dæmum frá nýlendusýningunni í París 1931 og sýningum í American Museum of Natural History. Innsetningarlist 20. aldarinnar verður greind frá verkinu Étant donnés eftir Marcel Duchamp til samtímaverka Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson, Richard Barnes, Kent Monkman, Dominique Gonzalez-Foerster, og fl.. Verkin verða skoðuð frá sjónarhorni lista og listfræða og gagnrýni listafólksins sett í samhengi við þrjú meginþemu: nýlendustefnu, gyðingahatur og kynþáttahatur ásamt evrópskum hugmyndum um sjálfsmyndir, annarleika og sögu. Tímalínan hefst í París, en síðan verða rædd ýmis dæmi frá öðrum evrópskum borgum auk Norður-Ameríku. Að lokum verður rannsakað hvernig listamenn, söfn og einkafyrirtæki nýta nú sýndarveruleika og gervigreind til að skapa alhliða upplifun fyrir pótmóderníska áhorfendur eins og birtist í hinni vinsælu sýningu Immersive Van Gogh.
Dore Bowen er gestakennari frá Duke University. Námskeiðið verður kennt aðeins einu sinni.
Listgagnrýni og sýningarstjórn (LIS805F)
Í námskeiðinu er lagður grundvöllur að virku starfi sýningarstjóra fyrir hagnýt störf á myndlistar- og safnavettvangi. Unnið er á þverfaglegan og gagnrýnin hátt með hugtök og kenningar sem snúa að starfi sýningarstjóra á vettvangi samtímalistar. Í námskeiðinu vinna nemendur í teymum og setja upp sýningu í samstarfi við myndlistarnema eða myndlistarmenn. Nemendur koma til með að beita þekkingu og aðferðum í verki, vinna að undirbúningi, hönnun, textaskrifum og gerð kynningarefnis í tengslum við sýningarhaldið. Námskeiðið er að hluta til unnið í samvinnu við meistaranám í myndlist í LHÍ, auk þess sem nemendur eiga þess kost að eiga í samstarfi við Listasafn Háskóla Íslands og önnur viðurkennd listasöfn.
Listasafnið: hugmyndafræði, saga og framtíð (LIS610M)
Í þessu námskeiði er sjónum beint að listasafninu í sögulegu og samtímalegu ljósi. Námskeiðið veitir innsýn í sögu listasafna og þróun, sem og flókið hugmyndafræðilegt samhengi listasögunnar, listfræði og listasafna. Fjallað verður um rætur nútímalistasafna í einkasöfnum aðalsmanna og pólitískrar elítu Evrópu, stofnun fyrstu almenningssafnanna í Evrópu á 18. og 19. öld, gagnrýni listamanna á listasöfn á 20. og 21. öld, tengsl listasafna og nýlenduhyggju og vaxandi kröfur síðustu ára um endurheimtur listaverka og menningararfs til upprunasamfélaga. Hugmyndafræðilegur grundvöllur listasafna og tengsl hans við fagurfræðilegar kenningar verður tekinn til skoðunar. Jafnframt verða tengsl listfræðinnar við listasöfn rædd. Nemendur kynnast ólíkum ímyndum listasafna, m.a. hugmyndinni um listasafnið sem musteri, alheimsyfirlitssafnið (e. universal survey museum), hinn hvíta kassa (e. white cube) nútímalistasafna og nýjum hugmyndum um listasöfn sem vettvang gagnrýnna skoðanaskipta. Fjallað verður um það hvernig þjóðernishyggja hefur mótað stöðu og starf listasafna og áhrif hnattvæðingar á þróun listasafna á alþjóðavísu. Saga listasafna á Íslandi verður kynnt og fjallað um sögu listamannarekinna rýma hér á landi, Nýló, Gallerí SÚM, Gallerí Suðurgötu 7, Kling & Bang og fl..
Kenningar í kynjafræði (KYN211F)
Í námskeiðinu er fjallað um heimspekilegan og kenningalegan grundvöll kynjafræða og gagnrýnið og þverfræðilegt inntak þeirra. Fjallað er um birtingarform og merkingu kyns (e. sex) og kyngervis (e. gender) í tungumáli og menningu, sögu, samfélagi og vísindum. Sjónarmið fræðanna eru kynnt og tengsl þeirra við aðferðafræði. Þá eru nemendur þjálfaðir í að beita á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt fræðilegum hugtökum og aðferðum.
Plöntur, landslag, pólitík (LIS606M)
Í námskeiðinu verður samband manns og náttúru skoðað í gagnrýnu fræðilegu samhengi. Fjallað verður um „náttúruleg“ fyrirbæri, eins og plöntur og gróður, sem og „menningarleg“ fyrirbæri, eins og hálendi, garða og landslag, út frá umhverfissögu og listfræði. Einnig verður rætt um birtingarform náttúrunnar í erlendu og íslensku list- og náttúrusögusamhengi. Námsskeiðið verður í málstofuformi, byggt á lestri og umræðum.
Ritstjórn og hönnun prentgripa (RÚT803F)
Námskeiðið felst í að skoða samstarf og verkaskiptingu milli ritstjóra og hönnuða við gerð og útgáfu prentgripa. Veitt verður innsýn í undirstöðuþætti leturfræði, grafískrar hönnunar og undirbúning fyrir prentun. Einnig verða helstu verkfæri hönnuða skoðuð með tilliti til ólíkra útgáfuverkefna. Farið verður yfir helstu kenningar um áhrif grafískrar hönnunar og leturfræði á læsileika og skilning á inntaki. Rætt verður um gæði, notagildi, fagurfræði og hagkvæmnisjónarmið í grafískri hönnun.
Nemendur flytja erindi og skila skriflegri greiningu á hönnunargrip/um að eigin vali og eru einnig hvattir til að taka virkan þátt í umræðum í tímum. Lokaverkefni námskeiðs felst í að skapa eigið útgáfuverkefni og miðla hugmyndum um ritstjórn þess í máli og myndum.
Rannsóknir og heimildaleit í skjalasöfnum (SAG206M)
Nemendur læra og þjálfast í aðferðum skjalfræðilegra rannsókna, heimildaleit í skjalasöfnum og að meta heimildagildi skjala. Nemendur taka þátt í verklegum æfingum sem tengjast námsefni.
Einstaklingsverkefni (LIS601F)
Markmið einstaklingsverkefnis er að vinna að rannsóknarverkefni eða miðlun í safni , sýningarsal, eða annarri liststofnun. Verkefnið má vinna innanlands eða erlendis, þá hugsanlega í gegnum skiptinám Erasmus +.
Þá er einnig hægt að vinna rannsóknarverkefni í tengslum við safneign Listasafns Háskóla Íslands sem hefur þá sérstöðu að deila sýningarrými sínu með stúdentum, kennurum og öðru starfsfólki skólans.
Einstaklingsverkefni II (LIS708F)
Markmið einstaklingsverkefnis er að vinna að rannsóknarverkefni eða miðlun í safni , sýningarsal, eða annarri liststofnun. Verkefnið má vinna innanlands eða erlendis, þá hugsanlega í gegnum skiptinám Erasmus +.
Þá er einnig hægt að vinna rannsóknarverkefni í tengslum við safneign Listasafns Háskóla Íslands sem hefur þá sérstöðu að deila sýningarrými sínu með stúdentum, kennurum og öðru starfsfólki skólans.
Landslag sem tími (LIS609M)
Samband umhverfisins og lifaðrar reynslu okkar er viðfangsefni sem kemur endurtekið fyrir í listum eftir upplýsinguna. Í líðandi miðlum svo sem kvikmyndum og vídeólist hafa ákveðin einkenni á þessu sambandi; svo sem hugtakið staður, tímaleiki og upplifun á líðandi tíma sem staðbundnu eða efnislegu fyrirbæri, verið sérstaklega áhrifamikil. Í áfanganum verða aðferðir og nálganir innan vídeólistar og tilraunakvikmynda sem þróast hafa til að fást við þessi fyrirbæri tekin til skoðunar og greiningar. Dæmi um listrænar heimildarmyndir og landslagskvikmyndir verða tekin til skoðunar sem og það samhengi sem þau tilheyra innan myndlistar. Samband landslags, umhverfis og miðils eða framsetningar, og þau kenningarlegu samhengi sem notuð hafa verið til að greina og skýra þessi viðfangsefni verða einnig rannsökuð með það í huga að þróa áfram aðferðir og nálganir til greiningar á umhverfi, efnisleika, hugmyndafræði og myndrænni framsetningu.
Heimsslit og endalok tímans (LIS607M)
Hugmyndin um komandi heimsslit hefur verið áhrifamikill í vestrænni hugsun, bæði í krafti trúarlegra hugmynda um endalok tímans, og í samhengi samtíma hugmynda um yfirvofandi vistfræðilegt hrun og aðgerðaleysi okkar gagnvart því. Með þetta að leiðarljósi er námskeiðinu ætlað að auka þekkingu og skilning á vandanum að skilgreina eigin samtíma andspænis verfræðilegum þversögnum sem rof á framgangi tímans kalla á. Hugmyndin um heimsslit verður því könnuð út frá ólíkum sjónarhornum, meðal annars í samhengi við verufræði tímans, og í ljósi hugtakanna, „framfarir“ og „saga“ og sjónum beint að því að hve miklu marki þessi hugtök og hugtakið „tími“ eru samofin. Teknar eru til umfjöllunar póstmódernískar kenningar um endalok sögunnar sem og samtímakenningar um handan-sögu, og handan-samtíma. Einnig er velt upp hugmyndum um vörpun innan menningarinnar sem og sjónarhorni sálgreiningarinnar á heimsenda hugtakið. Í þessu samhengi eru verk listamanna skoðuð og greind til þess að varpa ljósi á hvernig hefð og saga heimsslitakenninga getur haft áhrif á listrænar athafnir.
Námskeiðið er kennt í LHÍ
- Haust
- Lokaverkefni
- Skáldskapur, frásögn og reynslaB
- Kenningar í hugvísindumB
- Ritstjórn og fræðileg skrifB
- Kynusli í myndlistB
- EinstaklingsverkefniB
- Nútíma listskemmtanir frá 1790 til samtímaBE
- Nútíma listskemmtanir frá 1790 til samtímaVE
- Vor
- Listgagnrýni og sýningarstjórn
- Lokaverkefni
- Listasafnið: hugmyndafræði, saga og framtíðB
- Kenningar í kynjafræðiB
- Plöntur, landslag, pólitíkB
- Ritstjórn og hönnun prentgripaB
- Rannsóknir og heimildaleit í skjalasöfnumB
- EinstaklingsverkefniB
- Einstaklingsverkefni IIB
- Landslag sem tímiV
- Heimsslit og endalok tímansV
- Sjálf listamannsins og sjálfsmyndir samfélagsinsV
- Heimsslit og endalok tímansV
Lokaverkefni (LIS441L)
MA-ritgerð
Skáldskapur, frásögn og reynsla (LIS604F)
Á þessu námskeiði er rýnt í frásögnina sem aðferðafræðilegt verkfæri og skáldskap sem hluta af fagurfræði- og fræðilegum ramma utan um listsköpun. Með því að skoða ólíkar kenningar og dæmi um frásagnir og skáldgervingu innan myndlistarheimsins er ætlunin að nemendur geti að námskeiði loknu fengist við og rýnt í ólíka þætti, hættur og niðurstöður þess að segja sögur. Skáldskapurinn og hið ótrausta samband hans við raunveruleikann verður tekið til skoðunar, sem og hlutverk frásagnar og frásagnarforma í nútímamyndlist. Skörun hins persónulega og opinbera, hins stafræna og áþreifanlega sem og tíma og miðils er enn fremur til rannsóknar í námskeiðinu þar sem fræðilegum verkfærum verður beitt, sem og verkfærum frásagnarinnar.
Námskeiðið er kennt í LHÍ og er einungis ætlað nemendum sem skráðir eru í listfræði.
Kenningar í hugvísindum (FOR709F)
Námskeiðinu er ætlað að breikka og dýpka þekkingu nemenda á kenningum í hugvísindum og að veita þeim innsýn í ólík kennileg sjónarmið og aðferðir sem efst eru á baugi í fræðunum. Í námskeiðinu verða kynntar og ræddar valdar kenningar sem hafa sett mark sitt á fræðilega umræðu í hugvísindum síðustu áratugi, samhliða því sem nemendum verður kennt að beita þeim á eigin rannsóknir.
Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)
Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg, bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).
Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.
Kynusli í myndlist (LIS429M)
Í námskeiðinu eru myndlistarverk skoðuð í kynlegu ljósi og fjallað um kenningalegan grundvöll kynjafræða og þverfaglegt inntak þeirra. Leitast er við að greina hvernig hugmyndir um kyngervi hafa áhrif á listsköpun jafnt sem umræðu og skrif um myndlist. Birtingarform og merking kyngervis í tungumáli, samfélagi og menningu eru einnig greind með áherslu á staðalímyndir og/eða uppbrot þeirra í afstöðu og verkum listamanna. Stuðst er við hugmyndir femínista og hinsegin fræða til að afhjúpa áhrif kyngervis í verkum sumra listamanna sem hliðra staðalímyndum kven- og karlleika og skapa usla í ríkjandi orðræðu og kynjakerfi Vesturlanda. Einnig er fjallað um listheiminn út frá kynjafræðilegu sjónarhorni og kynntar rannsóknir á margbreytilegum birtingarmyndum kynjamisréttis í samtímanum.
Einstaklingsverkefni (LIS601F)
Markmið einstaklingsverkefnis er að vinna að rannsóknarverkefni eða miðlun í safni , sýningarsal, eða annarri liststofnun. Verkefnið má vinna innanlands eða erlendis, þá hugsanlega í gegnum skiptinám Erasmus +.
Þá er einnig hægt að vinna rannsóknarverkefni í tengslum við safneign Listasafns Háskóla Íslands sem hefur þá sérstöðu að deila sýningarrými sínu með stúdentum, kennurum og öðru starfsfólki skólans.
Nútíma listskemmtanir frá 1790 til samtíma (LIS511M)
Nútíma listskemmtanir hófust í evrópskum stórborgum á 18. öld. Þær byggja á mörgum listformum svo sem landslagsmálverki, sviðsverkum, borgarlýsingu, karnivali og náttúruvísindasýningum. Tilgangur þeirra er oftast að umbreyta goðsagnakenndri fortíð í lifandi myndir samkvæmt væntingum nútímaáhorfenda. Í námskeiðinu, sem kennt verður með málstofusniði, verða hin ýmsu tækniform skemmtana könnuð. Þar á meðal töfraluktin, „panorama“ og „cosmorama“. Einnig verða vinsældir náttúruvísindalegra og mannfræðilegra „dioramas“ kannaðar með dæmum frá nýlendusýningunni í París 1931 og sýningum í American Museum of Natural History. Innsetningarlist 20. aldarinnar verður greind frá verkinu Étant donnés eftir Marcel Duchamp til samtímaverka Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson, Richard Barnes, Kent Monkman, Dominique Gonzalez-Foerster, og fl.. Verkin verða skoðuð frá sjónarhorni lista og listfræða og gagnrýni listafólksins sett í samhengi við þrjú meginþemu: nýlendustefnu, gyðingahatur og kynþáttahatur ásamt evrópskum hugmyndum um sjálfsmyndir, annarleika og sögu. Tímalínan hefst í París, en síðan verða rædd ýmis dæmi frá öðrum evrópskum borgum auk Norður-Ameríku. Að lokum verður rannsakað hvernig listamenn, söfn og einkafyrirtæki nýta nú sýndarveruleika og gervigreind til að skapa alhliða upplifun fyrir pótmóderníska áhorfendur eins og birtist í hinni vinsælu sýningu Immersive Van Gogh.
Dore Bowen er gestakennari frá Duke University. Námskeiðið verður kennt aðeins einu sinni.
Nútíma listskemmtanir frá 1790 til samtíma (LIS511M)
Nútíma listskemmtanir hófust í evrópskum stórborgum á 18. öld. Þær byggja á mörgum listformum svo sem landslagsmálverki, sviðsverkum, borgarlýsingu, karnivali og náttúruvísindasýningum. Tilgangur þeirra er oftast að umbreyta goðsagnakenndri fortíð í lifandi myndir samkvæmt væntingum nútímaáhorfenda. Í námskeiðinu, sem kennt verður með málstofusniði, verða hin ýmsu tækniform skemmtana könnuð. Þar á meðal töfraluktin, „panorama“ og „cosmorama“. Einnig verða vinsældir náttúruvísindalegra og mannfræðilegra „dioramas“ kannaðar með dæmum frá nýlendusýningunni í París 1931 og sýningum í American Museum of Natural History. Innsetningarlist 20. aldarinnar verður greind frá verkinu Étant donnés eftir Marcel Duchamp til samtímaverka Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson, Richard Barnes, Kent Monkman, Dominique Gonzalez-Foerster, og fl.. Verkin verða skoðuð frá sjónarhorni lista og listfræða og gagnrýni listafólksins sett í samhengi við þrjú meginþemu: nýlendustefnu, gyðingahatur og kynþáttahatur ásamt evrópskum hugmyndum um sjálfsmyndir, annarleika og sögu. Tímalínan hefst í París, en síðan verða rædd ýmis dæmi frá öðrum evrópskum borgum auk Norður-Ameríku. Að lokum verður rannsakað hvernig listamenn, söfn og einkafyrirtæki nýta nú sýndarveruleika og gervigreind til að skapa alhliða upplifun fyrir pótmóderníska áhorfendur eins og birtist í hinni vinsælu sýningu Immersive Van Gogh.
Dore Bowen er gestakennari frá Duke University. Námskeiðið verður kennt aðeins einu sinni.
Listgagnrýni og sýningarstjórn (LIS805F)
Í námskeiðinu er lagður grundvöllur að virku starfi sýningarstjóra fyrir hagnýt störf á myndlistar- og safnavettvangi. Unnið er á þverfaglegan og gagnrýnin hátt með hugtök og kenningar sem snúa að starfi sýningarstjóra á vettvangi samtímalistar. Í námskeiðinu vinna nemendur í teymum og setja upp sýningu í samstarfi við myndlistarnema eða myndlistarmenn. Nemendur koma til með að beita þekkingu og aðferðum í verki, vinna að undirbúningi, hönnun, textaskrifum og gerð kynningarefnis í tengslum við sýningarhaldið. Námskeiðið er að hluta til unnið í samvinnu við meistaranám í myndlist í LHÍ, auk þess sem nemendur eiga þess kost að eiga í samstarfi við Listasafn Háskóla Íslands og önnur viðurkennd listasöfn.
Lokaverkefni (LIS441L)
MA-ritgerð
Listasafnið: hugmyndafræði, saga og framtíð (LIS610M)
Í þessu námskeiði er sjónum beint að listasafninu í sögulegu og samtímalegu ljósi. Námskeiðið veitir innsýn í sögu listasafna og þróun, sem og flókið hugmyndafræðilegt samhengi listasögunnar, listfræði og listasafna. Fjallað verður um rætur nútímalistasafna í einkasöfnum aðalsmanna og pólitískrar elítu Evrópu, stofnun fyrstu almenningssafnanna í Evrópu á 18. og 19. öld, gagnrýni listamanna á listasöfn á 20. og 21. öld, tengsl listasafna og nýlenduhyggju og vaxandi kröfur síðustu ára um endurheimtur listaverka og menningararfs til upprunasamfélaga. Hugmyndafræðilegur grundvöllur listasafna og tengsl hans við fagurfræðilegar kenningar verður tekinn til skoðunar. Jafnframt verða tengsl listfræðinnar við listasöfn rædd. Nemendur kynnast ólíkum ímyndum listasafna, m.a. hugmyndinni um listasafnið sem musteri, alheimsyfirlitssafnið (e. universal survey museum), hinn hvíta kassa (e. white cube) nútímalistasafna og nýjum hugmyndum um listasöfn sem vettvang gagnrýnna skoðanaskipta. Fjallað verður um það hvernig þjóðernishyggja hefur mótað stöðu og starf listasafna og áhrif hnattvæðingar á þróun listasafna á alþjóðavísu. Saga listasafna á Íslandi verður kynnt og fjallað um sögu listamannarekinna rýma hér á landi, Nýló, Gallerí SÚM, Gallerí Suðurgötu 7, Kling & Bang og fl..
Kenningar í kynjafræði (KYN211F)
Í námskeiðinu er fjallað um heimspekilegan og kenningalegan grundvöll kynjafræða og gagnrýnið og þverfræðilegt inntak þeirra. Fjallað er um birtingarform og merkingu kyns (e. sex) og kyngervis (e. gender) í tungumáli og menningu, sögu, samfélagi og vísindum. Sjónarmið fræðanna eru kynnt og tengsl þeirra við aðferðafræði. Þá eru nemendur þjálfaðir í að beita á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt fræðilegum hugtökum og aðferðum.
Plöntur, landslag, pólitík (LIS606M)
Í námskeiðinu verður samband manns og náttúru skoðað í gagnrýnu fræðilegu samhengi. Fjallað verður um „náttúruleg“ fyrirbæri, eins og plöntur og gróður, sem og „menningarleg“ fyrirbæri, eins og hálendi, garða og landslag, út frá umhverfissögu og listfræði. Einnig verður rætt um birtingarform náttúrunnar í erlendu og íslensku list- og náttúrusögusamhengi. Námsskeiðið verður í málstofuformi, byggt á lestri og umræðum.
Ritstjórn og hönnun prentgripa (RÚT803F)
Námskeiðið felst í að skoða samstarf og verkaskiptingu milli ritstjóra og hönnuða við gerð og útgáfu prentgripa. Veitt verður innsýn í undirstöðuþætti leturfræði, grafískrar hönnunar og undirbúning fyrir prentun. Einnig verða helstu verkfæri hönnuða skoðuð með tilliti til ólíkra útgáfuverkefna. Farið verður yfir helstu kenningar um áhrif grafískrar hönnunar og leturfræði á læsileika og skilning á inntaki. Rætt verður um gæði, notagildi, fagurfræði og hagkvæmnisjónarmið í grafískri hönnun.
Nemendur flytja erindi og skila skriflegri greiningu á hönnunargrip/um að eigin vali og eru einnig hvattir til að taka virkan þátt í umræðum í tímum. Lokaverkefni námskeiðs felst í að skapa eigið útgáfuverkefni og miðla hugmyndum um ritstjórn þess í máli og myndum.
Rannsóknir og heimildaleit í skjalasöfnum (SAG206M)
Nemendur læra og þjálfast í aðferðum skjalfræðilegra rannsókna, heimildaleit í skjalasöfnum og að meta heimildagildi skjala. Nemendur taka þátt í verklegum æfingum sem tengjast námsefni.
Einstaklingsverkefni (LIS601F)
Markmið einstaklingsverkefnis er að vinna að rannsóknarverkefni eða miðlun í safni , sýningarsal, eða annarri liststofnun. Verkefnið má vinna innanlands eða erlendis, þá hugsanlega í gegnum skiptinám Erasmus +.
Þá er einnig hægt að vinna rannsóknarverkefni í tengslum við safneign Listasafns Háskóla Íslands sem hefur þá sérstöðu að deila sýningarrými sínu með stúdentum, kennurum og öðru starfsfólki skólans.
Einstaklingsverkefni II (LIS708F)
Markmið einstaklingsverkefnis er að vinna að rannsóknarverkefni eða miðlun í safni , sýningarsal, eða annarri liststofnun. Verkefnið má vinna innanlands eða erlendis, þá hugsanlega í gegnum skiptinám Erasmus +.
Þá er einnig hægt að vinna rannsóknarverkefni í tengslum við safneign Listasafns Háskóla Íslands sem hefur þá sérstöðu að deila sýningarrými sínu með stúdentum, kennurum og öðru starfsfólki skólans.
Landslag sem tími (LIS609M)
Samband umhverfisins og lifaðrar reynslu okkar er viðfangsefni sem kemur endurtekið fyrir í listum eftir upplýsinguna. Í líðandi miðlum svo sem kvikmyndum og vídeólist hafa ákveðin einkenni á þessu sambandi; svo sem hugtakið staður, tímaleiki og upplifun á líðandi tíma sem staðbundnu eða efnislegu fyrirbæri, verið sérstaklega áhrifamikil. Í áfanganum verða aðferðir og nálganir innan vídeólistar og tilraunakvikmynda sem þróast hafa til að fást við þessi fyrirbæri tekin til skoðunar og greiningar. Dæmi um listrænar heimildarmyndir og landslagskvikmyndir verða tekin til skoðunar sem og það samhengi sem þau tilheyra innan myndlistar. Samband landslags, umhverfis og miðils eða framsetningar, og þau kenningarlegu samhengi sem notuð hafa verið til að greina og skýra þessi viðfangsefni verða einnig rannsökuð með það í huga að þróa áfram aðferðir og nálganir til greiningar á umhverfi, efnisleika, hugmyndafræði og myndrænni framsetningu.
Heimsslit og endalok tímans (LIS607M)
Hugmyndin um komandi heimsslit hefur verið áhrifamikill í vestrænni hugsun, bæði í krafti trúarlegra hugmynda um endalok tímans, og í samhengi samtíma hugmynda um yfirvofandi vistfræðilegt hrun og aðgerðaleysi okkar gagnvart því. Með þetta að leiðarljósi er námskeiðinu ætlað að auka þekkingu og skilning á vandanum að skilgreina eigin samtíma andspænis verfræðilegum þversögnum sem rof á framgangi tímans kalla á. Hugmyndin um heimsslit verður því könnuð út frá ólíkum sjónarhornum, meðal annars í samhengi við verufræði tímans, og í ljósi hugtakanna, „framfarir“ og „saga“ og sjónum beint að því að hve miklu marki þessi hugtök og hugtakið „tími“ eru samofin. Teknar eru til umfjöllunar póstmódernískar kenningar um endalok sögunnar sem og samtímakenningar um handan-sögu, og handan-samtíma. Einnig er velt upp hugmyndum um vörpun innan menningarinnar sem og sjónarhorni sálgreiningarinnar á heimsenda hugtakið. Í þessu samhengi eru verk listamanna skoðuð og greind til þess að varpa ljósi á hvernig hefð og saga heimsslitakenninga getur haft áhrif á listrænar athafnir.
Námskeiðið er kennt í LHÍ
Sjálf listamannsins og sjálfsmyndir samfélagsins (LIS608M)
Í námskeiðinu verður fjallað um myndlist frá tvíþættum sjónarhóli listamanns og samfélags. Horft verður til listsköpunar sem er knúnin áfram af einstaklingsbundnum hvötum og stöðu listamannsins og verka hans í félagslegu og menningarpólitísku samhengi. Listsköpun sem felur í sér loforð um einstaklingsbunda tjáningu, frelsi og mótun sjálfsins, mætir samfélaginu og þarf að takast á við ytri þætti eins og fræðilega orðræðu og menningarpólitíska umgjörð, sem hafa áhrif á viðtökur listaverka og stöðu myndlistarmanna á ólíkum tímum. Í námskeiðinu verður stuðst við þverfræðilegar aðferðir listfræðinnar og valin tilvik notuð til að greina tengsl einstaklingsbundinna áforma og valds, sögur listarinnar og hlutverk menntastofnana, andóf og undirgefni, listheim nútímans í samhengi nýlendustefnu og iðnvæðingar og áhrif sjálfsmyndapólitíkur og hnattvæðingar á listamenn og myndlist síðustu áratuga. Lögð verður áhersla á að skoða viðfangsefni námskeiðsins með hliðsjón af myndlistarumhverfinu á Íslandi og það borið saman við stærra alþjóðlegt og hnattrænt samhengi. Markmiðið er að efla skýra sýn á gagnkvæmt samband einstaklings og umheims, sjálfs listamannsins og sjálfsmynda samfélagsins.
Námskeið er kennt í LHÍ og er einungis ætlað nemendum sem skráðir eru í listfræði.
Heimsslit og endalok tímans (LIS607M)
Hugmyndin um komandi heimsslit hefur verið áhrifamikill í vestrænni hugsun, bæði í krafti trúarlegra hugmynda um endalok tímans, og í samhengi samtíma hugmynda um yfirvofandi vistfræðilegt hrun og aðgerðaleysi okkar gagnvart því. Með þetta að leiðarljósi er námskeiðinu ætlað að auka þekkingu og skilning á vandanum að skilgreina eigin samtíma andspænis verfræðilegum þversögnum sem rof á framgangi tímans kalla á. Hugmyndin um heimsslit verður því könnuð út frá ólíkum sjónarhornum, meðal annars í samhengi við verufræði tímans, og í ljósi hugtakanna, „framfarir“ og „saga“ og sjónum beint að því að hve miklu marki þessi hugtök og hugtakið „tími“ eru samofin. Teknar eru til umfjöllunar póstmódernískar kenningar um endalok sögunnar sem og samtímakenningar um handan-sögu, og handan-samtíma. Einnig er velt upp hugmyndum um vörpun innan menningarinnar sem og sjónarhorni sálgreiningarinnar á heimsenda hugtakið. Í þessu samhengi eru verk listamanna skoðuð og greind til þess að varpa ljósi á hvernig hefð og saga heimsslitakenninga getur haft áhrif á listrænar athafnir.
Námskeiðið er kennt í LHÍ
- Haust
- Rannsóknaseminar B: BóhemmenningV
- Miðlun í hljóðvarpi og hlaðvarpiV
- Vinnustofa í menningarblaðamennskuV
- Saga heimildamynda og grundvallaratriði í klippiV
- Menningarfræði og þjóðfélagsrýniV
- Grundvallaratriði vefmiðlunar ‐ Starf vefstjórans og vefritstjórnV
- Sviðslistafræði (Performance Studies): Frá sagnaflutningi til uppistands, kjötkveðjuhátíða og stjórnmálamannaVE
- MenningararfurV
- Vor
- Málaðu eins og maður, kona! Konur, kyngervi og íslensk listasaga (1875-1975)V
- Stafræn og samfélagsleg nýsköpunV
- Menningarminjar, söfn og sýningar: Gersemar, áður aldrei kunnarV
- Skapandi heimildamyndirV
- Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni VE
- Menning og andófV
- Faglegt starf: Tilvik og álitamálV
- Safn og samfélag: Sirkus dauðans?V
Rannsóknaseminar B: Bóhemmenning (MFR503F)
Fjallað verður um menningarvettvang bóhemíunnar og sjónum beint að goðsögulegum ímyndum bóhemsins. Við sögu koma iðjuleysingjar og vinnuþjarkar, aristókratar og utangarðsmenn, nautnaseggir og meinlætamenn, drykkjusvolar og bindindismenn, misskildir snillingar og ónytjungar. Það sem helst tengir ólíkar ímyndir bóhemsins er staðan á útmörkum borgaralegrar menningar og í námskeiðinu verður leitast við að skilja virkni bóhemíunnar sem vettvangs slíkrar gagnmenningar. Megináhersla verður á birtingarmyndir bóhemsins í evrópskum nútímabókmenntum, en einnig verður horft til kvikmynda, myndlistar, auglýsinga og annarra menningarafurða frá miðri nítjándu öld til samtímans.
Miðlun í hljóðvarpi og hlaðvarpi (HMM235F)
Námskeiðið er haldið í samstarfi við RÚV - Rás 1. Fjallað er um framsetningu efnis í útvarpi og hlaðvarpi. Könnuð eru ólík dæmi um dagskrárgerð. Hugað er að miðlunarmöguleikum hljóðefnis í fjölmiðlaumhverfi samtímans og gerð grein fyrir eðli ólíkra miðlunarleiða. Fjallað verður um hugmyndavinnu, viðtalstækni, upptökutækni, uppbyggingu og samsetningu hljóðvarps/hlaðvarpsefnis með áherslu á sjálfbærni og sjálfstæð vinnubrögð. Nemendur vinna verkefni tengd útvarpsþáttagerð.
Vinnustofa í menningarblaðamennsku (ÍSB707F)
Hluti nemenda sem útskrifast af Hugvísindasviði, ekki síst úr Íslensku- og menningardeild, mun væntanlega starfa í framtíðinni á fjölmiðlum, forlögum og opinberum menningarstofnunum og fást þar við umfjöllun og kynningu á bókum og listviðburðum. Í námskeiðinu verður fjallað um hlutverk og einkenni íslenskrar menningarblaðamennsku í víðum skilningi og glímt við þær textategundir sem henni tilheyra, þar á meðal viðtöl, ritdóma, listgagnrýni, fréttatilkynningar og svonefnt "plögg". Nemendur vinna hagnýt verkefni sem tengjast annars vegar þessum starfsvettvangi og hins vegar íslensku menningarlífi eins og það kemur til með að þróast vorið 2018.
Saga heimildamynda og grundvallaratriði í klippi (HMM802F)
Á námskeiðinu verður farið yfir sögu og þróun heimildamynda frá upphafi. Kynnt verða lykilverk og höfundar þeirra, ásamt helstu stefnum og straumum eins og Grierson stefnan, Kino-eye, Direct cinema og fleira. Auk þessa verður skoðað hvernig tæknileg þróun hefur áhrif á gerð heimildamynda.
Kennsla er byggð á fyrirlestrum kennara, umræðum í tímum og sýningum á tilteknum lykilmyndum í sögu heimildamynda. Nemendur skila greinagerð um þær myndir sem sýndar eru á námskeiðinu.
Kennd verða grunnatriði í klippiforritinu Adobe Premiere Pro, eins og að hlaða inn efni, klippa það til, einfalda hljóðvinnslu, innsetningu texta og minniháttar litaleiðréttingu. Í framhaldinu eru unnin tvö klippiverkefni. Annað er myndband sem nemendur taka á síma og klippa í Premiere Pro, en hitt vídeódagbók um eina af þeim myndum sem fjallað er um á námskeiðinu.
Verkefni:
- Stutt myndband, 1-3 mínútur.
- Vídeódagbók um eina heimildamynd sem fjallað er um á námskeiðinu.
- Skrifleg dagbók 1 (500 – 700 orð). Hugleiðing um eina heimildamynd sem fjallað er um á námskeiðinu.
- Skrifleg dagbók 2 (500 – 700 orð). ). Hugleiðing um eina heimildamynd sem fjallað er um á námskeiðinu.
Ætlast er til að nemendur taki virkan þátt í námskeiðinu og verklegum verkefnum.
Námskeiðið er samkennt með síðari hluta námskeiðsins HMM122F Miðlunarleiðir I. Þeir nemendur sem skráðir eru í það námskeið taka ekki þetta námskeið.
Menningarfræði og þjóðfélagsrýni (MFR701F)
Í námskeiðinu er litið yfir sögu menningarfræðinnar og sjónum beint að gildi hennar sem róttæks forms þjóðfélagsrýni. Lesnir verða textar lykilhöfunda 19. öld og til samtímans. Í forgrunni er sjálft menningarhugtakið og spurningin um gildi þess fyrir gagnrýna umræðu um þjóðfélag, sögu og samtíma. Fjallað er um samspil gagnrýni og fræða og hvernig menningarfræðin setur slíkt samspil í forgrunn. Þetta kemur fram jafnt í textum eldri og yngri höfunda og skapar togstreitu sem hefur á undanförnum áratugum verið frjór jarðvegur allra hugvísinda og einkennt samhengi þeirra við menningarpólitíska hugsun. Til grundvallar eru lögð hugtök á borð við hugmyndafræði, vald, forræði, kyngervi og orðræða.
Grundvallaratriði vefmiðlunar ‐ Starf vefstjórans og vefritstjórn (RÚT704F)
Starf vefstjórans hefur tekið miklum breytingum með stöðugri tækniþróun og áherslu á stafrænar lausnir. Leitast verður við að veita nemendum góða innsýn í helstu þætti í starfi vefstjórans. Rýnt verður í skrif fræðimanna á sviði vefmiðlunar, nemendur kynnast nauðsynlegum tækjum og tólum og við fáum til okkar góða gesti sem hafa fjölbreytta starfsreynslu sem vefstjórar, vefritstjórar og á sviði stafrænnar miðlunar.
Starf vefritstjóra er iðulega samofið almennri vefstjórn. Nemendur fá góða innsýn í ritstjórn vefja og skrifum fyrir stafræna miðla. Fjallað verður um helstu þætti sem vefstjóri / vefritstjóri þarf að hafa vald á, svo sem upplýsingaarkitektúr, skrifum fyrir vef, framsetningu myndefnis, grundvallaratriði í vefhönnun, aðgengismál, nytsemi, öryggismál, vefmælingar, vefumsjónarkerfi, grunntækni vefviðmótsins, helstu hugtök og skilgreiningar í tækni vefsins og netsins.
Nemendur setja upp eigin vef og nota til þess vefumsjónarkerfi að eigin vali, t.d WordPress eða Wix, sem bæði eru til í ókeypis útgáfum, og er hluta verkefna skilað þar. Þannig öðlast nemendur þjálfun í að setja upp einfaldan vef og byggja upp leiðakerfi. Athygli er sérstaklega vakin á því að í námskeiðinu er ekki kennsla á vefumsjónarkerfi. Þeim sem ekki hafa reynslu af notkun þeirra fyrir er bent á að á YouTube má finna fjölda myndbanda þar sem hægt er að læra á kerfin, allt frá grunnatriðum og upp í mun flóknari þætti en ætlast er til að í þessu námskeiði.
Sviðslistafræði (Performance Studies): Frá sagnaflutningi til uppistands, kjötkveðjuhátíða og stjórnmálamanna (ÞJÓ107F)
Sviðslistafræði (Performance Studies) fjallar um það hvernig fólk í öllum samfélögum, bæði fyrr og nú, tekur þátt í ymis konar sviðslist (performances) í daglegu lífi, á mismunandi "leiksviðum", allt frá helgisiðum til kirkjupredikana, leiksýninga, kvikmyndasýninga, útvarpsþátta, uppistands, sagnaflutnings, gjörningalistar, hátíða, útskriftasiða, matarboða, dulbúningasiða og málflutnings stjórnmálamanna heima og erlendis. Á námskeiðinu munu nemendur kynnast þeim margslungnu táknmálsformum sem beitt er í mismunandi tegundum sviðslista, frá talmáli til búninga, útlits, svipbrigða, kyns, samhengis, hljóðs, "timing" og nytsemi rýmis og viðtöku áhorfenda.
Vinnulag
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, umræðum um fyrirlestra og farið í heimsóknir.
Menningararfur (ÞJÓ506M)
Hvað er menningararfur og hvaða hlutverki þjónar hann? Af hverju er hann í stöðugri útrýmingarhættu? Hvernig tengir hann saman fortíð og samtíð? Hvað á hann skylt við þjóðríkið? Söguvitund? Hnattvæðingu? Kapítalisma? Stjórnmál? Í námskeiðinu verður leitað svara við þessum spurningum, kynntar nýlegar rannsóknir þjóðfræðinga, mannfræðinga, listfræðinga, félagsfræðinga, safnafræðinga, sagnfræðinga og fornleifafræðinga á menningararfi og tekinn púlsinn á því sem er að gerast á þessu ört vaxandi sviði.
Kennslan fer fram í fyrirlestrum og umræðum.
Málaðu eins og maður, kona! Konur, kyngervi og íslensk listasaga (1875-1975) (SAG606M)
Námskeiðið er hugsað sem endurskoðun á þáttum úr íslenskri listasögu (1875 til 1975) með áherslu á framlagi íslenskra myndlistarkvenna til listasögunnar. Brugðið verður upp mynd af fjölbreyttri listsköpun kvenna á tímabilinu í hinum ýmsu listmiðlum (s.s. málara-og höggmyndalist, ljósmyndun og textíl) og litið til samhljóms og sérstöðu íslenskra myndlistarkvenna í alþjóðlegu, listsögulegu samhengi. Kynnt verða helstu hugtök og rannsóknarspurningar innan femínískrar listfræði, með áherslu á kyngervi og hvernig hægt er að nota orðræðugreiningu til að varpa ljósi á kynjaða orðræðu um myndlist sem beint og óbeint mótaði hugmyndina og skilgreininguna á (karl) snillingnum og íslenskri myndlist. Einnig verður vikið að mikilvægri baráttu kvenna almennt á tímabilinu gegn mismunun á sviði menningar og lista. Þá verður skoðað hvernig hægt er að beita þverfaglegri nálgun til að fá heildstæðari mynd af stöðu kynjanna í samfélags, list-og menningarsögulegu samhengi hverju sinni. Námskeiðið byggir að mestum hluta á niðurstöðum doktorsritgerðar kennara námskeiðsins í sagnfræði og listfræði, frá haustinu 2023 (sjá, Paint like a man, woman! Women, gender and discourse on art in Iceland fom the late nineteenth century to 1960, sem hægt er að nálgast á opinvisindi.is).
Stafræn og samfélagsleg nýsköpun (HMM241F)
Í námskeiðinu er fjallað um fjölbreyttar birtingamyndir nýsköpunar í menningu og miðlun, með áherslu á stafræna tækni. Áhersla verður lögð á starfsemi og stjórnun skipulagsheilda sem starfa í miðlun og skapandi greinum. Fjallað verður um hlutverk nýsköpunar og skapandi hagkerfi, samfélagslega nýsköpun og hvernig viðhalda á frumkvöðlanda í verkefnum. Tækifæri til hagnýtingar verða tekin til skoðunar og kynntar til sögunar aðferðir til að styðja við uppgötvun, greiningu og nýtingu slíkra tækifæra.
Menningarminjar, söfn og sýningar: Gersemar, áður aldrei kunnar (HMM201F)
Í námskeiðinu verður sett upp sýning tengd erlendum leiðöngrum til Íslands um miðja 19. öld, einkum leiðangra Pauls Gaimard 1835-1836 og Napóleons prins 20 árum síðar og er nemendum ætlað að móta sýninguna í samstarfi við leiðbeinendur. Sýningin verður opnuð í Borgarsögusafni við lok annar.
Í námskeiðinu verður einnig fjallað um ýmsar tegundir sýninga, rætt um ólíka hugmyndafræði á bak við þær og mismunandi vettvang þeirra. Jafnframt er hugað að helstu þáttum í starfsemi safna, leiðir þeirra til að miðla efni og aðferðafræðina sem byggt er á. Kennsla fer fram með fyrirlestrum og hópvinnu. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Borgarsögusafn Reykjavíkur.
Skapandi heimildamyndir (HMM220F)
Fjallað verður um helstu tegundir heimildamynda, aðferðir, þróun þeirra og tilgang.
Nemendur læra að skrifa handrit að stuttri heimildamynd og að hugsa allt ferli heimildamyndagerðar, frá grunnhugmynd að fullbúinni mynd, ástunda fagleg vinnubrögð og læra að skipuleggja tökur.
Nemendur ættu einnig að ná tökum á grunnatriðum í kvikmyndatöku og klippingu. Í því samhengi verður unnið eitt verkefni á síma til að ná tökum á tækniatriðum í klippi. Allir nemendur þurfa að skila að minnsta kosti einni fullbúinni stuttri heimildamynd, handriti og æfingaverkefni í klippi. Nemendur ræða nálgun og efnistök verkefna sinna við samnemendur og kennara.
Í námskeiðinu verða sýndar heimildamyndir, bæði brot úr þeim og í fullri lengd, þar sem rætt verður um hugmyndirnar bak við myndirnar, listrænar ákvarðanir, tilgang og siðfræði heimildamynda. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð.
Tökur fara fram í mars og þurfa að vera búnar fyrir 30. mars, en þá hitta nemendur kennara í klippiherberginu í Odda.
Ekki er ætlast til að nemendur kaupi neinar bækur fyrir þetta námskeið en nauðsynlegt er að þeir hafi sjálfir flakkara til að geyma efnið sitt á og SD kort í myndavélar fyrir eigin upptökur. Einnig er mælt með að nemendur séu með góð heyrnatól.
Námskeiðið er kennt í lotum. Nemendur vinna að heimildamynd alla önnina og í lok annar verður frumsýning í Bíó Paradís.
Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.
Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni (ÍSL612M)
Á undanförnum árum hefur vægi gagnasöfnunar og tölfræðiúrvinnslu aukist í hugvísindum. Þetta kemur skýrt fram í undirgreinum á borð við sálfræðileg málvísindi (e. psycholinguistics), hugræna bókmenntafræði (e. cognitive literary studies) og tilraunaheimspeki (e. experimental philosophy). Þessi aukna áhersla á megindlega aðferðafræði í hugvísindum á sér stað á sama tíma og réttmæti rótgróinna tölfræðiaðferða er dregið í efa í öðrum greinum og hertar kröfur eru um að hægt sé að endurtaka rannsóknir og nálgast gögn í opnum aðgangi um leið og persónuverndar er gætt. Í þessu námskeiði munu nemendur rýna í vægi megindlegra aðferða í sínum greinum og fá þjálfun í öflun og úrvinnslu gagna. Fjölbreyttar rannsóknaraðferðir verða til umfjöllunar, allt frá greiningu textasafna yfir í skoðanakannanir og tilraunir þar sem skynjun áreita (svo sem orða, texta eða myndbrota) er mæld. Einnig verður farið yfir grunnhugtök og aðferðir í tölfræði svo nemendur þekki muninn á lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, skilji tölfræðilega marktækni og kunni að lesa úr myndrænni framsetningu gagna í gröfum. Lögð er áhersla á að nemendur spreyti sig undir leiðsögn kennara og bæði safni gögnum og greini þau. Nemendur vinna verkefni innan eigin fræðigreinar en kanna einnig grundvöll fyrir þverfaglegu samstarfi. Öll verkefni verða unnin í opnum hugbúnaði á borð við R Studio en engin fyrri þekking á forritinu né tölfræði er nauðsynleg. Námskeiðið hentar öllum nemendum á Hugvísindasviði sem vilja safna megindlegum gögnum til að svara áhugaverðum spurningum og gæti þannig reynst vel sem undirbúningur fyrir BA- eða MA-verkefni.
Menning og andóf (MFR703M)
Í námskeiðinu er fjallað um samspil pólitískrar róttækni, menningar, hefðar og valds. Sérstaklega er hugað að birtingarmyndum andófs í samtímanum, orðræðu lýðræðis og menningarlegs mismunar og viðbrögðum við gagnrýni og andófi innan hefðar nútímastjórnmála. Fjallað er um þátt menntamanna og rithöfunda og vægi listrænnar tjáningar og hönnunar við umbreytingu félagslegs og menningarlegs umhvefis. Þá er fjölmiðlaorðræða skoðuð og greind og fjallað um hin ólíku og oft andstæðu markmið sem sjá má í starfsemi stofnana samfélagsins. Valdir eru nokkrir átakapunktar menningar- og samfélagsorðræðu sem draga fram grundvallartogstreitu frjálslyndra lýðræðissamfélaga, svo sem spurningar um visku eða fávisku almennings, viðbrögð við loftslagsbreytingum, óöfnuð, ofsafátækt og stríð. Loks er fjallað um spillingu og vald, félagslega og menningarlega tjáningu, möguleika og takmarkanir tjáningarfrelsis, notkun og misnotkun upplýsinga, leynd, fals og falsfréttir.
Faglegt starf: Tilvik og álitamál (SAF011F)
Í námskeiðinu verða tilvik tengd safnastarfi á Íslandi rædd út frá faglegum álitamálum, með tilvísun í þverfræðilegt lesefni og umræður. Námskeiðið hentar því nemendum úr greinum eins og safnafræði, fornleifafræði, listfræði, menningarfræði, mannfræði, þjóðfræði og fleiri. Tilvikin tengjast fjölbreyttu starfi safna, svo sem stjórnun, skipulagi, söfnun, varðveislu, rannsóknum og miðlun.
Einnig verður í námskeiðinu fjallað um mat á starfsemi safna, bæði út frá safngestinum og einnig sjálfsmat (aðferðir og úrvinnsla), sem og stjórnunarlegum þáttum í safnastarfi. Umræðuefni álitamála eru mjög fjölbreytileg, svo sem STJÓRNSÝSLA, kynjamál, aðgengismál, varðveisla fornleifa, rannsóknir á sjónrænum menningararfi, tjáningarfrelsi, húsnæðismál, gjafir til safna og grisjun.
Námskeiðið er unnið í samvinnu við helstu safnastofnanir í landinu sem hafa yfir að ráða fjölda sérfræðinga um aðskiljanlegustu þætti í safnastarfi. Í staðlotum námskeiðsins munu sérfræðingar miðla af reynslu sinni með raunverulegum dæmum úr störfum sínum á söfnum innanlands og erlendis.
Nemendur velja einn dag yfir önnina til þess að mæta í starfsdag hjá safni á höfuðborgarsvæðinu (tveir og tveir nemendur í einu). Starfsmaður mun taka á móti þeim, fræða um starfsemi safnsins og veita þeim grunnþjálfun í skráningu. Nemendur vinna svo með starfsmanni það sem eftir er af degi.
Námskeiðið skiptist í fimm fyrirlestralotur; í hverri þeirra verða aðgengilegar upptökur á Canvas örfyrirlestrar og stuttar kynningar á lesefni frá kennara og gestafyrirlesara. Þrjár staðlotur/Zoomlotur (eftir aðstæðum) verða yfir misserið, þar sem hlustað er á gestafyrirlesara, sérfræðingar innan safna sem miðla af reynslu sinni, og/eða sem farið verður í vettvangsferðir á söfn í Reykjavík. Skyldumæting er í stað- og zoomlotur. Námsmat byggist á verkefnavinnu yfir misserið, mætingu í stað/zoomlotur og starfsdegi.
Safn og samfélag: Sirkus dauðans? (SAF603M)
Fjallað verður um samfélagslegt hlutverk safna út frá margvíslegum sjónarhornum: efnahagslegum, pólitískum, menningarlegum, félagslegum og síðast en ekki síst alþjóðlegum. Fjallað verður meðal annars um hlutverk safna í hugmyndinni um þjóð, lagalegt umhverfi safna, rekstrarform, staða og hlutverk þjóðarsafna, safna í eigu sveitarfélaga, félagasamtaka og einkafyrirtækja, fjármögnun safnastarfs, stefna yfirvalda í málefnum safna, söfn og mannréttindi, söfn og áföll (trauma), kynjahugmyndir og fleira. Í námskeiðinu er einnig hugað að möguleikum safna á að virkja fólk og samfélög til þátttöku í starfsemi þeirra eins og söfnun, heimildaöflun, sýningarstjórnun, sýningargerð og annarri miðlun. Skoðuð verða innlend og erlend dæmi. Eftir því sem því verður komið við, eru farnar ein til tvær vettvangsferðir. Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi.
Hafðu samband
Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.
Fylgstu með Hugvísindasviði
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.